Ísafold - 05.03.1910, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.03.1910, Blaðsíða 3
ISAPOLD 55 V iðskiftaráðunauturinn. Hafnarstúdentar hafa á fundi í Stú- dentafélaginu með 13 atkv. gegn 8 samþykt tillögu, er fer í þá átt, að skora á meirihlutann að tjá sig ósam- þykkan yfirlýsingu ráðgjafans íslenzka viðvíkjandi viðskiftaráðunautnum í bréfi hans til utanríkisráðgjafans; Þjóðviljinn tekur kappsamlega í sama strenginn, og herra Gísli Sveinsson byrjar ritgerð í gær í sömu átt í Þjóðólfi undir rit- stjórn Péturs Zóphoniassonar. Flest alt, sem hr. G. Sv. segir í ritgerð sinni, er þvert ofan i skoðanir Þjóðólfs, nema þetta eitt: hr. G. Sv. ræðst all hvatskeyt- lega á ráðgjafa. Þessveqna er hann boðinn og velkominn í Þjóðólf. Að- aláhugamál Þjóðólfs, svo sem annara Hafsteinsblaða, er sem sé jafnan þetta eitt: að niða og skamma núverandi ráðgjafa fyrir all sem hann gerir, og hver sá maður, sem vill hafa sig til þess, á vísan aðgang að þessum blöð- um, hvað sem skoðunum hans ella líður. Bægslagangurinn út af bréfi ráðgjafa til utanrikisráðgjafans um viðskiftaráðu- nautinn er annars harla óskiljanlegur. Vér munum siðar vikja nánar að þessu máli. En að þessu sinni skal þetta tekið fram: Utanríkisráðgjafinn kvartaði yfir um- mælum, sem höfð voru eftir Bjarna Jónssyni frá Vogi i norsku útkjálka- blaði, æði æsingafullum gegn Dan mörku. Ráðgjafi vor lét í ljós vantrú á, að þau væru rétt eftir höfð, eiris og þau hljóðuðu, en ef svo væri, skyldi slíkt ekki koma fyrir aftur. Það dylst og sjálfsagt engum manni, að enginn íslenzkur ráðgjafi — og ekki heldur hr. Skúli Thoroddsen — gæti látið það afskiftalaust, ej maður þeirri stöðu, sem viðskiftaráðunauturinn hefir, færi að hafa frammi beinar pólitískar æsingar gegn Dönum erlendis. En að honum sé af ráðgjafa meinað að láta i ljósi skoðanir sinar á sjálf- stæðismáli voru og segja frá þeirri baráttu vorri, eins og Þjóðv. virðist halda, það nær engri átt. — Nægir i því efni að benda til hinna skorinorðu greina, er Bjarni hefir skrifað í mörg sænsk, norsk og dönsk blöð um sjálf- stæðismálið, og mun stjórnin síður en svo hafa amast við þeim. fram hínum löngu illviðrasömu strönd- um íslands einsog einmitt Flora. Telja má það lofsamlegt, að Björg- vinjargufuskipafélagið eftir 2 ára ferð- ir, sem víst er um, að félagið hefir tapað á, skuli ennþá halda áfram ferð- unum. Þess væri að óska — frekar vegna íslendinga sjálfra, en vegna félagsins að lánast mætti að halda áfram þessum ferðum til gagns og gleði íslendingum. Mannalát. Gufuskipið Flora. Svofelda skýrslu hefir ísafold verið beðin fyrir: Björgvinjargufuskipafélagið, sem i tvö ár hefir haldið uppi ferðum milli Noregs, Færeyja og íslands, ætlar einnig á komanda sumri, 1910, að halda þessum ferðum áfram með ná- lega sömu áætlun og síðastliðið ár. G/s Flora, sem i fyrri ferðum hefir áunnið sér vinsæld sem farþegaskip, verður einnig á þessu sumri notað þessar ferðir. Eins og mönnum mun vera í minni, hrepti Flora á síðustu ferð sinni f. á. ofsaveður, og hrakti 4 daga norðvestur af íslandi og lask- aðist talsvert utanborðs. Er skipið kom heim til Björgvinjar var þegar tekið að gjöra að því og gersamleg aðalviðgerð á skipinu hefir farið fram nú í vetur. Nýr ketill hefir verið settur i stað hins gamla, og rafljós lagt um alt skipið, svo að það hefur nú aftur íslandsferðir sínar sem full- komið hraðfara fyrstaflokks farþega- skip. Auk þess er Flora sterkt og ágætt sjóskip öllum kostum búin sem bezta farþegaskip. Sem stendur er Flora í farþegasigl- ingu milli Björgvinjar og Rotterdam á Hollandi. { [Áætlunin ber það með sér að skip- ið mun, er það hefir komið við á Seyðisfirði og farið norðan um land, koma til Reykjavíkur hinn 13- Íöni, júli, ágúst, september, og fara ^ Reykjavik norður um land 16. ncfndra mánaða. Ferðaáætlunin er yfirlextt haganlega gjörð, þannig að viðkomur á hinar ákveðnu hafnir eru nákværn- lega sömu mánaðardagar í hverjum mánuði. Á fýrri ferðum sínum við ísland hefir Flora áunnið sér það hrós, að varla nokkurt skip hafi komið svo stundvíslega á ferðum sínum með- Reykjavíkur annáll. Botnvörpungafiskur hefir verið falur hér i bsenum siðustu daga og verið rifinn út, nærri þvi áður en k land var kominn. Svo mikil nýnæmi er bæjarbúum á fiski. Dánir: Guðrún Glsladóttir, gamalmenni úr Hafnarfirði. Dó 23. febr. i Landakots- spitala. Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. 31 árs. Njáls- götu 48. Dó 19. febr. Jón Gruðmnndsson 32 ára. firettisgötu 17. Dó 3. marz. Kirstin Jónsdóttir ym. 19 ára, frá Steðja i Klókadal. Dó i Landakotsspitala 1. marz. Kr. Rósa Jónsdóttir húskona, 56 ára. Klapparstig 24. Dó 22. febr. Ragnheiður Magnúsdóttir húsfrú, 39 ára. Laugaveg 73. Dó 20. febr. Sveinn Olafsson 62 ára. Smiðjustig 11. Dó 24. febr. Erindi dr. Helga Péturss i Iðnó á sunnu- daginn var fróðleg og skemtileg frásögn um ferðir hans á Bretlandi. Hann flytur áframhald af þvi i Iðnó sunnudaginn 13. marz, en ekki d morgun. Guðsþjónusta: í dómkirkjunni á morgun: Á hádegi: Dómkirkjupresturinn. Síðdegis: slra Fr. Friðriksson. Fríkirkjunni: Hádegismessa. Hjónaefni: Jósef Magnússon trésmiður og ym. Guðrún Guðmundsdóttir. Hjúskapur: Einar Sigurðsson Yesturg. 52 og ym. Sigriður Rósa Kristjánsdóttir, 23. fehr. Jón Jónatansson frá Hjörsey á Mýrum og ym. Magdalena Guðmundsdóttir, Rvik, 26. febr. Runólfur Runólfsson bókb. og ym. Guð- finna Friðfinnsdóttir Lindarg. 19, 26. febr. Sigurður Sigurðsson ekkjum. Hverfisg. 54 og ekkja Arnbjörg Guðmundsdóttir 26. febr. Kapphlaup Skautafélagsins. Þau fóru fram siðastliðinn laugardag og sunnudag. En ekki var veður sem ákjósanlegast og svellið ekki heldur. f>vi varð hluttakan ekki eins mikil eins og elia hefði orðið. Fyrri daginn var 5000 stiku skeið þreytt. Það skeið runnu: 1. Sigurjón Pétursson á 11 min. 54 sek. 2. Ólafur Magnússon á 12 — 32 3. Magnús Tómasson á 12 — 38s/6 — 4. Sigmundur Árnason á 13 — 228/6 — Á sunnudaginn var þreytt 500 og 1500 stiku skeiðið og fór á þá leið, að 500 stiku skeiðið runnu: 1. Sigurjón Pétursson á 59®/6 sek. 2. Magnús Tómasson á 1 mín. 5 3. Herluf Clausen á 1 — 14*/6 — 4. Sigmundur Árnason á 1 — 14*/6 — en 1500 stiku skeiðið þeir: 1. Sigurjón Pétursson á 3 min. 23’/6 sek. 2. Magnús Tómasson á 8 — 47 3. Sigmundur Árnason á 3 — 513/6 4. Herluf Clausen á 4 — 8 Sigurjón Pétursson vann þannig öll þrjú skeiðin og hlýtur hann verðlaunin: Branns- bikarinn. — Hann verður afhentur honum 1 samsæti, sem Skautafélagið heldur á þriðju- daginn kemur, i Iðnó. Hraði skautamanna var allmikill, einkum þegar gætt er þess, að allhvast var og svellið alls ekki gott — og ank þess, að skautamenn hafa átt mjög örðugt uppdrátt- ar um æfingar, það sem af er vetrinum. Til samanburðar má geta þess, að helzti núlifandi skautamaður heimsins, Norðmað- urinn Oscar Mattiesen, hefir unnið skeiðin á þeim tima, er nú segir: 5000 stiku skeið- ið á 8 mín., 51 sek., 1500 stiku skeiðið á 2 min., 277/io sek. og 500 stiku skeiðið á 46'/io sek. Hvenær ná skautamenn vorir þeim hraða ? Málverkasýning. Ásgrimur Jónsson hefir i hyggju að halda sýningu á listaverkum sinum Innan skamms, i Vinaminni. Myndargjöf: Sig. Erlendsson, hinn þjóð- kunni umferðabóksali, hefir gefið Heilsu- hælinu húseign sina, nr. 26 við Laugaveg, ásamt stórri lóð. Húseignin er virt á 7,50» kr. og á henni hvilir aðeins litið veðdeild- arlán. Þökk og heiður sé Sigurði gamla fyrir vikið. Söngfélag stúdenta. Nýlega er stofnað hér í bænum söngfélag i þeirri veru að halda uppi söngiðkunum meðal stúdenta að staðaldri. -— Það er 16 manna sveit. Seinna i vetur mun það hafa i hyggju að láta til sin heyra. Söngstjóri er Sigfús tónskáld Einars- s o n. í síðasta blaði var getið láts sóknar- prestsins síra Brynjólfs Gunn- arssonar á Stað í Grindavík. Hann var fæddur 24. nóv. 1850 að Kirkju- vogi í Höfnum. Voru þá uppi í Höfn- um bændahöfðingjarnir þrír, — allir frægir fyrir dugnað og skörungsskap, — þeir Gunnar Halldórsson og Vilhjálmur Hákonarson i Kirkjuvogi og Ketill Ket- ilsson í Kotvogi. Kona Gunnars var Halldóra Brynjólfsdóttir prests að Út- skálum, en systir síra Sigurðar Sívert- sens eldra og Þórunnar konu Vilhjálms. Síra Brynjólfur var einkasonur þeirra Gunnars og Halldóru og kvæntur Helgu Ketilsdóttur frá Kotvogi. Þrjú urðu börn þeirra, er upp komust: Halldóra, Vilborg og Gunnar. Vilborg giftist Júlí- usi Einarssyni frá Garðhúsum, en and- aðist síðastliðið sumar; hin eru ógift heima. Síra Brynjólfur prestvígðist árið 1875 °g gjörðist aðstoðarprestur hjá síra Sig- urði Sívertsen á Útskálum, móðurbróð- ur sínum, til þess er hann 1886 sagði af sór embætti. Eftir það bjó hann á föðurleifð sinni, Kirkjuvogi, en þjónaði þau árin ýmsum prestaköllum um stund- arsakir. Árið 1894 varð hann sóknar- prestur á Stað í Grindavík. — Hann var mesta ljúfmenni og prúðmenni inn- an kirkju og utan; skyldurækinn og reglusamur í embætti, sæmdarmaður í sveit, og heimili hans og heimilislíf hið prýðilegasta. Pr......... í Clinton í Bandarfkjunum lózt um helgina síðustu Kristján Jónsson læknir frá Ármóti f Árnessýslu, bróðir Halldórs prests á Reynivöllum, frú Helgu Zoega og þeirra systkina. Símskeytið um, að hann hefði dáið »umkringdur vínum« barst Geir kaupmanni Zoega á sunnudaginn og voru þá fánar dregnir í hálfa stöng víða um bæinn. Kristján heit. varð kandídat frá lækna- skólanum hór í Reykjavík 1888. En gerðist sfðan læknir á útflutningaskipi frá Danmörku. Upp úr því settist hann að í Bandaríkjunum og hafði yfirlæknis- stöðu í sjúkrahúsi f Clinton. Er mælt að honum hafi græðst mjög fó og verið auðugur maður, er hann lózt. Hann var ókvongaður. Kristján heitinn var, segja kunnugir, maður góður og gæfur og vel þokkaður, sem það Ármótsfólk annað. leiðina, sem þeir hafi snúið inn á, »bera vott um sorglegt þróttleysi þeirra í baráttunni til að ná takmark- inu«. En sé takmark þeirra það, er eg hefi talið hér að framan — og það hygg eg, að ekki verði vefengt —, þá liggur það í augum uppi, að starf- semi templara og bindindismanna hef- ir einmitt gengið hágöngu sína og borið blóm sitt og bar í aðflutnings- bannslögunum. Svo heldur hr. M. E. áfram og telur hann bannleiðina »stórhættulega fyrir framtiðarheill þjóðarinnar, og raunalega eyðilegging þess mikla ár- angurs, sem þegar er fenginn, eflaust að miklu leyti fyrir tilverknað og starf þeirra bindindisfélaga, sem nú um aldarfjórðung hafa starfað í landinu«. Þetta rökstyður hr. M. E. aðallega á þenna hátt: »Það er ævarandi sannleikur, að baráttan er það, sem gjörir menn að mönnum. Baráttan fyrir lifinu gjörir kynslóðirnar færar um að lifa. Án baráttu er ekkert líf. Hafi mað- ur ekkert við að stríða, eyðast allir hæfileikar og þá að lokum hæfileik- inn til að lifa. Sú þjóð er dauða- dæmd, sem hættir allri baráttu, og tekur sér hvíld, því að hið illa, sem við er að striða, hættir ekki að vera til, þótt þjóðin hætti að berjast gegn þvi«. En þessar rökstuðningar hr. M. E. eru með öllu ónýtar, því þær hvíla að minsta kosti að hálfu leyti á ósann- indum. Eg á hér sérstaklega við það, sem hr. M. E. segir um baráttuna. Það er að minsta kosti alt eins oft, sem baráttan, eða réttara sagt: mein- semd sú, sem barist er við, verður til þess að kreppa að lífinu, verður kyrking þess og eyðilegging, eins og hitt, að hún verði blómgunarskilyrði þess og lyftistöng, eins og hr. M. E. segir, að hún undantekningarlaust sé, að því er virðíst. Þetta gildir jafnt um mannlífið sem á öðrum sviðum lífsins, og er þetta raunar svo augljóst, að ekki ætti að þurfa að fara fleiri orðum um það, en þó mun eg taka til nokkur dæmi til að sýna út í hvaða öfgar eða staðhæfingar hr. M. E. leiða, þá er þeim er fylgt út í æsar: Nl. 1538- Skemtun til ágóða fyrir Baruahælið verður haldin í Báruhúsinu miðviku- dag 9. og fimtudag 10. þ. m. kl. síðdegis. Fjölbr. skemtun: Upplestur,söngur, rimnakveðskapur. Böm dansa eftir þjóðlaginu Ólafur reið með björgum fram. Nánara á götuauglýsingum. Alþýðnfræðsla Stiidentafélagsins Fyrirlestur í Iðnaðarmannahúsinu sunnudag 6. febr. kl. 5 úa Guðbr. Jónsson: Stjórnarbyltingin mikla II. Inngangur 10 a. í fyrra dag dó J ó n bóndi H a 11- dórsson á Laugabóli í ísafjarðarsýslu, faðir Magnúsar sýslumanns í Hafnar- firði og þeirra systkina, segir símfregn frá ísafirði í gær. Nánar getið síðar. Hestahey fæst i Félagsgarði. Laust prestakall: Staður i Grindavik, Staðar (nú Júrngerðarstaða), Krýsuvikur og Kirkjuvogssóknir. Yeitist frá fardögum 1910. Kirkjuvogssókn er þjónað frá Út- skálum, meðan nuverandi prestur þar heldur. Auglýst 3. marz. Umsóknarfrestur til 22. april. » Aðflutningsbann áfengis. Eins og kunnugt er samþykti al- þingi hið siðasta lög um bann á að- flutningi og sölu áfengra drykkja. Hafa lög þessi verið gjörð að all- miklu umræðuefni i blöðum vorum, sem von er til, jafn mikilsverð og þau eru. — Nú nýlega las eg rit- gjörð urn aðflutningsbann áfengis í Andvara þ. á. eftir Magnús dýra,- lækni Einarsson. Af því að eg hygg að hr. M. E. fari ekki allstaðai með rétt mál í ritgjörð þessari þá langar mig til að gjöra nokkrar athugasemd- ir við hana. Hr. M. E. segir, að templurum og bindindismönnum hafi »bannið smátt og smátt orðið svo mikið kappsmál, að — — þeir hafi mist sjónar á takmarki þvi, sem þeir hafi sett sér. -----En takmarkið er og á auðvitað að vera það, að kenna einstaklingn- um og þjóðinni i heild sinni að fara svo með þenna hlut (áfengið), sem alla aðra hluti, er hættulegir geta ver- ið, að þeir bíði ekki baga af«. Þetta er rangt; takmark templara hefir þetta aldrei verið, heldur hefir útrýming áfengisnautnarinnar verið það, og sam- kvæmt orðum hr. M. E. hér að fram- an hafa þeir sannarlega ekki mist sjónar á því takmarki. Hvert tak- mark templara atti að vera eftir skoð- un hr. M. E., eða einhvers annars, kemur þessu máli ekki við. Að víta templara fyrir það, að hafa mist sjón- ar á því takmarki, er þeir aldrei hafa haft augastað á, er ekkert vit. Þessi rangi skilningur hr. M. E. á takmarki templara og bindindismanna dregur þann villunnar dilk á eftir sér, sem vonlegt er, að hann telur bann* Þakkarávarp. Þó hðin séu 2 ár síðan eg kom heim til mín eftir 6 vikna legu á franska sjúkrahúsinu, finn eg mér skylt að færa hr. Matthíasi lækni Einars- syni innilegt þakklæti fyrir þá miklu hjálp og alúð, sem hann auðsýndi mér, þar sem hann gerði holskurð á mér og tók út 3 pd. þungt mein- stykki, og hepnaðist svo, að eg má heita heilbrigð síðan. Sömuleiðis vil eg minnast hjúkrunarfólksins, sem alt sýndi mér sanna alúð og keptist um, að láta mér líða sem bezt með alla hjúkrun og alt, sem við þurfti; og svo vil eg geta allra skyldra og vanda- lausra, sem vitjuðu mín og glöddu mig með nærveru sinni. Ennfremur vil eg minnast minnar kæru systur, Ragnheiðar Gottsveinsdóttur, og manns hennar, Jóns Halldórssonar, er tóku mig með barni mínu sumarið eftir og veittu okkur alla góða meðferð og þar að auki gáfu mér stórkostlega, þegar eg fór heim. — Öllu þessu vel- gjörðafólki mínu vottum við hjónin okkar innilegasta hjartans þakklæti og biðjum himnaföðurinn að launa því alla sína góðsemd, sem það hefir mér auðsýnt. Hafnarfirði a/8 1910. Guðrún Gottsveinsd. Eyólýur Arnason. Bezt eras kaupa rúðurnar hjá Jóni Zoega. Peningar. Kvenhár kaupi eg nú í nokkurn tíma, og borga samstundis með pen- ingum. Hárið verður keypt á Spítalastíg 6 (niðri) frá kl. 10—n f. m. og 3—4 e. m., og á kvöldin eftir kl. 7. Guðm. M. Björnsson. Ny og stór egg fást í Matarverzlun Tómasar Jónssonar. Talsími 212. Talsími 212. 1 Liverpool er nýkomið Hvítkál — Gulrófur — Rödbeder Pourrer (slik-) — Sellery Laukur spanskur Epli, amerisk Appelsínur, 2 teg., ágætar Margar tegundir af fyrirtaks Ostum og Pylsum o. m. fl. Kex og kaffibrauð er bezt og ódýrast í Liverpool. Sími 43. Sími 43. Hárprjónn úr silfri htfir tapast fyrir hálfum mánuði síðan. Skilist í afgreiðslu ísafoldar. Stúlka, sem er vön matartilbún- ingi, óskar eftir að fá atvinnu við þess konar störf. — Ritstj. visar á. Frá 1. apríl óskast stúlka til uppvartningar á kaffi og matsöluhúsi. Upplýsingar í afgr. ísafoldar. Úr hefir tapast á götum bæjarins. Finnandi skili á afgr. ísafoldar gegn fundarlaunum. Teiknipappír í örkum ðg álaum fæ#t i bókverzlun Isafoldarprentsffliðju. Hús með 5—6 herbergjum, helzt í mi bænum, óskast til leigu frá 14. m næstkomandi. G. Copland, Tjarnargötu 11.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.