Ísafold - 14.10.1909, Page 2
266
ISAFOLD
að vera athugaleysi núverandi stjórn-
ar, að hún batt sig við skipastærð þá,
sem Hannes Hafstein hafði ákveðið í
samningnum við Samein.fél., sem er
auðvitað hin mesta fjarstæða, og veru-
lega aðfinningarvert, úr því nokkuð er
ákveðið um skipastærðina. En minn-
hlutamáltólin forðast eins og heitan eld
að hreyfa við þessu. Því veldur
eflaust œtterni þessa ákvæðis I
Hvað er áunnið meö hinum uýju
samgðngusamningum,
iað einveldi Samein.fél. er niður
brotið að miklu leyti, sem ekki var
vanþörf á, þar sem það hefir ávalt
skamtað samgöngurnar úr hnefa og
skamtað sér styrkinn sjálft úr lands-
sjóði, svo að jafnvel á síðasta þingi
áttum vér ekici að fá nema 25 milli-
landaferðir, þó að það fengi bæði
íslenzka og danska styrkinn, 100 þús.
kr. Það félag gerði alt, sem það gat
í sumar til þess, að enginn pyrði að
taka að sér Hamborgarferðirnar, eins
og dönsk blöð frá þeim tíma sýna.
Það lá daglega í dönsku stjórninni til
þess að fyrirbyggja þetta, skoðaði sig
eitt af dönsku ráðaneytunum, sem ætti
að ráða okkar sérmálum.
2., að afskiftum danskra kaupmanna
um okkar mál er vísað á bug. Þeir
létu sér einnig koma við, sem væri
þeir eitt danskt ráðuneyti yfir sér-
málum vorum, hvort vér létum skip
fara nokkrar ferðir til Hamborgar eða
eigi, og hvort vér vildum neyta brenni-
víns þeirra, eða einhvers annars.
Þeir þóttust svo sem hafa atkvæði
um það. Vilji alþingis átti svo sem
að lúta fyrir þeirra vilja, fyrir þvf
ráðuneyti.
3., að alt landið getur nú komið
kjöti sínu nýju á útlendan markað
að meira eða minna leyti, og meiri
hluti lands nýjum fiski. En útflutn-
ingur kjöts í kælirúm getur haft afar-
mikil áhrif á saltkjötsmarkaðinn yfir-
leitt, með því að útflutningur af því
verður minni og þá eðlilega meiri
eftirspurn.
4., að póstferðir verða alt að helm-
ingi fleiri, en áður með"bréf, vörur
og farþega og einnig með verðmœtar
póstsendingar, ef ísland vill vinna til
að veita félaginu þessar 6 þús. kr. á
ári til þess að flytja hann.
5., að samgöngur fást nú beinar
við það land, sem Danir hafa bæði
fyr og nú spornað við kröftuglega, að
íslendingar kæmust í bein viðskifti
við, og hefði sannarlega verið tilvinn-
andi að verja miklu fé til þeirra sam-
göngubótar einnar.
6., að þar með eru trygð hagfeld-
ari viðskifti við Dani sjálja, með því
að nú jyrst hafa þeir hitann af því
að Þjóðverjar beiti samkepni, ef þeir
(Danir) geri oss of harða kosti.
7., að trygð er samkepni um far-
þega og vöruflutninga um 10 ár, sem
áður var ótrygð með öllu.
8., að ekki er ólíklegt, að Danir
færu að hugsa sig um, hvort ekki
væri tími til kominn að slaka til við
oss í sjálfstæðisbaráttu vorri, þegar þeir
sæju, að viðskifti vor væru að drag-
ast meira til annara landa, en Dan-
merkur, vegna nýrra samgöngubrauta
o. s. frv.
Eg verð að halda því fram, að með
þessum samningi hafi ráðherra stigið
mjög stórt framfaraspor, og er egraun-
ar þakklátur minnihuta-máltólunum
fyrir þá bíræfni, að fara að knýja það
fram í dagsbirtuna hvers virði gufu-
skipasamningurinn við Thorefélag er
í raun og veru fyrir landið, sem annars
mundi hafa verið látið liggja í þagnargildi.
Það liggur hverjum heilskygnum
manni í augum uppi, að hinir nýju
gufuskipasamningar eru til stórmikilla
hagsmuna fyrir landið, og langt um
fram allar vonir, þegar miðað er við
aðgjörðaleysi fyrverandi stjórnar í þessu
máJi og lítilþægni minnihlutans á sið-
asta þingi, sem lýst hefir verið hér
að framan.
Rvik í október 1909.
Utgerðarmaður.
------396------
SkógræktarraíiHð.
Eftir Kofoed-Hansen skógræktarstjóra.
í ísafold þ. 29. sept. 1909 rennur
loks á vaðið einn bænda þeirra, er
umráð eiga yfir skógar- og kjarrjörð
og gerir sér það ómak að koma fram
með hugleiðingar um skógræktarmál-
ið. Þetta er vel farið. Ef til vill
mun fólk furða á því, að eg skuli
segja það, þar sem mér og starfi mínu
eru valin mörg hrakyrði í nefndri
grein. En sú hiið málsins skiftir
minstu. Mest af öllu ríður á, að bæði
þeir, er telja sér i hugarlund, að þeim
sé hagur að því að draga úr viðgangi
skógræklunar og eins hinir, sem að
skógræktun vilja styðja, láti málið til
sin taka, og segi skýrt og skorinort
álit sitt á því. Þess vegna er grein
þessi góðs viti, enda þótt fullyrðing-
arnar í henni séu á engum rökum
bygðar og hún yfirleitt verði að tel-
jast fremur grunnhygnisleg árás á skóg-
ræktarstjórnina. Má vera, að hún
geti orðið til þess að bjarga skóg-
ræktarmálinu upp úr lóni því, er það
nú húkir í, vegna tómlætis og afskifta-
leysis þjóðarinnar. Ætla mætti, að
þetta mál öllum öðrum fremur, gæti
vakið guðmóð, atorku og beztu til-
finningar í brjósti íslendinga, sem eru
svo fljótir til að tala í háum róm
um föðurlandsást sína og fegurð lands-
ins, bæði í bundnu og óbundnu máli,
ekki sízt, er mannfundir verða á blett-
um þeim hinum fáu, þar sem skóg-
urinn lætur fegurð landsins njóta sín
í viðhafnarbúningi. En ef til vill
fylgir ekki svo mikill hugur lofgjörð-
armálinu. Þegar svo er komið að
fara á að hJynna fremur að hag föð-
urlandsins og þjóðfélagsins, en væru-
girni einstaklingsins, mun mörgum,
veita fullörðugt að breyta í samræmi
við ummælin fögru um föðurlandsást.
Dæmi þess er grein hr. Olafs Bergs-
sonar og tjáir honum ekkert að lýsa
því yfir í greinarlok, að hann sé. ekki
andsnúinn skógræktarmálinu. Fjölyrð-
in á undan þessari yfirlýsing sýna og
sanna, að hann er nánast fjandsam-
legur skógræktarmálinu, þvx að þau
stefna að því, hvort heldur það er
gert af ásettu ráði eða ekki, að vekja
sundurlyndi og gera menn tortrygna
gagnvart skógræktarstjórn þeirri, er
stjórnín hefir talið rétt vera að skipa.
En þau fá og á sig bæði hlægilegan
og hryggilegan blæ, af því að höf-
undurinn rökstyður ekki fullyrðingar
sínar og má hann ekki búast við því,
að mikið verði lagt upp úr því, hvað
hann er sannfærður um, eða heldur
eða hugsar, úr því hann ekki getur
rökstutt neitt.
Eg skal nú reyna að svara spurn-
ingum þeim, sem hr. Ólafur Bergsson
beinir til mín. Sú er þá hin fyrsta,
hvernig bændnr eigi að fara að lifa
af jörðinni, þegar vetrarbeitin sé bönn-
uð í skógunum?
Með því að eg hygg, að í þessu
efni sé ekki að eins átt við núlifandi
kynslóð heldur einnig kynslóðir þær,
er búa eiga hér á landi á ókomnum
öldum, virðist mér ástæða til að spyrja
um annað, sem sé: Hvernig eiga
bændurnir að fara að lifa á jörðunum,
þegar svo langt er komið fyrir of-
níðslu sakir, að ekki einungis kjarrið,
heldur einungis moldarlagið undir því,
er farið veg allrar veraldar ? Ef hr.
Ólafur Bergsson þekti ísland eins vel,
hefði séð jafnmikið af því og eg
»ókunnugur útlendingur«, mundi hann
skilja, að í þessu efni skellur víða
hurð nærri hælum. Eg vildi biðja
hann fara yfir í Laugardalinn, svo að
eg nefni blett, sem ekki er mjög
langt frá Skriðufelli, og litast um þar.
í dalnum þar eru margir hólar inni
i miðri kjarrbreiðunni sem eru eins
og svartir kúfar í kollinn, og kjarr-
breiðan öll er hörmungarlega kyrk-
ingsleg að sjá. Hér hefir óvenjumik-
il vetrarbeit átt sér stað og kjarrinu
því hnignað mjög og þegar kjarrfokið
er byrjað grefur það fljótlega um sig.
Fleiri, en einn íslendingur hafa
sagt mér frá jörðum, sem áttu mikil
kjarrlönd áður meir, sem nú eru eyði-
lögð og orðin að malarholtum. Á
þessum jörðum þrífst fénaðurinn alveg
eins vel á skóglausu jörðinni, sem eft-
ir er.
Þegar ekki má beita fénaðinum
lengur að vetrinum á kjarrið, farið
þá að beita honum fyrir utan kjarrið I
Sé ekki nóg land fyrir hendi til þess
— sem mjög óvíða mun vera — tak-
ið þá stykki af kjarrinu, sem nægir
til vetrarbeitar. Oftast mun nægja
Vio—V4 af öllu kjarrlendinu. Hlifið
svo 9/io eða 8U hlutunum sem eftir
verða, fyrir vetrarbeitinni, svo að þið
rænið eigi ókomnar kynslóðir öllum
tilveruskilyrðum, með því að láta ein-
tóm grjót og malarholt ganga að erfð-
um til þeirra. Það er sem sé víst,
að fokið breiðist og grefur um sig
og staðnæmist ekki fyrr en mýrarnar
taka við.
Það er annað, sem liggur bak við
hinar háværu harmatölur skógeigenda,
út af vetrarfriðun skóga, og það er
kvíði fyrir því, að vinna þeirra og
erfiðleikar aukist. Það er hægra, að
sitja inni í bæjunum og láta fénað-
inn eiga sig og hugsa sem svo:
jörðin eyðilegst ekki, meðan eg tóri
— hvað seinna verður skiftir mig
engu. Ekki þarf einu sinni dyr í
fjárhúsin. Fénaðurinn leitar inn og'
út af sjálfum sér. ísland stendur einn-
ig í þeim efnum betur að vígi, en
ýms önnur lönd: Hér er ekki um
neina úlfa að tefla, er rífi í sig fén-
aðinn. Ef þeir væru hér, myndi það
fljótt sýna sig, hvað íslendingar gætu
tekið sér fram i fjárgæzlu á vetrum.
Eg efast sem sé alls ekki umhugdirfð
og úthald bóndans íslenzka, þegar
hann sér sér hag í því.
Hvort eg ætl’ að byggja skógrækt-
armálið á þeim grundvelli, að skóg-
eigendur, skaðabótalaust, verði ræntir
afnotum skóganna til vetrarbeitar ?
Það er næsta spurningin! — Eg ætla
að byggja það á þeim grunni, að
skógurinn verði að eins höggvinn
þann veg, að hann þynnist og hon-
um verði hlíft við vetrarbeit, eins og
skrifað stendur í skógarlögum þeim,
er eg samkvæmt skipun stjórnarráðs-
ins bjó til uppkastið að í fyrra. Þessi
lög eru nú, veit eg, komin í hendur
hr. Ólafi Bergssyni. Lög þessi voru
samþykt án sérlega víðtækra breytinga
og sýnir það, að nokkrir menn eru
til, sem álíta þenna grundvöll heppi-
legan.
Þessu næst skal eg skýra frá,
hvernig mér hugkvæmdist, að ekki
þyrfti vetrarfriðunin að byrja hér á
Suðurlandi, fyrr en í desember. Eg
var um tíma í des. í fyrra uppi í
Borgarfirði til þess að athuga, hvern-
ig fénaðurinn hagaði sér á kjarrvöxnu
landi um þann tíma árs. Tvo fyrstu
dagana, sem eg var þar, var jörðin
þakin H/a feta þykkum snjó. En
eigi að síður sá eg ekki eina kind
af hinum mikla fjárhóp, sem gekk í
skóginum, bíta hann. Allar kíndurn-
ar klóruðu snjóinn ofan af til þess að
komast niður að lynginu og grasstrá-
um þeim, sem enn voru óvisin. Því
virtust mér líkindi til, að kjarrið
mundi eigi verða fyrir búsifjum af
fjársins hendi meðan það gæti náð í
jurtagróður, undir snjólaginu, en það
ber sjaldan við, að það sé æði þykt,
fram að jólum. í marz fór eg upp
að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, í því
skyni, að athuga hið sama á þeim
tíma árs, vorbyrjun, er fólk telur
kjarrið verða harðast úti af fénaðar-
ins hendi. En þar sá eg ekki heldur
neina kind bíta kjarrið — og varð
mér þá ljóst, að ástæðan til þess, að
kindurnar veittu kjarriuu svo litla at-
hygli hlaut að vera sú, að veturinn
hafði verið óvenju-mildur og sjólagið
yfirleitt þunt og mjúkt og á undan
vetrinum var gengið óvenju-
gott sumar, svo að jurtagróðurinn
náði mjög góðum þroska. Annars-
staðar hefir veturinn verið verri fyrir
kindurnar t. d. á ísafirði. Þar var
búið að bíta svo af kjarri því, er í
fyrra haust var fult af frjóöngum,
að engu var líkara, en að toppurinn
af runnunum hefði verið kliptur af
með skærum.
Viðvíkjandi tillögunni um að höggva
kvisti af handa kindunum, þegar hörg-
ull er á öðru fóðri, vil eg taka þetta
fram: Það kvað vera fengin reynsla
fyrir því, að af birkikvistum einurn
geti kind að eins lifað 1 mánuð. F.n
nú fæ eg ekki séð, og aðrir sjálf-
sagt ekki heldur, hvers vegna kindin
getur ekki dregið fram lífið þenna
mánuð alveg eins, ef hún fær til mat-
ar nýja kvisti afhöggna, cins og ef
hún sjálf á að taka þá í skóginum,
svo framarlega sem hún þar með engu
móti getur náð í annað fóður.
Að endingu vil eg taka undir þá
ósk hr. Ólafs Bergssonar, að aðrir
skógeigendur láti opinberlega til sín
heyra hið bráðasta um álit sitt á skóg-
ræktarmálinu, en eg vona líka, að
margir þeirra reynist fúsari til að
leggja eitthvaða í sölurnar fyrir skóg-
ræktarmálið, en hann.
Christensen fer frh.
(Slmfregn frá Kt.öfn 13. okt.).
J. C. Christensen landvarnarráðgjafi
segir af sér þann 18. þ. mán. Líkur
til þess, að hætt verði við að skifta
landvarnarráðgjafaembættinu í tvent,
en yfirráðgjafinn Holstein Hleiðru-
greifi verði landvarnarráðgjafi.
Sænska verkfallið,
---- Kh. 5. okt.
Verkfallinu mikla og langa i Sví-
þjóð er ekki lokið enn. Vinnuveit-
endur settu verkfallsmönnum harða
kosti, þegar samninga var leitað um
daginn, svo að sáttagerðin mistókst
þá. Enn þá er verkfall meðal nærri
100,000 manna, og alveg óvíst um
úrslitin á því.
Loftskipi hlekkist á.
Fjórir menn farast.
----- Kh. 5. okt.
Loftskipinu Republique á Frakklandi
hlektist nýlega á í loftferð; gasbelgir
sprungu, skipið steyptist til jarðar og
allir sem á voru, fjórir að tölu, fór-
ust. Ennfremur hafa tveir aðrir loft-
farar, allnafnkunnir, steypst í flugvél
og beðið bana af.
Einar Jónsson,
myndasmiður fór frá Höfn 2. þ.
m. til Berlínar og ætlar að hafast þar
við um tíma. Hann bjóst þó hálf-
vegis við því, áður en hann fór, að
koma til Danmerkur aftur innan
skamms. Dýrt að vera í Berlín og
fjárhagur Einars óglæsilegur. Alþingi
veitti honum að vísu 1200 kf. árs-
styrk, en það hrekkur ekki fyrir miklu
meiru, en húsaleigunni undir verk
hans, sem hann varð að skilja öll eft-
ir í Höfn. Myndasmiðslist er dýrust
allra lista og enginn getur selt þess
konar verk að neinu ráði fyr, en hann
er orðin frægur, nema þá smá gling-
ur fyrir fólkið, en til þess telur Einar
sig of-góðan. Hann er ekkert »graf-
skriftaskáld í listinni.
Gaman væri, að verkin hans hefðu
getað orðið honum samferða suður
eftir. Hver veit þá hve fljótt hann
þyrfti að snúa aftur allslaus! Heilla-
dís Einars er ekki i Danmörku. Hún
væri þá fundin, því að ekki getur hún
falið sig til lengdar i dönsku flat-
neskjunni.
Svipall.
Gunnar Hafstoin
bankafulltrúi við Landmandsbank-
ann í Khöfn er nýorðinn bankastjóri
við »Foroya Bank« — deild Land-
mandsbankans á Færeyjum.
Vextir
í Nationalbankanum voru hækkaðir
í fyrra dag um Va0/o’ eru nu 5—5^/2%•
íslandsbanki heldur eigi að síður sín-
unt vöxtum óbreyttum fyrst unt sinn.
Christensensuppreistin i Danmörku.
Sendinefndir á konungsfund.
Konungur skýtur frá sór.
---- Kh. 5. okt.
Fyrir skömntu var getið um áskor-
unarsmölun um alt land gegn J. C.
Christensen i valdasessinum og þess
krafist þar, að hann yrði dreginn fyrir
ríkisdom hið bráðasta. í gær gengu
tvær sendinefndir ká 140,000 undir-
skrifendum um alt land fyrir konung
og báðu hann ásjár. Konungur varð
að svara sem áður, að hann gæti ekki
tekið tillit til ummæla um stjórn lands-
ins frá öðrurn en löglegum fulltrúum
þjóðarinnar. Auk þess gat hann þess,
að hann hefði fult traust til Christen-
sens. Holstein yfirráðgjafi stóð hjá
honum rneðan hann svaraði, rétti hon-
um svörin uppskrifuð á blaði og lét
hann lesa þau orðrétt. Sagt er að
konungur muni vera inst inni annarr-
ar skoðunar um Christensen og muni
hafa sagt þetta nauðugur,
Hvað áskorunarmenn gera nú, er
óvíst. Leiðin var auðvitað röng að
fara til ábyrgðarlauss konungs. Það
er sama sem, að Christensen svari
sjálfur. Helzt var það að heyra á
sendimönnum á fundi í gærkvöldi
eftir áheyrnina hjá konungi, að þeir
ætluðu að skora á hægrimenn að bera
upp vantraustsyfirlýsingu gegn Christ-
ensen í þinginu bráðiega.
Þingið kom saman aftur í gær.
Landsþingið skifti um formann og
kaus Sonne. Hann er vægur íhalds-
maður (Frikonservativ), um fimtugt.
Sagt er og fullyrt, að Christensen
muni fara frá um miðjan mánuð. Það
kvað eiga að skifta landvarnarráðgjafa-
embættinu aftur í tvent eins og það
hefir verið áður. Menn eru meira að
segja farnir að skrafa um það, hverir
muni verða eftirmenn hans. Helzt
er talað um Ltitken herforingja, deild-
arstjóra í hermálaráðuneytinu og Ny-
holm, yfirmann í flotanum. (Á þetta
eru nú bornar brigður sbr. símfregn-
ina hér í blaðinu í dag).
Enska þing-baráttan.
Khöfn 5. okt.
Hún var tekin að gerast allhörð og
ískyggileg á dögunum. Baljour fnr-
ingi íhaldsmanna flutti þá meðal ann-
ara stórræðu á þingmálafundi, og las
þar upp bréf frá gamla Chamberlain,
þar sem gamli maðurinn hvetur lá-
varðana til þess að leggja út í barátt-
una og fella fjárlögin frá neðri mál-
stofunni. Þetta bréf hafði mikil áhrif
á þingheim og íhaldsblöðin notuðu
það til öflugra æsinga gegn stjórn-
inni. Samt er nú svo að sjá, sem
lávarðarnir séu að gugna. Konungur
vill fyrir hvern mun afstýra barátt-
unni og hefur átt langar viðræður við
Rosebery lávarð og fleiri um þetta.
Auðmönnum þykir og þessi aðferð
stórhættuleg, og eru þó allsendis and-
vígir hinum nýju sköttum.
Lávarðarnir eru því að hugsa um
að taka aðra stefnu í málinu. Þeir
ætla að samþykkja fjárlögin, en fella í
þess stað eða búta sundur fyrir stjórn-
inni landlögin írsku svonefnd. Þau
gera ráð fyrir, að ríkið kaupi stórar
jarðeignir á írlandi og skifti þeim
upp á milli bænda í smábýli. Ekki
hyggja þó frjálslyndir menn, að lávarð-
ar græði fylgi á því að sundra þess-
um lögum, því að írar vilja sjálfir
hafa þau og írskir þingmenn verða
þvi til þess að styðja stjórnina. Þeir
geta oft ráðið rniklu og þeir fara að
mestu eftir landsmálum írlands i at-
kvæðagreiðslunni. Það er því vand-
séð, hvort þetta verður happadrjúgt
íhaldsmönnum, þó að þing verði rofið
og nýjar kosningar fari fram.
Símjregn í gær segir, að baráttan
gegn lávörðunum sé nú að harðna.