Ísafold - 16.12.1909, Síða 1
Komui út ýmÍBt eina sinni eöa tvisvar l
vikn. Yerö Arg. (80 arkir minst) 4 kr., er-
lendis 5 kr. e&a 1V* dollar; borgist fyrir
mibjan júlí (erlendis fyrir fram).
1SAF0LD
UppiðKn (ikrifleg) bnndin við Aramöt, %t
ógild nema komln ið tU dtgefanda fyrir
1. okt. og aanpandi .iknldlam vib blaðið.
Afgreibala: Amtnritraeti 8.
XXXVI. árg.
Reykjavík fimtudaginn 16. des. 1909.
I. O. O. F. 91121781/,
Forngripasafn opid & virkum dögum 11—12
íslandsbanki opinn 10—21/* og ö »/*—7.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstMa frá 8 árd. til
10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 lft siðdegis
Landakotskirkja. öuðsþj. 9V* og 8 á helgum
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 —12 og 4—B
Landsbankinn 10 V*—21/*. Bankastjórn við 12—1
Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—3
Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1
Lækning ók. i læknask. þriöjd. og föstd. 11—12
Náttúrugripasafn opið i1/*—21/* á sunnudögum
Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 3. md. 11—1
Iðnaðarmenn 7
Munið eftir að ganga i Sjúkrasjób iðnaðarmanna
— Sveinn Jónsson gik. —
Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustíg 10.
A. C. Larsen. Esbjerg
Umboðssali fyrir: Vörubirgðir:
Slátnrfél. Snðnrl. 25 Vesterbrog.
Reykjavík Köbenhavn
tekur að sér að seija fyrir hæsta fáan-
legtverð: gærur, loðnar og snögg-
ar, húöir, tólg o. fl. Fljót reikn-
ingsskil, sanngjörn umboðslaun.
Símnefni: Ladejoged Esbjerq.
+
Herra
Hailgr. Sveinsson
biskup
lézt í dag kl. 11, eftir
langvinna vanheilsu, a
69. ári. — Var meðvit-
undarlaus frá því að-
faranótt rniðvikudags.
Æfiminning í næsta bl.
■3se
Stjórnmálabardaginn á Bretlandi.
Khöfn 27. nóv.
Hvað gera lávarðarnir?
í enska þinginu stendur nú hörð
rimma út af fjárlögunum. Foringi
lávarðanna Lansdowne var, eins og
sagt var frá áður i blaðinu, mótfallinn
því, að lávarðar feldu fjárlögin. Seinna
hefir hann tekið sig á að nokkru leyti,
því að nú hefir hann lagt fýrir deild-
ina tillögu til þingsályktunar um, að efri
málstofan telji sig ekki eiga með að
samþykkja fjárlögin fyr en þjóðin hafi
látið uppi álit sitt með nýjum kosn-
ingum.
Við því var fastlega búist, að þessi
tillaga næði samþykki málstofunnar
og jafnvel vænst, að umræðum yrði
lokið í fyrra dag. En þegar kom fram
í umræðurnar fór að koma hik á lá-
varðana, og einkum vakti það athygli
mikla, að Rosebery lávarður mælti á
móti tillögunni.
Umræðurnar verða því lengri en
til var ætlast í fyrstu. Mun það gert
til þess, að lávarðarnir geti tekið sam-
an ráð sín og. hugsað sig betur um.
Hvað stjórnin ætlar að gera, ef lá-
varðarnir samþykkja ekki lögin, veit
enginn, fram yfir það, sem hún hefir
sagt áður. En svo vitrir og þjóðhollir
eru lávarðar og íhaldsmenn yfirleitt,
að þeir ætla að styrkja stjórnina tií
þess að innheimta það, sem ekki eru
lög fyrir, ef fjárlögin verða feld eða
ekki samþykt, en það mun nema x/4
af árstekjum rikisins.
Vér munum skýra frá þv- nánar
hvernig öllu þessn reiðir af. Þetta
er einhver hinn mesti og mikilsverð-
asti atburður, er gerst hefir í sögu
Englands.
Khöfn 4. dea. 1909.
Efri málstofan fellir fjárlögin.
Afsta&a stjórnarinnar.
Yfirlýsing Asqaiths og neOri mál-
stofunnar. — Þingrof og barátta
um líf og dauOa.
Nú er sá atburður orðinn á Eng-
landi, sem þar hefir mestur gerst á
síðari öldum. Efri málstofan hefir
felt fjárlög neðri málstofunnar og
brotið með því stjórnarskrá landsins,
þá, er staðið hefir óhögguð í 6 aldir,
þó að aldrei hafi hún rituð verið né
löglcidd. Landsbúar hafa talið sér
frama að því að eiga óskrifuð lög,
sem allir hafa hlýtt til þessa. En nú
hafa lávarðarnir dirfst að breyta út af
þessari lögvenju, þeirri, að neðri mál-
stofan ráði ein öllu þvi, er snertir
fjárveitingar þingsins. Lávarðar segja
að vísu, að inn í fjárlögin sé sett ým-
islegt, sem ekkert komi þeim við, en
þvi er fljótsvarað af hinum: Skatta-
Lansdowne lávarður
löggjöf á fjárlögunum er löghelguð
venja, sem enginn hefir dirfst að mæla
á móti fyr, og að neðri málstofan
eigi ein um þetta að fjalla, má með-
al annars ráða af því, að konungur
beinir jafnan orðum sínum um fjár-
veitingar, í hásætisræðunni, að neðri
málstofunni einni.
Raunar hafa lávarðarnir ekki felt
fjárlögin beinlínis, en það kemur 1
sama stað niður. Þeir hafa samþykt
ályktun frá Lansdowne lávarði þess
efnis, að efri málstofan vilji ekki sam-
þykkja lögin fyr en kjósendur hafa
látið í ljósi skoðun sína á þeim með
nýjum kosningum. Svona er farið
að til þess að draga úr og til þess að
þyrla ryki í augu kjósenda, en stjórn-
arskrárbrot er það og það alveg jafn-
mikið eins og það, að þeir hefðu felt
fjárlögin hreinlega. Stjórnarskrána hafa
þeir b^otið með þvi að neita að stað-
festa fjárveitingalög neðri málstofunn-
ar, sem þeir hafa engan rétt til að
hrófla við og komið því til leiðar, að
þingið verði rofið vegna þess.
Lávarðarnir hafa með þessu æpt
heróp og hafið orustu þá, er nú á að
heyja harðasta í janúarmánuði — og
þeir hafa kveðið upp dauðadóm yfir
sjálfum sér að öllum líkindum, eða
drýgt pólitiskt sjálfsmorð, eins og
blöð framsóknarmanna segja.
Samþyktin í efri málstofunni.
Umræður lávarðanna um fjárlögin
urðu ekki langar, en varla mun nokk-
urt mál nokkurn tima hafa verið rætt
af öðru eins kappi og hita. Því lengra
sem leið á umræðurnar, því fleiri lá-
varðar bættust við í deildinni. Hafði
al'lur þorri þeirra ekki sést á þessum
stað í mörg ár og þjónar þingsins og
aðstoðarmenn þektu ekki helminginn
af þeim.
Þar töluðu lávarðar, ráðgjafar, bisk-
upar o. s. frv. af miklum ák'afa, en
þó fór alt skipulega fram í þingsaln-
um og töluðu stjórnarmenn og and-
stæðingar á víxl, nokkurn veginn að
jöfnu. En fyrir utan safnaðist saman
múgur og margmenni skömmu áður
en atkvæðagreiðslan átti að fara fram
og hugðust menn að gera aðsúg að
lávörðunum, og annaðhvort þröngva
þeim til þess að fella tillögu Lans-
downes eða reka þá i* úr salnum ef
ekki annað verra. En lögreglan hafði
vaðið fyrir neðan sig og umkringdi
þinghúsið og varnaði öllum að koma
þar nærri.
Á kvöldfundi 30. f. m. var loks
umræðum lokið og nú var gengið til
atkvæða. Sú athöfn stóð yfir í hálfa
Rosebery lávarður
klukkustund og var æsingur mikill á
báða bóga. Tillaga Lansdownes um
að leggja fjárlögin fyrir kjósendur, var
samþykt með 350 atkvæðum gegn 75,
eins og áður er getið um hér í blað-
inu. Var úrslitunum fagnað af lá-
vörðunum með miklu lófaklappi og
ópum.
Alyktun Asqulths.
Fögnuður í neðrl málstofunni.
Daginn eftir var haldinn fundur í
neðri málstofunni. Þegar Asquith yfir-
ráðgjafi kom inn í þingsalinn var hon-
um fagnað með dunum og dynkjum,
svo að dundi í hvelfingunum af lófa-
skellum og húrrahrópum, og þegar
hann stóð upp til þess að tala, var hon-
um fagnað af nýju af þingheimi.
Asquith las upp svo hljóðandi:
Yfirlýsing.
Eg hefi heyrt, að fjárlagafrumvarp
það, er samþykt var af þessari mál-
stofu, hafi verið felt i nótt af efri
málstofunni. Eg tilkynni þvf, að eg
ætla við fyrsta tækifæri, ef til vill þegar
Asquith yjirráðgjaji
á morgun að leggja fyrir deildina til
samþyktar svolátandi pingsályktun:
Efri málstofan, sem neitað hefir að
veita lagagildi fjárlagafrumvarpinu fyr-
ir fjárhagsár það, er nú stendur yfir,
hefir með þessu framið bersýnilegt
stj órnarskrárbrot og ráðist á réttindi
þau, er neðri málstofunni ber. (Lófa-
tak og húrrahróp).
Fundinum var þegar siitið, en strax
daginn eftir, lét Asquith bera upp
þingsályktunartillögu sína. Ekki var
æsingurinn minni þar en f efri mál-
stofunni. Þingmenn komu mörgum
stundum áður en fundurinn átti að
bytja til þess að tryggja sér sæti,
al't i..:i>eyrendabekkir voru fullsetnir
og margir buðu of fjár fyrir eitt sæti.
Þegar Asquith kom inn í salinn hóf
þingheimur siguróp, veifaði höttum
og skjölum og klappaði svo að það
var að heyra sem fossniður. Lloyd
George f)ármálaráðgjafi kom inn
skömmu síðar og var ekki síður vel
tekið. íhaldsmenn reyndu og að
klappa fyrir Balfour, foringja sínum,
þegar hann kom inn.
Afcquith stóð upp og hélt langa
ræðu og snjalla. Fór hann mörgum
hörðum orðum um gerræði lávarðaqna
og hafði þau orð, að nú nafi efri mál-
stofan á einni viku ónýtt alt, sem
neðri málstofan hefði verið að vinna
að í 6 vikur og þvi væri það ósæmi-
legt og ótilhIýðilegt, að deildin léti
liða svo einn einasta dag, að hún
áteldi ekki jafnsvæsna móðgun og
drambsamlegan yfirgang. (Heyr, bravo,
æptu framsóknarmenn).
Asquith skýrði og ennfremur frá
því, að hann hefði ráðið konungi til
þess að rjúfa þingið og að hann hefði
talið sig fúsan á að gera það. Hann
kvaðst ekki ætla að þiggja tilboð lá-
varðanna um að gefa út bráðabirgða-
flárlög til þess að geta heimt inn
skattana, enda hefðu þeir ekkert vald
til þess að sletta sér fram í fjármál
ríkisins. Hann kvaðst ætla að rjúfa
þingið strax og fengið núverandi stjórn
meiri hluta eftir kosningar, kvaðst
hann láta neðri málstofuna fyrst og
fremst samþykkja alla skattana, sem
stæðu á frumvarpi því, er nú væri
fallið og láta þá hafa gengið í gildi
um leið og neðri málstofan samþykti
þá í fyrra skiftið. Ummæli efri mál-
stofunnar um, að nauðsynlegt væri, að
málið yrði lagt undir dóm þjóðarinn-
ar, kallaði hann hlægilega hræsni og
stjórnmálaþvætting.
Balfour hélt þá ræðu og reyndi að
verja gerðir efri málstofunnar. Kvað
hann það mundu koma í ljós við
kosningarnar, að þjóðin væri lávörð-
unum fylgjandi í þessu máli, en kvað
þó efri málstofuna mundu samþykkja
hin feldu f)árlög, ef þjóðin vildi svo
vera láta.
Þá talaði Lloyd George og Hender-
son úr verkmannaflokkinum. Hann
lofaði stjórninni öflugum stuðningi
verkalýðsins gegn efri málstofunni og
öllu hennar athæfi.
AtkvasOagrelOðlan.
215 atbvaeOa meiri liluti.
Þá var ályktun Asquiths borin und-
ir atkvæði og hún samþykt með 349
atkvæðum gegn 134.
H o r f u r.
Það sem Asquith sagði um, að skatta-
lögin yrðu látin gilda aftur í tímann,
ef nýkosið þing samþykti þau, mun
vera gert til þess, að hægt sé að
heimta inn alla skatta á löglegan hátt
án tilstyrks efri málstofunnar. Fari
einhver f mál út af skattheimtu og
vilji fá endurgreitt það, sem af hon-
um er tekið, getur það ekkert haft
upp á sig, því að þingið verður búið
að samþykkja ákvæðið um gildi skatta-
laganna áður en dómstólamir hafa
dæmt slík mál.
Útlitið er ekki glæsilegt fyrir lávörð-
unum og það vita þeir vist sjálfir þrátt
fyrir digurmæli Balfours. Ekki geta
þeir búist við að vinna ný kjördæmi
annarsstaðar en á Wales og í London
og vandséð um það lika. Það sýnist
því vera líti.11 vafi á, að þeir fari flatt
við þessar kosningar. Líklega setja
þeir ekki markið hærra en það, að
atkvæði íra ráði úrslitum í neðri mál-
stofunni, en á þvi eru engar líkur og
það meira að segja allra-líklegast, að
þeir bíði mikinn ósigur og missi
fjölda kjördæma.
— Niður með efri málstofuna I,
verður heróp framsóknarmanna (Liber-
ala).
Tolllögl segja lávarðar og ihalds-
menn.
Hið fyrra mun mega sér meira.
Nú hafa lávarðar og auðmenn ekki
nema eitt atkvæði hver og fremur
mun alþýða manna kjósa, að nýir skatt-
peningar séu teknir að nokkru leyti
hjá þeim, sem við því mega, en að
hún leggi ein svo að segja alt til
ríkisþarfa.
V
84. tölublaö
Kosningabaráttan verður auðvitað
gífurleg því að hún er barátta um líf
og dauða. Stjórnin ætlar sér ekki að
hlífa efri málstofunni, ef kosningar
ganga henni að óskum. Það er mark-
miðið að gera neitunarvald hennar að
frestunarvaldi.
Að þetta sé annað en orðin tóm,
má ráða af því, að allsherjarsamband
framsóknarmanna á Englandi hefir
sent út tilkynningu þess efnis, að
ekkert framsóknarráðuneyti muni vilja
taka við völdum aftur nema neitunar-
vald efri málstofunnar verði takmarkað.
— Lagamenn —
P o 1 i t i k e n, sem er eitt þeirra
örfárra danskra blaða, sem tala að
jafnaði af viti og sæmilegri óhlut-
drægni um íslenzk mál, hefir einnig
gert það um bankamálið. Auk ann-
ars flytur hún ritstjórnargrein 27. f-
mán. með fyrirsögn 1 a g a m e n n, og
leggur út af þvi, þeirri danskri reynslu
eigi síður en íslenzkri, hve háskalegt
sé að ímynda sér þá, lagamennina,
til alls færa, eins þess, er enga hafa
þeir sérþekking á, þótt hennar þarfn-
ist bráðnauðsynlega.
Blaðið segir, að íslands ráðherra
muni varla hafa farið að gera þetta,
sem hann gerði: að víkja bankastjórn-
inni frá, þar á meðal háyfirdómara
Kr. J., svo miklum tíðindum sem slíkt
þykir sæta, ef hann hefði ekki haft
góð rök við að styðjast.
Kristján Jónsson getur, segir blað-
ið, verið hinn mesti sómamaður á
öllu íslandi, hinn réttlátasti dómari,
sem þar hefir dóma dæmt nokkurn
tíma — — og þó getur hafa dulist
gæzlustjóraaugum hans hin svæsnasta
óregla. Þar er ekki ráðvendnin, sem
hann hefir brostið, heldur að eins
bankaþekking. Hann hefir goldið
þeirrar hégilju (þess hleypidóms), að
lagamenn megi nota til alls.
Vér höfum haft hér í Danmörku
alveg sams konar dæmi þess, að
sómagæddur, flekklaus og dugandi em-
bættismaður hefir einmitt með sóma-
seminni og flekkleysinu hulið miljóna-
tjón. Dæmið er af Scharling borg-
arstjóra í Fredericia, er hafði verið
16—17 ár bankaráðsformaður og eng-
is orðið var, þrátt fyrir rækilegt eftir-
•lit. En er Landmandsbankinn sendi
þangað reglulegan bankamann, fann
hann hvað að var á ekki fullum sól-
arhring. —
Þetta, að hafa meiri háttar embætt-
ismenn í stjórn banka, sparisjóða og
þess kyns stofnana hefir, jafnan verið
varið með því, að það veitti ábyrgð
á, að alt gengi eins og vera ætti.
Og það er satt, að ef embættismað-
urinn hefði fengið bankamentun, þá
væri ábyrgð f ráðvendni hans. En
með hinu mótinu getur ráðvendnin
einmitt orðið að skálkaskjóli, er áræðnir
eða samvizkulausir bankastjórar nota
sér til að sóa annarra manna fé í grun -
leysi þeirra.-----
Þetta sprettur alt af því, að fólk
sér ekki það, að í lagamönnum er
alls engin ábyrgð öðrum fremur, þá er
kemur út fyrir það, er þeirra sérstak-
leg mentun tekur yfir.-----------
Einar Jónsson og dr. Egan.
í jólablaði enska ritsins >Graphic»,
er mynd af nátttrölli Einars Jónsson-
ar myndhöggvara (Dagsbrún) og kvæði
við, er nefnist »Tröllið og stúlkan*
eftir dr. Maurice Egan, sendiherra
Bandaríkjanna i Kaupmannahöfn.
Dr. Egan er stórhrifinn af Einari
og hefur meðal annars sagt um tröll-
ið, að það sé langmesta listaverk,
sem hann hafi séð í myndhöggvara-
list Norðurlanda.
■v