Ísafold - 05.03.1910, Blaðsíða 1
Kemni út tviayar l vikn. Verö &rg. (80
arkir minst) 4 kr., orlendsa 6 k» efta 1V*
dollar; botgist fyrir mibjan júli (eriendis
/ fyrir fram).
ISAFOLD
Opp.ðgn (sbrifleg) bundin yib Aramót er
ógild nema komln si til útgefanda fyrir
1. okt. eg aaupandi skuldlaus viö blaðib
Afgreibsla: Austurstrœti 8.
XXXVII. árg.
Reykjavík laugardaginn
5. marz 1910.
15. tölublað
Landsbankastjórnarbyltingin
Dönsku bankastjórarnir (Landmandsbankinn)
taka af skarið.
Það er hverjum manni kunnugt,
þeim er veitt hefir eftirtekt því, sem
gerst hefir í því máli, landsbankastjórn-
arbyltingarmálinu, að Khafnarbanki
sá, er Landsbankinn hefir haft öll sín
viðskifti við erlendis, gerði það ein-
g'ónqu jyrir sjálýan sig, að senda menn
hingað, 2 trúnaðarmenn sína, vel banka-
fróða, til þess að kynna sér hag bank-
ans, til þess að geta úr því skorið
sjálfur á sínar spýtur, hvort óhætt væri
að. halda áfram viðskiftum við Lands-
bankann, þ. e. hvort óhætt væri að
eiga hjá honum svo og svo mikið fé,
er þann veg vissi við.
Þessir trúnaðarmenn áttu því ekki
og. mátti} ekki gera neitt annað en
að afla sér sjálfum fróðleiks um hag
bankans og miðla þeim fróðleik sínum
umbjóðanda, Landmandsbankanum i
Khöfn. En hann hafði ekkert með
þann fróðleik að gera annað en nú
var mælt: nota hann til að ráða við
sig að fullu, hvort halda skyldi áfram
viðskiftunum. Skýrsla hinna banka-
fróðu manna var þvi öllum öðrum
óviðkomandi. Það stóð ekki til, að
hún birtist almenningi, hvorki fyr né
síðar.
Þetta vissu þeir vel, sem sýnt höfðu
sig i að vilja gera sem mest ilt út úr
ráðstöfun stjórnarinnarum bankastjórn-
arskifti. Þeir vissu, að þá mundi vera
óhætt að kríta svona hér um bil hvað
sem þóknaðist um árangurinn af rann-
sókn hinna dönsku bankastjóra. Þeir
vissu, að aðrir máttu til að þegja við
því, hve rangt og vitlaust sem væri, og
eins hitt, að stjórnin mætti ekkert
segja, þótt hún fengi eitthvað að vita
í trúnaði, t. d, hjá Landmandsbankan-
um. Hún yrði að gera sér að góðu,
hversu rangar sakir sem á hana yrðu
bornar í þessu máli, hversu sem öllu
yrði umhverft, jafnvel með blygðun-
arlausum lygum og blekkingum. Hún
yrði að láta sér það lynda alt saman,
að minsta kosti þangað til t. d. á
þingi síðar meir, ef vera mætti, að
þá fengist Landmandsbankinn til að
sleppa við þingið skýrslu margnefndra
trúnaðarmanna sinna.
Það er kunnugt, hvernig þetta var
notað. Búinn til hver kvitturinn á
fætur öðrum um þetta, sem enginn
mátti vita út í frá: hvað dönsku banka-
stjórunum hefði litist um ástand Lands-
bankans.
Þetta var þvínæst áréttað eftir að
bankastjórarnir dönsku voru komnir
heim aftur og umbjóðandi þeirra,
Landmandsbankinn, hafði kveðið upp
úr um, eftir þeirra tillögu, er studd
var við skýrslu þeirra, að viðskiftunum
hugsaði hann til að halda*,áfram. Það
var áréttað með því, að Landmands-
bankinn gerði þetta aj pví, að alt hefði
reynst í góðu lagi hér við Lands-
bankannI
Þetta var vitaskuld búið til út í
bláinn, af ennþá gifurlegri óskammfeilni
en fyrra tilræðið. Því að Landmands-
bankinn hafði alls ekkert uppi látið um
það, af hvaða ástæðum hann vildi halda
áfram. Sanna ástæðan mun hafa verið
sú, að rannsókn trúnaðarmanna bank-
ans hafði sannfært hann um, að þrátt
fyrir alt mundi vera óhætt að eiga
viðskifti við Landsbankann áfram; hann
mundi rísa undir tjóninu, sem hin
fráfárna bankastjórn hafði bakað hon-
um með ávirðingum sínum, enda hin
nýja bankastjórn fullkomins trausts
makleg, eftir því sem trúnaðarmönn-
unum á hana leizt.
Þessi nýi ósvífni uppspuni um
það, hvernig stæði á, að Landmands-
bankinn ætlaði ekki að slíta viðskift-
unum við bankann hér, hefir gengið
svo fram af dönsku bankastjórunum,
að þeir hafa leitað máls um það við
umbjóðanda sinn, hvort þeir mættu
ekki eitthvað segja um árangur af ferð
þeirra hingað, sem dygði til að láta
ekki sannleikann lúta alveg í lægra
haldi og horfa á að honum væri svo
misþyrmt, sem hér hefir leikið verið;
og fengu þeir þá leyfi bankans til að
herma það, sem hér segir (í ísl. þýð.):
Landmandsbankinn hefir,
að fenginni skýrsiu vorri um
Landsbanka Islands og að
þar til gefnu tiiefni, veitt oss
umboð tii að lýsa því yfir, að
endurskoðun sú, er vér höf-
um gert, sýnir e k k i b e t r i
niðurstöðu en þá, er rann-
sóknarnefndin hefir komist
að raun um.
Fredericia 18. febr 1910.
Chr. Jörgensen.
bankastjóri.
Kanpmannahöfn 17. febr. 1910.
C. Christensen
bankastjóri.
(Frnmmálið:
Landmandsbanken har efter den af os
givne Beretning om Islands Landsbank paa
given Foranledning bemyndiget os til at er-
klære, at den af os foretagne Revision ikke
viser ét bedre Resultat end det af Under-
sögelseBkommis8Íonen konstaterede).
Hér virðist þá vera nokkurn veginn
tekið af skarið, og ekki hægt að kom-
ast lengra þ e s s a , leið, þ. e. með
ósannindasamsetning um árangur af
bankaskoðun þeirri, er trúnaðarmenn
Landmandsbankans gerðu hér.
-r---$ --------
C o o k.
----- Khöfn 21/2 ’10
Alt af eru að berast fregnirnar af
Cook. Stundum er hann sagður suð-
ur á Þýzkalandi, stundum á Bermudas-
eyjum o. s. írv. En nú segir síð-
asta fregn, að hann hafist við í Chile
í Suður-Ameríku með konu sinni,
undir fölsku nafni, og mun þetta vera
satt, því að fregnin hefir verið símuð
hvað eftir annað og þetta fullyrt.
Háskólanum barst í fyrra dag bréf,
sem sagt var að væri frá Cook, og
sent frá Minnesota. Bréfið er vélritað
og ekki undirskrifað; en eftir efninu
að dæma er það frá Cook, og halda
prófessorarnir, að það sé ekki sent af
öðrum í blóra við Cook. Ekki veit
almenningur, hvað í bréfinu stendur;
en á morgun heldur háskólastjórnin
fund um málið, og þar verður bréfið
lagt fram.
Nefnd sú, er fjallaði um plöggCooks,
kveðst hafa fundið upp ráð til þess
að komast að því með fullri vissu,
hvort Cook hafi komist á pólinn eða
ekki. Nefndin vill ekki láta uppi að
svo stöddu í hverju þetta liggur. Segir
hún, að þetta taki alllangan tíma, og
verði þeir að hafa bréfaskifti út um
öll lönd.
I. O. O. P. 91348Va
Forngripasafn opiD sunnud., þrd. og fmd. 12—2
íslandsbanki opinn 10—2 */* og
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til
10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 V* sibdegis
Landakotskirkja. Guðsþj. 9 */■ og 6 á helgum
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6
Landsbankinn 11-2 V*, 61/t-61/«. Bankastj. vib 12-2
Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Útlán 1—3
Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1
Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12
Náttúrugripasafn opið l1/*—21/s á sunnudögum
T&nnlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 3. md. 11—1
Lárus Fjeldsted
yfirréttarmálafærslumaður
Lækjargata 2
Heima kl. ii—12 og 4—5.
Óöldin á Grikklandi.
Herforingjasambandið og flotinn.
Fjárþröng og kröggur. Konungsættin.
Khöfn, 21. febr. 1910.
Af Grikklandi er að frétta sama að-
ganginn og óöldina. Herforingjasam-
bandið hefir neitað að slíta félagsskapn-
um fyr en búið er að kveðja til þjóð-
fundar með konungsbréfi. Annars er
nú svo að sjá, sem herforingjamir
séu mjög að missa fylgi. Einkum er
orðið svo fátt á milli þeirra og flota-
foringjanna, að búast má við, að úr
því verði bardagi þá og þegar.
Georg Grikkjakonungur.
Eins og getið var um hér í blað-
inu áður hallaðist herforingjasamband-
ið að þjóðfundartillöguKríteyjarskeggja-
foringjans Venizelosar. Þetta mnnu
herforingjarnir hafa gert meðfram til
þess að afla sét fylgis hjá þjóðinni.
Venizelos fékk þingflokkana á sitt
band og konungur var neyddur til
þess að samþykkja þjóðfundinn. En
þá kom Tyrkland til sögunnar og
stórveldin. Þau sáu, að til þess var
leikurinn gerður, að Kríteyjarskeggjar
sendu fulltrúa á þjóðfundinn og að
þetta væri spor í áttina til innlimun-
ar á Krít. Þau hótuðu því Grikkjnm
hörðu, ef friðnum væri í nokkra mis-
boðið og Grikkir hafa frestað þjóð-
fundinnm fyrst um sinn til hausts.
Áður stóð til, að þjóðfundur yrði
haldinn á undan þingi, en nú hefir
þegar verið kvatt til aukaþings og
herforingjasambandið því beðið hinn
versta ósigur.
Og altaf er að harðna milli flotans
og hersins. í Typaldosuppreisninni í
haust sem menn muna eftir, biðu sjó-
liðsforingjar ósigur, en svo hefir her-
foringjasambandið verið hrætt við flot-
ann, að það hefir ekki þorað að beita
uppreisnarseggina hörðu. Sjálfur höfuð-
paurinn, Typaldos, var náðaður ný-
lega og látinn laus.
Síðan Typaldos var látinn laus hefir
óvildin aukist milli flotans og her-
foringjasambandsins — og má eiga
,von á bylttngu þá og þegar. Nýlega
hafa jafnvel borist fregnir um, að flot-
inn væri sigldur af stað frá Salamis
til Aþenu. Hvort þetta er satt er
ekki hægt að vita með vissu, því að
símskeyti eru öll undir yfirumsjón
herforingjasambandsins og grísku blöð-
in eru líka kúguð til þess að skrifa
það eitt, sem herforingjarnir vilja vera
láta. Á ritstjórnarskrifstofum blaðanna
er einhver úr herforingjasambandinu
allan daginn til þess að líta á greinar
I Carlsberg 1 - ljós | Beztu tegi | Undir ai i skattleysingi 1 og dimmur 1 mdar bindindisöl 1 ikohólmarki |
Reykjavík ## Hamborg Kaupmannahöfn
Thomsens verzlun breytist og endurnýjast einlægt eftir kröfum tímans
og þörfum viðskiftamannanna.
Nú er þörf á góðum viðskiftum við útlönd, og verzlunin hefir því fengið
sér útibú hér í Hamborg, með íslenzkum skrifstofustjóra, til innkaupa og
útsölu fyrir íslenzka kaupmenn, og ennfremur frystihús og stórsöludeild í
Khöfn til að greiða fyrir sölu á íslenzkum vörum.
Khafnardeildinni hefir tekist í haust að selja íslenzkt saltkjöt á 73 kr.
tunnuna í stórsölu, um sama leyti og verð var alment 48 kr.„ og aðrar vörur
eftir sama hlutfalli.
Verzlunin hefir fengið umboðssölu fyrir mjög margar verksmiðjur, og
vili láta stéttarbræður sína njóta góðs af beinum viðskiftum sínum við fram-
leiðendurna.
Hamborg 36, Adlerhof, 6. febr. 1910.
Jí. Tf). Tl. Ttjomsen.
þær, sem eiga að fara í blöðin og
vinsa það úr, sem þeim sýnist.
Herforingjasambandið vill auðsjáan-
lega gera stjórnarbyltingu og losna
við konungsættina að fullu og öllu.
En flotinn er tryggur Georg konungi
og nokkur hluti hersins. Georg kon-
ungur var neyddur til þess að sam-
þykkja þjóðfundínn og honum hótað
afsetningu og æfilöngu varðhaldi, ef
hann hefði ekki látrð undan. Kon-
ungur á afarörðugt uppdráttar og nú
er hann að kveðja til sín þá af son-
um sínum, sem ekki eru heima. Er
mælt, að hann muni vilja ráðgast við
þá um hvað gera skuli, hvort hann
eigi að segja af sér eður eigi.
Ofan á alt þetta bætast fjárkröggur
og eymd. Kaupmenn í Aþenu verða
gjaldþrota svo hundruðum skiftir á
hverri viku og ástandið er að verða
kkyggilegra og ískyggilegra. Grikkir
þurfa að taka stórfé að láni hjá öðr-
um þjóðum til þess að rétta við hag
landsins, en fá ekki eyri fyr en fult
skipulag er komið á í ríkinu.
Hver endir verður á öllu þessu veit
enginn, en á þessu getur ekki gengið
lengi. Annaðhvort verður að hrökkva
eða stökkva — ríkið að rétta við eða
líða undir lok.
Breytileiki frumefnanna.
Ný uppgötvun frúlCurie.
---- Kh. 21/2 ’IO
^EinsJ jj[og |menn jjj muna, fundu
hin frakknesku hjón, Curie prófessor
og kona hans, efnið radíum fyrir
Prófessor frú Curie.
nokkrum árum, og hlutu fyrir Nobels-
verðlaunin í efnafræði. Þau hjón unnu
að rannsóknum sinum í félagi, en í
hitt eð fyrra vildi það slys til, að
Curie varð undir vagni á götum Paris-
arborgar og beið bana af. Eftir það
hélt konan ein rannsóknunum áfram.
Hún þykir svo snjöll í efnafræðinni,