Ísafold - 12.03.1910, Blaðsíða 4

Ísafold - 12.03.1910, Blaðsíða 4
ISAFOLD 60 Kosningalögin á Prússlandi. »Réttarbót« Bethmann-Hollwegs. Æsingar og óeirðir á strætura. ---- Kb. 21/2 ’10. Til priissneska þingsins, landdags- ins svonefnda, er kosningarréttur mjög takmarkaður og fyrirkomulagið alt harla úrelt. Það hefir því verið á prjónunum undanfarin ár, að stjórnin legði fyrir þingið nýtt frumvarp til kosningalaga til þess að rýmka kosn- ingaréttinn og bæta úr öðrum göll- um núgildandi laga. Meðan Biilow var kanzlari hafði hann látið i veðri vaka að hann ætlaði sér að leggja fyrir þingið slíkt frumvarp og mun hann hafa ætlað sér að tryggja sér stuðning framsóknarflokkanna i þing- inu með ríflegum réttarbótum á kosn- ingalögunum. En hann féll og nýr kanzlari tók við, v. Bethmann-Hollweg, ákafur ihaldsmaður. Hann nýtur ekki stuðnings framsóknarmanna í ríkis- deginum og því væntu þeir ekki ríf- legra ívilnana af hans hálfu í þessu máli. En hann tók upp áform fyrir- rennara síns í embættinu og hefir lagt fyrir ianddaginn nýtt kosninga- lagafrumvarp. Landdagurinn á Prúsglandi er í tveim deildum. Efri deild skipa prins- ar af konungsættinni, aðalsmenn, er eiga arfgenga þingmensku, þingmenn, sem kosnir eru æfilangt af konungi og svo ýmsir mikilsháttar burgeisar. Neðri deild skipa fulltrúar þjóðarinnar, sem kosnir eru með óbeinum kosn- ingum. Núgildandi kosningalögum er svo fyrir komið, að kjósendum er raðað í 3 kjörflokka eftir skattgreiðslu, v. Bethmann-Hollweg rikisbanzlari. þannig að skattgreiðslufjárhæðin er eins í öllum flokkum, þ. e. a. s. að flokkarnir greiða sinn þriðjunginn af sköttunum hver. í efsta flokki eru því örfáir vellauðugir kjósendur, í öðrum flokki allmargir efnaðir kjós- endur, en í þriðja flokki alþýðan og eignalausir menn. Hver þessara flokka. kýs jafnmarga kjörmenn, en þeir kjósa aftur landdagsmennina. At- kvæðagreiðslan er opinber. Hvílíkur dæmafár ójöfnuður þetta er, má ráða af því, að 3,83 afhundraði kjósenda eru í 1. flokki, 13,87 í öðr- um, en 82,32 í þriðja. Það var því ekki um skör fram, er Bismarck sagði eitt sinn um þessi lög, að þetta væri »aumlegasta kosningafyrirkomulag,sem til er«. Allir flokkar vilja auðvitað fá breytt þessum ósköpum nema stjórnarflokk- urinn éða íhaldsmenn. Þeir vilja helzt láta alt sitja við sama, því að þeirra er þágan, þeir eru auðmenn- irnir. Andstæðingaflokkarnir fara í ýmsar áttir að þvi er kemur til breyt- inga á lögunum. En öllum kemur saman um, 1) að afnema beri þrí- flokkafyrirkomulagið, 2) að leynilegar kosningar komi í stað opinberra og 3) að breyta beri kjördæmaskipun þeirri, sem nú er og borgunum gert hærra undir höfði. Snemma í þessum mánuði, skömmu áður en þingið kom saman, birtist hið nýja kosningafrumvarp stjórnar- innar. • Það er þá þannig lagað, að engin af þessum þrem kröfum and- stæðingaflokksins er tekin upp í frum- varpinu: prífiokkafyrirkomnlagið, opin- berar kosningar og gatnla kjördama- skipunin er alt kítið standa setn áður. Breytingarnar eru aðallega í því fólgnar. að beinar kosningar koma í stað óbeinna, þannig að kjörmanna- milliliðurinn fellur burt. Ennfremur er þríflokkafyrirkomulaginu breytt þannig, að sett er ákveðið skattgreiðslu- mark við kjörflokkunina; 5000 marka (1 mark=90 au.) skattgreiðsla er ákveðið hámark og þó að sumir greiði hærri skatt, er það ekki tekið til greina þá er kjósendur eru flokkaðir niður. Þá er og ætlast til, að rýmknð verði um flokkaskipunina þannig, að há- skólagengnir menn, ríkisþingmenn og landdagsmenn, ólaunaðir embættis- menn í sveita- og bæjarstjórnum og yfirmenn í her og flota verði færðir upp án tillits til skattgreiðslu, þannig að þeir (af þessum mönnum), sem skatti samkvæmt, eiga sæti í 3. flokki verði fluttir upp í 2. fl. og 2. flokks menn upp í 1. flukk. Atkvæðatalningin fer fram á þann hátt, að í hverju kjördæmi eru talin gild atkvæði úr hverjum kjörflokki fyrir sig, og siðan er reiknað hlut- fallslegt atkvæðamagn hvers þing- mannsefnis fyrir sig. Atkvæðamagn- ið er lagt saman úr öllum kjörflokk- um og síðan deilt með 3 og þá er það þingmannsefni kosið, sem hefir yfir 3o°/0 atkvæða að meðaltali. Fái þingmannsefni t. d. 30°/0 úr 1. flokki, jo°j0 úr 2. flokki og 80°/0 úr 3. flokki verður það alls 180. Þeirri tölu er síðan deilt með 3 og þá kem- ur út talan 60. Þingmaðurinn ei því kosinn. Þetta er aðalefnið í nýju lögunum. Vitanlega var frumvarpinu tekið afar- illa óðara en það varð heyiinkunn- ugt; jafnaðarmenn og gerbótamenn hamast sem ljón gegn því, miðflokk- urinn telur það með öllu ótækt, frjáls lyndir þjóðflokksmenn (Nationalliberale) samþykkja það ekki nema því sé gjör- breytt — og jafnvel íhaldsmenn taka því fálega, en þeim gengur nú ekki annað til en óhugur á þessum fáu endurbótum, sem felast í frumvarpinu. H. 10. þ. m. settist landdagurinn á laggirnar og v . B e t h m a n n- H o 11 w e g lagði frumvnrpið fyrir með langri ræðu. Óðara en hann stóð upp fóru jnfnaðarmenn að fussa og sveia og leið svo drykklöng stund að hann gat ekki tekið til máls fyrir óeirðnm á þingbekkjunum. Loks var honum þó veitt hljóð og talaði hann í 1 klukkustund og reyndi að verja sig og frumvarp sitt. Ræða hans þótti nokkuð slitrótt og var fremur almennar athuganir um stjórnmál heldur en vörn fyrir einstökum atrið- um i þessu frumvarpi. Á eftir honum töluðu framsögu- menn flokkanna og urðu umræður óvenju hvassar. Allir mæltu freklega á móti frumvarpinu nema íhaldsmenn. Þeir fóru sér hægt, en höfðu þó sitt- hvað að athuga. Loks var málinu vísað til 28 manna nefndar og þar við situr enn. Sunnudaginn 13. febrúar og á hver- jum degi fram á þenna dag, urðu æsingar miklar og óeirbir á strætun- um í Berlín og öðrum borgum á Þýzkalandi. Múgur og margmenni þyrptist saman hér og hvar i Berlín og gekk í fylkingu á götunni hróp- andi og argandi. Lögreglunni hafði verið sagt að hafa allan viðbúnað og því var fólkinu tekið með sverðsegg- jum og byssuskotum, en það svaraði í sömu mynt og hafa margir verið drepnir viðsvegar um Þýzkaland, bæði af lýðnum og lögreglunni. Utanum allar opinberar stjórnarbyggingar hefir flokkur lögreglumanna fylkt sér til þess að verja ef á er ráðist og hvar sem fólkið ætlar sér að koma saman á torgum og strætum, ræðst lögregl- an á það með bitra branda. Er til þess tekið hve óvægilega og grimm- úðlega lögregluþjónarnir fara að og þeim yfirleitt kendar allar blóðsúthell- ingarnar. Vér munum síðar segja frá afdrif- um kosningalaganna. Það eitt er víst, að þau verða aldrei samþykt eins og þau eru nú, en hitt ólíklegt að Beth- mann-Hollweg slaki til, svo að nokkru nemi. Það þykir því eigi loku fyrir það skotið, að kanzlaraskifti verði aft- ur á Þýzkalandi áður en langt um líð- ur. Ur nefndinni er það síðast að segja, að samþykt hefir verið með 15 atkv. gegn 13 (íhaldsmönnum) að gera atkvæðagreiðsluna leynilega. Hins- vegar féll í nefndinni tillaga um af- nám þríflokkafyrirkomulagsins með 2 atkv. mun. Málverkasýning. lAsgrimur Jónsson opnar sýningu á málverkum sínum í Vioarniiini, sunnud. 13. marz kl. 11. Inngangur 25 aurar fyrir fullorðna og 10 aur. fyrir börn. Sýningin er opin frá kl. 11—4. Fyrirlestur í Iðnó. Dr. Helgi Pjeturss segir á morgun kl. öl/2 ferðasögu frá Englandi — sjá götuauglýsingar. Leikíélag Reykjavikur Sunnudag 13. marz, kl. 8 síðd. Smnaskifti. Iðnaðarmannahúsið opnað kl. 7x/2. Kvenhár kaupi eg nú i nokkurn tíma, og borga samstundis með pen- ingum. Hárið verður keypt á Spítalastíg 6 (niðri) frá kl. 10 —11 f. m. og 3—4 e. m., og á kvöldin eftir kl. 7. Gruðm. M. Björnsson. Klæðaverksmiðjan r Alafoss kembir ull fljótt og vel Hagkvæm verzlunarviöskifti. Kaup á útlendum varningi gegn fyrir- framgreiðslu, og sölu á ísl. afurðum, annast fljótt og vel A. Guðmundsson 2 Commercial Street Leith. 10 a. bréfsefni fást æfinlega í bóbverzlun Isafoldar. Ibúóir smáar og stórar til leigu 14. maí n. k. í miðjum bænum og víðar. Sigur- jón Sigurðsson snikkari í Lækjargötu 10 gefur upplýsingar. I I { j í ' | i i ! i \ í * ð í A fl O h D er blaða bezt íjfíABOLrD er fréttaflest íjÍ5 ABOLD er lesin mest. Nýir kaupendur fá í kaupbæti: Fórn Abrahams (700 bls.), Davíð skygna, hina ágætu sögu Jótiasar Lie og þar að auki söguna Elsu, sem nú er að koma í bl., sérprentnða, þegar hún er komin öll. & afr ~ ísafold mun framvegis jafmðarlega fiytja myndir af merkum mönnum og við- burðum. Ag*nsild S/s »Uller« ankommer til Vestmanö- erne med restladning af prima frossen færsk vaarsild for agn. Salget fore’ gaar fra skibsiden efter ankomsb an_ tagelig i midten af mars. Steyptir munir alls konar: ofnar, eldavélarjmeð og án emalje, vatnspottar, matarpottar, skólp- trog, þakgluggar, káetuofnir, svínatrog, dælur, pípur og kragar steyptirogsmíðaðir, vatnsveitu-, eims- og gasumbúðir, baðker, baðofnar, áhöld til heilbrigðisráðstafana úr jámi ogleir, katlar o.fl. við miðstöðvar- hitun, o. s. frv. — fæst fyrir milligöngu allra kaupmanna á Islandi. Ohlsen & Ahlmann Verðskrár ókeypis. Kaupm.höfn. Etuder & Soloer med Fingersætning for Guitar fæst í Bókverziun Isafoidar, áður 2,30, nú 1,50. HK Af mikiísmetnum neyzlutöngum með malteínum, er De forenede Bryggerier framleiða, mælum vér með: Særlig &t anbef*leRecon valescenter ogAndre,som trænger til let fordejeligNænng. Det er tilligeetudmærket Mid- del mod Hoste,Hesbed og andre lette Hals-og Brystonder. erframúrskarandi hvað snertir mjukan og þssgi legan smekk. Hefir hnfilega mikið af ,extrakt‘ fyrir meltinguna. Hefir fengið með mæli frá mðrgum mikilsmetnum læknum Bezta meðal viðs —— hósta, hæsi og öðrum kælingarsjúkdömum. Lesið! Telpukjólar og dreng-ja- blússur eru til sölu með 40-50 % afslætti hjá Karólínu Sigurðardóttur, Bjarnaborg. Lítil viravirkisnæla (gylt) með 2 laufum tapaðist í ga?r. Skilist í Læk- jargötu 12B. Hérmeð tilkynnist vinum og vanda- mönnum að faðir minn, Guðm. F. Lárus- son, and .ðist að heimili minu hinn 6. þ. m. — Jarðarförin fer fram mánudag 14 þ. m. kl. II1/, f. h. Ránargötu 24 Gróa Guðmundsdóttir. Til leigu. Húsið nr. s B við Grundarstíg hér í bænum fæst leigt frá 14. mai n. k. Húsið er lítið og nett, nýbygt og mjög hentugt fyrir litla fjölskyldu. Semjið sem fyrst við Karólínu Sigurðardóttur, Bjarnaborg. Undirritaður selur eklfastan leir og ntcina og kanpir gamalt látún, eir og blý. Bergstaöastræti 29. Vald. Paulsen. Til leigu 14. maí 2 kjallarastoí- ur við Ránargötu 29. 3 herbergja íbúð ásamt eld- húsi til leigu frá 14. maí á góðum stað í bænum. Afgr. vísar á. annað kveld sunnud. 13. þ. m. í Bárubúð. Nánara á götuaugl. Fjölskyldum og einhleypum býður húsnæði 14. maí Lárus Bene- diktsson, Lækjargötu 12. 1 stúkunni „Víkingur" nr. 104 verður nú á næsta fundi (mánu- daginn 14. þ. m.), til umræðu auka- iagabreytingar. Ariðandi að a 11 i r meðlimir stúk- unnar mæt’. Lifandimyndavél ásamt mynd- um til fjögurra sýninga til sölu. Peningar fundnir. Réttur eig- andi vitji þeirra á afgr. blaðsins gegn borgun þessarar auglýsingar. 3 herbergja íbúð til leigu á Njálsgötu 32. Fundist hefir á veginum hjá Bakkárholtshverfi peningabudda með peningum og nafnseðli í. Eigandi vitji að Asmundsstöðum í Holtum. 2 kýr ungar óskast til kaups ný- bornar eða óbornar. Semjið við Guðm. Ingimnndsson, Bergstöðum, Rvík. Takið eftir! Til kaups eða í skiftum fæst eignin Arablettur við Laugaveg. Semjið sem fyrst við eig- endur eignarinnar: Þorlák Halldórsson og Sigurð Þorkelsson. í\ITj3TJÓÍ\I: ÓUABUÍ\ BJÖí\NS£ON ísafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.