Ísafold - 21.08.1909, Blaðsíða 4

Ísafold - 21.08.1909, Blaðsíða 4
220 I S A F 0 L 0 (Framh. frá i. síðu). Stórvesírinn tyrkneski, Hilmi pasja, hefir farið að öllu með varúð og gætni. Nefnd Ungtyrkja hefir þótt hann vera alldeigur i þessu máli og heimtar nú af honum skýrslu um, hvað gerist bak við tjöldin. Hann segir það ríkis- launung og neitar að segja frá því. Ungtyrkir hóta honum vantrausti. Hann biður þá gera svo vel. Morð 1 Danmörku. Maður myrtur til fjár af I»jóðverja. Fyrir rúmri viku fanst búðar- maður einn, Bjðrnsen að nafni, dauð- skotinn í búð sinni. Þetta var um laugardagskvöld. Hafði hann verið að loka búðinni og haft með sér peningakassann með 8oo krónum í. Kassinn var horfinn. Fyrir dugnað lögreglunnar hefir ó- dæðismaður náðst. Hann heitir Leander og er Þjóðverji, 23 ára gamall. Morð- ið hefir sannast á hann með ótal gögnum og hann hefir hálft í hvoru meðgengið. Hann er annars orðinn hálfruglaður, en vera má að það sé uppgerð og gert til þess að komast í sjúkrahús og geta síðan strokið þaðan. Annar Þjóðverji hefir og verið hand- samaður, grunaður um að hafa verið í vitorði með Leander og hjálpað honum til. Ferðalag Rússakeisara. Hann er á flakki um álfuna, milli þjóðhöfðingja, eins og getið hefir ver- ið og fer svo að segja huldu höfði. Enginn má vita fyrirfram hverja leið- ina hann fer. Ollu er haldið leyndu. Sagt er að ódæðismaðurinn Hartinv- Landessen sé hafður til þess að gæta hans fyrir glæpamönnum á leiðinni. A Englandi var hann fyrir skömmu. Til þess að blíðka landslýðinn gaf hann laus nokkur hundruð pólitískra fanga. Þó urðu þar allir fegnir burt- för hans, því að menn máttu naum- ast um frjálst höfuð strjúka meðan hann var þar. Umferð var bönnuð um stór svæði, sem hann fór um og enginn mátti nærri honum koma. Umboð TJndiraknfaðar tekar að sér að kaapa útlendar vörur og aelja fel. vörar gegr œjög sanngjörnam amboðeiannum. G. Soh. Thor8tein#*on. Peder Skramsgade 17. Kjöbenhavn. Sálmabókin (vasaútgáfan) fæst í bókverzlun ísa- foldarprentsm. með þessu verði: 1.80, 2.25, gylt í sniðum og í hulstri 3.50 og 4.00, í flauelisbandi og gylt i sniðum og í hulstri 6.50. 35 aura ostinn í verzlun Kinars Arnasonar, ættu allir að reyna. Hljóraleik heldur hr. Groth Jolianncssen fiðluleikari, frá Edinborg, í Bárubúð á morgun (sunnudag) kl 6 síðdegis með aðstoð: hr. Brynjólfs Þorlákssonar, hr. Reynis Gislasonar og hr. Hjartar Hanssonar. Aðgöngumiðar á 1 kr. seldir i bóka- verzlun G. Gamalielssonar í dag og í Bárubúð á morgun (sunnud.). Poesi-bækur skínantli fallegar og mjög ódýrar eftir gæðum tást í Bókverzlun Isafoldar. Vinnukona óskast 1. okt. á gott heimili. Verður að vera góð matreiðslukona. Hátt kaup. Bréf merkt: 860. Skrifstofa ísafoldar. Ef menn vissu! hvað Sseng’urdúkurinn sem Brauns verzlun selur, er sterkari, endingarbetri og miklu ódýrari en annara, þá myndi engin verzlun hér á landi selja sængurdúk nema Brauns verzlun. Komiö! Skoöiö! Reyniö! Póstkorta-albura afar-fjölbroytt aö goeðum og vorði oru komin aftur í bökverzlun Isafoldar. Viudla- og tóbaksverksmiðjan DANM0RK Niels HemmingsensKade 20, Kmhöfrt K, Talsimi 5621 Stofnuð 1888 Talsimi 5621 Stærsta verksmiðja i þvi landi, er selur beint til neytenda. Kaupendum veittnr 32 °/0 afsláttur og borgað undir 9 pd. með járnbraut, yfir 10 pd. 6 °/0 aukreitis, en burðargjald ekki greitt. Tollbækkun 18 a. á pd. nettó. Biðjið um verðskrá og meðmæli verksmiðjunnar. = Verksmiðjan Laufásveg 2 = Eyvindur & Jón Setberg Líkkistur af mörgum stærðum, líkklæði og líkkistuskraut. Skoðið og spyrjið um verð áður en þér kaupið annarsstaðar. Legsteinar úr granít og marmara, plötur í steina úr sama efni (til sýnis steinar og myndir af mörgum teg.). — Líkkransar, pálmar, lyng- og perlukransar. — I I Í 1 BREIÐABLIK TIMARIT i hefti 16 bls. á mán. í skraut- kápu, gefið út í Winnipeg. Ritstj. síra Fr. J. Bergmann. Ritið er fyrirtaksvel vandað, bæði að efni og frágangi; málið óvenju gott. Arg. kostar hér 4 kr.; borgist fyrirfram. Fæst lijá Áena Jóhannssyni, biskupsskrifara. Neðri íbúðin í húsinu nr. 7 í Grjótagötu er til leigu 1. október. 2—3 herbergi með eldhúsi til leigu. Upplýsingar hjá Jóni Lúðvígs- syni verzlunarm. Þingholtsstræti nr. 1. TiL leigu óskast fyrir litla fjöl- skyldu frá 1. okt 2 eða 3 herbergi. Auk eldhúss og geymslupláss. Afgr. vísar á. 4 herbergi og eldhús óskast til leigu á góðum stað í bænum 1. okt. Afgr. vísar á. Til leigu 3 herbcrgja góð íbúð með eldhúsi og geymslu; sömuleiðis stofa móti sól, fyrir einhleypa, fov- stofuinngangur; Hverfisgötu 51. Góð 5 herbergja íbúð með eldhúsi óskast til leigu. Tilboð mkt: G ó ð í b ú ð, sendist í skrifstofu ísaf. Eitt herbcrgi í miðbænutn með húsgögnum óskast. til leicu nú þegar. ). P. T. Brydes-verzluu ávísar. Til leigu frá 1. okt 3 herbergi ásamt eldhúsi og geyntsluplassi. Uppl. í verzl Lindargötu 7. Trésmíði. Þeir sem vtlja taka að sér að innrétta til íbúðar hús og ÞyggUgeymsfi'hús^núi sér til Magnús- ar Steindórssonar, Lindargötu 8 B fyr- ir 24. þ. m. Ungur kveuinaður óskar að fá vist 1. október, helzt sent ráðs- kona á léttu heimili; en hún hefir ársgamalt barn með sér. — Eyvindur Eyvindsson, Vitastíg 9, vísar á. Hér með vottum viS okkar inniiegast hjart- ans þakklæti öllum þeim, sem hciðruðu út- för móður og tengdamóður okkar, Karitasar Guðmundsdóttur. — Fyrir hönd barna og tengdabarna. Rvík. — Hverfisgötu 47. Guðmundur J. Diðriksson. Sólvélar. Mikilsverðum uppgötvun- um fleygir fram með hverju árinu, sem líður. Nú er mannkynið í þann veginn að ná tökum á loftinu og gera sér það undirgefið. En margt er ófundið enn, sem betur fer. Vís- indamaður einn enskur hefir spáð um það, hver næsta uppgötvun verði. Eins og kunnugt er, hafa sólargeisl- arnir að geyma heljarmikið hreyfiafl. Ef vér gætum hagnýtt þá rækilega, mundi sú uppgötvun verða oss að ómetanlegtt gagni. Annars hefir sú hugsun lengi vakað fyrir mannkyninu að temja sólarhitann, og færa sér hann í nyt. Þar var Archimedes fyrstur maana. Hann fann upp safn- eða brenniglerið og kveikti með því í rómverskum húsum. Nú á tfmum bjó Frakkinn Mouchot fyrstnr til svonefnda sólvél. Hann lét setja spegla marga á flöt einn spor- öskjulagaðan, 60 ferhyrningsstikur á stærð. Með þessu fyrirkomulagi náði hann einu hestafli úr sólarhitanum á brennidepilinn. Síðan Mouchot leið, hafa menn endurbætt vélar þessar að mörgu leyti, en þó á það enn langt í land, að sólarmótorar verði eins aí- mennir í sólsælum löndum og t. d. vindmyllurnar eru nú á Hollandi. Stærsta sólvél, sem enn er til, er í South Pasadena í Kaliforníu. Hún hefir það verk með höndum, að dæla vatn upp úr vatnsbóli til þess að vökva með landið. I vél þessari eru 1788 smáspeglar. Mótorinn hefir 10 hestöfl og dælir 11,000 potta af vatni upp úr brunninum á mínútunni. Vél- inni er auk þess fyrir komið eins og teleskópnum. Hún getur elt sólina á ferðinni um himinhvelið. SfjórnarvE’daaugl. (ágrip) Skuldum skal lýsa i þrb. Jóns Jónssonar sagnfræðings og þrb. Moritz W. Bierings skósmiðs fyrir skiftaráðanda i Reykjavík innan 6 mánaða frá 19. þ. mán. Nauðungaruppboð A hálflendnnni Svalvognm í Þingeyra- hreppi i ísafjarðarsýslu 21. ág., 4. og 18. sept.; á húseign nr. 46 A vjð Laugaveg i Rvik 11., 18. og '26. septbr. Ostar beztir í verzlun Bæjarskrá Rvíkur 1909 afar-fróðleg bók og alveg ómissandi hveijum borgara bæjarins, er til sölu í bókverzlun ísafoldar og kostar að eins 1 krónu. Blekbyttur fást í bókverzlun Isafoldar. Eiiiars Arnasonar. POSTKORT lituð og ólituð fást í Bókverzlun ísafoldar. 10 a. bréfsefni fást æfinlega í bókverzlun Isafoldar. Xaupið altaf = SIRIUS = allra ágætasta Konsum og kgæta Yanillechocolade. Japanskir skrautgripir fást í bókverzlun Ísaíoldar. Einnig spil, póstkort mjög falleg o. m. m. fl. sem skifta um heimili eru vinsamlega beðnir að láta þess getið sem fyrst i afgreiðslu blaðsins. Noœgskonungasögur fást í Bókverzlun ísafoldar. Yiðskiftabækur (Kontrabækur) fást í Bókverzlun ísafoldar. JÓN Í^Ó^ENF^ANZ, DÆfyNIÍ^ Lœkjargötu 12 B — Heima kl. 1—B dagl. FRÁ DE FORENEDE BRYGGERIER Jínusíu sRaíJríar ölíagunéir. 8KANDINAVI8K Hxportkaffi-Hurrog'at Kabenhnvn — J? ■ Hjorth & Co STEROSKOF HEfi MTHDOffl ■■■■■ fæst í bókverzlun ísafoldar. mmmm Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. iol/a—I2V2 °g 4—5. Hvar er hægt að skemta sér? Með því að fara og sjá sem er kominn og sýnir leikfimi í Bárubúð laugard.21. og sunnud. 22. þ. m. kl. 8 x/2. Allir þurfa að sjá hann. Hrein list. Ekkert -tál. Aðgöngumiðar fást frá kl. 4—6 báða dagana í Bárubúð og kosta: síétio.50, stand 0.3 5, börn 0.25. Fiskedamper tilsalgs S/s Niörd, klasse A 1 i Norsk Veritas 60 tons, gross 23 net., bygget af furru, eg og pitchpine, i udmærket stand, sælges billig om handel kan ske straks. Maskinen compound med kondenser, steam capstow, .fart 8 mil. Nærmere ved O.R.sagförer Kristen Foye eller Kristian Dekke Bergen, Norge. Skrifstofustörf Stúlka sem kynst hefir ensku og skrifstofustörfum getur fengið atvinnu hjá G. Gíslason & Hay i Leith. Eiginhandar umsókn og meðmæli óskast send á skrifstofu þeirra í Reykjavik. Ritstjóri Klnar ir.jöi-leifssou. ísafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.