Ísafold - 02.10.1909, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.10.1909, Blaðsíða 3
I8AF0LD 259 Excelsior. lngóljur, »bannlagaandstæðingurinn ópólitískic, fárast ósköpin öll út af nokkrum orðum í ræðu ráðgjafans um daginn til Stórstúkunnar. »Excelsior þ. e. hærra; hærra og hærra (ber oss að halda) upp eftir braut mannkærleika og sannrar sið- menningarc. Þessi voru orð ráðgjafa. En nú fer ritstj. Ingólfs að spreyta sig á því, að skýra orðið excelsior — og það í munni ráðgjafai »Orð ráðgjafa þýða það, piltarl hróp- ar ritstj. að nú ætlar hann hvorki meira né minna, en banna ykkur að drekka kaffi og te, að reykja tóbak — og éta ket. Hvernig lizt ykkur á? Er ekki kominn tími til að segja: hingað og ekki lengraU Hún er forkostuleg skýringin sú arna. Ekki sizt rúsínan seinasta, sem auðsjáanlega er hátrompið það, er al- þjóð á að skjálfa fyrir: að nú eigi að fara að banna fólkinu að borða dilka- kjötið blessað og nautasteikina, að nú eigi hangikjötið og saltkjötið, rullupylsan og kæfan að fara að verða forboðin vara!, að nú ætli stjórnin að fara að ryðjast inn á verksvið dýra- laknisins, sem hingað til hefir verið einn um hituna þá, að banna fólkinu að selja og éta kjöt, verið eini Kjöt- bannherrann á Suðurlandi! En ekki trúum vér því, að ritstj. geti ýtt mörgum inn á sama matar- hugsunarháttinn, sem hann sjálfur er að veltast í. Ekki trúum vér því, að hann fái marga til að hoppa inn á þá fárán- legu skýringu á orðum ráðgjafa, að hann, er hann var að hvetja menn inn á braut meiri siðmenningar og mannkærleika, hafi átt við kaffibann, tóbaksbann, tebann og — kjötbann! Georg Grikkjakonungur hefir lýst yfir því, að hann muni leggja niður konungdóm, ef stjórnar- skipun landsins verði í nokkru rofin. Helzt mun það vera uppi á teningn- um að rjúfa þingið og láta þjóðina skera úr málum um hervarnarfrum- varpið. Af þingi Ðana. Hervarnafrumvarpið samþykt í landsþinginu. Cbristensen og Holstein-Ledreborg segja af sér? Avarpsmötinum fjölgar. í gær var loks hervarnafrumvarpið samþykt i landsþinginu með 29 atkv. gegn 25, með einhverjum lítilháttar breytingum og ívilnunum frá Christen- sens hálfu. Nú fer það aftur til fólks- þingsins og þar verður það útkljáð í snatri. Þingið kvað eiga að slíta á föstudaginn. (Þetta er nú orðið, segir símfrétt frá 25. þ. m.). Það er fullyrt hér í blöðum, að Christensen ætli að fara frá síðast í október, þegar konungur er búinn að staðfesta hervirkjafrumvarpið. Fyrst var talað, að hann ætlaði að gera það undir eins á laugardaginn, en því er mótmælt nú af flokksblöðum hans; en hitt kannast þau við að satt sé, að hann muni láta af embætti í næsta mánuði. Jafnframt er fullyrt, að yfirráðgjafinn, Holstein-Ledreborg greifi, muni segja af sér og hverfa aftur heim á búgarð sinn. Hann mun þykjast hafa lokið því, sem hann beittist fyrir, er hann hefir ráðið hervirkjamálinu til lykta, þótt ekki sé það nema til bráðabirgða. Að minsta kosti hafa jafnaðarmenn og gjörbótamenn heitið stjórninni því og hervarnavinum, að ekki skuli verða friður í landinu á næstunni. Undir ríkisdómskröfuna gegn J. C. Christensen hafa nú ritað um 50,000 manna víðsvegar um land. H f Sápuhúsið er flutt úr Austurstræti 6 í Austurstraeti 17 (búð Matth. kaupm. Matthíassonar). í minningu þess fá þeir, sem á mánudag og þriðjudag næstkomandi kaupa vörur fyrir 1 kr. í búðinni 1 pd. ókeypis af ágætri Mar- seillesápu, sem annars kostar 22 aura. H/f Sápuhúsið, 17 AustUFStræti 17. Mikið ágætlega fara Fötin! »Mikið ágætlega fara þau, fötin, sem þú hefir nú fengið þér! Hver hefir saumað þau?c — »Saumað þau! Eg kaupi allan þann fatnað, sem eg þarf með, tilbúinn í Brauns verzlnn. Brauns verzlun hef- ir, eins og þú veizt, íslands stærsta úrval af alls konar tilbún- um fatnaði, og þú yrðir steinhissa á þvi, hvað verðið er lágt, ef þú kæmir þar inn og fengir að sjá hvað menn fá þar fyrir pening- anac. — »Já, þú segir satt. Eg er sjálfur orðinn sann- færður um, að við það að kaupa í Irauns verzlun sparast margar krönur. Líttu á! Þessi frakkierlíka Irá Brauns verzlun. Hugsaðu þér baral Eg sá þar verulega falleg og sterk föt frá 16 kr., og hausts- og vetrarfrakka frá 15 kr. og upp eftirc. Talsínii 58 Taisími 58 „Sitjið við þann eldinn sem bezt brennur/' Timbur- og kolayerzlunin Reykjavik selur fyrst um sinn kol heimflutt í bæinn fyrir kr.3,20 -- þrjár krónur og tuttugu aura - kr.3,20 hvert skippund. Verðið er enn pá lagra sé keypt til tnuna í einu. „Hitinn er á við hálfa gjöf.“ Talsíini 58 Talsími 58 Fataefni. Vetrarfrakkaefni, efni og alt tilheyrandi i loðkápur, háls- lin, regnkápur, göngustafir, enskar húfur o. fl. hjá H. Andersen & Sön. Sænskur konsúll á Islandi. Ragnar Lundborg ritstjóri ritar í blaði sínu þ. 18. f. mán. grein um verzlunarsamband milli Svíþjóðar og íslands. Hann tilfærir kafla úr bréfi frá Þór- arni Túliniusi stórkaupm., þar sem íann ræður Svíum til þess, að setja sérstakan útsendan konsúl fyrir ísland, :í Kaupmannahöfn, en ekki á íslandi. Það líkar Lundborg ekki, heldur ivetur hann Svía sterklega til þess, að senda sérstakan, útlendan konsúl consul missus) sinnar þjóðar mann hing- að heim, eins og Norðmennséu að gera, en fá sér varakonsúl i Kaupmannahöfn. Bendir Lundborg á hr. Túliníus sem íinn færasta mann til þess starfs. »íslendingar flytja margt af þeim vörum inn, sem Svíar flytja út, og ættu því Svíar að geta fengið góðan markað á Islandic — segir í grein- inni. Agætt væri, ef tillögur Lundborgs í þessu efni yrðu teknar til greina; því að það mundi áreiðanlega verða gott og gagnlegt oss, að fá útsenda konsúla úr sem flestum löndum. Það mundi auka viðskifti milli ís- lands og hlutaðeigandi landa — ekki einungis í verzlun heldur og á öðr- um sviðum. Hingað til hafa aðallega um oss leikið danskir straumar. Frá því á- standi eigum vér og verðum vér að komast. Oss á að vera hughaldið um, að þekking okkar og viðskifti, einnig utan Danmerkur, fari vaxandi, og eins hitt, að aðrar þjóðir fái betri og gleggri kynni af oss, en átt hefir sér stað undanfarið. Mikill stuðningur i þessum efnum á það að verða oss, sem Norðmenn eru að gera og Svíar væntanlega fara að hugsa um: sem sé að senda sér- stakan mann, er hafi þann starfa ein- göngu með höndum, að vinna að aukinni kynningu milli þjóðanna. Einkennilegir uppboðsmnnir. Uppboð var haldið nýlega hér í bæ á ýmsum reitum eftir Sigurð Jóns- son Jrá Fjóllum, er dó í sumar. Meðal munanna var koffort eitt, fult af stjórnmálabæklingum Heima- stjórnarmanna. Það keypti Jónas Jónsson rithöfundur. En þegar hann fór að gæta að koffortinu, sá hann að á það var málað pósthorn, og eru því allar líkur til, að það muni vera eign póststjórnarinnar. Af öðru »gózic, sem selja átti, var m. a. skjalastrangi einn mikill. Og er uppboðshaldari fór að skygnast í, hvað i stranganum væri, reyndist það vera jrumrit aj Jylgiskjölum við mann- talsbókarreikninga Vestur-Skajtajellssýslu árið ipoy, þar sem skráð eru nöfn kjósenda allra og efnahagsástæður o. s. frv. En skjöl þessi eiga að vera i stjórnarráðinu og hvergi annarsstaðar og væri því ekki ófróðlegt að vlta hvernig embættisskjöl stjórnarráðsins hafa flækst inn í reitur Sig. heitins. Veðrátta vikuna fr& 26. sept. til 2. okt. 1009. Kv. íf. £i. Ak. Gr. Sf. Þh. Sunnd. 8,6 9,7 9,2 109 6,6 10,9 7,2 M&nud. 8,0 8,^ 6,6 5,9 4.0 4.0 62 Þriðjd. 9.2 2,6 11,7 8,4 1,0 8.0 8,C Miðvd. 93 8,6 2.0 8,4 1,2 7.2 8.2 Fimtd. 4,8 8,0 2,8 1.2 7,6 2,2 4.f Föstd. 2.6 2,9 1,6 0,B -1,5 1.8 1.2 Lftugd. 8,6 1,0 21 1,0 -1,6 1.7 9,1 = Reyk.jftvlk; íf. = Isftfjörður; n = Blönduós; Ak. = Akureyri; ör* ~ ®rÍDa8staöir; Sf. = SeyðÍ8fjörðnr ; PH. = Þórshöfn I Færeyjum. Seinustu fréttir. Lárus var enn ójarinn í mál við ísafold, er blaðið fór til prentunar. Til kaups og abúðar í næst- komandi fardögum (1910) fæst jcrðin Ytri-Ásláksstaðir í Vatnsleysustrandar- hreppi. Jörðin gefur af sér í meðal grasári fóður fyrir 2 kýr, 60—80 kindur og nokkur hross. Henni fylgir landrými mikið utan túns, góð fjöru beit, útræði og næg vergögn. Enn- fremur íbúðarhús úr timbri, 2 geymslu- hús (annað heima við, hitt við sjóinn), heyhlaða og fénaðarhús mörg. Um kaupin skal semja við Guðm. Guð- mundsson i Landakoti á Vatnsleysu- strönd fyrir 30. nóv. þ. á. Atvinna til 14. maí við landvinnu og sjóferðir. Talið strax við Jón Þórðarsou caupm. í Reykjavík. Fæði, húsnæði og þjónustu geta nokkrir menn fengið á Skóla- vörðustig 10. Gærur eru keyptar í verzlun Jóns Þórðarsonar, sömuleiðis haustull; gær- unum er veitt móttaka i pakkhúsinu á Móakotslóð (gamla sláturhúsinu) og sömuleiðis heirna við verzlunina i Þing- íoltsstræti 1. 1—2 hestar verða teknir í fóð- ur nú þegar. Upplýsingar í prenl- smiðju isafoldar. A Stýrimannastíg, 10 eru teknir menn í þjónustu. Ásamastað er sterkjað hálslín. K.vÍ8tstofa og svefnherbergi til eigu í Hverfisgötu 6. Nokkur einstök herbergi til leigu í Bergstaðastræti 45, fyrir carla og konur. Ódýrt fæði fæst á Laufásveg 4. Eirmig herbergi fyrir einhleypa. t»eir, sem þurfa að geyma slátur- fé, og vilja láta fara vel um það, geta l:engið það geymt i Geldinganesi, sem er afgirt. Hægt að komast að góð- um samningum, ef menn snúa sér til caupm. Jóns Þórðarsonar Þingholts- stræti 1. Tunnur undir kjöt og slátur, af mismunandi stærðum, fást í verzlun Jóns Þórðarsonar. Munið eftir að núna í haust- rigningunum fæst hvergi betri né ódýr- ari ollujatnaður en í verzlun Jóns Þórðarsonar. Waterproofskápur fást með stórum afslætti. Grá hryssa hefir tapast, (mark: gagnbitað hægra). Finnandi sendi eða tilkynni síra Þorsteini Briem, Görðum. Peningabudda með 14 kr. og 90 aurum i tapaðist frá apótekinu að Duus-búð. Skilist í afgreiðslu ísaf. Husnæði, fæði og þjónusta fæst í Þingholtsstræti 8 (uppi). Stofa til leigu handa einhleypum reglumanni. Semja má við Sigurð Jónsson lögregluþjón. Ennfr. rúm- stæði ódýrt hjá sama. 2 herbergi til leigu á Stýri- mannastíg 8. 2 áf0st herbergi móti suðri, húsgagnalaus, bæði með forstofuinn- gangi, fást leigð strax í JJergstaða- stræti 9 A (niðri). — Jón ÓJeigsson. I Þingholtsstrœti 24 fæst fæði eins og að undanförnu; einnig fæst að æfa sig þar á Piano. Lítið brúkað Orgel óskast til kaups. Afgreiðslan vísar á. Til sölu ný kommóða fín, rúm- stæði og borð með góðu verði Lauga- veg 22. Kensla. Undirrituð veitir stúlk- um kenslu í söng og guitarspili. Kristín Benediktsdóttir Pósthússtr. 15. Til leigu stofa mót sól fyrir einhleypa, Hverfisgötu 51. Stofa með forstofuinngangi til leigu, Hverfisgötu 4 f. Gott fæði fæstfrá 1. okt. í Þing- holtstræti 18 fyrir að eins kr. 25 um mánuðinn. Einnig húsnæði á sama stað. Vinnukona, vönduð og þrifin, óskast vetrarlangt á fáment heimili í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar Laufásveg 15 Rvík. Ullarkambar, er seldir voru á uppboði hjá Birni Kristjánssyni kaup- manni siðastliðið haust, eru keyptir ajarháu verði (ef þeir eru óbrúkaðir' á Lindargötu 8 A. Matsöluhúsið nú Hverfisg. 4D selur eins og áður gott fæði ódýrara en annarsstaðar. Rófur og kartöflur eru seldar þessa daga i Gróðrarstöð- inni. NB. Þeir, sem pantað hafa gefi sig fram sem fyrst. Kenslu í söng, piano- og orgelspili tek eg að mér, eins og að undanförnu. Valgerðnr Lárusdóttir, Hofi við Reykjavík. Muniö þaö, að miðvikudaginn 6. þ. m. kl. 11 árd. verður haldið stórt uppboð í Li verpool. Seld verða alls konar húsgögn, t. d. Plyds-sofl og Stólar. Divanborð. Kon8olspegilI,Skápur, Chaiselong. Hœgindastóli. BorðstofuborO m. ra. Tvöfalt skrifborð. Ofnar. Auk þess, sjófatnaður, álna- vara m. m. Hvítabandið heldur fund mánu- daginn 4. okt. á venjul. stað og tíma. iriríðandi að allar félagskonur mæti. Stjóruiu. Nfit tatir i „LiYerpool" amerísk »Epli«, Appelsinur, Vínber, Citronur, — Melonur, — (julrófur, Kartöflur, Laukur fæst nýtt i „LiverpooT1. Samskotura til sjálfsafneitunarviku Hjálpræðishers- ins í ár verður byrjað að safna ein- hvern hinna næstu daga. Umboðsmenn Hjálpræðishersins munu í þeim erindum koma á hvert einasta heimili í bænum. Góðir menn eru vinsamlega beðnir að láta eitthvað af hendi rakna mál- efni voru til stuðnings. Reykjavik 2. okt. 1909. Hj. Hausen, leiðtogi Hjálpræðishersins á íslandi,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.