Ísafold - 20.01.1910, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.01.1910, Blaðsíða 1
Kemui út ými8t einu sinni eða tvisvar i viku. Yerö &rg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendia 5 kr. ef)a 1 lfa dollar; borgist fyrir míbjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppiðgn (skrifleK) bnndin viö Aramót, ei ÓRÍld nema komm aé til útgefanda fyrit 1. obt. frg aanpandi aknldlans vib blabib. Afgreiðala: Anatnratraati 8. XXXVII. árg. Reykjavík fimtudaginn 20. jan. 1910. I. O. O. P. 91121872 Forngripa8afn opi() sunnud., þrd. og fmd. 12 2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og bll*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstöfa frá 8 árd. til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 V* síbdegis Landakotskirkja. Guðsþj. 91/* og 6 Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10*/• °* Landsbankinn 11-2 7«, 61/*-61/*. Bankas .]. vi Landsbókasaín 12-3 og 6-8. Utlán 1-a Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ■ Lækning ók. i læknask. þriðjd. og föstd. 11 12 Náttúrugripaeafn opib !*/.->f‘/* A sunnudögain Tannlœkning ók. Pósth.str. 14. 1. og d. md. 11-1 Þegnskylduvinnan. i. Á alþingi 1903 bar Hermann Jónas- son fram tillögu til þingsályktunar þar sem skorað var á landsstjórnina að semja og leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til laga um þegnskylduvinnu á íslandi, er hefði í sér fólgin ákvæði, þau er hér fara á eftir: 1. Að allir verkfærir karlmenn, sem eru á íslandi og hafa rétt inn- fæddra manna, skuli á timabilinu frá þvl þeir eru 18—22 ára, inna þegnskylduvinnu af hendi á því sumri, er þeir helzt óska og hafa gefið tilkynning um fyrir 1. febr. næsta á undan. En hafi einhver eigi int þegnskylduvinnuna af hendi, þegar haun er 22 ára, þá verði hann, frá þeim tíma og til 25 ára aldurs að mæta til vinn- unnar nær sem hann er til þess kvaddur, en mega þó setja gildan mann í sinn stað, ef knýjandi ástæður hamla honum að vinna sjálfur af sér þegnskylduvinnuna. 2. Að þegnskylduvinnan sé í því fólg- in, að hver einstakur maðnr vinni alls 7 vikur á einu eða tveim sumrum, eftir því sem hann ósk- ar, og að vinnan sé endurgjalds- laus að öðru en því, að hver fái kr. 0,75, sér til fæðis hvern dag, sem hann er bundinn við nefnda vinnu. 3. Að þegnskylduvinnan sé fram- kvæmd með jarðyrkju, skógrækt og vegavinnu í þeirri sýslu, sem hver og einn á heimilisfang, þeg- ar hann er skráður til þegnskyldu- vinnunar. 4. Að þeir, sem vinnunni stjórna geti kent hana vel, og stjórn: eftir föstum, ákveðnum reglum, hkt og á sér stað við heræfingar. Þannig hljóðar tillagan um þegn- skylduvinnuna. — Umræðurnar um hana á þinginu urðu stuttar, og virð- ist það dálítið furðulegt, þegar þess er gætt, að hér er um stórmerkilegt nýmæli að tefla. En því til afsökun- ar má geta þess, að tillagan var bor- in upp í þinglok og hafa þingmenn því sennilega ekki verið bunir að atta sig á efni hennar eða stefnu. Eigi að síður var hún samþykt i neðri deild, svo að segja í einu hljóði. Þeir, sem tóku til máls um tillög- una voru, Hertnann Jónasson (1. þingm. Húnv) sem framsögumaður og Þór- hallur Bjarnarson (þingm. Borgf.). Aðrir töluðu ekki. Að loknu alþingi urðu hinsvegar töluverðar umræður um málið í blöð- unum, einkum Ingólji, Norðurlandi og Vestra. Ingólfur og Norðurland mæltu á móti tillögunni; en Vestri hélt henni fram. Man eg sérstaklega eftir einni grein í því blaði frá þeim árum um þetta mál, eftir Kristin Guðlaugs- son óðalsbónda á Núpi í Dýrafirði. Var þar margt vel sagt og skynsam- lega athugað. — Þá var og grein um þegnskylduvinnuna í sama blaði eigi alls fyrir löngu (í júním. s.l.) eftir Hannes Jónsson búfræðisk., — að eg hygg — og fer hún í sömu átt. En annars lá málið niðri um skeið, og var lítið um það rætt. Með rit gerð Hermanns (ónassonar í Andvara 1908 er það vakið af nýju til umræðu. Á sambandsfundi Ungmennajélaga, er haldinn var 20. febr. f. á. var sam- þykt að gefa út þessa ritgjörð Her- manns og útbýta henni ókeypis til þess að vekja þekkingu manna á mál- inu. Síðan hefir þegnskylduvinnutilhögun verið rædd á ýmsum fundum og sam- komutn, einkum innan Ungmenna- félaganna. Eiunig var hún rædd á fundi nemenda búnaðarnámsskeiðsins við Þjórsárbrú í fyrra vetur og hlaut þar eindregin meðmæli. Og á fundi Suðrajélagsins að Þjórsártúni, n. júlí s.l. var samþykt tillaga í þá átt að óska þess, að stjórnin undirbyggi mál- ið og legði frumvarp um það fyrir næsta þing. Loks samþykti þingmála og héraðs- málafundur í Vestur-ísafjarðarsýslu, 28.—29. okt. f. á. í einu hljóði til- lögu um að skora á stjórnina að und- irbúa og leggja fyrir næsta alþingi frumvarp um þegnskylduvinnu. Þannig hefir þá komið ný hreyfing á þetta mál, og menn vaknað til um- hugsunar um það. Ungmennafélögin hafa tekið það á dagskrá hjá sér, rætt það og reynt til að vekja áhuga fyrir því. En þegnskylduvinnuhugmyndin er enn ekki nægilega rædd eða skýrð. Þeir, sem um málið hafa hugsað eru ekki á eitt sáttir um ýms meginatriði þess og fyrirkomulag. Og þess er heldur ekki að vænta, að menn geti strax orðið á eitt sáttir í jafnstóru mikilvægu máli, sem þegn- skylduvinnuhugmyndin er. Fyrir því verður að hugsa betur um þetta mál, ræða það og undirbúa, eigi sizt ef það er ætlun manna og ósk, að það komi fyrir næsta þing. II. Þeim, sem rætt hafa um þegnskyldu- vinnuna hefir eigi komið saman um það, hvort hún ætti að hvíla á mönn- um eða þjóðinni sem skyldukvöð eða aðeins að heimila hana, og láta þá hverjum einum frjálst, hvort hann innir hana af hendi eða ekki. — í tillögu Hermanns, er gjört ráð fyrir því, að allir séu skyldir til að taka þátt í henni, annaðhvort með því, að vinna sjálfir eða fá mann í sinn stað til þess. Hinsvegar virðist hann ekki leggja neina áherzlu á þetta atriði í Andvara- grein sinni, sem áður er nefnd. Hann virðist jafnvel þar hallast heldur að því, að þegnskylduvinnan sé leyst af hendi »með frjálsum vilja, en eigi eft- ir lagaboði«. Sum Ungmennafélögin hafa einnig hallast á þessa sveif. Og sennilega hefir þessi breyting á tillögunni aukið henni byr og vaxandi fylgi. En það er hætt við og hér um bil víst, að þegnskylduvinnan nær ekki sínum tilgangi, ef hún er frjáls og hverjum í sjálfsvald sett, hvort hann vinnur eða ekki. Með því móti mundi hún koma afarmisjafnt niður á menn. Hinir óeigingjarnari og áhugasamari mundu leysa hana af hendi, en allir hinir koma sér hjá því. Alt skipu- lag vinnunnar yrði þá meira á tvístr- ingi og í óvissu, og erfiðara að koma við reglu og aga. Ef þegnskylduvinnan á að geta gert gagn og orðið að tilætluðum notum, verður hún að vera skylda, undan- tekningarlaus skylda. Hún verður með öðrum orðum að vera lögbund- in og altnenn. Verði þvi ekki komið við, getur þegnskyldan aldrei orðið annað en »blaðlaus hugmynd*, and- vana fædd. Að tala um frjálsa þegnskylduvinnu lætur að vísu vel i eyrum, en er að öðru leyti svo mikill barnaskapur, að það tekur engu tali. — Vilji menn mál- inu vel, og hafi trú á gagnsemi þess, þá er aðalatriðið að koma því í það horf og á þá braut, er gefur þvi var- anlegan og góðan sigur. Og í sjálfu sér er þetta þegnskylduvinnumál svo þarft, og felur í sér svo margt og mikið gott, að vér megum ekki draga sjálfa okkur á tálar í málinu með stað- lausu hugmyndaflugi og skýjaborgar- tildri. Því að það er að draga sjálfa sig á tálar, að vera að ræða hér um »frjálsa þegnskylduvinnu«. — Hver sá, er þekkir okkar þjóð, þekkir okkur öll, hlýtur að kannast við, að slikt fyrir- komulag mundi ekki blessast, hvorki í bráð eða lengd. Og hvað er það, sem gjörir það hættulegt eða varhugavert, að lögskipa þegnskylduvinnuna? Ekki neitt, síð- ur en svo! Það er þvert á móti hið eina rétta og nauðsynlega, ef þegn- skylduvinnan á annað borð er rétt- mæt og líkleg til að vinna þjóðinni gagn. En um það efast eg ekki fyr- ir mitt leyti, eg þykist þess fullviss, að hún gjöri það í mörgu tilliti. Hjá öðrum þjóðum eru menn skyld- ir til hervarnar. Þar verða allir að inna af hendi heræfingar og tekur það vanalega 1—2 ár. Þetta þykir sjálfsagt og detlur engum i hug að skorast undan því. En það er mjög fátítt, að þessar heræfingar komi að beinum notum, einstaklingum eða þjóðinni; því fer betur. Hitt er viðurkent, að menn hafi óbeinlínis mjög mikið gott af þessum æfingum. Menn venjast þar skipulegri stjórn, læra hlýðni og æfa limaburð sinn og gang. Þegnskylduvinnan mundi koma svip- uðu til leiðar hér. Menn mundu æfast í stjórnsemi og hlýðni, og læra ýms vinnubrögð, er þeir kunna ekki áður. Og vinnan, sem leyst væri af hendi, kæmi þjóðinni að gagni og gerði betur en borga allan kostnað. Sumir hafa haldið því fram, að með þegnskylduvinnunni væri verið að leggja skatt á þjóðina, er kæmi illa niður og óréttlátlega. Satt er það að vísu, að hér er um eins konar álögu að tefla. En ekki er mikil ástæða til að ætla, að sú á- laga yrði óréttlát í framkvæmdinni. — Það má reyndar segja um flestar á- lögur og skatta, að þau séu að meira eður minna leyti ranglát, eins og þeim er alment fyrir komið. En um þegnskylduvinnuna er öðru máli að gegna. Svo er málinu varið, að rétt skoðað er þegnskylduvinnan í raun og veru skólaskylda. — Þessi umræddi þegn- skylduvinnuskattur, er þvf eftir eðli sínu miklu fremur skólagjald en skatt- ur. Þá hefir verið sagt, að þegnskyldu- vinnan kæmi í bága við störf margra manna í þjóðfélaginu og svifti þá at- vinnu. — Það er að vísu svo, að meðan hún stendur yfir, verður ekki annað gert. En naumast mundi það verða til baga, og allra sízt þegar fram í sækti. Mönnum mundi ekki verða sagt upp fastri atvinnú fyrir það, þó að þeir yrðu að leysa af hendi þegnskylduvinnuna. Erlendis eru menn kallaðir til her- æfinga hvenær sem er, og ber það sjaldan við, að slíkt hafi atvinnumissi í för með sér, nema rétt um þann tíma, er æfingin stendur yfir. Þar eru menn teknir frá fastri atvinnu til heræfinganna, og það jafnvel hvernig sem stendur á. Þegar heræfingunum er lokið, taka þeir aftur við störfum sínum. Annars er það hálfkyndugt að vera að gera mikið úr atvinnutjóninu, er þegnskylduvinnan hefir í för með sér. Gerum nú ráð fyrir, að hún stæði yfir í 10 vikur. Um styttri tíma get- ur naumast verið að ræða. En hvað er 10 vikna tími af allri starfsæfi manna, er komast til vits og ára? Það er ekki nema örlítið brot. Hins vegar vitum vér það, að fjöldi fólks, einkum í kaupstöðum og við sjó lifir í hálfgerðu og algerðu iðju- leysi dag eftir dag og jafnvel ár eftir ár. Og þetta iðjuleysi tíðkast ef tii vill mest meðal yngra fólksins Það er sannleikur, sem eigi verður í móti mælt. Iðjuleysi hefur í för með sér geysi fjáreyðslu, bæði beinlínis og óbeinlín- is. Það er álitin einhver skaðlegasta þjóðar eyðslusemi að gjöra ekki neitt og eyða timanum í aðgerðarleysi. Auk þessa leiðir af iðjuleysinu alls- konar óreglu og aðra eyðslusemi, er eigi verður tölum talin. Og vinnu- leysið meðal yngra fólksins, einkum þeirra, er ganga hinn svonefnda menta- veg, er sorglegur vottur um ómensku og spiltau hugsunarhátt. Þegnskylduvinnan er líkleg til þess, fremur en flest annað, að geta smátt og smátt ráðið bót á þessu þjóðar- böli. 5. 5. Bókmentir og listir. Hall Caine: í þriðja og fjórða lið. Bjarni Jóns- son fró, Yogi þýddi. Rvk. 1909. Guðmundur Gamalíelsson stakk dá- litlu nýprentuðu kveri að mér á dög- unum niðri á »letigarði«, en svo nefna sumir hin fjölsóttu kaffihús í Reykja- vík, því að þar ala flestir slæpingar bæjarins aldur sinn. Hann gaf mér kverið með því skilyrði, að eg skrif- aði ritdóm um það. Manar-Hallur, höfundur bókarinn- ar, kom hingað fyrir nokkrum árum og fann helli nokkurn, sem aðrir að vísu þektu. Eftir þessi kynni af land- inu, að mig minnir, skrifaði hann langa skáldsögu um íslenzkt efni: Týndi sonurinn, einhvern fáránlegasta sam- setning og vitlausasta, sem eg hefi lesið, þó fremur sé hann vingjarnleg- ur i vorn garð. Synir Reykjavikur- höfðingjanna eru látnir fara þar í fjallgöngur og vera ötulir gangnafor- ingjar, en allir vita, að svo hátt hafa fæstir þeirra komist lengst af, þó nú sé þetta farið að breytast. Þegar eg opnaði kverið hugsaði eg, að gott væri það ekki, ef það líktist Týnda syninum. Saga þessi er um illar afleiðingar ofdrykkju, sérstaklega arfgengi hennar og hagnýting dáleiðslu til þess að lækna hana. Höf. gerir ofdrykkjuna sem ægilegasta í augum lesandans og er eg ekki að lasta það. Forvígis- mönnum bindindis mun þvf þykja saga þessi hið mesta þing. Annars veður höfundurinn svipaðan reyk í bindindismálinu og fyr um íslenzk efni. Sagan lýsir ungri stúlku, sem þjáist af meðfæddri drykkjusýki og reynt er að lækna með dáleiðslu. Lýsingin á ástríðuköstum stúlkunnar, aðferð dá- valds o. fl. sýnist mér næsta f]arri virkileikanum. Ekki er það heldur sennilegt, að stúlkan, fædd með þess- um ósköpum af drykkjumannaætt i hnignun, hafi verið sá engill, sem hún að öðru leyti er látin vera. Senni- legast er, að úrættingarmerkin hafi sésl á henni í ýmsu öðru. í mótsetningr við þennan skáldskap Halls er dáliti saga i eftirmála bókarinnar um drykkju rúta, er hann rakst á, á götum Lund úna. Sú saga er að öllu sennileg o£ eðlileg sem frekast má. Drykkjuskaparbölið hefir bersýnileg: orðið Halli áhyggjuefni. Hann telu' það helming allra mannkynsins þraut; og sýnist hallast að algjörðri útrým ing áfengis. í formála bókarinnar Oj eftirmála er hann að brjóta heilam um, hvort ofdrykkjan sé synd eð sjúkdómur eða hvorttveggja. Virðis honum eigi alls kostar Ijóst hvoi heldur sé. Svarið fer að sjálfsögð eftir því, hver skoðun manna er frelsi viljans, en nú er naumast ur aðra skynsama skoðun að tefla en þ: að viljinn sé að fullu og öllu háði eðlilegu orsakalögmáli, svo svari verður skýrt: drykkjuskapur er sjúl dómur og ekkert annað. En þó hein speki Halls sé léttvæg, er sú skoðu 4. tölublað hans sennilega rétt, að dáleiðslu og andleg áhrif má meira nota til lækn- inga en flestir hyggja. Hjá mér varð kver þetta létt á met- unum. Eg lánaði það að lokum tveim konum til að lesa það á jólunum og spurði þær, hversu þeim líkaði sagan. »Vel,« sögðu báðar. »Fremur skemti- leg og Jór vel.« Eg býst því við, að svo þyki flestum og þeir geta því keypt kverið sér til skemtunar, en bindindismenn til þess að útbreiða bindindi. Aðrir geta líka keypt það með góðri samvizku til þess að styrkja Guðmund Gamalíelsson, því að það á hann margfaldlega skilið fyrir sinn góða vilja til þess að gefa út góðar bækur. Auðgist Guðmundur, auðgast bókmentir vorar þótt aldrei skrifi hann sjálfur nokkra línu. Stendur hann að þessn leyti að baki Sigurði Kristjáns- syni, sem er alkunnur bókasmiður. Hann yrkir betur en skáldin, þegar honum þykir svo við horfa. Wilhelm Hauff: Kalda hjartað. Æfintýri. Kjart- an Helgason þýddi. Rvk. 1909. Gaðm. Gamalielsaon. Þetta litla kver eiga allir að kaupa. Það er nokkurs konar ný Mjallhvít, sem líklega verður minnisstætt hverju íslenzku barni. Eini gallinn er, að það skuli ekki vera með myndum. Eg las það á skólaárum mínum í þýzkri lesbók og hefi aldrei getað gleymt því síðan. Eg rakst á þýðinguna hjá kunningja mínurn og lánaði hana til þess að geta þegar látið börn mín lesa kverið. Daginn eftir keypti eg það sjálfur. Þriðja daginn sendir Guðm. Gamalíelsson mér það og eg býst við, að eg kaupi eitt eða tvö eintök enn til þess að gefa þau. Ætti þetta að vera nokkur sönnun fyrir því, að æfintýri þetta sé gott, en til þess að sannfæra þá, sem ekki trúa mér, vil eg geta þess, að æfintýrið er heimsfrægt og þýtt á ótal tungur. Eg vil ekki spilla ánægju kaupendanna með þvi að fara út í efni kversins. G. H. Samábyrgrðarstjórinn, hr. Jón Gunnarsson er væntanleg- ur með Ceres. Húsbruni. Nóttina milli 11. og 12. þ. m. brann til kaldra kola íbúðarhús Bjarna járn- smiðs Kjartanssonar á Arnarstapa á Snæfellsnesi, járni varið alt. Matvæli, eldiviður (í kjallara), fatnaður, reiðtygi og önnur búsáhöld brunnu inni, nema nokkuð af sængurfatnaði úr einu rúmi, er bjargað varð fyrir skemdum. Inni brann og allmikiðafsmíðatólum. Eldsins varð vart að líðandi miðnætti, og fengu heimamenn þá bjargaðsér, á nærklæð- um einum, í fjósið, og brunnu þó sumir nokkuð. Á var austanvindur allhvass með frosti, og var því verra til vatns en annars, enda ekki all- nærri. En leitað var allra bjargráða af nábúum, þá er vart varð eldsins, en ekki var annað hendi nær, það er slökkva mætti, en klaki og snjór. Nærri stappaði, að ekki yrði heyin varin, því þangað bar neista og branda. En með því að skifta liði og láta nokkra menn moka fönn á heyin, tókst að mestu að verja þau. — í- búðarhúsið var vátrygt, en aðrir mun- ir allir óvátrygðir. Skaði líklega ofar- lega á öðru þúsundi króna. (Eftir bréfi af Snæfellsnesi sunnan- verðu 14. þ. m.). Embættisprófi i læknisfræði við háskólann lauk Gunnlaugur Claessen 19. þ, mán með I einkunn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.