Ísafold - 04.11.1909, Page 1
Kemui út ýmist einu sinni eöa tvisvar l
viku. Yerö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er-
lendis B kr. e&a l1/* dollar; borgist fyrir
miðjan júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD
DppnOgn (sbrifleg) bundin viö Aramót, sr
ðgild nems komln sé til útgefanda fyrir
1. okt. og aaupandi skuldlaus vib blabib.
Afgreibsla: Ansturstrnti 8.
XXXVI. árg.
I. O. O. F. 911158V2
Forngripasafn opið á virkum dögum 11—12
íslandsbanki opinn 10—2 V* og B1/*—7.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstðfa frá 8 árd. til
10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* siödegis
Landakotskirkja. öuðsþj. 91/* og 6 á helgum
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—B
Landsbankinn 101/*— 21/*. Bankastjórn vib l^—1
Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Útlán 1—3
Landsskjalasafnid á þrd. fmd. og ld. 12—1
Lækning ók. i iæknask. þriöjd. og föstd. 11—12
Náttúrugripasafn opið l1/*—21/* á sunnudögum
Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 3. md. 11—1
Iðnaðarmenn T
Munið eftir að ganga i Sjúkrasjóð iðnaðarmanna
— Sveinn Jónsson gik. —
Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustíg 10.
Nýir kaupendur að
ÍS AFOLD
37. árg. 1910
sem verður 80 arkir stórar
og kostar að eins 4 kr.
fá i kaupbæti
Fórn Abrahams
alla, í 3 bindum, 700 bls.
og auk þess söguna
Davíð skygna
rúmar 200 bls., eftir
Jonas Lie, stórskáldið norska.
l>etta verða alls fullar
900 bls.
Þar að auki fá nýir kaupendur skil-
vísir á sínum tima sérprentaða hina
nýju sögu, sem nú er að byrja í
ísafold og heitir
Elsa
eftir Alexander L. Kielland.
Sjálft er blaðið ísafold hér um bil
helmingi ódýrara, árgangurinn, en
önnur innlend blöð yfirleitt eftir efnis-
mergð. Að réttri tiltölu við verðið á
þeim ætti hún að kosta 8 kr., en er
seld fyrir helmingi minna.
Þetta eru hin mestu vildarkjör, sem
nokkurt islenzk blað hefir nokkurn
tíma boðið.-
IST" Forsjállegast er, að gefa sig
fram sem fyrst með pönt’un á blaðinu,
áður en upplagið þrýtur af sögunum.
ÍSAFOLD er landsins langstærsta
blað og eigulegasta í alla staði.
ÍSAFOLD er því hið langódýrasta
blað landsins.
ÍSAFOLD er sem sé 80 arkir um
árið, jafnstórar eða efnismiklar eins og
aí nokkru blaði öðru innlendu, og
kostar þó aðeins 4 kr. árg., eins og
þau sem ekki eru nema 50—60 arkir
mest.
ÍSAFOLD gefur þó skilvísum kaup-
endum sínum miklu meiri og betri
kaupbæti en nokkurt hérlent blað
annað.
ÍSAFOLD gerir kaupendum sinum
sem allra-hægast fyrir með því að lofa
þeim að borga í innskrift hjá kaup-
mönnum hvar sem því verður kom-
ið við.
ÍSAFOLD styður öfluglega og ein-
dregið öll framfaramál landsins.
ÍSAFOLD er og hefir lengi verið
kunn að því, að flytja hinar vönduð-
ustu og beztu skemtisögur.
ÍSAFOLD er nú tekin til að flytja
myndir, sem önnur blöð islenzk
gera ekki.
Kaupbætisins eru menn vin-
samlega beðnir að vitja í afgreiðslu
ísafoldar.
Þeir setn gerast kaupcndur að nœsta
árgangi Isafoldar nú — já ojan á alt
annað íjSíAEOLíD ókeypis til
nýárs jrá peitn degi, setn peir greiða
andvirði tuesta árgattgs (1910).
Keykjavík miðvikudaginn 4. nóv. 1909.
Erlend tíðindi.
Dómsmorðið á Spáni.
Þess gat símfrétt fyrir skemstu, að
maður hefði verið þar dæmdur sak-
laus til dauða og liflátinn þegar,
mikils háttar maður og nafnkendur
þjóðvaldssinni, og eigi síður fyrir mót-
spyrnu gegn kaþólsku klerkavaldi, enda
á það að hafa átt mestan þátt í aftöku
hans. Nú eru nýkomin ensk blöð,
vikugömul, er greina nánara frá at-
burði þessum og afdrifum hans. En
þau eru hvorki meiri né minni en
uppþot og róstur út um allan heim
nærri þvi, — lýðurinn i stórborgun-
um fylst ofsabræði út af jafnhryllilegu
dómsmorði og skeytt skapi sínu á
kirkju- og klerkavaldi, og unnið hin
og þessi spellvirki eða reynt að vinna.
Maðurinn liflátni hét Ferrer, og var
honum gefið að sök, að hann hefði
róið undir og verið allmikið viðrið-
inn uppreistarspellvirki þau hin miklu,
er unnin voru í sumar i Barcelona
sem víðar á Spáni, með brennum og
manndrápum. En hann reyndist sið-
an alsaklaus af.
Meðal spellvirkja út af dómsmorði
þessu er það eitt, að 18. f. m. réðst
mannmúgur á dómkirkjuna frægu í
Písa á ítaliu, sem er eða var meðal
hinna mestu listaverka heims og brendi
hana til kaldra kola. Þar er turninn
halli rétt hjá kirkjunni, hafði verið
klukkuturn hennar, og var sagður í
veði, er síðast fréttist.
í Lundúnum réðst múgurinn að
aðseturshöll spænska sendiherrans þar
í borginni og varð að bjóða út mikl-
um sæg lögregluliðs til að verja hana.
Likar fréttir víðar að, svo sem Ber-
lín, París o. s. frv., og ekki einungis
hér í álfu, heldur og í Vesturheimi.
Sumstaðar orðið manntjón, af brenn-
um og sprengingum.
Sumstaðar veizt að konungsvaldinu
jafnhliða kirkjurikinu, með þvi að
Ferrer var lýðvaldssinni og konungs-
stjórninni spænsku þvi einnig kent
um liflát hans. En svo er sagt af
skilrikum mönnum, að konungur hafi
eigi verið látinn af vita fyr en Ferrer
var látinn og hafi hann þá reiðst svo
yfirráðgjafa sínum, Maura, að hann
varð að fara frá völdum og allir hans
sessunautar. Sá heitir Mordet, er
við tók af honum.
Um Cook og norðurskautið.
Svo segir í nýkomnum blöðum
enskum, að Knud Rasmussen Græn-
landsfari hinn danski, sá er var með
Mylius-Erichsen 1 hinni fyrri Græn-
landsför hans og Haraldi Moltke, hafi
haft tal af Skrælingjum þeim tveimur,
er fylgdu Cook í heimsskautsför hans,
og segist þeim svo frá, að þar sem
þeir félagar léttu ferðinni og hurfu
aftur síðan, hafi sól aldrei gengið til
viðar, heldur hringinn í kring alla tíð.
Bera eftir það enn færri en áður brigð-
ur á, að þeir Cook hafi verið þá
staddir beint á heimsskauti. Skræl-
ingjar kváðust hafa orðið alveg hissa,
er Cook sagði þeim, að nú væri þeir
komnir á heimsskautið. Þeir höfðu
beðið hann síðast daginn áður að
snúa aftur, af því að þeir væri komn-
ir svo langt frá landi.
Landfræðisfélagið í Washington í
N.-Ameríku hafði beðið Kaupmanna-
hafnarháskóla að láta sér eftir for-
gangsrétt að prófun skilríkja þeirra,
er Cook hefir fyrir því, að hann hafi
heimsskautið fundið; þau eru enn
ókomin frá Grænlandi. En háskól-
inn synjaði.
Bókmentir og listir.
Jón Trausti:
Heiðarbýlið II.
Greryaskyttan.
Sögur [óns Trausta hafa vakið mikla
eftirtekt meðal lesandi íslendinga. í
fyrstu ekki sizt af því, að menn sáu,
að hann, er áður hafði verið harla
brokkgengur í ljóðagerðinni og leik-
ritasmíðinu, hafði nú loks fundið sjálfan
sig. Siðan fóru menn að veita því
eftirtekt, að lýsingar hans af íslenzku
alþýðulífi voru skrifaðar af óvenju-
mikilli þekkingu og sjálfsreynslu, og
í bókum hans var auður af íslenzk-
um persónum og viðburðum, hvað
sem um formið varð sagt.
Og þegar fyrsti þáttur Heiðarbýlis-
ins kom út var því slegið föstu svo
að segja i einu hljóðu, að í Jóni
Trausta byggi gáfaður og allmerkileg-
ur skáldsagnahöfundur.
Sú bók var stór framför frá fyrri
sögum hans, bæði að efni og formi,
einkum hafði formið heflast að mikl-
um mun.
Menn munu því fagna þessu fram-
haldi Heiðarbýlisins, taka því tveim
höndum. Það er líka komið upp í
vana að segja, að alt af sé Jóni Trausta
að fara fram í hvert skifti, sem ný
bók kemur út eftir hann.
En í þetta skifti get eg ekki tekið
undir það. Þessi þáttur Heiðarbýlis-
ins er ekki framför frá fyrsta þætti,
nema siður sé.
Persónulýsingarnar í »Barninu«
voru langtum meira hressandi, langt-
um skýrari oft og tíðum. Ólafi sauða-
manni, Settu í Boilagörðum og Sölku
var lýst þar ágætlega. Allar þær per-
sónur verða lakari og óskýrari í
»Grenjaskyttunni«. Einkum verður
Ólafur sauðamaður þar sérlega daufur.
Sérkenni hans eru horfin, hann er
orðinn alveg eins og fólk er flest.
Og það er ekki sjáanlegt á sögunni,
að sambúð þeirra Höllu hafi getað
haft þau áhrif á hann.
Sjálfri er Höilu lýst allvel og í
samræmi við fyrri lýsingar. Halla er
einkennileg kona, »typa«, semíslenzku
þjóðinni er sómi að að eiga. Því
það er ekkert vafamál, að kona sú er
íslenzk í húð og hár.
Drenglyndi hennar er arfur frá
göfugum kynstofni, sem hörð lífs-
barátta hefir aldrei kyrkt tii fulls. Hún
svignar hvorki né bognar.
Og það er hressandi að mæta henni
innan um allan ódrengskapinn, innan
um alla hina kræklóttu kvisti sög-
unnar, sem íslenzka þjóðin á í svo
ríkum mæli.
Halla og Borghildur húsfreyja eru
vafalaust þær persónur í þessari sögu,
sem bezt er lýst.
Borghildur kemur hér meira við
söguna en í fyrri þættinum, og er að
nokkru leyti örlaganorn sögunnar.
Hún stendur lifandi frammi fyrir
lesandanum, og margir munu kannast
við þennan ram-íslenzka kvenvarg úr
sínu bygðarlagi.
Slíkir kvenvargar, — eða ef menn
vilja það heldur, rausnarkonur, eru
all-fjölmennar i landi voru. Ekki er
það heldur óeðlilegt í landi Bergþóru
húsfreyju.
íslenzk sagnaskáld hafa líka oft haft
auga á slikum konum í sögum, sínum
t. d. Gestur Pálsson i »Kærleiksheimil-
inu« og »Uppreisninni á Brekku«, en
það skal sagt Jóni Trausta til hróss,
að ekki hefir Gesti tekist að sýna
slíka konu jafn lifandi og Jóni Trausta
Borghildi.
Meðfram stafar þetta máske af því,
að fyrir Gesti er »tendens« sögunnar
aðalatriðið, en fyrir J. T. persónu-
lýsingin.
Þorsteinn grenjaskytta er aftur á
móti fremur daufur, og ástum hans
og Jóhönnu finst mér höf. ekki takast
vel að lýsa. Sú lýsing sýnir ekki
mikla ástþekkingu og er ekki laus við
að vera hálf barnaleg. Samtal þeirra í
Álfakvium er einhver allra lakasti
bletturinn í bókinni. Það er óyndis-
egt. Og svo þessar sifeldu Álfakviar,
Tröllafossar, og hvað það nú heitir,
sem íslenzkir skáldsagnahöfundar frá
Jóni Mýrdal til Maríu Jóhannsdóttur
láta elskenduinar finnast il
Það er vægast talað hvorki skemti-
legur fundarstaður né frumlegur.
Mig furðar á, að J. T., sem annars
hefir opið auga fyrir islenzkri náttúru
og lýsir henni mætavel stundum, skyldi
ekki finna betri stað.
Um Jóhönnu og Egil er annars
ekki mikið að segja. Þeim er lýst
lýtalaust, en án nokkurra yfirburða.
Aftur á móti er lýsingin á dauða Jó-
hönnu og aðdraganda hans verulega
góð.
Mannvonzka Þorbjörns krókarefs
mun sumum þykja ótrúleg, en viss er
eg um, að hún er til. Hengingartil-
raun hans er aftur á móti nokkuð
vafasöm hjá slíkum pilti, enda of lik
lýsingunni á Sigvalda presti i hey-
tóttinni hjá Jóni Thoroddsen.
Annars má margt gott segja um
þessa sögu yfirleitt, enda þótt eg hafi
viljað benda á, að hún sé hvorki lýta-
laus né framför frá fyrri sögum höf-
undarins.
íslenzku sveitalífi er viða lýst þar
ágætlega, og er óhætt að fullyrða, að
enginn lýsi þvi með meiri nákvæmni
en Jón Trausti. Ekki einu sinni Þor-
gils gjallandi. Hann er meira ádeilu-
skáld.
En hjá Jóni Trausta er það eins og
eg hefi bent á aðalatriðið, eins og hjá
Jóni Thoroddsen, að lýsa sveitalífinu
og persónunum eins og þær koma
fyrir í lífinu.
Þvi virðist hann líka vera kunnugri
en flestir samtímamenn hans, og um
það ber þessi nýja bók hans vott.
Hún er þvi, þegar á alt er litið,
virðingarvert -skáldrit — en. ekkert
listaverk.
Ignotus.
tingrof i Danmörku.
(Simfregn frá Khöfn í dag).
Það er ólíklegt í bráðina, nema
stjórnin fái skyndilega vantraustsyfir-
lýsing í þinginu. Stjómin ætlar að
leggja fyrir þingið frumvarp um nýja
kjördæmaskipun og er talið líklegt,
segir i símskeytinu, að þingrof verði
afleiðing þess.
Veikur snagi.
Jón Olajsson alþm. hellir sér í síð-
ustu Rvík yfir ráðgjafann með mestu
ókvæðisorðum út af þvi, að hann hafi
leyft sér að fremja svo »ósvífið ger-
ræði« (feit-undirstrikað) »að veita leyfi
til að læsa pósthúsinu um hádag«,
þriðjudaginn annan en var, er jarðar-
för Björns heit. augnlæknis fór fram.
En ráðgjafinn hafði ekki
hugmynd um, að pósthús-
inu hefði verið lokað þenna
dag, — fyr en ísafold spurðist fyrir
um hjá honum, hvað hæft væri í ásök-
unum J. Ól., — hvað þá heldur
veittleyfi tilað loka þvi.
Svona veikan snaga hefir J. Ól. í þetta
sinni, sem ella, hengt sig á með ill-
yrðaraus sitt til ráðgjafansl Ekki
nokkur minsta átylla fyrir ásökunum
hans 1
72. tölublað
Thoresamningurinn
ræddur i Landvarnarfélaginu
Á siðasta Landvarnarfundi hér þ.
1, þ. m. var rætt um gufuskipaferðir
og Thoresamninginn. Málshefjandi
var Guðtn. Hannesson héraðslæknir og
flutti hann allítarlegt erindi um það
mál. Fyrst lýsti hann gufuskipaferð-
unum undanfarið og sámningunum
um þær. Taldi þá yfirleitt enga fyr-
irmyndarsamninga hvað form og frá-
gang snerti og heldur eigi síðustu
samningana/’en annars gæíu peir oss
meira í aðra hönd heldur en vér hefð-
um nokkru sinni fyr átt völ á. Ráð-
gjafi hefði fengið alt sem fjárlögin
tilskildu og drjúgum betur. Þar næst
taldi hann upp allar mótbárur sem
komið hafa fram í andstæðingablöð-
um stjórnarinnar, talaði stuttlega um
hverja fyrir sig og taldi enga þeirra
miklu máli skifta, en flestar fjarstæð-
ur einar. Fyrir samninginn ætti
stjórnin þakkir skilið og hversu sem
annars væri á gjörðir hennar litið
inyndu allir óhlutdrægeir menn, sem
kyntu sér málavöxtu, kannast við
þetta. Hann kvað, að lokum, tvo
skugga hvíla yfir samningnum, ann-
an, að vér sem hefðum verið komnir
á fremsta hlunn með að taka ferðirn-
ar að oss sjálfir værum nú bundnir
útlendum félögum í tíu ár, hinn, að
gott og þarft verk eins og síðustu
gufuskipasamningar skuli vera notaðir
til æsinga gegn stjórninni af óhlut-
vöndum flokksmönnum. Stjórnin ætti
að njóta sannmælis. Það sem ^hún
leysti vel af hendi, ætti hún ekki að
fá last fyrir.
Nokkrir fleiri töluðu á fundinum
og allir á líkan veg. Að eins einn
taldi samninginn varhugaverðan í
nokkrum atriðum, en þó þótti þau
eigi meiru máli skifta en svo, að það
þótti illa farið, að eigi voru þeir við-
staddir, ritstjórar blaðanna, sem mest
hafa á samninginn ráðist til þess að
standa fyrir máU sínu, en betur hefðu
þeir þurft að gjöra það en hingað til,
ef þeir hefðu átt að komast klaklaust
af þeim fundi.
Fundarmaður.
Hljómleikar Sveinb. Svein-
björnssonar
fóru fram i Kaupmannahöfn eins og
til stóð þ. 13. okt. — og voru vel
sóttir. Margt af konungsfólkinu var
þar; m. a. konungur og drotning,
Dagmar keisaraekkja hin rússneska,
Alexandra Bretadrotning, Kristján kon-
ungsefni, Haraldur prins, Valdimar
prins 0. s. frv.
Sveinbjörn stýrði sjálfur tveim lög-
um. Annað þeirra var »Ó, guð vors
lands* og var því svo vel tekið, að
syngja varð tvisvar. — Sjálfur var og
Sveinbjörn »kallaður fram«.
Um Pétur Jónsson farast blaði því,
er ísaf. hefir séð svo orð, að hann
hafi »bjarta og hljómmikla rödd«.
Lög þau, er hann söng, varð að
endurtaka.
\ ísafold flytur seinna nánari fregnir
af hljómleikum þessum.
Skautafélagið
hélt aðalfund þ. 28. f. m. Þar voru
samþykt ný lög fyrir félagið, kosin
stjórn o. s. frv. — Félagatalan hefir
vaxið mikið síðastliðið ár. Er nú rúm
300, í stað tæplega 100 áður. —
Starfsfé félagsins siðastliðið ár var
rúm 1000 kr. Af því borgað i vinnu*
laun 6l/2 hundrað kr. — Það er ekki
svo lítið og kemur sér vel, því að
Skautafélagið veitir vinnu einmitt þeg-
ar mesta vinnuleysi bagar almenning
0: um háveturinn.