Ísafold - 04.09.1909, Side 3

Ísafold - 04.09.1909, Side 3
ISAFOLD 227 STORKAUPSVERÐ Undirritaður tekur að sér að útvega húseigendum og öðrum alls konar vörur af beztn tegund frá útlöndum með stórkaupsverði. T. d.: Ait sem lýtur að vatns- hitaleiðslu — baðáhöld — vatns-kloset — þvottaker — þvottaskálar — servant- plötur — eldhúsvaska — alls konar fráræsluplpur — skolprör — vatns- leiðslupípur og tilheyrandi sambandsstykki og krana. Ennfremur tek eg að mér að koma fyrir áhöldum þessum eða leiðslum með haganlegu fyrirkomulagi inn i og um hús hlutaðeigenda fyrir mjög sanngjarna þóknun. Þar eð eg fæ dálitið meira af vatnsleiðslupipum með næsta skipi, en pantaðar voru, geta þeir sem vilja komið og skrifað sig fyrir þvi sem þeir þurfa. Mig er að finna á heimili minu hvern virkan dag, frá kl. 2—3 og 6—8 e. hád. Lindargötu 20 B, við Bakkabúð. Virðingarfylst ÓL. HJALTESTEÐ. Erl. ritsímafréttir til ís&foldar. Khöfn 1. sept. Æsingar gegn J. C. Christensen í Kaupmanndhojn. Eins og getið var um í símskeyti í síðasta blaði hafði konungur neitað að veita áheyrn mannfjölda miklum er mótmæla vildi skipun Christensens í ráðgjafastöðu. Eigi að síður hefir orðið úr æsing- um þessum og mannfjöldinu krafizt þess, að Christensen verði stefnt fyrir rikisdóm fyrir afskifti hans af Albertí og málum hans. Herupphlaup. Nýlega varð herupphlaup í Aþenu- borg, og hafði í för með sér stjórn- arskifti þar í landi. Rhallys, sá er við stjórn tók um miðjan júlimánuð fór frá, en við völdum tók Mauromikalis. Hin nýja stjórn hefir þegar orðið við ýmsum kröfum um umbætur á hernum, og gefið fjölda manna upp sakir. Simskeytið segir heimsblöðin flytja hrakspár út af þessum tiltektum á Grikklandi. Khöfn 3. sept. Miðlun í landvarnarmálinu Nú er fengin vissa fyrir þvi, að þjóðþingið samþykkir miðlun þá i landvarnarmálinu, sem getur um í erlendu fréttunum í dag. Markaðsskýrsla um srnjör. ísafold hafa borist eftirfylgjandi skýrslur um smjörsöluna. Herra L. Zöllner i New-castle sím- ar 28. ágúst: »Smjörið, sem kom hingað með s/s Sterling síðast seldist á 106—109 shillings hundrað pundin i brutto sðlu. I. V. Faber & Co. í New-castle símar 31. ágúst: »Smjörið, sem kom með Láru og Vestu er alt selt. Bezta tegund seld- ist á 86—91 krónu hundrað pundin, en lakari tegundir á 7/—8) kr. hundrað pundin. Þetta verð er fyrir smjörið flutt á skipsfjöl hér í Reykjavík* Ari Jónsson, þingmaður Strandamanna, hefir verið á ferð um kjördæmi sitt undanfarið. Hélt þar tvö leiðarþing, í Árnesi og Hólmavik, ætlaði að halda hið þriðja á Prestbakka, en varð að sleppa því vegna lasleika. Hann er nú ráðinn aðstoðarmaður í stjórnarráðinu (3. skrifstofu). Síra Einar prófastur frá Borg á Mýrum hefir legið allþungt haldinn í Landakotsspítalanum. Um daginn gerði Guðmundur Magnússon á honum holskurð — og kvað hann nú vera að ná sér. Slys. Einar Teitsson verzlunarmaður datt af hestbaki fyrir skömmu og meidd- ist mikið á höfði. Fundur bannfjenda í Bárubuð á mánudaginn var aug- lýstur á öllum götuhornum hér í bæ. En ekki varð uppskeran meiri, er á fundinn kom, en um 30 — prjátíu — sálir. Sumir segja cinar 27. Held- ur er nú flokkur sá smávaxinn. í stjórn félagsins voru kosnir: Einar Helgason, Halldór Daníelsson, Július Halldórsson, Magnús Einarsson, Matthfas Einarsson, Sigurður Briem og Sigurður Thoroddsen. Samþykt var, að félagið skyldi heita: Þjóðvörn. Gufuskipasamningnrinn í herbúðum andstæðinganna. Sagt er aö mesta óhug hafi slegið á »Heimastjórnar«höfSingjana, þegar frótt- in um gufuskipasamninginn barst hing- aö. Þeir stóöu uppi alveg úrræðalausir fyrst í staö, því að þeir sáu enga hugs- anlega leið til þess að ráðast á stjórn- ina út af bonum. En »ilt er að deyja ráðalaus«, hugsuðu þeir og gripu til örþrifaráðanna gömlu og margreyndu: að hlaða saman ósannindum. Því var skrökvað, að ferðirnar yrðu færri eftir en áður, þótt aldrei nokkurn tíma hafi neitt líkt því eins margar reglubundnar ferðir fengist. Því var skrökvað, að neitað hafi verið miklu betra tilboði frá þýzku fólagi. En eftir því tilboði hefðu reglubundnu ferðirnar ekki orðið fleiri, en 30. Því var skrökvað, að ráðgjafinu íslenzki hafi að eins samið við Thorefólag, en samgöngumálaráðgjafinn danski (á að vera innanríkisráðgj.) einn við Sam. fól. Sannleikurinn er sá, að innanrikisráð gjafinn danski og íslenzki ráðgjafinn sömdu í f ó 1 a g i við Sam. fól. Það er vitleysa, að íslandsráðgjafi hafi nokk- urn tíma fengið full umráð yfir danska styrknum. í brófi því, sem íslenzka ráðgjafanum fyrir nokkurum árum var veitt heimild til að ráða yfir danska styrknuro, er það skýrt tekið fram, að það só að eins fyrir eitt fjárhagstímabil og að það só ekki bindandifyr- ir framtíðina. Það var ofureðli- legt, að innanríkisráðgjafinn danski skifti sór ekki neitt af danska styrknum með- an ferðirnar lágu í sömu deyfðinni ár frá ári. En öllum er kunnugt um ofsagremju þá, er reis upp meðal Dana f sumar, út af nýbreytninni með Ham- borgarferöirnar, og hve mjög Danir hótu á stjórn sfna að hætta að styrkja ferð- irnar til íslands. Þegar svona stóð á, er það eiginlega mesta furða, að íslenzki ráðgjafinn skyldi ekki missa ö 11 tök á danska styrknum og innanríkisráð- gjafinn einn semja við Sam. fól. Hefði bvo farið, myndu kássuferðirnar hafa haldizt og alt setið í sama farinu. Nei, vesalings blöðunum mun að eilífu verða skotaskuld úr þvf að gera gufu- skipasamninginn að árásarefni á stjórn- ina. Svo raiklu betri er hann, en menn nokkurn tíma bjuggust við. Hamborgarferðir eins marg- ar og vill, 45 ferðir reglu- bundnar í stað 25 áður, kæli- rúm Í4 skipum, fslenzk skips- höfn á mörgum skipanna, gestaróttur Reykjavíkur sem varnarþing annars fólags- i n s — þetta eru svo ágæt kjör, að allir þeir, sem ei eru gagnteknir af sí- feldu árásahungri á núverandi stjórn, hljóta að vera henni mjög þakklátir fyrir það, hversu vel henni hefir tekizt að ráða fram úr jafn-vandasömu máli, og gufuskipamálið var orðið. Halastjarna í októbermánuði næstk. í heimsókn. getum vér átt von á gesti einum ofan úr himinhvolfinu. Það er Halleyshala- stjarnan svonefnda. Hún er heitin eftir Halley stjarnfræðingi, þeim er fyrstur reiknaði út gang hennar. Seytján sinnum hefir hún verið sén af jarðar- búum, svo að sögur fari af. Var það í fyrsta skifti árið 12 eftir Krist. Arið 1682 var hún rannsökuð nákvæmlega af Halley'þeim, er áður er nefndur, og þá var forstöðumaður í sjónarhöll- inni í Greenwich. Síðast sáum vér hana 1835. Það verður þó ekki fyr en vorið 1910, að hún sést með berum aug- um, ef henni hefir þá ekki farið aftur i ljósmagni, en það vill oft brenna við um halastjörnur, og menn hafa fulla ástæðu til að ætla þetta um Halleysstjörnuna, því að hún fer 350 mílur á mínútunni. Eigi er það ætlun stjarnfræðinga, að hún muni reka sig á jörðina, né gera af sér annan usla, því að það vill svo vel til, að hún fer yfir jarð- brautina á þeim tíma, sem jörðin er á alt öðrum stað — og þótt svo ólík- lega vilji til, að spekingunum skjátlist í tölvísinni, er hættan eigi stórkost- leg. Það er sem sé margsannað, að jörðin hefir farið áður gegnum hala á halastjörnu, án þess að nokkuð hafi orðið að. Menn ætla, að ilt muni af hljótast, er sjálfur stjörnubúkurinn rekst á jörðina. En stjarnfræðingarnir halda jafnvel, að það geri ekkert til. Það er sem sé ætlun þeirra, að halastjörnur séu samsettar af tómum smásteinum og að af árekstrinum hljótist ekkert annað en glæsileg stjörnuhröp, og stórir loftsteinar á stöku stöðum. Einar listamaður fer líklega alfarinn frá Kaupmanna- höfn nú í haust. Ætlar hann sér að setjast að í Dresden eða Miinchen á Þýzkalandi. Hann hefir verið grátt leikinn af listdómurunum dönsku, einkum í seinni tíð, og verður feginn að kom- ast í brott frá Kaupmannahöfn. Gufuskipið Ceres kom í dag frá Khöfn austan og norðan um land. Farþegar m. a. Skúli Thoroddsen alþm. og frú Theodóra kona hans og margir þýzkir verka- menn, sem vinna eiga að gasstöðinni. Reykjavíkur-annáll. Bæjarstjórnarfundur 2. sept. Brunábótavirðing samþ. á smiðahúsi Sigurjóns trésm. Sigurðssonar við Lækjar- götu 10 B 3896 kr. Brunabótavirðingarmenn frá 1. okt. 1909 til jafnlengdar 1910, kosnir trésmið- imir Hjörtur Hjartarson og Sigvaldi Bjarna- son. Lögnámi samþ. að taka lóöarræmu af frú Sophiu Thorsteinsson til breikkunar Laufásvegi og greiða 2/3 kr. fyrir feralin samkv. mati dómkvaddra manna. Meðalmeðlag á ári með óskilgetnum börnum ákveðið 100 kr. frá 14. mai 1909 til jafnlengdar 1914. Rotþró var bankastjóra H. Hafstein leyft að láta gera við hús sitt hið nýja við Tjarnargötu, með afrensli i Tjörnina fyrst um sinn. Slátrunarleyfi veitt kaupmanni Siggeir Torfasyni. Varnargarður við Lækjarósinn. Til hans má verja alt að 300 kr. Dánir. Guðrún Kristjánsdóttir, ógiftur kvenmaður, 48 ára, frá Hóli í Mosvalla- hreppi I ísafj.sl., dó i franska spitalanum 22. ágúst. Málfríður Þorláksdóttir, ekkja, 75 ára, Yesturgötu 20. Dó 24. ág. Ólafur Bjarnason, tómthúsmaður i Blön- dalsbæ, 47 ára. Dó 22. ágúst. Fasteignasala. Þinglýsingar 26. ágúst. Guðmundur Stefánsson næturvörður fær uppboðsafsalsbréf fyrir húseign nr. 67 við Laugaveg fyrir 6900 kr. Dags. 21. ág. Landsbankinn fær uppboðsafsalsbréf fyrir smiðahúsinu á horninu á Ægisgötu og Ný- lendugötu með 13 vélum og hreyfivél fyrir 9000 kr. Dags. 14. mai. Sami fær uppboðsafsalsbréf fyrir húseign nr. 26 B við Bergstaðastræti fyrir 6500 kr. Daga. 13. mai. Sami fær uppboðsafsalsbréf fyrir húseign nr. 46 við Vesturgötu fyrir 4000 kr. Dags. 13. mai. Sami fær uppboðsafsalsbréf fyrir jörðinni Bráðræði á Bráðræðisholti i Reykjavik, með húsum og öðrum mannvirkjum, 6061 ferálna lóð og timburhúsi við Bræðraborg- arstig gegnt Sauðagerði, erfðafestublettum 0. fl. fyrir 20,000 kr. Dags. 23. ágúst. Ólafur Magnússon trésmiður selur Sig- urði steinsmið Þorkelssyni og Þorláki Hall- dórssyni húseign sina við Laugaveg ásamt erfðafestulandi, svokölluðum Arabletti, fyrir 8048 kr. 13 a. Dags. 13. ág. Þinglýsingar 2. sept. Eyvindur Árnason trésmiður selur Stef- áni trésm. Guðmundssyni húseign nr. 56 við Hverfisgötu, með 1725 ferálna lóð ofl., fyrir 11,500 kr. Dags. 7. ág. Jónas H. Jónsson trésmiður selur Jóni Sigurðssyni bæjarfógetafulltrúa, Jóni Reyk- dal málara og Kristjáni Möller málara ‘/4 úr lóð við Kárastig 1, fyrir 200 kr. Dags. 26. ágúst. Kristinn Guðmundsson, Njálsgötu 26, selur Eyólfi Guðbrandssyni */2 þá húseign með skúr og lóð fyrir 5250 kr. Dags. 10. ág. 8tjórnarvaldaaugl. (ágrip) Skuldum skal lýsa i dánarbú Einars Eirikssonar, húsmans á Helgastöðum í Biskupstungum fyrir sýslum. i Árnessýslu á 6 mánaða fresti frá 26. f. mán. Fasteigna uppboð á verzlunarhúsum Helga Thorlacius á Sauð- árkrók 11. og 25. septbr. og 9. oktbr.; & húseign þrb. Gisla Jónssonar söðlasmiðs, nr. 50 B við Laugaveg, 15., 22. og 29. septbr., á húseign Guðmundar steinsmiðs Einars- sonar, nr. 6 við Ingólfsstræti, 23. septbr. á hádegi; á búseign Sigríðar E. Magnússon, nr. 3 við Mjóstræti, sama dag kl. 1. Harmoniumskóli Ernst Stapfs öll 3 heftin, 1 bókverzl 'n lsafoldarprentsm. Teiknipappír í örkam og álaum fæ«t 1 bókverzlun Isafoldarprentsmiðiu. 8KAND1NAVI8K Kxportkaffi-Hurrogat KebenhaTn. — F- Hjorth & Co Til leiðbeiningar. í verzlun Jöns f»örðarsonar fæst verkaður fiskur, svo sem þorskur, langa, keila, skata, upsi, ísa og saltað tros, söltuð grásleppa, harðfiskur o.m.fl. Allskonar nauðsynjavara seld með lægsta verði. Húsaleigu- kvittanabækur fást nú í bókverzlun Isafoldar. Skriítarkensla. Eg undirrituð hefi í Kaupmanna- höfn lært að kenna skrift, og tek að mér kenslu í henni frá 15. sept. (helzt börnum, sem eigi hafa lært fyr). Sigríður Arnadóttir, Bergstaðastræti 9 B. Geymslupláss fyrir vörur eða hey er til sölu í Lindargötu 7. . Gott tilboð. 2 brúkaðir Kitsonslainpar, úti- og inni-lampi — loga sem nýir, fást fyrir nær því hálfvirði í verzlun B. H. Bjarnason. Gróðrarstöðin. Matjurtir seldar að vanda. Sent ef keypt er til muna. Talsími 72. Hafrahey selt á uppboði í Aldamótagarði mánudaginn 6. sept. kl. 10 f. h. Agætt h veiti á 14 aura pundið nýkomið í Thomsens Magasín. Dugleg’ stúlka getur nú þegar komist að hjúkrunar- störfum við geðveikrahælið á Kleppi. Stúlku vantar i vetrarvist strax. Stýrimannastlg 9. Til þess að gera hinum heiðruðu skiftavinum enn hægra fyrir, hefir Magasínið látið setja sérstakan bæjartalsima í hverja deild, og verða talsíma- númerin þessi: Nr. 1 skrifstofan og þýzka konsúlatið — 2 nýhafnardeildin — 3 vefnaðarvörudeildin — 291 klæðskeradeildin — 292 bazar- og járnvörudeildin — 293 kjallaradeildin — 294 pakkhúsdeildin. Virðingarfylst Thomsens Magasín. Þurmjólkin sem mest var eftir spurð síðastliðin vetur er nú aftur komin í verzlun Jóns Þórðarsonar. Leiðarvisir á ís- lenzku fylgir með um notkun hennar. Hestar keyptii! Tveir sterkir, einlitir og helzt sam- litir hestar, viljugir og fljótir brokkarar, 5—6 vetra gamlir. H/f Sápuhúsið. Reiðbeizli fundið nálægt Kol- viðarhól. Vitja má þangað. Brúnn kvenskinnhanzki tap- aðist í gær frá Bryde til Edinborgar. Skilist í Vesturgötu 33, mót fundar- launum. Hús til sölu, nú þegar, í mið- bænum ásamt ágætri byggingarlóð við Tjarnargötu. Áfgreiðslan vísar á. Næla fundin á götunum. Vitja má í ísafoldarprentsmiðju. Til leigu 2—3 herbergi með eldhúsi og geymslu, Hverfisgötu 51. Til sölu ágætur vefstóll með rak- grind og öðru tilheyrandi, fyrir mjög lágt verð. Á sama stað fæst vængja- borð og barnakerra með miklum af- slætti. Afgr. ávísar. Til leigu 2 kjallaraherbergi með eldhúsi og geymslu, Hverfisgötu 50. Nysilfurbúinn baukur fund- inn. Júlíus Jóhannsson, Litla-Seli. Stofa og kamers með sér-inn- gangi til leigu, Vesturgötu 35. Tækifæriskaup. Eftir miðjan ágúst sel eg mjög^ódýr litið brúkuð reiðtýgi. Samúel Olafsson. Ungur verzlunarmaðar, ráðvandur og stundvís, óskar eftir at- vinnu við verzlun hér í bænum; upp- lýsingar gefur Halldór Þórðarson bók- bindari. 200 pt. olíubrúsi er til sölu og sorpkassi með ágætisverði. — Upplýsingar í Njálsgötu 40 B. Til kaups og ábúðar í næst- komandi fardögum (1910) fæst jörðin Ytri-Ásláksstaðir í Vatnsleysustrandar- hreppi. Jörðin gefur af sér í meðai grasári fóður fyrir 2 kýr, 60—80 kindur og nokkur hross. Henni fylgir landrými mikið utan túns, góð fjöru- beit, útræði og næg vergögn. Enn- fremur íbúðarhús úr timbri, 2 geymslu- hús (annað heima við, hitt við sjóinn), heyhlaða og fénaðarhús mörg. Um kaupin skal semja við Guðm. Guð- mundsson í Landakoti á Vatnsleysu- strönd fyrir 30. nóv. þ. á. 3—4 herbergi með geymslu til leigu í Pósthússtr. 14 og 1 herbergi fyrir einhleypa í sama stað. Til leigu frá 1. okt. 3 herbergi ásamt eldhúsi og geymsluplássi. Uppl. i verzl. Lindargötu 7. Til leigu frá 1. október stofa með svefnherbergi í húsi Steingr. Guð- mundss. Amtmannsstig 4. 2 herbergi og eldhús til leigu i Grjótagötu 14. Messufall í fríkirkjunni á morgun. JÓN Í^ENF^ANZ, IiÆ^NI^ Lækjargötu liiB — Heima kl. 1—8 dagl. Reynið Boxcalf-svertuna Sun; þér brúkið ekki aðra skósvertu úr þvi. Hvarvetna á íslandi hjá kaupmðnn- um. Buehs litarverksmiðja, Kaupmannahöfn. Toiletpappír hvergi ódýrari eu 1 bókverzlun Isa- foldarprentsmiðiu. Námsstúlkur geta fengið fæði og húsnæði á kom- andi vetri í Café Uppsölum (Aðal- stræti 18). Hólmýr. Rósenkranz. Þórunn Finnsd.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.