Ísafold - 13.11.1909, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.11.1909, Blaðsíða 2
294 ISAFOLD Sambandsmalið í ríkisþinginu. Símskeytin um, að minst hafi verið á sambandsmál vort og Dana í fólks- þinginu núna í vikunni votta það, að ráðuneytisumskiftin síðustu hafa að svo stöddu engin áhrif á afstöðu Dana i því máli. Fyrst tekur til máls nýr þingmaður úr liði hægrimanna, Schack höfuðsmað- ur, sá er stýrði Heklu fyrir nokkur- um missirum, og kveður upp úr um það, að undir búi sjálfstæðiskröfum vor- um alger skilnaður og annað ekki. Það á sýnilega að vera viðvörun um, að taka sízt mark á því, sem upp sé tekið af vorri hálfu. Það muni ekki vera annað en yfirdrepskapur, er þeir, Danir, skuli vara sig á. Skilnað viljum vér. Vér búum yfir því ódæði, að ætla oss að brjótast undan Dön- um. Svar forsætisráðgjafans nýja virðist vera af sama toga spunnið. Hann heitir á þingflokkana alla 6 eða 7, að standa eins og einn maður í stímabrakinu við oss íslendinga, og bendir það sízt á nokkura tilslökun af hans hendi. Slíkum ummælum svipar miklu fremur til herhvatar, til eggjana um að hopa hvergi á hæl fyrir óróasegg- jum þeim, íslendingum. Hann virðist, yfirráðgjafinn, standa alveg í sömu sporum sem millilanda- nefndarmennirnir dönsku, sem tjáðust mæla fyrir munn allra danskra þing- flokka og það með, að lengra en þetta yrði þeim með engu móti þokað. Enda var það hið sama viðkvæði af munni danskra þjóðmálaleiðtoga bæði í forsetaförinni í vetur og ekki síður í dvöl ráðgjafans ytra í sumar. Fyrir þeim, Dönum, flestum eða öllum vakir þetta: Þeir kunna ekki gott að þiggja, Is- lendingar. Vér leikum við þá, bjóðum þeim hin mestu kostakjör, viljum leggja svo og svo mikið fyrir þá, gefa þeim stórfé (i^/a ndilj-)- En þeir eru þeir gikkir, að þeir vilja ekki við því líta, hafa alt á hornum sér og sitönlast á meira frelsi, meira frelsi! Þetta eru óvitar, sem vér verðum að hafa vit fyrir. Það er bæði lagaleg skylda og ekki síður siðferðisleg. Schack höfuðsmaður er gegn og góð- ur maður. Hann þótti standa mæta- vel í stöðu sinni, er hann stýrði hér strandvörnum. Hann var hinn vin- ' samlegasti í allri umgengni, öllum viðskiftum við oss þá. En vinsemdin endist það langt, er nægileg undirgefni og auðmýkt kemur i móti. Gæðin oss til handa er náð og lítillæti; annað ekki. Og það eig- um vér að kannast við. Annars erum vér uppreisnarmenn og óróaseggir, skilnaðarvindbelgir. Zahle er langfrjálslyndasti flokks- foringi og nú stjórnarforseti, sem Danir hafa nokkurn tíma átt. Hann er vitsmunamaðuf og sjálfsagt miklu fremur góðgjarn en hitt. Alt um það hefir hann ekki annað að segja um sjálfstæðisviðureignina við oss, er hann tekur við stjórnartaumunum, en að hann skorar á landa sína að láta hvergi undan síga fyrir oss. Hann víkur engu orði að neinni miðlun, neinni sátt eða samkomulagi. Það, sem utanríkisráðgjafinn nýi minnist á viðskiftaráðunautinn á sjálf- sagt rót sína að rekja til svipaðrar tortrygni við oss eins og skilnaðar- talið hjá Schack höfuðsmanni. Lík- legast má þó rekja upptök þeirrar tor- trygni til þess, er íslenzkir minnihluta- símritarar fluttu þá falsfrétt til Dan- merkur í vetur, er tillagan um slika erindreka kom fram á þingi, að þeir ættu að vera íslenzkir konsúlar hjá utanríkisþjóðum. Þeir vissu, minni- hlutamenn, að það mundu Danir kalla landráð og verða æfir við. Það horfðu þeir ekki hót i, ef verða mætti til þess að leggja stein í götu hins nýja ráð- gjafa, þann, er yrði honum að falli. Þeir gerðu sér meira að segja örugga von um, að ráðunautafjárveitingin yrði til þess, að fjárlögunum íslenzku yrði synjað konungsstaðfestingar. Þeir lifðu í þeirri von alt til siðustu forvaða, til þeirrar stundar, er síminn bar hingað fréttina um staðfesting fjárlaganna. Enda hafa þeir ekki verið í annan tíma daprari í bragði, að sagt er, en daginn þann eða hinn næsta, nema ef vera skyldi daginn, sem fyrstu Marconi- skeytin bárust hingað, nú fyrir meira en 4 árum. Þetta er föðurlandsástin rik og fölskvalaus i liðinu því! Gufuskipin. Vesta kom frá Vestfjörðum á mið vikudaginn eftir æði langa útivist, hafði legið marga daga á Stykkis- hólmi og beðið Skálholts. Voru far- þegar heldur gramir yfir töfinni þeirri. A skipinu komu Ingólfur Jónsson verzl- unarstjóri, Guðm. Jónasson kaupmað- ur, Andrés Féldsteð læknir o. fl. Vesta fór samdægurs til útlanda. Farþegar: Pétur J. Thorsteinsson stór- kaupmaður, Brillouin konsúll og frú o. fl. . Laura kom frá útlöndum miðviku- dagskvöld. Engir farþegar. Sterling kom frá útlöndum i fyrra dag. Farþegar: Ólafur Dan, doktor- inn nýi, Guðm. Sveinbjörnsson að- stoðarmaður, Arni Einarsson verzlunar- maður, A. Philipsen steinolíufélags- stjóri, Jón Finnsson (prófessors), Jónas Lárusson, Jónas Magnússon bókbind- ari, jungfrúrnar Þóra Guðjohnsen og •Þorbjörg Sighvatsdóttir, dönsk hjúkr- unarkona o. fl. Viðskiftaráðanauturinn, hr. Bjarni Jónsson frá Vogi, er nú í suðurför, suðuri Miðjarðarhafslöndum- Beðið um hann sunnan af Ítalíu, til skrafs og ráðagerða um bætt og aukin viðskifti héðan suður þar. Hann hafði áður ferðast allviða um Norveg og flutt þar erindi um ísland og islenzka þjóðarhagi, og margt starf- að annað. Fór þaðan austur í Svi- þjóð, til Uppsala og Stokkhólms, átti þar tal við helztu blaðamenn ogmeiri- háttar menn aðra. Honum var hvar- vetna vel fagnað og mikið um hann og erindi hans og ísland í ýmsum blöðum, alt mjög vinsamlegt í vorn garð. Hljómleikar Sveinbjörns Sveinbjörnssonar þ. 13. okt. i Kaupmannahöfn, fá allgóðan dóm í dönskum blöðum yfirleitt. En heldur mun það hafa spilt en hitt, að blöðin voru áður búin að hefja Svbj. til skýjanna. Vonaboginn því afar- hátt spentur — meir en heppilegt var. Söngdómararnir dönsku segjast hafa búist við sérkennilegum, íslenzkum blæ yfir lögunum, skapmiklum og hrikalegum, en ekki fundið hann. — En öllum kemur þeim saman um, að Sveinbjörn sé mjög smekkgóður og vel að sér. — Pétri Jónssyni ej hrósað mjög mikið i öllum blöðunum — og segir eitt þeirra, að hann hafi »vakið óhemju fögnuð með söng sínum, enda sé rödd hans svo hreimmikil og hressandi, að fádæmum sæti<. Sendiherra Bandarikjanna, dr. Mau- rice Egan, hafði Pétur í boði hjá sér fyrir skömmu og sýndi honum mestu dáleika, bað hann m. a. að vera við- staddur veizlur hjá sér við og við til þess að syngja fyrir gesti sina. Samakvöldið og hljómleikarnir voru, gerðu islenzkir kaupmenn í Khöfn boð mikið fyrir þá Sveinbjörn og Pétur o. fl. ' Pétur mun hafa í hyggju að fram- ast frekar í söngment — og er það vel farið. Ólafur Amundason verzlunarstjóri Brydes verzlunar er nýlega fluttur búferlum til Hafnar- fjarðar og tekur hann við forráðum Brydesverzlunarinnar þar, í stað Jóns Gunnarssonar samábyrgðarstj. Ólafi og frú hans var haldið skilnaðarsam- sæti um daginn af kaupmönnum bæ- jarins. Hefir Ólafur jafnan verið vin- sæll maður. Heið ursmerki. Frk. Þóra Friðriksson hefir nýlega verið sæmd frakknesku heiðursmerki (Officier d’academie). Það stáss hefir enginn kvenmaður vor á meðal hlotið áður. íslandsmkl í rlkisþinginu. (Simfregn 10. nóv.). Schack fólksþingsmaður hefir í þing- ræðu sakað íslenzku Sjálfstæðismenn- ina um skilnaðaráform, hefir ráðist á erindrekastarfið (skipun viðskiftaráðu- nautsins) og heimtað, að Danastjórn taki í taumana, vill lála Zahle forsætis- ráðgjafa taka sambandsmálið sem allra fyrst til umræðu. Zahle hefir sagt í þingræðu, að hann væri hálfókunnugur íslenzkum samn- ingaleitunum í sambandsmálinu og ráðstefnur um það væru enn óhaldnar, en vonaðist eftir, að allir flokkar í danska þinginu héldu órjúfanlega saman gagnvart íslandi. — Scavenius (utanrikisráðgjafi) ætlar að freista að komast að samningum við íslands- ráðgjafann um viðskiftaráðunautinn. Gullbrúðk aup Melsteðshjónanna er I dag. — Þeim hefir verið sýndur virðingarvottur af hálfu bæjarbúa á ýmsan hátt. — Kl. xo var leikið á lúðra, brúðkaupslög, fyrir framan hús þeirra. A hádegi var þeim flutt ávarp frá bæjarmönnum, undirritað af nokkrum hundruðum karla og kvenna — og hefði sjálfsagt orðið enn miklu fleiri, ef timi hefði enzt til að undirbúa það. — Avarpið hljóðar svo: Kœru gullbrúðhjón Páll Melsteð og Þóra Melsteð. Oss er það mikil gleði og sæmd að mega ávarpa ykkur í dag, á gullbrúð- kaupsdegi ykkar, sem um leið er af■ mælisdagur yðar, virðulcgi öldungur, með árin níutíu og sjö að baki. Sæmdarlifi hafið fiið lifað alla ykkar löngu œfi, og hjúskapur ykkar verið hin fegursta fyrirmynd öllum hjónum. Og hvert ykkar um sig lœtur eftir fiýð- ingarmikið og göfugt æfistarf, sem hin islenzka þjóð geymir um áldur í heiðri og blessun. Oll hin islenzka fijóð fœrir ykkur i dag hjartfólgnar fiakkir og heillaóskir. Guð blessi œfikvöld ykkar. Kl. 2 gengu kvennaskólastúlkurnar í skrúðgöngu heim til þeirra og sungu kvæði til þeirra hjóna, er ort hafði Stgr. rektor Thorsteinsson. Margir hafa og flutt þeim persónu- lega hamingjuósk og enn fleiri munu senda þeim fagnaðar-símskeyti o. s. frv. Gullbrúðguminn er furðu ern, svo háaldraður maður. Hann er vitaskuld alblindur orðinn og rúmfastur, en minnið er óbrigðult ennþá og við- ræðufjörið hið sama og verið hefir. Hljómleikar. Sigvaldi Stefánsson læknir efndi til hljómleika i Goodtemplarahúsinu í gærkveldi með aðstoð frk. Hólmfr. Halldórsdóttir, Arna Thorsteinsson ljósmyndara og Péturs Halldórssonar bóksala. Lögin voru vel valin — og yfir- leitt vel leikin og sungin. — Sigvaldi er einhver mesti listaleikari hér um slóðir á harmonium. Leikhusiö. Leikarnir geta ekki byrjað um þessa helgi eins og til stóð. En á fimtu- daginn kemur ætlar leikfélagið að ríða á vaðið með leiknum Jón Gláyde (Astir og miljónir). Ofurefli skáldsaga Einars Hjörleifssonar er komin í danskri þýðingu eftir Ólaf Hansen skáld og skólakennara í Ár- ósum. Útgáfan er hin vandaðasta — og þýðingin kvað vera snildarlega góð. Iudriði Einarsson skáld er nú skipaður skrifstofustjóri á fjármálaskrifstofu landsins. Settur frá því í vor. Um mátt mannsandans ætlar Einar Hjörleijsson að flytja þrjá aiþýðufyrirlestra fyrir Stúdentafélagið. Fyrsti fyrirlesturinn hefst í Iðnaðar- mannahúsinu á morgun siðdegis kl. 5 Va- Franska landsjoðsláns tilboðið. Eitthvað hefur tilrætt orðið — víð- ar en i »heiðarlegu< málgögnunum — um franskt tilboð um landsjóðs- lán i fyrra vetur, og stjórninni láð, að ekki var að því gengið, í stað þess að eiga við dönsku bankana. Þetta tilboð, ef tilboð skyldi kalla — það komst aldrei lengra en að vera ráðgert tilboð — var tveimur annmörkum bundið, og þeim svo stór- feldurn, i augurn þings (meirihluta- þingmanna) og stjórnar, að ekki var nokkurt viðlit að því að ganga. Annar var sá, að iánið mátti ekki minna vera en 10 milj. franka — rúmar 7 rnilj. kr. Sá, sem lánið ætl- aði að útvega, vildi ekki við þeirri milligöngu líta, ef minna væri um að tefla. Leiga af því hefði numið 300,000—400,000 kr. um árið; og dregur landssjóð það, sem minna er, ekki sízt eins og hann var þá stadd- ur, eftir viðskilnað hinnar fyrri stjórn- ar. Auk þess var að flestra dómi engin þörf á svo stóru Iáni að svo stöddu. Hinn annmarkinn var þó enn meiri háttar í sjálfum sér, auk þess sem hann gerði lántökuna fyrir fram dauða- dæmda. Hann var sá, að bankarnir frönsku, sem ætlast var til að lánið veittu, heimtuðu danska ríkisdbyrgð fyrir því. Þeir vildu ekki trúa oss fyrir því á vorar spýtur. En það er hvorttveggja, að slík ábyrgð hefði alls ekki fengist, enda naumast nokkur meirihlutamað- ur á þingi haft skapsmuni til að fara fram á það. — Og lái það hver sem vill Litlu verður Vöggur feginn. Danska flokks blöðin eru fram úr hófi gleið yfir »vantraustsyfirlýsingu< til stjórnarinnar, sem samþykt var á héraðsfundi Vestur-ísfirðinga nýlega með 8 atkv. gegn 5. En minna ættu þau að láta, þvi að ekkert mark má hafa á fundi þessum, eftir þvi sem einn af fundarmönnum hefir skrifað hingað. Fulltrúarnir voru kosnir með héraðsmál ein fyrir augum, en alls ekki »stórpólitík<, því að hana er alls ekki venja að ræða á fundum þessum nema þingár. Það var því ger- ræði eitt af fundarins hálfu gagnvart kjósendum að taka stjórnmál til á- lyktunar, gerræði, sem var framið vegna þess, að stjórnarandstæðingum, með Mattías Ólafsson i fylkingarbroddi, tókst að fá einn fulltrúann á sitt band, á miður drengilegan hátt, ejtir að á Jund kom, og það fulltrúann úr þeirri sveitinni, sem öllum öðrum fremur er stjórninni fylgjandi. Mun fulltrúi sá hafa fengið siður en ekki hlýjar við- tökur, er hann kom heim úr leið- angrinum. Stjórnarandstæðingum tókst þannig að tjalda til 8 atkvæðum af 14 alls, eða einu yfir helming atkv. En fundarstjóri, sem er eindreginn stjórn- armaður, mátti ekki greiða atkvæði. Það er langt frá, að atkvæðagreiðsla þessi sé nokkur bending um afstöðu kjósendanna I þessu kjördæmi, heldur er hún ódrengileg árás aftan að kjós- endunum og gætum vér trúað þvi, að þeir létu ekki bjóða sér annað eins oftar. Lbvarðarnir að harðna. (Simfregn 9. nóv). Nú er fullyrt, að lávarðarnir brezku ætli sér þrátt fyrir alt að fella fjárlögin í efri málstofunni. Og fari svo, má sjálfsagt telja það mestu tíðindi, sem nú eru að gerast í heiminum. ----------------- Norska stjómin fallin. (Simfregn frá Kböfn 9. nóv,). Þingkosningarnar norsku hafa farið svo, að stjórnin hefir beðið ósigur og fer þegar frá, en hægrimenn taka lík- lega við stjórnartaumunum. Kirkjujarðarsala. í ónefndu »heiðarlegu< málgagni hér i bænum var nýlega minst á sölu kirkjujarðar hér í nágrenninu, og auð- vitað af venjulegri góðgirni(l) og sann- leiksást(l). Kirkjujörð þessi, Neðri-Háls í Kjós, liggur við löggilta höfn, Maríuhöfn, sem enn er ónotuð, þótt alllangt sé siðan er löggilt var, — ein af 18 — slíkum, var fyrst ekki látin föl einmitt af þeirri ástæðu : hugsanlegt, að þar kynni að rísa upp kauptún síðar meir, sbr. lög 16. nóv. 1907, 2. gr. En það kom í ljós, er rnálið var vakið upp aftur, að sá úrskurður var ekki réttur; málið ekki nógu vel athugað af þeim, sem hann hafði undirbúið. Téð lagagrein kveður svo að orði: — Nú er kauptún, þorp eða verk- smiðjuiðnaður fyrir á kirkjujörð, eða sýslunefnd telur líklegt, að slíkt komi þar upp innan skamms-------má eigi selja jörðina án sérstakrar lagaheim- ildar í hvert skifti. Einmitt þetta urn atkvæði sýslu- nefndar hafði sést yfir að athuga til hlítar, er málið var undirbúið til af- greiðslu. Nú sást það, er að var gáð, að sýslu- nefnd hafði a 11 s e k k i talið líklegt, að kauptún o. s. frv. mundi koma upp við Mariuhöfn innan skamms. Hún hafði tekið einmitt það atriði til sérstaklegrar íhugunar, og lagt til alt um það i einu h 1 j ó ð i, að jörð- in væri seld. Það var því alveg ólöglegt, að synja um sölu jarðarinnar af þeirri ástæðu. Og aðrar ástæður fyrir því voru ekki til. Fyrir þvi hefði ábúandi verið bein- urn rangindum beittur, ef honum hefði verið lengur synjað um, að fá jörðina keypla. Kaupverðið, sem hann bauð fyrst, var eitthvað fyrir ofan það, sem jörðin hafði verið virt af þar til dómkvödd- um mönnum. En nú hækkaði hann það þó um 500 kr. Enn gerði stjórnin þó eitt, áður en salan væri samþykt, til þess að búa sem tryggilegast um, að engis manns réttur væri fyrir borinn í bráð né lengd. í stað þess að láta sér nægja það álit sýslunefndar, að ekki mundi rísa upp kauptún o. s. frv. við Maríuhöfn innan skamms, þá tók hún u n d a n sölunni nægilegt land undir v e r z 1 u n (kauptún) o. s. frv. hve nær sem til kæmi, þótt ekki væri fyr en eftir 100 ár, og valdi til þess lang- hentugasta blettinn í landareigninni: við lendingarstað þann og bryggjustúf, sem nú eru notaðir og hafa verið lengi. Land það á að vera eign Kirkju- sjóðs um aldur og æfi, nema ef hann selur það væntanlegum kaupmanni þarna eða kaupmönnum. Þetta mun vera nóg til þess, að hver heilvita maður gangi fyliilega úr skugga um, að leit muni vera á vit- lausari aðfinslu en þeirri, er hér um ræðir, jafnvel í »þeim heiðarlegu<. L. H. B. (Bréfkafli úr Snæfellsnessýsla). Allmargir hér í sýslu fylgja með athygli og ánægju skærum ísafoldar við dánumennið, yfirvaldið mikla fyr- verandi, L. H. B. lagaskólastjóra og riddara p. p. Þykir þeim, sem ekki þekkja manninn vel, hann vera orð- inn deigari til mdlaferla nú, en þegar hann var að hóta hreppsnefnd einni hér í sýslu sakamáli fyrir það ódæði, að skrifa beint í amtið. Hinir, sem þekkja hina sönnu hugdirfð dánumanns þessa, furða sig ekki svo mjög á þvi, að hann ekki fari að fara I mál við ísafold út af ummælum hennar, enda hafa víst flestir fyrir satt, að þau séu í alla staði réttmæt.. Hinsvegar furða margir sig á, að honum skuli ekki vera skipað að hreinsa sig af áburði ísafoldar. Mönnum finst, að þjóðin eigi heimtingu á, að í jafnveglegum embættum sitji þeir menn, er að minsta

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.