Ísafold


Ísafold - 18.12.1910, Qupperneq 1

Ísafold - 18.12.1910, Qupperneq 1
Kemvu út. fcviwvar i víku. Verft ára;. (80 arkir minst) 4 kr. eriencti* 5 k« efta, 1 l/a dollar; borRÍsfc fyrir mi^jaxi jdli (eriendis fyrir fram). AFOLD UnPHÖfni (akrifloR:) bnndin viö á.raxnót, er ófiriid nema komln só fcil átgefanda fyrir 1. ofrfc, aanpandi sknldlna^ vib blaöib Afyreib^lít • An»tnr?«trwst.i H, XXXVII. árg. Reykjavík laugardaginn 18. desember 1910 80. tölublað SllflriQinn^rlðlllfl Landsbankans verður lokuð frá og wpcn iqjuuqugiiu með 2l þ mán til nýárs Öllum Öðrum bankastörfum verður gegnt þessa daga frá kl n f. h. til kl. 21/2 e. h. (á eftirmiðdögum ekki). Þó verður hlaupareiknings og reikn- ingsláns viðskiftum ekki sint 2 síðustu daga ársins. Landsbankinn, 15. desember 1910. Bankastjórnin. I. O. O. F'. 9212169 Faxaílóagufubáturinn lngólfur fer til Garðs 18. des. J^ágr- Næsta blað kemur út á miðvikudag: 21., en á laugardag (aðfan«fadag) kemur ekkert biað. A þessu viljum vér vekja eftirtekt ! þeirra, er þurfa að koma að aug- j lýsingum fyrir jólin. Bókasafn Alþ. lesfcrftrfél. Pósfcliússfcr. 14. 5—8. Fornsrripasafn opib s þri. og fmd. 12—2 íslftndsbanki opirm 10— 2 */* ofí 5 K F. U. M. Lfistrur-og skril'Stofft frá S árd, fcil 10 slhd. Alm. fmidir fsd. oer sd. 8*/« slMeíjifl handftkofcslcirk,)R. flubaþj. osr R A holgum La.ndttkot.aspltali f. sjúkravit.j. 10 V*—12 oy 4—5 Lftndsbarkinn lt-21/*, 5*/*-^/*. Bftnkastj. vift 1>2 LandshókRsafn 12—8 og: 5—8. Útlan 1—8 LHndsbúnaha.rfólíi8:3skrifstofan opin trA 12—2 Landsíéhirhir 10—2 og 5—0. Lftndsskjalasafni?) á þrd. fmd. og ld. 12—1 Laikning ók. í læknask. þribjd. og föstd. 11—12 NAttúvugripasftfn opib 1 a/«—2*/t A sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- og hAlslækning Pósthús- sfcræti 14 2. og 4. fimtud. í hv. mánuði. 2—8. Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 8.md, 11—1 Lárus Fjeldsted yíirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 fleima kl. n —12 og 4—5. Ráðgáia nútímans! Spurningin sem nú er efst á dagskrá, er ekld hvort við eigum að hafa faktúrutoll eða farmtoll eða nokkurn annan toll, heldur hvað kolin vigta mikið í Edinborgar glugg- anum Þess nær sern dregur þeim degi þegar menn verða vissir um, hverjir hafa gizkað rétt eða nær þvi rétta, þess ákafari verða þeir með að komast næst því rétta. —- — Menn hafa yfirleitt tekið svo vel í þetta, að verzlunin hefir ákveðið að bæta ennþd einum verðlaunuin við, og í staðinn fyrir að bæta gráu ofan á svart, bætum við svörtu ofan á grátt með því að gefa þeim sem verður næstur þeim 81. kolin. Hve mikils virði þnð er, sem sá síðasti fær, er okkur ómögulegt að segja nú, framtiðin getur lej^st úr þvi, en við vonum að sá sem það hreppir, verði ekki síður ánægður en hinir. Til jólanna seljum við: 27.90 Frönsk sjöl á 15.00 11 50 Lilla-blúsur á 5.95 30,00 Búar á 18.00 29 50 Kápur á 20.00 7 50 Borðteppi á 5.50. Verzlunin Edinborg, Reykjavik Kosningarnar á Bretlandi Fyrstu kosningafregnir. ---- Kh. 5. des. ‘10. Eins og getið var um síðist, var enska þingið rofið 28. f. m. og nýjar kosningar fyrirskipaðar. Lansdowne hafði áður látið efri málstofuna sam- þykkja ályktun um samband deildanna eftirleiðis. Voru þær i þá átt, að eft- irleiðis yrði deilumál milli deildanna borin undir almenningsatkvæði þá er um stórmál væri að tefla, en minni mál útkljáð af sameiginlegri nefnd, er báðar deildir skipuðu. Þessu gátu framsóknarmenn vitanlega engan veg- inn gengið að og töldu þetta vera eflingu en ekki eftirgjöf á valdi efri málstofunnar. Kosningabaráttan er hin harðasta þó að úndirbúningur sé eigi langur. íhaldsmenn hafa látið tolltillögur sín' ar liggja milli hluta að þessu sinni og er jafnvel búist við að þeir græði á því. Framsóknarmenn hafa einhverju sinni stungið upp á því við íhalds- menn, að tollbreytingafrumvarp þeirra (verndartollur) yrði borið undir al- menningsatkvæði. Þessu hefir Balfour nýlega á þingmálafundi svarað játandi ef framsóknarmenn vilja gera slíkt hið sama við frumvarpið um heima- stjórn írlands. En Asquith er með öllu mótfallinn almenningsatkvæði og telur það ríða í bág við eðli þing- ræðisins. Kosningarnar hófust á laugardaginn, var (3. þ. m.) og er þeim eigi lokið fyr en seint í mánuðinum. A laug- ardaginn voru kosnir 63 íhaldsmenn, 51 framsóknarmaður, 7 verkflokks- menn og 5 Redmondssinnar. Hafa íhaldsmenn unnið 7 sæti, en fram- sóknarmenn 4. Kosningar þessar náðu aðallega til Lundúna og fleiri kjördæma á Suður- Englandi, þar, sem íhaldsmenu eru rótgrónastir, og er því eigi vel að marka þó að þeim hafi aukist nokk- urt fylgi þó að kosningar fyrstu dag- ana virðist hinsvegar oft hafa áhrif á síðari kosningar. íhaldsmenn eru annars ekki jafn- ánægðir yfir kosningunum á laugar- daginn og þeir höfðu búist við, en ef þeir fikra sig jafnmikið áfram blut- fallslega við síðari kosningar, á stjórn- in allörðugt fyrir og verður líklega að segja af sér. Meirihluti frambjóð- enda þeirra er sigrað hafa, er annars ákaflega líkur og í janúarkosningunni síðast, en kjörsóknin er ekki eins mikil og þá, sakir þess að margir kjósendur eru fluttir í önnur kjör- dæmi og geta eigi greitt atkvæði og eins sakir óveðurs. Þá er þingið var rofið var flokka- skipunin þannig: 274 framsóknar- menn, 274 íhaldsmenn, 72 irskir þjóðflokksmenn, 40 verkflokksmenn og 8 óháðir írar. í dag um hádegi stóðu kosningarn- ar þannig: 65 íhaldsmenn, 52 fram- sóknarmenn, 8 verkflokksmenn og 5 Redmondssinnar. m \§Á M m WM) ?/' JionuriQur Brefa og fjoíztu sfjórnmáfagarpar. í efstu röð, frá hægri til vinstri Georq V. konungur, Asquith yfirráð- gjafi, Lloyd George fjármálaráðgjafi. í annari röð: Balfour foringi íhaldsmanna, Lansdoume, lávarður, Redmond, foringi irska flokksins hins meiri. í þriðju röð: O’Brien, foringi írska flokksins hins minni, Rosehery lávarð- ur og Churchill verzlunarráðgjafi. I neðstu röð Crewe lávarður, verk- flokksmennirnir Keir Hardie og Barness. Georg V, hefir enn eigi látið mikið á sér bera á konungsstóli — en allar horfur á, að hann muni trúlega feta í fótspor föður síns Játvarðs VII. og gæta þjóðræðis í landinu. Asquith yfirráðgjafi er gætinn mað- ur, en atkvæða-foringi og fylginn sér. Lloyd George er einhver dugmesti og harðvítugasti maðurinn í ráðuneyt- inu og flokknum yfirleitt, afburða mælskumaður og kosningagarpur. Hann lagði fyrir þingið fjármálafrum- varp það, sem efri málstofan neitaði að samþykkja fyr en borið væri und- ir atkvæði þjóðarinnar með nýjum kosningum. Þetta er grundvöllurinn undir baráttu þá, er nú er hafin milli málstofanna og búist er við að kosn- ingar þær ráði til lykta, er nú standa yfir. Balfour, fyrv. yfirráðgjafi er fyrir íhaldsmönnum. Hanti er ötull mað- ur og vel máli farinn. Lansdowne er foringi íhaldsmanna í efri málstofunni. Frá honum var ályktun málstofunnar í fyrra um að bera fjármálafrumvarpið undir nýjar kosningar. Hann bar og nýlega upp í málstofunni, áður en þingið var rofið, ályktun um samband deildanna eftirleiðis svo sem getið er á öðrum stað hér í blaðinu. John Redmond er foringi hins stærra flokks af Irum. Hann fylgir nú fram- sóknarmönnum ötullega að. málum, en mun eigi taka steininn í staðinn. Hann heimtar sem sé heimastjórn fyrir írland og má telja víst að Asquith hefir eigi fylgi hans né íra nema stjórnin styðji heimastjórnarfrumvarpið. Landi hans OeBrien stýrir hinum minni Iraflokki, eða 23 manna flokkn- um. Hanli er að mörgu leyti ósam- mála Redmond og er í sambandi við íhaldsmenn við kosningar þessar. Rosebery var áður yfirráðgjafi og framsóknarmaður, en nú er hann far- inn að hallast á hina sveifina. Hon- um er sem sé sjálfum ait annað etl vel við eigna- og erfðaskatt, því að hann er ríkasti maður á Bretlandi, á meðal annars heil borgarhverfi í Lundúnum. Churchill verzlunarráðgjafi gengur næst Lloyd George að kappi og ötul- leik. Kvenréttindakonurnar látaa reiði sína bitna mjög á honum. Nýlega hótuðu þær því að nema á brott dóttur hans og skila henni eigi aftur fyr en kvenréttindafrv. væri samþ. f neðri málstofunni. Crewe lávarður er helzti maður stjórnarinnar í efri málstofunni og heldur uppi svörum fyrir hana þar. Keir Hardie og Barness ráða fyrir verkmannaflokknum eða jafnaðarmönn- um. Hinn síðastnefndi er foringi flokksins í orði kveðnu, en Keir Hardie er annars langfremsti maður- inn í flokknum. Verkmannaflokkur- inn styður stjórnina öfluglega gegn lávörðunum og eru í félagsskap við framsóknarmenn í kosningabaráttunni, þingmannaframboðinu o. s. frv.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.