Ísafold


Ísafold - 15.09.1909, Qupperneq 2

Ísafold - 15.09.1909, Qupperneq 2
238 ISAFOLD Utsalan hjá Th. Thorsteinsson að Ingólfshvoli heldur áfram! Meö Vestu: Mikið úrval af NÝJUM, GOÐUM og VÖNDUÐUM vörum til hausts og vetrar brúkunar. Vörurnar eru valdar erlendis (en ekki pantaðar), þær eru því af n ý j u s t u t í z k u. en verða seldar með rnjög lágu verði. Saumastofa fyrir kvenfólk sem ungfrá Hedvig Bartels veitir forstöðu. YERZLUNIN # REYKJAVÍK BNGAR FYRNINGAR ÞAÐ KOSTAR EKKEJRT að koma og skoða, þá munuð þér fljótt sannfærast um r.ð okkar nýju smekklegu vörur eru ódýrari en hinar fornu vörur sem yður bjóðast á utsölunum. Verziunin Dagsbrún selur VEFNAÐARVÖRU af öllum tegundum, FATNAÐ, HÖFUÐFÖT, REGNVERJUR o. m. m. fl. handa KONUM, KÖRLUM og BÖRNUM. Góðar vörur Sanngjarnt verð Fljót og lipur afgreiðsla inn flaug i háa loft og sprakk þar. Tætlurnar voru hirtar og ná á að gera við bátinn enn. Wellman er ekki af baki dottinn, eða var ekki þá. Hann ætlar af stað enn á næsta sumri, ef hann hættir þá ekki við alt saman þegar hann hefir frétt um sigurför dr. Cooks, þess er fann heimsskautið í fyrra og getið er um í blaðinu áður. Zeppelin III. heitir loftskip eitt mik- ið, sem þýzki greifinn samnefndur hefir látið smíða með sínu lagi og þýzka rikið á. Greifinn hefir farið á þvi loftför mikla nýlega, frá Friedrichs- hafen á norðvestanverðu Þýzkalandi og alla leið til Berlinar. Meðan hann var í þessu ferðalagi, stóð alt Þýzka- land á öndinni og þegar loftdrekinn sveif yfir strætunum í Berlin, varð fögnuður meiri og hátíðahöld en dæmi eru til á nokkurri þjóðhátíð. Þjóð- verjum þykir þetta þjóðarsæmd, sem von er og ekki mega þeir heyra hnjóðsyrði um Zeppelin eða skip hans né að bornar séu brigður á ágæti þeirra. Hlekkist skipinu á, vill þjóð- in ekkert af því vita. Smá-óhöpp er það kallað og alt afsakað og fyrirgef- ið. Zeppelin III. hélt síðan aftur af stað sömu leið, en bilaði á leiðinni — lítilsháttar, segja Þjóðverjar — og er ná verið að bæta gallana. Kdppflug mikið hefir farið fram við borgina Reims á Frakklandi og stað- ið í vikutima. Þar var satnan kom- inn hinn mesti mannfjöldi og athygl- isæsingur óx dag frá degi. Fjöldi flugmanna tók þátt í kappfluginu. Fjölda verðlauna hafði verið heitið og eftir því sem á leið vikuna, óx vélunum hraði. Sá sem verið hafði meistari einn daginn, var margsigrað- ur af öðrum næsta dag og svo koll af kolli. Lokaárslitin urðu þessi: Champagnes- og Reimsverðlaunin (50,000 franka) vann Farman fyrir mesta vegarlengd. Hann flaug 180 rastir á 5 tímum, 4 mín. og 562/5 sek. Næstur honum var Latham með 154 Va röst, og þriðji maður Paidhan með 134 rastir. Gordon Bennetts- verðlaunin (25,000 frankar og lista- verk, sem kostar 12,500 frk.) fyrir að verða fljótastur að fljága yfir 20 rast- ir, vann Ameríkumaðurínn Curtiss. Hann flaug skeiðið á 15 mín. og 503/5 sek. Næstur honum varð Bleriot, þriðji Latham, fjórði Lejevri. Hraða- verðlaunin (30 rastir) vann og Curtiss. Farþegaverðlaunin vann Farman. Hann flaug með 2 farþega innan borðs yfir xo rastir á 10 mín. og 39 sek. og yfir sama svæði með einn farþega á 9 mín. og 52 sek. Hæðarverðlaun vann Latham með 154 stikum. Paul- ham hafði að vísu flogið yfir 200 stikur, en þá voru mælingarloftbát- arnir ekki til taks og því varð hann af verðlaununum, Hringferðarverð- laun (10 rastir) vann Bleriot. Loft- báturinn Colonel Renard vann verð- launin fyrir stýranlega loftbáta. Allir verðlaunamennirnir eru fransk- ir nema Curtiss. Frakkar eru gramir því, að Bleriot skyldi ekki vinna Gordon Bennetts launin. Ný kappflug er verið að undirbáa í óða önn. Þjóðverjar og Englend- ingar eru að reyna að fá flugmennina til þess að koma til Berlín og London. Blaðið Daily Mail hefir heitið vænt- anl. Londonarfundi 18,000 kr. styrk. Bráðum á og kappflug að fara fram við Brescia á Ítalíu, annað i grend við París, þriðja í Tournai og auk þess ýmsar kappstefnur nána i haust. Franska blaðið Le Matin hefir heitið 100,000 franka verðlaunum fyrir loft- hringferðina París — Dijon — Belfort — Nancy — Lille — París. Á hán að fara fram fyrir lok ágástmánaðar 1910. Yfir Eyrarsund eru Danir að hugsa um að komast í flugvél. Blaðið Poli- tiken hefir heitið 500 kr. verðlaunum þeim sem fyrstur flýgur yfir sundið. Dani einn að nafni Folmer-Hansen lagði af stað um daginn frá Helsingja- borg i Svíþjóð og hugðist að fljága yfir um til Helsingjaeyrar á Sjálandi og vinna verðlaunin. En sá för fór hrapallega. Hann féll í sjójnn strax við landsteina og það varð honum til lífs, að hann var ekki kominn nógu djápt. Sagt er að Ellehammer ætli að reyna sig í næsta mánuði. Lojtskipasambandi á að koma á bráð- um milli ýmissa stórborga á Þýzka- landi. Hlutafélag hefir verið sett á stofn með 3 milj. marka höfuðstól. Báist er við, að ríkið muni kaupa hluti. Zeppelinsfélagið á */2 miljón í hlutabréfum. Flutningsskipin eiga að verða með Zeppelinslaginu og á hvert þeirra að taka 20 farþega. 6 mílna ferð á að kosta um 175 mörk. Ekki mun þess langt að bíða, að þetta gjald þyki of dýrt. Það á ekki að líða á löngu áður en loftferðir verði mun ódýrari en land- og skipsferðir. Bylting á Grikklandi. Hermannauppþot. Ráðuneytlssklfti. Fer Georg konungur frá völdum? Það hefir lengi þótt við brenna, að óánægja hefir ríkt í Grikklandi út af hernaðarmálum og útgerð hers- ins hefir þótt í mesta ólagi í alla staði. Herforingjar margir hafa þótt mjög óduglegir og það verið vitt að konungssynir hafa verið settir í æðstu embætti í hernum. Að þessu hafa herforingjar margir fundið hvað eftir annað, en því ekki verið skeytt. Menn hafa kent konungi nokkuð um þetta og ætt hans og hann hefir því átt litlum vinsældum að fagna í rík- inu upp á síðkastið. Nána nýlega hefir flokkur herfor- ingja farið með aðfinningarskjal át af öllu þessu til herráðsins, en þar var neitað að veita þeim áheyrn og þvi borið við, að ólöglegt væri íyrir hann að koma með slíkar aðfinslur og að þessum herforingjum hefði flestum verið hegnt áður fyrir ávirðingar ýms- ar. Af þvi, er siðan hefir gerst hafa ekki borist glöggar sögur, því að stjórnin hefir haft umsjón með sím- skeytasendingu eins og víðar. Eitt er þó víst og það er það, að her- menn hafa gert upphlaup og það hefir orðið til þess, að þeir hafa fengið öll- um kröfum framgengt um endur- nýjungu hersins og konungsefni með- ai annars vikið frá æðstu hervöldum. Rhallis ráðuneytisforseti varð að fara frá, en í hans stað er kominn Maur- omichalis. Hann ætlar að koma á þessum endurbótum öllum, en halda áfram að öðru leyti friðarstefnu Rhallis í Krítarmálinu. Grikkir eru harðóánægðir með Georg konung. Það vita allir. En þeir vilja ekki almennilega reka hann frá, því að þeir verða þá í vandræðum með eftirmanninn. Engum þykir fýsi- legt að takast á hendur konungdóm þar syðra. Þær fregnir ganga annars fjöllunum hærra, þó að verið sé að bera þær til baka, að Georg kóngur muni fara burt á næstunni með alt sitt og hætta við konungdóm. Kritarprætan er þögguð um sinn. Grikkir hafa komið þar svo friðsam- lega fram, að Tyrkir sjá sér eigi fært að halda át í ófrið, þó að ekkert kjósi þeir heldur. Stórveldin eru enn að þinga um eyna og afdrif hennar. Leo Tolstoy og friðarmáliö. Það var rætt um það fyrir skömmu, að halda friðarþing í Stokkhólmi í Svíþjóð, en þetta fórst fyrir þó að leitt væri, því að þar átti Leo Tolstoy að knma og flytja ræðu. Ná hefir verið stungið upp á því í Noregi, að honum yrði veitt friðarverðlaun Nobels til þess að hann geti komið til Kristjaníu og haldið þar fyrirlestur- inn. Annars hefir honum verið boð- ið að korna til Berlínar til þess að halda þar fyrirlesturinn 10 sinnum og boðin 5000 mörk fyrir hvert sinn. Má það heita vel borguð 1 kl.t. vinna. Óvíst er enn hvað ár þessu verður. 1200 manns fórust nýlega í Mexiko, í bænum Montercy, í vatnsflóði. Eignatjón metið á 20 milj. dollara. Ldtinn er í Höfn Bahnson hershöfð- ingi, tengdafaðir Ásgeirs stórkaupmanns á ísafirði, er eitt sinn var hermálaráðgjafi í Estrupsráðaneytinu alræmda. Við hann eru kend landvirki þau, sem ná standa um Kaupmannahöfn og enn eiga að haldast í 12 ár. Þ.iu lét hann setja fyrir nokkrum árum í blóra við þing og landslög. Heim til Björnstjerne Björnson að Aulestad í Noregi, kom nýlega ítölsk greifafrá, Linda Bonmartini (f. Murri). Fyrir lasleika sakir veitir Björnson engum gestum viðtöku, en í þetta sinn brá hann vana sinum því að sérstaklega steridur á. Þessi greifafrá var dæmd fyrir mörgum ár- um í æfilangt fangelsi á Italíu, grun- uð um að hafa myrt mann sinn, þrátt fyrir mótmæli hennar. Þegar Björnson var á ítaliu, kynti hann sér þetta mál, sá að konan var saklaus, fekk málið tekið upp að nýju og konuna sýknaða. Ná hefir hán gert sér ferð til Noregs til þess að þakka honum fyrir lifgjöfina, sem svo mætti kalla. Skipaferðirnar. Innan skamms ætlar Sameinaða gufuskipafélagið að taka Vestu át ár íslandsferðunum og setja Botníu í staðinn. Henni á Gotfredsen að stýra, sá sem ná er skipstjóri á Vestu. Hervirkjamál Dana. Bræðins8s»mþyktin í fólksþinginu Síminn hefir sagt frá því, að her- varnafrumvarp það, er soðið var sam- an af bræðingsflokkunum, hafi náð samþykki fólksþingsins. Eins og menn muna, var það aðal mergur laganna, að landvirki þau, sem ná eru kring- um Kaupmannahöfn, skyldi standa í 12 ár eða til 1922, en síðan lögð niður, nema þingið tæki aðra ákvörð- un þangað til. Þetta kom engum á óvart. Það var vitanlega svo um hnátana báið um leið og ráðuneytið var að myndast ár bræðingsflokkun- um, að þetta yrði samþykt. Umræð- ur urðu snarpar í þinginu við þriðju umræðu málsins. Christensen var hinn óbilgjarnasti og vék ekki spönn frá sínum skilningi á frumvarpinu og það varð alt fram að ganga, sem hann vildi. Það var í raun og veru hann, sem réð einn öllu. Raunar segja hægrimenn þeir, er atkvæði greiddu með bræðingnum, að þeir hafi gert það til þess að frumvarpið kæmist upp í landsþingið, en fulla vissu hefðu þeir fyrir því, að það yrði því að eins samþykt þar, að herfræðingar teldu þessi ákvæði góð og gild til varnar Kaupmannahöfn. En lítinn tránað leggja menn á slíkt og mörgum verð- ur að spyrja hverjir séu þessir her- fræðingar, hvort það sé hinn nýskip- aði hershöfðingi, eða sá er frá fór (Liitken) vegna þess að hann treystist ekki til að stjórna hernum framvegis með þessu hervirkja fyrirkomulagi! Þessir svonefndu herfræðingar þykja yfirleitt allsundurleytir í skoðunum í þessu máli og jafnvel sömu mennirn- ir margsaga. Utanríkisráðgjafinn hefir og þótt nokkuu tvískinna í málinu. í vetur meðan mestur var völlurinn á Neergaard, sagði Ahlefeldt I ræðu eitthvað á þá leið, að Iandvirki og sjóvirki yrðu að fara saman, því að hitt yrði álitin forréttindapólitík af stórþjóðunum, ef ekki yrðu sett annað en sjóvirkin ein. Ná stóð hann upp aftur í þinginu um daginn og ná var alt gott og blessað. Ná var nj'ja frumvarpið með ákvæðinu um að sleppa landvirkjum, alveg hættu- laust í því tilliti. Ná hefjast umræður í landsþinginu á morgun. Það er ekki laust við, að óþreyja sé í mönnum át af árslitun- um þó að líklegt sé talið, að alt falli í ljáfa löð. Hneysklið í þjóðþinginu. (Um ræðu þá er frk. Westenholz hélt i þjóðþinginu danska þ. 19. ág. hefir áður verið getið. Fréttaritari vor segir nánar frá atvikum). Forseti sat meðan konan lét dæl- una ganga klukkulaus og ráðalaus og gat ekkert annað sagt en þetta: »Hán hefir tekið frá mér klukkuna mína.« Konan lagði þá frá sér klukkuna aft- ur og forseti fór ná að hringja alt hvað af tók. En konan hætti ekki fyr en hán hafði talað át og síðan gekk hún snáðugt át sömu leið og hún hafði komið, um sjálfar þing- mannadyrnar. Eins og vænta má varð af þessu hið mesta uppþot í þinginn, hlátur eða gremja. Menn áttu ekki slíkum ósköpum að venjast. Fröken Westenholtz komst inn í þingsalinn með slægð. Hán fekk dyraverði bréf og beiddi hann að af- henda það forseta. Síðan gekk hán á hælunum á dyraverði alla leið upp að forsetastólnum o. s. frv. sem áður er sagt frá.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.