Ísafold - 12.03.1910, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.03.1910, Blaðsíða 2
58 ISAFOLD ar bæta þyrfti við nýjum starfsmanni í bankannt. Það er auðséð á þessum ummæl- um, að hin fráfarna bankastjórn legg- ur ekki mikið upp úr því, að banki haldi skuldbindingaskrár. Það átti að fara að halda þær, eý einhvern tíma kæmi sá tími, að bæta þyrfti við ný- jum starfsmanni í bankann*. Með þessu er almenningi gefið í skyn, að skuldbindingaskrár í banka séu ekki nema óþarfa stássgripir, sem því aðeins séu haldnar í banka, að svo standi á, að einhver starfsmanna bankans geti haldið þær alveg í hjá- verkum, og samið þær frá stofni í hjáverkum án þess að tefja sig frá aðalætlunarverki því, sem honum er ætlað að vinna í bankanum. Og séu slíkar skrár ekki haldnar, þá sé eins hægt að fá þær upplýsingar annarstað- ar en í þeim. Þessi ummæli fráförnu bankastjórn- ar, eru lík sumum lögskýringum henn- ar, ekkert annað en tál og blekking- artilraunir, sem svo viða kemur fram í vörn hennar, því hvar er banka- stjórnin stödd, ef hún hefir ekki slíkar skuldbindingaskrár daglega i höndurn og daglega færðar. Hún er öldungis eins stödd, ef hana vantar skuldbindingaskrár, er hún veit- ir ábyrgðarlán og víxillán, eins og ef hún cetti að lána lán út á ýasteignir án veðbókarvottorðs. Bankastjórn er því gjörsamlega ó- mögulegt að stjórna banka svo i lagi sé, án þess að halda slíkar skuldbind- ingaskrár. Dæmi þessu til skýringar: 1. Jón Jónsson fór árið 1900 til bankastjórnarinnar og leitaði 11 þús. króna láns, og af því hann var tal- inn allvel stæður og hafði sæmilega tryggingu að setja var honum veitt lánið. 2. Að einu ári liðnu þarf vinur Jóns Jónssonar, Sigvaldi að nafni að fá 3000 kr. lán og gerist Jón ábyrgð- armaður fyrir hann að því láni með fleiri ábyrgðarmönnum, en er þó tal- inn þeirra beztur. Sigvaldi fær lánið, því bæði getur verið farið að fyrnast yfir lántöku Jóns í minni bankastjórnarinnar, og svo gæti hún enn skoðað hann borgunar- mann fyrir meiru en þeim 10 þús. krónum er hann fekk sjálfur fyrir ári síðan. 3. Nú líður eitt ár, þákemureinn af ábyrgðarmönnum Jóns og þarf að fá 6000 króna lán og kemur með Jón sem ábyrgðarmann. Nú er banka- stjórnin búin að gleyma, að Jón sé í nokkrum ábyrgðum, og finnur held- ur ekki í bókum sínum, að hann sé bundinn í bankanum fyrir meiru en þessum 10 þús. krónum, er hann fekk árið 1900, eða bundinn fyrir nokkru minna, því afborgað hafði Jón á þessu tímabili; álítur bankastjórnin því, að hann geti borið byrðina mtð vini sín um. 4. Nú líða 2 ár; þá hefur svo margt skeð á því tímabili, að það er lífs-ómögulegt fyrir bankastjórnina að muna, hvað hver einstakur maður stendur i ábyrgð fyrir í bankanum, því ábyrgðarlánin eru orðin um 2000 og meðaltal ábyrgðarmanna á hverju láni sem næst 4 menn, það er 8000 nöfn og víxlar eru orðnir um 1400 og sömu nöfnin vefjast hvert innan um annað á þeim, oft sömu nöfnin, sem standa fyrir ábyrgðarlánunum sem ábyrgðarmenn, það er því ekki furða, þó að. bankastjórnin muni ekki hvort hann Jón Jónsson, sem kemur nú i 3. sinn sem ábyrgðarmaður, hafi nokkr- ar skuldbindingar i bankanum aðrar en lánið 10 þús. krónur, sem nú er borgað talsvert af, því Jón hefir hing- að til reynst skilamaður. Bankastjórn- in tekur hann því enn gildan sem á- byrgðarmann fyrir hæpnu gróðabralls- láni, og byggir aðallega á honum sem ábyrgðarmanni, því enn þá hefir hann »orð fyrir* að vera efnaður. Svo skrifar hann á nokkra víxla smám- saman o. s. frv. Jón Jónsson, sem annars er reglu- maður, skrifar ekki hjá sér, fyrir hvað marga hann er kominn í ábyrgð, því það er venja hér á landi að skoða það ekki nema sjálfsagt kunningja- bragð »að ljá nafnið sitt«, en af því hann kemst að því, að einn af þeim, sem hann hefir gengið í ábyrgð fyrir muni vera illa staddur, þá kemur það honum til að fara að athuga i hvað miklum ábyrgðum hann standi í bank- anum og fyrir hverja. Hann fer því ofan í bankann og spyr bankastjórn- ina um þetta. Hún getur engu svar- að, því skuldbindingaskrá hefir engin verið haldin 11 Nú deyr Jón Jónsson og auglýsing gefin út um það, að allir sem eigi kröfur i dánarbúið, verði að hafa sann- að þær fyrir erfingjum eða skiftaráð- anda innan 6 mánaða. Bankastjórnin fer i bækur bankans til þess að vita um, hvað maður þessi skuldi bankan- um; hún finnur enga aðra skuldbind- ingu en eftirstöðvarnar af þessu 10 þús. króna láni, er hann sjálfur fekk árið 1900, og gjörir þar af leiðandi ekki kröfu fyrir meiru í dánarbúið, því óannandi verk væri það, að leita í hvert skifti innan um þessi 8000 nöfn á lánsskjölunum, að þessu eina nafni. Abyrgð Jóns fyrir hinum lánunum er þvi töpuð, og lánin með ef til vill að miklu leyti. Ef bankinn hefði haldið skuldbind- ingaskrár, veðmálabækur yfir, það sem viðskiftamenn bankans hefðu veðsett sjálfa sig fyrir, atvinnu sína og lausa- fé, þá hefði bankastjórnin getað á svipstundu séð hag hvers manns i bank- anum. Eg vona, að hin fráfarna bankastjórn sjái, þó um seinan sé, að það er engu litilsverðara fyrir banka, að halda skuld- bindingaskrár, er sýni Jiversu mikið hvili á hverjum einstökum manni í bankanum, en að hafa veðbókarvott- orð í höndum, er lána skal út á fast- eign, hvorttveggja miðar að því að geta haft eftirlit með því, að trygging- in sé næg fyrir því, sem lánað er og að tryggingin sé tii. Og ennfremur vona eg, að hún sjái, þó hún ef til vill ekki vilji viðurkenna það upphátt, að bankastjórn getur ekki vitað neitt um hvað hún er að gera, pegar hún veitir ábyrgðarlán eða kaupir vixla, ej hún veit ekki hversu miklar skuldbindingar hvíla á lántakandanum í bankanum sjálýum, er hún stjórnar, og að pað er með óllu óverjandi, að haýa ekki vitað um pað í mórg ár. Hvað mundu menn segja um verzl- unarstjóra, sem findi upp á því að færa úttekt viðskiftamanna sinna og skuldbindingar nokkur ár aðeins í dag- bókina (Kladda), en hætti að færa höf- uðbók, þar sem venja er að færa alla úttektina i einn reikning? Mundi þeim verziunarstjóra verða greitt um svölr þegar viðskiftamaður- inn kæmi og spyrði um hvað hann skuldaði mikið? Eða þegar eigandinn kæmi og spyrði um hag hvers við- skiftamanns við verzlunina? Alveg væri nú eins ástatt fyrir verzl unarstjóranum eins og hinni fráförnu bankastjórn, að hann gæti engin svör gefið, hann gæti ekkert um það sagt, hvort hann heíði lánað viðskiftamönn- um sínum við hæfi. Eigandinn yrði því að taka menn tii þess að færa úr öllum dagbókunum inn f höfuðbókina, svo sjá mætti hvað hver skuldaði og aðrar skuldbindingar hans, alveg eins og Landsbankinn nú gerir, og hann er víttur(!) fyrir. En ætli afleiðingin af starfi verzl- unarstjórans yrði ekki sú, að honum yrði tafarlaust vísað frá starfinu? Jú. Vissulegal Mercurius. Gufuskipið Ceres kom frá Vestfjörðum í gærkveldi ireð nokkura farþega, m. a. Böðvar Bjarnason prest frá Rafnseyri og konu hans, Jón Hallgrímsson o. fl. Málverkasýning Sýning Ásgríms Jónssonar hefst i Vinaminni á morgun kl. 11 og verður svo opin um nokkurn tíma, á hver- jum degi frá 11—4. Þar verða sýnd fjöldamörg listaverk Ásgrims (60—70 myndir) víðsvegar af landinu. Ásgrímur er búinn að »horna« mestalt landið og aistaðar að hefir hann eitthvað, sem augað gleður. Úr Vestmanneyjum eru margar myndir, ljómandi fallegar og þá ekki síður úr austursveitunum, frá Þing- völium, úr Hreppunum, frá Skeiðum (fögur f|allasýn), úr Flóanum o.s. frv. Úr sveitunum kríngum Mývatn eru og nokkrar myndir og eins úr Möðru- dalnum. Ennfr. úr Vopnafirði, Seyð- isfirði, Borgarfirði (eystra) og Horna- firði. Af Vesturlandi eru og margar mynd- ir t. d. af Snæfellsnesi (Búðir, Grund- arfjörður, Stapinn o. fl.), úr Arnar- firði o. s. frv. Loks má ekki gleyma hinni snild- arfögru mynd af Heklu og nærsveit- um hennar, sem vitaskuld verður aðal- prýði þessarar sýningar. Sýning Ásgríms mun verða alveg einstök lýsing á sérkennilegri íslenzkri náttúrufegurð og ætti því enginn að sitja sig úr færi að fara þangað. — Frá Ítalíu eru og myndir, sem Ásgrímur málaði, er hann var þar syðra. Snjóflóðin vestra. Snjóflóðið í Skálavík ytri 1. þ. mán. tók með sér tvö bæjarhús á Breiða- bóli, segir Dagur frá 9. marz. Bol- víkingar brugðu við til hjálpar þegar er veður leyfði og tóku að moka upp rústirnar. Náðust þá, eins og frá hefir verið skýrt, Jóhanna Hálfdáns- dóttir og 4 börn hennar. Varð þeim til lifs, að skápur, er stóð fyrir fram- an rúm þeirra hélt súðinni uppi, svo að hún féll ekki alveg. Sigurður bóndi fanst klemdur milli stafs og hurðar, örendur; hafði ætlað út, er snjóflóðið skall á. Annað snjóflóð kom á Naustum þ. 3. þ. mán. og rann á hlöðu og fjár- hús og braut hvorttveggja nokkuð, en drap 8 kindur. Enn hefir fallið snjóflóðfyrirskömmu á Kaldáreyri við Skutulsfjörð. Lenti það á bræðsluhúsi hlutafél. »Grútur«, braut það og sópaði burtu 16 fötum af lifur. Tjónið metið 5—600 kr. Loks hefir hlaupið snjóflóð að Gelti í Súgandafirði og brotið tvo smábáta og tekið af timburhús við sjóinn. Prentsmiðja Hafnarfjarðar hefir nýlega verið seld hlutafélagi austur á Eyrarbakka. Er í ráði að fara að gefa þar út blað nú með vor- inu og ætlun blaðsins að ræða öll »á- hugamál Suðurlandsundirlendisins, svo sem búnaðarmál og önnur atvinnumál, samgöngumál, mentamál o. fl. Gufuskipið Sterling kom frá útlöndum í gærkveldi. Meðal farþega: Þorv. Krabbe verkfr. og frú, Matth. Þórðarson skipstj. og frú, Magnús Pétursson læknir, Geir Thorst. kaupm. og jungfr. Guðr. Thor- steinsson, Gísli Hjálmarsson kaupm. frá Norðfirði, Chr. F. Nielsen kaupm., Halldór bóksali Bardal frá Winnipeg, T. Frederiksen kaupm., Obenhaupt agent, Fischer verzlm., jungfr. Lovísa Thorsteinsson. Frá Vestmanneyjum Ari alþm. Jóns- son og Gísli Johnsen konsúll. Sekir botnvörpungar. Tvo botnvörpunga kom Valurinn með hingað h. 8. þ. mán., er hann hafði staðið að veiðum í landhelgi fyrir sunnan Portland. Þeir hétu »Aberdeensshire« og »Chaitnesshire« frá Aberdeen á Skotlandi. Skjóta varð tveim púðurskotum og þrem kúluskotum eftir þeim áður en skip- stjórar létu segjast og hlýddu varð- skipinu. Var síðan farið með þá hingað til Rvíkur og sektaðir um 1200 kr. hvor, en veiðarfæri gerð upptæk. Hinn nýi foringi á Valnum N i e 1- s e n kapteinn virðist vel ötull og dugandi. Sannhrygðarbréf frá kon- ungi. Svofelt samhrygðarbréf frá konungi vorum barst frú Thoru Melsteð um daginn: Hans hátign konungurinn hefir með hrygð spurt lát manns yðar og lætur í ljósi hjartanlega samhrygð sína. Mcð virðingarfylstum kveðjum. Otto Bull. Reykjavikur annáli. Fasteignasala. Þinglýsingar 3. marz. Guðjón Jónsson selnr Gnðmnndi Kr. Jóns- syni, í Mýrargötn 3, óskiftan ‘/, úr hns- eigninni nr. 21 við Nýlendugötn með tilh. fyrir 1100 kr. Dags. 28. febr. 1910 J. E. Jensen bakari selur npp^jafapresti Lárus Benediktssyni húseign nr. 15 við Hverfisgötn með tilh. fyrir 16,400 kr. Dags. 1. marz. Jón Sigmundsson gnllsmiður selnr Storlu kaupmanni Jónssyni '/, húseignina nr. 46 við Hverfisgötn með tilh. fyrir 4500 kr. Dags. 4. mai 1909. Lárus Benediktsson nppgjafaprestnr selnr hlutafél. Völundi húseignina nr. 15 við Hverfisgötu með tilh. fyrir 17,900 kr. Dags. 1. marz. Sami selnr J. E. Jensen hakara rétt til brnnabóta fyrir húseignina nr. 23 við Þing- holtsstræti og grnnnmúr með kjallara fyrir 24,500 kr. Dags. 1. marz. Marin Jónsdóttir selur Samúel Jónssyni trésm. Kárastíg 8, Gnnnari Gnnnarssyni Óðinsg. og Guðna steinsm. Signrðssyni Laugaveg 63, óskiftan helming i húseign nr. 46 við Hverfisgötu fyrir 2886 kr, 79 a. Dags. 19. febr. Pétur Ingimnndarson trésmiðnr selur hlutafél. Völundi ‘/» úr Norðnrmýrarhletti nr. 2 fyrir 1728 kr. 30 a. Dags. 19. febr. Samúel Jónsson trésm., Gunnar Gunnars- son trésm. og Guðni steinsm. Signrðsson selja Stnrlu kanpm. Jónssyni */, húseign nr, 46 við Hverfisgötu. Dags. 24. jan. Sigvaldi Bjarnason trésm. selnr hlutafél. Völnndi húseign nr. 6 i Miðstræti með tilh. fyrir 35,000 kr. Dags. 14. nóvbr. 1908. Skúli Jónsson trésm. selur Jóni Helga syni að Uxahrygg ‘/s húseignina nr. 21 við Nýlendngötu með tilheyr. fyrir 3200 kr. Dags. 25. febr. Vilhjálmnr Ingvarsson trésm. fær npp- boðsafsal fyrir ‘/, húseigninni nr. 33 við Bergstaðastræti fyrir 1975 kr. Dags. 10. febr. Völnndur, hlntafél., seinr Lárusi nppgjafa- presti húseignina nr. 5 i Miðstræti með tilheyr. fyrir 32,398 kr. 84. a. Dags. 1. marz. Guðsþjónusta: í dómkirkjnnni á morgnn A hádegi: sira Fr. Friðriksson. Síðdegis: S. Á. Gislason. Frikirkjunni: Hádegismessa. Hjónaefni. (Leiðr.) Jósef Magnússon og GuðWðwr (ekki Gnðrún eins og stóð í sið- asta bl.) Gnðmnndsdóttir. Kappglimu efna þeir til i Iðnó á þriðjn- daginn, glimukapparnir Gnðm. Sigurjónsson, Hallgr. BenediktBSOn og Signrjón Péturs- son. GUma sú átti að fara fram i hinni vik- nnni, en fórst þá fyrir sakir veikinda. í glimunni taka þátt 20 —30 manns. En ágóðannm verður varið til að borga tekjn- hallann af þjóðhátlðinni siðnstn. — Glím- nr ern jafnan vel sóttar hér i bæ og ekki mnn það spilla til i þetta sinni, að þar glima þeir Hallgrimnr og Signrjón i fyrsta sinni, eftir að Signrjón vann skjöld- inn af Hallgrími. Kvöldskemtun til ágóða fyrir Barnabælið var haidin i Bárnbúð miðviku- og fimtn- dagskvöld. — Hannes Hafstein las upp kvæði, jnngfrúrnar Anna Jónsson (landritara) og Valg. Lárnsdóttir og Pétur bóksali Hall- dórBsoD sungu, og frú Stefanía leikkona las npp »í tunglsljósi* eftir Maupassant. Látinn er hér i bænnm i fyrradag Jón Árnason, sem lengi bjó i Garðsauka eystra, 65 ára að aldri. Hann var sonnr Arna Árnasonar bónda samastaðar. Bjó á föðnr- leifð sinni frá 1883—1889, en fluttist þá til Rvikur. Kvongaður var hann Sigríði Skúladóttir Thorarensen. Hún lézt fyrir 5 árnm. Jón beitinn var talinn maðnr vel efnaðnr og mesti ráðdeildarmaðnr. Þrjú börn þeirra hjóna ern á lifi: Elin (i Khöfn), Skúli og Ragnheiður. Mokafli: Björgvin skip Dnusverzlnnar kom inn með veikan mann aðfaranótt mið vikndags og var þá búinn að afla hdlft sjötta þúsund, á einum fjórnm dögnm. Skipum náð út. Ingólfur, Faxaflóagufu- bátnrinn, náði i g®r út tveim skipanna, sem rak npp nm daginn, þeim Margrétn og Skarphéðni og dró þan inn á höfnina i gærkveldi. Slys. Barn á fimta ári Magnea Björg, dóttir Sigmnndar Magnússonar, Vestnrgötu 57, var statt úti t húsi einu vestnr við Sel i gær. Byssa hlaðin hékk þar nti i skúr og er haldið að barnið hafi óvart ýtt við henni og byssan dottið niðnr, en skot hljóp úr henni i höfnð barninn og drap það þegar. — Þvi í ósköpunnm «rn hlaðnar byssur látnar vera i nánd við óvita? Veikindi óvenjnmikil ganga hér i hæ um þessar mundir, illkynjnð hálsveiki og kvef- vesöld samfara mikilli hitasótt. Sýnishorn af sannsögli Lögrétturitstjórans. Fyi ir nokkuru síðan þóknaðist ritstjóra Lögróttu uð veitast að mór í blaði sinu og kenna mér grein eina í ísafold, sem þar var undirrituð P a s t o r. Ekki var samræmið í rökfærslu hans gott. í upp- haii máls síns færði hann það fram sem ástæðu til að eigna mór ísafold irgrein- ina, að eg væri sá af geistlegum mönn- um hór, sem öðrum fremur h e f ð i þekkingu á blaðamensku, en í niður- lagi máls síns skorar hann á mig að halda mór frá blaðamenskunni, sem eg hafi ekkert vit á. Eg vil ekki láta eigna mór greinar atinarra, sízt ádeilugreinar til eínstakra mauua. Og svo stóð á um þessa ísa- foldargrein, að hentii var sórstaklega beint til bi.-tkups Þórhalls Bjarnarsonar. En með þvt að eg hefi haft ymislegt saman við biskupinn að sælda og hefi enn, vildi eg ógjarttan, að hann eða aðrir héldu, að eg væri að laumast aftan að honum án nokkurs tilefnis í dulnefnis- blaðagrein. Það ódrenglyndi ætlaði rit- stjórinn mór, með því að eigna mór grein- ina. Því að þótt »Pastor« haíi fund- ist hann eiga högg í garð bisk- ups, þá átti eg það ekki. Taldi eg því sjálfsagt að mótmæla getsökum Lög- réttu, því að þögn frá miutti hálfu hefði eftir þetta verið sama og samþykki. Eg tek þetta fram, af því að eg hefi frótt það eftir sumum aðstandendum Lögróttu, að þeim hafi fundist óþarft af mór að mótmæla. Má vera að þeir við vana-lestur blaðsins sóu hættir að taka mark á því, sem blað þeirra segir. En eg, sem er óvanur að lesa blaðið, hélt, að sórstaklega stuðningsmenn þess mundu taka mark á því. Eg fór sjálfur með mótmæli mín til ritstjórans. Hann tók mór kurteislega og lofaði að taka leiðróttinguna í blað sitt. Eg minti hann á, að þetta væri ekki fyrsta BÍnn, að veizt hefði verið að mér í Lögróttu, án þess eg hetði gefið nokkurt tilefni til. Hann kvað þá grein hafa verið eftir annan mann og sig ekki hafa átt sok á því. Eg spurði hann, hvort eg hefði nokkurn tíma gert nokk- uð á hluta hans, — nokkurntíma stjak- að við honum svo mikið sem lifcla fingri. Hann kvað mig aldrei hafa gert það. Og við skildum í mesta bróðerni. Nokkurum dögum síðar, mánudaginn 7. febrúar, kom eg ofanj Iðnaðarmanna- hús. Stóð þá yfir annar fundur Sjálf- stæðÍ8manna og var rúmlega hálfnaður. Þar sá eg ritstjóra Lögrótttu meðal ann- arra. Eg heyrði brátt, að hann fókk þar ýmsar hnútur hjásumum ræðumönnum, og bar alt útlit hans þess vott, að hon- um leið illa. Eg hálfkendi í brjósti um mannibn, og með því að mór var svo í fersku minni, hve bróðurlegur hann hafði verið, er eg heimsótti hann, gaf eg mig á tal við hann. Við stóðum aftarlega á leik- sviði hússins og mæltum vitanlega f hljóði. Eg minti hann um leið á, að eg væri þar kominu aðgöngumiðalaus um bakdyr hússins og bað hann veita þvf eftirtekt, er til atkvæðagreiðslunnar kæmi, að eg greiddi ekki atkvæði, því að eg væri úr Vesturbænum. — Mig furðaði mjög á þvf, að hann skyldi ekki að neinu leyti reyna að verja sinn málstað eða þeirra Heima8tjórnarmanna. En mér var þá sagt frá því þar af öðrum, að hann hefði reynt það fyrra kvöldið, en tekist svo illa að tala, að út í það mundi hann ekki leggja aftur á þessum fundum. Og eg kendi enn meira í brjósti um aum- ingja ritstjórann, og fanst það vera illa gert af flokksmönnum hans, að láta hann standa þarna uppi svona einan síns liðs. Þegar atkvæðagreiðslunni var lokið, bað hr. Jakob Möller, sór enn hljóðs. Mælti hann hátt og snjalt, og bað menn minnast þess, að Þorsteinn Gíslason væri þar sýnilegt tákn þess, að fundurinn væri akki flokksfundur. Sneri hann sór við, um leið og hann lauk máli sínu, og að Þorsteini Gíslasyni ritstjóra og leit til hans gletnislegu augnaráði og hæðn- islegu. Var gerður mikill rómur að máli hans, enda var hann sá ræðumanna, er einna snarpastar atlögur gerði að Lög- rétturitstjóranum. Og Lögrótta sýnir bezt sjalf, að augnaráð hr. Jakobs Möll- ers hefir náð tilgangi sínum, því að þetta augnablik sýnist vera ritstjóranum ógleymanlegt. En ritstjórinn, sem sýnilega hafði orðið feginn vinsemd minni, fór að bera það undir mig, að þetta væri »ólógiskt« hjá hr. Jakob Möller. Eg gaf ekkert út á það. Og litlu síðar fóru menn burt af fundinum, við Þorsteinn eins og aðrir. Og eg vissi ekki annað en hann hefði skilið við mig með sama bróðurhug og hið fyrra sinnið. En viti menn. Svo kemur Lögrétta út með fundarfregnir frá ritstjóranum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.