Ísafold


Ísafold - 06.11.1909, Qupperneq 1

Ísafold - 06.11.1909, Qupperneq 1
Komui út ýmist einu sinni eöa tvisvar i viku. Yerö úrg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 6 kr. eða l1/* dollar; borgist fyrir mibjan júlí (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrífleg) bundin viö Aramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og aaupandi skuldlaus vib blaöið. Afgreibsla: Austurstrieti 8. XXXVI. árg. Reykjavík laugardaginn 6. nóv. 1909. 73. tðlublað gJllllllllilllllllllllllllllMIIIIII{|!illll|[IHIIIIIIIIIII[llllllllllllllllllllll||||||||[||||||lllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllll|[ill|llilllllllllllillHI!lliilllllllllllli[|||;illlllililllllillii[;illltll|l[[!l||||||||||lilll||tl|||||rilllilll|||||i||lllllllllllllllllllHllllllimil|[|||H||l'j; ♦ Myndir og rammalistar -f fást h v e r g i betri né ódýrari en í Bankastræti 14. Hvergi eru myndir jafn-ódýrt innramtnaðar eins Og bjá Jóni Zoega, Bankastræti 14. t Bankastræti 14 fást áreiðanlega failegustu rammarnir í bænum. — Yfir 150 teg. 14 Munið, að alt þetta fæst bezt í Bankastræti 14 Talsimi 128 Jón Zoega. Talsimi 128 ÍllllllllllHllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllinilllllllllllllHllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIHIHIIiHlllllllllllllllllllllllHIIIHinillHIIIIIIIHIIIIIHIIIIIHllllimilllllllllllllllllllHlllHlllHlWllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHlllllllimiHIIIIIUIrg I. O. O. P. 9111128V* Forngripasafn opið á virkum dögum li—12 íslandsbanki opinn 10—21/* og 5 l/«—*'7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstðfa frá 8 árd. til 10 síðd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* síðdegis Landakotskirkja. Guðsþj. 9*/* og 6 á helgum Landakotsspítali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn við 12—1 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þriðjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opið 14/a—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 8. md. 11—1 Iðnaðarmenn T Munið eftir að ganga i Sjúkrasjóð iðnaðarmanna — Sveinn Jónsson gik. — Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustíg 10. A. C. Larsen. Esbjerg U mboðssa li fyrir: Vörubirgðir: Sláturfél. Suðurl. 25 Yesterbrog. Reykjavík Köbenhavn tekur að sér að selja fyrir hæsta fáan- legtverð: gærur, loðnar og snögg- ar, húðir, tólg o. fl. Fljót reikn- ingsskil, sanngjörn umboðslauti. Símnefni: Ladeýoged Esbjerg. Meira af svo g'óðu! Eg segi ekki nema það, að eg væri í meira lagi upp með mér, ef eg væri í stjórnarinnar sporum, hinnar nýju stjórnar, sem er nú komin þó nokk- uð á annað missiri, og hafa staðið svo vel í sinni stöðu, að henni hefir ekk- ert orðið til foráttu fundið, smátt né stórt, sem lýsir sér í því, að þeir sem hafa það hlutverk, að víta gjörðir henn- ar, sem sé andþófsblöðin, minnihluta- tólin, hafa engin ráð haft önnur en s k á 1 d a ósköpin öll henni til vansa og lýta. Þau hafa neyðst til að spinna upp ýmiss konar ósannindi, hinar og þess- ar skröksögur, sem enginn fótur er fyrir, rangfærslur og utúrsnúninga. Því væru þau ekki að, — svo vit- laus eru þau þó ekki, — ef þau gætu komið með r é 11 a r aðfinslur, borið sannar sakir á stjórnina. Fyr mætti nú vera flónskan, fyr mætti nú vera rataskapurinn, ef þau þegðu um það, sem henni hefði orðið á í raun og sannleika, en tjölduðu í þess stað tómum uppspuna, sem laf- hægt er að reka ofan í þau jafnharð- an, eða allir vita fyrirfram jafnvel að nær engri átt. Embættaveitingar. Embættaveitingar og sýslana er það sem tíðast er hengdur hattur á. Og er það ofureðlilegt, að þar verði nóg um misjafna dóma. Þar geta löng- um verið skiftar skoðanir, þótt miðað sé við einskært réttlæti og ekkert ann- að. Miðað við það, hvað þeim hent- ar bezt, er embættismannsins eiga að njóta — við það og ekkert annað. Ekki vild né vináttu, venzl né flokks- fylgi við veitanda, — við ekkert ann- að en hve vel til fallinn sá er, sem stöðuna girnist eða embættið. Alt af verða þó einhverir út undan. Ekki hægt að gera marga mágana að einni dótturinni, segir málshitturinn. Altaf verður að setja einhverja hjá, ef margir sækja, sem jafnan er, sé staðan girni- leg eða embættið. Og reiðast gera þeir að jafnaði, nema þeir séu því réttsýnni og ósérplægnari. En á því hefir ekkert brytt. Og gegnir það mikilli furðu. Engu líkara en búist hafi verið við fyrir fram að minsta kosti nokkurri flokksfylgis-hlutdrægni, þótt ekki væri annað, svo sem hún þótti ganga fjöllunum hærra hjá hinni fyrri stjórn, og fólki því brugðið í brún, er sú varð ekki raunin á, er um skifti. — Raunar má segja, að ekki sé löng orðin raunin enn, 7—8 mán- uðir. En hún er þó töluverð. Banka- stjóraembættin t. d. eru með tekju- mestu embættum landsins. Þau voru svo veitt, að enginn hefir treyst sér að því að finna, að mér heyrist. Sama er um samábyrgðarstjórastöðuna (á- byrgð á íslenzkum fiskiskipum). Eða fiskimatsmennina og síldarmats, þótt minni háttar sé. Það er að visu gerð tilraun til að finna að ráðstöfun á kennaraembætt- inu við prestaskólann, en steingefist upp við það óðara, er það vitnaðist. að hún var alveg óhjákvæmileg til þess að bæta úr vandræðum, sem hlut- ust af einni hinni siðustu hrópiega ranglátri og hlutdrægri embættisskip- un hinnar fyrri stjórnar, er einmitt hinir næstu réttir hlutaðeigendur höfðu verið mjög svo mótfallnir, með því að þ e i r báru fremur fyrir fyrir brjósti hag stofnunar þeirrar, er þeim hafði verið trúað fyrir sérstaklega, heldur en upphefð og gróða einstaks stór- efnaðs manns undir. Um viðskiftaráðunautinn er líku máli að gegna. Það sáu allir heilvita menn von bráðara, að sá, sem þá stöðu hlaut, var e i n i umsækjandinn, sem nokkurt vit var að skipa i hana. Hinir voru henni ails óvaxnir. Þeir voru alls engir menn til að leysa af hendi hið miklu vandamesta og mikilverðasta hlutverk ráðunautsins: að kynna landið og allan þess hag öðrum þjóðum í ræðu og riti, og að halda uppi svör- um fyrir það erlendis, er á það væri ráðist eða á þjóðina og leiðtoga henn- ar, sem sízt hefir verið sparað hin siðustu missiri, jafnvel einmitt af vorr- ar þjóðar mönnum dularbúnum, í út- lendum leynihjúp; sú fáránleg óár- an er komin í mannfólkið hér á landi, einkum höfðingja þess og mentamenn. Það lítið, sem komið hefir fram af öðrum aðfinslum, lýtur helzt eða sama sem eingöngu að tvennu: 1, rannsókninni á hag Landsbankans,og 2, gufuskipsferðasamningnum, eða aðal- lega þeim við Thorefélagið. Bankarannsókuin. Um bankarannsóknina er það að segja, að bæði eru aðfinslur að henni áþreifanlegum rangsnúningsvitleysum blandnar og margvislegum uppspuna, enda eru þær furðu-bíræfnislegar, meðan enginn veit neitt um árang- ur af þeim aðrir en nefndin og ráð- gjafinn einn. Og hugsanlegt er þó, að kveðið yrði við annan tón, er árangur af starfi nefndarinnar verður ger heyrinkunnur. Gufuskipasamningarnir. En ekki kastar þó tólfunum, fyr en kemur til gufuskipamálsins. Þar hafa aðfinslutilraunirnar hepnast svo nauða- vandræðalega, að þyki hinninýju stjórn lofið gott — og því mundi henni ekki þykja það sem öðrum ? — óskar hún sjálfsagt engis framar en að aldrei verði á þeim þagnað, með því að á þá lund vitnast æ greinilegar, hve stórkostlega yfirburði Thoresamning- urinn hefir fram yfir alla eldri íslenzka gufuskipssamninga, og alveg ótrúlegt, hve góðum kjörum ráðgjafinn hefir komist að með ekki meira tilkostn- aði. Hann hefir í þeim samningum stórskákað á félagið landinu til hags- muna. Það er eins og Guðm. Hannes- son sagði á síðasta Landvarnarfundi: ráðgjafi hefir fengið alt, sem fjárlög- in til skildu, og drjúgum betur. Lántakan. Lántakan, milj. til að kaupa fyrir Landsbankavaxtabréf, er eitt, sem tilraun var gerð í sumar til að finna að við hina nýju stjórn, en svo vit- laus, að þagna varð á því máli mjög bráðlega. Landið vai i svo herfilegum peninga- kröggum, er stjórnarskiftin urðu, að aldrei hefir verr litið út. Bankarnir alveg hættir að geta hjálpað og horf- ur hinar verstu um vöruútveganir til sumarsins, bæði fyrir kaupmönnum og kaupfélögum, sem lifa aðallega á bönkunum. Fyrir þvi lét hinn nýi ráðgjafi það vera sitt fyrsta verk, í utan- för sinni, sem hann tók við embætt- um, að útvega þar tilboð um lán, alt að 1Y2 milj. kr., og lét síðan bera upp á þingi lagafrumvarp um heimild til slíkrar lántöku, alt að 2 milj. Þetta tilboð var svo ágætt, miklu betra en allar líkur voru til, að peninganefndin á þinginu og meiri hlutinn gekk óðara að því, og var lánssamningurinn fast- mælum bundinu (í ritsíma) nokkuru fyrir þinglok; lengur höfðu frambjóð- endur áskilið sér að þurfa ekki að bíða. Kjörin voru svo góð, að um 27 sinn- um stærra Ián, er Kaupmannahafnar- bær tók nokkrum mánuðum áður, 40 miljónir, varð að sæta töluvert lakari kjörum. Vextir að visu ekki nema 4 af hdr., en gangverðið heldur ekki nema 91 (á 100 kr.). Tilboðið, semráðgjafinnfekkshjá 3 dönskumbönk- um var þetta. Kostirnir voru tveir: 4% með 92 kr. gangvirði, eða 4^/2% með 98 kr. gangverði, og skjfldu lánveit- endur mega kjósa um. Munurinn var lítill, þegar lagður var saman all- ur lánsiíminn, 30 ár: gangverðið því hærra sem vextirnir (peningaleigan) eru hærri. Nú leið og beið fram i júlimánuð; þá hlutu lánsheimildarlög- in konungsstaðfesting, og þá var lánið tekið skömmu síðar; fyr var það ekki hægt. Og þá fekk ráðgjafi því fram- gengt við bankana, að þeir gengu að vildari kjörunum til handa lánþega, landssjóði, sem sé 98 kr. gangverði °g 41/2°/0' Um sama leyti tóku Danir, þ. e. danski rikissjóðurinn, 40 milj. franka lán á Frakklandi með nokkuru vildari kjörum. Þá var hreyft þeirri gáfulegu(I) að- finslu, að stjórnin íslenzka hefði farið að eins og asni, að ná sér ekki í jafngóð kjör. Það er sama sem að kalla það asna- skap, að kaupa korntunnuna fyrir 12 kr. þetta árið, úr því að hún hefði fengist fyrir 11 kr. árið eftir, — auk þess sem vant er að vera lægra verð á vöru i stórkaupum en smásölu, og eftir þeirri reglu engin furða, þótt betri lánskjör fengjust á nál. 30 milj. kr. láni en i1/^ miljónar. En hefði ekki um lánið verið samið svona snemma, i aprílmánuði, mundi ekki hafa létt yfir peningamarkaðinum hér svo fljótt sem gerði, snemma sumars. Það var því að þakka, jafnhliða hinni ágætu sölu á Landsbankavaxtabréfunum, sem Emil Schou bankastjóri (útlend- ingurinnl) kom áleiðis í utanför sinni í vor, 2 milj. kr. eða hvað það nú var. — Það hefði verið laglegt ástand hér í snmar og haust, hefði alt stað- ið við sama' eins og hjá fyrri stjórn- inni, eins og hún skildi við. Því segi eg það: Meira af svo g ó ð u! Svona löguðum, svona vitmiklum aðfinslum má hin nýja stjórn óska sér að seint linm eða aldrei! Meira hrós kann hún naumast að kjósa sér. Og eins að góðgirnin,(l) sem þær eru fluttar af, samhliða vit- inu(I), hún fari livergi þverrandi. Agricola. Uin kynbætur hroindýra ritar hr. Helgi Valtýsson hugvekju í Fjallkonunni. Hann stingur upp á því, að friðun- artími sá (10 ár), er alþingi samþykti fyrir nokkrum árum, verði lengdur um 5 ár og notaður til þess að auka hreindýrastofninn og bæta kynið, með því að kaupa hraust hreindýr frá Noregi, og sleppa þeim inn á öræfi, þar sem hreindýra væri von. Rúm 100 hreindýr hyggur hann nú munu vera hér á landi; en væru 200 hrein- dýr keypt frá Noregi og öll hjörðin síðan friðuð um 10 ár, telst honum svo til, að hreindýr að þeim tíma liðnum ættu að vera orðin um 10,000. Aðfengnu hreindýrin 200 telur hann munu kosta hingað komin 50 kr. hvert, 10,000 kr. alls. — Ef síðan yrði leyft að skjóta á ári hverju 1—2000 dýr (en það myndi eigi minka stofninn, svo mikil er viðkom- an) gegn hálfvirðis afgjaldi (25 kr. af hverju dýri) — ætti upp úr því að fást 25—50,000 kr. tekjur fyrir landssjóð, en ef landsjóður sjálfur léti veiða dýrin og seldi þau fullu verði, — helmingi meira 0: 100,000 kr. á ári. Annað hagræði að hreindýrum, er hr. Helgi Valtýsson gerir mikið úr, er, að þau muni miklu heppilegri til póstýerða á vetrum en hestarnir. — »Þau eru eldsnör og þolin mjög, segir höf., og hlaupa með léttan sleða á harða spretti frá morgni til kvölds. Þau eru létt á fóðrum og leita þess sjálf þvi nær hvar sem er, krafsa gaddinn á báða hóga til að ná í mos- ann og geitskófina, og kulda og hríð- ar þola þau öllum skepnum betur hér á landi«. Nyrzt í Noregi, í Finnmörk, segir hann hreindýrasleða aðalsamgöngu- færin að vetrarlagi, og þau, er bezt eigi við — og er H. V. á þeirri skoð- un, að líku máli muni vera að gegna hér á landi. Grein Helga ber, eins og alt ann- að, sem frá þeim manni kemur, vott um brennandi áhuga á framförum þessa lands og frábæra staifslöngun i þá átt. Ritstj. er eigi fær að dæma um tillögur Helga í máli þessu, en tel- ur sjálfsagt, að þær verði ræddar og athugaðar af þeim, er vel eru viti bornir í þessum efnum. Þess ber þó að geta, að ísaf. heíir átt tal við íslending, er dvalist heíir langvistum i Þrándheimi og haft marg. ar sögur af Löppum og hreindýrum þeirra. Sagði hann, að mjög léki orð á því, að hreindýr tækju illa tamn- ingu — og réðu oft á ökumennina á sleðunum. Lappar hafa því sleðana með bátalagi og kasta þeim yíir sig þegar æði hleypur í dýrin og láta þau traðka og ilskast við bátana, unz æð- ið er af þeim runnið. — Maður þessi hafði ekki heldur mikla trú á dugnaði þeirra, nema á góðu hjarni. Annar maður, einhver mesti skyn- semdarmaður hér um slóðir, mintist á grein Helga og taldi hana »stofu- vísdóm«, er lítið væri byggjandi á. Sóknargjöldin nýju. Svar til síra Kristins Danfelssonar. I. Höfuðinntak greinar minnar hér í blaðinu var í fám orðum þetta: Þó lögin séu réttlát og kristileg frá sjónarmiði kristinnar kirkju og efna- mannanna, þá eru þau frá sjónarmiði barnamanna, fátæklinga og heiðingja bæði ranglát og miskunnarlaus. Lög- in eru til hagnaðar prestum og eína- mönnum, en byrðinni hrundið yíir á efnaleysingjana, en kúgun beitt við söfnuði utan þjóðkirkju, svo ekkert skjól sé til að flýja í undan ánauð hennar. Hér er rétt sagt frá þessum lögum og því er ekki að búast við, að það verði rekið. Síra Kristinn telur upp nokkrar málsbætur á víð og dreif í ritgerð sinni og svo tvent, sem hann nefnir kosti, og er annar sá, að lögin sé hægari í vöfum. Þennan kost þóttist eg ekki fela í grein minni. Fjárheimtu- þrautinni er nú einmitt létt af prest- unum, og tekjurnar verða tryggari, svo nú má vona, að víðast heimtist sama sem hver peningur. Þetta var einmitt hlutur kirkjunnar manna úr félagsgróðanum, og þó ekki stærri en svo, að manni hnykkir við, að þeir vinna til, að hrinda á fátækustu al- þýðuna slikum harðýðgislögum fyrir þann bita. Hinn kostinn telur hann þann, að lögin létti á fátæklingum með óskifta tíund, sem heytollur og dagsverk lá á. Þetta er eini kosturinn, sem höf- undurinn finnur gjaldenda megin og í heild sinni er hann svo lítilþægur fyrir hönd félítilla gjaldenda, að varla tók því, að láta það sjást á prenti. Hann segir um gömlu gjöldin: Þau »standa flest ekki lengur í neinu réttu hlutfalli, hvorki við gjaldþol né ann- að, sem sanngjarnt er að miða gjöld ; við«, og um nýju gjöldin segir hann ekki meira en það, að þau séu »öllu samrýmanlegri við gjaldþol en hin i eldri.c Minna gat það varla verið en að þau væri öllu skárri en algert

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.