Ísafold - 04.11.1909, Side 3

Ísafold - 04.11.1909, Side 3
ISAFOLD 287 Pislarvætti áfengisins Það var góðri stundu íyrir nón; eg hafði farið langt inn á Laugaveg til að finna mann, sem þar á heima. Það var margt manna á götunni, þegar eg gekk niður eftir aftur, eins og oft er um það leyti dags. Verka- menn voru sem óðast að fara heim til miðdegisverðar, þreyttir og sveittir. Á miðjum Laugavegi sá eg mann koma ríðandi á móti mér, en eitthvað virtist mér vera kynlegt við ferðalag hans. Þegar hann kom nær, sá eg, að þetta var ungur maður hérna úr bænum, milli tvitugs og þrítugs. Hann var dauða-drukkinn, gat varla setið á dróginni; lafði sina stundina í hvorri hliðinni á hestinum, og ramb- aði þess á milli ýmist aftur á bak eða áfram; bjóst eg við, að hann mundi á hverju augnabliki steypast af hestinum. — En — hann lafði samt á baki; leit helzt út fyrir, að hann og hesturinn væru báðir van- ir svona löguðu ferðalagi og kvnnu að hafa áralagið hvor með öðrum. Flestir. sem á götunni voru, námu staðar og horfðu með »forundian« á þenna aumingja. Hann á heima innarlega i bænum og var að halda heim. Góðum kipp á eftir honum kom faðir hans, gamall drykkjumað- ur, eyðilagður á sál og líkama; hann var óhreinn, rifinn og illa útlítandi, með fingraför og spillingarmerki of- drykkjunnar allstaðar utan á sér, hvar sem á hann var litið. Eg nam staðar eins og fleiri og horfði á þessa »viðurstygð eyðilegg- ingarinnar«, soninnn gerspiltan og glataðan í áfengisfeninu, og föðurinn kominn á grafarbakkann með drykkju- skaparferilinn að baki sér og ógæfu sína, konu sinnar og barna á herðum sér. í sama bili ávarpaði mig roskinn maður hérna úr bænum. »Mikil and- skotans iþrótt er þetta«, mælti hann. »í gær var teðgunum þremur ekið heim á vögnum um miðjan daginn. Daginn þann sáust drengirnir ekki meira á gangi; en kallinn fór niður eftir aftur síðari hiuta dagsins og blindfylti sig þá i annað sinn sama daginn. Og nú í dag er þessi strák- urinn svona aftur, eins og allir sjá. — Það er ekki að furða eða hitt þó heldur — þótt sumir lærðu menn- irnir hérna í bænum séu að mynda félagsskap til að halda í brennivinið! þeir meta ekki dýrt mannlífin og heimilisgæfuna; lítur út fyrir að þeim sé sama um það alt hjá öðrum, ef þeir sjálfir mega hafa flöskuna í næði«. Þannig talaði maðurinn og honum var vorkunnarmál, þótt hann tæki upp í sig; þeir gera það fleiri, þegar þeir minnast á skólakennarana, lög- fræðingana, læknana, kand-fílana og aðra pótentáta, sem í Þjóðvörn eru, élaginu sem myndað hefir verið beint til þess, að íslandi verði ekki lokað fyrir dönsku brennivínsstraumunum og bjórbylgjunum. Vill nú ekki alþýðan íslenzka hugsa um það í kyrð og næði í skammdeg- inu í vetur, hvor þarflegri muni, starf- semi bindindismanna og bannlagavina, sem gera vilja alt til að bjarga of- drykkjumönnum úr ógæfunni, sem þeir hafa hrapað í, — eða starfsemi Þjóðvarnarmanna, sem’ halda vilja í áfengið, enda þótt þeir, eins og allir aðrir viti, að ávalt fylgir því marg-. tvinnuð ógæfa og spilling! Eg efast ekki um dóm alþýðunnar á þessu máli, þegar hún er búin að skoða málsgögnin _á báðar hliðar. Reykvíkingur. Veðrátta vikuua frá 24. okt. til 8. nóv. 1909. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. J>h. Sunnd. —1,5 -0.3 1,5 -2.9 -4.6 -1.1 2,2 Mánud. —1,0 —8.4 -2.0 —a,2 -6,0 -2.1 2,2 Þriðjd. -1.9 -2,7 -4.0 —b,4 — 11.5 -3,6 1,3 Miðvd. -9,0 —4,* -10.4 <—8.7 -10.5 -3.7 —0,8 Fimtd. —8,0 -4.0 —112 -10.^ —13,0 —3,8 0,2 Föstd. -4.8 -2,8 -9.0 —7,0 -15,0 —5,3 0,8 Lnupd. -0,1 0.0 1.5 1,2 —8,0 —8.6 2,0 Rv. = Reyk,javík ; íf. = lsaijörður; Bl. = Blöuduós; Ak. = Akureyri; Gr. = Grimsstaðir; Sf. = Seyðisfjörður ; Þh. = {*órahöíu i Færeyjum. Líflátshegning í Rússlandi- Hermálastjórnin í Pétursborg hefir birta látió nylega sk/rslu um herdóm- ana í Rússlandi siðustu ár undan farin. Eftir þeim hafa ekki fleiri en 236 menn verið dæntdir af lífi árið 1906. En árið eftir voru þeir orðnir 627 og árið 1908 eitthvað 1330. Loftskeyti milli Englands og Suður Afríku. í Englandi er verið að gera tilraunir til þess að koma á beinu loftskeyta- sambandi milli Englands og Suður-Afríku. Ef það lánast ekki til fulls, á að setja millistöð í Gíbraltar. Veslings tengdamæðurnar. Frægir landkönnuðir segja frá því, að það só víðar en í Evrópu, að tengda- mæður sóu hafðar í litlum metum. Svona sé það um allan heim. Hjá mörgum þjóðflokkum mega tengdaforeldrar og engdabörn alls ekki hittast. Það kveð ur svo ramt að þessu hjá Köffum, að húsmæður mega ekki einu sinni nefna nöfn tengdafeðra sinna. Ef hún ætl- ar að tala um einhvern nafna hans, verð- ur hún að skýra frá því með bending- um og rósamáli, við hvern hún á. Með Ranqueles-Indíönum er það mjög algengt, að fórna gömlum konum til guðsins Gualitschu. Þá er venjulega tekin móð- ir húsbóndans og henni fórnað til guðs- ins, því að menn trúa því fastlega, að það sé guðinutn sórstaklega þóknanlegt, að taka sór bústað í þess háttar konum. Með Watscbandi-þjóð í Astralíu er það siður, að eiginmenn mega ekki líta tengdamóður st'na augum langalengi eft ir brúðkaupið. Sjáist teugdamæður á lengdar, verða tengdasynirnir að leggja á flótta hið bráðasta. Ef þeir verða ekki varir við það undir eins að tengdamæðurn- ar eru nálægar, er þeim gert viðvart af fræudum sínum. Þá fl/ja þeir sem fæt- ur toga og fara huldu höfði þangað til þeir fá vitneskju um, að tengdamæðurn- ar séu farnar. Ráðning á Thoreskipin. Hr. ritstjóri 1 Hvernig á eg að fara að: Mig langar til að ganga í þjón- ustu Tborefélagsins og gerast — ekki yfirmaður á skipum þess, þ. e. hvorki skipstjóri, stýrimaður né vélmeistari, hugsa ekki svo hátt, sei-sei nei, held- ur að eins háseti eða jafnvel kyndari (kolamokari). Er nóg að bjóða sig stjórn félagsins eða framkvæmdarstjóra eða umboðsmanni þess hér eða ein- hverjum skipstjóra þess? Þarf ekki að hafa eitthvert vegabréf frá sýslu- manni eða bæjarfógeta, eða einhver- jum, sem með á? Eða er það satt, að eg þurfi að hafa meðferðis eitt- hvert skilríki eða skírteini frá 1 a n d- lækninum ? Mér hefir verið sagt það, en skil ekkert i, hvernig því víkur við. Eg hefi aldrei heyrl, að h a n n hefði neitt lögregluvald, né, að hann væri yfirráðningarmaður á skip, sízt heilan skipastól, og hann hálfútlendan eða alútlendan. Eða er hann agent fyrir einhvern mikilshátt- ar skipaeiganda? Eg skil bara ekkert i þessu. Vona þér getið frætt mig um þetta. Sjómaður. Þetta mun vera misskilningur hjá fyrirspyrjanda. Landlæknir er hvorki lögregluvaldshöfðingi né agent — sízt fyrir Thorefélag. Hugsanlegra fyrir Samein.félag. Hann ber pað fyrir brjósti, hann og hans flokksbræður, með höfðingja sinn í fararbroddi. Hann forðaði þvi á fyrri þingum (1905 og 1907), að nokkurt Thorefélagstilboð væri tekið til nokkurra greina, og alt hans lið hlýddi að vanda. Það mátti ekki hrófla minstu vitund við einveldi Samein.félags. Thorefélag hafði hald- ið uppi styrklaust árum saman til- finnanlegri samkepni yíð Samein.félag, Og unnið með því landinu sem svar- ar 80,000 kr. hag á hverju ári, að fróðum mönnum hefir talist til. Að fara svo að styrkja Thorefélag til að halda slíkri ósvífni áfram var hneyksl- anleg óhæfa i þeirra augum, sem sjálfsagt var að afstýra meðan þeir hefðu völdin, landlæknir og hans fé- lagar. Nei. Þetta tal um landlækni í þessu sambandi mun vera svo til kom- ið, að blað hans (þ. e. blað, sem hann er útgefandi að ásamt landsverkfræð- ing J. Þ. o. fl. og yfirritstjóri) skoraði á kaupmenn nýlega, að hafa samtök um að nota ekki hót skip Thorefélags- ins, heldur sjálfsagt Samein.félags ein- göngu. Fyrir það hafa menn sjálf- sagt búisl við, að hann mundi skifta sér ennfremur af ráðning á Thore- skipin og ætla sér að sjá um, að á þau fengjust annaðhvort engir menn íslenzkir eða þá ekki nema af verri endanum. Það er samkvæmni í því og hinu, að láta kaupmenn ekki nota skipin minstu ögn. En það er engan veginn vfst, að afskifti hans og þeirra félaga nái svo langt. Hitt er annað mál, að það er ómakslítið fyrir »sjómann«, ef hann er hér i bænum, að spyrjast fyrir hjá landlækni, hvað hann segi um fyrir- hugaða ráðning hjá Thorefélagi. Hann getur gert það í talsíma. Það fara ekHi í það nema 1—2 mínútur. _________________Ritstj. Kyendjöfull. Einn af morðenglum Rússastjórnar. Menn kannast við Búrtsef, jafnaðar- manninn rússneska, sem kom í vetur upp svívirðingunum urn Azef njósn- ara og í sumar upp um Harting fé- laga hans. Nú í september hefir Búrtsef enn komið voðaathæfi upp um kvenskratta einn, Sínaídu Jútsjenkó, sem hefir verið tvíhama árum saman, bæði sem ólm byltingakona og stofn- að til hryðjuverka og samtimis verið njósnari. lögreglunnar rússnesku. Utlend blöð segja svo sögu hennar í stuttu máli: Búrtsef hafði lengi grunað Sinaídu og hann afréð i samráði við byltinga- nefndina, að hafa gætur á konunni. Hann fór til Berlínar i þessum erind- um og náði fundi Sínaídu í stóru kaffihúsi í einni aðalgötunni. Búrtsef og vinir hans yfirheyrðu Sínaídu þar lengi, og loks rak að því, að hún gat ekki varið sig með vafn- ingi sínum og lygum og sagði þá eins og i tryllingi: »Já, eg hefi ofur- selt vini yðar lögregluliðinu. Eg hefi heft athafnir ykkar og fyrirætlanir*. Síðan yfirþyrmdist hún af óstjórn- legum gráti og sárbændi þá um að vægja sér. »Hvað verður af syni minum?« sagði hún æpandi. Loks varð Sínaida ofurlitið rólegri og meðgekk nú náföl og skjálfandi alt sitt langa athæfi. Hún er fædd í Vítebsk og átti efnaða foreldra og vel virða, en var að eins 23 ára þegar hún fór að leggja fyrir sig þessa óskemtilegu atvinnu. Hún gekk þá i byltingafélagið, en sagði Sanjakín, öðrum æðsta leynilögreglustjóra i Pétursborg, frá öllu, sem hún komst að um félaga sína og fekk hátt mánað- arkaup fyrir. Árið 1895 kom hún þann veg upp um samsæri Raspútíns gegn keisara. Sjálfri sér kom hún undan öllum grun með þvi að vera í sam- ráði um það við lögiegluna, að láta lika setja sig í varðhald með félögum sínum. Hún var þá 11 mánuði í varðhaldi. Eftir þenna svikaleik skoðuðu fé- lagar hennar hana sem píslarvott og treystu henni öllum betur, en sam- timis hækkaði lögreglustjórinn í Pét- ursborg laun hennar að mun, og svo vel annaðist lögregluliðið leyndarmál hennar, að jafnvel í leynilegustu skýrsl- um sínum talaði það um hana sem háskalegasta byltingamann. Sínaída giftist þá heiðvirðum manni ungum, sem stundaði nám við há- skólann í Heidelberg. Þau skildu þó síðar. Árið 1905 kom hún alt í einu fram i Moskva og varð nú aðalforingi ýmissa banatilræða, sem fórust þó fyrir. Sjálf slapp hún, en félagar hennar voru hengdireðasendirtilSiberiu. Árið 1906 sendi byltingastjórnin hana til útlanda til þess að kaupa vopn handa bylt ingamönnum. Samtimis gaf hún lög- reglunni njósnir um alla félaga sina og liðsmenn þeirra. í byltingunni í Moskva 1906, sem sagt var frá i blöð- unum, var hún lögreglunni drjúgur liðsmaður til að handsama og hengja. Árið 1907 undirbjó Sínaida banatilræði við hinn alræmda yfirlögreglumeistara í Moskva, Reinbott. Ung stúlka, Trúma Trúmkin, tókst á hendur að myrða harðstjórann. Sínaida sýndi Trúmu sæti níðingsins i leikhúsinu og Trúma gengur þar að næsta sæti með hlaðna skammbyssu í barminum. Trúma var alveg að láta skotið riða af, en þá tók lögregluþjónn hana. Núna i marzmánuði 1909 ofurseldi Sinaida heilan flokk byltingamanna, félaga sinna, i hendur lögreglunni, og var meðal þeirra einn af beztu vinum hennar og kona hans veik, og skömmu áður en svikakind þessi sagði til þeirra, hafði hún skrifað veiku konunni bréf og lýsti það ástúðlegustu vináttu. Sinaída var lengi í samvinnu við Azef. Það var aðalstarf hennar að komast að því, hverir djarfastir voru í hóp byltingamanna og láta svo framkvæmd- arstjórnirnar vita þeim. Þvi næst undirbjó hún banatilræði i samráði við framkvæmdarstjórnirnar og — lögregl- una. Margir eru þeir menn, sem tekið hafa úr höndum Sínaídu við þeim sprengivélum, sem þeir voru teknir með samstundis eftir að þeir höfðu kvatt hana. Þetta er mynd þessarar konu eins og Búrtsef lýsir henni í Parísarblöð- unum. Og enn er skýlan dregin af keisara Rússlands og stjórn hans. Hentugastur BlaS eitt á Englandi hef- hjónabandsaldur ir nýlega komiö af stað umræðum um það, á hvaða aldri karlar og konur eigi helzt að ganga í hjónaband. Flestir þeir, er þar leggja orð í belg, telja 25 ára aldur konum beztan. Um karlmenn verður annað ofan á hjá flestum. Margir vilja jafnvel láta þá vera orðna hálffertuga, er þeir staðfesta ráð sitt. Blaðið segir að forfeðrunum mundi hafa þótt þessar kenningar kynlegar, því að eftir núgild- andi lögum, sem samin voru endur fyrir löngu, mega ungar telpur á Englandi ganga í hjónaband á 12. ári, en drengir 14 ára. Það var allalgengt fyrrum, að stálpuð börn bundust hjúskap. Margar Englandsdrotningar giftust á barnsaldri. Fyrsti meykonungur á Englandi, Matt- hildur, giftist 12 ára gömul þýzkum hófðingja. Margrót af Anjou giftistHin- riki V. fimtán ára gömul að aldri og Isabella af Valois var ekki nema 9 ára, þegar hún varð kona Richards II. Arthur Wales-prins var 14 ára þegar hann kvæntist Katrínu af Aragóníu og Franz Frakkakonungur var nýorðinn 16 ára þegar hann gekk að eiga Maríu Stúart. Þó að ekki só farið lengra aftur en til | fyríitu stjórnarára Viktoríu drotningar, höfðu menn alt aðrar skoðanir á þessu máli, segir blaðið. Þá voru 18 ára gaml- ar stúlkur taldar meira en gjafvaxta. Sólarblettir og Enskur vísindamaður elnn viðskiftalif. hefir komið upp með það, að alt viðskiftalíf heims- ins standi í nánu sambandi við dokku blettina í sólinni og só undir þá gefið. Þeir eru sagðir hafa mikil áhrif á veðr- áttufar. En undir því er aftur upp- skeran komin, og hún ræður miklu um verzlun og viðskifti. Það verður sama sem að sólarblettirnir ráði öllu um heims- markaðinn, að minsta kosti er kemur til landsafurða. Kvennavinna í Ameríku er vinnandi kon- í Ameriku. um að fjölga ár frá ári. I. júlí 1908 voru 3 miljónir kvenna í Bandaríkjunum, sem vintia fyrir sér sjálfar að öllu leyti. Af þeim unnu 600,000 að landvinnu uppi í sveit, 280,000 lifðu á því að selja kvenvarn- ing, 200,000 fengust við kjólasaum, 900,000 við kenslu, símavinnu og afgreiðslu. Afleiðing Ungfrú Indíana Johnson, fegurðarinnar. sem kepti um fegurðar- vei-ðlaun í Boston, ásamt mörgum, hlaut þar fyrstu verðlaun og var upp frá því talin fegursta kona í Ameríku, En hún átti ekki sjö dagana sæla. 2547 biðla bar þar að garði, sem hún átti heima, og 47 sinnum lá við sjálft að hún yrði numin burt. Loks hafa 327 lífstykkissalar auglýst, að það sé eingöngu að þakka lífstykkjunum frá sór, hve forkunnar fagran líkama konan hafi, því að húti só í raun og veru herfi- lega vansköpuð frá því að hún fæddist. 76 — Barninu! æpti lögreglustjórafrá in, er nokkurt barn? — f>að er í vændum, Bagði fröken Falbe og lét sér hvergi bregða. Veslings frúin hélt eitt augnablik, að ná ætlaði að líða yfir sig, En reið- in varð méttugri; hán stóð Upp, eld- rauð í framan, og augun voru alt ann- að en guðræknisleg. — f>etta er skammarlega gert af yður, fröken Falbe; en svona eruð þór æfinlega. Ná verð eg að skafa át í prótókoliinum — hann er orðinn ónýt- ur — gersamlega ónýtur — og fráin fór að gráta af sorg og gremju. — En hvernig stendur á þessu? — spurði fröken Falbe. — Ó — þér vitið það vel — sagði fráin snöktandi, fyrst barn er í vænd- um, þá áttuð þér að leita til fólagsins fyrir bágataddar sængurkonur og ekki til okkar; — þér vissuð það vel — já, þér vis8uð það! — það er eg sann- færð um. Fröken Falbe brosti. Hán brosti f raun og veru dálftið meinlega, meðan hán var að komast ofan stigann. Ekki er goct að vita, hvort hún hefir vitað 77 þetta; hán fór að minsta kosti ekki til félagsins fyrir bágstaddar sæugur- konur þar á móti fór hán aftur heim í Orkina og fann madömu Spáckbom. jþær þektust vel og mátu hver aðra mikils. þegar frökenin var f raestum þrengingum með að átvega hjálp handa einhverjum ræflinum, sem hán hafði rekist á, þá vissi hún æfinlega, að madama Spáckbom hafði einhver ráð. Og madaman hafði óendanlega mikl- ar mætur á frökinenni; — ef til vill mest vegna þess, að hán var eina ment- aða manneskjan, sem nokkurn tfma hafði metið lækningar bennar að nokkru. Auk þess var hán vön að fullyrða það, að þó að frökenin hefði ár svo litlu að spila, gerði engin af góðgjörða- konum bæarins jafn-mikið gagn eins og hán, og engin þeirra nyti jafn-mik- illar ástsældar. En þegar madaman heyrði, að það væri Flóin, sem ná ætti að fara að hjálpa, þá hristi hún lokka sfna með óánægjusvip: jþað er ekki til neins — fröken! — eg þekki kynið! Madama Spáckbom hafði saknað 80 Elsa var örugg um það, að slfkt gæti aldtei komið fyrir oftar; hán hafði átt bágara en svo. Og ná leið henni svo yndislega. Um Svein hafði madaman sjátf lof- að því, að ef hann yrði reglumaður og gengi að vinnu stöðugt, þá skyldi hán styðja þau til þess að giftast. Og um þ e 11 a var Elsa ná að hugsa; og jafnframt þvf, sem hán styrkt ist smámsaman við góðan mat og hjákr- un, fór hana að dreyma aftur lfkt og áður. En alt annan veg var þeim samt háttað — draumunum en þegar hán lá f meyjarsæng sinni og vissi ekki vel, hvað það var, sem hana var að dreyma. Ná voru hestarnir og svanadúnninn ár sögunni, og hán óskaði sér að eiga ofurlftið hás rétt við tiglgerðarhásið handa Sveini og henni sjálfri, og stór- an rósarunn fyrir framan með öðrum eins rósum og þeim, sem voru f aldin- garði hringjarans: ó — þegar hán hugs- aði um rósirnar hringjarans! — hán mundi nærri því svo vel eftir ilminum, að hún fann hann. 73 félagið stofnað, var eins og hann hefði komið þvf fram, sem hann hafði ætlað sór, og frekari þrifnað og framfarir fé- lagsins virtist hann ekki bera eins fyr- ir brjósti. Á BÍðasta fundi hafði hann jafnvel lagt það til — og menn verið honum alment samdóma — að ná skyldi mál- inu fyrst um sinn frestað til haustS- ins; því ná kom sumarið: allir hollvin- ir stofnunarinnar fóru ná á einhvern baðstað eða upp í sveit; fyrir þá var ná ekki annars kostur en að starfa í kyrþey — kapeláninn komst svo að orði — og hittast aftur — ef guð lof- aði — með endurnýjuðum kröftum að haustinu. Lögreglustjórafránni var lftið um það að starfa f kyrþey. Hana langaði til að vinna sér eitthvað til frægðar með einhverjum bætti; en til þess var ekk- ert tilefni; og að lokum lét hán próto- kollinn liggja lokaðan á skrifborðinu; en hán lét hann samt vera þar; hvað sem öðru leið, var þetta fallegur hlut- ur, og allir gestir spurðu, hvaða bók þetta væn. Einn góðan veðurdag i maíménuði,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.