Ísafold - 29.06.1910, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.06.1910, Blaðsíða 1
iiomiu út tvisvar i viku. Yorö árg. (80 arkir minst) 4 kr., erlondia 5 ki eða l1/* dollar; borsjist fyrir mi'ö.inn júli (erlondis fyrir fram). Uppsö^n (skrifiex) bnndin viö áramót, er ógiid nema komln sé til útgefanda fyrir 1. ofrt. *j: ivt tpttodi skuidlaas vi?» blaöiö Afsrrei^slfc: Austnrstrsöti S. \ % XXX VII. áx Keykjavík laug'ardaginn 29. júní 1910. 43. tölublað I. O. O. F. 91789 Forngripasafn opið bvern virkan dag 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 ll% og 5 */a—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 x/a síbdegis Landakotskirkja. öubsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. Í0l/a—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 J/a, 51/a-ft1/a. Bankastj. viö 12-2 Landsbókasaín 12—3 og 5—8. Útlán 1 3 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsfóhirðir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. í læknask. þriðjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opið 1 ^a—21/* á snnnndögum Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og B.md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærsiumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—5. Faxaflóagufubáturinn Ingólfur fer til Borgarness 5. 10. og 13. júlí. - - Keflavíkur og Garðs 8. 15. og 22. júli. Ríkisdónmrinn. Hverjar vcrða afleiðingar dómsins? --- Kh. 2% ’10. Eins og símað hefir verið, var dóm- ur uppkveðinn í ríkisdómi í málinu gegu J. C. Christeusen og Sigurd Berg 17. þ. m. og fór hann svo, að hinn fyrnefndi var sýknaður en Berg dæmdur í 1000 kr. sekt til ríkissjóðs eða til vara 60 daga fangelsi og auk þess til að greiða % af þóknuninni (10,000 kr.) til sækjanda, hr. G. M. í. C. Chrisíensen. Rée, eða 2000 kr., en hinar 8000 kr. eiga að greiðast af almatina fé. I ástæðum dómsius er sagt, að eigi sé ástæða til að ætla, að Christen- sen hafi í lotterímálinu unnið til neinnar hegningar. Um lánið, er Christensen veitti Alberti úr ríkis- sjóði til sparisjóðs Sjálandsbænda (% milj. kr.) segir i dómsástæðunum, að eigi verði hrundið framburði hins ákærða, Christensens, um, að hann Siqurd Berg. hafi veitt lán þetta til þess að koma í veg fyrir aðsúg að sparisjóðnum. Um ákæruna gegn J. C. Christensen fyrir að hafa neitað að rannsaka hag Albertís, þegar mest var á hann ráðist í þinginu vorið 1908 — með þeim ummælum, að sannanir væru eigi fyr- ir hendi, segir í ástæðunum, að Christ- ensen hafi eigi farið forsvaranlega að, en hinsvegar séu þær afsakanir fyrir hendi, að þetta verði ekki dæmt eftir neinum ákvæðum, hegningarlaganna, allra sízt 143 gr. U m ákæruna gegn Sigurd Berg fyr- ir að hafa vanrækt skyldu sína við sparisjóð Sjálandsbænda, segir í dóms- ástæðunum, að Berg hafi átt þegar í stað og umsvifalaust — þá er Krieger deildarstjóri skýrði honum frá því sumarið 1906, og bar fyrir sig áreið- anlegar heimildir, að 3 miljón króna gjaldalið vantaði í reikning sparisjóðs- ins — að heirnta rannsókn til þess hægt væri að komast sem fyrst fyrir svo stóra villu í reikningnum með aðstoð sparisjóðsumsjónarmannsins eð- ur á annan hátt. Fyrir þetta og svo hitt, að hann hirti eigi um eftir á að hefjast handa, þó að haun fengi til- efni til þess, önnur en þetta, taldi dómurinn hann hafa vanrækt svo em- bættisskyldu sína, að hann yrði að sæta ábyrgð fyrir samkv. 143. gr. hegningarlaganna. Hinsvegar segir í ástæðunum, að eigi sé sýnt, að Christensen hafi á hegningarverðan hátt latt eða vanrækt að hvetja Berg til þess að gera skyldu sína í þessu efni. Dómur þessi kom mörgum á óvart, því að flestir bjuggust við algerðri sýknun. Er þetta fyrsta sinn, að ráð- herra hefir verið dæmdur sekur í rík- isdómi. Þó að Christensen hafi verið sýkn- aður, er það almannarómur, bæði með- al vina hans og andstæðinga, að svo hart sé við hann komið í forsendum dómsins, að hann muni eigi geta orð- ið ráðgjafi aftur, að minsta kosti ekki fyrst um sinn. Enn þyngri er vitan- lega dómurinn Sigurd Berg, og harla ólíklegt, að hann geti nokkuð við stjórnmál fengist framar. Yfirleitt er dómur þessi mjög óhagstæður fyrir umbótaflokkinn og talsvert líklegt, að síðustu þingkosningar hefðu farið öðruvísi, ef dómurinn hefði verið upp- kveðinn áður. Zahle situr enn og gerir sjálfsagt þangað til aukaþing kemur saman, en það verður 28. þ. m. samkv. kon- ungsbréfi, útg. í dag. -------------— Helgisiðabók íslenzku þjóðkirkjunnar. Svo heitir hin nýja handbók presta. Nafninu er breytt — eins og yfirleitt flestu í bókinni. Og bókin er í raun réttri ekki endurskoðun, nema að mjög litlu leyti, heldur ný bók. Á breyt- ingunni var mikil þörf, því að marg- ir helgisiðir handbókarinnar gömlu voru orðnir úreltir (t. d. hjótiavígslu- formið), enda jafnvel margir prestar orðnir mjög óánægðir með þá. Og þó fann alþýða manna sumstaðar hér á landi enn meira til þessa. Munu og úreltir helgisiðir eiga sinn þátt í því að fjarlægja menn kirkjunni. Helgisiðabókin nýja er í 13 köfl- um. I. Guðspjónusta í kirkju (almenn há- degisguðsþjónusta, skemmri guðsþjón- usta, siðdegisguðsþjónusta, hátíðaguðs- þjónusta og aftansöngvar). Sá kafli er alveg nýr í Helgisiðabókinni; áður var að eins til leiðbeining um messu- gerð framan við sálmabókina. II. Kollektur, pistlar og guðspjöll. Gömlu kollektunum er haldið svo að kalla óbreyttum, nema hvað orðfærið hefir verið lagað á þeim öllum. Að- eins tilfærð byrjunar- og niðurlagsorð- in af pistlunum og guðspjöllunum, en ætlast til að prestar tóni þau upp úr sjálfu nýja testamentinu, enda eru þau öll tekin þaðan (slept lexíunni úr gl. testam. á boðunardag Maríu, en tekin önnur úr n. tm. í staðinn). Auk hinna vanalegu guðspjallstexta er 2 nýjum textaröðum bætt við, og textanna úr þeim getið aftan við guð- spjall hvers sunnudags. III. Tónbœnir ejtir prídikun (10 alls). IV. Þá kemur skírnarsakramentið. Þar er allmikil breyting. Ávarpið fyrsta miklu einfaldara; var áður flók- ið. Afneitun djöfulsins á undan trú- arjátningunni numin burt; sömul. öll- um beinum spurningum til barnsins slept. í þess stað segir presturinn, er að trúarjátningunni kemur: »Heyr- um nú játning trúar vorrar, sem barn- ið á að skirast til«. Og les síðan trúarjátninguna. Spyr því næst um heiti barnsins, nefnir það þá þegar og eys það vatni með vanalegum ummælum. »Faðir vor« er því næst lesið yfir barninu, eftir að það hefir hlotið skírn (gagn- stætt því sem áður var). V. Fermingin. Þar er sú breyt- ingin mest, að ekkert heiti er tekið af börnunum, heldur leggur prestur- inn aðeins hendur yfir sérhvert þeirra, meðan hann mælir fram blessunarósk- ina eða bænarorðin. VI. Kvöldmáltíðarsakramentið. Þar mun breytingin að líkindum talin stór- vægilegust af sumum. Skriftir fara fram á undan fyrir þá, er þess óska, en hver safnaðarmaður getur tekið þátt í kvöldmáltíðinni, án þess að vera til skrifta. — Ávarpið á undan að nokkuru hið sama og var, en að sumu ieyti breytt. Innsetningarorðin tónuð alveg óbreytt, en útdeilingarorðin önnur. Áður en presturinn útdeilir hverjum hring brauð- inu, hefir hann yfir þessi orð Páls postula: »Brauðið, sem vér brjótum, er sam- félag um líkama Krists*. Og um leið og hann útdeilir brauð- inu segir hann við hvern borðgest- anna: Líkami Krists, lífsins b r a u ð. Og áður en hann útdeilir víninu: »Sá bikar blessunarinnar, sem vér blessum, er samfélag um Krists blóð«. Og því næst um leið og hann út- deilir því: Blóð Krists, bikar lifsins. Þessi útdeilingarorð koma í stað fyrri útdeilingarorðanna: Þetta er Jesú sannur líkami — þetta er Jesú sannarlegt blóð. — Þau útdeilingar- orð urðu til í lúthersku kirkjunni á 17. öld, þá er deilan hafði staðið sem hæst meðal mótmælenda út af skiln- ingnum á kvöldmáltíðarsakramentinu. — En útdeilingarorðin, þau er nefnd- in hefir tekið upp í Helgisiðabókina, eru elztu útdeilingarorðin, sem kunn eru í kristinni kirkju, notuð fyrstu 3 aldirnar, að því er menn vita bezt. VII. Hjónavigsla. Þar er komið stutt ávarp, er nota má í ræðu stað, ef brúðhjónin æskja þess ekki, að presturinn haldi sérstaka hjónavígslu- ræðu. Flestum ritningargreinunum slept, er áður voru lesnar yfir brúðhjónun- um, enda var ekki laust við, að sum- ar þeirra hneyksluðu fólk. Alt er numið burt, er setti konuna skör lægra en manninn. Aðeins lesin um- mæli Krists um hjónabandið (Matt. 19, 4—6) og 3 stuttar greinar úr bréfum Páls postula. Spurningar til brúðhjónanna ekki nerpa tvcer. Slept 3. spurningunni (Hvort þér vitið yður lausan við o. s. frv.). VIII. og IX kaflinn, um prestvígslu og biskupsvígslu, eru alveg nýir; hvor- ugur þeirra var í gömlu handbókinni. Er nú latneska tóninu slept, en í stað þess komin ísl. þýðing. Þó eru lat- nesku orðin gömlu prentuð aftan við og leyfilegt enn að nota þau, ef vill. Prestaheitið er tekið upp í sjálfa vígsluathöfnina, en hinum eldri og óviðfeldna sið slept, að láta prestinn skrifa undir það á eftir vigslunni frammi í skrúðhúsi. Biskupsvígslan er að niun hátíðlegri en prestvígslan. Þar aðstoða 4 prest- ar; lesa þeir sinn kaflann hver úr ritningunni, og skiftist á við þann lestur söngur af hendi safnaðarins (sálmurinn: »Andinn guðs lifandi’ af himnanna hæð«, í 4 köflum). Með biskupsvigslunni í Helgisiðabók þjóð- kirkjunnar er sjálfstæði kirkju vorrar sýnd svört á hvítu, og hún losuð algerlega undan yfirráðum Sjálatids- biskups. X. kaflinn er um kirkjuvigslu. Hann er og mikið breyttur. Biskup vigir, fái hann því við komið. Þá eru enn fyrirmæli um kirkju- garðsvígslu og innsetning presta (XI. og XII.). Síðasti kaflinn (XIII.) er um grejtr- un jramliðinna. Þar eru algerlega nýir helgisiðir til að hafa um hönd í kirkju, í stað likræðu. Eru þeir samdir eftir útlendri fyrirmynd. Eru þeir mjög notaðir í enskunt og amer- iskum kirkjum, svo og i sænsku kirkjunni. Það gerir jarðarförina ódýrari (sparar borgun fyrir likræðu), en er að ýmissa manna dómi engu óhátíðlegri. Presturinn flytur stutt ávarp og því næst lestur úr ritning- unni og bæn að lokum. Og með þessu er öllum gert jafnhátt undir höfði, bæði ríkum og fátækum; með því er og loku fyrir það skotið, að nokkur styggist af ummælum prests- ins, ef eitthvað sérstaklega stendur á, eins og stundum ber við. í kirkjugarðinutn hefir presturinn yfir þessi ritningarorð, áður en hann kastar rekunum á: »Moldin hverfur aftur til jarðarinti- ar, þar sem hún áður var, en andinn til guðs, sem gaf hann*. Má af því marka, að kirkja vor mótmælir hinni fáránlegu kenning Að- ventista um grafarsvefninn. Bókin er prýðilega prentuð, með miklum leturbreytingum, og pappír- inn ágætur; útgáfan yfirleitt einkar- snotur og útgefendanum (ísafoldar- prentsmiðju) til mikils sóma. Hún kostar innbundin í gott band (leður á kjöl) 4 kr. Þess et; vert að geta, að bókin er engan veginn ætluð prestum einum; í raun og veru er jafneðlilegt, að leik- menn eignist hana eins og sálmabókina. Hér er og um svo margar breytingar að tefla frá því sem áður var, að fyrir þá sök eina mun mörgum for- vitni á að lesa bókina. Kirkjuvinur. Milli túns og torgs. »Mikið er, hvernig moldin rýkur«. Þó er blíða logn. Skýjað loft, hlýtt, sunnlenzkt sumarveður. En Brunn fer hart og stígur þutigt niður. Og vagninn fylgir, og hann kemur líka við jcrðina. Og þessi jörð er eintóm mold og möl, því auðvitað ökum við brautina. Brautin! Já, þvílík braut: gryfjur og garðar, og garðar og gryfjur. Ves- lings hausinn á mér — hann verður aumur eftir þessa för. En hvað um það I Eg ætla að horfa á hlaupið — kapphlaup æskumann- anna fótléttu, frá túninu til torgsins. Þeir leggja af stað frá Árbæ kl. 4, og hlaupa niður á Lækjartorg. Ogklukk- an er að ganga fjögur. Hertu þig, Brúnn minn! I dag er kapphlaupsdagur. Reyndu þigvið klukk- una — eins og aðrir. Hana nú I Hann ætlar þá heim að Kleppi með okkur, klártetrið. Svona er þá álit hans á m é r, því auðvit- að þekkir hann ökumanninn. — Nei, Brúnn minn! Ekki í þetta sinn. Og Brúnn brokkar, og moldin rýk- ur, og vagninn veltur og hossast. Og móarnir og hraunin, hafið og fjöllin — alt hossast og iðar í óskýru. Við förum fram hjá langri lest, sem stefnir til sveitar. Hestarnir eru klyf- jaðir hertum þorskhausum — úr höf- uðstaðnum. Við mætum annarri lest. Jarpur hestur gengur fyrir og ekur svarthjálmóttu nauti, sem bundið er í taglið. Og tarfurinn togar fast í taglið á Jarp. En Jarpur er vist van- ur veröldinni og heldur áfram, eins og ekkert sé — til höfuðstaðarins. Því nautið á að komast til höfuðstað- arins. Nú komum við að Árbæ. Ljót eru göngin, en lagleg stofan. Hressandi er mjólkin og mjúk meyjarhöndin. En »út vil eg«. Við vallargarðinn bíða æskumenn- irnir fótléttu, keppinautarnir 7 að tölu. Þeir áttu að vera 8, en einhvern Árna Ólason vantar. Þeir eru albúnir til hlaupsins og bíða nú að eins eftir dómurunum og Árna. Og dómararnir koma kófsveittir — allir, nei, báðir á hjólum. En Árni kemur ekki. Klukkan er 4. Keppinatitarnir standa í röð á brautinni, 500 stikum ofan við Árbæ. Dómari gefur merki. Kapp- hlaupið byrjar. Og áfram bruna þeir, og brautin dunar við. Svona hleyp- ur enginn nema hann sé hræddur — eða ungur og ætli að verða fyrstur. Og þeir eru allir ungir og ætla að verða fyrstir á torgið, þessir menn. Við ökum alt hvað af tekur niður fyrir Elliðaár, viljum ekki verða fyrir mönnunum, né þeyta ryki í augu þeirra og öndunarfæri. Og rnargir aðrir eru með — ríðandi, hjólandi og akandi. í þrem flokkum koma keppinaut- arnir ofan brekkurnar að Elliðaánum: 2 fremst, 3 nokkru síðar og 2 lengst á eftir. Skömmusíðar eru þeir komnir í halarófu, og halda þannig áfram eftir það. Okkur ber að borginni. Fjöldi manna stendur meðfram Laugavegi til að sjá, hvernig farið er að því að hlaupa Slíkt er fróðlegt og nytsamt að vita. Hverfisgatan er full af fólki. Og lög- reglumenn borgarinnar ganga þar eins og gráir kettir — aftur ogfram. Þeir eru að víkja fólkinu til hliðar, svo keppinautarnir geti hlaupið á möl en ekki mönnum, þegar þeir koma. Og fólkið víkur sér til hliðanna, og starir inn til landsins. Við tiemum staðar við brúna á Læk- jartorgi. Um annað er ekki að géra, þvi sterkur strengur liggur þvert yfir götuna, og enginn má á hann renna, nema keppinautur í kapphlaupi dags- ins. Að þeim streng — eða á þann streng er hlaupinu heitið. Torgið er troðfult af fólki, og gangstéttirnar eru troðfullar af fólki. Og allir stara inn á Hverfisgötu. Forvitnin titrar í hug- unum. Eftirvænting logar úr augunum. Alt í einu sést maður inni á miðri Hverfisgötu, og ber hratt yfir. Gleði- ópin glymja við um götuna og torg- ið. íþróttahugurinn er glaðvaknaður i borginni og landinu. Maðurinn fær- ist óðum nær. Hann er hávaxinn og þrekinn að sama skapi, ljósklæddur, berhöfðaðtir, með bera arma og leggi. Hann hleypur á snúruna og hverfur i þröngina á torginu. Sigurvegari 1 Allir þekkja hann. Það er Sigurjón Pétursson. Hann hefir hlaupið míluna á 28 min. og 14 sek. og altaf verið fremstur í flokknum. Því Sigurjón sigurvegari er nú altaf fremstur 1 í- þróttaflokknum. Hann er horfinn, en aðrir koma á eftir. Að 45 sekúndum liðnum kemur Jóel Ingvarsson, Hafn firðingur, að streng- num, sömu leið og Sigurjón, og 3 sekúndum síðar Ólafur Magnússon, Reykvikingur. Sá hafði lengi fyrst verið næstur Sigurjóni, en Jóel síðan borið af honum. 1 mín. og 20 sek. líða. Þá hafnar Guðmundur Jónsson, Hafnfirðingur sig á torginu. Svo koma Bjarni Magnús- son, Reykvíkingur, og Sigurður Sig- urðsson, og síðast Tómas Tómasson, Seltirningur. Hann hafði hlaupið míl- una á 32 mín. og 1 sek. Og var sæmilega gert, þótt síðastur yrði. Allir eru keppinautarnir heimtir, heitir og móðir að visu, en heilir og hressir og með heiður að meiri. Og skýjunum léttir. Og sólin skín í heiði yfir borginni, eins og hún gleðjist af iþróttinni ágætu og æsku- fjörinu og þrekinu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.