Ísafold - 17.11.1909, Side 3

Ísafold - 17.11.1909, Side 3
I8AF0LD 299 l)r andþófsherbuðunuin. Ógeðslegt. Svofelda klansn flytnr siðasta Rvik : >Kaupmanns-sonur hér í bsenum (13ára?) var sendisveinn á skrifstofu Samein. gufu- sk.fél. hér, og Btal hann hér um daginn 800 kr. i umslagi og var i vitorði með honum annar kaupmannssonur (í við yngri ?) Þeir höfðu eytt um 50 kr. af þýfinu áður en I þá náðist. Feðurnir heyra til stjórnflokkn- um.< Hún þarf ekki skýringar við klausan sú arna, en ógeðsleg er hún — og ekki er hugarfarið failegt, sem lætur sér detta i hug að heita svona viðbjóðslegum vopnum i stjórnmálabaráttunni. Yér erum í engum efa um, að hver heið- virður maður, án flokksgreinarálits, fyrir- 1 í t u r svona blaðamensku, sem engum er trúandi til öðrum en J. Ól. Uppboðsskjölin. Loksins eftir langa mæðu, fer blað land- læknisins á stúfana til þess að reyna að verja lánið til Sig. frá Fjöllum á opinberu skjölunum úr Stjórnarráðinu. Og hver er svo vörnin? Sú, að fyrverandi ráðgj. seg- ist ekkert um þetta vita, og hætir þvi við, að legið hefði nær að gefa Sigurði eftirrit af kjörskránni, ef hann hefði heðist eftir (8ic!) einhverjum upplýsingum um kjósendur i Skaftafellssýslu. — Já, ætli það hefði ekki verið nær! — En þvi voru honum þá lánuð frumskjöl- in? Og þvi var þeirra ekki krafist aftur — og þann veg tekið fyrir það hneyksli, að opinber embættisskjöl skuli koma fram i uppboðsgózi eftir einhvern helzta atkvæða- smala fyrri stjórnar ? Það er þetta, sem ísafold hefur vitt — það ramma kærú- leysi, að flika frumritum af opinberum skjöl- um i kosningaundirróðri á öðru landshorni — og þann megna trassaskap, að krefjast þeirra ekki aftur i tæka tið. Endurtekiu ósaunindi. Ekki bætir Lögr.-ábyrgðarm. úr skák með þvi að berja hausnum svo við sann- leikann, sem bann gerir i framhalds-kákvörn sinni út af uppboðsskjölunum. Hann kinn- okar sér ekki við, að bera enn á ný fram þau margsönnuðu ósannindi, að ráðgjafi hafi lánað prestaskólaveitingarskjölin niður i ísafoldarprentsmiðju — og 1 þetta sinni bætir hann við, af venjulegri kurteisi, að þau hafi komið aftur »með skltugum fingra- förum prentaranna». (Fróðlegt að vita h v a ð a n hann hefir þann visdóm).— Það hefir hvað eftir annað verið tekið fram, að ráðgjafi var í 300 milna fjarlægð, suður i Danmörku, er skjöl þessi voru lánuð, og gat auðvitað ekki komið nálægt því, og ennfr., að það var landritari, sem lánaði ritstj. hr. E. H. áminst skjöl. Ráðgj. er þvi málið með öllu óviðkomandi. Þetta hlýtur Lögr.-ábyrgðarmaður að vita — og þess vegna rita þetta móti betri vitund. Geta nú þeir háu herrar, sem að Lögr. standa látið það spyrjast, að blað þeirra leiðréttingarlaust, fari með svona ber ósann- indi hvað eftir annað ? — Sé sanngirnis- neisti til hjá þeim — þá láta þeir leiðrétta þetta og afsaka ósannindin. Við sjánm nú til. S ori. Þá kemur nú að vini vorum, 100 daga ritstjóranum, J. Ól. Hann fárast yfir þvi að vera kallaður erkisannleiksvitni i Isaf., og telur það »illyrði< — Svo mikil sjálfs- »krít!k< héldum vér ekki, að til væri hjá þeirri persónu. Orðum er annars ekki eyðandi að óþverra- gosinu úr honum. Hvort svo mikið á að hafa við hann að lögsækja hann fyrir sor- ann er mikið álitamál. Sé það réttnefni, sem Einar lagakennari Arnórsson hafði um hann, að hann væri »mannsaldursgömul sftjórnmálasksskjsK — þá er maðurinn áreið- anlega ekki þess umkominn að geta meið- yh hokkurn mann. Til þess þarf einhvern snefil af siðferðislegri kjölfestu. En út af hinum ósvifna áburði blaðsins á ritstj. Isaf., að hann hafi falsað þýðingu á bréfinu frá hr. Arnskov i Isaf. 15. sept. — nægir að visa til þess blaðs og blaðs- ins 4. nóv. Þýðingin er bárnákvæm frá orði til orðs. Svigaorðin »(af blaðinu)< koma aðvitað þýðingunni ekkert við, en ern sett til skýringarauka þar, eins og al- titt er, að blöð geri þegar þess þarf. En þeirra þurfti ekki i þvi blaðinu, sem orð hr. A. voru tekin npp á dönsku, af því að þar var það skýrt tekið fram seinna í greininni, að blaðið hefði umturnað við- talinu. — 0g er fölsunar-áburður blaðsins þvi ekki annað en venjuleg óskamm- feilin bártogun úr J. Ól. — ekki hin fyrsta og sjálfsagt ekki bin seinasta á hinni löngu, en litt sæmilegu pennaleið þessa vandræðamanns. Abdul Hamid kvað vera að skrifa æfi- sögu sína í fangelsinu. Það mun verða fróðlegur pistill ef hann segir satt og rekur rótt blóðferilinn. Sláturíélag Suðurlands- Eftir Stcján Guðmundsson, Fitjum. Á síðasta tug liðinnar aldar, er fjár- sölunni til Bretlands lauk, og sauðfón- aður af þeim sökum fóll í verði, voru bágar horfur fyrir sveitabúnaðinum, eink- um á Suðurlandi. Nokkuð bætti það úr, að fólki fjölgaði mjög í Reykjavík, og að fiskverð hækkaði mjög. Gat því Reykjavík keypt miklu meira sauðfé en áður hafði verið. Þetta vann sig nú samt upp aftur, því vegna frástreymis fólksins úr sveitum til sjávarins, steig öll vinna alt að helmingi í verði. Ekki gat það heldur dulist, ef að var gætt, að Reykjavík var að vaxa yfir sig. Hvenær sem verð á fiski félli, — og slíkt gat ávalt að borið — hlaut kaup- geta hennar að þverra. Var þvf mjög valt að byggja miklar framtíðarvonir á Reykjavíkurmarkaðinum einum. Kaupgjald fólks hækkaði, ullarverð lækkaði, skuldir, sem stofnað var til í góðu árunum, og til sveita stöfuðu af endurbótum á jörðum að miklu leyti, kölluðu að, og loks steig peniugaleiga óhemjulega. Mörgum mantii hefir því hlotið að vera ljóst, að eina ráðið til að forða land- búnaðinum við bráðum háska, hlyti að vera það eitt, að afurðir hans gætu fyrst og fremst hækkað í verði, en að til þess útheimtist n/ir markaðir, en til þess að það mætti verða, varð að bæta vöruna, svo að hún fullnægði kröfum neytend- anna. Þetta var til ráða tekið með smjörið, og hefir landbúnaðarfól., alþingi og stjórn lagst á eitt í því máli, enda er mark- aður fastur og viss fenginn fyrir það erlendis. • Oðru máli var að gegna með sauða- kjötið, sem er sú afurð sveitabús, er mest um munar; það hefir mátt sigla sinn eigin sjó, gegnum hendur kaup- manna, til útlanda, saltað niður í tunn- ur með gamla laginu frá 18. öld, og þegar þar kom vildi enginn almennileg- ur maður við því líta, og var þvf ekki von, að það seldist vel. Til að bæta úr þessu ólagi, og koma íslenzku sauðakjöti í álit erlendis, var til ráðs tekið að stofna Sláturfólag Suðurlands, að sínu leyti eins og smjörbúunum var komið á stofn til að bæta verkun smjörsins, svo að fyrir það gæti fengist sæmilegt verð, svo að menn gætu fengið meiri peninga handa í milli til að fullnægja kröf- um þeim, er gjörðar eru til bænda og þjóðarinnar yfir höfuð: Verkafólk krafð ist hærra kaups, stjórnin hærri skatta, landið meiri umbóta og þjóðin meiri mentunar og betri viðurgjörnings o.s.frv. Að til alls þessa þurfi meiri peninga, sem aftur verða að koma fyrir meiri framleiðslu eða hærra verð, s/nist ekki neinum vera ofætlun að skilja. Þó mun hafa brytt á misskilningi á þessu fyrirtæki. Sumir Reykvíkingar munu hafa litið svo á, að hór væri vei- ið að stofna einokunarfólag til að fófletta þá; en slíkt á ekki fremur heima um sláturfólagsskapinn en um smjörbúafólög- in. En hjá því verður ekki komist að borga hverja vöru að minsta kosti því verði, sem svarar því, sem kostar að afla hennar, annars fengist hún ekki. Auk þess vantar mikið á, að Reykjavík og aðrir kaupstaðir landsins geti tekið á móti öllu kjöti landsins, og ætti það þó og gæti aukist að miklum mun. Annars er í mæli, að andbyr sá, er Sláturfólagið kann að hafa í Rvík stafi að mestu frá nokkrum kaupmönnum, sem gjörst höfðu milliliðir milli seljenda og kaupenda, og ábatast af því á kostnað beggja. Nokkur skammsyni er það nú samt af kaupmönnum þessum að amast við nokkrum þeim fólagsskap landsmanna er til hagsbóta horfir; því þess meiri peninga, sem skiftavinir þeirra hafa handa i milli, þess meira verzla þeir, og því skilvísari munu þeir reynast, og ætti það að draga þá engu minna en fjár- kaupas/slið. En sleppum nú því. Framtíð félags- skapar þessa, er um ræðir, er meira komin undir bændum sjálfum en nokkr- um öðrum. Hún er komin undir því, að bændur alment gangi f félagið, og styrki það með hlutafó og viðskiftum, en einkum þvf, að þeir sem þegar eru í fólaginu reynist trúir og skynsamir meðlimir. Orð fer af því, að í fyrra og í haust hafi orðið misbrestur á trúskapnum; er það illa farið og fáráðlegt mjög. Það er illa gert að svíkja sitt eigið málefni, og heimskulegt að styðja keppinauta, sem vilja drepa niður jafn þarfan og hagfeldan fólagsskap, sem Sláturfélagið hefir reynst, þrátt fyrir það, þó það hafi átt að stríða við að ryðja sór n/ja braut, og átt að etja við útlenda og innlenda peuingaeklu. Hór um Borgarfjörð hafa menn selt kaupmönnum dilka fyrir 6,00—7,50 a. Samskonar dilkar hafa lagt sig í Slátur- húsinu á 8,00—10,00. Nú hefir Slátur- fólagið undanfarið getað borgað alt að 9/10 hlutum af niðurlagsverði, l/10 gengið 1 reksturskostnað. Yerður 1,00—1,50 au. skaði á hverju lambi að verzla við kaup- menn, ef Sláturfélagið getur borgað til- tölulega jafnvel og undanfarið, sem eng- in ástæða er til að efast um. Það er undarleg hagsyni að gefa keppinautum síns eigin fólagsskapar 1—2 kr. af kind hverri til að skaða sinn eigin hag ! Kaupendum í Reykjavík er heldur engin hagur í að skifta við aðra fremur en Sláturfól. Því ekki selja aðrir hæt- isögn ód/rari sláturvörur en það gjörir. Það er óheiðarlegt af fólagsmönnum að selja öðrum en þvi sláturfó sitt, og óskynsamlegt af utanfólagsbændum að ganga ekki í fólagið, því engar minstu líkur eru til, að nokkur annar borgi sláturfónað betur en fólagið gjörir, reynsl- an s/nir hið gagnstæða. Hvernig ætla bændur, að fjársalan yrði, ef Sláturfél. sökum skammsvni, sinnu- leysis og prettvísi bænda yrði að legg- jaet niður? Við Sunnlendingar ættum ekki að vera búnir að gleyma hve ánægjulegt — eða hitt þó heldur — var að standa dögum saman upp undir hnó í forinni í port- unum í Rvík, hvernig sem rigndi, og verða svo af með veturgamalt fó fyrir 5—6 kr. og sauði fyrir 9—10 kr. Annars viðurkenua allir bændur, að Sláturfól. hafi unnið stórmikið gagn bein- línis og óbeinlínis, en þeir eru ofmarg- ir sem hugsa eins og bóndinn, sem sagði, að þessi fólög væri til stórhagnaðar fyr- ir menn, einkum ef maður væri ekki í þeim!! Þessi hugsunarháttur er róttnefnd fólagsdrepsótt, og til lítils kemur meira freki og þekking þeim, er ganga með hana. Fyrst og fremst bændur en jafnframt þing og stjórn, ættu að gefa sláturfólags- skapnum enn meiri gaum en hingað til. Leggjast þarf á eitt til að ryðja þeim tálmunum úr vegi, er hamla því, að beztu gullnámurnar okkar, beitilöndin, geti gegnum sauðfjárafrekstur borið verðuga ávexti. Þetta er því fremur ástæða til að taka fram, þar sem sauðfjárræktin bæði er og getur verið um langt skeið, lands- ins arðsamasti og tryggasti atvinnuveg- ur, ef skynsamlega er að farið. Sú stefna er líka að gera vart við sig, að leggja meiri stund á nautgriparækt á kostnað sauðfjárræktarinnar, en slíkt væri án efa yfirleitt misráðið. Ekki er miðandi við hvernig k/r borga sig í Reykjavík eða í Danmörku. En ekki var það ætlun mín að fara hór frekar út í það mál. Eg vil enda þessar línur með þeirri ósk og von, að bændur alment sjái sór hag í að efla og styðja Sláturfélag Suðurlands. Thorefélags-útgerðin. Það er nú fullráðið, að íslenzkir verði stýrimenn á báðum aðalstrand- ferðabátunum og kapteinninn á öðr- um þeirra að minsta kosti. Það er skortur á íslenzkum yfirmönnum, er hafi leyst af hendi gufuvélarpróf. En það þurfa þeir að hafa gert, sem ráða fyrir gufuskipum. Hásetar eru helzt horfur á, að verði allir islenzkir á strandferðabátunum eða því sem næst. Það er geysimikil eftir- sókn eftir þeirri atvinnu. Þeir bjóð- ast hundruðum saman hinum góð- kunna yfirmanni á Sterling, kapt. Em. Níelsen, sem hefir nú þegar 4 is- lenzka háseta á sínu skipi. Þeir mega halda á spöðunum, lands- verkfræðingur, landlæknir & Co, ef þeir eiga að komast yfir að bannfæra allan þann fjölda (fyrir landráð). Hansa, ábyrgðarfélag það, sem tekið hefir að sér endurábyrgð fyrir Samábyrgð- ina (landssjóðsábyrgðina), ætlar í vetur ur að koma sér upp skrifstofu hér i Reykjavík. Formaður hennar verður Trolle kapteinn, sá er dvaldist um hríð í haust hér í bænum. Jón Gunnarsson samábyrgðarsfjóri siglir til Khafnar á Sterling á föstudaginn. Síldaryerzlunin. Nokkuð margir milliliðir. Um síld frá íslandi fekk eg þá vit- neskju — segir viðskiftaráðunauturinn iskýrslu til stjórnarinnar 31. f. mán.—, að hún væri i háu verði í Sviþjóð og mjög mikið eftir henni sótt. Þar er mest étið af henni. En sú verzlun fer þann veg, sem nú skal greina: Fyrst er hún send einhverjum »ís- lenzkum kaupmanni« í Khöfn. Þeir fá hana a 11 i r í hendur Gyðingi ein- um, er Levy heitir. Sá hefir um- boðsmann í Svíþjóð, er Oskar Jan nefnist. Af honum kaupa siðan sænskir stórkaupmenn, en af þeim smákaup- menn og þeir selja siðan í smásölu. Hér eru f j|ó r i r óþarfir milliliðir, og mætti spara margar krónur á hverri tunnu, ef beint gengi varan til Sví- þjóðar. En til þess þyrfti beinar skipa- göngur að vera milli íslands og Gauta- borgar. Væri það til mikilla þjóð- þarfa, ef skip Tuliniusar gæti komið þar við. Skólablaðið og stafsetningin. í 21. tbl. SkólablaSsins stendur eftir- farandi grein: »Hvaða réttritun á að fylgja? Svo spyr margur kennarinn, þegar hann tekur til starfa í skólanum sinum. Svörin geta varla orðið mörg. Eins og nú er komið, getur varla verið um nema tvent að ræða: réttritun þá, sem stjórnarráðið fyrirskipaði að hafa á Lesbókinni, eða hina svoköllnðu Blaðamanna-réttritun. En hverri þeirra er þá tiltækilegra að fylgja i kenslu móðurmálsins i skólum og heimahúsum? Yfirstjórn fræðslnmálanna hefir ekkert fyrirskipað um það, hvorri þessari réttritun skuli fylgt. En skýra benaingu hefir hún gefið með þvi að mæla svo fyrir, að halda ekki blaðamanna-réttrituninni óbreyttri á Lesbókinni. Afbrigðin eru aðallega þau, að rita je en ekki é, og alstaðar s þar sem s-hljóð er, en hvergi z. Samt sem áður eru börnin i mörgum skól- um látin rita é og z. En er það praktiskt? Er það gjörlegt að kenna aðra réttritun börnum en þá sem þau hafa fyrir sér i Les- bókinni? Er nokkurt vit i því að nota til lestrar- æfinga kenslubók, tem sýnir börnunum aðra stafsetningu en þá, sem þau eiga þó að læra? En svo er lesbókin ekki lengur ein um hituna. Nú er komin út ný íslenzk málfræði, sem efalaust verður notuð við kenslu i mörgum skólum og á mörgum heim- ilum. tiEnnfremur er komin ný kenslubók i Dönsku, sem lika mun verða notuð í þeim barnaskólum, sem^danska er kend i..Ábáð- um þessum bókum er sama réttritun og á Lesbókinni, je en ekki é, og engin z. Það er ósennilegt, að nokkur kennari sé svo elskur að é-inu og z-unni, að hann vilji vinna það fyrir að halda trygð við þessa stafi og ekki eyðileggja með þvi skólavinn- una eða að minsta kosti tefja mjög fyrir góðum framförum barnanna i þvi að skrifa móðurmálið rétt með samkvæmni, — ef hann má ráða«. Svo mörg eru orS .‘fkólablaðsins. Við skulum athuga þau. Einkennileg spurn- ing er þetta: ))Hvaða réttritun á að fylgja?« Eg efast um að margir kennarar spyrji svo: En spyrji lyðkennarar þannig, verður svarið: Blaðamannaróttritun- i n a. Og hvers vegna? Vegna þess að grundvöllur hennar er ágætur að dómi skynbærra manna. Hún er viðurkend einföld og hefir fengið víðtæka útbreiðslu. Mikill meirihluti skólabóka okkar er rit aður með stafsetningu þeirri, að ógleymd- um blöðum, tímaritum, skáldverkum og íræðibókum. Henni hefir verið fylgt í kennaraskóla landsins, þeim, er í Flensborg stóð, síðan hún var samþykt. Sú barnakennarastótt, sem nú er til í landinu hefir því Blaða- mannastafsetniugu. Hverniggetaþábarna- kennarar, með innlendri kennaraskóla- mentun spurt: Hvaða stafsetningu eig- um viðaðfylgja? Það skyldu þá vera þeir, semútskrifuðust síðastliðið vor úr kennara skóla Reykjavíkur, og höfðu Lesbókar- heftintil grundvallar stafsetningu sinni. Eg er ekki samdóma Skólablaðinu um það, að tvent só fyrir hendi, annaðhvort að halda Blaðamannaróttritun eða taka upp róttrituu þá, er fráfarin stjórn skip- aði að hafa á Lesbókinni. Blaðamannastafsetninguna e i n a er um að tefla. Stjórnarráðið grelp þarna óviturlega fram í og móti vilja góðra skólamanna. Þetta gerði það, þegar verst gegndi, eln- mitt þegar Blaðamannastafsetningin var búin að festa rætur. Eins og vlð var að búast, hafði þetta tiltæki stjórnarinnar ekki áhrif á sjálf- stæða kenn&ra. Þeir gengu þegjandi fram hjá stafsetn- ing Lesbókarinnar og héldu Blaðamanna- stafsetningunni. Bókin var ekki beldur þvi vaxin að vinna sór hylll þeirra að öðru leyti. Heimspekingar og biskupar geta verið beztu menn, eu hvort þeir eru jafnfœrir okkur kennurum — eða færari, til þess að skrlfa fyrir börn eða velja efni í les- bók handa þeim, er annað mál. Bókin s/nir sig. Þó spyr Skólablaðið hvort gerlegt só að kenna börnum aðra róttritun en þá, sem só á Lesbókinui. Þvl verð eg að svara játandi. Við höfum gert það og okkur hefir tekist það. Eins og nú er ástatt, sjá börnin Blaða- mannastafsetningu á miklum meiri hluta bóka sinna, og einmitt á þeim bókum, sem notaðar eru við íslenzkukensluna. Þar má benda á Æfint/rin, Fornsögu- þættina, Skólaljóð og Ritreglur Valdimars Ásmundssonar, sem nú er eina bókin sem börnin lesa um málfræði og staf- setningu. Við getum spurt gagnstætt því, sem Skólablaðið spyr. Er gerlegt að kenna aðra stafsetningu en þá, sem er á málfræðinni, er börniu lesa í Og — er gerlegt að kenna aðra stafsetningu en þá, sem stafsetningar- kenslubókin sk/rir fyrir börnunum? í barnaskóla Reykjavíkur lesa börnin Ritreglur Valdimars Ásmundssonar. Nú lesa þau, til dæmis að taka, í bók þeirri um báða stafina z og ó. Síð- an kemur kennarinn í kenslustund og segir börnunum, að þau megi hvorki rita ó eða z; í stað þeirra stafa eigi þau að rita je og s, af því það só gert und- antekningarlítið í Lesbókinni! Það er til of mikils mælst að ætlast til, að kennarar gangi svo í berhögg við alla sanns/ni, frammi fyrir nemendum sínum, að bjóða þeim að rita gagnstætt því, er aðalstuðningsbók þeirra í staf- setningu bendir á. Það er bæði ósamkvæmni og vitfirra að fylgja stafsetning lesbókarinnar þeg- ar svona stendur á. Það dettur vitanlega engum sjálfstæð- um kennara í hug, nema hann só kúg- aður til að víkja frá sannfæring sinnl með skipun yfirboðara sinna. Það er harla kátlegt, þegar alt er at- hugað, að góðum kenslumálamönnum skuli koma til hugar að miða stafsetn- inguna eingöngu víð þenna óséða Les- bókarvísi. Þá koma nú þau rök Skóla- blaðsins, að í viðbót við Lesbókina só komin n/ málfræði, sem notuð verði við kenslu bæði í skólum og á heimil- um. Ennfremur só komin dönsk kenslu- bók og fylgi báðar þessar bækur Les- bókarstafsetningunni. Skólablaðið á hór við íslenzka málfræði eftir síra Jónas Jónasson. Þessi viðbót greinarinnar styrkir ekki málstað Skólablaðsins. Svo stendur á, að róttast værl að ganga fram hjá bókinni fyrst um sinn og láta ekki lesa hana í barnask.ólum. í fljótu bragði virðist þessi mált'ræði betri en sú sem við notum, einkum að niðurskipun efnisins, en þegar betur er aðgætt, er ósamkvæmni þar svo mikil ásamt hreinum vitleysum, að hættulegt getur verið að láta óþroskaða nemendur lesa hana, nema kennararnir taki höf- undi fram að þekkingu í málinu og ná- kvæmni. Dæmin f bókinni eru ekki vel valin. Víða eru þau illa sk/rð, reglur gefnar, sem óðar svíkja, ritháttur á reiki, full- yrt það, sem engri átt nær og svo fram- vegis. Sjáist vansmíði á ritum eða rit- hætti n/græðinga er öxin reidd miskunn- arlaust, en þegar gamlir menn í hett- unni segja vitleysur, eins og hór á sór stað, þegja ritdómarar. Hvað veldur? Dönskunámsbókina læt eg llggja milli hluta. Hún er lítt útbreidd enn og kemur íslenzkri stafsetning ekki svo mik- ið við og styður að engu málstað Skóla- blaðsins. En þarfara verk hefðu höf- undar hennar unnið, að mínum dómi, ef þeir hefðu samið kenslubók í íslenzkri málfræði, sem tekið hefði fram ritregl- um Valdimars. íslenzk alþ/ða á að læra móðurmálið sitt á undan dönskunni. Danska getur komið þegar ekkert þarfara er til að læra í barnaskólunum. Kemur þá að síðasta atriði greinar- innar. Þar segir svo, að ósennilegt só að nokkur kennari só svo elskur að é eða ’z að hanu vilji eyðileggja skólavinnu með því, að halda trygð við stafi þessa, eða tefja fyrir góðum framförum barn- anna í því að rita móðurmálið rótt og með samkvæmni. Já, svo er nú það. Skárri er það samkvæmnin og fram- förin, sem við náum í stafsetningu, ef við látum börnin rita je og s, en s/n- um þeim um leið, að í flestum náms- bókum þeiira eru stafirnir ó og z ritaðir; auk þess sem málfræðin þeirra kennir þeim að nota báða síðartöldu stafina. Eg kanri ekki að hugsa eins og Skóla- blaðið hugsar þarna og veit eg, að marg- ur kennari vorkennir það. Hór er um það að tefla hvað hagfeld- ast sé. Þess vegna liggur allra næst að halda Blaðamannastafsetningunni. Kennari, sem fylgir Blaðamannastaf- setningu, tefur ekki framfarir nemenda sinna með því, eins og nú standa sakir. Það er Lesbókin, sem tefur fyrir, það er hún, sem reynir að eyðileggja skólavinnu okkar og samkvæmni í stafsetningu, og það er hún, sem á að breyta til en ekki kennarar. Hallgr. Jónsson. Veðrátta viknna frA V.—18. nóv. 1906. Kv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. Sunnd. 5,0 6,8 i,5 6Æ 2,8 8,1 (Wi Mánud. 5.0 4,6 4,4 4.5 0.5 6,1 9,6 Þriðjd. ‘2.2 0,7 -1,0 -1,0 -4,5 0,6 4,3 Miðvd. -2,0 —2,5 -1.8 -6,8 -6,5 -0,6 2,1 Fimtd. 1,0 0,7 0,2 -2,7 -8,9 -2,7 0,0 Föstd. -0,2 0,8 -1.8 -0,7 -4,0 -0,6 1,6 Langd. —3.6 8.0 -4,0 -68 -11,6 -8,6 —Q|8 Kv. = Keykjavik ; íf. = laafjörður; Bl. = Blöndnós; Ak. = Aknreyri; Gr. = Grímsstaðir; Sf. = SeyMsfjörönr ; Þli. = Þórshöfn i Færeyjnm.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.