Ísafold - 12.10.1910, Page 2
254
i s a f;o L D
Útsalan mikla hsftir20.þ.m.
Aðeins 7 dagar eftir
til þess að njóta þeirra hlunninda sem við bjóðum nú.
Við höfum nýfengið ísgarns klúta
er við seljum með útsöluverði meðan þeir endast.
Verzlunin Edinbore I Rvik.
Gísli Sveinsson
og Vigfús Einarsson
yfirdómslögmenn.
Skrifstofutími ll1/^—1 og 5—6.
Þingholtsstræti 19. Talsími 263.
!/s milj.J en þeir fá fyrir allar útflutt-
ar vörur, og þó hefir áfengisupphæð-
in mikið minkað á siðustu árum, þrátt
fyrir hraða fólksfjölgun, og er það að
þakka bindindisstarfseminni.
Þegar talað er um bindindismálið í
Bandarikjunum, verður að taka til
greina hvernig flokkarnir standa að
vígi í bardaganum. Afengisflokkurinn
er stórauðugur, hefir peninga eins og
sand, sem hann er búinn að græða á
áfengissölu um mörg ár. Hinn flokk-
urinn hefir eigi annað fé til umráða,
en það sem góðviljað mannúðarfólk —
og sem margt er fátækt — lætur af
hendi rakna af frjálsum vilja. Auð-
menn eru sárafáir i þeim flokki. En
eins og kunnugt er, eru peningarnir
»afl þeirra hluta sem gera skal« og
verða það sjálfsagt, meðan það mann-
félagsskipulag er við lýði sem nú er;
meðan auðvaldið getur kúgað og fót-
um troðið fátæklinginn eftir vild sinni.
Fátæklingurinn, (oft og tíðum ment-
unarsnauður, og þar af leiðandi lítt
hugsandi) eins og hann er enn undir-
okaður og kúgaður, stensl ekki gljá-
andi mútupeninga þeirra auðugu, þeg-
ar hann kemur að kosningaborðinu,
og ánetjast þvi meira og meira í neti
auðvaldsins. Að vínsalarnir og vin-
framleiðendurnir í Bandaríkjunum noti
áfengið sjálft (að gera kjósendur drukkna)
og peningamútur á kosningadögum,
dettur engum í hug að efa. Pyngja
þeirra þolir þótt nokkur hundruð dollara
séu tekin úr henni til að múta
kjósendum, þeir koma þangað fljót-
lega aftur, þegar kjósendur eru komnir
inn í áfengisgildruna. Mútugjafir þeirra
hafa komist svo langt, að þingmenn
hafa játað og lýst því yfir, að þeim
hafi verið boðnar háar mútur af á-
fengissölum, til að eyðileggja vínsölu-
bannslögin.
Þetta þurfa áfengisvinirnir á íslandi
að taka með í reikninginn, þegar þeir
eru að fræða íslenzka alþýðu á því,
að heil héruð og riki í Bandaríkjunum,
sem hafa haft vínsölubann, hafa siðar
numið það úr lögum. Þegar eitthvert
hérað eða ríki, sem haft hefir vínbanns-
lög, hefir afnumið þau — sem tiltölu-
lega kemur mjög sjaldan fyrir — þá
er sá sigur áfengisvina miklu meira
kominn undir harðfylgi þeirra í
kosningunum, mútu- og áfengisgjöf-
um, en hinum sanna vilja kjósend-
anna. Þetta vita allir, sem kunnugir
eru. Þegar athuguð eru öll brögð og
meðul áfengissala í Bandaríkjunum við
kosningar, þá er undrunarvert, — geng-
ur næst kraftaverki — hvað bindindis-
málinu hefir orðið þar mikið ágengt.
Og ekkert er líklegra en bindindis-
menn leggi ríki Bakkusar í Bandarík-
junum í rústir á næstu áratugum.
Eg sé í síðasta hefti »Eimreiðar-
innar* (3. hefti XVI. ár) að áfengis-
vinir á íslandi — sem eyðileggja vilja
bannlögin — hafa eignast nýjan tals-
mann, þar sem er hr. Halldór Her-
mannsson í Ithaca N. Y.
Herra Hermannsson gengur svo
langt, að segja að Bakkus hafi hafið
mannkynið »á hærra stig«, verið menn-
ingarfrömuður 11 Von er þó honum
sé sárt um að sopinn fari af íslandi.
Skyldi konur og ekkjur drykkju-
manna vilja gefa Bakkusi þenna vitn-
isburð; eða yfirleitt allir þeir, er sár-
ast hafa verið leiknir af völdum hans
fyr og síðar?
Eða skyldi nokkur maður með heil-
um sönsum vilja taka undir það, að
maðurinn verði »sjónglöggvari á hið
fagra« eftir að vera orðinn drukkinn
af áfengi? Út í hött er það talað, að
vera að tala um, »að krefjast þess, að
vísindin skýri og sýni, að þau (0: á-
hrif vínnautnarinnar) séu einkisvirði,
áður en Bakkus er sakfeldur, og gerð-
ur landrækur*. Það eraikunnugt, að
fremstu læknar og líflræðingar heims-
ins hafa lýst því yfir sem skoðun
sinni, að áfengisnautn — hvað svo lít-
il sem hún er — sé skaðleg heilsu
og heilbrigði mannsins. Útúrsnúning-
urinn um Tolstoj í greininni er hlægi-
legur. Hr. H. H. er að síðustu til-
neyddur til að skýra frá því, að það
sé álit Tolstojs, að þeir andans menn
(skáld og rithöfundar), sem hafa reykt
og drukkið, »hefðu líklega orðið miklu
meiri og betri menn, ej þeir hefðu
hvorki reykt ué drukkið*.
Það er vitanlega vitleysa, að Maine-
búar (d: íbúar í Mainríkinu í Banda-
ríkjum) vilji fá bannlögin afnumin.
Repúblikum (samveldismönnum) fer
þar ekki fækkandi vegna bannlaganna
(svo eru fleiri bannlagamenn þar en
þeir) heldur vegna hinnar illræmdu
toll-löggjafar, og meðhald með auðvald
inu, sem hvervetna um 0II Banda-
ríkin er að eyðileggja samveldisflokk-
inn. Þetta ætti hr. H. H. að vera
vorkunarlaust að vita. Sú staðhæfing
H. H., »að flestir málmetandi menn á-
líti að bannlögin hafi ekki gefist vel«
er önnur vitleysan. Hann er til svart-
ur á hvítu, vitnisburður ríkissljóranna
í bannríkjunum, um bannlögin og áhrif
þeirra, og er hann mjög góður. Og
umsögn þeirra um bannlögin — hvers
í sínu eigin ríki —• verður vitanlega
þyngri á metunum, en einhverra og
einhverra sem hr. H. H. kallar máls-
metandi menn, án þess að nefna nokk-
urn. William Jenning Bryan, sem æfin
lega verður kallaður málsmetandi mað-
ur, flestum öðrum framar, berst nú af
alefli fyrir vinbanni, og leikur áfengis-
vini sárt, út af hinum alkunnu slag-
orðum þeirra, sem eins og kunnugt
eru: »persónulegt frelsi.«
Þá er hr. H. H. alveg undrandi yfir
því, að ríkin Washington og Minni-
sota, skuli hafa bannað með lögum
vindlinga (sígarettu) sölu; og einnig
yfir því, að Wisconsinþingið skyldi
banna að blótal Þetta er ljóta ódæð-
ið. Hvað snertir sígarettureykingar,
þá er þess fyrst að gæta, að læknar
álíta þær óhollari en nokkrar aðrar
reykingar, sérstaklega vegna þess, að
svo mikið af pappír er reykt með tó-
bakinu. í öðru lagi eru þær reyktar
afarmikið af unglingum (jafnvel 5—6
ára gömlutn) sem með þeirn venja sig
á reykingar. Þær eru nfl. fyrsta stig-
ið til að gera reykingar að nautn. Það
er hróplegt að þetta skuli vera bann-
að! Eða að mega ekki blóta og for-
mæla eins og hverjum sýnist, hafa það
fyrir æskulýðnum, og kenna honurn
það. Það er ekki að furða þó hr. H.
H. tali um »að það sé ekki gott að
vita hvar löggjöfin lendir, þegar hún
er komin inn á slíka skriðbraut« nfl.
að banna það sem Ijótt er og skaðlegt;
það er leiðinlegt að löggjöfin skuli
komast á »slíka skriðbraut« eða hitt
þó heldur. 1 Rétt áður í greininni
segir hann þó »að það sé hlutverk og
skylda siðaðrar löggjafar, að varðveita
hið góða og útrýma og afstýra hinu
illa*. Dágott samræmi!
Skrafi hr. H. H. um aðjlutnings-
bannið þarf ekki miklu að svara. Hann
legst á sömu sveifina sem bannfjendur
á íslandi, að reyna að hræða þjóðina
frá, að láta bannið koma til fram-
kvæmda vegna ímyndaðra tollsvika og
lagabrota. Er slíkt létt verk og löð-
urmannlegt, og ekki sem drengilegast.
Það er alt annað að gæta toll-laga þar
sem er aðeins vínsólubann, en þar sem
er aðflutningsbann. í fyrra tilfellinu
getur verið erfitt að gæta toll-laga, en
í því síðara má segja að Bakkus gæti
laganna sjálfur, og það trúlega, því
undir bannlögum, er ómógulegt að flytja
inn áfengi svo nokkru nemi — jafn-
vel ekki yfir 3 pela flösku — svo að
það sjáist ekki á einhverjum neytend-
anna, og þá er Bakkus sjálfur búinn
að koma upp lagabrotinu. Og það er
mjög ótrúlegt að menn reyndu mikið
að brjóta þessi lög — þrátt fyrir brýn-
ingu bannfénda — eins auðvelt og er
að koma brotum upp, og þar sem jafn
háar sektir liggja við. Hr. Hermanns-
son getur ekki skilið að íslendingar
verði frægir fyrir aðflutningsbannlögin,
nema þá það verði »heróstratisk« frægð.
Hvað sem H. H. segir, þá er það
lýðum ljóst, að ekkert hefir vakiðjafm
mikla eftirtekt á’ íslendingum í seinni
tíð út um heiminn, eins og einmitt
bannlögin. Það sýna meðal annars
heillaóskir þær, er.;Jslendingar* hafa
fengið/í tilefni af bannlögunum og það
er kunnugt að í/öllum siðuðum lönd-
um eru afarfjölmennir hópar af bind-
indisfólki — sumstaðar meiri hluti
þjóðanna — 0g það hefir veitt íslandi
hina mestu eftirtekt fyrir bannlögin.
Eg hugsaði að það væri ein aðalleiðin
til »frægðar« að geta hlotið athygli,
eftirtekt og lof hjá miklum fjölda í-
búa, helztu mentaþjóða heimsins. Eg
hygg hr. H. H. teldi sig frægan,1gæti
hann/orðið «frægur« á þenna^ hátt.
Enfþað get eg ímyndað mér, að þeir
geti sér > heróstratriskrar« frægðar —
verði alrœmdir , sem leggja út öllum
árnm ekki aðeins til að eyðilegga bann-
lögin, heldur einnig (geti þeir það ekki)
til að reyna að æsa upp þjóðina til
óhlýðni -við lögin, sem í raun og veru
er ósvífin og stráksleg tilraun til að
gera þjóðina ólöghlýðna; virða lög-
gjöf sina að vettugi. Mundi þetta, ef
það tækist, ekki hafa verri og hættu-
legri »áhrif á siðferði og líf þjóðar-
innar« en aöflutningsbannið ?
A. J. Johnsson.
Nýja biblíuþýðingin.
Eg þykist geta treyst ísafold a(T réttlæt-
istilfinningin mnni sízt vera svo danf hjá
henni, að eg fái ekki borið hönd fyrir höf-
‘uð mér, i málinu, sem komið er upp um
nýju biblíuþýðinguna íslenzku, sem lýst
var í 43. tölublaði þ, á. frá sjónarmiði
þýðendanna. Mér var þar börið á brýn,
að bafa kært þýðinguna fyrir brezka biblíu-
félaginu að óþörfu.
Mér þykir blaðaskammir litt sæmilegar i
þessu alvarlega máli, og verð sjálfur ánægð-
ur, ef almenningur fær að vita um má’ið
frá bdðum bliðum,. svo að hann fái frekar
kost á að dæma óblutdrægt, jafnvel þó þar
af leiði, að hann fallist ekki á skoðanir
mínar.
Eg finn enga ástæðu til að skammast
mín fyrir þann þátt sem eg hefi tekið i
því, að láta brezka bibliufélagið vita hverg-
konar þýðingu það var að gefa át. Eélag-
ið rseður sjálft hvað það gerir með minar
staðhæfingar, — það á kost á að rannsaka
þær og hrekja, ef falskar eru, - en hver
mun aftra þvi, að félagsmennirnir, sem ekki
skilja íslenzku, skyldu mega vita hverskon-
ar þýðingu þeir eru að styðja með fé sínu?
Það vekur grun, að þýðendunum skuli
vera svona sárt um, að brezka félagið skyldi
geta haft eftirlit með verki þeirra.
En það var ekki einungis af velvild til
brezka félagsins að eg gerðist einn frum-
kvöðullinn að þessum kærum. Eg hefi
reynt að vinna verk, í vil hverjum einlæg-
um sannleikselskandi manni á íslandi. Hvort
sem það er ná »kritik«-maður, eða van-
trúaður, eða trúaður, eiga allir menn, sem
nokkuð varðar um sannleika, að vera þakk-
látir, að þessi tilraun af hálfu nýju guð-
fræðinganna til að laga Guðsorð eftir sín-
um skoðunum, hefir mætt að minsta kosti
þessari mótspyrnu.
í öllu falli, verður það gætnum mönnum
ljóst, að þessu mikla máli er eins hætt og
öðrum stórmálum, i höndum litillar »klíkn«.
Hin Bvokallaða endurskoðaða bibliuþýð-
ing, (Revised Yersion), var gerð af 24 lærð-
nstu guðfræðingum hjá ensku þjóðinni úr
öllum trúarflokkum, (að únitörum með-
töldum), og var það trygging fyrir þvi, að
þýðingin yrði óhlutdræg. Þeir unnu að
þýðingunni i tiu ár, í sameiningu við álíka
nefnd í Ameríku, og vönduðu hana svo vel,
að óhætt er að fullyrða, að hún er sú
óblutdrægasta og fullkomnasta þýðing i
heirai, enda var oft borið undir ýmsa
fræðimenn af öðrum þjóðum, þegar vanda
bar að. Um fáeina staði var þeim ómögu-
legt að koma sér saman, en þá var útlegg-
ing meiri blutans sett i textann, og hin á
blaðsiðuröndina. Það er þvi engin þröng-
sýni hjá brezka félaginu að beimta að þeim
texta sé fylgt, sem mest er vandaður og
minni hætta er við að sé hlutdrægur, i
þeim stöðum, sem menn hérlendis eru ósam-
mála um.
En hinir reykvisku þýðendur láta í ljósi,
að þeir kæra sig ekki um hvað hinir ensku
og amerisku sérfræðingar í hebresku og
grisku segja, vilja ekki »láta undan siga«,
vilja ekki láta Bretann, þótt auðugur sé,
kúga sig.
Víkingaandinn hefir, ef til vill, sína kosti,
en hann á víða betur heima en í þessu
bibliumáli.
Eg hefi enga löngnn til að gera litið úr
þekkingu og greind hinna reykvisku nýju
guðfræðinga, en það væri mesta fjar-
stæða að imynda sér að þeir hafi til sam-
ans meira en brot úr þekkingu hinna mörgu
hálærðu sérfræðinga i grisku og hebresku,
sem áttu skerf i ensku’fþýðingunni.
íslendingum er það ljóst, hve hlægilega
þeir gera þjóð sína i augum heimsins, með
þvi að halda þvl fram að þeir áliti sig
færa um að leiðrétta gersamlega verk þess-
ara manna- Það er hámark sjálfsálits.
En það er ennþá alvarlegri hlið þessa
máls, sem eg ekki má láta óhreyfða. Manni
veitir erfitt að geta alveg fallist á það,
að það sé beinlínis sannleiksást, sem befir
knúð þýðendurna til að gera þær breyt-
ingar sem deilunni valda. Nægilegt er að
taka eitt dæmi; — þýðinguna í Matt. 28.
19., sem þeir þykjast vera alsannfærðir um
að sé rétt og frumtextanum samkvæm, en
telja algerlega rangt að láta trúfræðilegar
sérskoðanir ráða þvi, hvernig þýða skuli«,
(sbr. ísafold, 43. tbl.). Nýja þýðingin er
þannig: Earið þvi að gjöra allar þjóðirn-
ar að lærisveinum, með því að skira þá
til nafns föðursins og sonarins og hins
heilaga anda«. og er alt nákvæmlega þýtt
nema orðin »með því að skýra þd«.
Grisku orðin: baptizontes autus« þýða
ótvirætt rskívandi þá*, en orðin »með því
að« hafa engin rök fyrir sér i textanum.
Það liggur i augum uppi, að frumtextinn
befði verið »með þvi að skira þœr*, ef að
»þjóðirnar« hefðu átt að gerast að »læri-
sveinum« með því að skira »jbá« (þ. e.
lærisveinana) ? Ef að menn ern orðnir
lærisveinar, þá getur enginn gert þá að
lœrisveinum. En griska orðið »antous«
þýðir »þá« (læri veinana), og hefði verið
»auta« hefði það átt víð >þjóðirnar«. Það
er því alveg skýlanst, að orðin »með þvi
að« eru skotin inn i textann, án þess að
þýðandinn hafi minstu rök fyrir þeim i
frummálinu. Þetta er málleysa, frá sjónar-
miði islenzkrar og griskrar málfræði, en
þess skal gætt, að án hennar hefir ung-
barnaskirn alls engin rök i ritnimgunni.
Þvi er það harla grunsamt, að hun er lát-
in standa, fyrst þýðendurnir þykjast álita
það »algerlega rangt að láta trúfræðilegar
sérskoðanir ráða þvi, bvernig þýða skuli«.
Eg vil aðeins spyrja þrem spurningum:
1) Þekkja þýðendurnir íslenzka og griska
málfræði?
2) Ef eigi, þvi setja þeir sig þá á dóm-
stól til að dæma og ónýta þýðingu hinna
mörgu færari þýðendanna við ensk-amerisku
þýðinguna ?
3) Ef þeir þekkja islenzka og griska
málfræði, þvi gera þeir vlsvitandi’ ranga
þýðingu, og snúa orðum Krists til þess að
þau mæli með kreddu (þ. e. barnaskirn)
þess kirkjufélags, sem þeir þjóna.
Aður en vér förum að samhryggjast um of
þessum trúarhetjum, sem ætla að »gefa út
sinn siðasta pening« i þarfir sannleikans,
látum oss þá fá fullnægjandi svar npp á
þessar spnrningar.
Akureyri. Arthur Gook.
Verðlaun úr Ræktunarsjóði.
Af vöxtum Ræktunarsjóðsins 1909 veitti
stiórnarráðið 6. október eftirnefndum 49
mönnum þessi verðlaun fyrir unnar jarða-
bætur:
200 kr. fekk: Magnús Glslason, Frosta-
stöðum, Skagafj.s.
150 kr. fckk: Sigurjón Jónsson, Óslandi,
sömn sýslu.
125 kr. fekk: Hjálmar Þorgilsson, Hofi,
sömu sýslu.
100 kr. fengu: Þorsteinn Davíðsson, Arn-
bjargarlæk, Mýras., Vigdis Jónsdóttir, Deild-
artúngu, Borgfjs. og Bjarni Arason, Grýtu-
bakka, Þingeyjsrs.
75 kr. fcng-u: Einar Árnason, Holti,
Skaftafí., Einar Arnason, Miðey, Rangárvs.,
Guðmundur Jónsson, Baugstöðum, Arness.,
Eggert Finnsson, Meðalfelli, Kjósars., Jón
Pálsson, Fljótstungu, Mýras., Jón Guðmunds-
son, Skarði Dalas., Ragúel Ólafsson, Guð-
laugsvik, Strandas., Kristófer Jónsson, Köldu-
kinn, Húnavs., Sigurður Jónsson, Litluseilu
(Brautarholti), Skagafjs. Stefán Stefánsson,
Hlöðum, Eyjafjs og Guttormur Einarsson,
Usi, sömu sýslu.
50 kr. fengu: Friðrik Björnsson, Litlu-
Hólum, Skaftaf.8., Yigfús Gunnarson, Flögu,
sömu sýslu, Bárður Bergsson, Eyvindarhól-
um, Rangárvs., Albert A. Eyvindsson, Skipa-
gerði, sömu sýslu, Jón Bárðarson, Drangs-
hlíðardal, sömu sýslu, Kristinn Jónsson,
Hömrum, Arness., Guðjón Finnsson, Reykja-
nesi, sömu sýslu, Guðmundur Snorrason,
Læk, sömu sýslu, Gisli Pálsson, Kakkarhjá-
leigu, sömu sýslu, Ingvi Þorsteinsson, Snæ-
fokssöðum, sömu sýslu, Jens Pálsson, Görð-
um, Gullbrs., Bjargmundur Guðmundsson,
Bakka, sömu sýslu, Jón Halldórsson, Kára-
nesi, Kjósars., Ólafur Stefánsson, Kalmans-
tungu,Mýras , Guðmundur Sigurðsson,Helga-
vatni, sömu sýslu, Sveinn Torfason, Haf-
þórssöðnm, sömu sýslu, Steingrimur Andrés-
son, Gljúfurá, sömu sýslu, Sigurðnr Magn-
ússon, Stóra-Fjalli, sömu sýsln, Þorsteinn
Bjarnason, Hurðarhaki, Borgarfj.s., Sveinn
Finsson, Kollsstöðum, Dalas., Pétur Hjálm-
týsson, Mörðubóli, sömu sýslu, Guðbrand-
ur Jónsson, Spákelsssöðum, sömu Býslu,
Sigurbjörn Bergþórsson, Svarfhóli, sömu
sýslu, Andrés Magnússon, Kolbeinsá, Strandas,
Björn Guðmundsson, Örlygsstöðum, Húna-
vatnss., Halldór Jóhannsson, Vöglum, Skaga-
fjarðars., Jósafat Guðmundsson, Krossanesi,
sömu sýslu, Jóhann Helgason. Syðra-Lauga-
landi,Eyjafj.s., Jónas Jónsson, Lnndarbrekku,
Þingeyjars., Björn Björnsson, Laufási, sömu
sýslu, Gisli Helgason, Skógargerði, N.-Múlas.
og Gísli Þorvarðsson, Papey, S.-Múlas.
■" "t-
Svar til baðmanns.
í 36. tölubl. Fjallk., 20. sept. sið-
astl., stendur grein um baðhúsið í
Rvík, sem eg skoða mjög illkvitnis-
lega í minn garð sem baðhússtjóra,
og alt annað en gagnlega í þarfir
baðhússins út á við. — Verð eg því
að svara henni stuttlega.
Hvaða líkur séu til, að fleiri næm-
ar sóttkveikjur séu eða geti verið í
baðhúsklefunum en annarstaðar, er
ekki mitt heldur læknanna að svara,
en eg íullvissa »baðmanninn« um
það, að hér er allur sá þrifnaður við-
hafður, sem hægt er að hafa bæði í
þvotti á baðkerum, handklæðum sem
og á öðrum munum baðhússins.
'Að »baðmanni« þessum, sem skrif-
ar grein þessa í Fjallk., hafi verið seld-
ur baðklefi fyrirrennara hans, með
óþverra í, af mér eða hjálparmanni
minum, því neita eg algjörlega, og
er honum alls ekki þakklátur fyrir
þau ósannindi, og vissulega býst eg
við því, að margir honum jafnþrifnir,
scm nota hér baðhúsið, gæfu mér
annan vitnisburð ef eg fæn þess á
leit, fremur en að bera mér slíkan
vitnisburð á brýn.
Að svo mæltu væri mér kærast ef
»baðmaður« þessi kæmi fram í dags-
birtuna, þá yrði hægar um greiðari
svör. G. baðvörður.
Skírnir,
3.—4. hefti þ. á., er nýútkominn.
Efni 1 þessum heftum er:
Sendibréf til Ardísar Andvaradóttur
(kvæði) eftir Guðm. Friðjónsson.
Þegar eg var á fregátunni (saga)
eftir Jón Trausta,
ísland gagnvart öðrum ríkjum, eftir
B. M. Ólsen,
Ágrip af sögu holdsveikinnar (nið-
url.), eftir Sæm. Bjarnhéðinsson,
Kolufell (saga) eftir Sigurð Nordal,
Efniskenningin nýja, eftir Ágúst Bjarna-
son,
Loftfarir (niðurl.) eftir AndrésBjörns-
son og Magnús Björnsson,
Orkunýting og menning, eftir
Guðm. Finnbogason,