Ísafold - 12.03.1910, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.03.1910, Blaðsíða 1
Kemm út tvisvar i viku. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr., erlendia 5 ki eí)a l1/* dollar; borgist fyrir m!bjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsðgn (skHúeg) bandin við áramót, er ógild nema komln só til útgefanda fyrir 1. okt. aaapandi skoldlaas vib blabib Afgreibsla: Aastarstrœti 8, XXXVII. árg. Reykjavík laugardaginn 12. marz 1910. 16. tölublaA L O. O. F. 913188 V,___________________ Forngripasafn opiT) sunnud., þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 »/• og B l/t~7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 l/t síbdegis Landakotskirkja. Gu^sþj. 91/* og 8 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 Of? 4—5 Landsbankinn 11-21/*, 51/*-**1/*. Bankastj. vib 1-2 Landsbókasatn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsskjalasaínib á þrd. fmd. og ld. 12 1 Lækning ók. i læknftsk. þribjd. og föstd. 11 12 Náttúrugripasaf:n opib 1 */*—21/* á sunnudögum Tannlrekning ók. Pósth.str. 14, 1. og 8. md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. ix—12 og 4—5. mi vill svo til, að um hana hefir alls ekki verið beðið. Hún er svo til komin, að hinir dönsku bankamenn fréttu, að yfirlýs- ing Landmandsbankans um, að hann ætlaði að halda áfrarn viðskiftum sín- um við Landsbankann, hefði verið rangíærð hér í blöðum og lögð út þann veg, að Landmandsbankinn teldi alt vera i ágætu lagi í Landsbankan- um og ráðstafanir ráðherra þvi á- stæðulausar. Þess vegna tóhu hinir dönsku bankastjórar pað upp hjá sjdlfum sér að fá leyfi Landmands- bankans til að segja frá hinu sanna. Svo góðir drengir voru þeir. — Þegnskylduvinnan. Yflrlýsing bankastjóranna dönsku. Eitt blaðið (Þjóðv.) flytur æði fjar- stæðukenda og gremjufulla grein út af yfirlýsingu bankastjóranna og tals- vert óbilgjarna i þeirra garð og ráð- gjafans íslenzka. Blaðið fárast mjög yfir því, að þessum dönsku bankamönnum skyldi leyft að grúska í plöggum bankans og segir, að þeir »hefðu helzt aldrei átt að bankanum að koma«. — En ritstjóri Þjóðviljans hlýturaðskilja, ef hann athugar málið, að stjórninni var með öllu ómögulegt að rneina um- boðsmönnum aðal lánardrottins lands- bankans að athuga hag hans eins og á stóð. Það mundi hafa vakið grun um það erlendis, að ástand bankans væri enn verra, heldur en það í raun og veru var og eyðilagt lánstraust hans þar með öllu, og hér heima mundi það undir eins hafa verið skýrt þann veg af Heimastjórnarblöðunum — já, hver veit, ef til vill af Þjóðv. líka, — að stjórnin þyrði ekki að láta óhlut- dræga, sérfróða menn skygnast inn í ástand bankans — svo vond hafi sann- vizka hennar verið, svo litlar ástæður hennar til að víkja bankastjórninni frá. Setjum svo, að ritstj. Þjóðv. hefði lánað einhverjum manni 1 milj. króna og síðan frétt, að fjárhagur mannsins væri í óreglu. Væri það ekki eðlilegt, að hann með eigin augum vildi kom- ast á snoðir um hvað í því væri hæft ? Og mundi honum þá ekki þykja æði grunsamlegt, ef honum væri meinað að framkvæma þá skoðun? Það er lítill vafi á því. Ummæli Þjóðv. um, að dönsku bankamennirnir hafi ekki verið færir um að dæma um hag bankans, af því að þeir séu ókunnugir hér á landi og að svo »stórmenskulegt og ákveðið vottorð*, sem yfirlýsing þeirra, sé þeim því lítt til sóma, eru ástæðulausar get- sakir, svo sem sýnt hefir verið fram á. Hún hefir komið þeim býsna illa andstæðingum stjórnarinnar. Hún sker svo óþyrmilega gegnum ósann- indavef þann, er ofinn hafði verið fra því á nýári um, að bankastjórarnir dönsku hefðu ekkert athugavert fund- ið við Landsbankann ogþess vegna héldi Landmandsbankinn áfram við- skiftunum. — Hún segir skýrt og skorinort, að niðurstaða bankastjor- anna dönsku hafi orðið »ckki bctri« en rannsóknarnefndarinnar. Þar eð hér er um að tefla sérfræð- inga í bankamálum og menn, sem eru engum böndum bundnir að neinu leyti hér á landi, hlýtur dómur þeirra að verða mjög þungur á metunum. Á móti yfirlýsingu þeirra hefir ver- ið reynt að hafa það, að þá brysti kunnugleika til að dæma um þetta mál og væru þeir því að kveða upp úr með það, sem þeir ekki vissu neitt um. En þessar mótbárur gegn yfirlýs- ingunni eru ekkert annað en getsakir, æði hvatskeytlegar í garð bankastjór- anna og settar fram alveg út í loftið, Flestöll ávirðingaratriði bankastjórn- arinnar fráviknu voru þann veg háttuð, að eigi þurfti sérstakan kunnugleika hér um slóðir til að komast á snoðir um þær. Víxlakaup starfsmannanna, veðsetn- ing varasjóðs, rangir reikningar, ávís- ana- og víxla-hvarfið, vanrækslan á sjálfskuldarábyrgðarlánum og víxillán- um, lánveitingar eins manns úr banka- stjórninnio.fl. — eru svo greinileg laga- og reglu-brot, að engan sérstakan kunnugleika þarf til að ganga úr skugga um það. Sukkið og regluleysið í nær öllum greinum bankastarfseminnar hefði vafa- laust hver einasti gjörhugull og reglu- samur bankamaður, hvaðan úr heim- inum, sem bann var, getað komist fyrir á örfáum dögum Tjón bankans mun vera hið eina atriði, se'm hinir dönsku bankastjórar hafa orðið að meta að mestu leyti eftir upplýsingum annarra og hafa auðvitað leitað þeirra svo tryggilegra °g glöggra, sem föng voru á, bæði utan lands og innan. En þótt þeir hefðu lítilla beinna upplýsinga getað notið um efnahag skuldunauta bankans,' mundi það eitt sér, hve mjög vanskil hafa verið verð- launuð með nýjum og nýjum lánum og ábyrgðum verið hrugað óstjórn- lega á sömu mennina, hafa opnað augu allra vanra bankamanna fyrir því, að bankanum hefir verið illa og ógætilega stjórnað. Annar prestur í Reykjavík Til Þess að veikja gildi þessarar I er skipaður af ráðherra í gær cand. yfirlýsingar, hefir henm verið fundið theol. Bjarni Jónsson, sem hlaut flest til foráttu, að hún hafi verið »pönt- atkvæði hér 4 kjörfundi 26. f. mán., uð«, líklega helzt af ráðherra. Þótt þfot ónóg væri til lögmætrar kosn^ svo hefði verið, fáum vér eigi séð, jngar að gildi hennar rýrnaði við það. En Ráðsmannsstarfið við Holdsveikrahælið veitti stjórn hælisins (G. B. landlæknir, Halldór Dan. yfirdómari og Klemenz landrit- ari) þ. 8. þ. mán. hr. Einari Markús■ syni frá Ólafsvík. Brillouin konsúll Frakka kom hingað á þriðjudags- morgunin með skipinu Roylton Dixon, eign Mory & Co kolakaupmanna í Bologne á Frakklandi. III. Þar er nú til máls að taka, er fyr var frá horfið. — í ísafold, er út kom 20. jan. s. 1., er lítillega minst á upp- tök þessa máls, og hverjar undirtektir það hefir fengið. Þar er og leitast við að gera grein fyrir því, að þegn- skylduvinnan þurfi að vera skylda, ef hún eigi að ná sínum tilgangi. Er þá næst að minnast á það, hvaða viunu eigi að framkvæma með þegn- skyldunni. Þegar málið var fyrir þinginu 1903 hélt flutningsmaður þess, Hermann Jónasson, því fram, að með henni ætti að vinna sem mest að ræktun landsins. En biskupinn, Þórhallur Bjarnarson, þáverandi þingm. Borgf., taldi að þegnskylduvinnan ætti að koma helzt niður á vegagerð landsins. Síðan hefir lítið verið á þetta atriði minst. Það er sjálfgefið, að mér virðist, að vinna sú, sem íramkvæmd er með þegnskyldunni, sé eign landsins. Það verður að vera sú vinna, sem unnin er fyrir fé hins almenna eða opin- bera. Þar til heyrir vegagerð, skóg- rækt og ef til vill sandgræðsla. Nú sem stendur er lítið fé, til þess að gera, lagt fram til skógræktar. Og það er engin ástæða til að auka við það fjárframlag fyr-t um sinn. Meir en helmingur þess fjár, sem veitt er í þessu skyni, fer til þess að launa skógræktarstjóra og skógvörðum. En árangurinn af starfi þessarra manna er nauðalítill enn sem komið er. Hinu geri eg ráð fyrir, að fjárveit- ingin til skógræktar verði aukin, þegar þegnskylduvinnan kemur til fram- kvæmda. Einhverjum töluverðum hluta hennar verður sennilega varið til þess að rækta skóg og græða upp landið. Hins vegar tel eg liklegt, að aðal- þegnskylduvinnustarfið verði samt sem áður vegagerð. Hér er þess að gæta, að velja þá vmnu til þessa, sem í eðli sínu er sem almennust og kemur sem flestum að notum. Það útilokar óánægju og kurr milli landsfjórðunga, héraða og hreppa. Og vegagerðin er þess eðlis. Það þarf víða mjög í hverri sýslu á land inu að gjöra vegi og brýr og við- halda þessum mannvirkjum. Fyrir því er mjög hentugt, að þegn- skylduvinnan sé framkvæmd að miklu leyti með vegagerð. Auk þessa er á það að líta, að vegavinna og brúargjörð eru í sjálfu sér fjölbreytt verk. Þar er fleira að gera en að »moka skít*. En það er lika gotl að kunna það verk eigi síður en önnur. Mér mun nú svarað því, að skít- mokstur kunni allir; en því fer fjarri. Það á ekki saman nema nafnið, hvernig hann er leystur af hendi. Skóflan er einfalt áhald, og það sýnist í fljótu bragði, að eigi þurfi mikinn lærdóm til þess að nota það verkfæri svo í lagi sé. En þó er það nú svo, að hvergi nærri allir kunna að beita þessu áhaldi. Hér er vitan lega ekki átt við þá, er aldrei hafa snert á skóflu, heldur hina, er tíðka það meira og minna. Sérstaklega hættir mörgum við þvi að vinna sér mjög erfitt, og þreytast þar af leiðandi miklu fyr en ella. Vinnan er þeim mönnum eins konar böl og lýjir þá um skör fram. Eitt með öðru, er veldur þessu, er það, hvað fáir kunna að búa í hönd- urnar á sér. — Menn nota t. d. bit- lausar skóflur til að stinga með. Lítur oft svo út, að þeir hafi hvorki lag né hugsun á því að eggja áhaldið Sama er að segja um önnur bitvopn svo sem sláttuljái o. fl. En alt þetta tefur fyrir og seinkar vinnunni, þreytir þann, sem vinnur Ofnar og eldavélar. Stór verðskrá á íslenzku, með myndum, verður send ókeypis hverjum sem um hana biður. Aðeins vandaðar vörur á boðstólum. Biðjið kaupmann yðar um ofna vora og eldavélar. Recks Opvarmnmgs Comp. Köbenhavn B. meir en annars þyrfti að vera og verkið sem unnið er, verður lakai gert en skyldi. í þessu sambandi má minna á sanna sögu um mann, er vann að vegagerð. Hann stakk hnaus með skóflu, en hún hefir sennilega bitið illa. Sagan segir, að maðuiinn hafi þurft að hnykkja itjin sinnutn á skófl- una til þess að losa hnausinn, og tuttugu og prjdr hreyfingar eða sveifl- ur gerði hann til þess að ná hnausn- um upp úr pælunni. Ýms fleiri dæmi svipuð þessu n.ætti nefna, er sanna það, að mörgum manninum er ósýnt utn að vinna, jafnvel einföldustu verk, þar á meðal »að moka skít«. En eins og þegar var getið um, hefir vegagerð í för með sér meiri tilbreytni, við vinnuna en flest önnur almenn verk. Þetta veit eg, að þeir kannast við, er unnið hafa að stað- aldri að þessu verki. Hitt er annað mál, að þessi fjöl- breytni í vegagerðinni hefir eigi kom- ið fram við alla, eða orðið þeim öll- um að gagni, er þar hafa unnið. Og þetta er ofur skiljanlegt, þegar betur er að gætt. Vegavinnan hefir fram að þessu, ekki verið neinn verklegur skóli í sjálfu sér, þar sem mönnum væri kent að vinna. Verkstjórarnir hafa verið misjafnir eins og gerist, og sumir þeirra lítt færir um að kenna öðrum. Flestir þeirra hafa hugsað um það aðallega, að verkið gengi sæmilega fljótt. Þeir hafa því látið sömu mennina vinna að sama verki, svo að segja alt sum- arið og sumar eftir sumar. Með þess- ari aðferð fengu einstaklingarnir meiri æfingu í einstökum verkum og nutu sín betur. Þetta studdi svo að því, að verkið gekk betur en ella. Hér hefir þvi ekki verið að ræða um neinn vinnuskaða í orðsins rétta skilningi, og ekki til þess ætlast af þeim, er yfirumsjónina hafa haft á hendi með þessari vinnu, að svo væri. En þegar þegnskylduvinnan kemur til sögunnar, hlýtur þetta að breytast. Þá verður vegagerðin fyrst og fremst valin til þess að -kenna mönnum verkhegni og hagsýni í vetkum. En hvað hafa menn gott af því að vinna að vegagerð, svo sem 10 vikna tíma og snerta svo aldrei framar á þvi verki, alla æfi? Þannig spyrja ýmsir, sem andvígir eru þegnskylduvinnunni. En til þess er því að svara, að með þegnskyldu- vinnunni er ekki verið að búa menn undir sérstaka lifsstöðu. Það er held- ur eigi tilgangurinn að gera menn með henni að verklegum sérjræðing- um í vegagerð. Þegnskylduvinnuna ber að skoða sem æjingarskóla Jyrir alla, í hvaða stöðu sem þeir eru, og hvað sem þeir síðar kunna að leggja fyrir sig. Og ef þessi æfingaskóli er í lagi og fullnægir réttmætum kröíum, sem gerðar verða til hans, þá munu allir hafa gott af því að vera á honum þennan ákveðna tima. Þegnskylduvinnan á eftir eðli sínu að hafa þann tilgang að búa menn undir lífið án tillits til sérstakrar stéttar eða stöðu og gera þá hæfari til að berjast lifsbaráttunni, hver svo sem staðan er. Verklega námið á einkum að miða að því að kenna mönn- um verkhegni qg verkhygni. Þar eiga menn að læra að standa rétt að verki og beita verkfærunum, sem notuð eru, haganlega, hvort heldur það er skófla, hamar, sleggja eða hjólbörur. Þar geta menn og lært að beita hesti fyrir vagn, sem mörgum er á- fátt i og miður tamt. Það er reyndar dálítið óviðfeldið að þurfa að segja það, að fæstir kunna að fara með hest og æki; en þó er það svo. Flestir ganga eða riða á undan hestinum, sem dregur ækið eða vagn- inn í stað þess að vera við hliðina á honum og toga í hann af öllum kröft- um. Sé ækið þungt, þá er hestinum gert erfiðara fyrir með þessu. Hon- um veitist þá óhægra að beita vöðva- aflinu til að draga og nýtur sín miklu ver. Ef menn halda það, að þeir hjálpi hestinum til að draga með því að toga í hann, þá er það dæmalaus misskilningur. Með því er honum, þvert á móti, aukið erfiði og fyrirhöfn. Vilji menn létta undir með hestin- um, þá er ekki ráðið það, að taka í tauminn og toga, heldur hitt að hlaupa til og ýta á ækið. Annars er þessi siður að teyma eða toga ækishestinn bæði ljótur og afkáralegur, og gerir hestinum ilt eitt. En þetta er eitt af dæmunum um verklega vanþekkingu og óhagsýni. En dæmin eru mörg, því er ver og miður. Jafnvel menn, er verið hafa á bændaskólunum gera sig seka í öðr- um eins klaufaskap og þessum, sem hér var minst á, og er það leiðinlegt. Þeim ætti þó að vera ljós, einföld- ustu undirstöðuatriði aflfræðinnar, og vita meira um þá hluti en þeir, er aldrei hafa neitt lært. Komist þegnskylduvinnan á, þi hlýtur þetta og fleira að lagast. Þá fá menn leiðbeiningu og tilsögn í undirstöðu . atriðum vinnufræðinnar og aflfræðinnar, og verklega æfing í hag- kvæmri notkun mannsaflsins. Með þegnskylduvinnunni læra menn einnig hlýðni og stjórnsemi; en á það verður minst nánar síðar. 5. 5. Skuldbindingaskrár Landsbankans. Mörg er matarholan í riti þvi, er nefnist »Athugasemdir og andsvör* frá fyrverandi bankastjórn, sem vert væri að athuga ef tími og rúm í blöð- unum leyfði, en af því matarholurn- ar eru svo margar og örðugar við- fangs fyrir almenning að skilja þær og þekkja, þá virðist rétt að skýra frá þeim einni og einni í senn. í þessari stuttu grein vil eg þvi að- eins minnast á skuldbindingaskrárnar, eða bækurnar. Hin fráfarna bankastjórn talar um þessar skrár á bls. 27 á þessa leið: »Sú bók (Skuldbindingaskráin) reynd- ist oss ekki koma að tilætluðum not- um, og var því hætt við að færa hana, því að ekki þótti tilvinnandi að bæta manni við til þess, þar sem upp- lýsingar þær, er nún gat gefið, mátti fá annarsstaðar..........þó var ráð- gert að byrja nýja skrá yfir sjálfskuld- arábyrgðirnar í nýju formi næst þeg-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.