Ísafold - 22.10.1910, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.10.1910, Blaðsíða 2
262 IS A F’O L D Nýjar smekkl. vörur! Allsk. vefriaðaryara. Fatnaður, ytri sem innri, og flestalt sem konur, karlar og börn þurfa til klæðnaðar, fæst í verzluninni Dagsbrún. Vörurnar vandaöar. Verðið lágt. Gísli Sveinsson og Vigfús Einarsson yfirdómslögmenn. Skrifstofutimi Ifl/j—I og 5—6. Þingholtsstræti 19. Talsimi 263. Fréttaburðnr ,Heimastjórnarinnar‘ í Fransknr = Danskur! Það hefir hingað til ekki þótt ómaks- ins vert, að eltast við staðleysur þær sem hafa staðið í »Heimastjórnar«!- blöðunum um utanför ráðherra. — Menn kannast svo vel við fréttaburð þenna frá fyrri tímum. Þau hafa öll haldið því fram að ráð- herra hafi verið »kallaður« utan, og frá þeim mun það hafa flutst til Hafnar, að ráðherra hafi verið »kallaður«; en par er því haldið fram, að hann hafi verið »kallaður« af ráðaneytiriu danska; því hefir ráðherra neitað. Lögrétta seg- ir að það sé vel til, að ráðaneytið hafi ekki »kallað« hann; hún hafi altaf vit- að að kotigurinn hafi kallað hann I — Og það er alveg eins og sú »köllun« kongsins, sé beint gerð eftir fyrirmæl- um Lögréttu — eða tilmælum að minsta kosti. Að gera þenna greinamun á því hvað ráðuneytið gerir, og því sem kongurinn gerir er nú næsta spaugi- legt og liggur næst að halda að fyrir- mæli Lögréttu eða tilmæli, hafials ekki verið tekin til greina hvorki af kongi né ráðuneyti. — En um það skal ekki stæla við »Heimastjórnina« ! — því að þar er það vanalega klift og skor- ið sem passar í kramið. Vanalega — en nú eru tákn og stórmerki að skel »Heimastjórnar« !-blöðin leiðréttu þá missogn fréttaritara sinna, að ráðherra hafi »afneitað« franska bankanum. Reykjavík og Þjóðólfur höfðu sótast um, yfir þessari dæmalausu ofdirfsku ráðherra. Og Þjóðólfur hneykslaðist sérstaklega á því, vegna þess að rétt um sama leyti, er hann að flytja yfir- lýsingu ráðherra um að hann sé hlynt- ur franska bankanum! — Envitimenn — það kemur upp úr kafinu að ráð- herra hefir als ekki afneitað franska bankanum! — Aðeins sagt um enska málið það sama, sem ísafold hafði tek- ið fram um afstöðu hans gagnvart því. En þá verður líka þessi atburður: Lögrétta leiðréttir — Lögrétta tekur það fram, að fréttaritari Reykjavíkur muni ekki hafa munað eftir öðru bankamáli en enska málinu og því hafi Reykjavík ogÞjóðólfur flutt þessa fregn, að ráðherra hafi afneitað franska bank- anum. Og Þjóðólfur kemur á eftir. — Hann leiðréttir líka! — Það er alveg eins og það sé orðið »faraldur« að þessu! — Enda hefir ritstj. Þjóðólfs sýnilega orðið ilt af því. Þjóðólfur skýrir frá þvi, að ráðh. hafi »i samtalsformi við mann frá Ritzau gefið yfirlýsingu* og i þeirri yfirlýsingu standi um »franska bank- ann«: »Síðastliðinn vetur var félag nokk- urt að semja um franskt lán handa veðstofnun og var ráðherra því með- mæltur (interesseret for), en vegna þess að lánstilboðið með tilliti til verzlunarskilyrða var ekki samþykt af Dönum, er þetta mál fyrir löngu úr sögunni (men da det fra dansk Side fremkomne Laanetilbud af Hensyn til de stillede Forretningsvilkaar ikke akcepteredes, er denne Sag forlængst stillet i Bero)«. — Þetta getur maður nú kallað að »kæra sig kollóttan*. — Hver maður sem sem skilur dönsku sér nfl., að danska setningjn þýðir: en þar eð lánstilboð það, sem fram kom frá Dönum, varð ekki samþykt vegna lánsskilmálanna o. s. frv., en alls ekki það, sem Þjóðólfur lætur það þýða. Hér er alls ekki að tala um, að sampykki Dana hafi vantað, og er því það, sem Þjóðólfur segir um »að láta dönsku stjórnina ráða yfir algerlega íslenzkum sérmálum« —tómt rugl.— Eins og líká framangreindur kafli Þjóð- ólýs úr yfirlýsingu ráðherra er tómt rugl. Hér hefir aldrei verið um neitt danskt lánstilboð að ræða. Hvernig stendur þá á þessu danska tilboði, sem ekki fekst samþykki á? Þjóðólfur þykist taka þetta orðrétt upp eftir Ritzaul — Já — fast að því orð — rétt e. t. v. en ekki staj — rétt. í Ritzauskeytinu stendur sem sé: »fra fransk Side«, en ekki: »fra dansk Side«. Klausan, sem hér að framan er tek- in eftir Þjóðólfi á þvi að bljóða svo á islenzku: »en þar eð lánstilboð það, sem fram kom frá Frökkum, varð ekki samþykt vegna lánsskilmálanna o. s. frv.« I»jóðólfur heflr því ekki að eins þýtt svo vitlaust, að furðug:egnir,heldur einn- ig rangfært frumtextan. — Og tilgangurinn er auðsær: að rægja ráðherra, og berá honum á brýn undir- lægjuhátt við Dani. Þetta er nú i sjálfu sér bíræfið, en að láta sér detta i hug að það »gengi i« nokkurn mann — það var heimskt! Forði lika »Heimastjórnar« !-blöðun- um frá því að taka upp á því að leið- rétta I Danskt blað (»Börsen«), sem flytur þessa Ritzau-»yfirlýsingu«, geta menn fengið að sjá á skrifstofu ísafoldar. ^ , * + y. Vhnizelos Krítarforingi er orðinn stjórnarformaður á Grikk- landi, segir í nýkomnu símskeyti. Hann er svæsinn mótstöðumaður Tyrkja i Kritarmálinu svonefnda, og er því ekki ósennilegt að til tíðinda dragi með þeim þjóðum innan skamms. Fyrirlestur eftir Guðm. Finnbogason, Háttvirtu áheyrendur! Um leið og eg byrja þessa fyrir- lestra, vil eg minnast þess manns sem til þeirra hefir stofnað, Hannesar Arna- sonar, fyrrum heimspekiskennara hér í Reykjavík. Það er mér bæði ljúft og skylt. Eg hef um þrjú síðastliðin ár með styrk af sjóði Hannesar Arna- sonar stundað heimspeki erlendis. Oft hef á þeim tíma glaðst yfir góðu færi sem mér bauðst þannig til að auðga andann og hressa hugann, og þá hef eg löngum minst Hannesar Arnason- ar með þakklæti og blessað minningu hans. Eg hef fundið, að hann var sannur velgerðamaður minn, góður vinur sem fór með mig út í heim og lofaði mér að sjá og heyra sumt af því bezta sem mannkynið á. Egfann það að vísu jafnframt, að vandi fylgdi þessari vegsemd eins og hverri annari, því tilgangurinn var auðvitað sá að hafa eitthvað nýstárlegt að segja í frétt- um úr heimi hluta og hugsjóna, þeg- ar eg kæmi heim. En hvort heldur eg gladdist af því sem mér auðnaðist að sjá og heyra, eða eg hugsaði með með áhyggju um það, hvaða árangur mundi verða af starfi mínu, þegar heim kæmi, þá fann eg að eg var verkamaðurHannesarÁrnasonar, verka- maður í hinum einkennilega víngarði sem hann hefir stofnað til með þjóð vorri. Þvi miður get eg ekki skýrt ná- kvæmlega frá æfi og eðli þessa manns. Æfisaga hans hefir ekki enn verið rit- uð, enda hefir líf hans að ytra áliti ekki viðburðaríkt. Minningarritfimtlu ára aýmalis hins lœrða skóla í Reykja- vík skýrir frá æfiatriðum hans á þessa leið: Hannes Árnason, fæddnr á Belgsholti í Borgarfjarðarsýslu 11. okt. 1812. For- eldrar: Arni ,stúdent Davíðsson og Þóra Jónsdóttir. Útskrifaðist úr Bessastaðaskóia 1887. Tók embættispróf í guðfræði við há- skólann i Kaupmannahöfn 1847. Prestvígð- ur 1848 ti) Staðarstaðar, en afsalaði sér þvi kalli. Settur kennari í náttúrusögu (dýra- fræði og steinafræði) víð hinn lærða skóla i Reykjavík og i forspjallsvísindum við prestaskólann 27. sept. 1848. Leystur frá þvi starfi 26. sept. 1876' Andaðist 1. des. 1879. Kvongaðist 1848 Lovise Georgine Caroline Andrea Anthon (ý u/10 1868) Auðvitað minnast margir hans enn þá og ýmsar smásögur ganga manna á meðal, einkum um sambúð hans við lærisveinana. F.n ekkert sem eg hef heyrt bregður óljósi á þá mynd af honum sem Stgr. Thorsteinsson hefir mótað í þessu erindi, kveðnu við and- lát hans: Hér oss kvaddi vinur trúr og tryggur, tállaus, sannur, stöðugur i lund, ástvin menta, uppfræðari dyggur, andans starfi vígður hverja stund. Aðal-lífsstarf harts hefir heimspekis- kenslan verið, og enginn efi er á því að hann hefir stundað hana af mikl- um áhuga og borið til heimspekinnar hreina og sterka ást. Hæfileikar hans hafa naumast verið að sama skapi. Eg hef kynt mér fyrirlestra um hugsun- arfræði og sálarfræði, er hann hélt á prestaskóíanum síðasta veturinn sem hann lifði. Af þeim virðist mér Ijóst, að hann hefir ekki verið frumlegur heimspekingur og hinsvegar átt erfitt með að gera hugsanirnar ljósar og auðskildar. Með ritsmíðum hefir hann því ekki megnað að reisa sér neinn minnisvarða í íslenzkum bókmentum, og það því síður, sem honum hefir verið fremur ósýnt um íslenzka tungu. Góðum rithöfundum auðnast það að lifa þótt þeir deyi. Hvar sem rit þeirra eru lesin, þá er eins og þeir séu þar sjálfir komnir, fræðandi, vekjandi. Eins og rödd þeirra þektist frá rödd annara manna meðan þeir lifðu, eins þekkjast rituð orð þeirra frá annara manna orðum. Þau bera með sér sérkennileik höfundarins. Þau eru sál af hans sál. Hannesi Arnasyni var þess varnað að verða þannig kennari komandi kyn- slóða. Orð hans áttu sér ekki frí- merki frumleikans. Hann gat ekki sjálfur kent þjóð sinni heimspeki nema meðan hann var ofan jarðar. En hann gat annað, og það gerði hann. Hann gat látið aðra tala, þegar hann væri sjálfur löngu kominn undir græna torfu. Hann gat sent íslend- ingum heimspekilega mentaðan mann 6. hvert ár og með þeim hætti haldið áfram að styðja þá grein sem hann helgaði krafta sína, meðan þeir entust. Þetta gerði hann með því að stofna styrktarsjóð til eýlingar heimspekilegum vísindum á Islandi. Þó undarlegt sé, þá hefir arfleiðslu- gjörð (testament) Hannesar Árnasonar aidrei verið prentuð. Hún er skrifuð af honum sjalfum í dálitla vasabók, undirrituð, innsigluð, og staðfest af vit- undarvottum. Hún ergeymd í stjórn- arráðinu, og af því mér finst testa- mentið svo merkilegt og af því það bregður svo fögru ljósi yfir höfund þess, leyfi eg mér að lesa það upp eins og það er. Te8tament. Þareð eg undirskrifaðnr Hannes Arna- son Docent við prestaskólann i Reykjavik Tlýkomið Kjólatau í morgun- og dagkjóla. Dagtreyjutau. Svuututau. Flauel, margar tegundir. Lífstykki, ný tegund, sem alt kvenfólk þarf að reyna. Enskar húfur, fleiri tegundir. 7fmi Eiríksson, með Ceres og Sferíing: Sokkar, mikið úrval, fyrir börn og fullorðna. Prjónagarn, ágætt,í mörgum litum, Vetrarbúfur, fyrir telpur. Borðdúkar, hv. og mislitir. Kvensvuntur, hvítar. Vasaklútar, hv. og misl. o. m. fl. Jfusfursfræti 6. manna sparsamnstur, hann ætlast ekki til þess að styrkþegar hans lifi neinu sultarl'ti. Hann tekur það fram að þeir verði að hnfa að tninsta kosti 2000 kr. um árið, og það er rausnarlega tiltekið á þeim tíma, því nú er orðið dýrara að lifa Meiöyröamálin. í fyrra kveld fell dómur i 19 af þeim. Þnr af voru 14 er ráðherra höfðaði móti Jóni Ólafssyni, og 5 er L. H. Bjarnason höfðaði móti ritstj. Isafoldar. Jón var dæmdur í 12 mál- unum i 430 kr. sekt als, og 180 kr. í málskostnað; en ritstj. ísaf. var dæmdur í 200 kr. sekt og 75 kr. í málskostnað. Einhverjum af þessum Lárusar mál- um verður áfrýjað til yfirdóms. Ræntu valdsmennirnir. Þeir Guðm. sýslumaður Björnsson og Snæbjörn hreppstj. Kristjánsson komu i fyrrakveld hingað með Snorra Sturlusyni frá Hull. Ekkert tnein var þeim gert á leiðinni út, og voru að öllu leyti vel hafðir. Skipstjóri hafði lítið látið sjá sig á leiðinni, en þegar hann var að því spurður, af hverju hann hefði hagað sér svona, hafði hann sagt, að það væri af þvi, að hann væri viss um að réttur sinn hefði ver- ið fyrir borð borinn á íslandi. Þegar til Hull kom, gaf sýslumað- ur skýrslu um allan atburðinn, og var hún send til sendiherra Dana i Lotidon. Verður það að líkindum samningsatriði milli utanríkisráðuneytanna, hverjar sektir skipið fær. Ótgerðarfélagið er átti skipið rak skipstjóra og stýrimann umsvifalaust, og hafði tjáð sig fúst til að borga bætur. Sýslumaður var í fullum einkennis- búningi sem vænta mátti. Meðan þeir dvöldu í Hull, voru þeir umkringdir af blaðamönnum, er vildu fá alla ferðasöguna; þar á með- al voru tveir frá London. Og mynd- ir af þeim höfðu komið í 8 blöðum. Þeir hafa því orðið víðfrægir fyrir förina. Reykvíkingur sem mjetti Snæbirni hreppstj. á götu, sagði eitthvað við hann á þá leið, að ýmsir hér hefðu verið hálfhræddir urrt, að þeim yrði kastað fyrir borð, en því svaraði hrepp- stjóri svo: Þá hefðu nú einhverjir farið fleiri. Reykvíkingurinn sem þekti vel Snæbjörn rengdi það ekki. Slys. Einn af verkamönnunum við brú- argerðina á Norðurá í Borgarfirði, druknaði í , ánni fyrir síðustu helgi. Hann hafði ætlað yfir ána á palli er var meðfram brúarsteypunni, en pall- urinn bilaði svo maðurinn fell i ána. Maður þessi hét Kristinn Jóhannsson trésmiður hér úr bænum. Flugið yfir Atlanzhaf. ísafold barst símskeyti frá Khöfn á miðvikudaginn um að Walter Well- man, sá hinn sami er oft hefir gert tilraunir til að fljúga til heimskautsins en altaf mishepnast, — haýi lagt aý stað i loftýari áleiðis austur yfir ^At- lanzhaý á sunnudaginn var, en ýallið í sjóinn á priðjudaginn eýtir 69 stunda fug. lAllir mennirnir höýðu bjargast Wellman hefir í alt sumar verið að undirbúa þessa ferð sína í Atlantic jCity í New-Jersey í Bandaríkjunum, með aðstoð fjölda verkfræðinga og vélameistara. Átti útbúnaður allur að vera svo fullkominn, sem framast var mögulegt, og er það sjálfsagt því að þakka, að allir mennirnir björguðust, og vera þó staddir úti á reginhafi. Skipaferðir; Yesta kom norSan og vestan um land frá útlöndum á sunnudaginn var. Fór sama dag áleiöis til útlanda. Sterling kom frá útl. þ. 17, þ. m. Meðal farþega var Árni Pálsson frá Khöfn. Ceres fór til útlanda í fyrrakvöld. Farþegar: Bjarni Jónsson viðskiftaráðu- nautur frá Vogi, Jón Brynjólfsson kaup- maður 0. fl. Ingólfur kom sunnan fyrir land frá Austfjörðum og útlöndum í morguti, með fjölda farþega. Verzlunin V efnaðarvara Dagsbrún Fatnaöur Reykjavík Til að gera viðskiftavini sína sem bezt ánægða, gefur verzlunin hér eftir 5 % afslátt öllum þeim, er verzla fyrir kr. 5.00 eða þar yfir. Sérstaklega góð kjör, ef mikiö er verzlað. engan lifserfingja á, og heldnr eliki get bú- ist við að eignast hann siðar meir, þá er það minn seinesti vilji og Testament, að af minum við minn dauða eftirlátnu eigum myndist sjóður og standi undir umsjón hinn- ar innlendu yfirstjórnar hér á landi hvar af árlegum rentum verði varið til styrktar þeim er vildi studera heimsspeki og heiinsspekiieg visindi — þar á meðal Logik, svo vel spek- ulativa sem expiikativa, sögu heimsspekinn- ar, en umfram alt Psychologiu — og sem mætti álitast að vera þar til i allan mát.a vel lagaður. Um þau nauðsynlegu skilyrði fyrir, að einn maður geti orðið þessastyrks aðnjótandi skal siðar tala. En þessi styrkur veitist ekki strax, beld- ur skulu fyrst árlegar rentur lagðar til sjóðsins og sjóðurinn vaxa þar til hann hef- ir náð þeirri stærð, að árlegar rentur nemi þvi, að studerandi maður geti af þeim lifað, hvort heldur er við Kaupmannahafnar Uni- ver8iteteða viðhvertsem helztþýaktUniversi- tet og verða þá að minsta kosti að nema 2000 kr. - tveim þúsundum króna — um árið, þó tilfalla strax við minn dauða 400 kr. — fjögur hundruð krónnr — systur minni Jómfrú Sigríði Árnadóttur á Gunnsteins- stöðura i Langadal i Húnavatnssýslu hvar- af helmingurinu 200 kr. útborgast henni 11. júni en annar helmingurinn 200 kr. 11. December og svo framvegis hvert ár meðan bún lifir. Hvað nú snertir þau nauðsynlegu skilyrði sem verða að vera til staðar til þess, að einn maður geti orðið þessa stvrks aðnjót- andi, þá verður hann 1° að hafa tekið ex- amen í forspjallsvísindum með I. einkunn annaðhvort við Kaupmannahafnar Universi- tet eða hér i Reykjavik. 2° verðnr hann að vera þektur að þvi, að hafa og hafa haft lifandi Interesse fyrir visindum sér í lagi heimsspekilegnm. 3° verður hann að vera reyndur tð þvi, að vera áreiðanlegur, ráð- settur og i allan máta vandaður maður. — Ef nú þessi skilyrði eru til Btaðar, getur sá sem vill verða þessa styrks aðnjótandi, sótt um hann til Landshöfðingja, sem þá veitir öann með ráði Ephoratsins fyrir binum lærðu visindastofnunum hér á landi, en £p- horatið leitar álits þeirra Alþingismanna, sem þekkja til forspjallsvisinda og undir eins til persónulegra eiginlegleika sækjanda. Með þessari sérstaklegu ráðstöfnn ætlast eg til þess, að komið verði i veg fyrir, að þessi styrkur eða stipendinm veitist óverð- ugum, og verði svo misbrúkaður. Skyldi Landshöfðingi og Ephorat finna betra með- al til tryggingar fyrir, að þessi styrkur ekki kæmi öðrnvisi niður en á góðum stað og yrði notaður samkvæmt sinum tilgangi, má breyta þessari sérstaklegu ráðstöfnn. Sá sem hefir fengið þennan styrk sér veitt- an skal studera heimspeki eitt ár við Kaup- mannahafnar Universitet og heyra á þeim tima hvort Semester fyrirlestra tveggja pró- fessora yfir heimsspeki og útvega sér þeirra vitnisburði; slðan skal hann studera heims- speki tvö ár við eitthvert þývkt Universitet þar sem heimsspeki og heimsspekileg visindi eru helzt i blóma, skal hann þar einnig stöðugt hvort Semester heyra tvo prófessora i þessum visindum og útvega sér þeirra vitnisbnrði. Þá skal hann enn eitt ár njóta þessa styrks á íslandi, og ska! hann þá vera i Reykjavik, en þann vetur skal hann halda opinbera fyrirlestra yfir einhverja heimsspekilega visindagrein eða þá yfir eitt hvert af hinum nafnkendari verkum í heims- speki frá fyrri eða seinni timum, til útskýr- ingar, að' það verði mönnum auðveldara. Hefir hann þá nrtið þesssa styrks i 4 ár. Lengur má enginn njóta hans, sem eg ætl- ast til að verði veittur þriðja h vert alþing- isár. þ. e. sjötta hvert ár. Það sem hefir leitt mig til að gjöra þessa ráðstöfun fremur en aðra viðvíkjandi mínum eftirlátnu eigum, er sú sannfæring, að engin visindi muni jafn mentandi eða jafn vel löguð til að bæta manninn í öllu tilliti sem heimsspeki og heimspekileg vis- indi. Þessi sannfæring hefir orðið því fast- ari hjá mér, sem árin fjölguðu. Þar með befir sameinast sú von, að fyr eða siðar mundi meðal hérlandsbúa frainkoma einhver sá maður; er í tilætluðn tilliti yrði þessu landi til mikils gagns og mikils sóma. Þeg- ar nú hér við bætist, að mínar eftirlátnu eigur eru til orðnar af þvi, sem hefir sam- ansparast þau ár, sem eg hefi haft embætti á hendi hér i Reykjavik og fengist við kenslu í Psychologiu og Logik, þá sé eg ekki, að eg geti ráðstafað þeim réttar eða viðurkvæmilegar en svo sem nú hefir sagt verið, svo að þær, ef Forsjónin legði sina biessun á þessa mina ráðstöfun, þá gætu orðið að svo verulegu gagni í þvi iandi hvar þeirra er aflað. Reykjavik þann 15. August 1878. H. Arnason. Þetta testament sýnir oss, að mér virðist, furðu skýra mynd af mannin- um. Það er maður sem fyrst rennir huganum yfir þær skyldurnar sem næst liggja, skyldurnar við ættingjana. Hann sér og systur sinni fyrir þeim styrk sem hún þurfti til að lifa því lífi sem henni hæfði. Þegar svo til sjóðsins kemur, þá genr hann sér mikið far um að finna ráð til þess að hann komi að tilætluðum notum. Einkennilegt er hve rammlega hann orðar það að yfir- ráð sjóðsins verði íslenzk: sjóðurinn á að standa undir umsjón hinnar inn- lendu yfirstjórnar hér á landi. Hann yill láta leita álits þeirra alþingis- manna, sem bæði þekkja umsækjanda og þau vísindi sem hann á að stunda, um það hvort hann sé verður styrks- ins. ’ Hann trúir þeim. fulltrúum sem þjóðin hefir valið sér. En hann telur ekki sjálfan sig óskeikulan, svo að öðrum geti ekki hugkvæmst betra ráð. Þess végnaleyfir hann að breyta þessu ákvæði. Hann sem sjálfur var allra

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.