Ísafold - 12.10.1910, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.10.1910, Blaðsíða 1
út tyisvar i viku. Vovð árg-. (80 arkir minst) 4 kr., eriondis 6 ki efta l1/* dollar; horgist fyrir miðian júli (eriendia fyrir fram). ISAFOLD Dppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, er ógild noma komln sé til útgefanda fyrir 1. ofrt. og £.aMpandi sknldlaas vib blaöib Afgreiðsla: Au»turötr»-ti 8. XXXVTI. árg. Reykjavík miðvikudaginn 12. október 1910. 65. tölublað l. O. O. F. 9310149 Porngripasafn opih hvern virkan dag 12—2 íslandsbanki opini> 10—2 x/i og B1/*—7. K. P. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siöd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 x/* sibdegis Landakotskirkja. Guhsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—B Landsbankinn 11-2 »/*, 6V*-8*/*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasatn 12—8 og B—8. Útlán 1—3 Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirðir 10—2 og B—6. Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i iæknask. þriðjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opið l1/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og 3. md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—5. Peningamálin. Hugleiðingar um þau, i sambandi við álit og skýrslu peningamála- nefndarinnar. é Búast má við því, að mörgum þyki skýrsla peningamálanefndarinnar, er birt var nýlega hér í blaðinu, sundur- laus, og lítið á henni að græða. Slíkt er ekki nema eðlilegt, því að mergur- inn málsins, nfl. öll bréfin og skil- ríkin, sem vitnað er til í henni, vanta. En engan er hægt að saka um þetta. Nefndin hafði aðallega það hlut- verk, að aðstoða stjórnina, að því er peningamálin snertir, og því er það, að nefndin sendi öll skilríki sín beint til stjórnarráðsins, og stjórnarráðið leggur þau svo fyrir næsta alþingi, sem að sjálfsögðu leysir úr spurning- unni, d hvaða hátt við eiqum að fá fjármagn inn í landið, svo að helzt séu likindi til, að það geti komið þjóðinni að notum, ekki að eins í nútlð heldur og engu síður í fram- tíðinni. Á skýrslunni má þó sjá eitt mikilvægt atriði, sem er vitanlega höfuðatriðið í þessu máli, sem sé það, að svo lítur út, sem við eigum kost á að fá fjármagn inn í landið, bœði frá Frökkum og Enqiendinqum. Spurningarnar fyrir stjórn, þing og þjóð, verða því þessar: Hjá hvorri þjóðinni er okkur betra og hyggilegra að fá peninga? Hvor veitir okkur betri skilyrði; minni kvaðir, lægri vexti o. s. frv. ? Hvor er líklegri eða ólíkleqri til að ásælast ýmsar auðsupp- sprettur okkar, sem girnilegar eru ? Alt þetta verðum við að athuga vand- lega. Og mest af þessu kemur í ljós með skjölum þeim, sem lögð verða fyrir þingið. Engum vafa er það bundið, að okkur vantar tilfinnanlega fjármagn inn í landið, svo að við getum notfært okkur það eins og skyldi. Okkur vantar fé til að rækta landið, sem er fyrsta skilyrðið fyrir velgegni okkar; hyrningarsteinninn undir fram- tíð okkar og framförum. En það fé sem lánað er til ræktunar landsins, þarf að vera lánað upp á langan tíma, annars kemur það ekki að fullum not- um» getur jafnvel í sumum tilfellum frekar verið til að fella en reisa. Vext- ir Og afborganir þurfa að koma svo létt niður á lantakanda, að árlegur arð- ur af ræktuninni niargborgi þá upphæð. Og það ætti að takast, ef lánstíminn væri nógu langur, t. d. 75 ár, eins og nefndin leggur til í niðurlagi álits síns. Ýmsir vilja hafa lánstimann enn þá lengri, t. d. 100 ár. Nýstárleg kenning þykir sú tillaga nefndarinnar sjálfsagt, að helmingur fasteignalánanna (gegn veði í jörðu) standi afborgunarlaus um aldur og æfi. Með þeim hætti verður lánsstofnunin í raun og veru að nokkru leyti eig- andi fasteignanna, þó með þeirri tak- mörkun, að lántakandi (eða sá, er tekið hefir við af honum), hafi rétt til að borga alt lánið ef hann vili, eða leysa eignina alveg úr veðbönd- um. Þetta fyrirkomulag gæti sjálfsagt að mörgu leyti verið gott og hentugt, þó með því skilyrði, að lánsstofnunin væri pjóðbanki, því með því eina móti er það trygt, að fasteignirnar gangi ekki úr greipum landsmanna. Við þörfnumst ennfremur fjár, er lána mætti með góðum lánskjörum, til að auka sjávarútveginn, sérstaklega til að kaupa botnvúrpuskip, sem óhætt er að gera ráð fyrir, að verði fram- tíðar fiskiskipin. Einnig til að byggja stein eða steinsteypuhús; þær bygg- ingar mega til að vera framtíðarbygg- ingar okkar, sem búum í grjótlandinu skóglausa. Hér á landi ætti helzt ekki að sjást timburhús. Til alls þessa vantar okkur fé. og það í stórum stíl. Og við megum til að fá það. Megum ekki vera hræddir eða íhaldssamir, t. d. með að taka þjóðlán. Það getur margborgað sig sé hyggilega að farið. Þess eins þurfum við að gæta, á hvaða bátt sem við fáum fjármagn inn í landið, og hjá hvaða þjóð sem við fáum það, að veita engin einka- réttindi yfir smærri eða stærri blett- um af landinu okkar, eða til að fram- kvæma hér mannvirki svo sem t. d. hafnargerðir, járnbrautarlagningar mfl. Allar samgöngur og samgöngufæri á sjó og landi, ættu að vera pjóðeign. Að því marki eigum við að keppa með tíð og tíma, og missa aldrei sjónar á. Að gefa útlendum auðfélögum t. d. einkarétt, til að framkvæma mannvirki hér á landj, gæti verið okkur á marg- an hátt stórhættulegt. Við gæt.um að því er það snertir, haft fyrir okkur reynslu Ameríkumanna t. a. m., sem nú eru í hreinustu vandræðum með auðfélögin, sem veitt var fyrir áratug- um síðan, leyfi til að leggja járnbrautir, með ýmsum hlunnindum í sambandi við það; stórum landflákum meðal annars. Nú er svo komið, að auðfélögin, sem einkaréttar og hlunninda hafa notið um langa tíð, ráða meiru en þjóð og stjórn. Og þegar svo er á- statt par, hvað mundi þá ekki geta orðið hér hjá okkur sem erum svo fáir og smáir? Tillögur nefndarinnar, um »breyt- ingar á peningamálum og bankafyrir- komulagi landsins« í niðurlagi skýrsl- unnar virðast vera heppilegar og ganga i rétta átt. Þjóðin gæti og ætti að taka þær til ihugunar og álits á þing- málafundum, sem væntanlega verða haldnir fyrir næsta þing. Nefndin, sem unnið hefir kauplaust, á vissulega þakkir skyldar fyrir starf sitt. A. J. J. Yfirgangur sjóræningja. Sýslumanni og hreppstjóra rænt. Föstudaginn í síðustu viku var Breiða- fjarðarbáturinn á ferð milli Flateyjar og Stykkishólms. Meðal farþega voru Guðm, sýslumaður Björnsson og Snæ- björn hreppstjóri Kristjánsson í Her- gilsey, ásamt fleirum. Skamt frá Bjarn- eyjum sáu þeir botnvörpung að veið- um í landhelgi. Vildi sýslum. freista að koma yfir hann lögum, og lét skjóta út báti, og fór yfir að botnvörpungn- um ásamt fleiri mönnum. Uppgöngu var þeim varnað af skipverjum með bareflum, en samt fóru svo leikar að sýslumaður og hreppstj. komust upp á þilfarið. Sýslumaður skipaði nú skip- stjóra að halda inn til Flateyjar, svo lögum yrði framkomið, en skipstjóri þverneitaði og skipaði hinum aftur í bát sinn. En er sýslumaður vildi ekki láta undan síga, kvaðst skipstj. fara með þá tafarlaust til Englands. Lét hann síðan beina skipinu til hafs, með fullum hraða, með þá sýslumann og hreppstjóra innanborðs. Það gátu menn þeir, er fluttu sýslu- mann milli skipa séð, að botnvörp- ungur þessi var frá Hull; heitir Chieftain nr. 847, og fyrir það ætti að vera hægara að hafa hendur í hári hans. Tíðindi þessi voru símuð til stjórn- arráðsins á mánudagsmorguninn, og símaði þá landritari samstundis um- hverfis land eftir Valnum, en hann fanst hvergi. Einnig símaði landrit- ari til ráðherra og danska konsúlsins í Húll, svo að ráðstafanir yrðu gerðar tafarlaust til að taka skipið fast, er það kemur til Englands. Hvort skipið hefir farið beina leið heim til sín með mennina, eða sett þá á land á ein- hverri höfn fjærri síma, er ekki hægt að vita að svo stöddu. Vonandi fær þessi þorpari, áður langt um líður, sfn makleg málagjöld. Ehrlich prófessor. ---- Kh. 11. sept. TO. Ehrlich prófessor, er maðurinn, sem fundið hefir hið nýja meðal gegn frönsku sýkinni (syfilis), það er reynst hefir óbrigðult enn sem komið er. Reynist meðalið jafngott til fram- búðar sem það er skjótt að verka, hverfur þessi illræmda sýki úr sög- unni á fám árum og þá verður þessi þýzki læknir einhver mesti velgerða- maðurmannkynsins ogdýrlingur mörg- um núlifandi sjúklingum, sem bera þess »sár um æfilöng ár, sem að eins var stundar hlátur.* Núhefir meðalið (»Hata« eða »606«) verið sent til íslands til þess að reyna það við holdsveiki. Skínandi von er að renna upp þar sem áður var eilíf- ur sorti. Það er sárt að hugsa til þess, hvernig þessi voðalega veiki hefir farið með ísland, hversu margir hafa verið dæmdir saklausir til kvalræðis- dauða. Hér horfa margir í huganum Ehlers prófessor. heim að Lauganesi og bíða úrslitanna óþreyjufullir. Það væri dásamlegt að sjá kaun og þjáningar snúast upp í heilsu og fögnuð. Það væri efni i þjóðhátíð. Ehrlich, prófessor er stórfrægur læknir, — hefir meðal annars hlotið Nobelsverðlaunin eitt árið. Meðal þetta hefir hann fundið eftir langvinnar rannsóknir og könnun á eðli sjúk- dómsins (syfilis), svo að þetta er eng- in tilviljun. Meðalið hefir eigi verið til sölu til þessa, heldur hefir Ehrlich sent skamta af því ókeypis læknum út um öll lönd, og frá honum er kominn forði sá, er Ehlers prófessor hefir sent heim. En nú er sagt ,að meðalið muni koma í verzlunina von bráðar. »Hata« reynist hvarvetna vel. Ung, sænsk stúlka, sem fengið hafði syfi- lis nýlega, er nú á góðum batavegi eftir Hatalækningu hér, og sárin óðum að gróa. Sömu fregnir fara af til- raunum í Noregi og Svíþjóð og all- staðar að. Ehrlich lætur síma sér jafn- óðum árangurinn — og svo mun ef- aust verða gert að heiman, þegar farið verður að reyna meðalið við holds- veiki. Manntal 1. desembar 1910. Alment manntal á að fara fram hér á landi i. des. n. k. Eins og áður hefir verið, eiga sóknarprestar að sjá um, að manntalið fari fram í sóknum sínum. í kaupstöðum þar sem bæjar- stjórn er, eru þær skyldar að sjá um manntalið, og þess er vænst, að allir góðir menn, sem þess verða beðnir að taka það, verði fúslega við þeirri beiðni. Það þykir einkar áriðandi að mann- talið verði svo nákvæmt og vel af hendi leyst, sem frekast eru föng á. Og þess væri óskandi, að menn færu ekki nauðsynjalaust burt af heimili sínu þann dag, fyr en búið er að telja á heimilinu. Prestum og bæjarstjórnum eru nú send eyðublöðin beina leið, áður vorn þau send próföstum. Svo er tilætlast, að próföstum séu sendar skýrslurnar þegar búið er að fylla þær út, en bæjarstjórnir senda þær stjórnarráðinu beina leið. Einnar nýjungar verður að geta. Nú er ætlast til, að fæðingardagur og fæðingarár hvers manns sé sett á manntalið. En af því að sumir telja fæðingardag eftir vissum vikudegi í sumri eða vetri, eða þorra t. d., þá hefir séra Eiríkur Briem prestaskóla- kennari samið töflu, sem hver teljari fær í hendur, til þess að breyta gamla tímareikningnum í mánaðardaga. Tafla E. B. byrjar 1811, og því miður má búast við því, að fátt fólk verði á lífi i. des., sem fætt er fyrir 1811. * Samkvæmt ákvörðun siðasta alþing- is, er í ráði að unnið verði úr mann- talsskýrslunum hér á landi, en þær verði ekki sendar til hagfræðisskrifstofunn- ar í Kaupmannahöfn, eins og að und- anförnu. Ýmsar greinar eru í skýrsl- unum, sem sýna, að þær eru fremur teknar landsins vegna en áður. Þar er t. d. ætlast til, að upplýsingar séu gefnar hvernig bæir eru bygðir, úr hvaða efni kaupstaðarhús eru bygð, og í hve mörgum herbergjum kaup- staðarfjölskyldur búa. Ef góðar skýrsl- ur fást um þetta atriði, þá hefir það sögulega þýðingu fyrir hagi landsins á þessum tíma, og þess meira sem lengra líður frá. Ýmsir eru að giska á það, hve margir við verðum i. des. Færri en 83,300 er naumast hugsanlegt að við getum orðið, og líklega ekki fleiri en 85 þús. Vér viljum fyrir vort leyti gizka á 84,300. -n Mokfiski á Skjálfanda. í fyrradag var Fjallkonunni simað úr Húsavik, að þar væri mokfiski um þessar mundir alt upp i landsteina, bæði á lóðir og handfæri. Stundum 20 króna hlutir á dag. — Vélarbátar eru nú allir hættir veiðum þar síðan veðrátta tók að spillast, og róðrarbát- ar hafðir í þeirra stað. (Eftir Fjallk.). Eldsvoði. Á sunnudagskvöldið kom upp eld- ur í húsinu nr. 11 á Laugavegi, sem er eign Guðlaugar Jónsdóttur, ekkju Andrésar söðlasm. Bjarnasonar. Kvikn- aði í á efsta lofti frá steinolíuvél. Eldurinn læsti sig brátt um herbergið og stóð út um glugga. Voru þá eld- lúðrar þeyttir og dreif að fólk i skynd- ingu. Slökkviliðið gekk rösklega fram, kom fyrir vatnsslöngunum af miklu snarræði og tókst því brátt að slökkva eldinn. Rjúfa varð þakjárn af mæni á báðum endum hússins til þess að coma þar vatni, því að eldur hafði æst sig i þekjuna. — Skemdir urðu nokkrar á húsinu af eldi og vatni og eins af innanstokksmunum. Vatnsveitan kom í góðar þarfir við eld þenna; vatnsslöngur voru settar á gosbrunnana (er sumir kalla »bruna- iana«) og skorti hvorki þrýsting né vatnsmegin. Þarf nú og miklu færri manna við en áður og er einvalalið. Voru vasklegar athafnir Sigurjóns hins sterka Péturssonar, Magnúsar kennara Víagnússonar, Páls skipstjóra Matthías- sonar og margra fleiri manna. Guðlaug húsfreyja Jónsdóttir brend- ist allmjög á höndum og höfði, er lún fór inn þangað, sem í kviknaði og ætlaði að slökkva eldinn. Er hún rúmföst síðan. (Eftir Fjallk.). Bindindismálið í Bandaríkjunum Það er engum efa bundið, að því máli fleygir fram meira, en en nokkru öðru máli.1 Arlega fjölga fylgjendur þess svo skiftir hundruðum þúsunda. Árið 1908 voru z/,000 drykkjustofur (saloons) eyðilagðar, með sveita- og bæjarbanni (local option). Og frá 1. jan. 1909 til 20. nóv. s. á, voru eyðilagð- ar til jafnaðar 40 drykkjustofur á dag, og á sama tíma 150 ölgerðarhús. Nú lifa 42 milj. (eða nærri helmingur) af íbúum Bandaríkjanna undir vínsölu- bannslögum, og á nálægt 75% af landareign þeirra, eru vínsölubannlög. Sex hundruð brennivínsgerðarhús af 700, í ríkinu Virginía, hafa verið eyði- lögð, af bindindismönnum á s. 1. tveim árum. Llllinoisríkinu eru 1400 hreppar. Nálega 1100 af þeimhafa engar drykkju- stofur (saloons). Svo mikinn sigur hafa bindindismenn unnið þar á s. 1. 2 árum. Síðastliðið haust unnu bind- indismenn mikinn sigur í sveita- og bæjarkosningum víðs vegar um öll Bandaríkin, t. d. New-York, Utha, Ohio og víðar. Chicagoborg er stærsti áfengisstaðurinn í Illinoisríkinu, og jafnvel í öllum Bandaríkjunum. Þar eru 8 þúsund »saloons« auk fjölda hótela, og borgin hefir í tekjur af á- fengissöluleyfum hátt á 8. miljón doli- ara á ári. Síðastliðinn vetur varð afarhörð kapp- ræða um áfengismálið í Chicagoblöð- um milli James K. Shield foringja bindindismanna, og Natan A. Cole, foringja áfengisvina. Hr. Shield sýndi með óhrekjandi dæmum og röksemda- leiðslu, að Chicagóborgarbúar borga fyrir áfengi 150 miljónir dollara ár- lega, en það er sama sem 337 doll. 40 cents á hverja fjölskyldu í borg- inni til jafnaðar. Hann sýndi fram á, með sundurliðuðu dæmi, að þetta voru nógir peningar til að kaupa öll mat- væli handa fjölskyldunni yfir árið, eða til að byggja hús yfir hana, sem kostaði 3,478 dollara og sem borgast ætti á 10 árum. Eitt af því, er hr. Cole færði fram áfenginu til stuðnings var það, að 4 milj. manns væri svift atvinnu, ef öllum drykkjustofum væri lokað yfir alt landið. Aðrir atvinnu- vegir gætu ekki tekið við þessu fólki. En hr. Shield rak þessa vitleysu jafn- harðan til baka aftur og sýndi fram á, með því að vitna í skýrslur, að tala allra þeirra, er atvinnu hafa við þess- ar drykkjustofur, annaðhvort beinlínis eða óbeinlínis, eraðeins 362,185, eða ekki 1 o prósent af þeirri tölu er Cole tilfærði. Skýrslur frá innanríkisráðuneytinu í Washington sýna, aðBandamenn eyddu fyrir áfengi 1909: 1,745,300,385^011- urum, eða talsvert hærri upphæð (45 ') Alveg má segja sama um Canada. Bind- iudismálinu þar fleygir óðfluga áfram.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.