Ísafold - 21.05.1910, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.05.1910, Blaðsíða 2
122 I S A F 0 LD væri dáinn. Hann kvaðst aðeins vilja beygja höfuð sitt i kærleika og lotn- ingu fyrir höfðingjanum í lifinu — og í dauðanum. Að lokum hafði hann yfir kvæði, er hann hafði ort eftir Björnson. Loks talaði Thomas P. Krag fyrir hönd norskra rithöfunda. Síðan báru norskir stúdentar kistuna út úr kirkjunni, en hljóðfæraflokk- urinn lék sorgarslag Griegs. Sorgarförin um göturnar út í kirkjugarðinn var stórfeld og hátíðleg. Allir voru beygðir af sorg. Þeir fengu eigi tárast fyrir harmi. Múgurinn stóð berhöfðaður þar sem líkið fór um og alstaðar var krökt af fólki. Aldrei hefir slík jarðarför sést fyr í Noregi. Björnson var jarðaður í kirkjugarðinum við hliðina á Henrik Ibsen. Sira Lunde jós líkið moldu og síðan var sungið kvæði Björnsons: Syng mig hjem. Þá dreifðist mannsöfnuðurinn og voru allir klökkir og hrærðir. Síðar um kvöldið hélt þjóðarleikhúsið hátíð í minningu Björnsons. Landssjóður og bankavaxtabréfin. Æ í Þjóðólfi nr. 20, 13. þ. m., er gefið ótvírætt i skyn, að landsstjórn- in hafi enn ekki staðið Landsbankan- um skil á um 700 þúsund krónum af i^/j miljón, sem landsstjórnin hafði tekið að láni í því skyni að verja til kaupa á veðdeildarbréfum, og eru van- skil þau talin orsök i því, að Lands- bankinn hliðraði sér hjá því, fáa daga, að kaupa veðdeildarbréf. Það voru 2 lántakendur, sem bankinn keypti ekki af veðdeildarbréfin nema að nokkru leyti, og tóku þeir veðdeildarlánin með þvi skilyrði og með góðu sam- þykki þeirra, í staðinn fyrir að biða með lántökuna nokkurn tima. Af öðrum lántakandanum voru veð- deildarbréfin keypt þegar, að svo miklu leyti sem hann þurfti að selja þau; en hinn átti visa peninga í íslandsbanka, sem honum hafði verið lofað út á bréfin. Einkennilegt virðist, að þetta skuli vera orðið að blaðamáli, þar sem það hefir iðulega viðgengist að undanförnu, að veðdeildarlán hafa verið greidd sum- part eingöngu og sumpart að nokkru leyti i veðdeildarbréfum, sem Lands- bankinn gat þá ekki keypt. Þetta ætti þó ritstjóra Þjóðólfs að vera kunnugt um. Og viðskiftalega séð er það skylda bankastjórnarinnar, i hvert sinn sem veðdeildarlán er veitt, að leitast við að fá lántakendurna sjálfa til þess að halda sem mestu af bréfunum, en taka sem minst út i peningum; og er óþarfi að leiða hér rök að þessu. Til skýringar á því, að landsstjórn- in á enga sök á því, að Landsbankinn greiddi þessi tvö lán að mestu ieyti i veðdeildarbréfum, viljum vér taka það fram: 1. að til veðdeildarbréfa- kaupa hefir Lands- bankanum verið beint afhentar úr landssjóði samtals............ 2. að landssjóður á auk þess liggjandi fé í bankanum, sem hann getur vísað á hvaða dag sem hann vill . og ennfremur .... sem hann getur visað á með stuttum fyrir- vara. Þetta eru samtals kr. 1548,000 Nú hefir Landsbankinn enn ekki séð sér fært að afhenda landssjóði meira en 900 þúsund krónur i veð- deildarbréfum upp i þær 1050,000 kr. sem landssjóður hefir beint afhent Landsbankanum til kaupa á veðdeild- arbréfum. Það ætti því að vera öll- um ljóst, að það stendur ekki upp á landssjóð að afhenda bankanum pen- inga. Orsökin til þess, að Landsbankinn hefir ekki enn getað afhent lands- stjórninni þessi bréf jafnharðan, ligg- ur í þvi, að Landsbankanum hafði á siðasta ári verið afhentar 600 þúsund krónur af þessu fé, og þegar banka- stjórnarskiftin urðu 22. nóvember f. á., stóð Landsbankinn í veðdeildar- bréfaskuld við landssjóð um hér um bil................... . kr. 350,000 auk þess átti landssjóður þá hjá Landsbankanum . kr. 493,000 eða samtals kr. 843,000 sem stóð fast í þegar veittum lánum (i víxlum, ábyrgðarlánum, o. s. frv.), sem ómögulegt var að innheimta á skömmum tima. Flestar tilraunir til þess mundu hafa orðið til þess eins, að gera fjöldamörgum mönnum um of örðugt fyrir, og jafnvel orðið til þess að setja þá á vonarvöl, án þess nokkur trygging væri fyrir þvi, að féð innheimtist. Bankastjórnin áleit, að meira væri í húfi, ef gengið væri að mönnum með borgun hlífðarlaust á versta tíma ársins, en þó að fyrir kynni að koma, að hún yrði að borga út fáein ný veðdeildarlán í veðdeildarbréfum, er lántakandi gæti þegar gert sér að fé, ef hann kysi það heldur en að fresta lántökunni um stuttan tíma. Það ætti ekki að vera mönnum ofætlun að sjá af þessu, að það er engin furða, þótt Landsbankinn hafi ekki ávalt haft fé á takteinum til nýrra lána eða víxlakaupa síðan banka- stjórnarskiftin urðu. Og vonandi er, að eitthvað rakni úr með vordögunum, og að þeir, sem bankanum skulda, hvort heldur það eru víxlar eða aðrar skuldir, sem greiðast eiga á skömmum tíma, greiði þær hið allra fyrsta; mun þá verða til fé til veðdeildarlána. Vér treystum því, að biöð, sem vilja vel landi og lýð, vilji eftirleiðis verja meira af rúmi en hingað til, til þess að hvetja menn til sparsemi, framtakssemi og skilvlsi, og þar með afla þeim peningalegs sjálfstæðis og allra annarra gæða, er þeim dygðum fylgja, en takmarka fremur rúmið fyrir ástæðulausar árásir á Landsbankann og yfirstjórn hans, ekki sízt þegar svo stendur á, að blöðin þurfa ekki annað en fara í bankann til þess að fá að vita hið sanna um deiluatriðin. Þau blöð, sem telja sig viui Lands- bankans (og hver gera ekki þaðf), ættu að íhuga, að mest af því, sem skrifað er um hann, er honum til skaða, og væri almenningur jafn-sljóskygn á peningamál og ýmsir þeir, sem í blöðin rita, gæti það orðið hættulegt fyrir bankann. Það er skýrleiki lands- manna og þekking þeirra á blaðamensk- unni, sem verndað hefir Landsbankann til þessa, og vér berum það traust til landsmanna vorra, að svo verði og framvegis. Það eru tilmæli vor, að blöð þau, sem hreyft hafa aðfinningum um þetta efni, taki grein þessa óbreytta upp i blöð sín, til skýringar málinu. Landsbankinn 17. maí 1910. Bjorn Kristjánsson. Bjorn Sigurðsson. Viðskiftaráðunauturmn, hr. Bjarni Jónsson alþingism. frá Vogi, ferðaðist til Svíþjóðar í byrjun f. mán. (april) og flutti þar erindi um ísland m. fl. á ýmsum stöðum. Hafði Ragnar Lundborg ritstjóri í Uppsölum undirbúið það. Fyrst flutti hann (B. J.) erindi í kaupmannasamkundunni í Stokkhólmi um verzlun vora, land og lýð. Því næst talaði hann á háskólanum í Uppsölum um land og lýð og þjóð- menning vora, og þá um verzlun vora og þjóðháttu. Loks flutti hann fjórða erindið í Gautaborg um verzlun vora og við- skifli, landsháttu, lýð og menning. Alstaðar vel tekið. Mikið kapp lagt á að ná beinum viðskiftum við oss. Kosningar í Danmörku. Stjórnin í minnihluta. Kosningar til fólksþingsins danska fóru fram í gær. Kosningaúrslitin voru sípiuð hingað í nótt kl. 2,30. í fólksþinginu sitja 114 þingmenn. Úrslitin í 113 kjördæmum eru þegar kunn. En i einu (Færeyjum) verður eigi kosið fyrr en i júni. Kosningaúrslitin hafa orðið þau, að kosnir eru: 56 úr flokki Neergaards og J. C. Christensens (Delegationen) 24 jajnaðarmenn 20 gjbrbótamenn /5 hcegrimenn. Fallnir eru m. a. Sigurður Berg Jyrv. ráðgjaji, Ove Rode ritstjóri Politiken, Schack hbjuðsmaður og verzlunarráð- gjajinn Weimann. Unnið hefir mest í kosningunum flokkur Neergaards og J. C. Christen- sen. Þeir voru ekki nema 49 áður, (27 manna flokkur og tveir 11 manna flokkar svo nefndir). Jafnaðarmenn hafa staðið í stað. Gjörbótamenn einnig. Við síðustu kosningar í Danmörku urðu þeir 17, en siðan hafa 2—3 þingmenn hallast á þeirra sveif, svo að um fjölgun er naumast að tefla. Hægrimönnum hefir aftur fækkað að mun. Þeir voru 20, en eru nú að eins 13. Algeran meirihluta í þinginu hefir enginn flokkanna. Sambræðingsflokk þeirra Neergaards og Christensens skortir 2 atkvæði til þess. En Færey- ingar kjósa sjálfsagt þeirra flokksmann, Efferso og eru þeir þá réttur helm- ingur þingsins. Óhikað má gera ráð fyrir, að stjórnarskifti verði í Danmörku mjög bráðlega. Hægrimenn munu miklu fremur styðja 56 manna flokkinn en stjórnarflokkana núverandi (jafnaðar- menn og gjörbótamenn). Og Zahle hefir lýst því yfir, að fyrsta verk sitt muni verða að krefjast traustsyfirlýs- ingar hjá fólksþinginu og láta af stjórn, ef hann fái það eigi. En allar líkur eru til þess, að sambræðingsflokkur- inn (Delegationen) ásamt hægrimönn- um samþykki vantraustsyfirlýsing til Zahlestjórnarinnar — og verði síðan myndað sambræðingsráðuneyti úr þeim flokkum. Tíðarfar mjög gott og hagstætt um land alt frá því er batinn hófst, nær úrkomu- laus þiðviðri, með alt að 10 st. hita. Af Reyðarfirði er skrifað fyrir fám dögum (16.): Síðustu viku einmunatíð. Enda mátti batinn ekki koma seinna. Svo illa voru bændur staddir yfirleitt hér eystra, verst i Eiðaþinghá og Hjaltastaða. Þeir eru hræddir um, að fé þoli illa ný- græðinginn; en jörðin kemur græn undan snjónum. Töluvert hey hefir verið pantað frá útlöndum; og hefir Ellefsen sýnt af sér höfðingskap að vanda og vinarþel við oss íslendinga: flutt fyrir ekki neitt til landsins 20,000 pd. af heyi og hjálpað af sínu enn meira. Jarðarfðr Jatvarðs konungs fór fram í gær með geysi- mikilli viðhöfn í Lundúnum. — Brezki konsúllinn, ýmsar opinberar stofnan- ir og einstakir menn hér i bænum drógu veifur í hálfa stöng í samúðar- skyni. Vínsölusekt var brytinn á Mjölni dæmdur í á Eskifirði 12. þ. m., 250 kr. Það sama, yfirvald, þeirra Sunnmýl- inga, dæmdi í fyrra brytana á 3 milli- landaskipum í samtals 700 kr. fyrir samskonar brot; á Ingólfi 250, Agli 250 og Eljunni 200 kr. Betur að allir lögreglustjórar á land- inu væri jafnröskvir og skörulegir. Veitt læknahérað. Nauteyrarhérað er veitt cand. med. Sigvalda Stejánssyni, Strandahérað Magnúsi cand. med. Péturssyni. Málshöföun Krístjáus háyflrdómara gegn r áðherra. Málinu vísað frá. Eins og menn mun reka minni til, höfðaði Kristján háyfirdómari Jónsson meiðyrðamál gegn ráðherra Birni Jóns- syni fyrir ummælin um bankastjórana í frávikningarskjalinu 22. nóv. fyrra árs, þar sem talað var um »margvís- lega og megna óreglu og frámunalegt eftirlitsl ey si«. Undirdómarinn, Jón Magnússon, vís aði máli þessu frá réttinum, og færði meðal annars þessar ástæður fyrir frá- vísuninni: »Það verður því að líta svo á, að framantöld lagafyrirmæli fyrirskipi það ráðherra, sem embættisverk, að láta uppi ástæður þær, er hann byggir á frávikninguna og feli honum að meta ástæður þessar, án þess að þessu máli verði skotið undir hinn almenna dóm. Það virðist því ekki heyra undir hina almennu dóma að skera úr því, hvort ástæður þær, er umrædd stjórnarráð- stöfun er bygð á, eru á rökum bygð- ar eða ekki, með því að ekki veiður álitið, að stefndur (ráðherra) hafi farið út fyrir embættistakmörk sin; verður það eigi talið breyta neinu að þessu leyti, þótt afsetningin og umræddar ástæður fyrir henni hafi verið aug- lýstar almenningi á framantaldan hátt. Samkvæmt framansögðu virðist eiga að visa máli þessu frá dómi, en ekki þykir ástæða til að taka til greina kröfu stefnds um sekt fyrir óþarfa málsýfingu. Málskostnaður virðist rétt, að falli niður. Því dæmist rétt vera: Máli pessu vísast Jrd dömi. Málskostnaður Jalli niður. Jón Magnússon«. Prestskosning fór fram á Stað í Grindavík þriðju- dag síðastliðinn. Kosningu hlaut Brynjóljur Magnússon cand. theol. með 113 atkv. Sira Jón Jóhannessen hlaut 10 og síra Sig. Guðmundsson 2. f Jón á Sveinsstöðum bændaöldungurinn húnvetnski er nýlátinn, 74 ára gamall. Nánar minst síðar. Silfurbergsnámurnar í Reyðarfirði hefir Thor E. Túli- níus rekið hingað til. Samningur hans við stjórnina er útrunninn 30. júní. Þeir er kynnu að vilja gera tilboð um rekstur námanna eiga að senda þau til stjórnarráðsins fyrir 14. júní næstk. Skipaferðir. Eljan kom hingað annan í hvíta- sunnu kringum land og fór aftur í fyrrakvöíd. Gambetta, aukaskip frá Thorefólagi, kom hingað þ. 18. þ. mán. hlaðin vörum. Ceres var komin til ísafjarðar á leið hingað, í gær. Væntanleg á morgun. Sterling fór vestur á firði 17. þ. mán. með fjölda farþega og kemur aftur i dag. Kristján konsúll Þorgríms- son er meðal farþega. Perwie kom úr strandferð sinni, hinni fyrstu, þ. 19. Vendsyssel, aukaskip frá Samein.fól., kom h. 18. þ. mán. með fullfermi af vörum. Italskur listamaður. Hér er kominn á Sterling um dag- inn fágætur gestur: ítalskur mynda- smiður, og heitir Ettore Archinti (frb. Arkintí), frá Lodi, og ætlar að kynna sér hér nokkuð landslýð og iandssiðu til undirbúnings undir myndagerð á listasýning í Róm að ári eða svo. — Skirnarnafn hans Ettore er sama sem Hektor. Landsmönnum mun næsta ljúft að taka . vel og greiðasamlega slíkum gesti, sem kalla má að nokkuru leyti landa Alberts Thorvaldsens, er ól sinn þroska- aldur með hans þjóð og gerðist þar hið heimsfræga mikilmenni, sem alþjóð er kunnugt. Heimastj.(!)ósannindin um landsjóðslánið. Hvað sannar grein bankastjóranna í ísafold í dag? 1. Greinin sannar, að minnihluta- blöðin hafa farið með skýrustu ósannindi, er þau vændu stjórnina um vanskil á landssjóðsláninu við Lands- bankann. 2. Greinin sannar, að Landsbank- inn hefir ekki aðeins fengið, það sem honum bar; hann stendur meira að segja enn í veðdeildarbréfaskuld við landssjóð, er nemur 150 þúsundum 3. Greinin sannar, að gamla banka- stjórnin hejir Jarið svo Jrámunalega gá- leysislega að ráði sínu að binda 350 púsund aj peningum peirn, cr Jara áttu til veðdeildai lána í bðrum lánum, sem afarilt er að ná inn. — Hinum nýju bankastjórum hefir þó með festu og varúð tekist að ná inn 200 þúsundum af fé þessu. 4. Greinin sannar, að landsstjórn- in hefir ekki notað einn einasta eyri af iandssjóðsláninu til annara en Lands- bankans. Landssjóður hefir lagt inn í bankann meira, en svarar bllu lands- sjóðsláninu, svo að jafnan væri hægur nær að nota það til veðdeildarbréfa jafnóðum og bankinn sæi sér það fært, að láta þau af hendi. Halastjarnan. Hinn heimsfrægi sænski náttúru- fræðingur Svante Arrhenlus prófessor, sá er Nobelverðlaun hlaut fyrir nokkr- um árum, hefir nýlega ritað itarlega um halastjörnuna í þýzkt tímarit. — Hann segir þar, að halinn muni lykja um jörðina ekki einungis í nokkra tíma, heldur sé hann svo breiður, að efni hans muni lykja um jörðina frá 18.—20. maí, eða með öðrum orðum: Jbrðin var í halanum allan miðviku- daginn, Jimtudaginn og Jbstudaginn síð- astliðinn. En sjálfur stjörnukjarninn fór fram hjá sólunni aðfaranótt fimtud. 19. þ. m. milli kl. ilj2 og 2lj2 ejtir vorum tímareikningi (kl. tíl 4x/2 eftir skandinaviskum tímareikningi). — Sól- in var þá ekki komin upp (ekki fyr en rúml, 3 um nóttina), svo að þessi ferð stjörnunnar sást ekki frá oss. Ekki bar neitt við óvenjulegt hér um slóðir þessa halastjörnudaga, fyrir berum augum. Enginn einkennileg- ur litarblær á loftinu eða óvenjulegur ljósagangur. En við því var búist, að sjást mundi í loftinu einhver ljós, ekki óáþekk norðurljósum, er stafa mættu frá efni halans. Arnarstapa-umboð. og Skógarstrandar er veitt 17. þ. m. emeritpresti síra Jóni O. Magnús- syni, er nú býr í Bjarnarhöfn. Hinn fyrri umboðsmaður, Einar kaupmaður Markússon í Ólafsvík, hafði sagt um- boðinu lausu. Raddir hvaðanæfa. Ur Grimsnesi 25. april 1910. Það er gömul og góð venja, þegar blöðin flytja fréttir úr sveitunum, að byrja á þvi að tala um veðráttu og tiðarfar, og er þess þi fyrst að geta, að veturinn sem leið var einhver hinn gjaffeldasti, er menn muna, lömb voru viða tekin í fyrstu viku vetrar og eru á gjöf enn í dag; hefir aldrei verið slept siðan; fram að þrettánda voru oft hagar á beitarjörðum, en notaðist illa að þeim vegna storma og frosthörku, sem stund- um komst upp i 20 stig á C. Milli þorra og þrettánda lagði hér mikinn snjó, sem fór æ vaxandi til góuloka, nema stormar rifu ofan af honum við og við; siðan hefir hann farið smá minkandi svo að nú ern komnir góðir hagar niður i bygðinni, en Lyngdalsheiði, sem er aðalbeitiland margra jarða hér, liggur enn undir jökli niður að bygð. Fénaðarhöld reyndust góð, og heybirgð- ir viðast nægar við fóðurskoðun þá, er fram fór i siðari hluta marzmán. En siðan hefir verið stöðug gjafatíð og og ekki séð fyrir endann á þvi enn, sakir stöðngra storma og kulda, þvi i dag er sama áfram- hald, norðanstormur með 5 stiga frosti. Eru nú heybirgðir viða farnar að minka, enda er það óvanalegt, að sauðfé þurfi að gefa hér langt fram á sumar. Samt mun engin hætta á þvi, að hér verði neinn heyskortur þvi svo traustir hústólpar eru til i hreppn- um, sem bæði hafa mátt og vilja til að miðla þeim, er minna hafa, ef þörf gerist. Heyafli undan sumrinu sem leið, var með mesta móti hjá almenningi, þvi grasspretta kr. 1050,000 kr. 384,000 kr. 114,000

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.