Ísafold - 02.07.1910, Side 2

Ísafold - 02.07.1910, Side 2
170 ISAFOLD Frk skattamálanefndinní. 'Norburland hefir fengið að kynna sér tillögur þær, er skattamálanefndin gerði á fundi þeim, er hún hefir átt með sér um þessar mundir á Akureyri. Vér skýrum frá þeim eftir skýrslu Norðurlands: Nefndin heldur fast við fyrri tillög- ur sínar, þótt hún játi, að þær í ýms- um greinum kunni að standa tilbóta. Um einstaka smærri breytingar telur hún óþarft að fjölyrða, en bendir þó sérstaklega á það, að við væntanlega endurskoðun á tolllögunum væri rétt, að upp í þau verði tekin óáfeng á- vaxtavin, með 50 aura tolli af hverj- um potti eða þrem pelum. Aðallega hafa íhuganir nefndarmann- anna lotið að því að íhuga á hvern hátt landsjóði verði heppilegast bættur upp sá tekjumissir, er leiðir af sam- þykt aðflutningsbannlaganna. í því sambandi tekur hún fram, að sam- kvæmt tollreikningnum árið 1909 nemi áfengistollurinn kr. 181,761,68 og í fjárlögunum fyrir árin 1910 og 1911 sé þessi tollur áætlaður 190 þús. kr. á ári að frádregnum innheimtulaun- um. Við þetta bætist svo leyfisbréfa- gjöld og árgjöld af verzlun og veit- ingu áfengra drykkja. Aftur beri að taka tillit til þess, að eftirleiðis helzt óskertur tollur á áfengislausu öli og á þvf áfengi sem heimilt verði að flytja til landsins eftir 2. gr. bannlaganna. Nefnd- in greinir ekki nákvæmar frá því hve drjúgur sá tollur mundi verða lands- sjóðnum, en byggir á því, að tekju- missirinn, samanborið við núverandi landssjóðstekjur af áfengisnautninni, rnuni nema alt að 200 þús. kr. á ári. Þann tekjumissi má eðlilega bæta upp á marga vegu, en nefndin hefir sérstaklega tekið 3 ráð til íhugunar og hefir þeirra allra heyrst getið áður. Ráðin eru þessi: x. að leggja á farmgjald af aðflutt- um vörum, svo sem um var talað á síðasta þingi. 2. Að leggja á alment verzlunar- gjald og 3. Að hækka tqll á kaffi og sykri. Eftir farmgjaldsfrumvarpinu á síð- asta þingi átti gjaldið annaðhvort að miðast við þyngd eða rúmmál, eftir því hvernig varan væri talin á farm- skrá eða hleðsluskírteini. En um þessi atriði þykir nefndinni sem enn vanti ábyggilegar skýrslur, svo alls ekki sé unt að gera sennilega áætlun um tekju- fjárhæð af gjaldi þessu, né heldur að fá fullkomið yfirlit yfir hvernig það mundi koma niður á einstakar vörur. Auk þess gæti gjaldið með áðurgreindu fyrirkomulagi komið misjafnt niður á sömu vörutegundir og það jafnvel stundum af handahófi, þar sem t. d. vefnaðarvörur eru á farmskrá skipa ýmist taldar eftir vigt eða máli. Enn- fremur er á það að líta, að þegar ein- göngu væri miðað við vigt eða mál, án tillits til þess hver varan er, hlyti gjaldið að standa í öfugu hlutfalli við verðmæti varanna. Af þessum ástæð- um ræður nefndin frá því, að farm- gjald verði lögleitt sem uppbót fyrir áfengistoll. Um verzlunargjaldið segir nefndin, að auk þeirra ókosta, er taldir séu á því í hinu fyrra álitsskjali nefndarinn- ar frá 1908, bls. 28—29, sé þess að gæta, að sé það miðað við innkaups- verð, yrði afleiðingin sú, að kaupmað- ur, sem náð hefði sérstökum happa- kaupum, eða flytti inn lélegar vörur, er hann hefði keypt lágu verði, en seldi með mikilli framfærzlu, greiddi tiltölulega lægra gjald en sá er seldi vandaðri og dýrari vörur með minni ágóða. En sé aftur miðað við útsölu- verð sé enn minni trygging fyrir réttu framtali og örðugra að hafa neitt veru- legt eftirlit með því. Þrátt fyrir það, að nefndin játar, að með góðum rök- um megi telja verzlunargjaldinu mikið til gildis, heldur hún að það verði miklum annmörkum bundið í fram- kvæmdinni og tjáir sig þvi mjög hik- andi við að mæla með því, að það verði leitt í lög. Þá ihugar nefndin kaffi- og sykur- tollinn. Árið 1909 var aðflutt sam- kvæmt tollreikningum: a. af kaffi og kaffibæti pd. 1007314 b. af sykri og sirópi — 3956461 7 aurar af kaffipundi gera kr. 79511,98 3 x/2 eyri af sikurpundi gerir .................. - 138476,14 Samtals . . . kr. 208,988,12 Þarfrá dragast innheimtulaun 4179,76 Eftir . . . kr. 204,808,36 Nefndin ályktar á þá leið, að þegar þess sé gætt, að búast má við, að kaffi- nautn vaxi um leið og áfengisnautn minkar eða hverfur, en búast má við á binn bóginn, að jafnmikil tollhækk- un, sem hér er um að tefla, dragi úr kaupum, að minsta kosti í bráð, muni láta nærri, að til þess að jafnast á við tekjumissi af áfengistolli þyrfti kaffi- tollur að hækka um 7 aura pundið eða úr 13 aurum upp í 20 á óbrendu kaffi og kaffibæti og úr 18 upp í 25 á brendu kaffi, en sykurtollur um 3 x/2 eyri á pundið eða úr 61/2 upp í 10 aura. Slík tollhækkun hljóti þó að verða mjög tilfinnanleg yfirleitt og verði einkum að teljast varhugaverð sökum þess, að hún komi tiltölulega þyngst niður á þeim, sem sízt skyldi, fátækum fjölskyldum og þurrabúðar- fólki i kaupstöðum og sjávarþorpum. Á hinn bóginn hafi þessi tollhækkun þann mikla kost, að hún mundi veita vissar tekjur, án þess að valda nein- um örðugleikum á innheimtu og af þeirri ástæðu telur nefndin þetta til- tækilegasta ráðið. Þá bætir nefndin því við, að áður en máli þessu verði ráðið til lykta, telji hún rétt að borið sé undir atkvæði alþingiskjósenda hvern gjaldmdta* þeir helzt vilja aðhyllast, hvort heldur um- rædda hækkun á kaffi- og sykurtolli eða verzlunargjald af aðfluttum vörum, nema 20% af innkaupsverði varanna, að viðbættu flutningsgjaldi og öðrum útlendum kostnaði. Er það því ein- dregin tillaga nefndarinnar, að á næsta alþingi verði samþykt ályktun um, að slík almenn atkvæðagreiðsla skuli fara fram. Ennfremur telur nefndin sjálf- sagt, að framkvæmd bannlaganna verði frestað, þangað til þeirri atkvæða- greiðslu er lokið og að öðru leyti séð fyrir því að landsmönnum verði ekki fyrir þeirra sök íþyngt með ofþungum skattaálögum, eða fjárhag landsjóðs stofnað í voða. BiblíuféJagsfundnrinn og biblíumálið. Biskup óskar þess getið útaf grein- inni í síðasta blaði um biblíufélags- fundinn, að það sé ekki með öllurétt hermt, að brezka félagið hafi neitað að endurprenta biblíuþýðinguna ó- breytta; bein neitun sé ekki komin; en eftir nýkomnu bréfi frá þeim manni í stjórn brezka félagsins, sem einna mestu ráði um biblíu-út- gáfur þess, séu allar horfur á, að sú neitun muni koma bráðlega, svo framarlega sem íslenzka biblíufélagið vilji ekki láta undan síga og gera ýms- ar breytingar á þýðingunni. En því neitaði biblíufélagsfundurinn síðasti. Þá hefir enn hr. S. A. Gíslason beðið ísafold fyrir svofeldan greinar- stúf: I tilefni af ummælum um mig i í sambandi við ágreininginn milli bibliufélaganna í siðasta tölublaði ísa- foldar leyfi eg mér að geta þess opin- berlega, að mér voru alveg ókunn stóryrði þau um biblíuþýðendurna, sem getið er um í nefndri grein, þangað til eg kom á bibliufélagsfund í fyrra- dag. Eg reyndi aldrei til að tefja eða hefta biblíuþýðinguna, og hefi ekki farið fram á annað við biblíufélagið brezka, en að það gæfi út v a s a-útgáfu af biblíunni á islenzku, þar sem Jahve- nafninu væri slept og þýðingunni breytt á nokkrum stöðum, einkum þeim, sem nú eru alm'ent deiluefni milli gömlu og nýju stefnunnar víða um kristin lönd. Hitt taldi eg sjálfsagt, að haldið yrði áfram, þrátt fyrir það, að prenta stærri útgáfuna óbreytta eftir stílsteypunni. — Mér kom það því alveg á óvart, er eg frétti nýlega, að brezka biblíu- félagið væri að kippa að sér hendinni, að því er stærri útgáfuna snertir, — það er ranghermt að það sé búið að því; aðalfundurinn um það verður 6. júlí. — En úr því að því finnast að- finningarnar við þýðinguna svo alvar- legar, þá er bersýnilegt, að þeir eru fleiri en við sira Friðrik Bergmann, sem líta svo á, að nýja þýðingin styðji eina sérstaka skoðun á ritningunni, eða eins og síra Fr. B. kemst að orði: »Hún gefur þeim trúarhugmyndum öllum byr undir vængi, sem á næst- *) Hér er all* eigi um að tefla tillögur af hálfu nefndarinnar um að láta nýja at- kvæðagreiðslu um aðflutningsbannið fara fram, eins og gefið hefir verið í skyn í blöðum bér. R i t s t j. liðnum tímum hafa verið að láta flug- fjaðrir vaxa« (Breiðablik III. ár, bls. 17 S)- Því að það mun öllum skiljast, að brezka félagið hefir ekki tekið þessa stefnu í málinu í vor út af 2ja ára gömlum stóryrðum um þýðendurna. Mig furðar það ekki, þótt þýðend- urnir geri sína þýðingu að kappsmáli og gleðjist yfir því, að 8 meðlimir biblíufélagsins íslenzka samþyktu að gefa út þýðinguna frá 1908 óbreytta en þá mega þeir heldur ekki lá öðrum þótt þeim séu sínar skoðanir alveg eins mikið kappsmál, og kunni því illa, ef sjálf biblían er látin styðja þær skoð- anir, sem þeir telja rangar og skað- legar. Sumir segja, að deilan sé hér um smámuni og það skifti engu, hvort farið sé að aðfinningum vorum eða ekki, og má það til sanns vegar fær- ast um þá, sem lítið eða ekkert lesa í biblíunni, — en hver athugull les- ari mun verða þess var, áður en hann hefir lesið lengi, að þessi nýja þýðing brýtur bág við eldri trúarhugmyndir — (og »úreltar« bætir síra Fr. B. við). Betur að ágreiningurinn yrði til þess, að menn færu að kynna sér ritn- inguna fremur en áður, þvi að þar er eg hjartanlega sammála N. Kbl. að lakast er sinnuleysið, sem lætur sig trúmál öll engu skifta. 29/e ^10- S. Á. Gíslason. -----i.----- Til ,kirkiuvinarins‘. í ritgerð um »Helgisiðabókina« segir »kirkjuvinur« í síðasta tbl. »ísafoldar« nokkur orð, er snerta trúflokk aðvent istanna og eru svo óviðeigandi, að eg verð að leiðrétta þau. Orðin eru þessi: »1 kirkjugarðinum hefir presturinn yfir þessi ritningarorð, áður en hann kastar rekunum á: ,Moldin hverfur aftur til jarðarinn- ar, þar sem hún áður var, en andinn til guðs, sem gaf hann‘. Má af því marka, að kirkja vor mótmælir hinni fáránlegu kenningu aðventistanna um grafarsvefninn*. — Þessi ritningarorð viðhaja að- ventistarnir líka við sinar grejtranir, og sjáljur hefi eg sem Jorstððumaður flokks- ins hér í Reykjavtk lesið pau Jyrir skemstu yfir gröj, pegar eg gjörði em- bcettisverk mín. Má af pessu marka, hve ástæðu- laust það er af »kirkjuvininum« að nota þau orð til að óvirða trúarskoð- anir aðventista. Vér trúum einmitt, að andinn fari til guðs, þegar menn deyja. Það geta verið skiftar skoðanir um það, i hvaða ástandi andinn er, áður en hann í upprisunni sameinast líkamanum aft- ur, en aldrei um pað livai- hann er. Guðs orð segir: »Andinn fer til guðs«. »í þínar hendur fel eg anda minn«, sagði einnig Jesús. Vér aðventistar trúum ritningunni — engu síður en »kirkjuvinur«. Reykjavík 1. júlí 1910. D. Ö stlund, forstöðumaður s. d. a. í Rvík. ——-t------- Reutersward heitir sænskur kaupmaður, er hing- að kom á Ceres í þeim erindum að reyna að efla verzlunarmök Svía við oss. Hann er frá Gautaborg og hef- ir m. a. umboð af hendi mikilsháttar verzlunarhúss þar í borginni, sem verzlar með timbur, járn og vefnað- arvöru o. s. frv. Hr. Reuterswárd lætur mjög vel af Bjarna Jónssyni viðskiftaráðunaut. Er- indi hans í Svíþjóð um ísland hafa vakið mikla eftirtekt. Þeim má sjálf- sagt þakka rekspöl þann, er nú virð- ist vera að koma á aukin verzlunar- viðskifti vor á meðal og Svía. Svíar leggja um þessar mundir mjög mikla rækt við útflutningsverzl- un sína og er ekki ólíklegt, að ís- lendingar geti haft hag af verzlunar- mökum við þá. Herra Reuterswárd vill gjarna ná í góðan umboðsmann fyrir sig hér í bæ — sem fyrst — sbr. augl. hér í blaðinu. Skipaferðir; Vesta fór vestur og norður um land í fyrradag með gríðarmarga farþega, námsmenn og aðra vetrarvistarmenn hóðan úr höfuðstaðnum. Austri kom úr strandferð i gærmorg- un. Meðal farþega: Jónas læknir Krist- jánsson, kominn hingað tii lækninga, allveikur. Ceres fer til útlanda í dag kl. 6. Meðal farþega : síra Har. Níelsson, jung- frú Jngibjörg Brands. Hún fer á kenn- arafundinn í Stokkhólmi, og ætlar auk þess á ferðinni að kynna sór íþróttir yfirleitt. Aðalfundur íslandsbanka. Skýrsla ráðherra. Ár 1910 hinn 1. júlí var haldinn aðalfundur í íslandsbanka. — Fund- urinn var haldinn í skrifstofu bankans í Reykjavík og settur af ráðherra Birni Jónssyni, er lagði fram blöð þau af »Berlingske Tidende og Lögbirtinga- blaðinu, sem fundurinn hafði verið boðaður í og lýsti því jafnframt yfir, að fundurinn hefði verið boðaður með löglegum fyrirvara. — Fundarstjóri var kosinn Halldór Daníelsson yfir- dómari, en fundarskrifari Sighvatur Bjarnason bankasjóri. Gefnir höfðu verið út atkvæðaseðl- fyrir 88feo hlutum. Þetta var gjört: 1. Formaður fulltrúaráðsins, ráðherra Björn Jónsson skýrði fyrir hönd fulltrúaráðsins frá starfsemi bank- ans siðastl. ár, en gat þess jafn- framt, að gefnu tilefni, að farist hefði fyrir að halda reglulegan fulltrúaráðsfund, enda hefði verið litið verkefni fyrir slíkan fund. — Skýrsluna um starfsemi bankans yrði því að skoða sem samda af formanni fulltrúaráðsins, en við- staddir fulltrúaráðsmenn, hr. Lár- us Bjarnason og Sigfús Eymunds- son höiðu eigi neitt við hana að athuga að efninu til. — Formaður fulltrúaráðsins lýsti þvi yfir, að stjórn bankans og framkvæmdir allar hefðu veriðí bezta lagi árið sem leið og tók það sérstaklega fram, að bankastjórninni væri eigi að neinu leyti gefandi sök á því ó- láni eða tjóni, sem bankinn hefði orðið fyrir útaf svikum Friðriks Kristjánssonar útibússtjóra á Akur- eyri. — í íslandsbanka hefði jafn- an verið og væri enn alt í beztu reglu. 2. Framlögð endúrskoðuð reiknings- gjörð fyrir árið 1909. Samþykt að greiða hluthöfum 6°/a í ársarð. 3. Framkvæmdarstjórn f einu hljóði gefin kvittun fyrir reikningsskil- um. 4. Hæstaréttarmálaflutningsmaður L. Arntzen í einuhljóði endurkosinn í fulltrúaráð, af hluthafa hálfu. 5. Amtmaður J. Havsteen sömuleið- is endurkosinn endurskoðunarmað- í einu hljóði. 6. Samþykt í einu hljóði uppástunga eins hluthafa um að votta fram- kvæmdarstjórn bankans þakklæti fyrir ágæta frammistöðu sina að því er rekstur bankans og stjórn snertir. Fundi slitið. Björn Jónsson. Halldór Daníelsson, fundarstjóri. Erindi það, er ráðherra flutti sem formaður bankaráðsins, um rekstur bankans, var á þessa leið: Reksturstekjur bankans hafa árið 1909 ekki komist eins hátt eins og 1908; þær urðu nær 36000 kr. lægri. Þetta stafar því nær eingöngu af því, að útlánsvextir bankans voru árið 1909 tiltölulega mjög lágir móts við það, er bankinn varð sjálfur að greiða af skuldum sínum erlendis; og hefði bankinn eigi á annan hátt haft all drjúgar tekjur bæði fyrir innheimtu- störf sín og ýms fleiri störf en bein lánsstörf, mundi ágóði sá, er bæði hluthafar og landssjóður fá af banka- rekstrinum, hafa orðið talsvert lægri en raun hefir þó á orðið. Að stjórn bankans lét útlánsvextina, sem hún færði niður 1909, eigi vera hærri en hún gjörði, verður að telja vel til fallið og lýsa mikilli nærgætni, enda er það til þess gjört, að létta undir með mönnum að standa í skilum við bankann. Það kom víða í ljós árið sem leið, að örðugleikar við að standa í skilum við bankann fóru yfirleitt vaxandi; og á þessu ári hafa orðið svo mikil bíögð að þessu, svo sem kunnugt er, að margir hafa gefist upp og orðið gjald- þrota, sumir stórskuldugir. Það má búast við meira eða minna tjóni af því fyrir bankann. Vanskilin stafa vitaskuld mest af getuleysi, en sum sjálfsagt af of miklu viljaleysi eður blátt áfram af skeytingarleysi; því er nú miður. Hinsvegar má gera sér von um, eftir öllu rekstursfyrirkomu- lagi bankans, að tap það, sem hann kann að verða fyrir af framantöldum ástæðum, verði eigi stórvægilegra en svo, að það hafi engin veruleg áhrif á ágóða landssjóðs og hluthafa af bankarekstrinum. Viðskiftavelta bankans hefir eigi held- ur verið fult eins mikil árið 1909 eins og næstu ár á undan. Hún hefir orðið eftir reikn. 19090^1. 4 milj. kr. lægri: Þetta stafar aðallega af framangreindum vandkvæðum og örðugleikum, atvinnu- bresti í sumum greinum m. m.; að húsagerð hefir t. d. mjög lítið verið unnið o. s. frv. Aðalástæðan fyrir því, að viðskiftaveltan hefir lækkað, er þó sú, að viðskiftin við útbúin hafa verið miklu minni, enda hefir þar borið enn miklu meira á hnekki i verzlun og viðskiftum, eins og alltítt er í erfiðum árum. Hjá heimabúinu hefir viðskiftaveltan verið nær hin sama og áður, og má það telja öllum vonum framar, ekki meira rekstursfé en bankinn hefir, einkum þegar á það er litið, að talsvert af starfsfé bankans, má vera helzti mikið, er í föstum lán- um, sem örðugt er að fá höggvið skarð í, svo nokkru nemi, þegar ekki árar betur en nú. Bankinn seldi í aprílmánuði í fyrra fyrir Landsbankann 2 miljónir í banka- skuldabréfum, og má það teljast þarft verk fyrst og fremst fyrir Landsbank- ann og þá einnig fyrir alt landið í heild sinni. Ekki er hægt að segja, að útlitið sé gott þetta árið. Að vísu eru horf- ur allgóðar á Suðurlandi, sérstaklega til sjávarins, en alt daufari í hinum landsfjórðungunum, einkum til sveita. Af starfsfé bankans eru um 2 miljónir hjá útibúunum; og er því af- armikilsvert fyrir bankann, að útibúin geti haldið nokkurn veginn í horfinu og hafi ekki við mjög mikla örðug- leika að stríða. Það verður að mestu leyti komið undir veðráttunni næstu 2—3 mánuði, hve arðsamur útibúa- reksturinn verður. Bankinn hefir orðið fyrir því óláni, að vera beittur óráðvendni og svikum af hálfu útbústjórans á Akureyri, Fr. Kristjánssonar, er þaðan hvarf skyndi- lega á áliðnum vetri. Það, sem hann hefir haft af bankanum á sviksamleg- an hátt með ýmsu naóti, nemur alls hér um bil 22000 krónum, en þar í erutaldarum 8000 kr., sem hann hafði svikið út úr eða stolið frá viðskifta- mönnum bankaútibúsins af fé því, sem þeir höfðu trúað honum fyrir svo sem vini sínum og prívatmilligöngumanni við bankaútbúið. Án þess að fara nokkuð frekara út í það, á hverjum þessi svik — 8000 krónurnar — eigi að lenda að lögum, hefir bankastjór- nin tekið mjög mannúðlega í það að fullnægja þeim kröfum, sem þeir menn hafa gjört til bankans, er svikunum hafa verið beittir, og er eg sem for- maður fulltrúaráðsins að fullu og öllu samþykkur aðgjörðum bankastjórnar- innar í þessu efni. Hve mikið tjón bankans verður á endanum, er mikið komið undir því, hvað fasteignir og aðrar eigur Fr. Kristjánssonar kunna að seljast; en stjórn bankans telur vist, að ekki verði það meira en svo, að taka megi það af reksturságóða bankans þetta ár, án þess að það hafi nokkur þau áhrif, er neinu nemur, á ársgróðann handa hluthöfum bank- ans og landssjóði. Meiöyrðamál mörg hafa minnihlutablöðin 3 hér í höfuðstaðnum fengið á hálsinn upp á síðkastið. Ráðgjafi hefir stefnt þeim mörgum stefnum fyrir svívirðilegan munnsöfnuð í hans garð — munn- söfnuð, sem er allri þjóðinni vansæm- andi vegna þess hve mjög hann ber vott um lítinn stjórnmálaþroska. Þóti tekið sé djúpt í árinni um stjórnmálaífc/raír þær, sem eru á döf- inni og blöðin láti fjúka ‘djarfmæli um þær — er ekkert við þvi að segja. — En lubbalegar persónuskammir, persónulegur rógur og nið, svo sem • minnihlutablöðin hafa tamið sér, eink- um í vetur, — þesskonar stjórnmála- vopn eiga engan rétt á sér og er sjálfsagt að reyna að gera þau land- ræk, hvern veg sem auðið er. — Takist að útrýma þeim með hjálp dómsfólanna — má það heita vel farið. Minnihlutablöðin eru að bera sig upp undan málshöfðunum ráðgjafa — og skrafa mikið um, að Hannes Haf- stein hafi aldrei í sinni ráðgjafatíð — lagt í meiðyrðamál við andófsblöðin, sem þá voru. Engin furða var það I Bardaga-aðferð andófsblaðanna þá bar sem sé af bardagaaðferðinni, sem nú er beitt, eins og gull af eiri. H. H. hefir aldrei orðið fyrir persónu- 1 legum ofsóknum og rógi af hálfu mótstöðumanna sinna, eins og núver- andi ráðgjafi. Þá réði frekara »fair play« í andófsbaráttunni en nú, er J. Ól. öc Co. ráða aðferðinni.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.