Ísafold - 04.09.1909, Qupperneq 2
226
ISAFOLD
■MMBlii ♦ StliSÍliiiiÍlMlÍllÍílll
Afar-stór haustsala 1
Til þess að rýma fyrir nýjum haustvörum verður gefinn
101 -50 5 afsláttur
af alls konar vefnaðarvöru
frá 1.—15. september,
t. d. kjólaefni, silki, léreftum, baðmullardúkum, gardinuefni,
sjölum, saumavélum, nærfatnaði, sokkum, handklæðaefni o. fl.
Hvergi kemst vöruverð og vörugæði í hálfkvisti við þetta.
Ennfremur fá kaupendur 12 póstkort i kaupbæti,
ef þeir kaupa fyrir 4 kr. í einu.
Notið tækifærið. — Allarvörur sendar til kaupenda.
Egill Jacobsen,
vefnaðarvöruverzlun.
Talsími 119.
Talsími 119.
vinnuleysi víða enn — og eftir því,
sem síðast hefir til frétst, verða núna
á næstunni gerðar öflugar tilraunir til
þess að koma á sættum. Verkfallið
kostar landið um 3 miljónir króna á
dag. Verkamenn missa um eina
miljón, en vinnuveitendur 2 milj. á
hverjum degi, sem verkfallið stendur.
Verkfallsmönnum er annars sent ærið
fé vikulega úr flestum löndum Evrópu,
frá vinum þeirra og skoðanabræðrum,
jafnaðarmönnum.
A Krít
er enn alt i uppnámi. Fyrir skömmu
var eins og þar væri að hægja eða
rofa til, en nú er eins og syrt sé
aftur og aldrei hefir Tyrkinn verið
vígamannlegri en nú.
Ný stóruppgötvun.
I»urar rafhleðsluvélar.
Rafmagnsfræðingar hafa nú um
langan aldur verið að spreyta sig á
að reyna að finna upp litlar, léttar
og þurrar rafhleðsluvélar án þess að
í þeim þurfi að vera brennisteinssýra
eða rafvökvi (elektrolyt). Meðal ann-
ars hefir Edison verið að fást við
þetta nú í 6—8 ár, en lítt orðið
ágengt. Hefir hann þó haft sér til
aðstoðar e'kki færri en 80 verkfræð-
inga. Hann hefir að vísu búið til
þurra rafhleðsiuvél, en ekki getað feng-
ið úr henni meira en 1,7 volta afl.
Aðrir hafa og reynt sig á þessu, en
enginn komist lengra en upp í 2*/2
volt.
Nú hefir Þjóðverji einn, Curt Gross
að nafni, hljóðfæraleikari, búsettur í
Noregi, leyst þessa þraut. Hann hefir
fundið upp þurra rafhleðsluvél sem
ekki vegur meira en 2% pund, en
hefir þó 60 volta afl. Annars vegur
venjulegur 60 volta rafgeymir um
100 pund. Curt Gross er ekki nema
25 ára að aldri og hefir fengist við
þetta og uppgötvað einn á 8 vikum.
Hann býst við að komast bráðlega
upp í 100—110 volt með þessari
sömu vél.
Reynist þetta annað en skrum,
verður þetta einhver mesta og víð-
tækasta uppgötvun, sem gerð hefir
verið á síðarí árum. Vér skulum að
eins nefna það sem dæmi, að alt til
þessa hefir rafmagni ekki orðið við
komið I flugvélum í loftinu, fyrir það
hve þungir rafhlaðningarnir hafa ver-
ið. Nú er ekkert þvi til fyrirstöðu
að koma rafmagninu upp í loftið —
ef þetta reynist satt. Alt veltur á því.
Hreppstjóri í 50 ár.
í vor hafði Jóhann P. Pétursson bóndi
á Brúnastöðum í Skagafirði verið
hreppstjóri í 50 ár. Sveitarbúar hans
héldu honum þá rausnarlegt samsæti.
í því tóku þátt á annað hundrað
manns. Við þetta tækifæri var hon-
um gefin forláta klukka í heiðurs og
þakklætisskyni fyrir vel unnið starf.
Gufaskipasanrnmgurinn.
Aðalatrlðin úr honuin.
Harrn var undirskrifaður í Kaupmanna-
höfn 7. ágúst.
Við Thórefélagið samdi ráðgjafi Islands
einn. Við Sameinaða fólagið sömdu ís-
lenzki ráðgjafinn og innanríkisráðgjafinn
danski, Klaus Berntsen í félagi.
Sameinaða fólagið tekur að
sór 25 reglubundnar tnillilandaferðir með
skipunum Botníu, Ceres og annaðhvort
Vestu eða Láru.
Kælirúm svo gott, að varðveitt geti
óskemt smjör, ket, fisk o. s. frv. landa
á milli. verður sett í Botníu. Auk þess
boðið að setja kælirúm í Ceres fyrir
5000 króna aukaþóknun. Félagið áskil-
ur sór, að afnot kælirúmanna sóu bundin
við minsta kosti 50 kr. farmgjald
Farmgjald má aldrei fara fram úr nú-
gildandi taxta. Kostnaðinn við umskipun
úr millilandaskipunum í strandbátana
ber félagið sjálft.
Eins og hingað til er fargjald fært
niður fyrir stúdenta, iðnaðarmenu, inn-
flytjendur o. s. frv.
Til ferðanna fær sameinaða félagið
danska styrkinn, 40,000 kr. á ári
Thórefélagið tekur að sór strand-
ferðirnar og minsta kosti 20 reglubundnar
millilandaferðir, þar af fer fólagið minsta
kosti 4 ferðir til Hamborgar.
í eitt af millilandaskipunum (líklega
Ingólf) verður sett samskonar kælirúm
sem í Botníu. Auk þess verða sett
kælirúmí 2 af strandbátun-
um, austan og vestanlandsbátinn. Strand-
ferðaskipin verða 3 eins og alþingi gerði
ráð fyrir. Tvö af þeim ný. Skipin
mega ei að neinu leyti vera eftirbátar
Hóla og Skálholts.
Farþega og farmgjöld milli Hamborgar
og Islands mega ei fara fram úr sömu
gjöldum milli Kaupmannahafuar og Is-
lands.
Stúdentar, iðnaðarmenn og innflytjend-
ur fá sömu kjör á skipum Thórefélags,
sem á skipum Sam.fól.
Það er áskilið í samningnum, að eigi
megi láta vörur til Túliníusarverzlana
hór á landi ganga fyrir vörum annara.
Thórefólagið skuldbindur sig til að
skipa skip sín íslenzkum
yfirmönnum og hásetum, eftir
því, sem frekast er unt.
Það er áskilið, að gestaréttur
Reykjavíkur skuli vera varn-
a r þ i n g í málum þeim, er rísa milli fé-
lagsins og manna búsettra á íslandi.
Fyrir ferðir sínar fær fólagið íslenzka
styrkinn, 60,000 kr. á ári.
Þetta eru aðal atriðin úr samningnum.
Að öðru leyti vísum vér til greinarinnar
fremst í blaðinu.
Halldór .Júlíusson
sýslumaður Strandamanna er á ferð
hér í bænum þessa dagana. Fer aft-
ur á sunnudag.
Kitstjóri Ingólfs
er ráðinn hr. Konráð Stejánsson cand.
phil. í stað hr. Sigurðar Lýðssonar.
Sigurði Guðmundssyni rithöíundi í
Kaupm.höfn var boðin ritstjórn blaðs-
ins, en hann hefir hafnað þeim boð-
um.
Landss j óðslánið.
Lögrétta heldur áfram að þvæla
um landssjóðslánið nýja í miðvikudags-
blaðinu.
Auðvitað steinþegir blaðið um það
hvernig fyrverandi ráðgjafa fórst, er
hann neitaði að taka við betri
kjörum á 500,000 kr. lán-
inu haustið 1907. En í stað þess
vefur blaðið langan vef um það, hve
h á i r útlánsyextirnir hafi verið um
nýjár 1908 eftir að búið var að
festa umrætt 500,000 kr. lán. Það
kemur auðvitað ekki fremur málinu
við en hitt, hverjir vextir eru í sum-
ar löngu eftir að búið var að festa
nýja lánið.
Það er hárrétt, sem í ísafold
stóð á laugardaginn, að vextir í Dan-
mörku haustið 1907 voru 6—6l/2°l0.
Enda staðfestir Lögrétta það sjálf með
sínum eigin orðum, rétt eftir að hún
er búin að segja ísafold skrökva því.
í Lögréttu stendur, að vextirnir hafi
ekki orðið 7°/0 fyrr, en 9. nóv. En
Jrá 11. okt. 1906—8. nóv. 1907 voru
peir að eins 6—61/2°/o- Var það ekki
haustið 1907? Og ætli 500,000 kr.
lánið hafi ekki verið fest innan 9.
nóv., þótt fjárlögin væru ekki stað-
fest fyrr en 16. s. m. ? Um það fara
allir kunnugir nærri.
Lögrétta kveður ráðgjafa hafa »neglt«
sig á þessu láni í utanför forsetanna,
löngu áður en nokkur heimild var
fengin hjá alþingi til lántöku. Ósann-
indi eru það, eins og vænta máttil
Lánið var ekki fest fyrr en í apríllok,
eftir að peningamálanefndin var búin
að láta sitt álit í ljósi og samþykt
hafði verið að ganga að vaxtakjörum
þeim, er buðust.
Það situr sízt á Lögréttu að bregða
núv. stjórn um, að henni sé lítt sárt
um íslenzka gjaldendur. Það hefði
átt við fyrverandi stjórn, er hún eyddi
hundruðum þúsunda í gegndarlaust
óhóf við konungskomuna 1907. Sá
kostnaður var 3—4 krónur á hvert
mannsbarn á landinu, 15—20 kr.
á hvert meðal-heimili 1 og mikið
af honum hreinn óþarfi! Hvar var
Lögrétta þá með vandlætingarsemi
sína ?
Lögrétta er svn fífldjörf að varpa
því fram rakalanst, að ríandssjóður
og landsmenn bíði um 200,000 kr.
tjón«, við lántöku þessa. í blaðinu
18. ágúst taldi blaðið tjónið enn
meira, sem sé yfir 250,000.
Hvorttveggja er auðvitað hlægileg
vitleysa; bygð á því, að Danir í
sumar, longu ejtir að petta nýja lán
var Jest, gátu fengið miklu stærra lán
með betri kjörum. Ef fara á svona
samanburðarleið, mætti alveg eins
segja,að Islendingar hafi beðið 2 mil-
jóna króna tjón vegna þess, að Eng-
lendingar ef til vill einhvern tíma í
haust geta fengið lán með 2 °/0 vöxt-
um — eða, að íslendingar hafi grcett
ógrynni fjár vegna þess, að Finnar
eða Norðmenn ef til vill verða að
táka lán I haust með lakari kjörum.
Alt er þetta jafnfráleitt. r
Lánssagan rétt sögð er svona: í
vetur var peningakreppan hér óbæri-
leg. Kveinið undan peningaeklunni
lét fjöllunum hærra Lán v a r ð að
fá viðstöðulaust. Lán, sem bauðst ut-
an Danmerkur, var með þeim hætti,
að þingmönnnm þótti það eigi takandi
í mál. Þá var danskra banka Ieitað.
Þvert tekið fyrir það af þinginu, sem
og var rétt, að snúa sér til ríkissjóðs.
— Eftir langa mæðu tókst að fá 3
danska banka tii að bjóða lánið með
4^/2% vöxtum. Peningamálanefndin
gerði sér þessa kosti að góðu. Menn
voru mjög kátir yfir því, að nú yrði
ráðin bót á peningavandræðunum —
allir,nema »heimastjórnar«-göfugmenn-
in. Þau voru reið yfir því, að allar
líkur voru til þess, að núverandi stjórn
myndi takast að koma þessu nauð-
synjamáli fram. Þau vonuðu í lengstu
lög, í alt vor og sumar, alt fram á
þann dag, er fréttin um láns-úrslitin
barst heim, að bankarnir myndu rifta
boðum sínum.
Nú er lánið íengið, nú er leyst úr
mestu peningavandræðunum, nú er
lánstraust íslands viðurkent erlendis,
ekki einungis í Danmörku, heldur og
út um Norðurálfu. Því að skulda-
bréfunum Islenzku er komið inn á
lánsmarkaðina viðsvegar um Norður-
álfu.
Von er, að andstæðingablöð stjórn-
arinnar nái ekki upp í nefið á sér
fyrir vonzku!
Verri grikk gat stjórnin nýja ekki
gert þeim og liði þeirra, en að koma
fram lánsmálinu og gufuskipamálinu
þann veg, sem nú er orðið!
LoMeytasamband á Islandi.
Eftirfylgjandi svar til hr. A. J. John-
son hefir landsímastjórinn beðið ísa-
fold fyrir:
í síðustu ísafold, 56. tbl., er tekin
upp aðsend grein frá Ameríku : »Loft-
skeytasamband á íslandi m. m.« —
Efni greinarinnar sýnir, að höfundur-
inn ber ekki fult skyn á málið, sem
hann ræðir, og því koma fram hjá
honum ýmsar villur eða misskilnin-
ingur, sem mér finst ástæða til fyrir
mig að sýna fram á, og því bið eg
yður, herra ritstjóri, að taka í blað
yðar það, sem hér fer á eftir.
Með því að lesa stöðugt útlend sér-
fræði tímarit, og svo með því að skrif-
ast á við sérfræðinga, reynir landsíma-
stjórnin að fá vitneskju um allar
framfarir, einnig að því er snertir
firðritun og símlaust firðtal, og gerir
hún þetta bæði af áhuga á þessum
vísindum, og svo til þess, að ef sá tími
skyldi upp renna, að til mála geti
komið fyrir oss að hagnýta þetta, að
geta þá komið fram með tillögur o. fl.
Eg þykist því með nokkrutn rétti geta
látið álit mitt í ljósi um þetta mál.
Um símlaust firðtal er það að segja,
að það er enn algerlega á byrjunar og
tilraunaskeiði. Mér er ekki kunnugt
um, að enn hafi verið komið á neinu
slíku sambandi til nytja-rekstrar yfir
nokkura fjarlægð, sem teljandi sé.
Enginn maður getur heldur, eins og
nú stendur, sagt um það með nokk-
urri vissu, hvort símlaust firðtal rnuni
á ókominni tíð koma að notum í sam-
kepni við firðtal með síma (talsímun),
eða ekki. v
Þar sem höfundurinn talar um, að
Vestmannaeyjar gætu haft firðtals-satn-
band við Reykjavík, og væntanlega
aðrar talsímastöðvar landsins, gegn um
símlausa firðtals-stöð (miðstöð) ein-
hverstaðar í miðjum Landeyjum, þá
sprettur þetta af misskilningi. Það er
ekki auðið að flytja talið úr símlausri
firðtalsstöð yfir i síma; með öðrnm
orðum : Vestmannaeyjar gætu þá ekki
átt beinlinis simtal eða viðræðu við
aðrar stöðvar á landi en þær einar,
er útbúnar væru með símlausum firð-
talsáhöldum.
Að útbúa hvern fiskivélarbát með
simlausum firðtalsáhöldum, eins og
höf leggur til, held eg, að sé nokkuð
snemmbær tillaga.
Nokkuð öðru máli er að gegna um
símlausa firðritun, og ástæður eru til,
sem mæla með því, að ísland ætti
að koma á slíkri stöð, til að hafa sam-
band við skip á sjó, þegar þess fer
að gerast þörf og fjárhagsástandið
leyfir það.
Eiginlegt verksvið simlausrar firð-
ritunar er fram og aftur milli skipa
á sjó. Auk þess getur verið rétt að
koma upp símlausu firðritunarsambandi
milli staða, þar sem mjög torvelt og
dýrt verður að leggja simalínu, þar
sem ekki þarf á að halda nema firðrit-
unarsambandi, og fyrirsjáanlegt er, að
viðskiftin verða ekki mikil. Þessi skil-
yrði, að þvi síðasta undanteknu, álít
eg, að ekki eigi sér stað í Vest-
mannaeyjum.
Það er talað um, að það muni kosta
1 5,000 kr. að koma upp simlausu firð-
ritunar-sambandi milli Vestmannaeyja
og Reykjavíkur, en það mun reynast
helzt til lágt reiknað. — Slíku sim-
lausu firðritunar-sambandi má helzl
likja við sæsíma eða landsíma með
einföldum þræði, og er þó einþráðar-
sími fullkomnari, þvi að með honum
má fá nokkurn veginn gott firðtals-
samband líka, auk firðritunar-sambands-
ins, eins og sjá má á simalínunni
milli Borðeyrar og ísafjarðar, og er
hún notuð bæði til simritunar og sim-
tals.
Fjarlægðin milli Heimaeyjarog Rang-
ársands er 12000—13000 metrar, og
þar eru engir sérstakir torveldleikar á
að leggja sæsíma. Einþráðar-sæsimi
kostar um kr. i,2ometrinn með Iagn-
ingu; en það verða kr. 15,000, auk
landlínunnar. Sæsími með tvöföldum
þræði, sem er bezta simtalsfæri, kost-
ar um kr. 1,60 metrinn.
En svo er það álit mitt, að i þvi
máli sem hér er um að ræða, beri
ekki að lita aðallega á stofnkostnsð-
inn. Það, sem mest er um vert,
auk þess að fá gott firðritunar-sam-
band og firðtals samband, er það, að
rekstrarkostnaðurinn verði sem ódýr-
astur. Nú er fyrirkomulagið þannig
hér á landi, að áhöldin eru svo ein-
föld, sem verða má, svo að enga sér-
þekkingu þarf til að þjóna talsíma-
stöðunum um landið; hrepparnir taka
þátt í rekstrarkostnaði stöðvanna; land*
inu er skift i eftirlitssvæði, linurn,ar
traustlega lagðar o. s, frv.; og með
þessu móti verður allur reksturinn
dýr; en það er og verður, að mínu
áliti, skilyrðið fyrir því, að landsimi
íslands geti staðist og þróast frarn-
vegis. Það er trauðlega hugsanlegt,
að auðið sé að koma á ódýrum rekstri
við kerfi af símlausum firðritunar-
stöðvum, því að til þjónustu þeirra
þarf sérmentaða menn, og ekki held-
ur með einni eða tveimur slíkum stöðv-
um. Það er því misskilningur höf.,
er hann hyggur, að símlaust samband
við Vestmannaeyjar sé bæði hentugra
og ódýrara heldur en símasamband.
Ráð höf. um, að láta ferðamenn
útvega sér ferðasímtalsáhöld, til að
nota hvar sem þeir vilja, þá er þeir
ferðast fram með línunum, virðist vera
vanhugsað. Oss eru áhöld þessi eng-
in nýjung; en auðvitað eru þau ekki
notuð hér af öðrum en línumönnum
landssimans og eftirlitsmönnum, og
að eins i þjónustuerindum og til línu-
kannana. Að öðru leyti mun annað
tæplega eiga sér stað heldur í Ame-
ríku á línum til almannanota.
Loks skal eg taka það fram, að
reynzlan hefir sýnt, hér á l.mdi sem
annarstaðar, að það sem mönnum,
er viðskiftaatvinnu reka, eins og öðr-
um, sem orðaviðskifti þurfa að eiga,
þykir mest í varið til orðaviðskifta
innanlands og nærri sér, er, ekki firð-
ritunarsambandið, heldur firðtalssam-
bandið.
Reykjavík, 2. sept. 1909.
O. Forberg.
Stephan G. StepliansKon
skáld varð fyrir þeirri sorg i sumar,
að missa efnilegan son. Hann varð
fyrir eldingu og hlaut þegar bana.
Nýlofuð
eru Jón Hjaltalin Sigurðsson lækn-
ir Rangvellinga og Ragnheiður Gríms-
dóttir Thórarensen frá Kirkjubæ á
Rangárvöllum.
Raðgjafinn
hefir kent nokkurs lasleika í sumar
og er ekki vel hress enn.
Hann brá sér því upp í Kjós i gær
sér til hressingar, og ætlar að dvelja
þar rúma viku, hjá Þórði hreppstjóra
Guðmundssyni á Hálsi.
Veðrátta
vikuna frá 22. til 28. Agdat 1909.
Rv. íf. Bl. Ak. Gr. 1 Sf. Þh.
Sunnd. 75 7.5 6,6 7,5 3,5 6.4 6,4
Mánud. 7,2 6,0 7,5 6,9 7.1 2,6 4.7
Þriðjd. 8,5 8.0, 7.9 7,4 7.5 9.3 9,0
Miðyd. 9,4 10,5 10,5 11,0 8,5 8.5 9.1
Kimtd. 10,5 8.6 11.2 10, „ 95 10.9 85
I'öatd. 9,1 7.8 8 . 11.0 8.0 11,4 10,0
Uaugd. 7,0 4,2 5,8 7,0 3,5 9,1 10,7
Bv. = Reykjavlk i íf. = laafjör&ur;
Bl. = Illönduós; Ak. = Akureyri;
Gr. = Orimsfltaöir; Sf. = Seyöiflfjöröur ;
Þh. = Þórshötn i Kæreyjum.
Guðsþ.jónustur í dótDkirkjunni á
morgun:
A hádegi: slra Friðrik Friðriksson.
Siðdegis: sira Haraldur Nielsson.
í frikirkjunni engin guðsþjónusta á morgun.