Ísafold - 22.06.1910, Page 1

Ísafold - 22.06.1910, Page 1
Kcmui út t visvar l viku. Yerð &rg. (80 arkir minst) 4 kr., eriendik 5 ki eða l1/* dollar; borRÍst fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD UppsÖgrn (skrifleg) bundin vift Aramót, er óffild nema komin né til útgefanda fyrir 1. o*t. <** naupandi skuldlaas vift blaftift ▲fKreiftsla: ▲usturstreeti 8. xxxvn. árg. Reykjavík miðvikudaginn 22. júní 1910. 41. tölublað l. O. O. F. 916249 Forngripasafn opift livern virkan dag 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og 51/!—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siftd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 x/« siftdegis Landakotskirkja. Guftsþj. 91/! og 6 á helgum Landakotsspltali f. sjúkravitj. 10V*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 V*, 6^/i-ð1/*. Bankastj. vift 12-2 Landsbókasaín 12—3 og 5—8. Útlán 1—3 Landsbúnaftarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirftir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnift á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i lteknask. þriftjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opift l1/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 3. md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—5. Faxaflóagufubáturinn Ingólfur fer til Borgarness 27. júní, 5. 10. og 13. júlí - - Keflavikur og Garðs 24. og 29. júni, 8. 15. og 22. júlí - - Voga 25. júní. Traustsyfirlýsing til ráðherra. Einróma mótmæli gegn aukaþingi. Mánudaginn 11. apríl 1910 var hald- inn fundur af kjósendum til alþingis í Flateyjarhreppi. Eftir nckkrar umræður var svo lát- andi fundarályktun samþykt með 10 at- kvæSum gegn 5: Fundurinn lýsir yfir fullu trausti á þingmanni vorum, ráðgjafa íslands, hr. Birni .Tónssyni, tjáir honum þakk- ir fyrir starfsemi hans í landsmálum og mótmælir aukaþingi svo sem alls óþörfu. Síðan var borin upp og samþykt í e i n u h 1 j ó ð i svolátandi tiltaga : — Fundurinn mótmælir eindregið aukaþingi, er hann telnr aJls óþarft. Magnús Sœbjörnsson Pdll Nikuldsson fundarstjóri. ssrifari. Um fund þennan skal þess getið til skýringar, að hann var fámennur, ekki helmingur alþingiskjósenda í Flateyjar- hreppi, sökum þess, að sjómenn, sem eru næstum helmingur allra alþingiskjósenda hór í hreppi, voru komnir á haf út. Af fundarmönnum greiddu atkvæði með fundarályktuninni (fyrri liðnum) þessir kjósendur : Magnús Sæbjörnsson héraöslæknir í Flatey. Guðmundur Bergsteinsson kaupm. i Flatey. Jakob Þorsteinsson verzlunarstjóri i Fiatey. Páll Nikulásson verzlunarm. í Flatey. Jón Sigurðsson bóndi i Flatey. Sigurður Sigurðsson bóndi i Flatey. Ólafur Bergsveinsson bóndi í Látrum. Eyólfur Ólafsson bóndi i Sviðnum. Skúli Bergsveinsson bóndi í Skáleyjum. Guðní Guðmundsson kaupm. i Flatey. En utanfundar tjáðu þessir alþingis- kjósendur í Flateyjarhreppi sig vera fundarályktaninni samþykka : Andrés Sigurðsson kennari i Flatey. Hermann S. Jónsson skipstjóri í Flatey. Sveínn Jónsson búsmaður í Skáleyjum. Guðmundur Guðmundsson húsm. í Flatey. Sveinn Einarsson búsm. i Látrum. Jóhann G. Arason skipstjóri í Flatey. Gunnlaugur Sveinsson skipstjóri í Flatey. Sigurður Sigurðsson húsm. í Flatey. Pétur Kúld Pétursson húsm. i Skáleyjum. Einar Jónsson búsm. i Flatey. Bjarni Jónsson Flateyingnr. Kristján Sveinsson bóndi i Bjarneyjum. Davíð Einarsson verzlunarm. i Flatey. Guðjón Ingimundarson húsm. i Flatey. Hallbjörn Bergmann húsm. i Flatey. Jón Árnason húsm. i Flatey. Sigurður Jónssou húsm. i Svefneyjuru. Bogi Guðmundsson búsm. í Flatey. Magnús Jónsson í Flatey. Niknlás Jensson húsm. í Sviðnum. Jón G. Arnason hóndi i Hergilsey. Jón Ormsson hóndi i Hergilsey. Eins og fundarskyrslan ber með sór, voru a 11 i r á móti aukaþingskröfunni. Flatey 6. júní 1910. Magnús Sæbjörnsson. Þegnskylduvinnan. V. (Siðasti kafli). Hvað fyrirkomulagið á þegnskyldu- vinnunni snertir, þá hefir Hermann gjört að nokkru leyti grein fyrir því í Andvara-ritgerð sinni. Hér skal því eigi farið langt útí þá sálma, en minn- ast aðeins á fáein atriði. Eg hugsa mér þegnskylduvinnutím- ann 10 vikur, og að þeim tíma sé skift í tvö tímabil, fimm vikur hvort. Vinnan fer fram að vorinu og sumr- inu, og mundi hæfilegt að skifta þeim tíma í 3—4 vinnutímabil. Sú skift- ing yrði á þessa leið. Fyrsta tíma- bilið frá 25. maí til 30. júní; annað tímabilið frá 1. júlí til 5. ágúst; hið þriðja frá þeim tíma og til 10. sept- ember, og svo hið fjórða eftir það og fram í miðjan október. Þegnskylduvinnuna ættu menn helzt framvegis að inna af hendi á aldrin- um 18—22 ára. AUir yrðuaðminsta kosti að hafa lokið henni þegar þeir væru 25 ára. En sjálfráðir ættu þeir að vera um það, hvort þeir lykju henni af allri í einu eða skiftu henni í tvent, eins og gert er ráð fyrir hér að framan. Þegnskylduvinnan ætti að hvíla á öllum, og engin undantekning að eiga sér þar stað, nema um þá menn, sem eitthvað eru fatlaðir. Enginn má geta keypt sig undan því, að inna hana af hendi. — Hverjum manni ætti að greiða að minsta kosti 1 kr. í fæðispeninga meðan vinnan stendur yfir. Stjórn landsins hefði yfirumsjón með vinnunni. — í lok hvers árs tilkynnir hún sýslumönnum, hve margir eiga næstkomandi ár að inna þegn- skylduvinnuna af hendi í hverri sýslu. Sýslumenn jafna þeirri tölu niður á hreppana. Niðurjöfnunin styðst vitan- ■ lega við manntalsskýrslurnar. Þegar svo vinnan hefst, verður liðinu skift í deildir og deildunum aftur í minni flokka. Fyrir hverja deild verður skipaður æfður verkstjóri, og flokksforingi fyrir hvern flokk. Deildarstjórarnir þurfa að vera vald- ir menn og góðir verkstjórar. — Her- mann stingur upp á, að byrjað sé á því »að leggja fram fé úr landsjóði til að útvega og undirbúa menn til að stjórna þegnskylduvinnunni«. Hann gjörir með þessu ráð fyrir, að nú sem stendur sé hér fátt um menn, er geti tekið að sér aðalverkstjórnina nema með því að búa sig undir það. Hermanni er það vitanlega ljóst, að árangurinn af þegnskylduvinnunni er eigi hvað minst kominn undir því, að yfirmennirnir, aðalverkstjórarnir, séu starfi sínu vaxnir og kunni það sem þeir eiga að kenna öðrum. Hann hefir sjálfur verið verkstjóri og stjórnað mörgu fólki, og þekkir þetta því af reynslunni betur en marg- ir aðrir. Þessir menn, sem valdir yrðu til þess að búa sig undir að takast á hendur verkstjórnina við þegnskylduvinnuna, þyrftu að sjálfsögðu að fara utan og vinna þar að vegagerð og. járnbrautar- lagningu um tíma. Þeim væri og nauðsynlegt að dveljast einhvern tíma við hertamningar til þess að kynna sér stjórnsemi og aga. Annars væri nauðsynlegt og sjálf- sagt að velja til þessarar farar þá menn, sem að upplagi hafa hæfileika til að segja fyrir eða stjórna. Náttúran verð- ur hér sem oftar náminu rikari; en þegar það fer saman, nám og náttúra, má vænta þess, að árangurinn verði góður. Kostnaður við þegnskylduvinn- una hyggur Hermann muni geta orðið 40,000—50,000 kr. á ári. En hann bætir því við, að útgjöld landssjóðs ættu ekki að aukast við þetta til muna. þvi þegnskylduvinnan komi í staðinn fyrir kostnað við skógrækt, sandgræðslu vegagerð 0. fl. Beinn kostnaður við þegnskyldu- vinnuna er fyrst og fremst kaup þeirra manna, er bæta þyrfti við fram yfir það sem nú er til verkstjórnar og um- sjónar með henni. Ennfremur fæðis- peningar hinna þegnvinnuskyldu, og ný áhöld og útbúnaður, er þegnskyldu- vinnan krefðist og hefði í för með sér. Það mun láta nærri, að á þegn- skylduvinnu-aldri séu nú nálægt 5000 karlmenn. Ef gert er ráð fyrir, að þegnskylduvinnan verði int af hendi einhverntíma á aldrinum 18—25 ára þá koma af þessum hóp rúmir 600 menn á. hvert ár. Gera má því ráð fyrir, að þegnskyldir menn yrðu til jafnaðar framvegis 600—700 ár hvert. — Allir, sem verða 18—25 ára þeg- ar þegnskylduvinnan kemst á, ættu að vera skyldir til að inna hanaafhendi. Þegar á þetta er litið og fleira, er hér kemur til greina, þykist eg sjá, að kostnaðurinn við þegnskylduvinn- una mundi ekki geta orðið minni en 75,000—100,000 kr. á ári. En hvað er svo í aðra hönd. — Fyrst og fremst vinna þessara manna, bæði við vegagerð og skógrækt. Það er hinn beini hagur af þegnskyldu- vinnunni, er þjóðin nýtur, og sá hagur ætti að vega upp á móti þessum kostnaði og fram yfir það. En svo er óbeini hagurinn. Hann verður eigi talinn í krónum og aur- um. Þessi óbeini hagur verður aðal- lega fólginn í því, að menn læra þarna vinnu og verkhygni, hlýðni og stjórnsemi, stundvísi og reglusemi, hátt- prýði í framgöngu og fleira gott. Hér hefir enn ekki verið minst á ýmsar hliðar á þessu máli, sem eru mjög mikilsverðar fyrir þjóðina í heild sinni. Þar á meðal frá lýðveldislegu sjónarmiði; kunnugleikinn milli manna úr fjarlægum héruðum, ei kæmist á og rótfestist, og leitt gæti at sér margt gott; samkepni milli manna i vinnu, íþróttum og leikfimi; samhygð og félagsskapur og margt fleira. Þessi atriði, er nú voru nefnd eru jafnvel enn meira um verð en alt, er áður hefir verið talið. En það bendir um leið á það, að þegnskyldu- vinnuhugmyndin er stórmál, er mundi hafa margbreytt áhrif á lífskjör og hugsunarhátt þjóðarinnar, væri henni ráðið til lykta á þann veg, er bezt gegnir. Eg heyri menn stundum tala um það, að þegnskylduvinnuhugmyndin sé fögur og góð; en að hún sé lítt framkvæmanleg. Ef hugmyndin er fögur og góð, og um það kemur flestum saman, þá virðist mér það velta á miklu að fá henni hrundið í framkvæmd. A ekki lífsbaráttan að keppa að því að fá bugsjónirnar til að rætast? Hugsjóna- iaus maður á sér enga framtið, og hver sú þjóð, sem skortir framtíðar- hugsjónir er dauðadæmd. Þegnskylduvinnuhugmyndin er hug- sjón; en vér eigum að vinna að því, að hún rætist og komi til framkvæmda. Gjöra hana að starfandi afli í þjóð- félaginu. Munu þá brátt koma í ljós verkanir hennar og áhrif á þjóðina. Ef þegnskylduvinnan er vel undir- búin og framkvæmd á réttan hátt er naumast vafi á því, að hún verði til blessunar öldum og óbornum og hrindi þjóðinni áfram á braut menningar og framfara. Signrður Sigurðsson. -----sæ------ Prót í forspjallsvísindum fór fram þ. 20. þ. mán., 4 lækna- efni, 2 lögfræðingar og 1 guðfræðing- ur, tóku prófið. Einkunnir voru þessar: Bjarni Snæbjörnsson stud. med.; dável Eiríkur Einarsson stud. jur.: ágætlega-f- Guðm. Asmundss. stud. med.: dável-4- Halldór Kristinsson stud. med.: vel Jónas Jónasson stud. med.: dável-f- Jónas Stephensen stud. jur.: dável Vigfús Ingvar Sigurðsson stud. theol.: dável. c|farmaíanósför. Hann beindi stafni til Bjarmalands, — i blíðviðri dísir sungu, — við hjáImunvölinn stóð viljinn hans og vonirnar djörfu’ og ungu. Þar vissi’ hann að auðœfi’ og gullsins gnœgð \ og gœfuna var að finna; hann œtlaði’ að vinna þar fé og frœgð °g fiytja til landa sinna. Hann vildi' að þeir yrðu alfrjdls þjóð með orðstír sem lýsti víða, — hann langaði’ að helga þvi líf og blóð í landsins sins hag að striða. Hann langaði hugsjóna lýsigull að Idta þar fegurst skina og strengdi þess heit við heilagt full að hefja upp œttjörð sína. — — í árljóma blikaði Bjarmaland, með brosandí fossahlíðum, og vorbylgjur glaðvœrar sungu við sand d sumarkvöldunum bliðum. Hann stóð við siglu, er hdtt við hún í hraðbyri þandist voðin, — í fjarlœgð blasti við fjallabrún af flogagulls Ijóma roðin. í vissu breyttist hans von og þrd, nú var hann svo landi nærri. En þd kom sœdjúpin ókyrð á og öldurnar risu hœrri. — — — Þeir landar hans heima háðu þing, þar háttur er alsiða slíkur; — i hjartastað fengið þeir höfðu sting: Þeir héldu’, að hann yrði ríkurl Þeir héldu’, að hann einn myndi frama fd af framkvæmd til lands síns sóma. Þeim ógnaði, ef lifa þeir yrðu að sjá á enni hans sveiginn Ijóma. Og að honum tókst þeim að efia seið. — Þd orgaði Rdn og drundi og stórsjóir beljandi skullu’ á skeið. — Hann skildi — hann þagði' og stundi. Svo braut hann skip sitt við Bjarmaland við brotsjóa föllin þungu. Þar hneig hann i víði með viljans brand og vonirnar sínar ungu. — Og það eru liðin þúsund ár frd þessum óhappadegi. Og nútiðin skilur, hve skaðinn er sár, þótt skildi það fortíðin eigi. Guðm. Guðmundsson. Samsöngur \ þeirra frú Valborgar Einarsson og frú Astu Einarsson í Bárubúð siðastl. mið- vikudagskvöld fór prýðisvel fram. Var ekki við öðru að búast en vel tækist, þar sem bezta söngkona og bezti pianóleikari landsins lögðu saman til að skemta. Söngskráin var allvel samsett; þar voru söngvar Dyveke eftir Heise, bezta tónskáld Dana í romance-gjörð, og þessir hinir frægustu af söngvum hans mjög vel sungnir af frú Val- borgu, og undirspilið, sem er all-erfitt og margbrotið, aðdáanlega leikið af frú Astu; skal eg sérstaklega nefna 4. sönginn: »Vildt suser Blæsten*. Það er þó nokhuð liðið síðan frú Valborg lét síðast til sín heyra, en hljóðin eru nú engu minni en áður, jafnvel meiri og hljómfyllri, en texta- meðferð ekki jafn-skýr og áður að mér virtist, en það mun frúin brátt laga. Báruhúsið er alt of lítill söngsalur fyrir frú V. E., söngrödd hennar er svo mikil, að sveiflur (vi- bration) verða þar nokkrar á röddinni, en slíks gætir ekki þar sem rýmið er stærra, t. d. i dómkirkjunni. Frú Valborg söng veigamikið lag (aríu) úr söngleiknum »Samson og Dalilat eftir Saint-Saéns, þann hinn sama, er hefir gjört hinn heimsfræga »Dance macabre«, og er þessi aria eitt af því fegursta, sem eg hefi heyrt. Ennfremur söng hún nýtt lag, eftir mann sinn Sigfús Einarsson, við sálm- inn »Sjá þann hinn mikla flokk«. Lagið er ágætt, á vel við textann og ætti því að verða kært öllum söngvinum á þessu landi. Frú Valborg söng fleira, sem hér yrði of langt upp að telja, og var það alt vel sungið. Frú Ásta Einarsson lék að vanda ágætlega á pianó, t. d. Grieg: Der einsame Wanderer, Schubert: Andante impromtu, og síðast en ekki sízt No- vellette Schumann’s í F-dúr. í Pol- onaise Chopins, sem frúin lék fyrst, var leikurinn ekki eins skýr og ákveð- inn, sem heunar er vandi, en þess skal getið, að hljóðfærið var ekki eins gott og þarf að vera við samsöng, ekki sizt þar sem er leikin »solo«. Það er vafalaust, að euginn er hér í bæ ng á þessu landi af þeim, sem eg hefi heyrt, fremri í smekk og fimleik í að leika á pianó en frú Ásta Ein- arsson. Samsöngur þessi var mikið vel sótt- ur, þótt ekki væri húsfyllir — en það er lítt hugsanlegt um þetta leyti árs; það eru venj.ulega aðeins hinir sönnu söngvinir, sem í þessum bæ eru »fastir stofnar* á samsöngum — hin- ir fara í »Bíó«. Þær munu, frúrnar, innan skamms ætla að bregða sér til ísafjarðar og Akureyrar og gefa þar kost á sam- söngvum, og gæti eg trúað að aðsókn- in yrði ekki minni á þeinr stöðum, heldur meiri, og sennilegast frægðar- för fyrir þær stallsystur í tónanna ríki. Á. Th. Kappsundið á sunnudaginn. Það eru ótrauðir menn og ósér- hlífnir, íþróttamennirnir, sem standa fyrir kappleikum hér í bæ. Fyrirhöfnin, sem þeir leggja á sig, er alls ekki lítil. En aldrei heyrist neitt orð um það frá þeirra hálfu. Hugurinn snýst allur um, að koma íþróttunum áfram, láta kappleikana fara vel úr hendi. Heiður sé þeim fyrir það. Sunnudaginn kl. 5 síðdegis var kappsundið fyrsta á þessu sumri þreytt, suður við Grettisskála. Sjórinn var 9 stig og allhlýtt í veðri, en sólar- laust. Allmikill mannfjöldi hafði brugðið sérsuður að Skerjafirði, 5—600 manns. Þetta í sjálfu sér, að hægt er að ýta svo mörgu fólki svo langan veg á reykvískan mæli, sem Ieiðin út að Skerjafirði er, til þess að horfa á sund, er ekki hvað sízt vottur um, að íþrótta- áhuginn er farinn að eignast væn óð- ul í hugum okkar. Kappsundið þreyttu eitthvað undir 20 röskvir drengir. Var þeim skift i 2 flokka — yngri en 18 ára og eldri en 18 ára. Bilið, sem kept var á, nam 50 stikum (26 föðmum). Leikar fóru svo, að i yngri flokknum bar hæstan hlut Asgeir Asgeirsson. Hann svam bilið á 40 sekúndum. Næstur hon- um var Tómas Hallgrimsson og svam hann einnig leiðina á 40 sekúndum, en varð seinni, er þeir þreyttu sundið annað sinn. Þriðji fyrstur varð Er- litigur Pálsson á 40^/2 sekúndu. í eldri flokknum var langhraðsynd- astur Stejdn Ólaýsson frá Fúlutjörn. Var hann ekki meira en )6 sekúndur á leiðinni. Hann vann og nýársbik- arinn í vetur, og mun enginn sund* manna hér standa honum á sporði f hraðsundi, nema ef vera skyldi Sig- tryggur Eiríksson skólapiltur. En hann þreytti eigi sundið að þessu sinni vegna próf-anna. Næstur Stefáni varð Benedikt Guðjónsson (408/4 sek.) og þriðji G»ðw. Kr. GuðmuncLsson (431/* sek.j. Dómnefnd skipuðu þeir Guðmund- ur Björnsson landlæknir, Guðm. Sig- urjónsson glimukappi og Matth. Ein- arsson læknir. — Lýsti landlæknirinn yfir leikslokum, en þessum 6 fremstu sundmönnum voru afhent verðlauna- skjöl skrautrituð. Tvö skulu kappsund þreytt önnur í sumar, annað um Grettisbikarinn mikla 14. ágúst. Bikar sá er úr silfri, hefir kostað 300 kr. og á jafn* an að vera í höndum mesta sund- manns íslands, og verður kept um hann fyrsta sinn í sumar. X -...-t-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.