Ísafold - 23.02.1910, Page 2

Ísafold - 23.02.1910, Page 2
46 ISAFOLD Um þá víxla talar bankastjórnin ekk- ert. Bankastjórnin neitar þvi, að lán gjald- þrotamanna hafi verið látin standa ó- högguð. Nefndin segir, að Tryggvi hafi játað það. Og bankastjórnin ját- ar það alt i heild sinni í sömu grein- inni, sem hún neitar því, að þetta hafi ávalt verið gert, þegar ábyrgðar- mennirnir fóru fram á það, — þegar engin hætta hafi verið á ferðum — bætir hún við! Bankastjórnin neitar þvi, að það hafi ekki verið regla í bankanum að lýsa ábyrgðum í þrotabú og dánarbú. Þar á móti stendur íullyrðing nefndarinn- ar eftir að hún hefir skoðað þar að lútandi skjöl. Og ennfremur ber að athuga það, að þar sem það er viður- kent af bankastjórninni, að obligobæk- urnar (ábyrgðarmannaskrárnar, sjá bls. 27 i »andsvörum*)hafi ekki veriðfærðar síðari árin, þá er það augljóst, að þessi regla var ómöguleg, vegna þess að það var ókleift verk að grafa upp í hvert skifti allar ábyrgðir manna. Bankastjórnin segir, að þessar bækur hafi verið ófullnægjandi og því hafi verið hætt að færa þær, og hún (banka- stjórnin) hafi aflað sér þeirra upplýs- inga, sem þeir gátu gefið annarstaðar! Hvar? Það láist bankastjórninni að geta um! En þar sem þvi er haldið fram, að þessar upplýsingar geti banka- stjórnin hvergi annarstaðar fengið, þá er það mjög undarlegt, að hún skuli ekki benda á staðinn. Þar sem bankastjórnin segir að bæk- urnar hafi verið ófullnægjandi, því þær gæfu aðeins upplýsingar um skuld- bindingar manna gagnvart Landsbank- anum — en ýmsir gætu verið svo og svo mikið hlaðnir ábyrgðum ann- arstaðar, þá er það ekki alveg rétt, því oft má sjá hve fúsir menn erú á að ganga í ábyrgðir og byggja nokk- uð á því um skuidbindingar þeirra alment. En þar sem bankastjórnin á bls. 27 játar að ráðgert hafi verið að byrja aftur að halda þessar bækur, þá játar hún um leið, að það sé ekki rétt, sem hún er nýbúin að segja, að bækurnar séu óþarfar! Því enginn má ætla bankastjórninni það, að hún sé að leggja peninga bankans i hreinan ó- þarfa! — Samkvæmnin er ekki upp á marga fiska. Það hefir verið margtekið fram, að þessar skrár eru nauðsynlegar til þess að geta metið tryggingu þá, sem er í ábyrgð einstakra manna. Því sú trygging getur rýrnað ekki ein- göngu við það, að »eignir faili í verði*, heldur iíka við það, að sami maðurinn er orðinn flæktur við margar ábyrgðir. Enda eru ekki svo fá dæmi þess hér í Reykjavik, að menn hafi farið á höfuðið af þvi hvað bankinn hefir lán- að mikið út á nöfn þeirra. — Og fullyrðing bankastjórnarinnar um það, að hægt hafi verið í fljótu bragði, að gefa mönnum upplýsingar um það, að hve miklu leyti þeir væri skuldbundnir bankanum, er á engum rökum bygð, þvi að til þess hefði ábyrgðarmanna- skráin orðið að vera í lagi. Þá kemur bankastjórnin að lántöku- heimildunum og er mjög hróðug yfir því, að »almenningur< muni ekki trúa þvi, »að enginn af oss beri eins gott skyn á gildi lántökuheimilda eins og þeir ungu og enn lítt reyndu lögfræð- ingar, sem í nefndinni sálu«! Það er háyfirdómarinn sem talar! — En góðu bankastjórar — þér hafið við- urkent, að veitingu margra lánanna hafi aðeins einn, nfl. framkvæmdarstjóri Tr. G., annastl — Lögfræðisspeki há- yfirdómarans hjálpar Tryggva lítið, þótt hún komi á eftir og ávíti hann fyrir vitleysur þær, sem hann þegar hefir gert, vegna þess líka, að Tryggvi er gleyminn. Athygli manna skal leidd að því, að þar sem bankastjórnin talar um þetta — lántökuheimildir (bls. 21), neitar hún alls ekki að gildar lántöku- heimildir hafi oft vantað — háyfir- dómarinn notar að eins tækifærið til þess að gorta af lögspeki sinni, sem hvergi kemur nærri flestum þessara lána. Og lítið verður hennar vart i þessum athugasemdum og andsvörum bankastj órnarinnar. Bankastjórnin neitar því ekki heldur, að keyptir hafi verið víxlar af efna- lausum mönnum án þess nokkur sá væri á víxlunum, sem nokkur trygg- ing væri í. — Hún er að eins á bls. 22 að bollaleggja um það, að pegar áreiðanlegir viðskiftamenn séu á víxli einn eða fleiri, þá geri ekkert til þótt einhver sé ónýtur, eða vanskilamaður! Hún neitar því, að hún hafi vanið menn á birðuleysi í fjármálum. — En er það ekki alkunnugt, að menn framlengja lán og vixla með því lof- orði að borga upp næst — án þess þeim eitt augnablik detti i hug, að þeir geti staðið við það loforð? — Og með því að venja menn á, að þeim líðist þetta, eru menn vandir á hirðuleysi i peningamálum. »Ósatt og villandi« segir banka- stjórnin, að nefndin segi frá, er hún segi að bankastj. hafi ekki heimtað »sérstaka< tryggingu fyrir háum vixil- lánum ýmissa »firma«, en játar þó Júslega, að svona hafi það verið! Matið á sjálfskuldarábyrgðarlánum og víxlum segir bankastjórnin að sé tekið úr lausu lofti. — Og til þess að sanna þessa staðhæfingu tekur bankastjórnin það til bragðs »i Mangel af bedres Havende« að rangfæra og sleppa úr því, sem nefndin segir í skýrslu sinni. Um óþektu mennina segir nefndin, að ekki hafi verið hægt að fá áreiðan- legar upplýsingar um efnahag þeirra nú (þessu »nú« sleppir bankastj.) en eftir þeim upplýsingum, sem hafi fengist (um efnahag þeirra og ástæð- ur fyrr), þá hafi þetta ekki þýðingu, o. s. frv. Þá segir nefndin um nokkurn hluta 4. flokks (efnaðra manna), að þeir séu í litlum ábyrgðum, nokkur hluti þvi í talsverðum, en bankastjórnin læzt hafa skilið það svo, að þeir séu yfir- leitt i litlum ábyrgðum. Nú skal bankastjórnin spurð um það, hvort hún veít ekki til þess, að sumir menn séu í ábyrgðum fyrir alt að 100 þúsundum króna, þvi ef svo væri, þá verður mat nefndarinnar full- skiljanlegt, sérstaklega þar sem nefnd- in tekur það fram, að 55 annars flokks menn eigi nokkurar eignir. Og ef t. d. 5—6—7 efnamenn væru hver í ábyrgð fyrir alt að 100 þús., þá er það þó ekki nema nokkur hluti þessara 30 manna. — Hvaðan bankastjórnin hefir það, að þeir (þess- ir 55) hafi »að eins litið undir hönd- um« er ekki gott að segja — nema skáldskapargáfa Jóns Ólafssonar hafi hér svifið yfir vötnunum! Bankastjómin finnur að því, að nefndin leitaði ekki upplýsinga um efnahag manna hjá bankastjórninni eða mönnunum sjálfum. — Hvorir- tveggja svona hér um bil jafnáreið- anlegir í þessu máli! Bankastjórnin tekur upp þau ósann- indi, sem oft hafa verið hrakin, að nefndin telji það fyrirsjáanlegt um nokkurn mann, að hann geti aldrei eignast neitt. Nefndin segir aðeins, að slíkt sé ekki fyrirsjáanlegt. En það verður ekki séð, að nokkur afsök- un liggi í því fy'rir bankastjórnina, þótt ske kynni, að einhverir af þessum »óskabörnum« hennar ynni í lotterí- inu« eða hlotnaðist óvæntur arfur. Bankastjórnin segir, að því sé bland- að saman af nefndinni hvað sé tapað og hvað búast megi við að tapist. — Þetta má útskýra. Þegar bankastjórn- inni var «vikið frá, taldi bankinn sér enn eign í ýmsum verðlausum skulda- bréfum, sem bæði mátti segja um, að tilsvarandi fjárhæðir væru tapaðar og mundu tapast — hvort tveggja jafn- rétt. En þar sem bankastjórnin fullyrðir, að flestöll lán bankans séu til orðin eftir 1900, þá er það næsta broslegt, að það skuli undra hana, að nefndar- mönnunum geti verið kunnugt um hag margra lántakenda þegar þeir fengu lánin — það er engin eilífð síðan árið 1900 — og hvergi heldur talað um, hve langt sé síðan lán þau voru fengin, sem nefndin talar um! Ekki víst að þau séu eldri en 3—4 ára. Þá fara bankastjórarnir að bolla- leggja um það, á hverjum lánum bankans helzt muni tapast. Tala þar, eins og áður er að vikið, mest um lán til jarðabóta, en minnast ekki einu orði á lán til vitfirringslegra húsabygginga í Reykjavík, né hreinna féglæframanna, né víxla þá, sem kall- aðir eru í bankanum »þurfamanna- víxlar«. Það má geta þess mönnum til at- hugunar, að þótt Landsbankinn sé þjóðstofnun, þá er það eigi að síður skylda hans að gefa rétta reikninga og ætíð að geta þess í reikningum sínum hvert tap hann hafi beðið, því að bankinn starfar með lánað fé, lifir á lánstrausti landsmanna og annara, sem eiga heimtingu á því, að þeim sé gefin rétt skýrsla um hann. Og þótt bankinn sé þjóðstofnun, þá er það eigi að siður skylda bankastjórn- arinnar að annast það af fremsta megni, að lán hans séu vel trygð. Það er einstakra manna fé, — fé mun- aðarlausra barna og sparifé manna, sem bankanum er falið að ávaxta, en ekki að lána það út gegn lélegri tryggingu til tvísýnna fyrirtækja. — Þessu fé ætti að vera betur borgið hjá pjóðstoýnun en hlutabönkum. Bankastjórnin segir ósatt, er hún segir, að altaf hafi verið færðar á tapsreikning þær fjárhæðir, sem sann- reynst hafi að tapaðar væru. Það er sannað, að ávísana og víxlaeign bank- ans hefir verið talin of há í morg ár. Það má einu gilda, hvort slikt hefir stafað af reikriingsskekkju eða öðru ■— reikningurinn er jafnt rangur í báðum tilfellum. Tilvitnunin í landsreikning- ana afsakar þetta ekki hót, því þar er alt öðru máli að gegna — þar er ekki um verzlun að tefla. Bankastjórnin segir, að fjárhæð sú, sem nefndin segir að vanti á víxlaeignina sé röng. En sú staðhæf- ing hefir ekkert við að styðjast, enda er hún í mótsögn við þá skoð- un bankastjórnarinnar, að nefndin hafi fengið þessa fjárhæð hjá dönsku bankamönnunum, þótt nefndin raunar teldi víxlaeignina upp í ágúst, en dönsku bankamennirnir kæmu ekki fyrr en í desember. Alveg óskiljanlega vitlausa setningu setja bankastjórarnir á bls. 40: »Vér fullyrðum það óhikað, að efnahagsreikningur bankans sé í öll- utn liðum sínum réttur, úr því hann t öllum liðum sínum kemur heim við höfuðbók bankans«. Efnahagsreikningurinn er dreginn út úr höfuðbókinni og svo er höfuð- bókin notuð til þess að sanna, að hann sé réttur! En ef höfuðbókin er röng, þá hlýtur vitanlega það, sem út af henni er dregið (efnahagsreikn- ingurinn) að vera rangt. Ejnahagsreikningurinn er vitanlega rangur vegna pess, að höjuðbókin er röng. Og það játa bankastjórarnir fúslega, að hún sé röng, — játa það á sömu bls., sem þeir neita þvi, að reikningurinn sé rangur! Ef nokkur maður hefir hingað til verið í efa iim það, að þessir menn geta ekki verið bankastjórar, þá hljóta þeir þó nú sjálfir að hafa sannfært alla um réttmæti frávikningarinnar. Bankastjórnin segir ennfremur á bls. 40, að hún eigi ekki að hafa eft- irlit með því, hvort þær eigur, sem reikningarnir telja bankann eiga, séu fyrir hendi, heldur endurskoðunar- mennirnirl En ef svo endurskoðun- armennirnir sjá, að t. d. allir víxlar bankans eru horfnir einn góðan veð- urdag, eru það þá þeir — endurskoð- unarmennirnir — sem eiga að sæta ábyrgð fyrir það? Er það ekki banka- stjórnin, sem á að geta sýnt þá víxla, sem hún segist hafa keypt fyrir fé bankans ? Enginn maður með heilbrigðri skyn- semi getur verið í vafa um það. Um varasjóðinn segir bankastjórnin á bls. 31, að hún sé trygging fyrir bankann fyrir því, að hann geti staðið í skilum við skuldheimtumenn sina! Flestir viðskiftamenn bankans munu álíta, að varasjóður eigi að vera lánar- drotnum banka,ns trygging fyrir því, að peir bíði ekkert tjón af óheppileg- um lánveitingum bankans, og er þannig miklu réttara að telja varasjóð eign lánardrotnanna, eins og Lárus H. Bjarnason gerði í ræðu þeirri, sem birt var í Lögréttu þ. 12. þ. m., held- ur en að telja hann eign bankans. — Þó er það ekki nákvæmlega rétt, held- ur er varasjóður veð, sem bankinn setur öllum lánardrotnum sínum fyrir innieignum þeirra, enda munu allir aðrir en bankastjórarnir skilja það svo. Varasjóður er ekki óbundin eign bankans og má hann þvi ekki fara með hann sem slíka. Þar sem bankastj. segir að nefndin geti ekki í reikningi sínum fyrir bank- ann um það, hvernig verðbréf hans séu bundin, þá er það sízt meira en hálfur sannleikur, því að í athuga- semdum við reikninginn er getið um- þetta á þann hátt, að vísað er til skýrslunnar um það efni. Varasjóður á samkvæmt lögunum að liggja i verðbréfum, sem á skömm- um tíma má koma í peninga. Af því leiðir, að hann má ekki liggja i hús- um eða öðrum fasteignum bankans, vegna þess, að það eru ekki verðbréf — sizt að það sé ávalt hægt á skömm- um tíma að koma þeim í peninga. Bankastjórnin þykist skilja þetta ákvæði um að bréfum varasjóðs eigi að vera hægt að koma í peninga á skömmum tíma svo, að auðvelt eigi að vera að veðsetja þau. — En þá er líka auðséð, að varasjóður mætti liggja i skuldabréfum manna til bankans, bæði víxlum og öðrum, — því að ekkert væri hægra heldur en að fá lán gegn veði í þeirri eign bankans. Og pað stendur Jast og er ómótmal- anlegt, að ej leyjilegt er að veðsetja varasjóð, pá er ákvæði laganna um, að ekki megi lána hann út algerlega pýð- ingarlaust. Enda reynir bankastjórnin ekki að vefengja það — minnist ekki á það. Þó sést á bls. 31, 12. 1. að neðan, að bankastjórnin álítur ekki, að það megi fara i kringum þetta ákvæði með þvi að kaupa fyrir hann skulda- bréf einstakra manna! — En á annan hátt ætti þá að mega fara í kringum það! Er bankastjórnin farin að leika skollablindu? Óbankafróðum mönnum virðist einu gilda á hvern hátt farið er i kringum bankalögin. En bankaíróbleikm hinn- ar fráviknu bankastjórnar er máske aðallega fólginn í þvi, að hún hefir sérstaka þekkingu á því hvernig leyfi- legt sé að fara kringum lög ? Þar sem í lögunum er talað um veðsetningu á eigum hankans, þá er vitanlega átt við þær eignir hans, sem ekki eru eignir varasjóðs, því að um hans eignir eru sett sérstök ákvæði. Það er staðlaust rugl, sem banka- stjórnin eitt sinn hélt fram, en nú virðist fallin frá (sjá bls. 35, efstu línu), að bankinn eigi ekki annað en varasjóð. — Nú sem stendur á hann húseignir og jarðir fyrir c. 100 þús. kr. Og varasjóður getur ekki legið í jörðufn og húseignum. En jarðir sínar og húseignir má bankinn veð- setja. Þar sem bankastjórnin getur þess, að í öðrum löndum sé varasjóður banka vanalega í veltufé hans, þá er það að visu rétt, að svo hefir þetta verið í Danmórku, en nú ráðgert að banna slíkt sem stór-hættulegt — og á Þýzkalandi er þetta algerlega bannað, talið þar ganga féglæfrum næst. Og alt tal um þetta efni hér á landi kem- ur ekkert þessu máli við, því að hér er þetta og hefir ávalt verið bannað. Að eignir varasjóðs megi líka vera til tryggingar veðdeildinni er fjarstæða. Ef Tryggvi Gunnarsson, Eiríkur Briem eða Kristján Jónsson skulda tveim mönnum, þá getur enginn þeirra veðsett þeim báðum sama hlutinn fyrir fullu verðgildi hans. — Varasjóðseign bankans er með fullu verðgildi sínu eftir hlutarins eðli veðsett lánar- drotnum bankans, og tryggingarfé veðdeildarinnar er með fullu verðgildi veðsett — afhent landsstjórninni, til tryggingar bankavaxtabréfum þeim, sem í umferð eru. — Það liggur líka í augum uppi, að þau verðbréf, sem liggja til tryggingar veðdeildinni geta ekki orðið notuð til þess að bera tap bankans, vegna þess, að bankinn Jar pau ekki, nær þeim ekki, þótt hann þyrfti á þeim að halda, enda yrði þá tryggingin fyrir veðdeildinni of Htil. En það er skylda bankans að sjá um, að á hverjum tíma sem er, sé í vörzlum landsstjórnarinnar nægur verðbréfaforði til tryggingar veðdeild (Vu þeirrar fjárhæðar, sem bankavaxta- bréf þau, sem í umferð eru, nema). — En þótt bankastjórnin algerlega leyfis- laust hafi notað eign varasjóðs til þess, þá hefir hún þó aldrei hirt um að gæta þess, að þessu ákvæði væri fylgt við 2. flokk veðdeildarinnar. En fyrir pá vanrakslu hejði vaja- laust hver einstakur eigandi bankavaxta- bréja pessa jiokks getað höjðað mál gegn bankastjórninni. í sambandi við það sem banka- stjórnin segir um tryggingarfé veð- deildar á bls. 39 neðst, skal það tek- ið fram, að hún er skyldug til þess að afhenda landsstjórninni tryggmguna viðstóðulaust — það má aldrei vanta upp á trygginguna. Bankastjórnin afsakar sig með því að ekki hafi ver- ið mögulegt að vera »búið að kaupa nægjanlega mikið af konunglegum rikisskuldabréfum á áramótum«. En það skal bent á, að það hefir ekki að eins vantað á konungleg ríkisskulda- bréf, heldur einnig bankavaxtabréf. Tryggvi Gunnarsson segir á bls. 33, að Landmandsbankinn hafi aldrei heimtað eða óskað eftir neinu veðil En pað er þó ómótmælanlega sannað með handveðsetningarskírteini frá þeim banka, skírteini sern geymt er hér í Landsbankanum, að honum hafa ver- ið veðsett útlend verðbréf fyrir 229000 kr! Gerði bankinn það alveg ótil- kvaddur ? Bankastjórnin neitar því pvert ojan íyjirlýsingu Gliickstadts, að hann (Gluck- stadt eða Landmandsbankinn) álíti þau verðbréf, er hjá honum liggja sett til tryggingar ákveðinni skuld! Og bankastjórnin neitar þvi, að svo sé og er það þvert ofan í orð bankastjórn- arinnar sjálfrar í bréfi til Landmands- bankans dags. 12. des. 1906: Hvis dette ikke kan lade sig göre (að selja bréfin við ákvæðisverði1), da bede vi Dem om at opbevare Obligationerne Jor os som Sikkerhed jor vor Saldo til Dem«. Hvað er byggjandi á orðum þess- ara manna — manna, sem ekki svif- ast þess að segjast aldrei hafa skrifað það, sem er sannað, að þeir hafa skrifað ? Þeir hafa afhent Landmandsbanken þessi bréf sem tryggingu fyrir ákveð- inni skuld (Saldo) en þeir neita því. Það er engin afsökun fyrir banka- stjórana, að þessi veðsetning ekki hafi verið löglega gerð. Þeir smjúga þá að eins gegnum sömu smuguna sem ómyndugir prakkarar smjúga gegnum til þess að koma sér hjá því að borga skuldir, sinar I En slíkar óþverrasmugur ætlast þjóðin ekki til, að séu leitaðar uppi til þess að gera stofnunum sínum mögulegt að smeygja sér undan skuldbinding- um þeim, sem á þær hafa verið lagðar af þeim mönnum, sem hún hefir fengið til þess að veita þeim forstöðu. Skýrsla bankastjórnarinnar ufn hand- hafaverðbréf Landsbankans 26. nóv. 1909 er röng. Og má geta þess, að í vetur þegar þeir gáfu þessa sömu skýrslu, þá gleymdu þeir alveg að geta um varasjóð veðdeildar! Henni (bankastj.) láist að sundurliða verðbréf- in. Bankavaxtabréf bankans í vörzlum hans og útbúanna námu ekki 637,600 kr. Þá fjárhæð fær bankastjórnin með því að telja bankann eiga þá verðbréf, sem hann átti að vera bú- inn að afhenda landsstjórninni, bréf, sem landssjóður var búinn að kaupa og borga fyrirfram og bankinn því ekki átti neitt í. Og þar að auki þau bréf, sem áttu að vera hinum keyptu verðbréfum til tryggingarl Þessa sömu vitleysu birtu banka- stjórarnir i vetur í fregnmiða, og var hún þegar hrakin með réttri skýrslu um verðbréfaeign bankans þá. Þess vegna hefir nefndin sennilega ekki álitið þörf á því að birta þá skýrslu aftur. Það er ekki þýðingarlaust hvort varasjóði eru reiknaðir 3 !/a °/0 í vexti af eign sinni eða t. d. 4 x/2 af sumu — vegna þess að 3 l/2 °/0 vextirnir gefa i skyn, að varasjóður sé allur fólginn í kgl. ríkisskuldabréfum, eða bréfum, sem gefa þá vexti — en það hefir ekki reynst svo. Við samanburð á því hvað banka- stjórnin segir, að sé rangt »bókað« af nefndinni og því sem bankastjórn- in sjálf segir um þau atriði, þá sér maður að aðeins eitt svar er öðruvísi bókfært hjá nefndinni en bankastjórn- in nú vill hafa sagt! Þó leyfir banka- stjórnin sér að segja að öll svörin séu skæld og bjöguð! En þar sem nú er sýnt fram á með rökum, að bankastjórnin hefir »ríka til- hneigingu til þess að segja rangt frá«, þá ætti það ekki að vera neinum vafa ‘) Þvl sem bér stendur milli () er skotið inn til skýringar af oss. I

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.