Ísafold - 23.12.1909, Blaðsíða 1
Kemui út ýmist oinu sinni eöa tvisvar 1
viku. Yerö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er-
lendig 5 kr. eða 14/a dollar; borgiat fyrir
mibjan júli (erlendig fyrir fram).
ISAFOLD
Vpp*0ga (Strifleg) btmdln vift dramót, sr
ógild nema komln sé til útgefanda fyrlr
1. okt. og aanpandi sknldlaas vift blaftift.
Afgreiftsla: Ansturstrieti 8.
XXXVI. árg.
Reykjavík limtudaginn 23. des. 1909.
87. tftlublað
Cook lygari.
Hefir aldrei komist á norðurskaut.
(Símfregn frá Ehöfn 21. des.).
Háskólinn danski hefir í dag (21.) lokið rannsóknunum á skjölum Cooks
og dæmt þau alqerlega marklaus. Þau sanni ekkert um, að Cook hafi á norður-
skaut komist.
Sjálfur er Cook horfinn.
Svo fór um sjóferð þá I
Sjálfsagt mun mega treysta því, að háskólinn danski muni ekki hafa
farið að kveða upp svo ákveðinn áfellisdóm, ef ekki væri dómararnir, dönsku
háskólakennararnir, hárvissir i sinni sök.
Og þótt ekki vildi maður fulltreysta dómi háskólans — þarf eigi fram-
ar vitnanna við, er Cook sjálfur hverfur, felur sig, »stingur af«. Það er
greinileg staðfesting frá honum sjálfum um, að hann hafi dregið allan heim-
inn á tálar. —
Robert Peary stendur nú með sigurpálmann í höndum. Frægð hans
mun greypt um aldir alda miklu dýpra inn í hugskot mannkynsins, v e g n a
p e s s, að Fredrick Cook reyndist falsari.
Nú mun heimur allur krjúpa Peary. Þeir, sem eigi trúðu honum áður,
munu biðja hann margfaldlega fyrirgefningar; hinir, sem á hann trúðu, mikl-
ast og láta enn meir af honum en áður.
Afreksverk Pearys fær hundraðfaldan ljóma yfir sig vegna svika Cooks.
Nema — hann skyldi nú líka reynast svikari; hans frásögn lika reyn-
ast hjóm og reykur I
Yfir því mundu hlakka ungir og óbornir fullhugar veraldarinnar. Þá
mundu þeir ekki þurfa að segja eins og Alexander forðum: Það er ekkert
fyrir mig að vinna. Það hefir ekkert verið skilið eftir handa mér.
--------@8©-----------
I. O. O. P. 911787a
Forngripasafn opið á virkum dögum 11—12
íslandsbanki opinn 10—2 */» og 5 V*— 7.
K. F. U. M. Lestrar- og akrifatðfa frá 8 árd. til
10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 V* siðdegis
Landakotskirkja. öuðsþj. 91/* og 6 á helgum
Lundakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—B
Landsbankinn 10 */*— 21/*. Bankastjórn við 12—1
Landsbókasaín 12—8 og 5—8. Útlán 1—3
Land8skjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1
Lækning ók. i læknask. þriðjd. og föstd. 11—12
Náttúrugripasafn opið i */*—21/* á sunnudögum
Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og B. md. 11—1
Iðnaðarmenn I
Muniö eftir að ganga i Sjúkrasjóð iðnaðarmanna
— Sveinn Jónsson gjk. —
Heima kl. 0 e. m. — Bókhlöðustig 10.
A. G. Laísen. Eshjerg
Umboðssali fyrir: Vörubirgðir:
Sláturfél. Suðurl. 25 Yesterbrog.
Reykjavík Köbenhavn
tekur að sér að selja fyrir hæsta fáan-
legt verð: gærur, loðnar og snögg-
ar, húðir, tólg o. fl. Fljót reikn-
ingsskil, sanngjörn umboðslaun.
Símnefni: Ladefoged Esbjerg.
Leikfél. Rvikur.
Á annan í jólum verður leikið
í fyrsta siun
síúíRan Jra ó'ungu:
sjónleikur í 5 þáttum
eftir Indriða Einarsson.
Leikfélaqsstjórnin.
„Nýir straumar.“
Svo sem kunnugt er, var stofnað
hér félag til blaðaútgáfu fyrir nokkr-
um missirum.
í stefnuskrá þeirri, er félag þetta
birti, tjáði það sig vera til orðið af
brýnni þörf þess, að eyða hinni
'iítaumlausu klutdragni flokkablaðanna,«
sem það kvað keyra svo úr hófi, að
andstæðingar »svijast pess ekki að
jalsa málsástceður og rok hver Jyrir
öðrum, skýra rangt Jrá málstað, til
pess svo að geta Jengið höggstað.«
»Hrakyrðin, brigzlin og getsakirnar
vekja óvild, úljúð, jajnvel hatur milli
einstakra manna og heilla flokka í
hverri sveit og sýslu í landinu. Þetta
blces inn sundrung og skiftir mónnum,
sem saman purja að vinna,J cesta ó-
vildarflokka, setn ekkert geta saman
unnið. Þetta eyðileggur rólega íhugun
mála og spillir dómgreind manna.«
»Þessum öjbgnuði verður að létta
aj,« sögðu þeir félagar ennfremur.
»Vér viljum halda blaðinu lausu við
allan slíkan rithátt, teljum slíkt ekki
sœmileg vopn, enda eru pau Jremur
vottur um pekkingar- og proskaskort,
en sanna Jbðurlandsást.«
Hið virðulega félag hét því hátíð-
lega — með mörgum og fögrum orð-
um — að halda blaði sínu (eða blöð-
um) vandlega fyrir utan öll þessi
hvimleiðu sker. Þau skyldu vera
allra blaða gagnfróðust og nýtust,
þjóðinni til viðreisnar andlega og lík-
amlega. Fara að eins með satt mál
og áreiðanlegt, en »jorðast persónu-
lega áreitni og hégómlegar stcelur.«
iNýjum straumum« skyldi veita
framrás í blaðamenskunni hér á landi,
— hugðnæmum og hollum straum-
um, sem »ekki mega hverja í aur-
skriður úljúðarinnar Jrá eldri tímum /«
Og ekki að gleyma þeim hinum
mikiisverða lið í stefnuskrár-skuld-
bindingunni, að »blaðið verður öllum
flokkum óháð«!!
Með þessum loforðum hleypti hið
virðulega félag málgögnum sínum
Lögréttu og Norðra af stokkunum.
Og til óbifanlegrar fullvissu um
það, að í engu skyldi skeika og ekk-
ert skorta á það, er heitið var, voru
jafnframt birt nöfn félagsmannanna,
þeirra tólf postula, er aðallega skyldu
standa fyrir að veita hinum »nýju
straumum« inn í þjóðlífsakur vor Is-
lendinga.
Og það voru engin smámenni,
flutningsmenn hins nýja og göfuga
boðskapar:
Árni Jónsson, prófastur og alþm. m. m.
Guðjón (juðlauaeson, alþm.
Guðlaugur Guðmundsson, alþm. og sýslu-
maður m. m.
Guðmundur Björnsson, alþm. og land-
læknir m. m.
Guttormur Yigfússon, alþm. og umboðs-
maður m. m.
Jóhannss Ólafsson, alþm. og hreppstjóri
m. m.
Jón Jónsson, alþm. og Zöllners-ráðsmað-
ur m. m.
Jón Magnússon, alþm., skrifstofustjóri og
síðar bæjarfógeti m. m.
Magnús Kristjánsson, alþm.og kaupm. m. m.
Petur Jónsson, alþm. og umboðsm. m. m.
Stefán Stefánsson, alþm. og hreppstjóri
m. m.
Þórhallur Bjarnarson, lektor, alþm. og
prófessor m. m. og siðar biskup.
Efndirnar?
Þær eru þjóðkunnar.
Og þær hljóta að vera og verða
metnar að maklegleikum.
Við það er að kannast, að áfátt
var og ábótavant blaðamenskunni hér,
þá er ofannefnt félag var sett á laggir.
En um það munu hinsvegar ekki
vera skiftar skoðanir, að aldrei hafi
öldur þess ósóma risið eins hátt, og
einmitt síðan blöð þessa félags komu
fram á sjónarsviðið, og það einmitt
hvað mest af þeirra völdum. »Taum-
laus hlutdrægni,« »hrakyrði, brigzl og
getsakir,* og jafnvel »falsaðar máls-
ástæður« ekki áður þekst í líkum
mæli og síðan.
Það eru hinir nýju og pjóðhollu
straumar.
Það þarf ekki að lita langt til baka
eftir dæmum, er staðfesta þetta.
Blekkingar Lögréttuliðsins í sam-
bandsmálinu eru alkunnar, og jafn-
framt dæmdar af þjóðinni, svo að
óþarft er að minna á þær frekar.
En þegar þær koma ekki að haldi,
— hvað er þá gert? Tekið til þess
ráðs, sem hvarvetna í heimi er talið
hið fyrirlitlegasta: að gera bandalag
við þá, sem við er að etja og halda
fyrir oss skýlausum þjóðarrétti vorum
— þeim rétti, sem þjóðin er sam-
huga um að krefjast, — og magna
jafnframt flokkshatur og æsingar með
landsmönnum innbyrðis.
Dymbilviku-undrin i vor — hvar eru
þeirra dæmin í hérlendri blaðamensku ?
Falsfregnadrífan um ráðherrann og
þingforsetana eins og svartasti þorra-
bylur. Reynt að æsa þjóðina með
uppspunnum ósannindum um hennar
mikilsverðasta velferðarmál. Og til þessa
starfs valin aðallega vikan helga —
páskavikan. Manni verður ósjálfrátt
að renna huganum til kennimanna-
höfðingjanna í Lögréttuliðinu.
Eða hinar svívirðilegu æruleysis-
aðdróttanir í garð einstakra manna eða
jafnvel heilla flokka: lleynt að klina
póstsjóðsþurðinum hér í sumar eða
hlutdeild í honum á andstæðing-
ana ‘Rótað i uppspunnum óhróðurs-
sögum til að reyna að sverta“andstæð-
ingana og espa þá hvern móti öðr-
um, og þeir jafnvel sakaðir um mann-
dráp (S. J. frá Fjöllum). — Mundu
nú vera mörg dæmi sliks í blaða-
mensku hér á landi áður en »Lög-
réttufélagið* varð til?
Nei, þetta eru »nýir straumar*.
Þá er hin prúðmannlega þaulleitni
nefndra »höfðingja« að fá talið þjóð-
inni trú um það, að ráðherrann sé
vitfirringur, allar hans gjörðir og ráð-
stafanir framkvæmdar í veikindaóráði
o. s. frv.
Þó kastar fyrst tólfunum nú í banka-
þjarkinu. Þar hefir lítið sem ekkert
verið haft á boðstólum af hálfu mál-
gagna Lögréttuliðsins, annað en taum-
lausar æsingar, látlaus níðyrði, ómeng-
uð lygi og ranghermi og ósvífnustu
getsakir. Sífeldir löðrungar á stefnu-
skrá Lögréttuliðsins, hina upphaflegu,
hvar sem litið er. — Vér hirðum ekki
um að nefna dæmi að þessu sinni,
en hægur nær að gera það seinna,
hvenær sem er, með því að þræða
blaðadálkana, þótt óskemtilegt verk sé
fyrir hvern óspiltan mann.
Sagt hefir verið, að blöðin væru
mælikvarði á siðferðislegt þroskastig
þjóðanna. En engin regla er án undan-
tekningar. Vér höldum því fastfram,
að undantekningarnar hér á landi séu
framar öllu öðru blöð Lögréttuliðsins.
Vonandi taka þeir menn, er á bak
við standa — og margir þeirra eru
sómamenn — í taumana, eða segja
sig úr öllu sambandi við blöð þessi.
Meðan nöfn þeirra eru viðloðandi út-
gáfu blaðanna, fellur Ijótur blettur á pá.
Gestur.
-----9SS------
Nýtt islenzkt leikrit.
Stulkan frá Tungu.
Leikfélagið sýnir í fyrsta SÍnni,
annan dag jóla, nýjan íslenzkan leik
eftir helzta núlifandi leikskáld vor ís-
lendinga, hr. skrifstofustjóra Indriða
Einarsson. Það verður 5. leikurinn,
sem sýndur er á leiksviði hér, eftir
þenna höfund. Áður hafa verið leikin
Hellismenn, Systkinin í Fremstadal,
Skipið sekkur og Nýársnóttin, og
náðu hin síðasttöldu mjög mikilli
hylli manna. En samið hefir hann
þar að auki t. d. Sverð og bagal, en
þess ekki verið kostur enn að sýna
það.
Þetta nýja leikrit heitir S t ú 1 k a n
frá Tungu; er samið fyrir 6—-8
árum og efnið tekið úr þjóðsögu einni,
sem prentuð hefir verið í Huld og
kölluð þar Bóndadóttirin frá Hafra-
fellstungu. Það er gamla sagan um
systurnar þrjár, Ásu, Signý og Helgu.
Helga er öskustóarbarnið, olnboga-
barnið á heimilinu, — en er eigi að
síður sil, er fegurst er og bezt, og
mest í spunnið. Enda kemst hún
til mestra metorðanna, þótt ekki fái
hún neinn konungsson eins og í æfin-
týrunum. Hér á voru landi er lítið
um þá vöru, og verður því Helga að
láta sér nægja með — sýslumanninn.
En Signý og Ása komast áfram eftir
verðleikum, sem ekki eru stórvaxnir.
Leikritið er tekið úr íslenzku sveita-
lífi — gerist að mestu hér á landi,
en að dálitlu leyti í Kaupmannahöfn.
— Systurnar þrjár leika dætur höf-
undarins, jungfr. Guðrún Helgu, —
jungfr. Emilia Ásu, en frú Eufemía
Waage Signýju. Elskhuga Helgu,
sýslumanninn, leikur hr. Helgi Helga-
son, en föður systranna, bóndann í
Tungu, hr. Árni Eiríksson. Þá er og
smali í leiknum, sem hr. Friðf. Guð-
jónsson leikur og völva, sem jungfr.
Þóra Guðjohnsen leikur.
Tvö landslög íslenzk verða sýnd—
annað skóglendi með sjávarbaksýn, en
hitt íslenzkur bóndabær (Hafrafells-
tunga í Þingeyjarsýslu), sem er að
brenna, að vetrarlægi. Ásgrímur mál-
ari hefir gert teikningarnar af hvort-
tveggja, en aðrir málað eftir þeim.
Vér eigum því ekki að venjast með
hverju tungli að sjá íslenzk leikrit á
leiksviðinu hjá oss. En ánægjulegt
er það, að svo ber þó undir, og mik-
illar virðingar vert, að íslenzkt skáld
skuli leggja svo mikla alúð við leik-
ritagerð eins og gert hefir hr. Indriði
Einarsson, jafnlitið og er að hafa í
aðra hönd, mælt á mælikvarða er-
lendra leikritaskálda.
Vér höfum fyiir satt, að hr. I. E.
hafi alls og alls fengið 1200 kr. fyrir
öll störf sín við leikritagerð hér um
bil 40 ár, — og það verður þá að
meðaltali nálægt 30 kr. á ári! Hversu
mörg erlend leikritaskáld mundu »slíta
sér út« fyrir aðra eins þóknun?
Höfundurinn sjálfur hefir leiðbeint
leikendum og séð um útbúning leiks-
ins á leiksviðinu.
Aheiti og gjaflr til Heilsu-
hælisins,
afhent E i n a r i kaupm. Árnasyni
Aðalstræti 14:
Gjöf frá Z..............50 kr.
Áheiti frá N. N.........10 —
Sömul. frá N. N. . . . 2 —
fólagjöf frá Manna ... 5 —
Munið eftir Heilsuhælinu; það er hin
þarfasta þjóðarstofnun, sem enn hefir
reist verið; heitið á það, færið því
gjafir, t. d. jóla- eða nýársgjafir. Korn-
ið fyllir mælirinn!
Ouðsþjónustar um hátíðarnar.
Dómkirkjan:
Aðfangadagskv. kl. 6 lektor J. H.
1. jóladag . . — II Dómkirkjnprestnr
— . . — I1/, 1. J. H. (d dönsku)
— . . — 5 Ástv. Gíslason
2. jóladag . . — 12 sira Fr. Fr.
— . . — 5 Dómkirkjnprestur
Frikirkjan :
Aðfangadagskv. kl. 6 Fríkirkjupresturinn
1. jóladag . . — 12 Sami
2. — ... — 12 Sami
Ferðamannaleiðarvísi,
góðan og greiðan, þótt lítill sé,
hefir íslandsvinurinn góðkunni dr. C.
Kiickler, gefið út nýlega í Baedekers-
safninu heimskunna. Hann er ætlað-
ur útlendum ferðamönnum, er með
landsuppdrætti í heilu lagi, og 2 minni,
öðrum af Reykjavik, örsmáum, og
hinum af Suðurlandi milli Jökulsár á
Sólheimasandi og Hvalfjarðar. Þar
er lýst ýmsum ferðamannaleiðum um
landið, tímalengd til þeirra ferða og
kostnaði m. m. Alt með mikilli ná-
kvæmni og vandvirkni, eins og höf.
er von og vísa, og er því kverið all-
eigulegt, svo stutt sem það er, ekki
nema um 12 bls., en með vel smáu
letri og skýru þó, góðri landbréfa-
prentun m. m.
Tekjur landsímans 3. árs-
fjórðung 1909.
Simskeyti innanlands. . kr. 5243.71
Simskeyti til útlanda. . — 4x25.86
Simskeyti frá útlöndum — 1806.78
Símsamtöl...............— 11831.05
Talsimanotendagjald . . — 1985.10
Aðrar tekjur............— 543.55
Samtals . . . kr. 25536.05
í fyrra voru tekjurnar fyrir þenna
ársfjórðung rúm 19000. Munurinn
nálægt 67g þúsundi, sem tekjurnar
eru meiri þetta ár.
Mál verkasýnin g
heldur hr. Þór. B. Þorláksson í Iðn-
skólanum núna í jólaleyfinu alla daga,
nema jóladag og nýársdag; sjá augl.
hér í blaðinu.