Ísafold - 13.11.1909, Síða 1

Ísafold - 13.11.1909, Síða 1
Kemui út ýmist einu sinni eí>a tvisvar i vikn. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. e&a l1/* dollar; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppnðgn (skrifleg) bundin við Aramót, er ógild nema komln si tU útgefanda fyrir 1. okt. og aaupandi skuldlaus viö blabið. Afgreibsla: Ansturstrseti 8. XXXVI. árg. Reykjavík laugardaginn 13. nóv. 1909. 74. tðlublað Stjórnarhrapið í Danmörku. Hægrimenn fara flatt. Gjörbótamenn taka við völdum. ----— Khöfti 3. nóv. í Danmörku gerist alt það, sem ótrúlegast er. Holsteinsráðuneytið faliið, eftir sambræðslusigurinn í hervirkjamálinu, og andstæðingarnir komnir til valda! Þetta mundu menn hafa svarið fyrir. En nú skal sagt nokkuð ger frá málavöxtum. Þegar Holstein greifi var nýtekinn við varnarráðgjafaembættinu af Christen- sen og farið var að fjalla um fjárlagafrumvarpið á þinginu, spunnust umræður um það á þingfundi, hvort Holstein hafi spurst fyrir hjá hægrimönnum, áður en hann hét konungi að mynda ráðuneytið, hvort þeir vildu styrkja sig til valda. Hægrimenn báru þetta upp á greifann, en hann þverneitaði, fór mörg- um hörðum orðum utn hægrimenn og framkomu þeirra og kvaðst yfirleitt ekki vera upp á þá kominn. Þessu reiddust hægrimenn svo afskaplega, að þeir fluttu vantrausts-yfirlýsingu í þinginu, til Holsteins eins, en ekki ráðu- neytisins í heild sinni. A þetta gátu aðrir andstæðingar stjórnarinnar í fólks- þinginu ekki fallist. Þeir vildu lýsa vantrausti sínu á öllu ráðuneytinu í heild sinni. Gjörbótamenn báru fram tillögu sína um það. Holstein hafði lýst yfir því, að alt ráðuneytið stæði og félli sem einn maður. Því urðu hægrimenn með tillögu gjörbótamanna, þ. e. a. s. 8 af þeim greiddu atkvæði með henni, en hinir 14 greiddu ekki atkvæði, en 6 af þessum 8 höfðu greitt atkvæði á móti hervirkjabræðingnum. Auk þeirra greiddu tillögunni atkvæði allir jafn- aðarmenn. Því fóru svo leikar, að tillaga gjörbótamanna um vantraust á stjórn- inni var samþykt með 49 atkvæðum gegn 44 (umbótamanna og miðlunar- Nýja ráðuneytið danska. manna) Þetta er í fyrsta sinn á dönsku þingi, að stjórn hefir hlotið van- traustsyfirlýsingu. Holstein kvaðst tafarlaust segja af sér og öllu ráðuneytinu, úr þvi að svotia væri komið — og gerði. Hvað verður nú gert, spurðu allir. Flestir spáðu því, að enn yrði reynt að brasa saman nýtt ráðuneyti úr umbóta- og miðlunarmönnum og til þess hafa hægrimenn auðsjáanlega ætlast. Þá var líklegast talið, að Neergaard yrði yfirráðgjafi eða þá Klaus Berntsen. Aftnr héldu aðrir, að þingið yrði rofið þá þegar og litlaust embættisráðuneyti sett á laggirnar i bili, þangað til kosningar sveipuðu burt stjórnmálaþokunni og slitu í sundur flokkalopann. En hvorugum varð að því. Holstein gamli fór til konungs og benti honum á gjörbótamenn í stjórnarefni. Konungur kvaddi Zahle, formann gjörbótaflokks- ins, á fund sinn og fól honum ráðuneytismyndun. Þetta gerðist alt í einu vetfangi. Tveim dögum seinna hafði Zahle sett saman ráðuneytið og kon- ungur samsint. Gjörbótamenn eru ekki nema 15 á þingi, en 20 alls í kjörflokki, því að þeim fylgja að málum 5 utanflokksmenn. Þeir eru því ekki nema lítill hluti þingsins. En þá styðja jafnaðarmenn allir, 24 talsins, og auk þess hafa hægrimennirnir 6, sem atkvæði greiddu gegn hervirkjalögunum, lýst yfir því, að þeir muni ekki hrófla við stjórninni í bráðina, að raunalausu. Annars eru hægrimenn, miðlunararmurinn sá, sem samþykti bræðinginn, stórreiðir yfir úrslitunum og láta allófriðlega. Annars eru lítil líkindi til þess að þingið verði rofið strax. Til þess þurfa gjörbótamenn einhverja átyllu. Það mun vera ætlun þeirra að leggja fram frumvarp eitt mikið um kjördæmaskiftingu, þar sem skifta á upp land- inu öllu af nýju í jafnstór einmenniskjördæmi, og síðan mun eiga að nota það mál til þess að rjúfa þingið. Fæstir spá gjörbótamönnum langlífis í völdum, jafnfámennum. En »til frægðar skal konung hafa, en eigi til langlífis« mættu þeir hugsa, enda eru þeir nú eggjaðir þess lögeggjan, af jafnaðarmönnum og öðrum frjálslyndum mönnum að hopa nú hvergi, heldur halda sér við efnið og ganga ekki á bak orða sinna, meðan þeir eru við völd. Það mundi hefna sín síðar, ef þeir færu nú að bráðna. Þeir mundu kafna sjálfir í bræðingnum. Um fyrstu verkefni stjórnarinnar vita menn það, að nú á að þrífa til, svo að um munar, í landinu, eftir Albertihneykslið. Stefnuskrá stjórnarinnar leggur yfirráðgjafinn fram í þinginu i dag. —--------3*8SB---------- k. G. Larsen. Esbjerg Umboðssali fyrir: Vörubirgðir: Sláturfél. Suðurl. 25 Yesterbrog. Reykjavík Köbenhavn tekur að sér að selja fyrir hæsta fáan- legt verð: gærur, loðnar og snögg- ar, húðir, tólg o. fl. Fljót reikn- ingsskil, sanngjörn umboðslaun. Simnefni: Ladejoqcd Esbjerg. Nýi doktorinn. Dr. phil. Ólafur Dan Danielsson. ---- Kh. 3. nóv, Ólafur Daníelsson úr Skagafirði varði doktorsbók sína á háskólanum hér 30. f. m., eins og til stóð. Þegar varðar eru doktorsritgerðir, safnast prófessorar háskólans, doktor- ar og aðrir mektarmenn saman í stofu þeirri, sem athöfnin fer fram i, og eru burgeisar þessir girtir frá áheyrendum með sterkum grindum; mun það gert til varúðar. Fyrir innan grindurnar eru stólaraðir prófessora og andmæl- enda til beggja handa, en autt bil á milli. Fyrir miðju bilinu inni við vegginn er hækkaður pallur með ræðu- stóli. Þar stíga doktorsefnin upp í og húka þar meðan athöfnin fer fram. Síðan stíga andmælendur fram á mitt gólfið og skíta út bókina og doktors- efnið niður fyrir allar hellur, en hrósa síðan öllu saman á eftir. Olafur Dan. talaði fyrst nokkur vel valin orð ex Cathetra (úr ræðustólnum) og beiddist líknar andmælenda, og hafði sér það til afsökunar, að hann hefði verið úti á íslandi og því ekki náð í svo margar bækur sem skyldi. Þetta fanst oss ólærðum mönnum eðlilegt, Ólafi full vorkunn þó að eitt- hvað væri að bókinni og í aunan stað hæverskulega talað. En prófessorarnir mega ekki hugsa þannig. Þeir verða að ráðast á bók- ina. Það er skylda þeirra. Fyrstur reis upp dólgur mikill og ruddi úr sér langri romsu af mikilli grimd. Þetta er glæpsamlegl, sagði hann og hjó krítarstönginni af bræði sinni í töfluna af svo miklu afli, að hún brotnaði (kritarstöngin). Var engu lík- ara en þetta væri hinn versti berserk- ur í vigamóði. Síðan fór að sljákka í honum smámsaman, og loks át hann ofan í sig alt, sem hann hafði sagt. Þetta er hringlandibandvitlaust, sagði annar, og hiósaði þó Ólafi fyrir vit- urleik og frjósemi heilans. Ólafur svaraði öllum fúkyrðunum af mikill kurteisi og lét ekki á sér bera annað en alt væri það hugsunar- rétt, er þeir sögðu. Svo var hann stiltur. Síðan talaði sá þriðji og f]órði öllu mýkri tóntegund, löstuðu Ólal og hrósuðu þó á vixl. Svo er sagan búin. Ólafur varð doktor með hinni mestu sæmd. Eg hefi ekki verið við doktorsat- höfn fyr; en það segja mér fróðir menn, sem á þetta hlýddu, að Ólaf- ur hafi varið sig allra doktora bezt. Seinna þenna sama dag sat Ólafur í veizlu hjá einum prófessoranna og voru þar með honum allir andmæl- endurnir. Þar hrósuðu þeir bókinni allir einum rómi. Þar þurftu þeir ekki að vera tvityngdir. Þar máttu þeir segja sannfæringu sína. En gaman var að hlýða á þessa »kommendiu«. Svipall. Faaes o\)&ral£. Uppreist á Grikklandi. Sjöliðsforinginn Typaldos gerir skothrið á vopnabúrið, biður ósigur og flýr. Róstur og viðsjár. ----- Kh. 3. nóv. Á Grikklandi er sami eldurinn og óánægjan. Á dögunum var þar full uppreist. Sjóliðsforingi einn, Typal- dos að nafni, settist um vopnabúrið með 300 manns, en vopnabúrið ligg- Tybaldos liðsforingi. ur á eynni Salamis. Þar lágu þá nokkrir tundurbátar og þeim náði hann á sitt vald. En nú kom hersambandið svonefnda til skjalanna. Það eru herforingjar þeir, sem áður er getið um, þeir er flæmdu fyrv. stjórn frá völdum, en komu að þeirri, sem nú ríkir (Mauromichalis) — þeir, sem ráða yfirleitt lögum og lofum í landinu. Þessir liðsforingjar voru allir herforingjar úr landhernum. Nú ætlaði Typaldos að ná sama valdi undir sjóliðsforingja og því var það ekki nema eðlilegt, að hinir réðu á hann. Foringi hersambandsins, Zorbas ofursti, gerðist sjálfur fyrirliði riddara- Zorbas ofursti, sveitar þeirrar, er hélt til Salamis til þess að ráða á uppreistarmenn land- megin. Herskipum þeim, er ekki voru á valdi uppreistarmanna, var hleypt af stað og nú hófst orustan. Hún stóð þó ekki lengur en 20 mínútur og biðu uppreistarmenn al- gerðan ósigur. Óróaseggirnir flýðu, þeir sem ekki náðust strax. Typaldos komsl undan og er sagður flúinn til Þessalíu. Ástandið er yfirleitt hið ískyggi- legasta. Hersambandið, sem ræður eitt öllu, stöðvar öll símskeyti vegna þess, að það veit, að stórveldin styðja það (hersambandið) ekki. Þess vegna vita menn nauðalítið um ástandið á Grikklandi. Sjálfsagt er það miklu verra en af er látið. Georg konungur getur við ekkert ráðið. Hersambandið viU víst í raun og veru bola honum burt og gerir líklega þá og þegar. Konungur á örðugt aðstöðu vegna þess, að hann hafði sagt þjóðinni frá loforðum stórveldanna um innlimun Kríteyjar í gríska ríkið. Það ætla stórveldin að svíkja, að minsta kosti í bráðina, vegna ástandsins í Tyrk- landi, en Grikkir eru æfir út af því; allur þorri manna heimtar, að Krít sé sameinuð ríkinu hið bráðasta. Þeir skella því skuldinni á konung. Hann hefir hvað eftir annað verið að því kominn að segja af sér, en Englend- ingar hafa fengið hann ofan af því og heitið honum öflugu fylgi. Nú eru t. d. ensk herskip að sigla til Grikklands. Mun það vera ætlunin að sýna hersambandinu að minsta kosti framan í sig. Stórveldin hafa og látið það berast til Grikklands, að þau muni eigi láta neinum haldast uppi að hreyfa við stjórnskipun landsins eða konungs- ættinni. Dómstjóraskifti i hæstarétti --- Kh. 3. nóv. Nyholm, sem verið hefir dómstjóri í hæstarétti, lét af því embætti ný- lega. Mun það vera með fram vegna þess, að hann býst við ríkisdómsmál- um bráðlega út af Alberti-hneykslinu, en treystir sér illa til þess að standa í því stappi, jafngamall maður. Hann er á níræðisaldri, í hans stað er kominn Dr. jur. Niels Lassen. Kosniogar i Noregi. í Noregi eru að fara fram nýjar kosningar til stórþingsins þessa dag- ana. Þetta verða athugaverðar kosn- ingar, því að nú kjósa þar konur f fyrsta sinn. Um úrslit kosninganna er ekki fullvíst enn, en alt til þessa hafa vinstrimenn eða stjórnarflokkur- inn mist marga menn, en jafnaðar- menn aftur unnið og þó einkum hægri- menn. Þeir fóru þó fyrst að sækja sig, svo að um munaði, þegar Mich- elsen skelti sér inn í kosningabarátt- una. Hann ætlaði þar hvergi nærri að koma og læknir hans hafði bann- að honum það, heilsunnar vegna, en hann gat ekki stilt sig, þegar á átti að herða. Flokkaskipun er nokkuð á ringulreið í Noregi, og er það mjög að kenna málþjarkinu. Um það greinir menn á allavega, án þess að pólitisk flokkaskipun komi þar til greina, og þetta mál er að verða mest allra mála. Annað mál, sem miklu þykir varða í Noregi, er lagafrumvarp um það, að rjúfa megi stórþingið. Það hefir ekki verið hægt til þessa. Þingið hefir orð- ið að sitja f 3 ár samfleytt. — Vér munurn segja frá kosningum þess- um nánara síðar, þegar þær eru um garð gengnar. Þess skal getið, að Lövland féll, fyrv. yfirráðgjafi og aðal- leiðtogi málþrefara í Noregi.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.