Ísafold - 02.04.1910, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.04.1910, Blaðsíða 2
74 IS AFOLD Fatnaður a*lur’ innri sem ytri? kvenna> karla og ; — mjög fjölbreyttar Vefnaðarvörur. Sumarvörurnar koma i tæka tið verða mjög smekklegar, vandaðar og ódýrar í verzl jurtareitina, t. d. i Flóanum, þegar áveitan þar er komin í lag —. Algengast verður jafnan, að bænd- ur hafi stórt land, heyskap dreifðan og nokkra hesta. Þetta getur ekki breyzt til muna þó járnbr. kæmi. Hestarnir verða altaf fleiri að tiltölu en i öðrum lönd- um. Reiðhestar vegna strjálbýlis — til mannfunda, kirkjuferða, fjallsafna 0. s. frv. — en ækishestar og áburð- arhestar vegna heyflutninga, áburðar- ins og jarðyrkjunnar. Menn þurfa að hafa sem mest not af hestunum, svo þeir verði ekki ómagar á búi. Þeir yrðu því áreiðanlega látnir taka fram hjá hraðlestinni. Líklega svo stórkostlega að hún gæti ekkert gert með köflum — fyrir afbrýði. Upplendi Reykjavíkur. Þ. Kr. segir, að það sé fyrst og fremst sambandið milli Rvíkur og upplendis hennar sem réttmætir braut- inac. Hér er komið að fjöreggi járnbr.- málsins. Það er Rvík, sem landið á að lúta, »upplendi« hennar a. m. k. Þó menn vilji sýna höfuðstað lands- ins hæfilega virðing og tillátssemi, vilja þó ekki allir lúta jafnlágt fyrir vilja hans. Hvað er svo þetta upplendi Rvíkur, sem réttmætir járnbr. ? Þ. e. Mos- fellssveitin og efri hluti Seltjarnarnes- hrepps, alt til háfjalla, frá Esjunni suður fyrir Vifilsfell. Ekkert meira. Árnessýslu alla og meirihluta Rang- árv.s., má kalla upplendi Eyrarb. og Stokkse. Kauptúnin þau, eru arfbor- in afkvæmi þess upplendis. Og ber þeim — kaupstöðum og upplendi — bæði réttindi og skyldur hvert við annað. í járnbrautargreininni i seinasta blaði sjöttu málsgrein að neðan i öðrum dálki hefir misprentast »járn og steinoliu<, á að vera »járn og steiniíwii*. Jarðræktarfélag Rvíkur. Mikilsverð hugvekja. Jarðræktarfélag Reykjavíkur hélt ársfund sinn miðvikudagskvöldið var. Þar voru rædd ýms félagsmál, lagð- ir fram reikningar og tekin ákvörðun um hver verðlaun skulu greidd fyrir jarðabætur þetta ár o. s. frv. Félagið á nú í sjóði kr. ijj8.oo. Öll stjórnin var endurkosin i einu hljóði ásamt endurskoðendum reikn- inga. Formaðurinn (Einar Helgason garð- yrkjum.) skýrði frá því, að mönuum hefði farið aftur í jarðræktinni síðustu ár. Einkum hefði verið lítið unnið að jarðabótum árið 1908. Því ekki þaðl Þá höfðu menn annað að gjöra heldur en hugsa um það að láta jörð- ina fæða sig! Þá lifðu menn á þús- undunum eða miljónunum, sem svifu fyrir hugskotum manna, þegar var verið að selja lóðarskikana (alt var gert að byggingalóðum) og húskof- ana mörgum sinnum, suma hverja fyrir verð, sem aOs ekki gat náð nokkurri áttl Nú súpa menn seyðið af fjármála- speki sinni og hyggindum I Ekki var formaðurinn frá því, að hnignun þessi í jarðræktinni væri um að kenna því hversu bæjarstjórnin hefði verið treg til þess, að láta menn fá útmælda bletti til ræktunar. En nú hefir hún gert iðrun og yfirbót og það er vel farið. Á fundinum flutti hr. binar Helga- son garðyrkjumaður langt erindi og mjög lærdómsríkt um kartöflurækt. Erindi þetta verður birt í búnaðar- blaðinu Freyr, og gefst þeim kostur á, sem vilja kynnast þessu þarfa máli að fá allar nauðsynlegar upplýsingar þar. En drepið skal stuttlega á erindið. Ræðumaður gat þess, að nú væri lið- in 1V2 öld síðan fyrst fluttust kartöfl- ur til landsins og þó erum vér ekki komnir lengra áleiðis en það, að 1906 fluttust inn 1943 tunnur af átkartöfl- um til bæjarins. Árið 1907 var kart- öfluuppskeran hér í bænum 608 tunn- ur. Á þessu má sjá að kartöflurækt- in má og ætti að fjórfaldast til þess að Reykvíkingar gætu fætt sjálfa sig. Hr. Einar sagði, að hér á suður- landi þyrfti kartöflurækt aldrei að bregðast ef rétt væri að farið. Hér í sjálfum bænum væri jarðvegurinn ekki sem heppilegastur til ræktunar,— þó hef- ir reynslan raunar sýnt, að margir blettir hér gefa góða uppskeru. En hægt mundi að finnaágætastaði fyrir kartöflu- akra á Seltjarnarnesi, uppi í Mosfells- sveit og eins og flestum er kunnugt uppi á Akranesi. Að lokum eggjaði ræðumaður alla viðstadda lögeggjan að gefa þessu máli góðan gaum og reka af sér ómenskuorðið því nú væri mál til komið, að áhugasamir framfaramenn legðust á eitt til þess að hrinda mál- inu sem fyrst í framkvæmd. »Marg- ar hendur vinna létt verk« og þeir sem treysta hver öðrum ættu að mynda félag með sér og reyna; það veitti þó altaf atvinnu, en það væri mikilsvert nú í atvinnuleysinu. Vér kunnum hinum áhugasama jarðræktarfrömuði miklar þakkir fyrir upphvatningarorð hans; þau eru orð í tíma töluð og vonandi geta þau vakið einhverja af svefni framtaksleys- isins. Oft er þörf, en nú er nauðsyn, er alt ætlar að kafna i barlómssón og örvinglan. Það sem oss vanhagar allra mest um er áhugi og kjarkur. b. b. Prestastefna. Hún verður háð þetta árið norður á Hólum i Hjaltadal, 3 dagana næstu á undan biskupsvigslunni. En hún fer fram 10. júlí. Biskupsvígslan syðra býst biskup Þórhallur við, að fari fram i júnímánuði. Skipaferðir. Botnia fór héðan á páskadagskvöld. Far tóku sór með henni: Einar Bone- diktss'on, Pétur Á. Ólafsson konsúll, N. Ottensson bóksali frá Winnipeg, skip- verja flestir af Láru, franskir skipbrots- menn af skipi, er strandaði á Stapavík við Hóraðsflóa þ. 4. marz. Prospero fór f gær vestur og norður urn land til útlanda. Farþegar: Jón H. ísleifsson stud. polyt., Hannes Hafstin bankastjóri (til Akureyrar) o. fl. Sterling kom til Khafnar í fyrradag eftir óvenju-fljóta ferð, tæpa 6 sólar- hringa. Flateyrarlæknishérað hefir verið veitt 31. f. mán. settum héraðslækni í Höfða- hverfishóraði Halldóri Stefáns- syni. Auk hans sóttu settur héraðs- læknir í Flateyrarhéraði Guðm. T. Hall- grímsson og cand. x lækaisfræði Guð- mundur Guðfinnsson. Bókafregnír. Fyrsta hefti af Skírni þetta ár er komið út. Nýr ritstjóri er tekinn við: dr. phil. Björn Bjarna- s o n frá Viðfirði. — Björn Ólsen pró- fessor skrifar um »Silfurverð og vað- málsverð«, sérstaklega á landnámstíð ís lands; Ágúst Bjarnason um »Siðspeki Epiktets«; Sæmundur Bjarnhóðinsson: »Ágrip af sögu holdsveikinnar á ís- landi«. Enn er þar nýsmíð eftir Jóh. skáld Sigurjónsson, smásaga, er heitir: »Góður fengur«. Og loks greinar eftir Andrós Björnsson (Loftfarir), Stefán Stef- ánsson (Gláma), Davíð Östlund (Hug- sjónir Edisons) og Þorst. Gíslason (Frá útlöndum). D u 1 m á 1 beita 3 sögur eftir danska skáldkonu, Ingeborg Marie Sick, sem hr. Árni Jóhannsson bankaritari hefir þýtt og von er á áður langt líður á bóka- markaðinn. Traustsyfirlýsing til ráðgjafa. Undir transtsyfirlýsingnna úr Barðastrandarhreppi vantar eitt nafnið. Það er: cand. Sig- urður Pálsson, Anðshangi. Innlimnn Finnlands fyrir dyrum. Simfregn frá Khöfn. Yfirráðgjafi Rússa, Stolypin, hefir ný- lega lagt fyrir þingið, dúmuna, frum- varp um réttarstöðu Finnlands. Þetta frumvarp felur í sér algera innlimun Finnlands i rússneska ríkið. Megn asta gremja yfir þessu meðal frjáls- huga manna um allan heim. Menelik Abessynínkeisari dauður. Simfregn frá Khöfn. Menelik keisari var 66 ára að aldri. Hann varð keisari árið 1889 fyrir til- styrk ítala, gerði uppreisn móti fyrir- rennara sínum og drap hann. Seinna lenti hann f skærum við Itali út af því, að honum þótti þeir of ráðríkir gagnvart sér og landi sínu. Varð úr ófriður 1895 —1896 og höfðu ítalir miður, og fekk þá Menelik viðurkent fielsi landsins. — Hann efldi i ýmsu framfarir þar í landi, kom á verzlun- arsamböndum við Norðurálfulöndin. Hann þótti vitur maður og dugandi, en nokkuð grár í skapi. Sá heitir Ligg Manu, er við völd- um tekur í Abessyníu, og er hann bróðursonur Meneliks. —-—--------- Skógræktarstarfið og ungmennafélögin. í 3. tbl. ísafoldar ritar »Ó s k a r« ungrueunafólagi all-langa grein, er aö nxestu fjallar um ungmennafólögin og ræktunarfyrirtæki þeirra. Er eigi nema gott eitt um grein þessa að segjá, þótt eigi geti eg verið henni samdóma 1 öllu, og enda þótt eg telji miklu róttara að ræða »ungmennamál« sem rækilegast innan fólaga og í blaði U. M. F. í. sem nú er nýkomið á legg, en gera þau sem allra minst að opinberu umræðu efni í stærri blöðunum. Og allra sízt ættum vér þar að hreyfa athugasemd- um þeirra manna, er hvorki skilja né geta skilið starf og stefnu ungmenna- fólaganna — eður hreyfa nokkuru þv/, er virst gæti benda á samtakaleysi eða misskilning á meðal vor innbyrðis. Það getur hæglega orðið óvinum vorum — ef nokkurir eru — vopn í höndum, og væri þá illa farið, ef vór legðum þau til sjálfir. — Ó s k a r hefir talið nauðsyn að leið- rótta »stóryrði« m/n, er eg setti á síð- ustu blaðsíðu »skógræktarpésans« litla, er eg samdi og gaf út Z fyrra vetur, og má vel vera að svo sé, þótt eigi sjái nauðsyn þess að birta það í einu fjöl- lesnasta blaði landsins, þar sem bækl- ingur minn var e i n g ö n g u saminn banda ungm.fólögum og sendur þeim. — Það er sannleiksgildi orða þeirra, er eg vildi, að ungm.félögin gerðu að »herópi« s/nu í skógræktarmálinu: »ísland skógi vaxíð milli fjalls og fjöru á þessari öld«. Telur Óskar þetta ókleyft með öllu, og kveður sór það kunnugt, að þau orð sín sóu fjarri sanni en m/n.------Vil eg nú leyfa mér að gera athugasemd tiokkura við þessi orð hans, sem bæði eru sprottin af mis- skilningi og vanhugsun, og geta óefað unnið skógræktarstarfi ungmennafélag- anna meira tjón heldur en stóryrðin m/n. Það er þá fyrst, að eg hefi ætíð talið »h e r ó p« vera h v a t a r o r ð til að örfa og efla framsóknarhug manna, en eigi spakmæli nó spádóma, og þv/ síður, að þau só staðhæfingar. Orð þessi geta þv/ alls eigi neitt um það, hvort hægt só að »klæða« ísland milli fjalls og fjöru á einni öld. Þarf þv/ eigi að hrekja sannanagildi þeirra í þá átt. — En aft- ur á móti er full ástæða til að athuga nokkuð nánar þau orð Óskars, að eigi só hægt að gera ísland skógi vaxið milli fjalls og fjóru á þessari öld. Sannfæring mín er sú, að þetta s é h æ g t, og eg hyggst hafa meiri sann- anagögn í höndum fyrir þessu, en Ósk- ar hefir fyrir sínu máli. Skógi vaxið milli fjalls og fjöru t e 1 e g ísland, þegar skógrækt er komin á þann rekspöl / flestöllum sveitum, að skógarsvæði stækka með ári hverju í heimahögum og úthögum hvers bæjar. M. ö. o. þegar 1/fvænleg skógrækt er alment hafin / hverri sveit landsins, hvort sem hún er álnar há eða tífalt meira. Og þegar þekking almennings er komin á það þroskastig 1 þessum efnum, að þeir kunna að meta og hirða skóga s/na. Þegar svo er komið, vinria skógar landsins meira að útbreiðslu sinni sjálfir, en öll ungm.fólög landsins gætu gert. Á því, hvað fært só, og hvað eigi / þessum efnum, þykist eg hafa þekking og reynslu á móti allflestum ungmenna- fólögum vorum, enda er mór alls eigi fyrir það þakkandi. í liðug 10 ár hefi eg haft kynni — oft náin — af skóg- rækt með það fyrir augum að hagnýta þá þekkingu og reynslu hér heima. Eg hefi séð börn og unglinga klæða heilar fjallahl/ðar blómlegum skógi, sóð dali fyllast skógiáö—10 árum, sóð skóg- 1 a u s a r sveitir verða að skógir sveitum, sóð stórvaxna skóga, þar sem engin voru tró til fyrir 25—30 ár- um. Þessi dæmi eru að v/su öll útlend, en þó frá landi með engu minna, held- ur margfalt meira vetrarríki en á ís- landi. En hvern veg snýr þessu við hór á landi. Hvað segir reynslan? Henni er þó að miklum mun betur treystandi en okkur Ó s k a r i báðum! — Eg hefi hvergi sóö og heyrt jafn- margar og mikilvægar sannanir fyrir lífsskilyrðum skóga hór á landi í einu á borð bornar eins og í erindi einu hjá hr. skógræktarstjóra K o f o e d- H a n s e n — bæði í erindinu sjálfu og i öllum þeim á g æ t u m y n du m af fsl. skógum, er hann hafði tekið og lót sýna (í skuggamyndum): Á mannsaldri hafa t. d. reynitró orðið fullvaxta (f alm. norrænni merk- ingu) á bersvæði norðanlands. í Hall- ormsstaðaskógi á Austurlandi hefir kjarr- ið vaxið yfir höfuð skógarins á 7—8 árum, s/ðan skógurinn var friðað- ur. í Skaftafellssýslum hefir ofbeldi veðurs og vatna og ágangur gripa og manna eigi getað unnið á sumum skóg- leifunum. — Mætti telja ótal dæmi á þessa leið. — — í Hafnarfirði hefir reynitró orð- ið fullvaxta — að húsabaki — á 20— 30 árum og eru greinar þess mannbær- ar upp / topp. Eru þar og mörg blóm- leg reynitró í garði, þó ung sóu. Reyni- trón á Akureyri eru alkunn. — í gróðr- arstöðinni á Akureyri hefir birki og reyni vaxið svo mjög sum ár, sem þeg- ar bezt lætur á Norðurlöndum. — Hjá mór uxu nokkur ísl. reynitró, er eg gróðursetti seint / vor — 14—16 þuml. á ca. 2 mánuðum og tv/beit þó sauðfó sumar greinar þeirra. E p 1 a t r ó blómg- uðust jafnvel á fyrsta ári (á íslandi; voru 5—6 ára gömul). Sannanir þessar verða eigi kraktar, Skilyrðin eru til. Og þau alls eigi óvænleg. Það vantar alls ekkert nema almennan skilning og áhuga. Þekkinguna böfum vór nú þegar hjá skógræktarstjóra lands- ins og skógfræðingum vorum. Ungmennafólögin eiga að vekja áhuga um land alt á þv/ að hagnýta sér þessa þekk ingu. Þá er starfinu borgið. — Og eigi get eg skilið, að þurfa skuli meira en heila öld til að vekja starfandi á h u g a / þessu máli / hverri sveit landsins, þar eð »stóryrði« mín og ann ara ungmennafélaga hafa þegar gert það f fjöldamörgum sveitum á liðugum 3 árum. Skógræktar- starf það, sem ungm.fólög vor snm hver hafa þegar unnið, er eflaust meira en 2000 kr. virði, verkið eitt, og áhug- inn og framt/ðarvonirnar ó m e t a n 1 e g. Er þetta þó alt unnið algerlega styrklaust, enn sem korr.ið er, og nú / vor ætlar fjöldi félaga að hefjast handa / skógræktarmálinu. Ráð mitt er nú það, að vór Óskar og aðrir ungm.fólagar skerpum held- u r hvatarorðin en drögum eigi úr þeim, s v o þ a u verði framveg- is að verki t. d. / heila öld. — Brýna skal deigt járn, ef b/ta skal, og er því óþarfi að deyfa eggjarnar / upphafi orr- ustunnar. — Sjá þá barnabörn vor, hvorr afa þeirra mælti þau orð, er »næm voru sanni«. — Höfum vór ann- að bjtra að gera en metast um það »he!la öld fyrirfram«.------ Annars glöddu mig mjög allar bend- ingar og hvatarorð Óskars, og eign- ist eg bæ eða býli, mun eg byrja heima eins og hann! — En nú eiga ungm.- fólagar vorir að hafa kynst og lært skógrækt í f é 1 a g i n u sínu, á ð u r en þeir eignast bæ eða bú; og takist það, eins og bezt má veiða, mun »skógur« við hvern sveitabæ á nægta mannsaldri. Skilyrðin eru til þess, hverjar sem efnd- irnar verða. — Æskulýður íslands á að hefja hátt framsóknarmerkið og fylgja þv/; og vór, sem eigunx því láni að fagna að» vera með« í ungmennastarfi þv/, senx nú er hafið,, e i g u m að blása í áhugans heitu glæð- ur, svo þær verði að björtum loga. Verðum vór því að fara gætilega með eldinn, að vór slökkvum hann eigi. En vór eigum að treysta oss á við hverja aðra þjóð, sem við lík kjör á að búa. Það hefi eg gert í skógræktarmál- inu. Annað ekki. Og það geri eg enn! Helgi Valtýsson. Af Laurustrandinu er fréttalítið. — Sagt, að Geir mundi hafa tekist að ná henni út, ef veðrið hefði verið bærilegt. Uppboð fer fram á skipsskrokknum innan skamms. L. Kaaber kaupm hefir verið beðinn að vera umboðsmaður vátryggingarfélagsins, en hann falið það starf Gotfredsen skipstjóra, sem er eftir nyðra við annan mann. Reykjavikur-annáll. Aðkomumenn þessa vikn: síra Bjarni Si- monarson prófastur frá Brjánslæk. Signrð- nr Jónsson bóndi frá Yztafelli. Alþýðuerindi, fróðlegt og skemtilegt flntti Jón Jónsson sagnfræðingur á sunnudaginn var, 1 af 5. Hann sagði i þetta sinni af Eggert Ólafssyni, vorboðannm og vekjar- annm í dögnn endurreisnartímabils þess bér á landi, er segja má, að hafi byrjað um miðja 18. öld. — Ætlar Jón sér að segja söguna alt fram á þúsundárahátið landsins. Dáinn: Pálmar Ásgrímsson, vm. frá Græn- hóli í Ölfusi, 35 ára, dó i Landakotsspitala 29. marz. Ragnhildur Grimsdóttir, gift kona, 48 ára, á Laugaveg 115, Dó 25. marz. Þuriður Hafliðadóttir, gift kona í Berg- staðastræti 26 B. Dó i Landakotsspitala 30. marz. Fasteignasala. Þingl. 31. marz. Engilbert Gíslason málari selnr Sveini Jónssyni trésmið (Bókhl.st. 10) lóðarspildn við Laufásveg, 30 áln. meðfram veginnm og 44 ál. á breidd, fyrir 1320 kr. Dags. 14. marz. Guðmundur Gamalíelsson bókbindari sel- ur alþm. Magnúsi Blöndahl húseign nr. 8 við Lindargötu með tilheyrandi fyrir 8500 kr- Dags. 4. marz. Jóbann Jóhannesson kaupmaður selur Kristjáni konsúl Þorgrímssyni húseign nr. 38 við Laugaveg m. tilh. fyrir 19000 kr. Dags. 28. febr. Jón Bjarnason málari selur Jóhanni kaup- manni Jóhannessyni byggingarlóð við Skóla- vörðustig, 300 ferálnir, fyrir 600 kr. Dags. 20. marz. Jón Reykdal málari selur Sveini Jónssyni trésmið (Bókhl.st. 10) lóð úr Holtastaða- bletti, 30 ál. meðfram Laufásvegi og 44 ál. á br., fyrir 1320 kr. Dags. 14. marz. Kri8tófer Sigurðsson járnsm. selur Jó- hannesi Lárussyni trésmið ca. 44 ferálna lóð við Skólavörðustíg 4 C, Dags. 10 marz. Sturla kaupm. Jónsson selur Þorleifi Guð- mundssyni frá Háeyri Sauðagerði m. tilh. Dags. 23. febr. Sveinn Jónsson trésmiður, Bókhl.st. 10, selur þeim Br. Björnssyni tannlækni, Lárusi G. Lúðvígssyni skósmið, Pétri Þ. J. Gunn- arssyni hótelstjóra og Steingr. Guðmunds- syni trésmið 2546 ferálna lóð norðan af Holtastaðabletti, með Láufásvegi og Berg- staðastr. Dags. 20. marz. Guðsþjónusta á morgun. í Þjóðk.: kl. 12 sira Fr. Fr. kl. 5 dómkirkjuprestur. í Frikirkj.; Hádegismessa. Hjónaefni: Ragnar Levi tóbakssali og ym. Margrét Stefánsdóttir. Málverkasýning. Fyrir beiðni margra hér í bæ, befir Ásgr. Jónsson myndasýn- ingu sina opna enn í 3 daga, á morgun, mánudag og þriðjndag. Engiun má sitja sig úr færi. Skólahátfð. Skólapiltar efndu til árlegr- ar skólahátiðar sinnar i gær i Hotel Reykja- vlk. Snjóasamt óvenju um Suðurland, og sama er sagt um allar jarðir. Veikindi. Enn gengur i bænum allmegn kvefsótt, en þó i rénum. — Jón Jensson yfirdómari hefir legið fárveikur um tima, en kvað nú vera á batavegi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.