Ísafold - 20.11.1909, Qupperneq 2
302
t 8 A F O L D
^^llum hinum mörgu, fjær
og nær, sem heiðrað hafa
gullbrúðkaupsdag okkar hjóna
með vinsemdar kveðjum og
samfagnaðaróskum, vottum við
hérmeð okkar innilegt þakklæti.
Reykjavík 18. nóv. 1909.
Pdll og Thora Melsteð.
aðallega ef ekki eingöngu í því skyni
að þreifa fyrir sér, hvort óhætt mundi
eða ekki að tildra öðrum lagði, miklu
hefðarlegri þó, á náfrænda sinn, sem
engan grunaði um neinn ímugust á
því góðgæti. En sú raun fór svo,
að aldrei var í það ráðist. En hitt
bar til mörgum árum síðar, að stássið
það var hengt á annan náfrænda hins
sama valdshöfðingja, þann er sízt var
hætt við að flökurt yrði af og hann
átti upp að unna stórmikla velgerð,
þar sem var hið öflugasta og ósér-
hlífnasta kjörfylgi, sem dæmi munu
vera til á því landi, og mun hafa ver-
ið veigamesta stoðin, sem lyfti honum
upp í valdasessinn. Þá var um leið
tekið það kynduglega ráð, að láta
annan mann fljóta með, til þess að
minna bæri á. Og kom eitt »heið-
arlegtc málgagn stjórnarhöfðingjans
því upp eða gaf greinilega í skyn, að
nafnbót sú mundi eiga eitthvað skylt
við fyrirheit af þiggjanda hendi um
töluverð fjárútlát í sambandi við út-
lendinga-flóðið mikla og veglega árið
1907. Það flutti þá frétt, að ná-
unginn sá hefði rofið heitið.
Þessi er sagan af titlatogs-endur-
reisnaröldinni frónsku. Hún hefir ekki
orðið til að veita því byr. Og mun
vera eindregnar horfur á, að þar megi
slá í botn með því alkenda forn-sögu-
niðurlagi: Og lýkr svá þessi sögu.
NiðursuöuYerksmiójan Island
Sölumarkaður fyrir íslenzka sild.
Það segja þeir, er því máli eru
kunnugir, að svo hafi reynst undan-
farin ár, að ekki hafi verið seljanlegt
á heimsmarkaðinum nema ákveðinn
tunnufjöldi af síld þeirri, er veiðst
hefir hér við land i reknet og herpi-
nætur, og afleiðingin því orðið sú,
að síldarverðið hafi farið niður úr
öllu valdi, þegar vel hafi veiðst. Þetta
hafi komið mjög hart niður á þeim
íslendingum, sem voru farnir að stunda
herpinótaveiði fyrir Norðurlandi, sér-
staklega í fyrra sumar.
Til þess að draga úr þeirri áhættu
þarf að útvega síldinni stærri og viss-
ari markað.
Leiðin til þess er fyrst og fremst,
að kynna sér rækilega, hvort þeir, er
sildarinnar neyta, vilja hafa hana salt-
aða, kverkaða, aðgreinda, umbúna o.
s. frv. á þeim stöðum, þar sem mark-
aðurinn er.
Nú sem stendur er aðalmarkaður
fyrir íslenzka síld í Svíþjóð og á
Þýzkalandi, og var veittur á siðasta
þingi ofurlítill styrkur handa síldar-
matsmönnunum íslenzku til utanfarar í
þeim erindum, að kynna sér þann
markað.
Borist hafa ennfremur fyrir skemstu
fregnir um það, að fá megi markað
fyrir íslenzka síld í Bandaríkjunum í
N.-Ameriku. Það er sagt áreiðanlegt,
að tveir meiri háttar síldarkaupmenn í
Stafangri hafi selt íslenzka sild til
Bandaríkja undanfarin ár. Og nú i
sumar hafa komið fyrirspurnir um ís-
lenzka síld frá Chicago og viðar að,
hvort hún mundi vera fáanleg og
hvernig hún væri verkuð m. m.
Fyrir því mundi vera ómissandi að
senda þangað mann eða menn til þess
að komast fyrir hið sanna um mark-
aðsástand þar vestra og horfur fyrir
islenzka sild. Sá fararkostnaður, nokk-
ur hdr. kr., mundi sennilega marg-
borga sig fyrir landið. Sá tilkostnað-
ur er ekki lengi að vinnast upp, ef
sæmilega tekst til, og langt fram yfir
það.
Út af skýrslu um verksmiðju mína í 59.
tölublaði íeafoldar leyfi eg mér að beiðast
rúms fyrir fáeinar línur i heiðruðu blaði
yðar.
Heiðursskjal er rétt þýðing á orðinu
»Hœdersdiplom» og er það lægsta viður-
kenning, er sýningar gefa, jafnvel lægri en
eirpeningur. Viðurkenningin, sem verksmið-
jan hlaut var, Diplom af 1 ste klasse« og
fylgdi því silfurpeningur og hlaut engin
niðursuðuverksmiðja hærri verðlaun, jafnvel
ekki hin góðfræga verksmiðja Beauvais,
enda mætti vel kalla þetta æðstu verðlaun
gýningarinnar þar sem að eins 2 menn
(Valdemar Poulsen og byggingarmeistari
sýningarinnar) fengu gullpening. — Blaðið
gefur í Bkyn, að kvenmaður í islenzkum
skautbúningi hafi haft afgreiðslu á hendi i
búð verksmiðjunnar. Detta er eigi rétt,
þegar af þeirri ástæðu, að þar var alls ekk-
ert selt. Og annað átti hún ekki að gjöra
en afhenda gýningargestunum snoturt aug-
lýsingarBpjald og gefa þeim, sem vildu upp-
lýsingar um afurðirnar.
Degar eg nú minnist þess, að enginn
hneykslaðist á því, að frú Emma Gtd not-
aði skrautbúna Btúlku til að auglýsa sýn-
ingu sina hér um árið, get eg ekki með
nokkuru lifandi móti séð, að skautbúningn-
nm okkar hafi verið gjörð nein hneysa með
þvi að hafa hann til að vekja eptirtekt út-
lendinga á íslenzkum afurðum. Og eins
sannfærður er eg um, að það hefur engan
útlending hneykslað, blátt áfram af þvf, að
þeir eru alvanir að sjá þjóðbúninga notaða
& þennan hátt.
Hins vegar eru þess nóg dæmi, að land-
ar hafi eigi allsjaldan gjört sig hlægilega i
augum útlendinga með þvi að sýna barna-
lega þjóðarfyrtni.
ísafirði þann 17 okt. 1909.
Pétur M. Bjarnarson.
Aths ritstj. Sitt finst hverjum. Svo er
og um þetta mál. — En fáliðaðan hyggj-
um vér hr. P. M. B' standa uppi með þá
skoðun, að það eigi vel við, að nota skaut-
búninginn íslenzka, þann veg, sem gert var
á Árósasýningunni. Enda munn þeir, sem
hlut áttu að máli hafa fundið til þess, því
að skautbúningurinn livarf von bráðar. —
Úr þvi hr. P. M. B. vildi hafa þjóðbúning
gat hann valið um prysuna og npphlutinn
— en skautbúninginn átti að sjá í friði.
Liausar sýslanlr. Póstafgreiðsla i
Hafnarfirði með 1300 kr. ársþóknnn og að-
stoðarmannsstarf i stjórnarskrifstofunni is-
lenzku i Khöfn með 1600 kr. árslaunum.
Umsóknarfrestur til áramóta.
Umboðsmannaskifti.
Hinn 14. þ. mán. var umboðsmanni
Múlasýslnaþjóðjarða Guttormi Vigfús-
syni í Geitagerði vikið frá þeirri sýsl-
an sakir vanskila og S v e i n n Ó 1-
afsson stöðvarstjóri í Firði í .Víjóa-
firði settur umboðsmaður í hans stað.
Mjög fróðlegt erindi,
eitt af þrem, um máttmanns-
andans, flutti hr. Einar Hjörleifsson
í Iðnaðarmannahúsinu siðastl. sunnu-
dag. Húsfyllir var og meir en það,
en fjöldi manna varð frá að hverfa,
án þess að komast inn. — Er svo
oftastnær, er E. H. lætur til sín heyra.
Þetta erindi hr. E. H. var aðallega’
um hugsanaflutning (telepati) og fjar-
skygni. Þessar hliðar af starfi manns-
andans hafa verið ransakaðar feikimikið
af erlendum vísindamönnum upp á
síðkastið. Sagði hr. E. H. margar
mjög merkilegar sögur af vísindalegum
tilraunum þeim, er gerðar hafa verið
í þessa átt. —
Fólk hér hefir farið mjög varhluta
af fræðslu um þessi efni, og á hr. E.
H. því þakkir skildar fyrir að taka þau
upp og er vel farið, að Alþýðufræðsla
Stúdentafélagsins skyldi gangast fyrir
því.
Það er algert mishermi,
sem blaðið Ingólfur flytur, að hr. E.
H. hafi komist nokkuð inn á »anda-
trú« (spíritisma) í erindi sínu, mis-
hermi, sem verður að leiðrétta, því
að margt fólk er svo gert, að það
mundi fælast frá að hlusta á erindi
þessi, ef það kæmist inn hjá því, að
þau fjölluðu um »andatrú«, og væri
það mjög illa farið. Hr. E. H. tók
það sjálfur fram á sunnudaginn, að
hann mundi ekkert hreifa spiritisma
hvorki í því erindi né hinum, sem eftir
eru.
Á morgun kl. 5^/2 flytur hr. E. H.
annað erindið.
Leikhúsið.
í fyrra kvöld lék leikfélagið í fyrsta
sinni, fyrir húsfylli, leikinn »Ástir og
miljónir«. Dómur um leikinn kem-
ur í næsta blaði.
Ending nýja ráðuneytisins
danska.
Fremur er svo að heyra á erlend-
um blöðum, að óvíst sé, að það muni
verða svo skammlíft, sem margra
hugboð var í fyrstu.
Liðsveit þess á þingi er tæpur
fimtungur fólksþingsins, og enn fá-
mennari í hinni deildinni, landsþing-
inu. En jafnaðarmenn i fyrnefndri
þingdeild, sem eru annar fimtungur
hennar eða freklega þó, hafa heitið
því fylgi sinu það og það langt. Enn
er því talið víst fylgi nokkurra hægri-
manna (6), þeirra er greiddu atkvæði
í gegn hervirkjanýmælinu í sumar.
Og búið, að enn kvarnist það utan
úr hinum flokkunum, að sæmilega
haldgóður meiri hluti verði úr til
fylgis við stjórnina.
Það ber til fyrst og fremst, að
fullreynt er, eftir alt baslið og brask-
ið undanfarin missiri hin síðustu, að
enginn hinna þingflokkanna á sér
riokkura von nægilegs fylgis til þess,
að lafað geti við völd stundu lengur.
Þessi er þó langliklegastur til þess,
þótt smár sé En svo stendur á'því,
að sá flokkur (gjörbótamenn) veit,
hvað kann vill, — hann eða hans
forustumenn. Stefnuskrá þeirra er
einbeitt og ákveðin. Það líkar al-
menningi vel, jafnvel þeim mönnum,
sem hana aðhyllast engan veginn nema
í sumum atriðum. Um hringlanda
eða skoðanaveilu er ekki hægt að
bregða þeim. Þeir eru svo skapi
farnir, að þeir kjósa heldur að falla
við sæmd en að hopa á hæli. Því
kunna mætir menn vel jafnan.
Annað er það, að þeir eru sagðir
dugandi menn, allir hinir nýju ráð-
gjafar, engu siður en fyrirrennarar
þeirra um síðari árin og fremur þó.
Þetta bera þeim sæmileg málgögn mót-
stöðuflokka þeirra.
Þá er enn, að þjóðin kann því
mjög vel eða mikill meiri hluti hennar,
að hið nýja ráðuneyti ætlar það fyrir
sér afdráttarlaust, að hreinsa til fulls
eftir Alberti-hneysklið. Moka ræki-
Iega þann flór allan og hlífast hvergi
við. Þyrma engum honum samsek-
um, stórbófanum, er bakað hefir landi
og lýð lítt bætanlegan skaða og skömm.
Hlífa engum þar við riðnum, i smáu
né stóru, hvort sá heitir J. C. Christen-
sen, Sig. Berg, o. s. frv., og hvort
sem hátt er settur eða verið hefir
settur, eins og þeir, eða mörgum
skörum lægra. Þvo af þjóðinni kám-
ið það alt. Láta engum óhegnt, sem
það verður um kent.
Þetta líkar öllum vel eða allflestum.
Og þeir, sem öðru vísi eru skapi farnir,
neyðast til að samsinna þvi. Fyrir-
verða sig fyrir hitt.
Loks eru sumar hinar helztu rétt-
arbætur, er gjörbótamenn — stjórnar-
liðið nýja — bera fyrir brjósti, alþjóð
geðfeldar fremur en hitt. Svo er um
hagfeldari og réttlátari kjördæmaskift-
ingu í landinu. Umbótamenn, stjórn-
arliðarnir eldri, hafa neyðst til að lýsa
sig þeirri réttarbót fylgjandi. Þeir
einir andvigir, sem hlunnindi njóta
af rangindunum, svo sem eru auð-
kýfingar og aðrir lýðdrotnar.
Stjórnarbót hafa og gjörbótamenn
í ráði, hugsa sér að draga nokkuð úr
valdi efri deildar, með réttlátari kosn-
ingaskilyrðum þar og kjörgengis, af-
námi konungkjörinna þingmanna, m.
fl. Það geðjast vel hinni yngri kyn-
slóð og flestum frjálslyndum mönn-
um.
Það er því sízt fyrir að synja, að
minnihluta-ráðuneyti þessu verði eigi
allfárra lífdaga auðið. Kjördæmafrum-
varpið verður lengi á döfinni, og stór-
miklar líkur til, að afdrif þess á þingi
verði þeim happadrjúg, stjórnarliðum,
hvernig sem fer. Verði því hrundið,
mun þing verða rofið og þeim þá
vaxa ásmegin, er kjördæmaranglætið
sviður sárt. Þeir munu þá sækja fast
fram að hefna þess. En hafist það
fram, er sjálfsagt að rjúfa þing til að
reyna þegar í stað hina nýju réttar-
bót og neyta þess, hve afturhaldsliðar
standa þá sýnu ver að vígi.
Frá írasstöðinm.
Nú er komið svo langt, að mestan
hluta götuæðanna er búið að leggja,
og hefir vinnan þó ekki getað gengið
fullum fetum svo vikum skiftir vegna
skotfæraskorts og frostkafla, sem kom-
ið hafa. Bæði i miðbænum og vestur-
bænum er búið að leggja æðarnar á
öllu þvi svæði, er gasljósker eiga að
koma í göturnar, og þar geta menn
þvi eftir vild látið leggja pipur inn til
sin.
Skyldi svo fara, að gass yrði einn-
ig óskað utan þessa svæðis, þ. e. a. s.,
að þeir sem heima eiga utan þess,
sæki um það til bæjarstjórnar eða gas-
nefndar að fá aðalæðarnar framlengd-
ar, þá er firmað Carl Francke einnig
skylt til að leggja þar gasæðar.
í austurbænum, fyrir austan lækinn,
er þegar búið að leggja ca. 3600 metra
af pípum. Nú sem stendur er verið
að vinna í Laufásvegi, Bókhlöðustig
og Miðstræti.
Menn geta tekið eftir því, að i eiu-
stöku götum hafa verið skilin eftir ca.
10 metra löng svæði og engar pípur
lagðar í þau. Á þann hátt hefir alt
æðakerfið verið lagt í sundurlausum
bútum, 500—1000 metra löngum,
svo að hægar megi reyna, hvort alt
sé jafn vel gert og loftþétt, þegar
búið er að leggja húsæðar og ljóskera-
leiðslur út frá stykkjum þessum. Stykki
þessi verða þá fyrst tengd hvort við
annað, þegar alt annað er fullgjört,
eða rétt áður en stöðin tekur til starfa.
Yfirleitt er mjög vandlega frá öllu
gengið, til þess að komast hjá öllum
viðgerðum siðarmeir.
■ -
S kautafél agið
ætlar að efna til þriggja kapphlaupa
á tjörninni í vetur, tvö verða hrað-
hlaup, annað fyrir fullorðna, hitt fyrir
börn, en hið þriðja verður listahlaup.
Félagið ætlar að halda uppi kenslu
í skautfimi og hefir fengið hr. Lúðvík
Lárusson verzlunarm. til að standa
fyrir henni. Þeir, er taka vilja þátt
i kenslunni eiga að snúa sér til hans.
Félagsstjórnin hefir mikinn hug á
að koma upp tilbúinni skautabraut með
tímanum. Telur það bráðnauðsyn-
legt, eigi skautfimi Islendinga að kom-
ast i verulega gott horf, þvi að tjarn-
arísinn er stopull mjög. Þessi til-
búna skautabraut myndi bezt sett á
Melunum og ætti að mega nota hana
til annarra íþrótta á sumrin svo sem
fótknattleiks, o. s. frv. En tilbúnar
skautabrautir eru mjög dýrar, og fær
ast sjálfsagt nokkur árin til yfir félag-
ið, áður en það getur færst slíkt
stórvirki i fang. Stjórnin gerir ráð
fyrir að safna fé i sérstakan sjóð i
þessu skyni. Sjóðsvisirinn varð þeg
ar á fyrsta stjórnarfundinum, er á þetta
var minst, milli 40 og 50 kr., en á
að komast upp í 5—6 þúsund kr. —
Þeir, er skautfimi unna — og þeir
eru margir — leggja vonandi eitthvað
af mörkum í þenna sjóð.
Eins og i fyrra — hefir Skauta-
félagið fengið leyfi bæjarstjórnarinnar
til að leggja undir sig nokkurt svæði
af tjörninni, og ætlar það sér að gæta
þess stranglega, að engir ryðjist þar
inn án aðgöngumiða. Sú ókurteisi
að nota sér svell það, er félagið hefir
látið bæta með ærnum kostnaði, á
enga hlífð skilið.
Frú Sigríður E. Magnusson
frá Cambridge, fer utan á Sterling
i dag eftir nokkurra vikna dvöl hér.
— Grein frá henni út af nokkrum
greinum, er birtust í ísafold 1896,
um Vinaminni og kvennaskóla henn-
ar þar, kemur innan skamms i ísafold;
gat ekki komist að i blaðinu, áður en
frúin fór, vegna rúmleysis.
Myndargjöf.
Ht. Th. Thorsteinsson kaupm. hefir
gefið Skautafélaginu íorláta drykkjar-
horn, mikið og fagurt, til verðlauna
fyrir listfengið skautakapphlaup.
Veðrótta
vikuua frA M,—20. nóv. iBOO-
Rv. íf. Bl. Ak. Gr. | Sf. Þh.
Sunnd. -8,8 -8,2 -10,0 -9,8 -10.0 -8,8 -2,2
Mánud. —2,0 -2,1 -0,8 -2f> —4.0 -4,2 -2,9
Þriðjd. 2,2 -1,0 2.1 2,0 1,5 -0.1 6,0
Miðvd. 2,0 2.0 8.4 4,0 2,0 7.8 6,0
Fimtd. 1,5 0,8 1« 1,0 4.0 4,2 8.6
Föstd. 2,0 4.5 —2.0 2.0 -0,2 0.8 8.0
LftUgd. 8,6 —0,0 2,0 0,5 -2,6 0,6 2,6
Rv. = Reykjavikj íi'. — tsafjöróur;
Bl. = Blöuduósj Ak. = Akureyri;
Gr. = Grimsstaöir; Sf. = Seyöisfjöröur ;
Þh. = Þórshöfn l Kœreyjum.
Skólukiaðiö
stafisetningin,
Ut af grein með þessari fyrirsögn
í seinasta blaði Isaf. eítir Hallgr. Jóns-
son bið eg yður, herra ritstjóri, að
lofa mér að geta þessa í heiðruðu
blaði yðar:
Skólablaðið hefur ekki ætlað sér að
svo stöddu að berjast fyrir neinni
ákveðinni stafsetningu.
Til þessa dngs hefur verið nokkuð
mismunandi stafsetning kend í ýms-
um skólum landsins; komið hefur það
og fyrir, að i sama skóla hefur ekki
verið kend sama stafselning í öllum
deildum.
Þessu langaði nrig til að kippa í
lag, og stefndi því til fundar 6. þ. m.
flestum þeim kennurum í Reykjavík,
sem mér var kunnugt um að kendu
Islenzku í skólum. E11 eg lýsti yfir
því í fundarbyrjun, að eg vildi ekki
gerast formælandi einnar stafsetning-
ar annari fremur, af þeim, sem um
kynni að vera ræða. Tilgangurinn
með fundarhaldinu væri sá að reyna
að koma á icimrœmi.
Á fundi þessum voru 25 Islenzku-
kennarar. Þar voru samþyktar þessar
fundarályktanir:
Fundurinn telur heppilegt, að Blaða-
mannastajsetningin sé kend í ðllum
skólum landsins með peim ajbrigðum
einum, að z skal hvergi rita (samþ.
með 19 atkv. gegn 3);
og i annan stað:
Fundurinn telur ekki heppilegt, að
stjórnin geri neinar ráðstajanir um
pað, hverri' stajsetningn sé Jylgt í
skólunum, nema pá ejtir tillögum
kennara (samþ. með 19 atkv. gegn 1).
Svar kennaranna á þessum fundi
er skýrt. Þeir vilja halda Blaðamanna-
stafsetningunni með þeim afbrigðum
einum að rita hvergi z-u; þeir vilja
þannig miðla málum milli Lesbókar-
innar og Blaðamannastajsetningarinn-
ar. Eftir er að vita hvort samkomu-
lag fæst um þenna miðlunarveg, við
blaðamenn. Þetta þykir mér nauð-
synlegt að taka fram, svo að lesend-
ur ísafoldar sjái rétt afstöðu Skóla-
blaðsins.
Jón Þórarinsson.
Sorgarsiðir Sorgin fylgir tízkunni eins
i fornöld. og hvað annaS. í fornöld
voru sorgarsiðir við Iát ættingja allir
aðrir en nú á dögum. Austurlandabúar
skáru hár sitt og eins gerSu Grikkir, en
Rótnverjar lótu hár og skegg vaxa meS-
an á 80rginni stóð. Þessi mismunur á
tízkunni sýnir það, að þjóðirnar lótu í
ljós sorg stua með því að vera gagn-
stætt þv/, sem þeir voru vanir að vera.
Grikkir höfðu sem só mikiö hár og skegg,
en Rómverjar stutt ef þeir voru þá ekki
skegglausir með öllu. Israelsmenn höfðu
einkennilegar aðfarir þegar sorg var á
ferðunt. Ef þeir áttu að sjá á bak ætt-
ingja, slitu þeir öll hárin af höfðinu,
lömdu sig alla í framan, tættu sundur
fiit sín frá hvirfli til ilja og gengu í
ruddafötum, stráðum ösku (sbr. »að
klæðast i sekk og ösku«). Þeir gengu
berfættir, kveiktu aldrei eld, lótu skegg
og neglur vaxa og þvoðu sér aldrei,
Sorgin stóð í 10 mánuði hjá Rómverjum.
Ef ekkja giftist áður en þessi tími var
liðinn, var hún talinn ærulaus. Menn
máttu ekki syrgja börn, er voru yngri
en 3 ára, en væru þau frá 3 og upp í
10 ára, áttu menn að syrgja þau jafn-
marga mánuði og börnin höfðu árin.
Sorgartíminn var þá oft styttur með til*
skipun frá öldungaráðinu. Eftir ósigur-
inn við Cannæ máttu menn t. d. ekki
syrgja lengur en 30 daga, Menn vildu
afmá sem fyrst minninguna um ófarir
iýðveldisins.
Hjónaband Enskur rithöfundur Sidney
stórskálda og Love að nafni hefir reynt
listamanna. að færa rök fyrir því, að
ofurmenni hljóti að verða slæinir eigin-
menn, einkum þó ofurmenni bókment-
anna. Hann hefur rannsakað hjónabands-
ástæður ekki færri en . 68 rithöfunda.
Meðal þeirra eru höfuðpaurarnir í brezka
skáldheiminum. Love hefir sýnt fram
á það, að af þessum 68 hjónaböndum
eru það ein 20, sem farið hafi nokkurn-
veginn skaplega. 23 voru hamingju-
snauð; sum jafnvel sorgleg — og 25
ofurmenui voru ókvænt. Hjónaband
Shakespeares ber öllum saman um, að
verið hafi hörmulegt; Miltou var þrí-
kvæutur og skildi við fyrstu konuna af
þv< að hún stökk frá honum eftir nokkr-
ar vikur. Dryden þjáðist ákaflega und-
ir hjónabandsfarginu. Swift var kvænt-
ur á laun konu, sem aldrei var hjá hon-
um; hanu sá hana ekki nema endrum
og sinnum og þá í viðurvist aunara.
Shelley kvæntist á unga aldri og skildi
við konuna; hún framdi sjálfsmorð.
Ruskin strauk með konu Millais mál-
ara. Goethe, Heine, Kleist, Musset
Whitman og Poe, voru og allir óláns-
samir í hjónabandinu. Love kennir
þetta meðal annars heimavinnu rithöf-
undanna. Flestir aðrir vlnna fyrir ut-
an heimilið, en rithöfundarnir erfiða í
sínum eigin húsum. Konan er eigi ætíð
svo þolinmóð, að geta beðið með að segja
manni sínum, ef vinnukonan hefur brot-
ið bolla eða gert grautinn sangann —
ef hanu er í stofunni við hliðina á henni.
En það er ekki altaf, sem jiessari trufl-
un er jafnvel tekið, ekki sízt ef maður-
inn er að lúka vlð ódauðlega bók.