Ísafold - 01.06.1910, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.06.1910, Blaðsíða 3
ISAFOLD 135 Jlauðsytijavömr aíís konar, góðar og ódtjrar. 1, (3 | £ J5 S 1 . S 1 ^ £ 1 ° X erzlun Ólafs Ólafssonar Laugav. 44 Seíur aðeins góðar vörur. 5°/o afsláttarmiðar gefnir af ðllum vörum og innleystir þegar upphæðin nemur samtals 25 krónum. Rademachers „FAM0S“. Kjötseyðis teningar 2 eru tilbúnir úr heilnæmu uxakjöti, kryddi og nýju grænmeti. Hver ^ S teningur nægir í stóran bolla af kjötseyði (Bouillon). Leysast upp í ®. sjóðandi vatni. Eru ómissandi til að bæta með súpur, sósur m. m. § »Fam08« er eini kjötseyðisteningurinn, sem notaður er í sjúkrahúsum w § og spitölum utanlands. »Famos« er efnasundurliðað af prófessors Steins ’© efnarannsóknarstoíu i Kaupm.höfn og Dr. Ad. Langfurth í Altona. fi «© <5 »Fam08« fæst aðeins í „LIVERPOOL Ta 18 í m i 4 3. if Verð 5 aura. £0 Ur andófsherbiíðmrnm. Landssjóðslánið. Þær hafa, vizkuskjólur minnihlutans, ekk- ert nndanfæri séð annað en að kannast við, að Landshankinn hafi fengið frá landsjóði meira en nemur landssjóðsláninu. En — svo reyna þau að halda við jaginu með enn barnalegri vitleysu en maður á að venjast úr þeirri átt. Þetta eru ekki peningarnir, sem banka- stjórnin fékk i Danmörku i sumar, — heldur sumt af því innlánsfé eldra en það lán — segir allsherjareikivitringurinn alræmdi! Þött svo væri! Hverju máli skiftir það? Skyldi ekki hvorttveggja vera jafngóðir peningar ? Dæmi: Ritstj. Reykjavikur á að borga J. Ól. fyrir skrifin hans í blaðið. Hann segir við J. Ól.: »Eg þarf að taka lán i Landshankanum til þess að geta borgað þér. Vitaskuld á Rvíkin inneign i íslands- banka, en það fé er ætlað til reksturs hlaðsins að öðru leyti, svo sem hurðargjald o. s. fiv.« »G!ott og vel«, segir J. Ól. Ritstj. tekur lánið í Landsbankanum, en notar þ á p e n i n g a til að borga með burðargjald á pósthúsinu undir blaðið. Fer svo yfir i íslandsbanka, hefnr jafnmikið fé þar af inneigninni og horgar J. Ól. Þá ætti J. 01. að verða fullur hræði og úthúða ritstj. fyrir þetta voðalega athæfi, að borga sér af inneigninni í stað lánsfjár- ins — e f hann væri sjálfum sér samkvæm- nrt Landssjóður hefir staðið skil á öllu lán- inu til Landshankans ! Það stendur svart á hvítu! Minnihlutamáltólin hafa farið með fleipur og ósannindi i þessu máli, sve sem þeim virðist áskapað í nær hverju máli! Það stendur einnig svart á hvitu! Ur sveitinni. Grímsnesi 25. apríl 1910. Hciðui'ssamsæti. Hinn 21. april (fyrsta sumardag) var heiðurshóndanumLofti Gisla- syni í Vatnsnesi haldið heiðurssamsæti, að tilhlutun tveggja málsmetandi nágranna hans. Hann varð 80 ára að aldri 9. des. f. á., og hefir búið i 52 ár, er enn ungur i anda og fjörugur þegar af honum hráir gigtveiki, en henni hefir hann þjáðst af við og við á seinni árum. Hann var þennan dag hinn hressasti og gekk teinréttur við stafinn sinn. Hefir Lofts áður verið getið i hlöðuuum, t. d. Þjóðólfi og Fjallkonunni. Hún flutti einnig mynd af Uonum. Hann hefir ætið verið talinn framarlega i röð samtiðarmanna hans, einkum 1 jarðabótum, og það með réttu: enda hefir hann hlotið að verðlaun- 1 ( nm ýmsar opinberar heiðursviðurkenningar. Samsætið sóttu rúmir 40 manns, flest hændafólk; sumt utanhrepps, t. d. einn mað- ur úr Reykjavík, gamall sveitungi Lofts, og merkisbændur úr Laugardal. Þar hafði Loftur byrjað búskap og bygt nýbýli. Jóhannes Einarsson i Eyvik mælti fyrir minni heiðursgestsins og sagðist ágætlega; lýsti meðal annars helztu æfiatriðum Lofts. Að því búnu afhenti ræðumaður heiðurs- gestinum silfurbúinn staf, skrautgrip, sem hr. gullsmiður Oddur Oddsson á Eyrarbakka hafði smiðað og letrað á: »Loftur Q-íslason 80 ára. Frá vinum*; og um leið afhenti húsfrú Soffia Skúladóttir á Kiðjabergi konu hans, Margréti Tómasdóttur, vandaða brjóst- nál úr silfri, smíðaða af sama smið. Þá var sungið kvæði, sem barnakennari Eirik- ur E. Sverrisson hafði ort, og var heiðurs- gestunum afhent það i ramma, skrautritað eftir höfundinn. Það voru 10 erindi, en ísafold verður að láta sér nægja að flytja siðasta erindið. Það er svona: Við elskum þig Loftur og óskum þess heitt að æfikvöld fagurt þú lifir. Þú lýðhollrar framsðknar flng hefir þreytt, er >farinn< þú gleðjast mátt yfir. — Njót rósamrar elli, þú ánægður vanst, i islenzknm jarðvegi gullið þú fanst. Þvi næst flutti hreppstjóri öunnlaug- ur Þorsteinsson dannebrm. á Kiðjabergi gagnorða ræðu til heiðursgestanna; mintist meðal annars mjög hlýlega á samhúðina við Loft, sem nágranni í 30 ár. Þá var sungið kvæði,sem dbrm. Brynjólfur Jónssoná Hinna- núpi hafði áður ort um Loft. Þá barst heiðursg. heillaóskaskeyti frá ungmennafél. »Hvöt«. Því næst flutti Böðvar hreppstj. Magnússon á Laugarvatni laglegt ávarp til heiðursgestsins, mintist meðal annars fram- kvæmda hans l Laugardal. Þá var sungið kvæði, ort af Páli hreppsnefndarm. Guð- mundssyni á Hjálmsstöðum. Þar segir með- al annars: í verki þú hefir oss sannað og sýnt til sigurs er hyggindi’ og iðja; og þú hefir andann og aflið þitt brýnt til alls þess, er gott mætti styðja, og staðið með djörfung i striði og raun, i stórhríðum lifsins ei blásið i kaun. Svo vermi þig sumarsins sólgeisla fjöld, og syngi þér vorfuglar ljóðin, og alfaðir gefi þér gullfagurt kvöld, en geymi þig islenzka þjóðin, svo lengi sem Hestfjall með toppmjóan tind sig teygir að himinsins blátærri lind. Sóknarpresturinn, sira Gisli Jónsson á Mosfelli, þakkaði með nokkrum vel völd- um orðum i nafni heiðursgestanna. Að því búnu fóru fram veitingar i rikum mæli, undir forstöðu húsfrú Soffin Skúladóttur á Kiðjabergi. Þingeyjarsýslu (Húsavik) 27. mai. Nú er eftirminnilegur vetur afstaðinn. Hann mun hér um slóðir nefnast eftirleiðis L u r k u r. Með þvi nafni var hann i sept- ember f. á. boðaður merkum manni hér nærlendis í draumi. — Hann gekk i þessu béraði hrikalega i garð 2. október; linaði skammvint og sjaldan á tökum fullar 32 vikur. Þá, 15. þ. mán., á hvítasunnu, brugð- ið til hlýinda i lofti og stöðug bliða siðan. Viku áðnr, hinn 8., var útlitið voðalegt: fádæma snjókomumoldviðri, og hjá stöku manni í hverri sveit bjargþrota skepnur i húsum. Nú er góð von um viðunanlega af- komu með skepnuhöld yfirleitt. Sauðburð- ur viða i blómlegu horfi, því flestir hafa hér fóðrað vel. Eg get ekki efast um, að fóðureyðslan sé i þessu héraði orðin hin mesta eftir peningafjölda, sem orðið hafi á einum vetri, síðan landið bygðist; veit eg samt að þetta getur alið athugasemdir. Þótt alstaðar sé nú komin upp næg hag- beit, blasa nær og fjær við auganu stór- merki vetrarins. Einu sinni áður minnumst við hér þó annars eins eða meira stórfenni. Það var vetur og vor 1885. Þá lá leið yfir vetrarfönn i gili hjá túni i sveit i mið- jum ágústmánuði. Likt verkefni er nú íyrir sumrinu; óvenjuleg fönn i dokkum og á láglendi. Gróðrartilraunastöðin okkar hérna var núna 20. þ. m. að miklum hluta undir 2s/4 álnar eða nær mannhæðar gaddi. Reykjavikur-annáll. Aflabrögð. Botnvörpnngar hafa verið að koma inn við og við. Þeir hafa aflað hæri- lega, en miklu minna þó en á vetrarvertið- inni. — Þilskip, sem komið hafa inn upp á síðkastið, hafa litið veitt, en kenna nm beituleysi. Dánir. Maria Kristin Ágústa Guðmunds- dóttir, Lindargötu 5, 15 ára. Dó i Landa- kotsspitala 29. mai. Gullbrúðkaup. Magnús Stephensen frá Yiðey og frú hans, Áslaug (Sigurðardóttir, Sverrisson), halda gullbrúðkaup sitt i dag. íþróttasýning undir berum himni. íþrótta- félag Reykjavíkur ætlar að sýna listir sinar á sunnudaginn kemur kl. 2 siðdegis, undir berum himni, i barnaskólagarðinum. Félag þetta er nú 3 ára og um 40 manns i þvi. Rúmur þriðjungur félagsmanna tek- ur þátt i iþróttasýningunni á sunnudaginn. — Formaður þess og kennari er Bertelsen Iðunnarforstjóri. Aðgangur að sjálfnm garðinum á að kosta eina 25 aura. Væntanlega verður þetta bezta skemtnn. Konungsafmæli. Friðrik VIII. verður 67 ára á föstudaginn. Haldið verður upp á afmæli hans hér i hæ eins og vant er, með miðdegisveizlu. — Ennfremur verður morg- unverðarveizla úti 1 Valnum. Rafmagnsstöð. Heyrst hefir, að tilboð sé á leiðinni til bæjarstjórnar frá nokkrum mönnum um að gera hér i hæ rafmagnsstöð við hliðina á gasstöðinni. — Nánar fregnir af þvi höfum vér eigi. — En liklega verð- nr það lagt fyrir bæjarstjórnarfund á morg- un. Bæði gas og rafmagn i höfuðstaðinn! Ekki fer illa á þvi. Veðráttan. Ekki hlýnar svo ennþá, að sumarlegt megi heita. Mai allur helzti kaldranaiegur; sóiin falið sig sleitnlitið. Norman-Hansen, danskur læknir og rithöfundur tnjög kunnur, kom hingað á Botniu um dag- inn að rannsaka augnsjúkdóma hér á landi. Hann mun hafa komið hingað áður. í dönsku blaði var fyrir fám ár- um ljómandi falleg minningargrein eftir hann, um Gest Pálsson: In me- moriam Gests Pálssonar — og bar sú grein með sér, að þeir hafa verið á ferðalagi saman hér á landi. Dr. Norman-Hansen var í Græn- landi í fyrra og varð samferða Cook þaðan til Danmerkur. Hann t r ú ð i á Cook fyrst i stað og ritaði mikið um hann i dönsk blöð. Á mynd, sem ísafold flutti í i. tbl.þ. á.af samsæti, er Cook var haldið í Khöfn, stendur dr. Norman-Hansen við vinstri hlið Cooks. — En hann misti brátt traustið á Cook. Artíðaskrá Heilsuhælisins. Minningargjöfum fjölgar. — Kröns- unum fækkar! Svö á það og að vera. í mai mánuði hafa verið skráðar 20 látnar manneskjur í ártíðaskrána. Minningargjafir hafa verið gefnar 33 alls. Þær nema alls 219 kr. Flestar hafa þær verið frá 2—j kr., þ. e. venjulegt kransaverð. Stærsta minningargjöfin var jo kr., gefin i minningu um Magnús Bryn- jólfsson dannbrogsm. á Dysjum. Gjaflr til Heilsuhælisins. Leiðrétting. Það er ekkr rétt, að fyrstu verulegu gjafir til heilsuhælis- ins hafi verið gjafir þeirra G. Zoéga og erfingja Kristjáns læknis, — eins og stóð i siðustu ísafold. Fyrsta rausnargjöfin, sem heilsu- hælið fekk, var húsið sem Sigurður Erlendsson bóksali gaf því í vetur; gjöf, sem nemur nál. jooo kr. — eins og getið er i ísafold, 15. tbl. þ. á. Nokkur hundruð fet af galv. járnrörum i1/^ þml. víðum seljast mjög ódýrt. Jón Eyvindsson, Stýrimannastig 9. Bát, lítinn, rak í Engey nóttina 5. maí 1910. Eigandi vitji bátsins og borgi áfallinn kostnað. — B. B. V. G. Salami-pylsur Spege-pylsur Servelat-pylsur Bulleskinke Brjóstflesk, saltað og reykt. AIls konar Ostar. Bezt og ódýrast að vanda í „Liverpool“. Gulrófufræ til sölu, 25 a. lóðið, að Klöpp við Brekkustíg. SÖÖull, litið brúkaður til sölu með lágu verði í Hverfisgötu 37, niðri. 6. SMITHS AKTIEBOLÁG, TRELLEBORG SVERIGE. STOFNAÐ 1873, vill komast i verzlunarsamband við áreiðanlega verzlun á íslandi um út- fluttar vörur og innfluttar. Talslmi 43. „Liverpool“ selur beztar Kartöflur. Gulrætur — Rödbeður Piparrót — Purrer Sillery — Lauk Alls konar þurkað kál, t. d.: Juliennejurtir — Grænkál — Sillery Kjörvel — Petersille. Enginn keppir «við okkur um sölu á þtjzhri smávöru: leikföngum, járn- og leðurvöru, ritföngum, ysvarningi, skartgiipum, jóðfærum,ilmvörum, gull- (silfurvörum. Verðskráin ckar er pögullvörubjóður. ún hefir að bjóðanálega looomunimeðnál. 10000 yndum. Biðjið um okkar tummenReisenden 1910' erðskrána), er þegar verð- : send ókeypis. sporthaus M Liemann Selur að eins kaupmönnum. Berlín 0 25. Stofnað 1888. Talsími 43. Ávextir njkomnir í „Liverpool“ Appelsínur, Bananar, Sitrónur, í dósum: Jarðarber. Ananas, dósin frá 35 a. Perur, 2 pd. dós 80 a. Apricosur, Kirsuber, Blommer m. m. Skautbuningur til sölu með lágu verði. Hverfisgötu 37, niðri. 138 Iega ásbríkir og barnslega frómhjartað- ir. Fólk brosti, hvað framan í annað og þrýsti sér saman á bekkjunum, svo að allir gætu fengið sæti. f>að var unaðslegt að sjá, er With kousúll, þessi glæsilegi hefðarmaður, reis upp úr sæti BÍnu og lét gömlu konuna, haua madömu Spáckbom setjast í það. |>að var reglu- lega indæll jóladagur það tarna, og kirkjau var upphítuð, svo að ekki þurfti að nota fótpoka. Og hugir mauna leiddust að fagnaðardögum þeim og veizlum, er í hönd fóru. f>að var sá gállinu á möunum, að alla langaði til að fara að byrja hátíðina, gauga dug- legau spöl í hressilegu vetrarsólskininu og koma sfðan heim með góða matar- lyst og finna þá lyktiua af rjúpunum leggja fyrir vitin á sér. Og heilagur jólafriður seig niður yfir Böfnuðinn frá hiuum háu, sólþrungnu hvelfingum, friðandi hjörtun eius og góð eamvizka. Kirkjan fyltist ólgandi hljómum. Organistinu lék á hljóðfærið forleik, er var gagnsýrður breiðum, sigri hrósandi samhljómi. Og er sálmurinn hófBt, tók allur Böfnuðurinu djarflega og af mikl- 139 um fögnuði uudir; fæstir þurftu að líta á bókina, því að það var hinn gamli, dýrlegi Bálmur: Um hin indælu jól er rétt, að skemta sér eftir föngum1) l) Á norskn: I denne sude jnletid tör man sig ret forneje. En sá sálmur mun ekki vera til á b- lenzku. Vist er um það, afl snildartragð er á Elsu, eins og öðrum skáldsögum Kiellands. Málið lipurt og létt, en nýtur sln auðvitað miklu betur á frummálinu. Lýsingar skarp- legar, stuttar, en gagnorðar. Háðið rólegt, en napnrt. Alexander Kielland var fæddur 8. febr. 1849 I Stafangri. Hann las lögfræði i Kristjaniu og tók próf i henni 1871. Keypti þá tiglgerðarhús nálægt Stafangri og rak þá iðn i 10 ár. — En seldi það 1881 og fluttist til Danmerkur um hrið. Hann var þá tekinn að rita allmikið. Eftir nokkur ár sneri hann heim til Norvegs aftur og varð blaðstjóri i Stafangri. En 1891 var hann gerðnr borgarstjóri þar í bænum og nm aldamótin amtmaður í Stafangnrsamti. Hann dó i bnnnm Molde 7. april 1906. Minningarútgáfa af ritverkum hans kom út, skömmu eftir danða hans. Það ern þrjú þykk bindi. Ennfremur hafa einkabréf hans verið birt. Þan ern sum hver sannkölluð meistaraverk. i „aiTm^ea-. ELSA Jólasaga eftir Alex. Kiellanö (1881) Reykjavík 1 saf olðarprentsmiðja 1910

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.