Ísafold - 06.11.1909, Side 2

Ísafold - 06.11.1909, Side 2
290 ISAFOLD ranglæti og þó er það ekki vanda- laust fyrir höfundinn að sýna rök til, að þessi litli kostur hans sé ekki í marga staði ósannur. Fáir munu að vísu mæla bót gömlu sóknargjöldunum. Hitt má miklu frem- ur kalla aðdáanlegt, hver brjóstheilindi kirkjunnar mönnum hafa verið lánuð, að geta tekið svo þolinmóðlega hverja öldina af annarri við heytollunum og dagsverkunum og slíkum gjöldum öðr- um af þessum bláfátæku bændagörm um, og vera þar ofan á að pína sig til að taka það, sem þeir vissu ekki hvort þeir áttu með réttu, eins og höfundurinn skýrir frá. Réttinn fá þeir nú nógu vafalausan, en um bæturnar fyrir efnaleysingjana talar höfundurinn því miður út í sama bláinn, sem lögin'stefna sjálf í. Senni- lega léttir lítillega á einhverjum þeirra, en ekki þarf meira til, að í stað standi eða jafnvel þyngi á fátæklingunum, en að þeir eigi að sjá fyrir einu eða tveimur staðfestum börnum eða ali önn fyrir einhverju af gömlum foreldr- um sínum. Svo samvizkulítil handa- hófslöggjöf er þetta, að sá getur orðið hér blóðugast úti sem mest berst fyrir sér og öðrum með veikustum kröft- um, og það hélt eg engum manni gæti dulist, að þessi lög leggjast sér- staklega á þá menn, ríka og fátæka, sem ala upp börn, sín eða annarra, og annast gamalmennin. Það er hugs- unarlaust, að höfundurinn kallar þetta að leggja á starfsþol, á vinnukraft. Það getur verið svo, en jafnvíst að það sé ekki. Hinir, sem efni hafa á að halda vinnufólk, þurfa ekki að gjalda af vinnukrafti. Mér hefir verið bent á það bæði munnlega og bréf- lega, að mesti fjöldi fátæklinga, bæði hér og víðs vegar um land, verði öld- ungis hörmulega úti. Eg gerði ekkert meira úr offrinu en vert var, en mér telst svo til, að jafnmikið muni létta á efnamönnun- um sem svarar öllu því fé, sem meira er kúgað en áður út úr efnaleysingj- unum, og um kirkjugjöldin skal eg benda höfundi á það sem lítið sýnis- horn, að Guðjón úrsmíðameistari Sig- urðsson galt hér 40 kr. eftir eldri lögunum en nú geldur hann 2 kr. 25 aura, Thomsen galt 80 kr. en geldur nú ekki einn eyri. Á ein- hverjum skilst mér sem þetta verði nú að lenda. Eg veit vel, að þessi gjöld á þeim voru ranglát, en þó síður ránsmannleg að því leyti, að þessir menn voru þó ekki píndir til að draga af sér eða sínum flík eða matarbita til þess að reita í sóknar- gjöldin. Það eitt var áreiðanlegt fyrirfram um þessi harðneskjulegu handahófslög, að þeim mun meira verður létt á mönnum, sem þeir eru efnaðri og að »frá þeim, sem ekkert hefir, mun tekið verða«. Og þessari grundvallar- reglu fyrir skattalöggjöf hefir einmitt Jens prófastur mótmælt. Eg skal ekkert véfengja það, að einhverir af prestum láti ekki krefja fátæklinga, sem þeim finnast »verð- ugir«. Það kemur nú brátt í ljós um sveitirnar. En hafi þingið látið þá von hafa áhrif á lögin, þá hefir það framið hér tvær höfuðsyndir, sem aldrei má fyrirgefa löggjafa, fyrst þá, að láta geðþótta einstaklinga meta rétt manna eða verðungu, og svo hins vegar það, að láta laun presta verða að eins að nafninu, þó þeir séu ýms- ir, og hljóti að vera, litlu rikari en fátæklingarnir. Eg skil þetta reyndar fremur sem gamansemi höfundarinns en sem al- vöru, og þó ekki síður hitt, að hanti vonar, að niðurjöfnunarnefndir bæti hér úr ójöfnuðinum. Fyrir löggjafa er það vist varhugavert, að telja sér heimilt og háskalaust, að leggja á menn ójafnaðarskatt í því trausti, að það verði jafnað með sveitargjöldum. Það held eg hljóti að vera glæný grundvallarregla i löggjöf. Höfundurinn segir, að vit sé í, að »þeir sem hafi jafnan rétt til einhvers gjaldi og jafnt fyrir«. Þetta er ein málsbótin. Jæja. Sé þetta vit, þá verður vist fremur lítið vit i þvi, að »hver beri annars byrði«. Nei, óvit er það, herra alþingismaður, ef kirkj- an er talin þjóðnauðsyn. Menningar- stofnanir sinar getur ekkert riki reist á nefskatti af þeirri auðsæju röksemd, að þá yrði ríkið að miða þroska sinn og velferð við mátt þeirra borgara, sem minst eiga til. Reyni höfundur- inn við læknaskipun og löggæzlu eða samgöngur, þar stendur öldungis eins á. Og óðs manns athöfn var þetta, ef höfundinum er alvara með það, að það sé »eina rétta lagið«, að lands- sjóður launi presta, því þá hefir hann farið hér í þveröfuga átt, eins og hann ætlaði héðan suður að Utskál- um en héldi upp á Esju. Þetta voru kostir og málsbætur lag anna, og það er áreiðanlegt, að mér væri jafn-óskiljanlegt eftir ritgerð höf- undarins eins og mér var áður, að oss eru boðin slik lög, ef hann gæfi ekki þá mikilsverðu skýringu, að stuðningsmenn laganna hafi »stigið með þeim millibilsspor til reynslu, til þess að reyna um hríð, hversu þetta gefst, og hvernig þjóðin unir við«. Það er rétt, þarna yfirsást mér, og þó höfundurinn vægi mér og ásaki mig með hógværð, þá getur þetta verið bending til mín um það, að alt hefði farið vel hjá þeim, ef eg hefði kunnað að þegja, því enginn kristinn maður hefir enn þá átalið lögin. En hafi eg orðið til að vekja hér möglun x söfnuðinum og óánægju hans við löggjafana, þá er það að minsta kosfi afsakanlegt, þó mér hugsaðist ekki, að nokkur maður ætlaði okkur svo blinda, að við sæjum ekki rangindi og kúgun þessara laga, sem höfund- urinn sjálfur lýsir ekki glæsilegra og send eru út eins og tilraun eða fluga. En kúgunarákvæðið um fríkirkju- söfnuðina bendir þó til, að stuðnings- mennirnir hafi búist við, að einhverir myndu finna til og þó margir beygðu sig í auðmýkt eða heyktust, þá yrðu þó einhverir til að reyna að forða sér, og á þá er sett þessi hengingarói, sem nærri liggur stjórnarskrárbroti og takmarkar að minsta kosti stórum trú- frelsi stjórnarskrárinnar. Og hana fengu þeir ekki frá skattanefndinni; hana sniðu þeir sjálfir. Svo bráðnauð- synleg var ólin. En þó óhætt hefði verið að treysta auðmýkt kristins safnaðar, þá var gá- laust að. vera að pína inn í hann menn, sem svo eru illa kristnir, að þeirhafa óbeit á þessuogöllu kirkjunnar athæfi, eins og eg og mínir líkar, því jafnvel þó þetta sé alt réttlátt og kristilegt, þá finst mér það eins fyrir því ljótt og ranglátt og svört sletta á alt, sem fegurst er og djarfmannleg- ast í lærdómum Krists og allra góðra manna. Þorsteinn Erlingsson. Gullbrúðkaup. Fimtíu ára hjúskaparafmæli þeirra Páls Melsteds sagnfræðings og frú Thoru Melsted er næstkomandi laug ardag þ. 13. þ. m. — Sama dagverð- ur gullbrúðguminn 97 ára. Hús brann nýlega á Siglufirði, eign Matthíasar kaupmanns Hallgrímssonar, virt á rúm 2000 kr. Sextugur varð Björn Guðmundsson kaupmaður í gær. Fánar voru dregnir á stöng í bænum, í virðingar- og sam- fagnaðarskyni. Nemendafjðldi í skólunum hér í bæ, hinum óæðri, sem kallaðir eru, er hér um bil eins og nú segir: í alm. mentaskólanum rúmt 100 í barnaskólanuw : ca. 800 í iðnskólanum :, 60 í kennáraskólanum : 60—70 í kvennaskólanum: 97 í stýrimannaskólanum : 15 í verzlunarskólanum: 53 í skóla Ásgríms Magnússonar : 46 ísafold tekur feginshendi upplýsing- um um aðra skóla en hér greinir. Það væri ekki ófróðlegt að fá vit- neskju um, hversu margt fólk geng- ur í skóla, einstakra manna og opin- bera, hér -i bænum og hægt að komast á snoðir um það, ef formenn skólanna láta frá sér heyra. V i 0 skiftar áð unauturinn Og hrossatollurinn norski. Norðrnenn leggja 50 kr. toll á að- flutta hesta. Tilrætt hefir orðið um það til muna í haust í norskum blöð- um, að nauðsyn bæri til að afnema toll á íslenzkum hestum eða lækka hann til muna. Þeir séu smábænd- um mesta þing; sterkir, nægjusamir, harðfengir og ódýrir. Má vel not- ast við þá og fram yfir það á smá- býlum, bæði til plæginga og aksturs. Kosti ekki nema 80—100 kr. En vanalegir norskir hestar, sem eru miklu, miklu stærri, kosti mörg hundruð krónur og smábændum (kotbændum) því um megn að eignast þá eða ala. Eldið, sem norsku hestarnir þurfa, margfalt á við það sem dugir íslenzkum hestum, bæði að vöxtum og gæðum. Nú segir í norskum blöðum 1. f. mán., að landbúnaðarráðuneytið hafi stungið upp á að lækka tollinn á ísl. hestum um helming. Landbúnaðar- forstjórinn hafði viljað láta afnema hann með öllu. Hafist þetta fram, og sé það við- skiftaráðunautnum að þakka, sem allar iíkur eru til, þarf ekki nema að 500 hestar íslenzkir flytjist til Noregs á ári og toliurinn sé færður niður um helming til þess að landinu g r æ ð i s t meira á því en nemur ö 11 u því, sem viðskiftaráðunaut- urinn f æ r. Gróðinn er 12,500 kr., en hann kostar 12,000 í mesta lagi. Og þó ætlaði minnihlutinn á þingi í vetur, sem vill ausa út hálaunum, bitlingum og gengdarlausum eftirlaun- um í sína vini og vandamenn, alveg að rifna út af því, er stungið var upp á ráðunautnum og vildi fyrir hvern mun koma þeirri fjárveiting fyrir kattarnef. En máltólin þess þingflokks gengu beint af göflunum, er sú fjárveiting lenti ekki hjá manni úr peirra liði, eins og siður var til áður um nýjar fjárveitingar aukalegar. Hversu óhæfur sem maðurinn var þurfti ekki annað en hann væri þurf- andi og dyggur flokksfylgifiskur eða atkvæðastórgripur stjórnarinnar megin. Læknaskólinn. Nemendur þar eru óvenjumargir þetta árið, — 18 alls, og skiftast i 4 deildir: Fyrsta deild: Henrik Erlendsson, Magnús Júlinsson og Ólafur Lárusson. Onnur deild: Árni Árnason, Björn Jós- efsson, Jakob Möller, Conráð Konráðsson, Olafur Gunnarssou og Pétur Thoroddsen. Þriðja deild: Árni Gíslason, Árni Helgason, Jón Kristjánsson, Sveinn Sveins- son. Fjórða deild: Bjarni Snæbjörnsson, Guðm. Ásmundsson, Halldór Kristinsson, Ingvar Sigurðsson og Jónas Jónasson. Prestaskólinn. Sjö nemendur eru í honum, í 3 deildum: Efsta deild: Haraldur Jónasson. Miðdeild: Jakob Ó. Lárusson, Magnús Jónsson, Sig. Jóhannesson. Yngsta deild: Ásmundur Guðmundsson, Vigfús Ingvar Sigurðssen og Tryggvi í>ór- hallsson. Skipstrand. Reyðar, síldveið-skip Þórarins Túli- niusar og Chr. Havsteens kaupstjóra strandaði snemma i október á Borg- arfirði eystra. — Menn komust af. Mannalát nyrðra. Elísabet Ólafsdóttir ekkja Ja- kobs kaupmanns Helgasonar, móðir frú Kristinar konu Stefáns Guðjohnsen faktors á .Húsavik andaðist þ. 7. októ- ber, hjá dóttur sinni, 73 ára gömul. Hún var dóttir Ólafs dbrm, á Sveinsstöðum i Húnavatnssýslu, sonar Jóns prests i Steinnesi Péturssonar, er átti dóttur Björns i Bólstaðarhlíð, sem mikill ættbálkur er kominn af á landi hér. Mesta ágætiskona. Þá er og nýdáinn bændaöldungur- inn Einar Erlendsson á Drafla- stöðum í Fnjóskadal, 86 ára gamall. Svar til borgarstjóra. Hr. ritstjóri! Borgarstjórinn í Reykjavík hefir i »Reykjavik« laugardaginn 16. okt. 1909 ritað langa grein, og er þar skýrt frá atriðum, sem öll eru óná- kvæm. I enda greinarinnar klykkir hann út með hótunum, sem alls ekki eiga við. Eftir að greinin kom út, bað eg borgarstjórann að koma og sjá með sinum eigin augum hér í konsúlshús- inu, að upplýsingar hans væru rang- ar. Hann kom ekki og hafði þó lof- að að koma. Síðan bað eg hann um að leiðrétta þessa grein sína og sendi honum uppskrifaðar leiðréttingar og sannanir á ónákvæmni hans; en þess- ar leiðréttingar hefir hann ekki gert og hefi eg þó beðið í marga daga. Þessvegna er eg neyddur til að leið- rétta þetta sjálfur eins og eg sagði honum um leið og eg aðvaraði hann. Eg bið yður þvi, herra ritstjóri, að ljá eftirfylgjandi leiðréttingum rúm i heiðruðu blaði yðar. Eftir að búið er að birta þær, er óþarfi að deila um atriði, sem sönnuð eru. 1. Borgarstjórinn segir, að eghafi ekki beðið um leyfi til að byggja með sérstökum skilyrðum. Þetta er ekki rétt. Eg bað um leyfið, sem borgarstjórinn sagði væri »pro forma« hinn 20. júni eins og.þessi kafli úr bréfi mínu 29. júni sannar: »Eg bið yður svo vel gera að gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess, að eg Jái leyfi til að byggja með skilyrðum þeim, sem sett eru í samn- ingi þeim, sem hér með fylgir á norsku«. Þetta bréf er til i mörgum ein- tökum bæði í skjölum borgarstjóra og i skjalasafni Stjórnarráðsins og hefi eg kvartað yfir því, að eg hefi aldrei Jengið svar upp á pað. Af þessu geta menn dæmt um það hvernig farið hefir að, er eg átti hlut að máli. 2. Eg endurtek það, að eg hefi ekki neitt »hesthús« á konsúlshúsa- lóðinni, heldur að eins vagnaskúr. Sú ákæra er barnaleg. Það er ekki mér að kenna, þó að virðingarmenn- irnir hafi kallað það hesthús, sem er vagnaskúr. Eg skal bæta því við, að eg hefi látið gera teikningu af hesthúsi, sem eg ætla að láta byggja og að eg bað í dag byggingarnefndina um leyfi til að fá að byggja þvílíkt hús aj pví eg heji pað ekki Jyrir. Nú hygg eg, að þetta atriði sé fylli- lega ljóst, þeim sem skilja vilja. 3. Hvað bitunum viðvikur, sem átti að breyta frá því að vera 3X9 þml. í bita 3X6 þml., skal eg vitna í bréf byggingarfulltrúans frá 26. júni 1909: »Byggingarnefnd Reykjavíkur hefir falið mér að tilkynna yður herra kon- súll, að. — — — — I. bitar eru nokknr í húsinu 3X9 °g kemur það í bága við 21. gr. byggingarsamþyktarinnar*. (21. gr. segir: bitarnir skulu vera 2 sinn- um hærri en þeir eru þykkir: 3 X6). Þetta atriði er einnig Ijóst. 4. Með leyfi spítalaráðsins og for- seta franska spítalafélagsius (utanríkis- málaráðherra og flotamálaráðherra franska lýðveldisins) hefi eg gefið bænum af konsúlshúsalóðinni svo mikið land, sem nauðsynlegt er til þess að bærinn geti lagt veg eða bygt bryggju (quai). Útdráttur úr samningi hr. Jóns Jens- sonar og hr. Brillouin: . .. »hafakom- ið sér saman um að bjóða banutn ókeypis það svæði, sem nauðsynlegt er til þess að leggja veg eða byggja bryggju á«. Þessi gjöf er ómótmælanleg hversu mikið sem vanþakklæti þiggjandans er. 5. Herra Páll Einarsson hótar mér með íslenzkum dómstólum og yfir- boðurum mínum. Er það hann, sem hefir rétt til að ákæra í þessu máli? Loks skal eg geta þess, að það er eg, sem hefi sent ákærur til hinna ís- lenzku dómstóla og tii yfirboðara minna og ráðherra íslands og dönsku stjórnarinnar viðvíkjandi eignarrétti á vátryggingu og bygging á frönsku konsúlshúsunum. Mér virðist nauð- synlegt að fá dálítið ljós í þessu máli. — »Sufficit«. Reykjavík 5. nóvember 1909. Brillouin. Veðpátta vikuna frá 81. okt. til 6. nóv. 1909. Rv. 1 íf. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. Sunnd. 2,5 -0.6 -2,2 -2.0 -4.0 —0,2 8,8 Mánnd. —2.8 -2.0 —4.5 —8,0 —7.0 -3,0 7,8 Þriðjd. 2.5 -0,1 2,9 1,7 —8,5 -0,8 0,4 Miðvd. 6,8 5,5 7.6 7.0 2,8 4.4 6.8 Kimtd. 2,4 —1.5 -1,8 —0,5 -6,5 6,0 8,2 Föstd. -0.9 —0,H -1.6 -2,6 -4.5 —1.5 8,7 Laupjd. -1,0 -1.0 —2.5 -6,6 -6,8 0,0 «2 Rv. = Roykjavík ; íf. = Isafjörður; Bl. = Blönduós; Ak. = Akureyri; Gr. = Grimsstaðir; Sf. = Soyðiaíjörður ; Þh. = Þórshöfn i Færoyjum. í Lagaskólanum eru í vetur 11 nemendur, í tveim deildum. Verði viðkoman lík þessu næstu árin, mun lagaskólinn bera skjöldinn meðal æðri mentastofnana vorra í nemendaíjölda. í fyrstu deild lagaskólans eru: Böðvar Jónsson, Björn Pálsson, Jón B. Jónsson, Jón Sigtryggsson, Ólafur Jóhannesson, Ólaf- nr Lirusson, Sig. Sigurðsson (frá Vigur). I annari deild: Eiríkur Einarsson, Jónas Stephensen og Hjörtur Hjartarson. Slys nyrðra. Maður druknaði á Akureyri við ytri bæjarbryggjuna snetnma í október. Hann hét J ó n J ó n s s o n frá Upp- sölum í Svarfaðardal; hafði verið mjög drukkinn og er haldið, að hann hafi ætlað að renna sér ofan úr fiskiskipi, er hann var á, niður í bát við skips- hliðina, en steypzt út úr bátnum vegna óstyrksins, sem í honum var. Á Siglujirði druknaði um síðustu helgi Norðmaður — líka í ölæði. (Eftir Norðurlandi). Smjörsalan. Smjör' það, er sent var í Láru um daginn, hefir selst vel, samkvæmt símskeyti frá hr. L. Zöller í New- castle. Torfustaða-rjómabúið hefir fengið 108 shillings (kr. 97,20) fyrir 100 pundin, en Þykkvabæjar-rjómabúið 115 shillings (kr. 103,50). Hvorttveggja brúttó 0: selt þar á staðnum. Barnafræðslustyrkur. Úthlutun á landsjóðsstyrk til barna- fræðslu fyrir 1908—1909, hefir verið gerð þann veg, að skólar i kaupstöð- um hafa fengið 6000 kr. alls (Reykja- vík ca. 3200), en skólar utan kaup- staða 15000 alls, (hæsta tillagið 600 kr., en lægsta 200). Geykjavikur annáll. Fasteignasala. Þinglýsingar 4. nóvbr. Bjarni Jónsson trésmiðnr selnr Bjarna bónda MagnÚ8syni i Engey húseign nr 18 við Langaveg með lóð, smíðahúsi og geymslu- skúr fyrir 36,000 kr. Dags. 27. nóvbr. 1906. Gnðmnndur Guðmundsson Vesturgötu 37 selur Einari Bjarnasyni í Ási við Reykja- vík bæinn Akurgerði með lóð fyrir 300 kr. Dags. 1. nóv. 1909. Magnús Guðmundsson kaupmaður selnr Jóhannesi trésmið Lárussyni húsið nr. 18 C við Hverfisgötu með 486 ferálna lóð fyrir 5,700 kr. Dags. 2. nóv. 1909. Dánir. Guðlaug Jóna Sigurðardóttir, gift kona, 23 ára, Vatnsstlg 6. Dó 26. okt. Oddur Jónsson, ókvæntur maður um fim- tugt, frá Ásum i Árnessýslu. Dó 29. okt. Sæunn Guðmundsdóttir, gift kona, 61 árs, Laufásveg 3. Dó 2. nóvbr. Þuríður Oddsdóttir ekkja, 80 ára, Unnar- stig 1- Dó 31. okt. Hjúskapur. Friðrik Jódsson frá Látrum i Vestmanneyjum og ym. Sigurriua Katrin Brynjólfsdóttir 1. nóvhr. Ilannes Gisiason Brekkustíg 10 og ym. Margrét Jóhannsdóttir 5. nóvbr Jón Hróbjartsson Framnesveg 3 og ym. Elin Eiríksdóttir Bræðraborgarstig 11, 23. okt. Jónas Sveinsson bókbindari Kárastig 3 og ym. Guðrún Vigfúsdóttir 23. okt, Sigurður Þórðarson Skólavörðustíg 17 og ym. Elin Jónsdóttir 23. okt. Sigurður Þórðarson bóndi í Sumarliðahæ í Holtum og ym. Guðrún Þórðardóttir 30. okt. Þorsteinn Finnbogason kennari Bergstaða- stræti 45 og ym. Jóhanna Greipsdóttir 30. okt.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.