Ísafold


Ísafold - 01.10.1910, Qupperneq 3

Ísafold - 01.10.1910, Qupperneq 3
ISAFOLD 247 Ungmennafélögin og Heimastjórnin. Svar til lijónaleysanna. Ógn hefir þeim orðið bumbult af því, Guðmundi Sigurjónssyni (í ísaf. 56. nr.) og »Iðunnic (í Lögréttu), að eg skrifaði greinarkornið í 54- tW- ísafoldar um »Ungmennafélögin og Heimastjórnina«. Ekki gerði eg þó annað en draga fram í dagsljósið tvær myndir frá síðasta þingi, nfl. fram- komu og hugarþel ráðherrans, Björns Jónssonar, gagtivart Ungmennafélög- unum, og hins vegar hugsunarsemi Heimastjórnar-þingmannanna, Jóns frá Múla og Péturs frá Gautlöndum. Það er gott, ef framkoma þeirra þar hefir verið sprottin af umhyggju fyrir vel- ferð landssjóðs, enda ekki svo lítil fjárhæð spöruð með þessu(ll). En mínar ályktanir byggi eg á reynslu frá þinginu 1907. Jón alþm. frá Múla hefir reyndar mótmælt því, að hin skyndilega breyting, sem þá varð á hugum sumra þingmannanna gagnvart Ungmennafélögunum hafi stafað af neitun þeirra að draga niður fánann. Helgi kennari Valtýsson hefir skorað opinberlega á hann að koma fram með hinar sönnu og réttu ástæður, en það hefir hann látið ógert enn. Ogámeð- an svo standa sakir held eg minni skoðun á þeim herrum og dreg mín- ar ályktanir, hversu mikið _sem þau fussa og sveia hjónaleysin í ísafold og Lögréttu. Þessi »Iðunn« getur líka sparað sér allan pilsaþyt út af því, að eg sé að gera ungmennafélögin pólitísk. Ekk- ert orð stóð i þá átt í grein minni. Eg veit það eins vel og hún og vissi það löngu fyrr, því eg er eldri ung- mennafélagi en hún, að svo má ekki vera. Eg átti þátt í því að búa til fyrstu lög Ungmennafélags Reykjavík- ur, og fylgdi þeitn þar fast að mál- um, sem ekki vildu láta Ungmenna- félögin skifta sér af stjórnmálum. Og það hafa þau aldrei gert. En á hinu eiga þau enga sök, þótt einhver stjórn- málaflokkur rísi öndverður móti einu þeirra heitasta og hjartfólgnasta áhuga- máli, og láti þau að einhverju leyti gjalda þess. En það er sannfæring min, að Ungmennafélögin hafi goldið þess hjá ýmsum Heimastjórnarþing- mönnunum og öðrum flokksmönn- um, að þau báru íslenzka fánann fram til sigurs. Og eg sé ekki, að eg geri þeim flokk mikið rangt til með slíkri ályktun, því það er aldrei_nema mann- legur breyskleiki, sem fylgir bæði mér og öðrum, að stjaka við því, sem manni er ekki geðfelt, sérstaklega telji maður það að einverju leyti skaðlegt. Þá speki þurfti eg ekki að sækja í hjónaleysin, að við ættum vini innan Heimastjórnarflokksins, og styrktar- menn. Það vissi eg áður. En það raskar ekkert því, sem eg hér hefi áður sagt um vantrú mina á þeim flokk á þingi i styrkmáli voru. Þau halda það, hjónaleysin, að eng- inn Ungmennafélagi hafi þá skoðun nema eg, að félögin gjaldi fánamáls- ins hjá Heimastjórnarmönnum. Þeim gott ef það er. Um það geta þau skeggrætt sín á milli. Eg hefi ekk- ert um það skrifað. Sagði að eins mína skoðun. Og það vil eg segja þeim báðum í mesta bróðerni, að ekk- ert atkvæði hafa þau um það, hvað eg hugsa, skrifa eða tala. Eg ætla svo ekki að skrifast meira á við þau um þetta mál, þótt þau kunni aftur að fá hvöt til að ryðjast fram á ritvöllinn, tel ekki taka þvi. En eg ætla að kannast við faðernið á grein minni í 54. tbl. Isafoldar, því enginn þarf að fyrirverða sig fyrir sannfæring sína, bygða á eigin r e y n s 1 u, að því er maður bezt veit. En við félaga minn Guðm. Sigur- jónsson vildi eg segja það að endingu, að hann ætti ekki að taka hart á rit- hætti mínum, hann, sem skrifaði i vetur hina miður vel þokkuðu grein um félagsbróður okkar og á- gætan forgöngumann Jóhannes Jósefs- son, þegar hann var hvergi nærstadd- ur að svara fyrir sig. Svo óska eg nú hjónaleysunum alls góðs — helzt þess, að þau yrðu fyr en seinna meira en hjónaleysi, — eg vona, að þeim verði ekki eins ónotalegt innvortis af þessu greinar- korni eins og hinu fyrra. Eyrarbakka 12. sept. 1910. Jón Helqason. Afengi var flutt til landsins 1908 fyrir 554 þús. krónur. Hvað skyldi þessi upphæð minka mikið ef fylgt væri »mentunar«kenn- ingu Brennivínsfélagsins ? Hafsteinsk hagsýni. Fyrir jooo krónur var keyptur hing- að Jiskur Jrd Dcinmórku á landsjóðs- kostnað sukkárið mikla 1907, til þess að gæða gestum landsins á. Er það eitt dæmi af mörgum um hóf og hag- sýni i meðferð opinberra fjármuna á Hafsteinsöldinni. (Fjallk.) Loftskeytamálið. Herra ritstjóril Út af umræðum þeim er orð- ið hafa um loftskeytamálið og eink- um loftskeytasamband við Vestmann- eyjar í Isafold, vildi eg mælast til þess, að þér tækjuð í heiðrað blað yðar eft- irfarandi bréf frá símastjóranum danska, sem eg hefi fengið í sumar. Bréfið er svar við fyrirspurn frá mér. Það er dags. 14. júlí og hljóðar á þessa leið: Út af bréfi yðar 24. f. mán. um loftskeytasamband við Vestmanneyjar skal eg með ánægju láta yður í té vit- neskju þá, sem eg hefi á því máli. Það er rétt, að loftskeytastöðvum fjölgar si og æ. Það er engum erfið- leikum bundið né örðugt að senda loftskeyti á jafnvel meira en 85 enskra mílna færi. Framfarirnar sýna þó, að loftskeytastöðvar þær, sem settar eru nú að mestu leyti eru ætlaðar til sam- bands við skip á hafi úti. Aftur hefi eg aldrei vitað um neitt tilfelli að loftskcyti hafi verið látin koma í stað símasambands — enda geta þau vitaskuld ekki bætt það upp. Eg held raunar ekki að hægt verði að koma upp loftskeytasambandi milli Vestmanneyja og íslands fyrir 25000 kr. Eg býst við, að kostnaðurinn mundi verða 30—35000 kr. Við þetta bætist mikill reksturskostnaður eink- um til þess að framleiða afl það (Energi), sem óhjákvæmilegt er og sjálf- sagt verður að nema 1,5 kilovatti á hverri stöð. Eg þekki ekki hvernig hagar til á þessum tveim stöðum, en geri ráð fyrir, að dieselmotora verði að hafa til framleiðslunnar. Um stöðva- gæzluna er það að segja, að til þess að gæta vélánna og hinna margbrotnu tækja þarf að sjálfsögðu mann, sem hefir þekkingu á því eða minsta kosti skilyrði til að afla sér verklegrar þekk- ingar á gæzlunni, og símastarfið er þannig vaxið, að símamaðurinn verð- ur að geta tekið móti merkjunum með heyrninni einni (talsíma). — Hvort hægt sé að útvega slika menn á hvoru- tveggja staðnum veit eg auðvitað ekki en það er víst vafasamt. Og hvað sem öðru líður — verður reksturs- kostnaðurinn undir öllum kriugumstæð- um miklu tilfinnanlegri en ef talsíma- samband væri. Hin þráðlausu talskeytatæki eru ekki ódýrari en síminn og reksturskostn- aður ekki minni, svo að nokkru nemi og þau eru naumast örugg. — Og þareð, eftir bréfi yðar að dæma, er ekki erfiðleikum bundið að leggja sæsima ræð eg yður — eftir því sem eg get dæmt héðan — eindregið til að taka hann. Lagningin á sæsíma er ekki dýrari, en reksturskostnaður miklu minni og sambandið langt um áreið- anlegra. Virðingarf. Meyer símastjóri i Danmörku. Reykjavík 20. sept. 1910. O. Forberg. ------------■ Reykjavikur-annáll: Aðkomumenn síðustu daga: sira Ólafur Finnsson Kálfholti, Sæmundur bóndi Jóns- son Minnivatnsleysu 0. fl. Dánir: Yilborg Jónsdóttir, ekkja, Yest- urgötu 21. 56 ára. Danskt Grænlandsfar, er »Godthaab« heitir, kom hingað i vikunni frá Augmagsalik á austurströnd Grænlands. Skipið hrepti hafís mikinn áleið sinni milli landa. Hingað flutti það nokkra Dani er sigldu með »Botniu« í fyrrakvöld. Héðan fer skipið til Juliean- haab, sem er á vesturströnd Grænlands. Fasteignasala. Þingl. 29. sept. Ólafur Hróbjartsson fær uppboðsafsal fyr- ir háseign nr. 48 A við Njálsgötu með tilh. fyrir 2155 kr. Dags. 19. júli. Sami selur Jóhannesi Bjarnasyni stýri- manni sömn húseign m. tilh. fyrir 2650 kr. Dags. 24. sept. Stgr. Guðmundsson trésmiður selur húsfrú Guðfinnu Jónsdóttur húseign nr. 20 við Frakka8tíg með tilheyrandi fyrir 4200 kr. Dags. 22. ág. Fiskiskipin hafa verið að koma inn vikuna sem leið. Afli er sagður að vera yfirleitt i meðallagi eða vel það. Guðsþjénusta á morgun i þjóðkirkjunni kl. 12 Dómkirkjupresturinn, , kl. 5 slra Bjarni Jónsson. I Frikirkjunni kl. 12 Frikirkjupresturinn. Hlutabréf íslandsbanka hafa staðið lágt að undanförnu. Eftir þvi sem »Börsen« skýrir frá, var nafnverð þeirra 901/,°/0 i ágústmánuði, eða 7—8°/0 lægra en um sama leyti i fyrra, þótt horfur séu nú betri. Ekki verður annað séð, en verðfall þetta stafi af bankahneykslinu á Akureyri. (Fjallk.) Hjúskapur : Björn Sæmundsson Kárastig 6 og ym. Guðrún Jónsdóttir. Gift 23. sept. Yfirslátrari Tómas Tómasson Bergstaoa- stræti 11 og ym. Rannveig Jónsdóttir. Gift 24. sept. Magnús Þórðarson bóndi á Hvammi i Kjós og ym. Sigrún Árnadóttir. Gift 27. sept. Bjarni Ivarsson bóbbindari og ym. Eagn- heiður Magnúsdóttir Blöndal (frá Yallanesi) Gift 28. sept. Ritstjóri Ingólfs, hr. Andrés Bj örn**son, er nýlega kominn heim úr Norðurlandsför sinni. Skólar ailir eru settir -I dag nema Kenn- araskólinn. Veðrátta var stirð og köld fram að miðri vikunni. Snjór hafði fallið ofan að sjó á Vestur- og NorðurlaAdi. Siðustu dagana hefir verið inndælisveður. Rartöflur. Landhagsskýrslurnar 1908 sýna að það ár voru fluttar kartöflur til lands- ins fyrir rúm 80 þús. krónur. »Betur má ef duga skal« með kartöfluræktina. Skipaferðir; Beztu og ódírustu vindlarnir Austri fór í hringstrandferð 23. f. m. MeSal farþega var Kr. Magnússon fiski- matsmaður frá ísafirði. Sterling fór til útlanda (Hamborgar) síðastl. laugardagskveld. Meðal farþega voru: ráðherra Björn Jónsson til Khafn- ar, Ólafur ritstj. Björnsson, Tary kaupm. og frú, F. C. Möller og frú, Thaulon stórkaupmaður, Stefán Scheving, og 30 mælingamenn danskir frá Generalstaben. Ennfremur ungfrúrnar : Sigríður Björns- dóttir (ráðherra) til Londön og Oxford, Ólöf Björnsdóttir (Jenssonar), Anna Klemenzdóttir (landritara), Hólmfríður Halldórsdóttir, Sigr. Zoega, Jarðþrúður Pétursdóttir, Guðlaug Sigurðardóttir (frá Kaldaðarnesi) og Ásta Ásmundsdóttir. Til Vestmanneyja fór með skipinu alþm. Gunnar Ólafsson o. fl. Botnia kom frá Vesturlandinu þ. 28. f. m. Fjöldi farþega var með skipinu, kaupafólk, námsfólk o. fl. Botnia fór til Seyðisfjarðar og útlanda í fyrrakveld.' Meðal þeirra ’er tóku sór far með skip- inu voru þessir: D. Thomsen kaupm. B. M. Ólsen prófessor og Sigurður Lýðs- son stud. jur. o. fl. Til Vestmanneyja: Gísli J. Johnsen konsúll og frú, Ánton Bjarnason verzl- unarstjóri o. fl. 0 ® D* VI ® ao * I-. ® s s* ® 55 V c vi an ® S Q S ® I o CP5 Hver sá, er byrjar að reykja Vindla frá Dresselhuys & Nieuwenhuysen Oulenborg konungl. hirðsala, sem er lang- stærsta vindlaverksmiðja í Hollandi, mun aldrei reykja aðra vindla. Aðalumboð fyrir Danmörk og ísland hefir Handelselskabet »1 s a f o 1 d« Kaupmannahöfn, Reykjavík & Hamborg. NB. Hver sá kaupmaður, er kaupir i stærri stýl, fær aukreitis stóran og verðmikinn spegil. Reykið ætíð Dresselhuys vindla: Perla de vera Crus, Golden Cross, Torpedo, Cesares, Risolas, Caravana og fjölda önnur merki. u 83 —N 8ð «D u •iH A u •>H tc © —H ic a a a o M Frá landsímanum. Kong Helge er ókominn enn. Er orðinn á eftir áætlun. Tímakenslu í handavinnu veitir undirrituð stúlkum, sem þess óska, og kennir fáséða handavinnu, svo sem teneriffblúnda, úrdregið þráða- verk, að ríða blúndur, útprjón o. fl. Einnig fæst tilsögn í ensku. Laugaveg 58, 30. sept. 1910. Þóra J. Einarsson. Islenzk mállrái ætluð bæði barnaskólum og unglinga- skólum, eftir Halldór Briem, er kom- in á prent. Aðalútsölumaður er Sig- urður Kristjánsson. Kostar í bandi 1 kr. Tunnur undir kjöt eða slátur, ódýrar í „Liverpool“. Lifandi blóm. 1 Skrautlegir Pálmar og smáplöntur selst með niöursettu verði. Stýrimannastig 9. Nokkur herbergi fyrir einhleypa með eða án húsgagna til leigu. Einnig geta 2 menn fengið húsnæði, fæði og þjónustu á sama stað fyrir 40 kr. pr. mán. Stýri- mannastíg 9. Tvær vetrarstúlkur óskast á tvö heimili nálægt Reykjavík, semjið við Guðm. Egilsson Laugav. 40. Dugleg og þrifin stúlka getur fengið vist í góðu húsi. — Afgr. vísar á. Herbergifyrir einhleypa með forstofuinngangi til leigu nú þegar. — Afgreiðslan ávísar. Á Siglufjarðarlínunni eru opnaðar landsímastöðvar eins og hér segir: 2 flokks stöð á Siglufirði 3 — stöðvar á Vatnsleysu, Kolkuós Hofsós, Felli i Sléttuhlíð og Haganesvik. Ennfremur er opnuð 3. flokksstöð á Mýrum í Dýrafirði. Stöðin á Eysteinseyri í Tálknafirði er lokuð frá 1. oktbr. þ. á. Reykjavík 30. september 1910. Til leigu heil ibúð og einstök herbergi í mið- bænum. Upplýsingar i Lækjagötu 6 B. Vetrarstúlka óskast. Ritstj. vísar á. Herbergi til leigu. í Lækjargötu 12 fæst ágætt her- bergi til leigu nú þegar. Menn snúi sér til Hjálmtýs kaupmanns Sigurðs- konar, Lækjargötu 10 B (kjallaranum). Nokkrir menn geta fengið fæði á Laufásveg 17, og einnig herbergi. Lítil fjölskylda eða einhleypir piltar geta fengið leigt að Hofi, 2 eða 3 stúlkur geta fengið fæði og húsnæði á sama stað. Talsími 236. Þrifln vetrarstúlka óskast nú þegar í gott hús í kaupstað ná- lægt miðbænum. Upplýsingar 1 Vest- urgötu 18. Dugleg og vönduð stúlka getur fengið vetrarvist á fámennu heimili frá 1. október. Ritstj. visar á. Tvö herbergi til leigu fyrir einhleypa í Stýrimannastíg 8. 2 og 2 samstæð góð herbergi með húsbúnaði til leigu frá 15. okt. í Suðurgötu 14. Stofa til leigu fyrir einhleypan í Tjarnargötu 3. Gott og ódýrt fæði í Iðnskólanum. V etrarstúlka geturfengið vist hjá sira Jóni Helgasyni í Tjarnarg. 26. 2 samliggjandi herbergi og eldhús til leigu í Nýlendugötu 19. Kjallarapláss til leigu á Bók- hlöðustíg 8. Herbergi með húsgögnum til leigu, Grjótagötu 10. GÓð og dugleg stúlka óskast — Ritstj. visar á. Herbergi með götudyrainngangi, rúmi og öllum herbergjabúnaði, fæst leigt á Kárastöðum. Fæði ágætt fæst hjá Hólmfríði Þorláksdóttur, í húsi Jóns Þorsteins- sonar við Bjargarstig. Lítil, ódýr íbúð við Suðurgötu 11. Semjið við Sigfús fasteignasala Svein- björnsson. Gott kjallarapláss til leigu og 1 loftherbergi, Grettisgötu 56. StÚIka óskast í vist á fáment og barnslaust heimili hálfan daginn. — Afgreiðslan vísar á. Hálslín, hvitt og mislitt, Manchettskirtur hvítar og misl. Hálsbindi og margt fleira nýkomið i verzlun H. Andersen & Sön. Verðskrá sláturfélags Suðurlands. Fyrsta slátrunartímabil í haust (til 15. október). 1. fl. sauðir 40 pd. og þar yfir 23 a. pd. dilkar 28 — — 23 veturg. 30 — — 23 - — - sauðir 33-39- — 22 - — dilkar 25-27 — 21 - — veturg.25-29 — 21 - — - dilkar 18-24 — 20 - — vg. (undir)2 5 — 20 - — - rýrara fé — — 17 - — - rýrasta fé — 15 - — Mör . 30 - — Sláturverð eins og undanfarið (án garna). Ökeypis leikfimiskensla Þær stúlkur sem óska eftir að fá ókeypis tilsögn í að kenna byrjend- um leikfimi, gefi sig fram til undir- ritaðrar sem allra fyrst. Stúlkur, sem ætla sér að fást við kenslustörf út um land ganga fyrir. Heima frá 4—5 e. m. Vonarstræti 12. Ingibjörg Brands. 3 ofnar góðir og litlir óskast keyptir á Hótel Island. Rófur og Kartöflur í Gróðrarstöðinni fást keyptar: Kartöflur á kr. 4.00, 100 pd. Gulrófur á kr. 2.50, 100 pd. Fóðurrófur á kr. 1.25, 100 pd. Verðið miðað við afhending á staðnum. K © 11 8 I a • Undirritaður kennir börnum allar lögskipaðar námsgreinar, einn- ig fullorðnum íslenzku, dönsku, reikning, enskn (byrjendum) 0. fl. LAgt kenslugjald. Bergstaðastræti 45. Þorst. Finnbogason. Snennnbær kýr til söln nú þegar. Semja má við S. Á. Gislason. Talsimi 236. Fortepiano til æfinga óskast til leigu yfir vetur- inn. Tilboð sendist strax afgreiðslu þessa blaðs. Atvinna. Ungur maður, sem er þaulvanur öllutn skrifstofustörfum og bókfærslu og hefir fyrirtaks meðmæli, óskar eft- ir atvinnu nú þegar. Afgr. vísar á.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.