Ísafold


Ísafold - 29.01.1910, Qupperneq 1

Ísafold - 29.01.1910, Qupperneq 1
| Kemui út ýmist einu sinni eDa tvisvar i | viku. Verl!> árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- | lendis 5 kr. e?>a 1 l/a dollar; borgist fyrir I mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Dpp»ö(?n (skriflog) bundin vi& Aramót, er ógild nema komin si til útgefanda fyrir 1. oki. aanpandi sknlcUaas vitl bla&ió. Afgreibsla: Ansturstrseti 8. XXXVn. árg. Reykjavik laugardaginn 29. jan. 1910. 6. tölublað l. O. O. P. 911288Va Forngripasafn opiö sunnud., þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 */• og B */*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstbfa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 V* síbdegis Landakotskirkja. öuðsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspltali f. sjúkravitj. 10V*— Landsbankinn 11-2 ljt, B1/*-^1/*. Bankastj. vib 12-2 Dandsbókasatn 12—8 og 6—8. Útlán 1—3 Landsskjalasafnib á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opið i1/*—2»/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 3. md. 11—1 Rannsóknar- nefndarskýrslan. Agrip af henni. Hvaft heflr nefndin gert? Hún hefir athugað seðlafúlgu, seðla- bækur og peningasjóð bankans, yfir- farið lánsskjöl hans og veðdeildarinn- ar og borið þau saman við lánsbæk- urnar, og athugað, að þau skjöl væru til, sem áttu að vera til samkvæmt bókunum, ásamt tilheyrandi fylgiskjöl- um, athugað form á lánsskjölunum, rannsakað tryggingu fyrir lánunum, athugað vixla bankans og gildi þeirra, sparisjóð og önnpr innlög, alla verð- bréfaeign bankans og hvaða bönd á henni hvíla, þá og sjóði þá, er bank- inn samkvæmt bókum sínum og reikningi átti að eiga og skyldur þær og skuldbindingar, er á honum hvíldu gagnvart öðrum, og yfir höfuð hefir nefndin rannsakað ástand bankans í smáu sem stóru. ÞvermóOska bankastjórnar. Nefndin segist hafa búist við að njóta góðrar aðstoðar bankastjórnar- innar og geta fengið hjá henni marg- ar og miklar upplýsingar. — En það varð nú eitthvað annað uppi á ten- ingnum. — Gæzlustj. þóttust eigi hafa tíma til að mæta, nema annar á tveim, hinn á þrem fundum nefndarinnar. Allir bankastjórarnir neituðu að undir- skrifa gjörðabókina, þótt þeim væri boðið að gera allar þær athugasemdir við bókunina og breyta henni sem þeir vildu — og nefndin segist bein- línis hafa orðið þess vör, að þeim hafi verið illa við, að nokkuð skyldi vera bókað eftir þeim. Bankastjórarnir hajci rneð öðruvi orðum neitað að staðjesta vitnisburð sinn með undirskrijt, pótt peir gœtu gert hvaða athugasemdir sem peir vildu við bókunina! Hvað gekk mönnunum til pess? Seftlabækur. Erlendir bankar halda bækur yfir alla seðla, sem út eru gefnir, skrifa inn númer þeirra og seinna meir, er þeir eru eyðilagðir (vegna slits), hve- nær það er gert. Þetta þykir nauð- synlegt bæði til þess að hafa gott yfirlit yfir seðlaútgáfuna og vera fljót- ur að komast fyrir, hvort seðlar eru falsaðir eða ei. Slíkar bækur hefir Landsbankinn aldrei fært. Nefndin leggur til, að hann taki upp þá venju. Sparisjóftur bankans. í honum er 2 V* milj. inneign frá iiooo manns. Varasjóður hans er nú að eins 9600 kr., en var 26 Þós., er hann sameinaðist bankanum. Það hefir sem sé verið gefið úr hon- um, en aldrei bætt í hann einum eyri, enda þótt hagur Landsbankans af honum hafi numið minsta kosti 20,000 kr. á ári. Annarsstaðar eru sparisjóð- ir ekki taldir áreiðanlegar stofnanir fyr en þeir hafa varasjóð, er nemur S—10% af innlögum. Þetta er því mjög athugavert. Sparisjóðurinn hejir ekki verið gerður upb pannig, að hann katni heim við bœkur bankans í 8 eða 9 ár — eins og skýrt hefir verið frá í ísafold áður. Nefndin stingur aðallega upp á þrennu til að bæta sparisjóðinn, 1) að afgreiðsla sparisjóðsins sé aðgreind frá afgreiðslu bankans, 2) að sérstak- ur maður sé settur yfir hann, 3) að endurskoðunarmenn bankans endur- skoði sparisjóðinn árlega, innkalli sparisjóðsbækurnar einu sinni á ári og beri þær saman við höfuðbækur bankans. Úrskurftur reikninga Landsbankans, sem á að fara fram á hverju ári, af stjórnarráðsins hálfu, hefir aldrei farið fram í ráðgjafatið Hannesar Hafsteins. Vanræksla á sjálfskuldarábyrgftar- og reikningslánum. Þessi lán námu þ. 30. apríl nál. 2 milj, og 20 púsmdum í reglugjörð bankans frá 1894, 13- gr. stendur, að bankinn láni fé gegn sjálfskuldarábyrgð, er bankastjórnin (ekki einstakir meðlimir hennar) álítur fullnægjandi. — Þetta ákvæði hefir verið brotið með því, að stundum hefirframkv,- stjóri einn veitt þessi lán og metið tryggingarnar að fornspurðum gæzlu- stjórunum (játað af Tr. G. á fundi nefndarinnar 9. nóv.). Hve oft þetta hefir átt sér stað, er ekki hægt að fullyrða vegna þess, að engin gjörða- bók hefir verið haldin. Auk þess sem sum þessi lán hafa verið ólöglega veitt, hafa þau, að nefndarinnar dómi, verið tilfinnanlega vanrækt — einkum síðan 1907. Sum þeirra stað- ið alveg afborgunarlaus síðan, — en afborganir við önnur i æði miklu ólagi, — sömuleiðis vaxtaborgun Nefndin bendir enn á, að ekki sé nóg, að athuga ábyrgðirnar, þegar lán þessi eru veitt, heldur og í hvert sinn, sem þau eru endurnýjuð. Þetta álít- ur hún, að bankastjórnin hafi ekki gert, heldur hafi látið endurnýjanir »fokki« án þess að gæta þess, að á- byrgðirnar hafa rýrnað — en það hefir þráfaldlega átt sér stað, að nefnd- arinnar dómi. Bankastjórnin hefir enn vanrækt að lýsa skuldum í dánar- og þrotabúum ábyrgðarmanna, þótt oft hafi venð á- stæða til þess. Eitthvað hefir bankastj. virst athuga- vert við sjálfskuldarábyrgðarlánin, því að hún hefir upp á síðkastið dembt 46 ábyrgðarlánum, er nema nál. 66000 kr. og 6 reikningslánum, er nema 18300 kr. — til innheimtu hjá mál- færslumanni. Þetta segir nefndin, að beri ótvíræðan vott um, að viðkom- angi lánþegar hafi ekki viljað eða getað samið um greiðslu lánanna með góðu. Er þetta því ísjárverðara, sem sumir þeirra, er hlut eiga að máli, eru viðriðnir mörg önnur lán og ábyrgðir. Ojt hejir vantað lántökuheimildir við lán Jélaga og stofnana. Víxlakaup bankastjórnarinnar. Víxlar bankans námu 30. apríl ná- lægt 1 miljón. Hið helzta, sem nefndin hefir að athuga við þenna lið, er: 1) Framkvæmdarstjóri hefir oft keypt vixla einn — gæzlustjórarnir litið skift sér af því. Enda venja i bænum að fara með víxla i bankann, þegar vissa var fyrir þvi, að gæzlustjórarnir væru þar ekki. 2) Menn, sem búnir voru að sýna sig óskilamenn gagnvart bankanum, hafa haldið áfram að fá víxillán. 3) Bankinn hefir vanið menn á, að fá víxla sífelt endurnýjaða — »til þess að komast hjá afsögn* — og með því vanið þá á hirðuleysi og óvar- kárni. 4) Ýms »firma« hafa há víxillán, án þess, að heimtuð hafi verið nokkur trygging af þeim eða nokkurt yfirlit yfir efnahag þeirra. Þessir víxlar því keyptir rannsóknarlaust. 5) Vixlar, háar fjárhæðir, hafa verið keyptar af hlutafélögum, án nokkurs annars nafns á þeim, en hlutafélags- ins sjálfs — Framkvæmdarstj. skýrði nefndinni frá, að upphaflega hefði verið persónuleg ábyrgð fyrir þessum félagsvixlum, en þeir ábyrgðarmenn einhvern veginn smokkað sér af þeim. Þetta virðist nefndinni þvi ískyggi- legra fyrir þessi hlutafélagslán. Þann 8. nóv. voru í bankanum 39 víxlar afsagðir, er námunál. 195000 kr., og hjá málaflutningsm. 121 víxill, er námu rúmum 48000 kr.; alls átti því bankinn 160 víxla, er námu c. 66000 kr. Þann 19. ágúst voru 169 vixlar af 1453 alls, afsagðir vegna greiðslu- falls, eða meira en 9. hver vixill í van- skilum. Mat nefndarinnar d lánum gegn sjáljskuldardbyrgð (par i meðtalin reikningslán gegn sjáljskuld- arábyrgð) og víxlutn Landsbankans. Þessi kafli ræðir um tap bankans, hve mikið það sé orðið og hljóti að verða á næstu árum á þessum lánum og víxlum bankans. — Nefndin gerir og ljósa grein fyrir því, á hvern hátt hún hafi komist að niðurstöðu um þetta atriði og fer nokkrum orðum um orsakir tjónsins. Það fjártjón, sem þegar er orðið eða óumflýjanlega hlýtur að verða, nemur fjögur hundruð þÚBund kr. Að þeirri niðurstöðu komst nefndin á þann hátt, að hún, um leið og hún athugaði öll þessi lán og víxla, skrif- aði upp til sérstakrar rannsóknar öll þau Ián, sem henni að einhverju leyti þóttu athugaverð, að því leyti t. d., að þau sýnilega höfðu um lengri tíma verið óumhirt af hendi lánþega að því er vaxtagreiðslu eða afborganir snerti, tryggingin hafði rýrnað, eða frá upphafi verið ófullnægjandi. Þó slepti nefndin flestum smærri lánum og þeim stærri lánum, sem henni virtust á einhvern hátt nægilega trygð. Alla þá menn, sem reyndust riðnir við þessi lán, sem lánþegar eða ábyrgðarmenn, ritaði nefndin síðan inn í sérstaka bók og skrifaði í sérstaka dálka við nafn hvers þeirra skuld þeirra við bankann í sjálfskuldarábyrgð- arlánum, reikningslánum gegn sjálf- skuldaráb., að mestu og vixlum, og ennfremur samantaldar allar ábyrgðir þeirra. Þessir menn voru að tölu rúm 1100, en ;8o þeirra skulduðu bankanum samtals um eina miljón og níu hundruð púsund krónur. A þenna hátt hafði nefndin glögt yfirlit yfir allar skuldbindingar þessarra manna við bankann, en til þess að geta metið gildi lána þeirra, sem þeir eru við riðnir, þurfti hún að fá upp- lýsingar um efnahag þeirra og ástæð- ur. Þessara upplýsinga aflaði nefndin sér og tókst það mjög vel. Eftir þess- um upplýsingum, sem voru jafnóðum innfærðar í bókina við nafn hvers um sig, skifti nefndin þessum 1100 mönn- um í^fjóra flokka. í 1. flokk skipaði hún samtals 740 eignalausum mönnum, svo sem sveitarlimum,gjaldprota mönnutn, gjald- prota búutn tnanna, setn dánir erujyrir löttgu* og búunum skijt, mönnum, setn ekkert hejir Jengist hjá við Jjárnám, og öðrum öreigum, þannig, að í þess um flokki eru að eins menn, sem" ekki verður séð fyrir, að nokkurn tíma eignist neitt, sem þeir gætu látið upp í skuldir sínar, sem nú sem stendur hafa að eins í sig og á, ef þeir þá eru sjálfbjarga, og aldrei haja átt neitt flestir hverjir. í 2. flokki eru 55 menn, sem hafa eitthvað undir höndum, en eiga hvergi nærri fyrir eigin skuldum og eru því gagnslausir ábyrgðarmenn. I 3. flokki eru 280 menn, bjarg- álnamenn og vel það. í 4. flokki eru 30 menn ejnaðir. Það er sameiginlegt fyrir 3. og 4. flokks menn, að þeir skulda lifið og eru í litlum ábyrgðum. Þeir, sem hafa trúað á fráförnu bankastjórnina, eiga sjálfsagt erfitt með að trúa því, að hún hafi veitt 1. flokks- mönnum lán, nema þá gegn góðri tryggingu, en þó eru talsvert mörg lán, talsvert há, sem eingöngu hvíla á þeim mönnum. Það eru einmitt þau lánin — öreigalánin, — sem verst eru trygð. Þeir — öreigarqir — hafa auðvitað átt erfiðast með að fá ábyrgð- armenn, — hafa ekki geta fengið aðra en sina líka, þ. e. menn, sem engu höfðu að tapa, annaðhvort vegna þess, að þeir áttu ekki neitt, eða ekki fyrir sinum skuldum, svo sem 2. flokks menn. Þessi lán, sem eingöngu hvíla á ör- eigum, telur nefndir að mestu töpuð. Lán, sem hvíla á 1. og 2. flokki í sameiningu, en engum úr hinum flokk- unum tveimur, telur nefndin »talsvert vafasötn, einkutn stœrri Jjárhaðir*. En lán, sem hinir flokkarnir eru riðnir við, telur nefndin að mestu örugg. Að eins þar sem svo stendur á, að miklar fjárhæðir í lánum öreiga hvíla eingöngu á einum manni úr 3. flokki og efni hans sýnilega hrökkva ekki til að borga þær, þær fjárhæðir telur nefndin vafasamar. Mestar líkur virðast vera til þess, að öll pau lán, sem hvíla á öreigum (1. fl.) einum, séu algerlega töpuð, og þau lán, sem 1. og 2. flokkur og ekki aðrir eru við riðnir sömuleiðis, nema að því leyti sem 2 flokks menn eiga eignir upp í þau. Af þessum 1900000 kr., sem nefnd in skrifaði upp, skulda 460 menn úr I. og 2. fl. eina tniljón prjú hundr- uð og áttatíu púsund krónur. Að sú fjárhæð ekki er talin töpuð öll — ekki nema 400 þúsund krónurals — stafar af því, að fyrir nokkru af henni eru ábyrgðir manna úr 3. og 4. flokki, og að þessir 55 annars flokks menn eiga einhverjar eignir. Auðvitað fullyrðir nefndin ekki, að tjónið geti ekki orðið meira en 400 þúsund. Henni »dylst engan veginn, að ef eitthvað ber út af, t. d. annað- hvort, að árferði verði slæmt, eða að bankastjórnin reynist ekki vel, eða hvorttveggja, hljóti tjón bankans að verða nokkrum mun meira*. — Það er lágmarkið, sem hún.tekur til. Hver eða hvað á sök á pessu tjóni? Fyrsta svarið verður spurning: hver hefur ráðið því, að öreigum hefir ver- ið lánað fé bankans eða þeirra manna, sem hafa trúað bankanum fyrir fé sínu, gegn lítilli eða engri tryggingu ? I»að er bankastjórnin. Meðaumkun með fátækum mönn- um er engin afsökun. — Ef banka- stjórnin hefir vitað af því, að lánin voru ekki nægilega trygð eða víxlarn- ir, pá hejir hún gert sig seka um glap. Það er hverjum manni frjálst að gera góðverk með sinu fé, en bankar eru ekki fyrst og fremst líknarstojnauir. Eins er um þörf fyrirtæki. Þótt ráðast eigi í þarft fyrirtæki, þá verð- ur bankinn að heimta næga tryggingu fyrir því fé, sem hann lánar til þess. Og þar hefir hann aðra skyldu — siðferðislega skyldu til þess að athuga, hvort maður sá, sem í fyrirtækið ætl- ar að ráðast sé þess megnugur. — Þá skyldu hefir bankastjórnin als ekki hirt um að rækja, að því er séð verð- ur af skýrslu rannsóknarnefndarinnar. — Og það er litið góðverk að lána manni fé til þess að taka að sér verk, sem hann ekki er fær um. — Það getur varla farið nema á einn veg: maður sem missir bæði eignir sínar, oft og einatt sjálfstraust og vanalega traust og virðingu annara — auk æss sem það getur leitt til þess, að margir aðrir verði öreigar. Reikningur bankans 1908 sýnir ekkert (eða^sama sem ekkert) tap. ?að hlyti að hafa verið meira óhappa- arið — árið 1909, — ef allir þessir 460 menn, sem skulda bankanum 1380000 kr.hafa orðið öreigar á því, auk sinna eigna tapað þessum 1380000 tr. — og ekki aö eins þeir, heldor íka langflestir eða mjög margir ábyrgðarmenn þeiira farið á höfðuðið. Skylda bankastjórnarinnar var ekki að eins að sjá um, að tryggingin fyr- ir láninu væri nægileg, þegar það var veitt, heldur að hafa vakandi auga á jví, að fá hana bætta jafnóðum og íún rýrnaði. — En rannsóknarnefnd- in fullyrðir, að trygging margra þess- ara lána hafi þegar í upphafi verið lítils eða einkis virði, en oftar hafi lún rýrnað að miklum mun t. d. á )ann hátt, að ábyrgðarmenn hafa dáið, orðið gjaldþrota eða því sem næst, án þess ábyrgðunum væri lýst í búun- um eða önnur trygging fengin. Það, að lán hafa verið veitt öreig- um gegn lítilli eða einkisverðri trygging, getur væntanlega ekki stafað af öðru en því, að bankastjórnin hef- ir ekki aflað sér ábyggilegra upplýs- inga um þessa menn, eða ábyrgðar- menn þeirra. — En það er vanræksla, sem alls ekki verður afsökuð — Öld- ungis óskiljanlegt er það, að hún skuli ekki hafa gætt þess að hafa. alt af glögt yfirlit yfir allar skuldbindingar manna við bankann, bæði sem ábyrgð- armanna og lántakenda. — í þeim tilgangi haja verið haldnar sérstakar bækur, svo kallaðar ábyrgðarmanna- skrár og víxlaregistur, en því er hætt vegna þess, að það er of mikil fyrir- höfn!j|Það er þó augljóst, að þörfin fyrir þessar bækur eykst með við* skiftum bankans. Fyrri skuldbindingar manna við bankann hefir bankastjórnin því ein- göngu bygt á minni sínu, en að öðru leyti hefir hún farið eftir munn- legum skýrslum lánbeiðenda. Það mætti nú ætla, að bankastjórn- in hefði kipt að sér hendinni, þegar þessir menn fóru að standa í vanskit- um við hankann, en því fer fjarri, að hún hafi gert sér það að reglu. Hún hefir jafnvel bætt við lánin, án þess nokkur veruleg ný trygging hafi bæzt við. »Bankastjórnin hefir séð í gegnum fingur með vanskilum og lánað van- skilamönnum, auðsjáanlega oft í þeim tilgangi, að ekki kæmi fram þá tap fyrir bankann. Og loks hafa gæzlu- stjórarnir gefið frá sér að taka þátt í veitingum sjálfskuldarábyrgðarlána og kaupum á vixlum að miklum mun, sem keyptir eru fyrir bankann, eins og ótvíræð skylda þeirra er, en leyft eða liðið framkv.stjóra að gera þetta einutft, að meira eða minna leyti og hann aftur látið viðgangast, að starfs- menn bankans að miklum mun hafa keypt víxla fyrir hann.« Nefndin »getur varla varist þeirri hugsun, að betra væri að verf við- skiftamaður bankans í vanskilum við hann, en viðskiftamaðurhans og standa í skilum.« Vanskilamenn virðast helzt hafa verið óskabörn bankans — og segir nefndin, að það sé einkennilegt, að um það leyti sem bankinn hafi tekið slíku ástfóstri við menn þessa, þá hafi þeir þegar verið búnir að missa alt traust hjá kaupmönnum og öðrum viðskiftamönnum sínum og víxlar og ávísanir á þá frá útlöudum, að svo miklu leyti sem þeir hafi verið kaup- menn, oft legið i hrönnum hjá mála- flutningsmönnum um sama leyti. Ekki er von, að vel fari.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.