Ísafold - 01.06.1910, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.06.1910, Blaðsíða 1
Kemni út tvisvar 1 viku. Yerí) Arg. (80 arkir minst) 4 kr., erlendia 5 kt eða l1/* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin vib úramót, er ógiid noma komln só til útgefanda fyrir 1. okt, rg aaupandi skuldlaas vib blabib Afgreibsla: AusrtnratrsBti P, XXXVII. árg. Reykjavík miðvikixdaginn 1. júní 1910. 35. tðlublafl Jarðarfðr Játvarðs VII. Kaupmannahöfn, 22. maí 1910. Jarðarför Játvarðs konungs VII. fór fram í Lundúnumjí fyrradag með mikilli viðhöfn, að viðstöddum konungum og keisurum viðsvegar að úr Evrópu eða umboðsmönnum þeirra. Þar var Vilhjálmur Þýzkalandskeisari, Friðrik Danakon- ungur, Georg Grikkjakonungur, Hákon Norðmannakonungur, Alfons XIII af Spáni, Manuel Portúgalskonungur, Búlgarakeisarinn Ferdinand og konungur Belgja hinn nýi, Roosevelt var þar viðstaddur fyrir hönd Bandaríkjanna. Viðhöfnin er talin meiri en við nokkra jarðarför áður. Um 2 miljónir manna voru í líkfylgdinni og 8ooo mönnum varð að aka í sjúkrahús. Sumir þeirra höfðu meiðst í troðningnum, en aðrir orðið Myndin sýnir kistu Játvarðs konungs í hinum skrautlega hásætissal í Bucking- hamshSUinni i Lundúnum. — Dátar úr lifverðinum standa á verði við kistuna. Dýrindisklœði eru breidd yfir hana, og ofan á liggur kóróna Játvarðs. — En við höfuðgafl kistunnar er reist altari. veikir af hitanum, af þreytu af að standa lengi, eða af matar- og drykkjar- skorti. Út um alla Evrópu voru guðsþjónustur haldnar í minningu um hinn látna konung. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari átti tal við Pichon, utanríkisráðgjafa Frakka, í erfisdrykkjunni, er haldin var í Buckinghams-höll. Pichon hefir nú skýrt frá efninu í þessari viðræðu. Keisarinn vildi láta Evrópuríkin ganga í sam- hand til pess að hjdlpa hvert öðru og gera með sér stórt jriðarhandalag til pess ejla að Jramför mannkynsins og menningu pess. Þessi ummæli keisara hafa vakið hina mestu athygli og hefir honum nú verið fyrirgefið margt af því, sem hann hefir áður látið út úr sér. I. O. O. F. 916109 Forngripasafn opið sunnud., þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—21/* og K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */* sibdegis Landakotskirkja. öuðsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—B Landsbankinn 11-2 */*, öVa-B1/*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasaín 12—8 og 6—8. Útlán 1—3 Landsféhirðir 10—2 og B—6. Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. í læknask. þriðjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opið l1/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Póstb.str. 14, 1. og 3. md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—5. Faxaflóagufubáturinn Ingólfur fer til Borgarness 1. 8. 10. 15. og 20. júní - - Straumfjarðar 1. 10. og 15. júní - - Akta 10. og 15. júni - - Keflavíkur og Garðs 3. 13. 24. og 29. júní Kosningarnar í Danmörku. Sigur J. C. Christensens. ---- Khöfn 22/6 1910. Nú eru kosningarnar hér um garð gengnar, eins og símað hefir verið, og fóru þær nokkuð á aðra leið en búist var við. Það var almennings spá, að stjórnin mundi vinna mörg kjördæmi í viðbót, en hinu trúðu þó fáir, að hún mundi draga nóg á bátinn til þess að verða í meiri hluta. En það fór þá svo, að stjórnarflokkarnir báð- Sigurd Berg. ir, gjörbótamenn og jafnaðarmenn, urðu nákvæmlega jafnmargir eins og eftir kosningarnar í fyrra. Hinir, vinstriflokkarnir og miðlun- armenn, hafa nú í sameiningu helm- ing atkvæða í deildinni, því að víst má telja að Effersöe verði endurkos- inn í Færeyjum, en þar fara eigi fram kosningar fyr en 4. júní. Með bon- um eru þeir 57, eða réttur helmingur allra þjóðþingismanna (114). Hægrimenn hafa orðið verst úti í viðskiftum sínum við J. C. Christen- Schackjhöjuðsrnaðnr. sen. Þeir voru áður 21 á þingi, en nú fóru þeir niður í 13- Umbótaflokkarnir unnu 13 kjör- dæmi, en vinstrimenn 5, jafnaðarmenn unnu 5 og mistu 5, gjörbótamenn unnu 6 og mistu 6, hægrimenn mistu 9 og unnu 1. J. C. Christensen hafði eins og vant er aðalstyrk sinn vestur á Jót- landi — en í Kaupmannahöfn unnu stjórnarflokkarnir 4 kjördæmi, feldu sem sé 3 herforingja, þá N. P. Jen- sen hersi, Madsen hershöfðingja og Schack höfuðsmann,1) og auk þess Dr. H. L. Möller — alla hægrimenn. í þeirra stað voru kosnir tveir jafnað- armenn Martin Olsen, endurskoðandi og Schmidt trésmiður, er báðir voru þingmenn áður, en féllu í fyrra, og tveir gjörbótamenn, þeir Alfred Christ- ensen, yfirréttarmálflm. gamall og góður þingmaður, er þar féll í fyrra, og Ivar Berendsen tollgæzlumaður. í fyrsta kjördæmi Kaupmannahafnar féll Weimann verzlunarráðgjafi með 8 atkvæða mun, Hægrimenn gerðu alt til þess að reyna að fella Borgbjerg, foringja jafnaðarmanna, en það fór þá svo, að hann hlaut meira en helm- ingi fleiri atkvæði fram yfir mótstöðu- mann sinn en í fyrra. Af öðrum merkum mönnum, er féllu, má nefna Ove Rode, ritstjóra við Politiken, Nielsen kirkjumálaráðgjafa og Leth-Espensen bónda, alla gjörbóta- menn; — enn fremur Sigurð Berg fyrv. ráðgjafa, þann er nú er kærð- ur fyrir rikisdómi. Zahle ætlar nú að beiðast lausnar þegar, erkonungur kemur heim frá jarð- arför Játvarðs mágs sín. Enn er óvíst, hver skipar hið nýja ráðuneyti: hvort skipað verður embættisráðuneyti til bráðabirgða eða hvort Neergaard, Anders Nielsen eða Klaus Berntsen verða yfirráðgjafar. J. C. Christensen er að vísu foringi flokksins og dugmesti maðurinn, en hann mun þó ekki eiga að verða settur fyrir ráðuneyti, fyr en dómur er upp kveðinn í máli hans fyrir ríkisdómi. Kosningar þessar sýna áþreifanlega, að Danir vilja hafa víggirðingu um Kaupmannahöfn. Frá Krít. Þjóðfundurinn sver Georgi Grikkjakonungi holiustueiða. Khöfn, 22. mai 1910. Þjóðfundur Kriteyinga hófst með því, að þingheimur sór Georgi Grikkja- konungi hollustueiða, allur nema Múhameðstrúarflokkurinn. Tyrkir urðu vitanlega hvumsa við og gerðu fyrir- spurnir til stórveldanna, hvort þau ætl- uðu 'að leyfa þetta. Svarið var á þá leið, að þau skiftu sér ekki af því, en Kríteyingum muni verða haldið undir Tyrkjum sem áður. Kríteyingar svöruðu með því að reka alla Múhameðsmenn af þjóð- fundinum. Tyrkir hafa enn snúið sér til stór- veldanna og nú hafa sendiherrar þeirra átt fund með sér og samþykt að senda þingi Tyrkja yfirlýsingu um, að eiður Kríteyinga sé ógildur. Annars er búist við, að bráðlega verði ráðið til lykta Kritarmálinu og þá helzt á þann veg, að eyin fái fulla sjálfstjórn. Er talið víst, að ítalir muni reyna að fá stórveldin til þess. Krítarmenn sjálfir þurfa að fá frið í landinu sem fyrst. Óöld sú, sem nú stendur yfir, hefir gert það að verk- um, að verzlun og efnahagur er að ganga úr sér. í fjárlögum eyjarinnar 1908—1909 er 836,387 franka tekju- halli; varasjóður, sem fyrir 2 árum nam 2,840,000 frönkum, er nú kom- inn ofan i 1,300,000 franka, og utan- ríkisverzlunin, sem numið hefir 19 miljónum franka á ári, hefir lækkað á síðasta ári um 3 miljónir. -----♦----- ‘) Fall Schacks má heita oss íslending- nm fagnaðarefni. Hann hefir sizt allra þingmanna Dana lagt gott til vorra mála — enda hafa Heimastj.(l)hlöðin óspart vis- að til spámannlegra orða hans og þótt góð. Álit hans meðal frjálslyndari manna í Dan- mörkn má af þvi marka, að hlaðið Politiken hefir nm hann þan orð, að hann hafi með framkomu sinni sýnt, að hann sé þess óverður að taka þátt i opinberum um- rœðum um mál fósturjarðarinnar! Járnbraut anstnr í Arnessfsln. Eftir Vigfus Guðmundsson. Nýi markaðurinn. í Þjóðólfsgreininni fyrnefndu (1909, 52), er mikið af fögrum lofsorðum og fullyrðingum um 'notin af járn- brautinni og hagnaðinn, er af henni leiddi. Rökin vantar, og ekkert sann- færir mann. Athuga því efnið en ekki orðin, nema 2 setningar, sem sýnishorn: »Þá er járnbraut væri kom- in . . . mætti daglega flytja mjólk að austan hingað til bæjarins. Járnbraut austur mundi því ekki að eins útvega bændum austan jjalls ágœtan nýjan mark- að Jyrir mjólkina á öllum tímum árs, heldur mundi brautin beinlínis verða til þess að auka framleiðslu þessarar vörutegundar og annarra, ekki sizt þá er Flóaveitan væri komin á«. (Letri breytti eg: V. G.). Hér eru bændum »austan flalls«, gefnar glæsilegar vonir og ljúffengu agni beitt fyrir þá. En eg verð að segja, því miður, að þetta er tálbeita og falskar vonir. Að þannig sé beitt af ásetningi, það segi eg ekki, og þyk- ir það ótrúlegt. Svo er að sjá, sem margir hafi þá sannfæring, að mark- aðurinn í Rvík sé óþrjótandi, bæði fyrir mjólk og annað, já, svo óþrjót- andi að ekki nægi það, sem nú er framleitt í næstu sveitum og sýslum, heldur þurfti líka að koma Flóaáveit- unni i verk til pess að fullnægja þörf- inni. Meira að segja: þeir halda að Flóaáveitan komi ekki að meira en »hálfum noturn* án þessarar hjálpræð- ishellu markaðsins í Rvk. Varla geti áveitan borgað sig án járnbrautar eða tiltök sé að byrja á áveitunni á undan járnbrautinni. í Rvk. á að selja heyið, jarðeplin, mjólkina, kjötið, eggin o. fl. Það hygg eg, að flest af þessu sé bygt á miklum misskilningi og von um kraftmeiri ávöxtu, en sáningin bend- ir til. Eg hefi kynt mér dálítið í sumar og vetur markaðinn í Rvk. Vil eg nú freista að lýsa honum nokkuð, í sambandi við aðflutning á járnbraut, þótt nægan kunnugleik skorti. Engar skýrslur eru til um það, hve mikið er flutt til bæjarins af fyrnefndum vörum. Verður því ekkert af þeim talið í ákveðnum tölum. Er það þó bæði ilt og ófróðlegt, að vita ekki, hvað liklegt er að megi bæta við. Heyið. Um sláttinn ísumar, þegar þurt var og lygnt veður, sáust iðulega koma til Rvíkur vélarbátar (motorb.), er drógu flutningaskip hlaðin af heyi. Líka kom hey á vélarbátum, stundum 2, 3 ferðir sama daginn. Líklega oftast 50—100 heyhestar í ferð. Hey þetta kom af Kjalarnesi, frá Hvalfirði, Borg- arfirði, sunnan með sjó(Vogum) og úr eyjum i grend; svo og nokkuð landveg. Þetta er breyting frá því er áður var. Heyið mun hafa selt verið alt að 4 a. pd. af góðri töðu og niður að 2 a. pd. af útheyi, liklega mest aftöðunni á 3—Ýli e. og úthey 2^ e. pd. Reyk- víkingar sækja sjálfir mikið hey. Eiga þeir jarðir og slægjubletti eða leigja þá. Margir nota heyið sjálfir; aðrir seljaþað, og sumir hvorttveggja. Nokkr- ir bændur koma líka með hey til sölu. Að visu var mjög góður grasvöxt- ur i sumar, en beztur þó á túnum og valllendi. Mikið kemur minna af töðu af hreinu valllendi en öðru heyi. Gias- vaxtarins góða gætti því naumasteins og ætla mætti á heyi því, er kom til Rvíkur. Kunnugir segja einnig, að líkt hafi komið af heyi til bæjarins í fyrra^sumar, og verðið verið svipað þá. Engjar spretta vel í flestum ár- um, og flæðiengin — í Borgarfirði að minsta kosti — bregðast aldrei. — Ekki veit eg til, að útlent hey hafi verið flutt til Reykjavikur árið sem leið, enda mundi það ekki hafa borgað sig. í sumar kom svo mikið hey til Reykjavikur, að þeir er selja vildu, gengu frá manni til manns að bjóða það. Þótti sumum gott, ef þeir gátu losnað við útheyið á 2 aura pundið að lokum. Nokkrir, er geymt geta heyið, eiga talsvert af því óselt enn (í marz). Hvernig hefði svarað kostnaði í sumar, að flytja hey úr Flóanum á járnbraut til Rvíkur? Með hraðlest er dýrara að flytja hey en þungavöru, sem fer minna fyrir. Væri flutningsgjald þungavöru 25 a. á rastarsmálest (tonnkilo), væri ekki ó- líklegt að það yrði 3 5 a. við heyflutn- ing = i.6 e. pd Gerum ráð fyrir þessu flutningsgjaldi, og að gott út- hey seldist 2*/2 au. pd. Fyrir algeng- an hestburð af engjaheyi 150 pd.feng- ist þá í Rvk kr. 3.75. Frá dregst flutningsgjaldið kr. 2,40. Eftr 1,35. Meira en þetta, j króna 3/ au., mætti þá ekki kosta heyhesturinn, þegar bú- ið væri að flytja hann út yfir Ölfusár- brú. Geta Flóamenn nú heyjað og flutt heyið að járnbrautinni fyrir svona lítið verð, þegar allur tilkostnaður er reikn- aður? Eða eru líkur til þess, að þeir geti það tiokkurn tíma? »Eg held ekki«, býst eg við að skynsamir menn svari. Jæja. En ef heyið seldist nú ekki nema 2 a. pd., væru það aðeins 60 a. fyrir heyhest- inn við Ölfusárbrú. Hér er þó enn ógert fyrir því, ef sölukostnaður eða geymslukostnaður legðist á heyið. Ef heyið seldist svo enn lægra eða alls ekki. Hvar er þá ábatinn? Ef i sumar hefðu komið aðeins nokkur hundruð hestaafheyi umfram það, er kom, sé eg ekki betur en að heyið hefði lækkað í verði enn meir, eða þá ekki selst. Þó selja mætti úr Flóanum, þegar áveitan væri komin, nokkur hundr- uð hesta af heyi, svo að skaðlaust væri, hvað munaði allan Flóann um það? — Líkt og um vatnið, sem ferðahestar drekka af áveitunni. — Er þá líkara að hagur yrði að heysölunni til útlanda? Kjötið. Kjötmarkaðnum þarf eg ekki að lýsa. Flestir bændur á Suðurlandi nota hann og munu þekkja hann. Vitanlegt er, að nýtt kindakjöt vant- ar síðvetrar og á vorin. Ölfusingar og Flóamenn gætu bætt úr þessu: al- ið féð á vetrum. En ekki er þó líklegt, að járnbraut hjálpaði þeim mikið til þess. Fremur mundi höfn gera það og gufubátaferðir á veturna. Sama er að segja um sölu alikálfa og naut- gripa yfir höfuð, meðan ófærð hindr- ar samgöngur. Jarðeplin. Jarðeplarækt mun heldur vera að aukast, bæði í Rvk og á ýmsum stöð- um í grend við hana, einkum á Akra- nesi. Mikið kom í haust þaðan og svo úr ýmsum áttum. Jafnvel nokkuð ftá Stokkseyri. Seld voru jarðeplin í haust á 8 kr. tn. (200 pd.), og nokkuð að sögn 6

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.