Ísafold - 29.01.1910, Page 2

Ísafold - 29.01.1910, Page 2
18 I8AF0LD Það virðist óhætt að fullyrða, að bankastjórninni er þetta tap að miklu leyti að kenna, þar sem hún hefir vanrækt skyldur sínar svo mjög. Ekki frekar einum bankastjóra en öðrum, þar sem engin gjörðabók hefir verið haldin, er sýni nokkurn ágreining um nokkra lánveitingu. Bankastjórnin hefir veitt lán án þess að hafa ábyggilegar upplýsingar um trygginguna. Bankastjórnin hefir látið trj'ggingar rýrna án þess að sporna við því, eða innheimta lánin, er hún sá, að þau voru komin í vanrækslu lántakenda. Bankastjórnin hefir alið vanskila- menn á fé bankans. Varasjóður Lasidsbanbans. Varasjóður bankans er sameiginleg- ur tryggingarsjóður fyrir alla þá menn, sem lána honum fé. Um hann eru sérstakar reglur settar, sem eru til þess ætlaðar, að eftir þeim sé farið. Bankalögin frá 18. sept. 1885, 31. gr., segja, að varasjóður eigi að bera tap bankans. Reglugjörð frá 1894, 24. gr., segir: Varasjóð má eigi lána út, heldur skal jafnóðum, og svo fljótt sem því verður viðkomið, kaupa fyrir hann konungleg skuldabréf, eða önnur áreið- anleg verðbréf, er á skömmum tíma má koma i peninga. Bankinn á ekki svo mikið af kon unglegum ríkisskuldabréfum, að nægi- legt sé til tryggingar veðdeildinni, sem hann er skyldur að leggja til, enda eru þau því nær öll í vörzlum lands- stjórnarinnar. Onnur útlend verðbréf bankans eru veðsett Landmandsbanken í Khöfn og geymd þar. Honum eru einnig veðsett 587 þúsund kr. í banka- vaxtabréfum. Þau eru sett til sér- stakrar tryggingar fyrir skuld Lands- bankans við hann, og verða ekki það- an tekin fyrr en skuldin er borguð að fullu. Geta því ekki notast til þess að fullnægja kröfum þeim, sem til varasjóðs eru gerðar. Bankavaxtabréf eru heldur ekki lög- mæt bréf í varasjóð, því að reynslan sýnir, að þeim verður ekki >á skömm- um tíma komið í peninga*. Til þess þyrftu þau að vera verðsett í erlend- um kauphöllum, en það eru þau ekki. — En þótt svo væri, þá átti bankinn í árslok 1908 ekki nema 201,065,80 kr. i óbundnum bankavaxtabréfum. — Varasjóður verður því að álítast að vera í veltufé bankans — í úilánum. Bankastjórnin sýnir það með reikn- ingi bankans, að hún hefir aldrei álit- ið bankavaxtabréf geta verið eign vara- sjóðs, því hún reiknar varasjóði 3 */a% í vexti af eign sinni. Þá vexti gefa konungleg ríkisskuldabréf og þau út- lend verðbréf, sem reikningar bank- ans sýna sem eign hans. Bankavaxta- bréf gefa 4llz°/o > vexti — og þá yexti ætti að reikna varasjóði af eign hans, eða þeim hluta hennar, sem lægi i bankavaxtabréfum. Með því að reikna varasjóði 3 J/2 °/0 í vexti af eign sinni, er mönnum í reikningi bankans rangleqa, gefið í skyn að varasjóður liggi allur i þeim bréfum, sem þá vexti gefa; því er reikningur- inn i þessu atriði rangur, þar sem varasjóður alls ekki getur legið í þess- um bréfum. Þar sem það er nú bannað að lána varasjóð út eða veðsetja eigur hans, sem verður að álítast hið sama, þá brýtur bankastjórnin þar lög. En þar sem hún hefir leynt því, að hún hef- ir veðsett einum lánardrotni sinum meiri fjárhæð i verðbréfum en vara- sjóður nemur og jafnvel þrætir fyrir veðsetninguna, þá hefir hún farið á bak við alla aðra lánardrotna sina og gefið ranga hugmynd um hag bankans og lái^traust hans. Innlendir lánar- drotnar hafa lánað bankanum á 4. miljón kr., en þessi eini útlendi, sem fær veð fyrir inneign sinni á 2. milj. Og að því leyti sem hægt væri að segja, að hún hefði veðsett eign vara- sjóðs, þá er það mjög áþekt því að veðsetja sama hlutinn tvisvar. Hin umþrætta veðsetning á 587 þús. i bankavaxtabréfum er sönnuð með bréfi frá Landsbankanum til Landmandsbanken og simskeyti með yfirlýsingu Gluckstadts þar að lútandi og öðru simskeyti frá ísl. stjórnar- skrifstofunni i Khöfn. Þótt það væri leyfilegt að veðsetja eigur bankans, þá er það blckking að láta þeirrar veðsetningar ekki getið í ársreikningi. Skýrslur um verðbréfaeign bankans 3. des. 1906, 1907 og 1908. Þessar skýrslur sýna ljóst, að öll þessi ár hefir bankinn ekki átt óbund- in verðbréf er nándar nærri nemi þeirri fjárhæð, er varasjóður er talinn í reikningum bankans. Þær sýna ennfremur, að alls ekkert hefir verið hirt um að fylgja þeim reglum, sem hin irávikna bankastjórn sjálj hafði samið og sett um varasjóð veð- deildanna — sem sé, að fyrir þá væru keypt trygg verðbréf, sem auðvelt er að koma í peninga. Sbr. reglugj. 15. júní 1900, 3. gr. og 1. apr. 1906, 3. gr. Ennfremursýna þær,að vanrækthefir verið að hafa tryggingu veðdeildanna í lagi; í vörzlum landsstjórnarinnar hefir aldrei legið nægilega mikið af verð- bréfum, til þess, að ákvæðunum um hana væri fullnægt. Og eiga þó auð- vitað allir þeir, sem kaupa veðdeildar- bréf fulla heimtingu á því, að öllum þessum reglum sé nákvæmlega fylgt. Beikuingar rangir. Reikningar bankans haja um mörg undanjarin ár verið rangir. Það kemur i ljós, að bækur bank- ans, og þar með reikningur sá, sem bankastjórnin hefir gefið viðskiftavin •um sínum telur víxlaeign bankans á sjöunda púsund krónum hærri en sú eign reyndist að vera, er hún var tal- in upp af nefndinni Það hefir ekki verið leitt í ljós með hverjum furðulegum hætti þess- ir víxlar hafa horfið, en bankastjórn- inni og endurskoðunarmönnum hlýt- ur að hafa verið það kunnugt og framkv.stjórn beint verið sagt frá þess- ari skekkju og þó ekki leiðrétt hana heldur gefið rangan reikning ár eft- ir ár. Avísanaeign bankans er einnig tal- in hærri í reikningi bankans, heldur en hún er, þar er munurinn undir hálft annað púsund krónur. Það er einnig hulið mönnum, hversu slíkt má vera — en banka- stjórn og endurskoðunarmönnum hlýt- ur sömuleiðis lengi að hafa verið ljóst, að svo var, en ekki hefir verið hirt um að leiðrétta það. — Heldur gejinn rangur reikningur. , Þá hefir því verið leynt, að bank- inn hefir tapað fé í lánum. — Sama sem ekkert tap sýnt á reikningum hans. — Þó er það auðvitað, að þetta 400 þúsund króna tap, sem nefndin áætlar er ekki alt eins árs tap. Tryggvi Gunnarsson hefir nú játað, að ef tapið hefði verið reiknað sam- vizkusamlega, þá hefði líklega mátt sýna 10 þúsundir þegar 1907 á taps reikningi. Dálítið undarlegur bankastjóri, sem svona blátt áfram viðurkennir, að hann hafi ekki gert reikning bankans sam- vizkusamlega I — Er nokkur ástæða til þess að ætla, að úr því hann var ekki samvizkusamur á meðan hann var bankastjóri, þá blossi nú samvizku- semin upp hjá honum, eftir að hann var rekinn frá? Eða álítur hann, að samvizkusemi geti alls ekki samrýmst stöðunni ? En hvað sem því líður, og hvort sem tapið er hundrað þúsund eins og Tryggvi heldur, eða 400 þúsund eins og nefndin heldur, þá er það sýnilegt samkv. játningu Tr., að frávikna banka- stjórnin hefir talið varasjóð 10 þúsund krónum of háan 1907 og þvi þá, einnig í því atriði, gefið rangau relkning. Bankastjórnin segir nú, eftir að henni var vikið frá, að það sé svo sem ekki neitt athugavert við það, þótt bankinn hafi tapað, það sé með hann eins og hverja aðra verzlun! Vitanlega nær það alls engri átt, að bera saman bankann og verzlanir sem leggja 20—ioo°/0 á vörur sínar. — En hvers vegna þá að minsta kosti ekki að geta um tjónið á reikningn- um? Hvers vegna telja sem verð mæta eign einkisvirða blaðasnepla? Getur pjóðin verið þekt fyrir að Landsbankinn gefi rangan reikning? Það er svívirðing, sem ekki lendir á einum einstökum manni aðeins — öll pjóðin Jyrirverður sig Jyrir annað eins. (í næsta blaði verðnr sagt frá vixilkanp- am starfsmannana, framkomu bankastjórn- arinnar á nefndarfnndunnm og bréfavið- 8kiftum hennar og stjórnarráðsins). Orrahríðin á Bretlandi. ---- Kh. 17/j ’IO Kosnlngarnar á Iaugardaginn. Ihaldsmönnum fjölgar. Eftir gífurlega kosningarbaráttu — meiri en nokkur dæmi eru til, eru nú loks kosningar byrjaðar á Bret- Fandi. Hófust þær i fyrra dag, en verða ei um garð gengnar fyr en í mánaðarlok. Kosningar þær, er fram hafa farið, féllu svo, að kosnir voru 43 íhalds- menn (Unionistar), 37 framsóknar- menn (Liberalir), 6 verkaflokksmenn og 5 írar eða þjóðftokksmenn (Natio- nalistar). Sambandsmenn hafa unnið alls 18 kjördæmi, en framsóknarmenn 4. Þess ber að gæta, að kjördæmi þau, er kosið var í á laugardaginn, eru þau, sem íhaldsmenn ætluðu sér mestan vinning í, en það er London, ýmsar borgirnar þar í grendinni á Suður- Mið- og Vestur-Englandi. Má því heita, að framsóknarmenn uni vel þessum úrslitum, en sambandsmönn- um þykir sigurinn minni en þeir bjuggust við. Meðal annars ætluðu þeir sér að ná í öll Londonarkjör- dæmin 10 af þeim 12, er kosning átti að fara fram í þann dag, og fram- sóknarmenn höfðu skipað sínum mönn- um áður — en tókst ekki að sigra nema i 3 í viðbót. Alls eru í Lon- don 61 kjördæmi og fer þar fram í dag kosning í 31 þeirra. Enginn bjóst við, að framsóknar- menn mundu halda meiri hluta sín- um óskertum við þessar kosningar, jafnmikill og hann varð við síðustu kosningar, árið 1906, og því er það engin furða, hvernig þessar fyrstu kosningar hafa farið. Auk þess unnu framsóknarmenn mörg gömul og rót- gróin íhaldskjördæmi við síðustu kosn- ingar með nauðalitlum meirihluta, og því eðlilegt, að þeir missi eitthvað af þeim aftur. Það er og yfirleitt venja á Englandi, að stjórnin missir atkvæði kjósenda því lengur sem hún situr að völdum. Eins og getið var, hefir stjórnin geysimikinn meiri hluta í neðri mál- stofunni. Af 670 þingmönnum (það er tala þingmanna neðri málstofunnar) höfðu framsóknarmenn 364 úr sínum flokki — algerðan, óháðan meirihluta með öðrum orðum. Auk þess hafa þeir stuðning verkflokksmanna, en þeir voru 54. íhaldsmenn voru alls 168, írar eða þjóðflokksmenn 83 og 1 jafnaðar- maður. Af þessu sjá menn, að íhaldsmenn þurfa til þess að krækja í algerðan meirihluta að halda öllum 168 kjör- dæmunum og vinna auk þess jafn- mörg, 168, frá hinum, til þess að hafa 1 atkvæði fram yfir helming deildarmanna, en á því eru engar lík- ur og þó að þeim gengi eins vel að sínu leyti í kjördæmum þeim, sem eftir eru, eins og hinum, sem búin eru, fer þó fjarri því, að þeir verði í meirihluta. Auk þess ber að gæta að því, að vafakjördæmum fækkar nú við það, að írar eru vissir um að halda öllum eða flestum kjördæmum. En þó að íhaldsmenn geti ekki orðið í meiri hluta, getur þó orðið hart á því, að framsóknarmenn haldi algerðum, óháðum meiri hluta í þing- inu. Með verkflokksmönnum eru þeir alls í þinginu fyrir kosningar 418. Missi þessir flokkar báðir 83 kjör- dæmi alls eða fleiri, þarf stjórnin stuðning íra til þess að vera í meiri hluta í neðri máistofunni. Æsingar eru geysimiklar og >spenn- ingur* um allan heim útaf úrslitun- um. Mannþyrping hafði verið geysi- mikil á Lundúnastrætum sunnudags- nóttina við skrifstofur blaðanna, til þess að lesa þar kosningaúrslit laugar- dagsins. í dag fara fram kosningar i 97 kjör- dæmum með 104 þingmönnum. / gar 28. þ. mán. voru íhaldsmenn búnir að vinna 100 kjördæmi — segir símfregn frá Khöfn. — Óvíst hver úrslitin verða. Guðsþjónunta i dómkirkjunni 4 morg- un: Á hádegi: sira Friðrik Friðriksson. Siðdegis: síra Jóh. Þorkelsson. Messufall i Frikirkjunni 4 morgun vegna þess, að frikirkjupresturinn er lasinn — hefir verið það alla vikuna — og má ekki tala vegna hæsi. Yefnrinn lians Tryggva gamlaí Barnaskapur eða hvað? Fjögurra dálka vaðall í Lögréttu — og leitun á heilli brú í þeirri grautar- gerð! Klúðurs-hrærigrautur, kryddaður ákærum á hann sjálfan og játningum um ávirðingar, -j- nokkrum innilega meintum hatursrúsínum til ráðgjafa. Þetta er alt og sumt, sem hinn frá- farni framkvæmdarstjóri hefir til að svara með hinum alvarlegu ávirðingar- sökum gömlu bankastjórnarinnar, sem Rannsóknarnefndin hefir lyft hjúpnum af og ísafold flutt útdrátt úr, síðast 22. þ. mán. Vefurinn rakinn og hrakinn. 1. »Hann (ráðgj.) hlýtur að skilja það, að landsmenn geta hvorki trúað honum né sjálfum sér til að leggja réttan dóm á mál, sem að eins er skoðað frá einni hlið« — segir Tr. G. Hverju orði sannara! — Það er líka petta, sem ísafold sí og æ hefir verið að brýna fyrir mönnum: að leggja ekki dóm á bankafargansmálið fyr en gögn öll væru fyrir hendi. En heimastj.menn, með Tryggva sem eina öndvegissúluna, hafa á hinu leitinu látlaust verið að reyna að æsa þjóðina til þess að leggja dóm á málið og veita stjórninni vantraustsyfirlýsingu áður en rannsóknarnejndargögnin komu jram. Tryggvi gamli gat ekki gefið sér og sínum fylgismönnum sárari snopp- ung en að mæla opinberlega á þá leið, sem nú hefir hann gert. 2. Tr. G. hygst heldur en ekki að ná sér niðri á Isafold og ráðgjafa fyrir það, að »ákærupóstamir« á banka- stjórnina séu nú rýrnaðir það frá þvi í nóv., að af hinum 7, sem ísafold þá birti, séu nú ekki orðnir eftir nema 4, en 2 nýir bæzt við. Og svo renn- ur auðsjáanlega á karlinn fagnaðaræði, er hann bætir við, að ráðgj. sé nú orðinn »berskjaldaður ósannindamað- urc, þvi að mörg atriðin séu nú dott- in úr sögunni. Nei, nei, nei, pví er nú miður! Þau eru engin dottiu úr sögunni. Þau standa sem stafir á bók í skýrslu Rannsókn- arnefndarinnar. Öll — og Jieiri til. 3. Tryggvi gamli hælist um yfir því, að ráðgj. sé fallinn frá því, að vara- sjóður sé veðsettur, og byggir það á því, að ísaf. 22. jan. segir, að varasjóð- ur sé lánaður út. En vér leyfum oss að spyrja: Er ekki það, að veðsetja varasjóð fyrir peningum, sem síðan eru lánaðir út, í raun og veru alveg hið sama sem að lána hann sjálfan út, að eins farin krókaleið? Vér efumst ekki um, að svar hvers heilskygns manns verði játandi. Og skiftir það þá nokkuru máli, hvoru nafninu það er kallað? Vér verðum að álíta orð hr. Tr. G. um þetta atriði útúrsnúning, því að hann veit, að varasjóður, þ. e. þau einu bréf, sem varasjóður bankans getur legið í, eru veðsett, 0: varasjóð- ur lánaður út krókaleið. 4. Þá kemur nú að tjóni því, sem bankinn að dómi Rannsóknarnefndar- innar pegar er búinn eða hlýtur að bíða, vegna illrar stjórnar hinnar fráförnu bankastjórnar. Nefndin telur það vera full 400.000 kr. Þeir,sem skýrslu hennar lesa með athygli, komast áreiðanlega að raun um, að ekki sé oj hátt talið. Tryggva gamla lízt annan veg! Og er engj.n furða! Samkvæmt allri fram- komu hans, mátti nærri búast við, að hann neitaði algerlega, að nokkuð væri tapað.. En ekki hefir honum litist það árennilegt, að fara svo langt — heldutr segir hann: »Mín skoðun er þannig, að ef samvizkusamlega hefði átt að draga frá þær skuldir, sem mátti álíta tap- aðar við árslok I9°7> þá hefðu þær ekki farið alls yfir 10.000 kr., og hefði aftur verið dregið frá 22. nóv. f. á., sem tapað, þá hefði það ekki farið yfir ioo.ooo*. Með þessu játar Tr. G.: a) að ekki hafi verið sam- vizkusamlega dregið frá við árslok 1907, sem þó var alveg sjálfsögð skylda bankastjórn- arinnar, og óafsakanlegt að gera það ekki. b) að ársreikningurinn 1908 honum ,(Tr. G.) vitanlega hafi verið rangur c) játar hann, að tapið í haust hafi verið 100000 kr. En úr því að hr. Tr. G., jafn hlutdrægur maður í þessu máli, játar það opinberlega og umsvifalaust, að tapið hafi verið 100000 kr. í vetur — mun öðrum ekki veita eifitt að trúa þvi, að rannsóknarnefndin, sem er engin ákæruneíná, heldur óhlutdræg rannsóknarnefnd, sem búin er að kynna sér alla málavöxtu m jög rækilega, — svo rækilegar sem unt er, fari rétt með, er hún segir, nð tapnðar megi heita Jullar 400 pús. kr. 5) Tryggvi gamli segir, að ekki megi dæma bankastjórnina fyrir lánin, er hún hefir veitt, eins og þau séu nú, heldur eftir ástandinu sem lántak- andi var í, er hann fekk lánið. Þetta hejir og rannsóknarnejndin gert — og vísum vér i því efni til skýrsl- unnar. Og nefndin hefir meira að segja gengið svo langt, að hún hefir dæmt sæmilegan 2. veðrétt fulla trygg- ingu — og smærri !án en 500 kr., oft og tiðum mjög vafasöm lán — hefir hún látið liggja milli hluta. Nefndin hefir því sannarlega ekki verið of hörð í mati sínu. «) Loks kemur rúsinan hjá gamla manninutn, sem bítur höfuðið af allri skömtn. Hann fyrirverður sig ekki ad játa, að hann, meira að segja arum saman, hafi vitað um, að samkvæmt reikningi bankans vantaði svo þúsund- um skifti upp á vixla- og á visanaeign bankans, án þess að um það væri getið á reikningi bankans. Hr. Tr. G. játar nteð öðrum orðum, að hann hafi vitað, að hann var að gefa út og skrifa undir ársreikn- ingfyrir Landsbanka Islands, sem var rangur. Hvílík bíræfni! Er hr. Tr. G. virkilega svo blindaður, að hann sjái eigi, hversu takmarkalaus hún er. Er hann svo blindaður, að hann sjái ekki, að hann jafnvel fyrir þetta eina atriði, ætti skilið klapp af æði snarp- ari glófum en hann hefir orðið fyrir, að það eru silkiglófar, sem stjórnin hefir klappað bankastjórninni með, — þegar á ávirðingar hennar er litið. Vefurinn hans Tryggva gamla er nú rakinn. — Ekki annað eftir en velmeintar hatursromsur og reiðiyrði til ráðgjafa — og taka fáir slíka hluti alvarlega hjá »bankapabbac gamla.— Hann verður að fá að rausa út — svo er það búið. Vér skiljum það vel, að hr. Tr. G. reyni að klóra í bakkann! — Hver mundi ekki gera það í hans sporum. — Hversu illa honum hefir tekirt það — það sýnir bezt, hve málstaður hans er veikurl Að Tr. G. telji sjálfur alt hafa verið í beztu reglu i Landsbankanum — þvi trúa fáir, nema ef vera skyldi þeir, sem grandkunnugastir eru Gránufélagsárum hans ! Kaldar kveðjur eru oss íslendingum valdar, um þessar mundir, í dönskum blöðum, vegna sjálfstæðisviðleitni þeirrar, er meirihlutinn íslenzki, að dómi danskra blaða, geri sig »sekan« í. Sem stendur virðist viðskiftaráðu- nauturinn vera þeim mestur þyrnir í auga. — Þeim, dönsku blöðunum er alveg ókleift að skilja, að vér íslend- ingar skulum reyna að gera verzlunar- samband við aðrar þjóðir en Dani. Þótt það sé oss miklu hagfeldara. — Þeim, dönsku blöðunum þykir það meiri ósvinna en tárum taki, að Bjarni Jónsson erlendis leyfir sér að láta uppi skoðun meirihlutans á sambands- málinu! Norska blaðið »Dagbladet«, hefir skrifað hverja greinina annari betri og drengilegri um málstað vorn. Vér munum í næsta blaði segja miklu gerr frá þessu máli. Kóggrein um ísl. ráðgjafann, úr blaðinu Dansk Folkestyre þýðir Þjóðólfur í gær. Greinin ber það öll með sér, að hana hefir ritað ómerkilegasti íslend- ingurinn í Danmörku, Óskar Ólafs- son, gamall sleikihundur H. H., sá er ritaði svívirðilegustu róggreinarnar, um alþingisforsetana og sjálfstæðismálið í »Vort Land« í fyrra. Fyrir það fekk hann nafnið: Þjóðníðingur. — Hann festir það æ betur við sig. J

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.