Ísafold - 02.10.1909, Blaðsíða 1
Kemui út ýmist, einu sinni of)a tvisvar i
viku. Vert) Arg. (80 arkir minst) 1 kr., er-
lendis 6 kr. eOa 1 x/s dollar; borgist fyrir
mibjan júli (erlendis fyrir fram).
Uppsðgn (skrifleg) bundin viO úramót, er
ógild nema kormn sé ttl útgefanda fyrir
1. okt. og aaupandi skuldlaua viO blaOiO.
AfgreiOsla: Austurstr«ti 8.
XXXVI. árg.
Reybjavík laugardaginn 2. okt. 1909.
65. tölublaA
I. O. O. F. 901089.
Augnlækning ók. 1. ogtt.þrd. kl. 2—B Tjarnarg.18
Forngripasafn opi?) á virkum dögum 11—12
íslandsbanki opinn 10—2 */* og 6 V*-
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstMa frá 8 árd. til
10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */* síbdegis
Landakotskirkja. Guösþj. 91/* og 6 á helgum
Landakotsspltali f. sjúkravitj. 104/*—12 og 4—5
Landsbankinn 101/*—21/*- Bankastjórn vib 12—1
Landsbókasafn 1SL-8 og 5—8. Útlán 12—8
Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1
Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12
Náttúrugripasafn opið l1/*—21/* á sunnudögum
Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 8. md. 11—1
Iðnaðarmenn I
Munið eftir að ganga í Sjúkrasjóð iðnaðarmanna
— Sveinn Jónsson gik. —
Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustig 10.
* a » * * m + % m % % % % % * » » m % % % * % * b % m m ^ • m.mm • • ^ » • • »
Þakkir flytjum vér
öllum þeim, sem tóku þátt í útsölunni miklu er endaði 30. f. mán. — Fyrst og fremt þökkum
við þeim sem með auknum viðskiftum sínum sýndu að það, að verzla við okkur, var sameigín-
legur hagnaður beggja. — Þar næst þökkum við þeim, sem af velvilja til okkar, leiddu athygli
vina sinna og vandamanna að þeim vildarkjörum, sem við höfðum að bjóða. — Síðast en ekki sízt þökkum við þeim, sem vöktu athygli
almennings á okkur með orðum sínum og gjörðum, en sem hafði þau heillavænlegu áhrif að salan margfaldaðist meir en hún hún hefir
nokkurn tíma gjört áður. — En við erum ekki ennþá hættir að bjöða vildarkjör. — Sérstaklega bjóðum við þeim, sem
keypt geta í stærri stíl, að koma til okkar áður en þeir festa kaup annarsstaðar og fá hjá okkur úþplýsingar um verð á þeirri vöru er þeir
ðska eftir. — Við vonum og óskum að okkur auðnist í framtíðinni að geta sýnt bæði
gömlum og nýjum viðskiftamönnum okkar hvað áreiðanleg samvinna milli kaupanda og
seljanda þýðir. — Munið að meginregla verzlunarinnar er: Litill ágóði, fljót skil. —
Verzlunin Edinborg.
TtTTrmTiTnmiimumii.i.immi.mmitnmnmimTiinimnTnniiiuiiimmTnTmimiii
Nýir kanpendur að
ISAFOLD
37. árg. 1910
sem verður 80 arkir stórar
og kostar að eins 4 kr.
fá í kaupbæti
Fórn Abrahams
alla, í 3 bindum, 700 bls.
og auk þess söguna
Davíð skygna
rúmar 200 bls., eftir
Jonas Lie, stórskáldið norska.
Þetta verða alls fullar
900 bSs.
Þar að auki fá nýir kaupendur skil-
vísir á sínum tíma sérprentaða hina
nýju sögu, sem nú er að byrja í
ísafold og heitir
Elsa
eftir Alexander L. Kielland.
Sjálft er blaðið ísafold hér um bit
helmingi ódýrara, árgangurinn, en
önnur innlend blöð yfirleitt eftir efnis-
mergð. Að réttri tiltölu við verðið á
þeim ætti hún að kosta 8 kr., en er
seld fyrir helmingi minna.
Þetta eru hin mestu vildarkjör, sem
nokkurt íslenzk blað hefir nokkurn
tima boðið.
Iöir“ Forsjállegast er, að gefa sig
fram sem fyrst með pöntun á blaðinu,
áður en upplagið þrýtur af sögunum.
ÍSAFOLD er landsins langstærsta
blað og eigulegasta í alla staði.
ÍSAFOLD er því hið langódýrasta
blað landsins.
ÍSAFOLD er sem sé 80 arkir um
árið, jafnstórar eða efnismiklar eins og
af nokkru blaði öðru innlendu, og
kostar þó aðeins 4 kr. árg., eins og
þau sem ekki eru nema 50—60 arkir
mest.
ÍSAFOLD gefur þó skilvisum kaup-
endum sínum miklu meiri og betri
kaupbæti en nokkurt hérlent blað
annað.
ÍSAFOLD gerir kaupendum sínum
sem allra-hægast fyrir með því að lofa
þeim að borga í innskrift hjá kaup-
mönnum hvar sem því verður kom-
ið við.
ÍSAFOLD styður öfluglega og ein-
dregið öll framfaramál landsins.
ÍSAFOLD er og hefir lengi verið
kunn að því, að flytja hinar vönduð-
ustu og beztu skemtisögur.
ÍSAFOLD er nú tekin til að flytja
myndir, sem önnur blöð íslenzk
gera ekki.
Ktiupbætisins eru menn vin-
samlega beðnir að vitja í afgreiðslu
ísafoldar.
Þeir sem gerast kaupendur að nasta
drgangi Isafoldar nú — jd ojan d alt
annað íj^AEODD ókeypis til
nýárs jrá peim degi, sem peir greiða
andvirði nœsta árgangs (iyioj.
Viðsjár i brezka þingiuu.
Stjórnarskipun landsins í hættu.
Efri málstofan hótar að fella fjárlögin.
---- Khöfn 21. sept.
Fyrir nokkrum mánuðum lagði f]ár-
málaráðgjafinn enski Lloyd-George nýtt
fjárlagafrumvarp fyrir þingið, neðri deild-
ina, er í voru ýms mikilvæg nýmæli.
Þar var meðal annars gert ráð fyrir
nýjum álögum, er nema 250 milj.
króna, sem þarf til þess að jafna fjár-
hallann, með nýjum sköttum. Þess-
ar álögur koma þyngst niður á auð-
mönnum, því að nú á að bæta drjúg-
um við tekjuskatt, eríðaskatt og fast-
eignaskatt.
Út af þessum nýtnælum eru íhalds-
menn landsins óðir og uppvægir. Þeir
eru flestir auðmenn og vilja því halda
í sitt. Þeir vilja láta jafna hallann
með verndartolli til þess að þetta lendi
líka á alþýðu. Lávarðarnir í efri mál-
stofunni, sem flestir eru íhaldstuenn
og auðkýfingar, hóta nú að fella fjár-
lögin í efri málstofunni, efneðri deild
samþykkir frumvarp stjórnarinnar. Fari
svo, verður sá atburður einhver hinn i
mesti, sem gerst hefir á Englandi um
langan aldur. Það er hvorki meira
né minna en að þeir ætla að rjúfa þá
stjórnarskipun, sem verið hefir á Eng-
landi nærri 700 ár.
Það er enginn vafi á því, að fjár- !
lagafrumvarpið verður samþykt í neðri
málstofunni. Hitt er efamál, hvort
lávarðarnir þora að leggja út í þetta
stórræði, er á herðir. Þó virðist það
benda í þá átt, að foringi íhaldsmanna
í efri málstofunni, Landsdowne lá-
varður, hefir sagt af sér formensku.
Hann kvað vera mótfallinn andróðri
lávarðanna gegn fjárlögunum. í hans
stað er korninn annar lávarður, sem
vill leggja út í baráttuna.
Ræða Roseberys lávarðs á dögun-
um í Glasgow hleypti hug í lávarð-
ana.
En nú hefir Asquith yfirráðgjafi
haldið aðra ræðu og sagt lávörðunum
það, að vilji þeir fella fjárlögin og
láta rjúfa þingið, þá sé það velkomið,
en jafnframt gat hann þess, að kosn-
ingarbaráttan verði þá ekki háð um
fjárlögin ein heldur og um líf efri
málstofunnar. Ef framsóknarmenn
vinna sigur í þingrofskosningum ætl-
ar stjórnin að nota hann bæði til þess
að banna efri málstofunni alla heim-
ild til að skifta sér af fjármálalöggjöf
landsins og að gera neikvæðisrétt henn-
ar í almennum málum að frestunar-
rétti.
Asquith veit hvað hann syngur.
Hann veit, að mjög litlar likur eru til,
að íhaldsmenn beri hærra hlut í ný-
jum kosningum — og takist honum
að koma efri málstofunni fyrir kattar-
nef, er víst um það, að hann hlýtur
hvers manns lof í landinu, annarra en
lávarðanna og þeirra nóta. Framsókn-
armenn æskja sér engis fremur en
að lávarðarnir láti verða af því, sem
þeir hafa á orði. Þeir grafa sér sjálfir
gröf með því.
Cook og* Peary.
Peary farinn að linaat.
Hann er rengdur.
Cook fagnað.
Khöfn 21. sept.
Nú er Peary farinn að heykjast á
brigzlunum um Cook og hefir nú
sagt við blaðamenn, að vel geti verið
að hann hafi komist norður á heim-
skaut, þótt hann og þeir félagar hafi
ekki orðið hans varir. Það sé til ó-
tal leiðir norður þangað.
Annars kveðst Peary hafa fundið i
þessari ferð leifar og menjar eftir
marga heimskautsleiðangra, bæði sína
og annarra. Hann fann á 83. st. 30.
mín. norðurbreiddar búðir, sem hann
hafði sjálfur notað 1900 og 1906.
Ennfremur á 81.. st. og 44. mín.
búðir frá Greelysleiðangri skömmu
eftir 1880. Eitthvað fann og Peary
af vistaforða eftir fyrri norðurfara og
við það nærðist hann og hans menn
um tima. Ennfremur fann hann skot-
hylki frá leiðangri Sir George Nares
árið 1876. Þau voru óskemd.
Skjölum Cooks borgið.
Whitney saklaus.
Eins og getið var síðast trúði Cook
Whitney vini sínum fyrir ýmsum
skjölum og gögnum á Annatok og
voru sumir hræddir um að Peary
hefði komist yfir þau.
Nú hefir komið skeyti frá Whitney
um að skjölin séu í hans vörzlum.
En ekki getur Whitney þess i skeyt-
inu, að Cook hafi komist norður á
heimskaut. Blaðið New York Her-
ald hefir og látið mann frá sér hafa
tal af Whitney og þar nefndi hann
það ekki á nafn.
Þá sendi annað blað, New York
Times, loftskeyti til C.ooks í skipið
Oskar II. og spurði hann, hvernig á
þessu stæði.
Cook svaraði því á þá leið, að
hvorki Whitney né Eskimóarnir hefðu
hafj: heitnild til að segja nokkrum frá
því, að hann hefði komist norður á
heimskaut. Því hlyti alt það, sem
haft væri eftir þeim að vera rangt, en
alt mundi koma í ljós þegar Whitney
kæmi aftur.
Búist við að hægt verði að senda
hingað athuganir Cooks eftir 2 mán-
uði, til þess að vísindamenn geti
rannsakað þær.
Blaðið New York Herald er um
þessar mundir að fiytja ítarlega skýrslu
um leiðangur Pearys.
Peary dýpra og dýpra.
Brigður bornar 4 athuganir hans,
Peary hefir mist samúð manna í
öllum löndum fyrir framkomuna við
Cook.
Nú er svo langt komið, að margir
eru farnir að efast um sannsögli hans
og rengja hann líkt og Cook í fyrstu.
Þeir þykjast finna ýmislegt grunsam-
legt í skýrslum hans. Jarðmælinga-
félagið i Washington hefir lálið það
boð út ganga, að það telji skýrslu
hans ranga. Sérstaklega efast það um,
að hægt sé að ákveða tírnann við
heimskautið eða í nánd við það.
Peary kveðst hafa miðað mest við
tunglið, er hann var að athuga á
hvaða breiddarstigi hann var staddur.
Hann segist hafa getað athugað loftið
A apríl, því að þá hafi rofað til og
sést til tungls snöggvast. Þvi kvaðst
hann hafa getað mælt það vandlega,
að hann var staddur á 89. stigi og
57. min. nbr.
Nú lýsir ítalskur stjörnufræðingur,
Francisco Sehis, yfir því, að skýrsla
Pearys hljóti að vera röng. Hann
segist hafa reiknað það vandlega, að
tunglið getur ekki hafa sést 6. apríl
af 89. st. 57. mín. norðurbr. Hann
segir ennfremur, að það geti ekki
komið til mála, að Peary hafi séð
tunglið með sjóndeildarhringsspeglun
6. apríl.
Cook keraur til New York.
Miklar fagnaðarviðtökur.
Cook kom vestur í New York í
gær. Norðurfarafélagið sendi stórskip
á móti honum og á því 2000 af á-
hangendum hans. Þegar Cook sté á
land var honum fagnað af skrúðfyik-
ingu, sem tók yfir fulla mílu enska.
Síðan var honum ekið 5 enskar míi*
ur gegnum fagnaðaróp og mannfjölda
heim í hús Norðurfarafélagsins rétt
hjá heimili Cooks, í Brooklyn.
Þetta var ritað á sigurbogann, sem
reistur var Cook til sæmdar:
Vér trúum yður!
Peary œtlar til suðurpóisins.
Cook hefir sagt, að ekki væri neitt
hæft i því, að hann ætli að fara að
leita uppi suðurpólinn.
Hinsvegar er fullyrt, að Peary sé
að hugsa um að fara þangað og jafn-
vel, að hann sé farinn að búa sig af
stað. Hans er von bráðlega til New
York.
Ofurefli,
skáldsaga Einars Hjörleifssonar kem-
ur út i þýzkri þýðingu í Mtinchen
fyrst í nóvember E. v. Mendelsohn,
ungur Þjóðverji, er ferðaðist hér um
land í fyrrasumar, annast þýðinguna.
Eins og áður hefir verið getið, kem-
ur Ofurefli einnig út á dönsku í
haust hjá Gyldendals bókaverzlun.
Valdemar Erlendsson
cand. med. er orðinn aðstoðarlækn-
ir á sjúkrahúsi í Árósastifti á Jótlandi.
• '
Sigvaldi Stefansson
cand. med. kvæntist nýlega í hallar-
kirkjunni í Friðriksborg unnustu sinni,
Margrethe Mengel-Thomsen, hjúkr-
unarkonu. Þau hjónin komu hingað
með Láru á miðvikudaginn.
Bjarni Jónsson frá Vogi,
viðskiftaráðúnautur, hefst við í Krist-
janíu um þessar mundir ásamt konu
sinni.
Samsöngur
Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tón-
skálds fer fram í Kaupmannahöfn í
októbermánuði í Oddfellowhöllinni.
N or ður heimskautið
kalla Grænlendingar Nunap Kala-
serssna. Það þýðir: najli jarðarinnar,
Frederick A. CooTc.
[Vér höfttm áðar flatt mynd af Cook, eins og hann leit út, er hann
kom úr norðarförinni. En þessi mynd er af honum tekin 1 Khöfn
nýlegft, þegar riddarar tizkunnar: skraddarar og hárskerar, vora búnir
aö gera hann aö >menskam manni«, setja & liann tizkunnar mót].