Ísafold


Ísafold - 19.11.1910, Qupperneq 1

Ísafold - 19.11.1910, Qupperneq 1
Kemui út tyiavar i viku. Ver* árg. (80 arki minat) 4 kr. erlenuio £ k» efta l* 1 2 * * * */* dollar; borgiet fVrir miöjan júli (erlendis fyrir fram) ISAFOLD Unnsögn (skrítieg) bundin viö Aramót, er ógiid nema komln sé til útgefanda fyrir 1. o<rt. eg aa tpandi skuldlaas yib blabib Afgreibnla: AuBtumt.rnoti 8, XXXVII. árg. Reykjavík laugardaginn 19. nóvember 1910. Frá Portúgal. Nánari atvik frá flótta Manúels konungs. Lýðveldið í bezta gengi. Ólga á Spáni. ---- Khöfn, 7/n ’IO. Flótti Manúels konungs frá Portú- gal atvikaðist þannig eftir því sem frézt heíir: Mánudagskvöldið 3. okt. um kl. 11 x/2 kom konungur til hallar sinnar í Lissabon frá höllinni Belem. Allir vissu, að byltingin var alveg í aðsigi, því þegar verið var að bera á borð fyrsta réttinn við miðdegisverðinn í Belem, hafði ferðalangur eir.n frá Lissabon komið æðandi inn í höllina og hvíslað einhverju að líívarðarfor- ingjanum. Hinn síðastnefndi yfirgaf þegar i stað höllina. Hálftíma síðar var einnig gert boð eftir flotamálaráð- gjafanum. Enginn mælti orð frá munni við borðið. Konungur var þögulli og þunglyndari en nokkuru sinni áður. Honum var sagt að þetta væri ekki neitt: menn væru bara hræddir um lítilsháttar uppþot. Þegar konungur var kominn til Lissabon lét hann um miðnætti kalla á innanríkisráðgjafann í talsíma. Aft- ur var sagt, að alt væri með feldu. Þjónarnir voru látnir fara og konung- ur fór inn í bænhús sitt; kl. 2 um nóttina heyrðust 13 fallbyssuskot með reglulegu millibili eins og venjuleg virðingarkveðja. Konungur hringdi og vil'di vita hvað gengi á. Enginn vissi neitt. Hann klæddist og bjóst við fréttum frá ráðgjöfunum. Her- málaráðgjafinn hringdi til allra hers- höfðingjanna og sagði þeim að takast á hendur vörnina. Þeir voru allir veikir. Nokkurir aðstoðarmenn fóru til konungs. Það var hringt á ráðgjaf- ana, en árangurslaust. Konungi var sagt, að þetta væri ekki nema lítils- háttar uppreisn, sem á svipstundu mundi verða bæld niður aftur. Það fór að lýsa af morgni. Hirðin var yfirgpfin, embættismennirnir horfnir, ráðgjafarnir ósýnilegir. Við hallar- vörðinn var aðeins bætt 400 manns. Meðan skotin drundu fyrir utan, ráf- aði konungur friðlaus um höllina, úr einu herbergi í annað, fleygði sér við og við á stól eða bekk, en stóð þegar npp aftur. Loksins komu boð frá yfirráðgjaf- anum: Konungur verður að fara til Cintra þegar í stað og vera þar þang- að til búið er að bæla niður uppreist- ina. Þeir sem i kringum hann eru, vilja eigi að hann fari eitt fet. Einn segir: »Meðan einn hermaður stend- ur uppi, sem vill deyja fyrir yður, verðið þér kyr, herrat. Konungur er kvíðafullur og á báðum áttum, vill einkis neyta, spyr hvað eftir annað um ráðgjafana og ýmsa hirðmenn, sem vanir eru að vera hjá honum, finnur sig yfirgefinn, vill flýja. |' Þá'Fskella fyrstuVsprengikúlurnar á höllinni frá ;herskipunum. /• \'ið fjórða skot heyrist brak eins og múrar séu að hrynja. Konungur fer í hinn enda hallar- innar, í h^rbergi sem faðir hans hafði aaft fyrir málarastofu. Þar fleygir hann sér í legubekk. Hann vill fara bnrt til móður sinnar. Hirðmaður einn er þessu samþykkur. Þeir ætla að flýja. Cintra þykir ekki óhultur staður, Mafra er heldur kosinn. Til þess að gera ekki konungssinna, þá er viðnám veittu byltingarmönnum, huglausa með því að láta þá sjá, að konungur væri að flýja, er bifreiðinni ekið tómri út um aðalhliðið, en snú- ið svo við síðar eftir hliðargötum að sækja konung við garðhliðið. Lykill- inn er týndur. Gamall þjónn — sá eini, sem eftir er hjá konungi — kemur með stiga. Konungur mælir fyrir munni sér: »Þeir atla að myrða iuig«. Hann kemst yfir múrinn og ekur af stað i fuflri ferð við þriðja m'ann. Kl. 4 er komið til Mafra. 2 stundum síðarkemur Amélie drotn- ing, móðir hans, frá Cintra. Þau trúa ekki ennþá, að þetta sé neitt alvarlegt, en kl. 9 tjáir ekki að leyna þau lengur. Gamla ekkjudrotningin, Maria Pia, er þá enn í Cintra og veit ekkert um þetta. Henni er komið af stað með því að segja henni að sonarsonur hennar, konungurinn, sé veikur. Kl. 11 kemur hún til Mafra. 3 stundum síðar fær hallarstjórinn símskeyti frá bráðabirgðarstjórninni um að draga upp lýðveldisfánann á höllinni. iMenn halda að skeytið sé falsskeyti og að uppreistarmennirnir hafi náð símstöð- inni á sitt vald. Menn fara þöglir til snæðings. Fyrsti réttur kemur inn. Skyndilega ryðst inn aðstoðarmaður Alfonsos príns, föðurbróður Manúels, og segir að allir verði að flýja undir eins. Konungsskipið, Amélie, sé á höfninni við Ericeira með prinsinn innanborðs. Maria Pia veit ekki hvert flýja skal, vill vera kyr. En hér er ekki um annað að gera. Þau verða að flýja. Á skipinu er alt í óreiðu, engin mat- væli. í fjóra dúka er í snatri komið fyrir einhverju af vistum, brauði, keti og kartöflum og það haft með í bif- reiðunum. 10 menn taka sér sæti, auk konungs og drotninganna og nú er ekið hart til Ericeira. Þar horfir fólkið þögult á, er þau stíga á skips- fjöl. Flóttamennirnir fara ofan í tvo fiskibáta. Bátshöfnin heilsar þeim ekki, hirðfylgdin ein hneigir sig að skilnaði. Konungur stendur með hend- ur í vösum og horfir á þetta alt sam- an eins og utan við héiminn. Þegar báturinn ýtir frá, strýkur hann hend- inni yfir augun. Hirðkonur kyssa Amélie drotningu á höndina að skiln- aði. Hún segir við þær: »Quelle infamie! Au revoirl« (En sú óham- ingjal Eg vona að við sjáumst afturl) Ein alþýðukona fer og kyssir á hönd drotningar. En fólkið stendur álengd- ar þögult og eins og það varði ekk- ert um þetta. Svona eru lýsingarnar á flótta kon- ungs og athöfnum ráðgjafa hans. Um dómsmálaráðgjafann er sagt, að hann hafi verið á veitingahúsi í úthverfum borgarinnar alla nóttina, komið það- an kl. 8 um morguninn og þá ekk- ert vitað um byltinguna. Sjálfur yfirráðgjafinn sem var, áður en byltingin fór fram, Teixeira de Souza, hefir lýst yfir, að hann hafi vel vitað um undirbúning byltingar- innar, en þó hafi eigi verið til neins að ætla sér að koma í veg fyrir at- burðina. Hann segir annars, að eigi hafi verið fleiri en 500 tryggir lýð- veldissinnar meðal hermanna og manna í þjónustu ríkisins þegar byltingin hófst, en að talan hafi tífaldast á svip- stundu. Það er almannarómur, að eigi sé að furða þó að konungsveldið líði undir lok með öðrum eins foringjum og Sousa var og hans nótar. Frá lýðveldinu Portúgal heyrist eigi annað en gott. Bráðabirgðastjórnin gerir sér far um að bylta lögunum í frjálslyndisstefnu og hressa við fjár- reiður landsins með því að koma meiri jöfnuði á skattamálin, afnema ýmsa neyzluskatta, en setja í þess stað eigna- og erfðaskatt o. s. frv. Landið kann auðsjáanlega vel við sig sem lýðveldi og það er ekki veríð með neina smásmygli gagnvart hinum liðna konungdómi. Frimerki með mynd Manúels hafa t. d. aðeins ver- ið yfirstimpluð með: Lýðveldi, fyrst um sinn í stað þess að þjóta til og láta gera ný. Joao Franco, sá er tók sér alræðis- vald á dögum Carlos konungs, föður Manúels, og kent er um að konung- ur var myrtur, hefir verið kærður og handsamaður, en látinn laus aftur gegn veðfé (1 miljón) meðan á mál- inu stendur. Á hann eru meðal ann- ars bornar þær sakir að hann hafi tekið af eigum ríkisins til þess að greiða með skuldir Carlos konungs. Souza, fyrv. yfirráðgjafi hefir og ver- ið handsamaður, en látinn laus gegn veði. Manuel konungur er kominn til Englands með móður sinni og seztur þar að. Fyrverandi sendiherra Port- úgals i London, de Soveral, markgreifi, hefir gerst einkaritari hans. Hann neitaði að verða sendiherra áfram eft- ir að lýðveldið komst á, en kveðst búast við því hins vegar, að Manúel verði látinn taka við völdum aftur í Portúgal von bráðar. — Flestir halda nú annars, að það bíði og láti sig. Á Spáni er eitthvað kvikt um þess- ar mundir. Þaðan eru að berast út um heiminn fregnir um stjórnarbyltingu, um að Alfons konungur sé myrtur o. s. frv., en þvi jafnharðan mótmælt. Það eitt vita menn með vissu, að allsherjarverkfall er í Barcelóna og víðar á Norður-Spáni og blóðsúthell- ingar á hverjum degi. Það kemur því engum á óvart þó að þar gerist svipaðir atburðir og í Portúgal. -----'2/2/a------- + Leo Tolstoj. Simfr. frá Khöfn ”/lt 1910. Rússneska skáldið heimsfræga lézt í fyrradag á 3. ári um áttrætt (f. 28. ág. 1828). Hann hafði lengi legið veikur og hver kviksagan á fætur annari sagt hann dauðan i alt haust. Einhver risavaxnasti og einkenni- legasti andi vorra tíma er hér fallinn í val. Tímarit vor minnast hans að sjálf- sögðu rækilega. í stuttri blaðagrein er það eigi unt svo í lagi sé. Guðmundur Hannesson og skuldirnar. 1. »Trúin á skuldirnar« kallar Guðm. héraðslæknir Hannesson 3 greinar, sem birst hafa í ísafold undanfarið. Sama efnis sem greinin hafa verið hugvekj- ur, sem G. H. hefir flutt á Landvarnar- fundum fyrir skemstu og við einstaka menn, hvar sem hann hefir hitt þá á förnum vegi og talið borist að fjár- málum. Skoðanir G. H., að svo miklu leyti sem skilja má greinar hans og ræður, eru svo frábreyttar skoðunum- mínum og fjölda annarra, á málefni því, sem hér er um að ræða, að eg get ekki stilt mig um, að taka til andmæla vegna þeirra. Eg hefi að vísu reynt að andmæla þeim lítilsháttar á um- ræðufundi í Landvörn. Árangurinn varð sá, að G. H. kvað okkur báða vera á sama máli, munurinn fælist að eins í því, að eg hefði eigi skilið rétt greinarsínar og ræður. Mér kom þetta á óvart hafði að vísu þá eigi séð síð- Landlausir þjóðliöfðingjar. í efri röð frA vinsfcri til hægri: Abdul Aaiz, fyrv. MarokkÓ3o)dán, I'T8cack, fyrv. Kóreukeisari og Abdul Bamid, fyrv. Tyrkjasoldán. — í neöri röð: Muhammed Ali fyrv. Persakeisari og Manúel úr Portúgal. Abdul Asia misti völd fyrir fám árum. Hann átti lengi i deilum við bróður sinn, Muley Hafid, hinn núverandi Marokkósoldán, og hafði stuðning stórveldanna framan af, en siðan varð hann með öllu undir í viðskiítum þeirra bræðranna, misti völd og varð að hröklast úr landi. l'Tscack var hinn síðasti keisari í Kóreu. Hann fókk Japanskeisara I hendur tign sina fyrir nokkurum mánuðum, þá er Kórea var innlimuð i Japan, en sú tign var ekki nema nafnið eitt upp á siðkastið. Abdul tiamid kannast allir við — harðstjórann og blóðhundinn, sem misti völd fyrir 2 árum og var hneptur i varðhald, þá er liann var að reyna að eyða aftur þing- ræðisstjórn þeirri, er hann hatði verið neyddur til að koma á árinu áður. Hann er sagður fárveikur um þessar mundir og búast menn við andláti hans þá og þegar. Manuel, er sá sem rekinn var frá ríkjum nú á dögunum i Portúgal, en fekk borgið sór á flótta til Gibraltar og slðar til Englands. Muhammed Ali, er svikakeisarinn (shahinn), sem Persar hrundu af stóli fyrir 2 ár- um. Hann vildi verða einvaldur og gerði sór það til frægðar, að láta skjóta á þing- húsið, þar sem inni voru fulltrúar þjóðarinnar, og hafði hann þó unnið eið að stjórn- arskrá landsins. Nú er yngsti sonur hans tekinn við rikinu, en sjálfur flæmdist hann til Rússlands. I>að er af honum að segja seinast að hann ritaði Kúrdakynflokki einum fjölmenn- um i Perslandi og eggjaði hann á að gera uppreist. En stjórnin komst yfir bróf hans og nú hefir þingið tekið af honum eftirlaun hans fyrir vikið. X-ið á myndinni, innan um tignarmerkin, táknar »fyrverandi« á alþjóðamáli. 73. tölublað I. O. O. F. 9311259 Forngripasafn opið hvern virkan dag 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og B1/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* siðdegis Landakotskirkja. Guðsþj. 9 l/a og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—B Landsbankinn 11-2 »/*, 51/a-61/*. Bankastj. við 12-2 Landsbókasafn 12—8 og B—8. Útlán 1—8 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsfóhirðir 10—2 og B—6. Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i iæknask. þriðjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opið l1/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.st.r. 14, 1. og 3. md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—S- Faxaflóagufabátarinn Ingólfur fer til Borgarness 25. nóv. -- - Garðs 20. nóv. ustu greinina. En af því að eg þyk- ist hafa heyrt það utan að mér, að flestir, sem greinarnar hafa lesið, hafi skilið þær á líkan hátt sem eg, álít eg fulla þörf á að skýra þær, til þess að eyða misskilningnum. Ef það verður upp úr, að skoðun G. H. sé hin sama og mín og tilgangur greina hans hafi verið sá, að setja fram þá skoðun, þá álít eg betur farið en heima setið með þessum línum minum; eytt talsverðum misskilningi, sem áreiðan- lega er. 1 fyrstu grein sinni telur G. H. vera sprotna upp nýjatrú: Trúna á skuld- irnar. Til rökstuðnings þessarri stað- hæfingu sinni segir hann öll blöð og báða flokka sameina sig um trúna á skuldirnar, allir viija lána fé (frá út- löndum). Þetta er textinn. Út af honum spinnur svo G. H. prédikun sína, sem í fyrstu tveim greinunum virðist beinast að því, að bannfæra öll lán og alt fé frá landinu, en dregur þó ofurlitið úr í síðustu greininni. Hvað er það svo sem blöðin og báðir flokkar hafa sameinað sig um? Það er það, að tala um, að heppilegt gæti verið að fá hjá Frökkum eða Englendingum alt að 10 miljóna kr. lán, með betri kjörum en lánskjör vor eru nú. Og svo sem kunnugt er, hafa nokkrir menn hér í bænum tekið sig saman til þess að gera tilraunir til þess að útvega slíkt lán hjá Frökkum. Til hvers ætla þeir nú þessu láni að verða notað? Ef maður les greinir G. H. virðist koma þar fram, að fénu eigi, eftir til- ætlun »skuldapostulanna«, sem hann kallar þá, að verja til einhverra ótíma- bærra fjárglæfra i landbúnaði, fiski- veiðum eða öðrum atvinnufyrirtækjum. Mér kom þetta allmjög á óvart, því mér hafði jafnan skilist svo, sem til- gangurinn hefði verið þessi: 1. Að breyta í hagfeldara form skuld- um þeim, sem landið nú er í. 2. Að koma á betra fyrirkomulagi um lán gegn veði í fasteignum. .3. Að bæta lánskjör landsins í fram- tíðinni með því að skapa verðbréfum þess markað á heimskauphöllunum með sæmilegum kjörum. Þessi tilgangur er eigi annað en í alla staði lofsverður. Landssjóður skuldar Dönum nú hér- umbil hálfa þriðju miljón. Þessar skuldir landssjóðs eru eigi sem hagfeld- astar að öllu leyti. Auk þess er það skoðun vor Sjálfstæðismanna að oss beri að vera sem allra minst skuld- skeyttir Dönum. Landsbankinn skuldar annað eins. Auk þess hefir landsbankinn nú úti 6.110.000 kr. f veðdeildarbréfum, sem bundin eru veðdeildarfyrirkomulagi, sem oss er mjög óhagstætt. Dæmi: Eg skulda 5000 krónur í vixlum hér og hvar; af einum víxli geld eg 5 °/0 í vöxtu, öðrum 7°/0, þriðja io°/o °- s- frvG þeir eru til stutts tíma, sumir hverir að minsta

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.