Ísafold - 21.01.1911, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.01.1911, Blaðsíða 1
KemTu út tviavar l viku. Verö Arg. (80 arkir minst) 4 kr. erlendie 6 kx eða 1V* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD rppsögn (akrifleg) bundin viö Aramót, ar ógiid nema komln só til útgefanda fyrir 1. okt. eg aaapandi skuldlaas viö blaöib ▲fgreibsla: ▲usturstr*>ti 8. xxxvm. árg. lleykjavík 21. janúar 1911. 4. tölublað I. O. O. F. 921279 Bókasaín Alþ. lestrarfól. Pósthússtr. 14 5—8. Forngripasafn opiö fld. þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og KSF. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 &rd. til 10 söd. Alm. fundir fsd. og fld. 8 »/• sibdegis. Landakotskirkja. öuösþj. 9l/» og 6 & helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 104/a—12 og 4—5 Landsbankinn 11-21/*, Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útl&n 1—3 Landsbúnaöarfólagsskrifstofan opin tr& 12—2 Landsfóhiröir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafniö & þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 N&ttúrugripasafn opiö 1 */*—2»/• & sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- og h&lslækning Pósthús- stræti 14 2. og 4. fimtud. i hv. mánuöi. 2—8. Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 3. md. 11—1 Taxafíóagufubáf. tngóífur fer til Borgarness 27. jan., 5. og xo. febr. Keflavikur 24. jan. Laganýmæli. Stjórnarfrumvörpin, sem lögð verða fyrir alþingi í næsta mánuði eru þessi: í. Frv. til laga um samþykt d lands- reikningunum fyrir árin 1908 og 1909. 2. — — fjdraukalaga fyrir drin 1908 og 1909. 3. — — fjdraukalaga fyrir árin 1910 og 1911. 4. — — fjárlaga fyrir árin 1912 og 1913. 5. — — laga um breyting d toll- lögum fyrir ísland 8. nóv. 1901. 6. — — laga um aukatekjur lands- sjóðs. 7. — — laga um erfðafjárskatt. 8. — — laga um vitagjald. 9. — — laga um breyting d þeim tíma, er hið reglulegaalþingi kemur saman. 10. — — laga um frœðslu œskulýðs- ins. 11. — — laga um dánarskýrslur. 12. — — laga um eiða og drengskap- arorð. 13. — — laga um viðauka við nú- gildandi lög um utanþjóð- kirkjumenn. 14. — — laga um breyting á lögum nr. 46, 16. nóvbr. 1901 um laun sóknarpresta. 15. — — almennra viðskiftalaga. 16. — — laga um lögaldursleyfi. 17. — — laga um úrskurðarvald sáttanefnda. 18. — — siglingalaga. 19. — — laga um öryggi skipa og báta. 20. — — laga um vita, sjómerki 0. ji. 21. — — laga um sóttgœzluskírteini skipa. 22. — — laga um stýrimannaskóla i Reykjavík. 23. — — laga um útrýming fjár- kláðans. 24. — — laga um útfiutningsgjald af ull um stundarsakir. Ráðherra kom hingað á Ingolf í fyrra dag eftir nærri fjögurra mánaða dvöl erlendis. Hann fór frá Kaupmannahöfn 4. þ. mán. suður til Briissel, kom við í Berlín og Haag. Til Brussel þurfti hann að fara til þess að hafa tal af Marconifélagsstjórninni þar. Frá Hol- landi hélt hann svo til Lundúna og þaðan norður til Edinborgar og tók þar skip ir. þ. mán. Jóhannes Jósefsson hefir undanfarið sýnt iþróttir sinar í Alhambra-leikhdsinu í Lundúnum við hinn bezta orðstir. í s a f o 1 d hefir fengið mörg ensk blöð, er segja itarlegá frá sýningum Jóhannesar og munum vér flytja nokkur ummæli þeirra innan skamms. Brezku kosningarnar. Fullnaðarúrslit. ---- Kh. 7. jan. ’10 Brezku kosningunum var lokið tæpri viku fyrir jól eins og til stóð. Ur- slitin eru þessi: íhaldsmenn hafa hlotið 272, Framsóknarmenn — — 271, Verkflokksmenn — — 43, írskir Redmondssinnar — — 74, — O’Brienssinriar — — 10. Alls hafa íhaldsmenn unnið 28 sæti og mist 29, framsóknarmenn unnið in hlotið þau svör hjá kjósendunum, sem hún óskaði og nú er eigi annað fyrirsjáanlegt en að efri málstofan eigi skamt eftir ólifað, þ. e. a. s. af lífi því er áður lifði hún. Hvort skipaðir verða nýir Peers til þess aó taka neit- unarréttinu af efri mástofuuni, er óvíst enn. Af íhaldsmönnum er allmjög dregið eftir þessar ófarir og er nú efst í mörgum þeirra að reyna að koma sættum á með því að skipa nýja nefnd til þess að ræða um neit- unarvald lávarðanna. Skuldinni er skelt á Balfour og hann skammaður í flokksblöðum íhaldsmanna fyrir að hafa v*— • • 23 og mist 26, verkflokksmenn unnið 5 og mist 3, Redmondssinnar unnið 5 og mist 2 og O’Brienssinnar unn- ið 2 og mist 3 sæti. Má því heita að úrslitin séu hin sömu og við kosn- ingarnar fyrir ári síðan. Þá var stjórn- armeirihlutinn 122 atkvæði, en nú er hann 126 atkv. A myndinni er hlutfallið milli flokk- anna sýnt í stærð flokksforingjanna. Sínu hvoru megin sjást þeir Asquiht (til vinstri) og Balfour (til hægri, á hlið) nokkurn veginn jafnstórir. Þá kemur Redmond (hærri maðurinn i miðið) og Keir Hardie, foringi verk- manna (lægri maðurinn í miðið) og loks O’Brien í dvergs líki. Með þessum kosningum hefir stjórn- ekki tekið verndartollana á dagskrá við kosningar þessar. Þykir það eins dæmi um enskan flokksforingja, að hann bíði ósigur þrisvar í röð við kosningar. Eftir því sem heyrst hefir á blöð- um og eftir ummælum ráðgjafanna, mun konungur hafa lofað að skipa nýja Peers úr framsóknarflokki ef til kem- ur og á þarf að halda. Þingið kemur saman nú í mánuð- inum og verða aðallega þrjú stórmál á dagskrá: takmörkun á neitunarrétti efri málstofunnar, heimastjórn fyrir írland (og ef til vill Skotland, Wales og England líka eins og sumir vilja) og lögleiðsla á dagpeningum fyrir þingmenn. Milli Evrópu og Ameríku, fram og aftnr, á 12 sólarhringum. Afreksferð skipsins »Mauretania«. Gufuskip » C unard «-línunnar, ,Maure- tania', fór nýlega milli Liverpool á Englandi og New-York i Bandaríkjun- um og sömu leið aftur á 12 sólar- hringum og hafði þó 41 kl.stundar viðstöðu í New-York. Ferð þessi var í undirbúningi löngu áður og var alt vandað til fararinnar, skipshöfn, reiði og áhöfn, svo sem föng voru á. Khöfn, Vx’lL Skipið hrepti versta óveður og stór- sjó alla leiðina til Ameríku, en tókst þó að fylgja áætlun þrátt fyrir alt, og var það að þakka frábærum dugnaði skipshafnar og góðum undirbúningi hinumegin hafs, svo að ferming og afferming tókst á 41 stundu. Maure- tania varð meira að segja 1 stundu undan áætlun eftir alt saman. skipinu komu til Englands yfir 3000 farþegar og 3800 póstpokar. Auðmaðurinn Carnegie. Höfðingleg gjöf. Kh. 7. jan. ’ll. Hinn nafnkunni auðmaður og mann- vinur (orð, sem annars fara sjaldan saman) Carnegie, sem alt af er að gefa og gefa til líknar, bókmenta og annarra nytsemda, hefir nýlega gefið 10 miljónir dollara til heimsfriðar- starfseminnar. Á myndinni sést Carnegie og fyrir aftan hann bankaþjónn að telja þessa stóru summu. Á borðinu liggur 1 miljón í gulli. Níu jafnstórar hrúgur er eftir að telja. Carnegie er íæddur á Skotlandi nokkru eftir miðja 19. öld. Auð sinn hefir hann grætt á olíuverzlun og öðrum stórfyrirtækjum. Það er langt síðan hann fór fyrst að gefa frá sér fé sitt og hann hefir alt af gefið jafnt og þétt. Hann ætlar sér að láta allar eignir sínar til menningar- og nytsemdarfyrirtækja. Rússneskir glæpamenn í London. Harður bardagi við lögregluna. ---- Kh. 7. jan. ‘11. Á Bretlandi hafa margir rússneskir glæpamenn hafst við, því að þar hafa þeir verið látnir hlutlausastir. Rúss- neskir fangar og útlagar eiga heima í London hópum saman og hafa þótt þar óvenju friðsamir. En nú nýlega hafa gerst þau tíðindi í London, að búast má við að settar verði nánari varúðarreglur gegn innflutningi Rússa. í Houndsditsch, einu af úthverfum Lundúnaborgar, höfðu 4 Rússar leigt sér hús og grófu þaðan göng neðan- jarðar, er áttu að ná upp í búð gim- steinasala eins í grendinni. En. högg höfðu heyrst í eitt nágrannahúsið og var lögreglan látin vita. Nokkurir lögreglu- og hermenn fóru inn í húsið og börðu upp á, en enginn svaraði. Þá brauzt lögreglan inn. í sama bili hófst skothríð inni og féllu þar 3 lögreglumenn, en glæpamenn- irnir flýðu og komust undan. Næstu daga gerði lögreglan hús- leitir í grendinni. Komst hún á snoðir um, að inni í einu húsinu væru tveir af þessum mönnum og var nú haldið þangað. En jafnskjótt og lögreglan kom, var tekið við henni með dynjandi skothríð. Herlið var sótt, en það fór á sömu leið. Rúss- arnir höfðu næg skotfæri og lögregl- an komst ekki að þeim. Létust þar margir lögreglumenn. Loksins kvikn- aði í húsinu og brann það til kaldra kola svo að segja. Lík bandingjanna beggja fundust í rústunum. Á myndinni sést húsbruni þessi. Slökkviliðið er að reyna að kæfa eld- inn. Lögreglulið og manngrúi sést í kring. Vestur-íslendingar taka heldur myndarlegan og drengi- legan þátt í minnisvarðasamskotum Jóns Sigurðssonar, eftir því sem V.- ísl. blöð skýra frá. í nóvember héldu Winnipeg-íslendingar allsherjarfund til að ræða málið, og kusu þeir þá 15 manna nefnd til að standa fyrir sam- skotum. Eru í henni helztu leiðtóg- ar þeirra, prestar, læknar, ritstjórar, lögmenn m. fl. Dr. Jón Bjarnason er forseti nefndarinnar, en Skafti B. Brynjólfsson fyrrum þingm. gjaldkeri. Samskotin hófust í byrjun des. og hafa gengið mjög ánægjulega. Marg- ar fjölskyldur hafa gefið frá 5—10 dollara=i8—37 krónur. Vestmenn leggja meiri áherzlu á að allir gefi en hver einstakur gefi mikið. Samskotafjárhæðin sem þeir vilja fá upp hjá sér til að heiðra »forset- ann fræga* er hvorki meira né minna en 10 þús. kr. Svo stórtækir og höfðinglundaðir eru þeir. Þökk og heiður sé Vestur-íslend- ingum fyrir áhuga sinn og stuðning, er þeir sýna svo oft, í okkar sóma og velferðarmálum! Hafís fypir Vesturlandi. Símskeyti hafa borist hingað (til Helga Zoéga kaupmanns) um, að Dýra- fjörður, Önundarfjörður og ísaf)örður séu fullir af ishroða. Fimm botn- vörpungar brezkir, sem lágu inni á Önundarfirði freistuðu þess að kom- ast út úr firðinum, en urðu frá að hverfa — og liggja nú teptir inni á Flateyri.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.