Ísafold - 02.04.1910, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.04.1910, Blaðsíða 3
ISAFOLD 75 Aðflutningsbannið. Svar frá Magnúsi Einarssyni ‘) I. Alt er það á sömu bókina lært, sem þeir bannmenn hafa sagt og skrifað, er reynt hafa til að sýna einhvern lit á mótmælum gegn Andvaragrein minni og öðrum greinum, sem birst hafa tvö síð- ustu missirin um bannlögin. Og alt ber það með sér, að bannmenn yfirleitt hafa eigi aðeins hugsað lítið um bannmálið; þeir hafa hugsað það illa líka, aldrei krufið það til mergjar. Hve almenn vanhugsunin er hjá þeim, verður stöðugt ljósara og Ijósara, eftir því sem fleiri gefa sig fram; og þegar ganga má að því vísu, að hinir opinberu málsvarar séu ekki allir af verri endan- um, mun mega fara nærri um, hvernig ástatt er fyrir hinum »lítthugsandi« bræðrum þeirra. Um þetta vitnar síðast herra Jóhann- es Þorkelsson í 15. og 17. tbl. ísafold ar; og ber honum vel saman við hina fyrri, enda eru flest skeyti hans áður send af þeim. Sá er aðeins munurinn, að nú eru þau öll oddbrotin; oddinn braut eg af í fyrra, svo ekki er kyn, þótt illa bíti. Hr. Jóhannesi hefir eflaust verið ó- kunnugt um, hver afdrif urðu þeirra »röksemda«, er bannpostularnir fluttu gegn mór í fyrra, annars hefði hann víst ekki farið að brenna sig á sama soðinu, en rétt er að eg gjöri houum sömu skil. Og þéim mun fúsari er eg til að hrekja »ástæður« hr. J. Þ. hór í blaðinu, sem þær eru margar sama efnis og ástæður ísafoldar gegn mór í fyrra, en mór var þá meinað rúms í blaðinu að svara. Að eg nú get slegið tvær flugur í einu höggi frammi fyrir lesendum ísa foldar, á eg núverandi ritstjóra að þakka, og er þess skylt að geta honum til mak- legs lofs, að hann þekkir og kannast við siðferðisskyldu blaðs til að flytja svör og leiðróttingar frá þeim mönnum, sem fyrir ámæli verða í blaðinu, og það ekki aízt, þegar til urnræðu eru alrnenn mál, er jafnt varða alla. II. Takmark templara. Hr. J. Þ. mun vera templari og marka eg það af því, að honum er það óljóst, eins og templurum yfirleitt, hvert tak- mark templara er. Þess vegna segir hann mig fara rangt með, er eg skýri takmark templara, því að takmark þeirra er, segir hann, út rýming áfengisnautnariunar. Og hvað hefi eg þá sagt 1 Eg hefi sagt að markmið templara og bindindismanna só og eigi að vera það, að kenna mönnum af fara svo með áfeng- ið, að þeir bíði ekki baga af. Það er með öðrum orðum, að vinna á móti of- nautn áfengis. Og só nautn áfengis á- valt ofnautn, þá er markmiðið að vinna á móti áfengisnautn. Ef hr. J. Þ. hefði brugðið ögn út af vana templara og hugsað ofurlftið um það, sem hann í grunnhygni sinni segir mig fara rangt með, þá hefði honum skilist að okkur ber hér ekki mikið í milli. En nú er það öllum kunnugt, og lík- lega hr. J. Þ. líka, að leit mun vara á þeim templurum, sem telja alla nautn áfengis ofnautn, því að allir vita það, að sjálfir templarar, og það stærstu stór- templarar, drekka óhræddir alla þá á- fengisvökva, sem innihalda minna en 2U0/0 af hreinu áfengi, enda hafa hinir vísu ba,nnlagafeður, sem ekki munu vilja láta áfengisofnautn haldast við í þessu landi, leyft oss að drekka slíka drykki, en fari styrkleiki mjaðarins fram úr þessu marki, þá telja þeir að neytandinn bíði baga af, þá byrji ofnautnin. Markmið templara og bindindismanna verður því ekki orðað betur eða sannar en eg hefi gjört, því að í raun róttri vinna þeir ekki að útrýming allrar áfeng- isnautnar, heldur að útrýming ofnautn- arinnar; en það er satt, að hjá þeira verður nautnin fljótt ofnautn; og eflaust verða skoðanirnar lengi skiftar um það, hvar ofnautnin byrji eða hvað mikið áfengi megi vera í vökva án þess að hann verði talinn »áfengisvökvi«. En það eitt er víst að óvit væri að heimta áfengismarkið fært það langt niður, að það yrði =0, því að þá yrði að gjör- breyta öllum lifnaðarháttum manna, en óvíst að slíkt tækist. Siðan eg fór að eiga í deilum um að- flutningsbann á áfengi, hefir það fengið mór einna mestrar undrunar, hve sjald- an eg hefi hitt fyrir tvo templara, hvað þá fleiri, er borið hafi sarnan um það, hvert markmið templara væri. ‘) Hr. M. E. er frumherji bannandstæð- inga. Vér búumst því við, að röksemda- forði þeirra komi allur á borðið i þessn svari hans — 0g mun Isafold láta svar hr. M. E. til sln taka, þegar þvi er lokið. Ritstj. Sitt segir vanalega hver um það, og ber það óneitanlega vott um að í templ arafólaginu muni tiltölulega eins grunt hugsað, sem mikið kvað vera skrafað; því að ekki er hægt að bera því við, að erfitt só að leita sór upplýsinga um markmið fólagsins, þar sem það er með skýru letri prentað aftan á titilblaðið á hverju einasta eiutaki af »Stjórnarskrá templara«, og nú í seinni tíð fremst í hverju tölublaði »Templars«; var það vel hugsað af ritstjóranum, enda mun honum hafa verið ljós þörfin. Og eflaust kannast flestir templara við »grundvallaratriðin« ; en hitt er líka eins litlum vafa bundið, að fæstir þeirra skilja eða hafa reynt til að Bkilja, hvað þar stendur. Vildi eg því leyfa mór að taka þau hér upp orðrótt og benda á, hvað í þeim felst. Grundvallaratriði Goodtemplara. 1. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. 2. Ekkert Jeyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja afengisvökva til drykkjar. 3. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, inn- flutningi og söln áfengisvökva til drykkj- ar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í réttu lagaformi, að við- lögðum þeim refsingum, sem svo éheyri- legur glæpur verðskuldar. 4. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sann- leikans á alla þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. 5. Kosning góðra og ráðvandra manna til að framfylgja lögunum. 6. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstakl- inga og; bygðarfélög frá þessari voða- legu bölvun, þrátt fyrir alls konar mót- spyrnur og örðugleika; þar til vér höfum borið sigur úr býtum um allan heim. Fyrsta atriðið segir oss í fám orðum, hvert æðsta markmið templara só, »algerð afneitun allra áfeng- isvökva til drykkjar« eða í enn- þá færri orðum algjört bindindi. Þó ber þess að gæta, að ekki kalla þeir alla vökva »áfengisvökva«, sem áfengi er í, heldur aðeins þá, sem innihalda meira en 2x/4 °/0 af hreinu áfengi; svo að algjört áfengisbindindi hafa þeir í raun og veru ekki að markmiði, heldur það, sem kalla mætti algjörða hófsemi í áfengisnautn, oger það fagurt markmið og gott. Þegar bindindishreyfingin bófst, voru þeir menn tiltölulega fáir, sem skildu hana til fulls, og því þurftu frumkvöðl- ar hennar að hugsa upp og leggja á ráð, sem vænleg væru til að afla henni fylg- is, finna 1 e i ð i r, sem færar væru og farnar yrðu til þess að ná markmiðinu, algjörðu bindindi. Hverjar leiðir þeir hugsuðu sór, segir frá i II., III. og IV. atriðinu. Tvö síðustu atriðin mætti og telja leið- ir, en eru aukaatriði, hinum til styrktar, nema hvað tekið er fram í 6. atriðinu, að eigi skuli hætt að viuna að markmið inu fyr en allir menn á öllum tímum um allau heim sóu í atgjörðu bindindi, og kemur það því hér ljóst fram, sem vitanlegt var, að markmið templarafó- lagsins er í raun og veru fögur hugsjón (ideal), sem aldrei næst, en altaf má nálgast, ef ekki brestur þol og þraut- seigju til að halda áfram baráttunui. Aðalleiðirnar, sem templarar hafa hugs- að sér að takmarkinu, eru sem sagt þrjár: l) Sölubannleið, 2) aðflutnings- bannleið og síðast en ekki sízt * * 7 8) sú leið, sem fólgin er í sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu. Síðastnefnda leiðin er aðalleiðin, sú sem verður að fara fyrst — án hennar verður ekki komist inn á hinar leiðirnar — og sú sem verður að fara síðast, því að án hennar nálgast menn ekki hug- sjónina. Eins og vera bar var þessi leið fyrst farin eingöngu hér á landi, en sök um þess að eftir henni bar ekki strax með þeim flughraða að takmarkinu, sem allir máttu merkja eða sjá, gjörðust menn óþolnir eins og bráðlátum börnum er títt og fóru að leita á náðir löggjaf- arvaldsins. Það miskunaði sig yfir börn- in og leiddi þau inn á sölubannleiðina. Með sölubanni er reynt að gjöra mönn- um erfiðara fyrir að ná í áfengi til þess að svala fýsn sinni, en ekki er mönnum gjört það ómögulegt. Og hvað sem ann- ars má segja um sölubannið, þá hefir það þó þann kost, að það þarf ekki að gjöra aðalleiðina ófæra; þær tvær leiðir geta staðist hvor við annarar hlið, enda hafa þær verið og eru farnar i mörgum fleiri löndum en á íslandi. Þetta verður nú eigi sagt um þriðju leiðina, aðflutningsbannið. Sú leið hefir aldrei verið farin í nokkru landi ennþá, en er nú lögleidd hór og erum vór fyrst- ir allra þjóða, er það gjöra, og væntan- lega einnig hinir síðustu. Um þessa leið verður ekkert gott sagt, hún er villuleið og byggist á hugsanavillu; hún or jafn vitlaus fyrir það, þótt hún só akveðin af frumkvöðlum templararegl- uunar og hvort heldur það hefir verið gjört í Ameríku eða einhverju öðru landi. Og villuleið er hún af þvl, að þar sem hun er farin, verður aðalleiðin ófær, sú 8em ein liggur alveg að takmarkinu, því að sköpum heilsusamlegs almenningsálits og viðhald þess er óhugsandi, þegar ekkert er til að skapa af og ekkert til að viðhalda á, en hitt víst og satt, að áfengistilbúningi verður aldrei hætt, með- an heimur stendur, og freistingin og tækifæri til að drekka það hverfur held- ur aldrei til fulls. Mun eg síðar víkja nánar að þessu atriði. Það mun nú orðið öllum Ijóst, að æðsta markmið templara hefir verið »al- gjört bindindi«, en þegar þeir gjörðust bannmenn, hættu þeir að vinna að efl- ingu frjáls bindindis og tóku sór annað markmið, sem áður var ein af leiðunum að settu marki og það sú leiðin, er sízt skyldi. Þvf hefi eg sagt að þeir hafi blandað saman takmarki og leið, tilgangi og með- ali. En fyrir þessi orð hafa bannmenn reiðst mór, bæði þeir sem enn þykjast halda við gamla templaratakmarkið, og ekki síður hinir, sem játa að aðflutnings- bannið só takmark sitt, því að það hafi það altaf verið, segja þeir. Að aðflutningsbannið h a f i ekki getað verið æðsta takmark bindindismanna, er sýnt og sannað, en að þeir hafi nú á síðari árum lagst svo lágt, er öllum vit- anlegt, enda eru þeir margir, sem kann- ast við krógann, og má þar til nefna Ísaíold; 3. apr. f. á. segir hún: »Œðsta markmið bindindismanna hefir aldrei verið, erekkiog verðurekki1) annað en aðflutningsbann«, og nú nýlega segir hr. J. Þ. í ísafold á sínu einkenni- lega blómsturmáli, »að starfsemi templ- ara hafi einmitt gengið hágöngu sína og borið blóm sitt og bar í aðflutningsbanns- lögunum«, en það er sama og að segja, að með bannlögunum hafi þeir náð æðsta markmiði sínu. Þagar bannmenn halda því fram í al vöru, að bannið só æðsta markmið sitt, hlýtur ástin til baunlaganna, að hafa blindað þá, því að þeir sjá ekki að fyrst þarf að sanna, að lögin skapi það ástand í landinu, að enginn neyti áfengis. Nú hefir sumum, að minsta kosti lög- gjöfunum, komið til hu£ar að svo gæti farið, að aðflutningsbannið (»æðsta mark- mið« templara) leiddi ekki til »algerðar afneitunar allra áfengisvökva til drykk- jar« (æðsta markmiðs temph), því að í lögunum er ráð gjört fyrir brotum; en ef svo yrði, kæmi það í ljós, að enda þótt templarar hefðu náð æðsta mark- miði sínu, hefðu þeir samt ekki náð því(M) Þegar maður íhugar það, að templar- ar hafa vilst frá markmiði sínu og halda sig hafa fundið það aftur í banninu, þá verður það skiljanlegt, hvers vegna þeir ausa svo mjög auri alla b a n n 1 a g a- andstæðinga, og reyna að rýra álit þeirra í augum almennings; i einfeldni sinni halda þeir sem só, að vér sóum að ber- jast gegn hinu sanna markmiði þeirra, frjálsu bindindi, þegar vór erum að hjálpa þeim úr villunni, leiða þá af bannleiðinni aftur upp á rótta leið. En þeim mun vera vorkunn, því að þeir vita víst ekki hvað þeir gjöra. Frh. Dönsk blöð um ísland. Mér hefir komið það kyDlega fyrir, þeg- ar ísafold hefir hvað eftir annað verið að narta í mig að ástæðulausn. Eg hélt eg ætti annað skilið af henni eða þeim, sem að henni standa Og þvi meira hefir þetta furðað mig, þegar hún heíir ekki haft traustari grundvöll að byggja á árásir sín- ar en eitthvert lausaslúður i bréfum frá einhverjum stúdentum hér i Khöfn. Eg hélt, að hún væri vandari að virðingu sinni en að gerast »sögusmetta og rægirófa« i höndum þeirra. En hún tekur alt, sem þeir að henni rétta sem heilagan sannleika, sem engrar staðfestingar eða rannsóknar þurfi við. Fyrst fær hún fregnir af Atlanzeyjafund- inum og ummælum minum þar — frá mönn- um, sem enginn var þar viðstaddur, og að eins gátu bygt á óáreiðanlegum og skæld- um blaðafrásögnum, sem íslendingafundur- inn hér lika bygði á. Þvi á þeim fundi var heldur enginnt sem verið hafði á Atlanzeyjafundinum. Og svo er bygð árás á mig út af orðum, sem eg aldrei hefi tal- að, og ísafold fyllir undireins þann hópinn að órannsökuðu máli. Næst er henni skrifað, að eg muni standa bak við danskar greinar um ísland og stjórn þess. Og hún gleypir þá lansafregn án þess að efast eitt augnablik. Jafnskjótt og eg sé blaðið, sima eg heim til hennar, að engin dönsk blaðagrein sé frd mér. Þetta sýndi, að ég vildi ekki draga að mótmæla slúðrinu. En hvað gerir ísafold þá ? Sting- ur slmskeytinu i vasann og geymir það i viku. Lætur tvö blöð koma út án þess að birta það a). Og svo þegar það loks kem- ur, er hnýtt við það nýjum slúðursögum, og gefið i skyn, að eg muni nú samt eiga þátt 1 dönsku greinunum. Það er ekki leysi-ástriða þetta til að reyna að Bverta mig. Eg get ekki skýrt það öðruvisi fyrir mér en sem samvizkubit, meðvitund um, að framkoma sumra manna gagnvart mér hafi verið þannig löguð, að eg hljóti að gera ') Leturbreytingin er min. M. E. s) Þetta er rangt hermt. Simskeyti dr 7. Gr. kom þ. 10. febr. slðdegis eftir að ísafold var komin út, og kom út í öðru blaði, eftir að það kom. — Ritstj. eitthvað til að hefna min. En eg er ekki eins hefnigjarn og sumir aðrir. Að þvi er skeyti mitt snertir, þá vildi eg kostnaðarins vegna auðvitað hafa það svo stntt, sem nnt var. En eg vildi líka hafa það svo skýrt, að það tæki af allan vafa, og fanst það gera það, I því stóð, að engin (undantekningarlaust) dönsk blaða- grein væri frd mér. Eg sagði ekki eftir mig, sem sjálfsagt hefði verið, ef eg hefði að eins átt við, að eg hefði ekki ritað neina þeirra. En hitt átti lika við, hin svo kölluðu »Interview«. Eg hefi verið margbeðinn um greinar og lika um »inter- view«, en jafnan þverneitað. Til þess að þó ekki slái i baksegl, skal eg þó bæta þvi við, að eg þýddi einu sinni i haust kafla úr grein í Isafold fyrir blað eftir beiðni og kom hann út í blaðinu at- hugasemdalaust og óbrjálaður. En eg býst ekki við, að Isafold hafi neitt á móti því, að greinar hennar séu teknar upp í útlend blöð. Islenzk blöð eru þar sömu lögum háð og ensk, frönsk, þýzk og norsk blöð. Annars skal eg geta þess, að mér er nær að halda, að einu Islendingarnir, sem skrif- að hafa i dönsk blöð síðan siðastliðið sumar, séu tiðindamaður Isafoldar (og að- stoðarmaður á stjórnarskrifstofunni) og Bjarni frá Vogi — þegar undan eru skilin fregnbréf og símskeyti frá Islandi. Svo kunnugur er eg þó ekki, að eg geti ábyrgst þetta, en eg held, að það sé rétt. Greinar dönsku blaðanna eru vist flestar eða allar eftir danska menn og bygðar á islenzkum blöðum eða þá stundum á lausafregnum, sem ganga mann frá manni, og þá ekki furða, þó stundum sé ekki sem réttast með alt farið. Dönsk blöð eru ekki fremur en Isafold laus við að taka órannsakaðar slúðursögur, sem ganga mann frá manni. Þar er meira að segja enn meira um það. En mest mun vera bygt á islenzkum blöðum, sem margir Danir ern nú farnir að kynna sér. Og hér eru ekki allfáir Danir, sem skilja svo mikið í islenzku, að þeir jeta lesið þau. Jafnvel í stjórn Dana og Bæði í landsþingi og fólksþinginu eru menn, sem lesa islenzk blöð fullum fetum. Danir þurfa þvi ekki Islendinga með lengur til að geta fylgst með í islenzkum blöðum. Þeir hafa nóg af mönnum, sem það geta, sem stendur. Eg vona nú, að ísafold lofi mér að vera i friði framvegis meðan eg ekkert geri af mér. En náttúrlega er aldrei að vita, hve lengi það stendur, þvi engan mun eg spyrja um leyfi til að skrifa það, sem mér synist, hvort sem er í islenzk blöð eða dönsk, ef mér býður svo við að horfa. En eg vil ekki, að mér sé kent það, sem eg á ekki. Khöfn 2. marz 1910. Váltýr Guðmundsson. T * * Vegna gamals kunningsskapar höfum vór ekki viljað synja dr. Valtý um rúm fyrir pistil þenna — enda þótt mest- megnis só hann svölunaryrði og fari að nokkru leyti kringum það, sem er merg- urinn málsins. En það er: Stendur dr. Valtýr í n o k k r u sambandi við sorpgreinar blaðsins Telegrafen? Hann neitar því, að hann hafi s k r i f- a S nokkra grein í dönsk blöð, hann neitar því, að hann hafi látið »i ti t e r- v i e w a« sig. Hið sama hafa menn úr ritstjórn Telegrafen sagt: Við skrifum s j á 1 f i r greinarnar, en a 11 a r u p p- lýsingar fáum við hjá íslend- i n g i. Og varist hafa þeir allra frótta um hver hann væri. Eru þær »upplýsingar« runnar frá dr. V. G.l Vór þykjumst gera honum greiða með því að gefa honum færi á að sanna sak- leysi sittum n o k k u r t samband við sorp- greinar þessar og vonum, að hann geti það og geri. ísafold þykist yfirleitt miklu fremur eiga til þakkar að telja hjá dr. V. G. en ámælis fyrir að kveða upp úr með orðróm þann, er læddist mann frá manni í prívatbrófum frá Khöfn: að V. G. stæði bakvið greinarnar. — Ella hefði orð- rómurinn »fengið fætur« um land alt manna á milli og unnið V. G. stórtjón, en hann aldrei getað haft hönd i hári hans. Ummæli V. G. á Atlanzeyjafundinum, eins og þau eru hermd í hinni o p i n- b e r u fundarskýrslú, fara alveg i sömu átt og frásagnir símskeyta og blaða þeirra, er ísafold hefir bygt á, og eru fullkomlega þess ámælis verð, er þau hafa hlotið í sjálfstæðisblöðunum. Ollu öðru í grein dr. Valtýs er þann veg farið, að vér sjáum enga ástæðu til að skifta oss af því á þessum stað. Ritstj. Þjóðóltur og Hansa. Svar frá Trolle kapteini formanni Hansafélagsins gegn grein þeirri, er birt- ist í Þjóðólfi i gær um félagið, kem- ur i næsta blaði. Viljið þið ekki nota góða og hreina sápu ? Minar vea* julegu sápur, sem skemma engu minna en þær hreinsa, eru ekki taldar í húsum hæfar, þar sem Sunlight sápan hefir einu sinni verið reynd. 1591 Fyrirlestur um bjargráð íslands flytur Stefdn B. Jónsson í kvöld (2. apríl) i Goodtemplarahúsinu kl. 8l/2. Aðg. 25 a. Leikfél. Rvíkur Trína í stofufangelsi Liííi fjermaðurínn Jivöícfið f. kongsbænadag Sunnudag 3. april í Iðnaðarm.húsinu kl. 8 síðdegis i síðasta sinn. Vindlar (hollenzkir) af beztu tegundum eru ódýrastir í Liverpool. 44 10 % afsláttur i kössum. 41 NotiB tækifærið! j,U Breiðabíik landinu að kaupa og lesa — og aðrir fieir, er trúar- og kirkjumdl Idta til sin taka. — Andvirðið (4 kr. auk burðar- gjalds út um land) greiðist fyrirfram, Utsölum.: > , bankaritari TlMt JofjannSSOn. Vilhjálmur Þorvaldsson á Akranesi, heldur uppi beztu verzlun á landinu Styðjið hann með viðskiftum yðar. 1.0. G. T. Fundur í st. Skjaldbreið nr. 117 sd. 3. apr. 1910 á venjul. stað og tíma. Landlæknir Guðmundur Björnsson talar um sjúkrasamlög. Sfff} fsl me^ forst°fuinnganfli er lUJCl til leigu í Bergstaðastr. 8. íslenzk egg selur stöðugt Laugaveg 22. Smj örverzlunin Talsími 284. Hlupu' af hólmi. Um Hafsteinsku Uppkastsnefndar- mennina segir dr. Knud Berlin í grein- inni sem getið er um fremst í blað- inu, að þeir hafi í byrjun haldið því fram í nefndinni, að ríkissambandið, eins og það nú væri, væri með öllu lagalega ógilt og að ísland með Gamla sáttmála hafi að eins komist í per- sónusamband við Danmörku og væri ekki de jure í öðru sambandi. En siðar haja rœður peirra fallið i alt aðra átt! — og vitnar dr. B. i um- mæli H. H. á þingi og nefndarálit minnihlutans. KLADDAR 3 oghöMbækur at ýmsum stærðum og með mismunandi verði ( bókverzlun Isafoldar bolinmæði verða þeir menn að hafa, sem sent hafa ísafold gagnlegar hugvekjur um landsmál, þótt eigi geti þær birst þeg- ar í blaðinu. — Almennar fréttir þola eigi bið og því verða þær jafnan að ganga á undan, eiga forgangsréttinn. — Og í vetur hafa taumleysis æsingar og blekkingar minnihlutans í banka- málinu orðið þess valdandi, að það mál hefir hlotið að taka mjög mikið rúm í blaðinu. Ibúðir til leigu á Laugaveg 66. Semja má við Bjarna Magnússon Laugaveg 18. Fundinn mjólkurbrúsi. Vitjist í Grjótagötu 10._____________________ Til leigu frá 14. maí nk. stór stofa með svefnherbergi á góðum stað í bænum. Skemtilegt útsýni. Upp- lýsingar í Lindargötu 8B uppi. Kartöflur til sölu á Rauðará, bæði útsæðis- og matarkartöflur,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.