Ísafold - 21.08.1909, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.08.1909, Blaðsíða 3
ISAFOLD 2?*; Rödd úr sveitinni [Nær því dagiega berast oss fregnir nm það, hvernig skynsamir menn nti um landið lita á illindi þau og ósannindi, sem minni- hlutablöðin eru stöðugt að flytja. Einn vottur þess er grein sú, sem hér fer á eftir, samin af öldruðnm merkisbónda i Árnessýslu, orðlögðum skýrleiksmanni.] Ekki get eg hugsað, að nokkrum manni detti í hug að endast til að reka ofan í Lögréttu og Reykjavík- ina öll þau ósannindi, sem þau blöð flytja alt af látlaust um menn og mál- efni, svo stór minkun er að, ekki að eins þeim, sem að þessum blöðum standa, heldur allri hinni íslenzku þjóð. Svo heiftþrungin eru blöð þessi, að flesta óspilta menn hryllir við að lesa þau; svo ósvífin er ósannindi þeirra. »Rægðu! eitthvað mun við loða«. Þetta er stefnuskrá Lögréttu og Reykjavíkur. Þau hljóta að hugsa, að alt af verði þó einhverjir til að trua, og svo hefir það líka verið. En þeim er alt af að fækka sem trúa blöðum þessum. Svo ber og nakin eru ósannindin orðin, að bráðum sjá þau allir. Tökum t. d. 30. tbl. Lögréttu. Þar stendur meðal annars: Frumvarpsandstæðingar unnu sigur við síðustu kosningar af því að þeir lofuðu kjósendum að þeir skyldu fá Datii til að samþykkja. betri boð til ís- lendinga, en uppkastið færði, að þeir skyldu fá einstökum smáatriðum í upp- kastinu breytt, sem þeir fengu kjós- endur til að trúa, að heppilegra væri að orða öðru vísi. Þeir lofuðu kjósend- um allflestir að fella ekki frumvarpið. Áfram heldur svo blaðið og segir: En þegaráþingið kemur, svíkja meiri- hluta, fulltrúarnir orð sín og heiti, frá kosningaundirbúningsfundunum. Svo fer blaðið að telja, og verður fyrstur Sig. Hjörleifsson, þá Ól. Briem, Bjarni frá Vogi, báðir þingmenn Árnesinga, báðir þingmenn Gullbringu-' sýslu, Jón á Hvanná, Þorl. á Hólum, »0. s. frv.«. Og áfram heldur blað- ið og segir: En alt þetta svíkja þeir, þegar á þingið kemur. Þeir svíkja kjósendur sína, þeir svíkja málið, sem þeir voru kosnir til að ráða til lykta. Þeir svíkja af ættjörð siuni þann sjálfstæðisauka sem henni stóð til boða (!!), alt fyrir þá menn, sem langaði ti) að komast að völdunum. Svo mörg eru þessj orð, og fleiri þó af sömu tegund. Djörf er Lögrétta. Sæmilega margir vitnisfærir kjós-« endur eru t. d. í Árnes og Gull- bringusýslu, sem vita, að þingmenn þeirra hafa aldrei loýað að útvega betri boð hjá Dönum en Uppkastið bauð, Til þess eru þeir alt of mætir menn og samvizkusamir. Og sama er óhætt að fullyrða um alla meirihluta þingmennina, undan- tekningarlaust. Þetta ber víst heldur enginn nema Lögrétta og hennar fylgi- félag, sem veit svo mikið af því, sem aldrei hefir gerst og aldrei mun gerast. Lögrétta hefði því svo vel getað staðið sig við að spara þessi svika- brigzl handa sjálfri sér og sínum félög- um, af þeirri einföldu ástæðu, að ekk- ert var að svíkja og ekkert var svikið að þessu leyti. Þetta vita allir, sem vilja vita það. Meirihluta-kjósendur geta fundið til metnaðar út af framkomu fulltrúa sinna í þessu máli; þeir hafa allir staðið við það, sem fyrir þá var lagt, og eru hér í engu ámælisverðir. Lög- rétta segir, að þeir hafi lofað að fella ekki frumvarpið; þeir gerðu það held- ur ekki, heldur breyttu því. Hvað er það þá, sem meirihluta flokkurinn hefir svikið í þessu máli? Það er hér ljóslega sýnt að hér er um engin svik að raða, heldur heiðar- lega baráttu fyrir sjálfstæði hinnar ís- lenzku þjóðar, sem allir ærlegir ís- lendingar ættu að styðja bæði í orði og verki, án þess að láta reiðield Lög- réttu nokkur áhrif á sig hafa. Lögrétta og Reykjavíkin eru búnar að skrökva svo miklu, að undrum sætir. Það er búið að reka svo ótal margt ofan í þær systur með óhrek- jandi rökum. En alt af segjast þær segja satt. Já, laukréttan sannleika sögðust þær hafa sagt um Björn ráð- herra, eftir að saunað var upp á þær, að þær höfðu ýmist farið með til- hæfulaus ósannindi eða snúið öllu öfugt og slitið út úr réttu sambandi í utanför hans í vetur. Ekki er svo sem hætt við þær skammist sín. Mér dettur í hug í þessu sambandi smásaga, sem gerðist á heimili, sem eg var kunnugur: Hestur tapaðist í Reykjavíkurferð, og vantaði lengi sum- ars. Einn dag segir vinnumaður við heimilisfólkið: — Þarna er einhver að koma með hann Sörla (svo hét hesturinn, sem vantaði). Fólkið segir einum rómi:' — Það er ekkert til í því, það er ekki líkt honum. — Hann er það víst; hann er það víst, segir vinnumaður. Þegar svo maðurinn kemur í hlað- ið með hestinn, sem var með alt öðr- um lit, segir fólkið við vinnumann : — Sjáðu nú, hvort það er hann Sörli. — Hann er það víst; hann er það víst, segir vinnumaður. Eg þræti samt. En það var nú samt ekki hann Sörli. Skýrari mynd af Lögr. og Reykjav. er ekki hægt að fá. Fjöldi manns hefir nú verið tældur til að lýsa yfir trúarjátningu sinni í blöðum þessum á Hannes Hafstein, og »þökk fyrir vel unnið starf«!! ogósk- um að hann kæmist sem allra fyrst upp á veldisstólinn aftur, og er sízt af honum dregin framganga hans i sam- bandsmálinu. Þetta er það naprasta háð, sem hægt er að hugsa sér, enda brosir margur að þessu. Það verður samt ekki varið að Hannes lagði mikið kapp á það að láta okkur trúa því í fyrra sumar, að við værum eftir Uppkastinu sæla alveg jafn-réttháir Dönum, og að ef einu orði væri breytt, væri öll sú blessun, sem það færði, gengin úr greipum okkar. En margt hefir komið undar- legt fyrir i því máli. í vetur á þing- inu leggur hann sjálfur af stað með sina háseta i breytingaleiðangur, og pá voru pœr breytingar auðfengnar hjá Dönum, að hans skoðun; og víst er það, að ekki hefir hann ætlað sér að fella frumvarpið með þeim, þó að þær hefðu komist að. Einu sinni hélt Hannes þó fram óskertum rétti landsins gegn Dönum, eftir því sem »bláa bókin« segir. Það hefir líklega verið þá, sem hann »lagði hnefann á borðið« og sagði framan í danskinn: það er meiningin — sem Stefáni kennara hefir orðið svo mæta vel úr síðan í sögum sinum. Hvernig er nú alt þetta? Var Hannes ekki með sjálfum sér þessa stund? eða var hann ekki með sjálf- um sér, þegar hann snerist? eða var hann ekki með sjálfum sér, þegar hann var að þjóta um landið í fyrra sumar til að segja fólkinu ósannindi? Því ber ósannindi eru það nú orðin, að íslendingar væru eftir Uppkastinu jafn-réttháir Dönum, og að landið væri eftir því fullveðja ríki. Hvernig hefði farið, ef Hannesi hefði tekist að láta meiri hluta þjóð- arinnar trúa þessu? Jú, þá værum við nú orðnir harð- læstir inni hjá Dönum, svo lengi sem þeim líkaði, sem sennilega mundi verða nokkuð lengi. Eru ekki Danir sjálfir búnir að sanna þetta nægilega vel síðan þeim urðu kunn kosninga- úrslitin? Þangað til höfðu þeir vit á að þegja. Þetta er nú maðurinn, sem Lög- rétta og Reykjavíkin vilja láta alla ís- lenzku þjóðina tigna og tilbiðja, og drifa sem allra fljótast aftur upp á veldisstólinn. Fyrir alt þetta »vel unna starf« eru nú blöð þessi að færa honum þökk, sem útgerðarmenn fé- lagsins eru látnir tína saman víðs veg- ar á landinu. Kyssi þeir á vöndinn sem vilja. Margur fær af litlu lof og last fyr- ir ekki parið. Að Lögréttu og lleykjavíkinni sé þetta meira en lítið alvörumál, það sést á rnörgu og að þær tali fyrir munn síns flokks, það efar enginn. Nú rið- ur á því einu fyrir þeim að kveikja alstaðar róg, kveikja eld á hverju nesi, eld á milli þjóðarinnar og Björns ráð- herra, eld á milli Dana og hans, elc á milli meiri hluta kjósenda og þeirra fulltrúa, eld í öllu félagslífi þjóðarinn- ar, eitt eldhaf sundrungar og svívirð- ingar. Þessi er iðja Lögréttu og Reykja- vikur og hefir alt af verið. Blöð þessi sanna þetta langbezt sjálf. Því stæðu :>au á heilbrigðum málstað, þyrftu jau sjaldnar að grípa til ósannindanna en þau gera. Eitt eru blöð þessi sýnilega í mest- um vandræðum með, og það er að finna nógu ljót og niðrandi ósannindi um Björn ráðherra, manninn sem sjóðin á án alls efa lang-mest að þakka allra núlifandi íslendinga. Sjálfsagt þykir þessum blöðum að eyðileggja hann sem allra fljótast, gera rann tortryggilegan í sem flestu. En þar eiga þau við raman reip að draga. Svo þjóðþektur er nú Björn orðinn að drengskap og dugnaði. Þeim verð- ur erfitt að spyrna á móti broddunum. Ymsum getum hefir farið um það, hvort það muni vera tilviljun ein að blöð þessi hafa komist í þær hendur, sem raun hefir á orðið, eða fínu mennirnir í fallegu fötunum hafi graf- ið þessi glerbrot upp úr mannfélags- ins haug, sér til þarfinda við hin óþrifalegu verkin. En hvað sem um það er, þá er þessi blaðamenska háskalegt eitur í þjóðlífinu, svo lengi sem þjóðin er ekki svo þroskuð að vísa slíku frá sér. Kolbeinn Eiríksson. Markaðsskýrsla vim íslenzkt smjör. Frá J. Y. Faber & Co. í Newoastle on Tyne hefir ísafold fengið eftirfarandi markaðsskýrslu dags. 13. þ. máu. Með e/s Ceres kom. 5. ágúst næsta smjörsending, og oss er ánægja að geta frá því skýrt, að alt það smjör er selt. Gæðin voru jafnari en áður, smjörið ekki heldur eins gamalt, og árangurinn fyrir því yfirleitt hærra verð. Eins og símritað var hér um daginn, seldist alt betra smjörið á 84—88 kr., en fyrir hið lakara fengust 78—82 kr. Hlutfallsverðið var sem hér segir: 50 % seldist fyiir hæsta verð 30 °/0 — — meðalverð 20 °/0 — — lægra verð Það er töluverð framför frá fyrri ár- um. Vér höfum hér ekki getið anuars smjörs, en þess sem vór höfum fengið sjálfir. Markaðurinn hefir lagast, verðið er stöðugra og horfur á að svo verði eftir- leiðis, svo að vór gerum oss von um að góður árangur verði af væntanlegum sendingum. Lausar sýslanir, er ráðgjafi veitir: Aukakennarasýslan við Lagaskólann, ársþóknun 1600 kr., verður veitt frá 1. okt. þ. á.; umsóknarfrestur til 15. septbr. Póstafgreiðslumannasýslanir: Á Vopna- firði (árslaun 500 kr.), Blönduósi (árs). 500 kr.), i Keflavík (ársl. 350 kr.) og í Reykja- vik (ársl. 1200 kr.) Hverjum póstafgreiðslu- manni gert að skyldu að setja 1000 kr. veð til tryggingar opinberu fé. Umsóknarfrestur til 31. október næstk. f Síra Einar I»órðarson. Hann andaðist að heimili sínu, Bakka f Borgarfirði í Norður-Múlasýslu þ. 6. þ. máu. eftir langvint heilsuleysi. Hann var sonur Þórðar bónda á Skjöld- ólfsstöðum í Jökuldal, Einarssonar, prests að Vallanesi, og konu hans Þórdísar Eiríksdóttur, og var fæddur 7. ágúst 1867, svo að hann hefir orðið róttra 42 ára. Úr latínuskólanum útskrifaðist hann 1888, en úr prestaskólauum 1890. Árið eftir varð hann prestur að Hofteigi, en 1904 fekk hann Desjarmýrarpresta- kall í Borgarfirði. Tveim árum síðar fekk hann lausn frá prestskap vegna heilsubrests. Þingmaður Norður-Múlasýslu var hann eitt kjörtímabil, og < búnaðarmálum Austurlands var hann einhver allra-helzti maðurinn, meðan heilsan entist, enda tvímælalaust, að hann var í flestum greinum einn af ágætustu framfaramönn- um landsins. Bindindismaður var hann alla æfi. Óvenjulega vinsæll maður var hann, enda drengur hinn bezti. Banameiu hans var brjósttæring, kendi hennar fyrir nokkrum árum, og var oft mjög þjáður. Fyrir þrem árum fór hann til Danmerkur, til þess að leita sór lækn- ingar í heilsuhæli. En að þeirri tilraun varð ekki lið til neinnar frambúðar. Ekkja hans er Ingunn Loftsdóttir, ættuð bóðan úr Reykjavík. Afengisbarmlögin Eftir því sem Politiken segist frá, tefir oss óneitanlega komið betur að eiga þann fulltrúa í Khöfn, sem ekki lét draga taumanna úr höndum sér í því máli. Mótspyrnan gegn staðfestingu laganna hefir verið all- öflug. Og fram á síðustu stund íafa menn gert sér vonir um, að æssu velferðarmáli yrði hnekt og vilji þjóðar og þings að engu hafður. Politiken segir, að stjórnir vínsölu- l’élaganna, félag íslenzkra kaupmanna, fulltrúafélag fyrir útlend firma og i’élag danskra áfengis-verksmiðjueigenda íafi snúið sér til verzlunarráðuneytisins með umsókn um það, að dönsk verzlun og verksmiðjuiðnaður yrðu vernduð gegn þvi að bannlögin fengju staðfestingu. Framkvæmdarnefnd stór- caupmanna-bandalagsins ritaði með- mæli með þessari umsókn og kom tenni á framfæri til stjórnarinnar. Enn fremur segir blaðið, að ríkis- stjórn Frakka hafi látið sendiherra sinn í Kaupmannahöfn mótmæla ögunum við utanríkisráðuneytið. Lögin voru staðfest 30. júlí, eins og lesendum ísafoldar mun vera og lengi verða minnisstætt. Politiken er sýnilega ókunnugt um það morg- uninn eftir, 31. júlí. Þá telur blaðið ekki vonlaust, að takast kunni að afstýra staðfestingunni. ---------------- Reykjavíkur annáll. Dánir. Arndis Vídalln, ógift, 47 ára. Dó 18. ágnst á Kleppsspitala. Einar Jónsson,ókvæntur, Vesturgötu59. Dó 6. ágúst í Langarnesspitala, eftir vikuvist þar. Kristján Hróbjartsson, ekkill, 81 ára, Grg. 3. Dó 19. ágúst. Þormóðnr Þormóðsson frá Kjaransstöð- um í Biskupstungum. Dó 10. ágúst i frakk- neska spítalanum. Fasteignaafsal. Guðmundur Egilsson tré- smiður selur verzluninni Edinborg í Rvík Meistaðarblett á Bráðræðisholti fyrir 1000 kr. Dags. 7. júlí, þingi. 19. ág. Ólafur G. Einar8son gefur móður sinni Katrínu Gunnarsdóttur húseign sina nr. 2 við Spítalastíg. Þingl. 19. ág. Steindór Jónsson trésmiður selur hlutafé- laginu Völundi húseign sína nr. 4 við Klapp- arstíg, með smlðahúsi, heyhúsi og hesthúsi m. fl. fyrir 4100 kr. Dags. 13. ág. Þingl. 19. ág. UppboðsafsaL til handa sira Lárusi Bene- diktssyni fyrir húseigninni Ánanaust, áður eign Þórarins skipstjóra Guðmundssonar, fyrir 3000 kr. Dags. 10. ág. Þingl. 19. ágúst. - Hjónaefni: Lúðvíg Lárusson kaupm. og ym. Ingigerður Eyjólfsdóttir. Steindór Einarsson trésmiður og ym. As- rún Sigurðardóttir. Hjúskapur : Ingimindur Guðmundsson á Berg8töðum og ym. Guðrún Jónsdóttir, 31. júlf. Kristján Pétur Hall Ásmundsson bakari og ym. Kristin Jósefína Jónsdóttir, 1 ág. Gufnskipin. Laura kom hingað 19. þ. m. frá útlöpdum með um 20 farþega, mest útlenda ferðamenn, enska og þýzka. Hún leggur af stað héðan áleiðis til Khafn- ar, vestur um land, þ. 24. þ. mán. Guðsþjónustur i dómkirkjunni á morgun: Á hádegi sira Jóh. Þorkelsson. Síðdegis lector theol. sira Jón Helgason. Hljómleikar. Pétur [ónsson stud. med. söng í Bárubúð fimtudagskvöldið var, en þau frk. Kristrún Hallgrímsson og Brynj- ólfur Þorláksson léku á hljóðfæri. P. J. hefir ágæta rödd,. enda var mikill rómur gerður að söng hans. Hann leggur af stað til Khafnar í dag. í haust á hann að syngja einsöngva í Kaupmannahöfn á hljómleikum þeim, sem Svb. Sveinbjörnsson heldur ■ þar. Úr samkomu hr. Johannessens varð ekki í gær, af því að hann fekk ekki nauðsynlega aðstoð, sem hann hafði búist við. Hann heldur satnkomu í Bárubúð á morgun síðdegis. Islenzki háskólinn. Ragnar Lundborg ritstjóri hefir minst háskólalaga vorra rækilega og einkar vingjarnlega í blaði sínu »Upsala«. Heimsblaðið »Times« hefir og getið þeirra, og segir, að stofnunin eigi að sögn þau upptök, að íslenzk þjóð vilji vera Danmörku svo óháð, sem kostur sé á. Skilnaðarsamsæti var Bjarna Jónssyni frá Vogi, al- þingismanni og viðskiftaráðunaut, haldið í Iðnó í fyrra kvöld, af 50—60 manna úr öllum stéttum. Þar voru haldnar margar ræður, og kom ótvíræðlega fram, hve ástæðulaus mönnum þættu og ranglát illindi þau, sem út af því hafa verið gerð, að honum hefir verið falið starf það sem hann tekur nú að gegna. Mælt var þar fyrir fjölda minna, þar á meðal heiðursgestsins, íslands, ráðgjafa, forseta neðri deildar alþingis, konsúls Frakka og konsúls Svía. Konsúll Frakka, hr. Brillouin, var einn ræðumanna. Mikla athygli vöktu ummæli hans um vanþekkingu annara þjóða á íslandi og íslendingum, og það merkilega og nauðsynlega hlutverk, sem viðskiftaráðunautnum væri falið, að fræða hinn siðaða heim um land vort og þjóð. Er Norðurálýan Landfræðingar eru að porna upp? að sjá það betur og betur að mikill hluti Asíu er að þorna upp og hefir verið að því núna smám saman í margar aldir undanfarið. Ymsir nafn- frægir vísindamenn, einkum enskir og þýzkir, hafa grafið í fornar borgar- rústir og fundið þar auðsæ merki þess, að loftslagið er að hríðversna. Landkönnuðurinn sænski, Sven Hedin, hefir og sýnt það og sannað, að stöðuvötnin í Tíbet eru að smá-þorna og síga saman. Nú eru vísindamennirnir líka farnir að segja slíkt hið sama um álfu vora, Norðurálfuna, að yfir henni vofi þurk- ar og vatnsleysi. Sá er fyrstur fór að hafa orð á þessu, heitir Martel og er nafnfrægur hellnakönnuðurfransk- ur. Hann tekur svo djúpt í árinni, að segja, að mikill hluti mannkynsins muni deyja úr þorsta innan fárra alda, ef ekki verður að gert, og þurk- urinn fær að halda áfram óheftur. Þessir spádómar hans hafa leitt til ýmissra rannsókna. Merkastar eru þær, er Walser hefir gert á stöðuvötnum í Sviss. Hann hefir og komist að þeirri niðurstöðu, að mörg hundruð af stöðuvötnum Evrópu hafa horfið með öllu og önnur minkað að stór- um mun. I fylkinu Ziirich einu voru 149 vötn fyrir 250 árum síðan, en mi eru þau ekki orðin nema 79 og hefir auk þess tæplega helmingur þeirra haldið fornri viðáttu óskertri. Sama er og ssgt um stöðuvötn á Rússlandi og Þýzkalandi. Aftur rísa aðrir vísindamenn önd- verðir gegn þessari kenningu og halda því fram, að þetta sé að kenna smá- dutlungum og breytingum í loftslag- inu, sem brátt muni færast í samt lag aftur. Segja þeir, að það sé rangt að ætla, að rakinn sé að þverra, þó að stöku stöðuvötn þorni upp. Benda þeir á, að enginn sjáiþornunar merki á Eystrasalti, Norðursjónum eða Mið- jarðarhafinu. — Annars er vatnsleysi víða kent skógarhöggi. Tré halda jarðveginum svölum og varna upp- gufun. Fiðluspil. Ef einhverjir skyldu óska eftir til- sögn í fiðluspili hjá undirrituðum, ættu þeir að gefa sig fram ekki síðar en á mánudagskvöldið. Groth Johannessen, Hótel Reykjavík. • Ráðvandur og reglusamur piltur 17—20 ára, sem kynni að hafa löng- un til að nema sútaraiðn, óskast sem fyrst. Bergur Einarsson sútari Lindargötu 8A. t. d. sófi, stólar og liæginda- stólar með plyds fóðri. Chaiselongue& hægindastóil með damask fóðri. Konsol-spogill, divanborð o.fl. Nánari upplýsingar í Liverpool. Toiletpappír hvergi ódýrari ei_ . bókvcrzlun ísa- fohUrprentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.