Ísafold - 21.01.1911, Blaðsíða 3
isaf;old
ir>
manneyja og Reykjavíkur, 17 þ. til
að strengja talsímann milli Akureyrar
og Sauðárkróks, og 12Y2 þús. til hins
sama milli Sveinatungu og Borðeyrar.
Ennfremur 8-j-i 5 þús. handa Vífil-
staðahaslinu.
Ný skattalög.
Þessum fernum nýju skattalögum
(tolllögum) stingur stjórnin upp á eða
hækkun á eldri lögum þess efnis, og
fer þar mest eftir tillögum milliþinga-
skattanefndarinnar frá 1907:
um erfðagjald
— vitagjald
— stimpilgjald
— breyting á tolllögum frá 1901,
auk millibilstolls af útfluttri ull.
Fyrnefnd lög fern er búist við að
mjólki landssjóði samtals 135 þúsund
kr. tekjuauka á ári, sem sé:
tolllagabreytingin .... 103,000 kr.
aukatekjulögin.............. 18,000 —
vitagjaldslögin............. 10,000 —
erfðagjaldslögin.... 4,000 —
135,000 kr.
-----,f------
Mjög vítavert
er það, að Þjóðólfur þýðir bæði
rangt og ónákvæmlega viðtal ráðherra
við Politiken — það er ísafold birtir
í réttri þýðingu i dag.
Enn vítaverðara er það þó, að
blaðið kemur með tilvitnun á dönsku
úr greininni, sem er ranqt tilfœrð,
svo að meiningarmunur verður mikill.
Islenzka leikritið,
sem Leikfélag Reykjavikur hefir
fengið sent nafnlaust til sýningar, heitir:
Þórólýur i Nesi og er í 4 þáttum.
Það verður leikið i febrúarmánuði
einhverntíma.
Bréf þingmanna Rvíkur
til Framfélagsins hefir Þjóðólfur leyft
sér að afbaka hroðalega: gera gráðug-
ar leturbreytingar, sem hvergi voru í
bréfi þeirra, og láta þó svo lita út,
sem þær séu ekki af blaðinu gerðar.
Reykjavíkur-annáll.
Fundarstjóri 1 bæjarstjórn i forföllum borg-
arstjóra, var kosinn & siðasta bæjarstj.fnndi
Klemenz Jónsson landritari.
Guðsþjínusta & morgnn.
í dómkirkjnnni kl. 12 sira Jóh. Þorkelsson
---- — 5 sira Bjarni Jónsson.
f frikirkjnnni: — 12 sira Ólafur Ólafsson.
Spurningabörn þan sem ætlast er til,
að sira Bjarni Jónsson fermi & komanda
vori komi i dómkirkjnna á morgun (22. jan.)
kl. 2, en fermingarbörn síra Jóh. Þorkels-
sonar kl. 3.
Hafnarmálið var til annarar nmræðn i
bæjarstjórn á. fimtudaginn. Undirtektir ein-
róma hinar hlýlegustu.
Hjúskapur. Jón Runólfsson Bergstaðastr.
32 B og ym. Gruðbj. Guðnadóttir. Gift 14.
anúar.
*
Sig. Thoroddsen kennari er r&ðinn til að
gegna byggingarfulltrúa- og verkfræðings-
störfum fyrir bæinn 3 fyrstu m&nuði árs-
ins — þangað til hinn kosni verkfræðing-
ur Benedikt Jónasson tekur við.
Þegnskylduvinna.
Á fundi í ungmennafélaginu »Ólafur
pái« í Laxárdalshreppi i Dölum, sem
haldinn var að Hjarðarholti þ. 18. des.
1910, var svolátandi tillaga samþykt,
í tilefni af umræðuefni fundarins, —
með 26 samhljóða atkvæðum :
»Fundurinn leyfir sér að skora á
næsta alþingi að taka þegnskyldu-
vinnuna til meðferðar og gera ráð-
stafanir í þá átt, að hún sem fyrst
verði framkvæmd.
Sérstaklega vill fundurinn taka
það fram, að þing og stjórn sjái
svo um, að menn þeir, sem vænt-
anlega yrði falin stjórn og umsjón
með vinnunni væru vel starfa sín-
um vaxnir. Einnig benda á það, að
hann álitur heilbrigðara og réttara
eins og nú horfir við, að vinnan
verði framkvæmd af frjálsum vilja,
en ekki eftir lagaboði.«
Vér óskum að helzt öll ungmenna-
félög landsins láti álit sitt i ljósi, um
þegnskylduvinnuna og vonum að vér
verðum þar öll samhuga í þessu mik-
ilsverða máli, því til stuðnings og fram-
kvæmda.
»Ólafur pái«
ungmennafélagið i Dölum vestra.
Ýms erlend tíðindi.
---- Kh. 7.jan.‘11.
Cook hefir nylega ritað grein til varn-
ar sér og sínum málstað. Mótmælir
hann harðlega frásögn Eskimóanna og
ber þungar sakir á Knud Rasmussen,
en staðhæfir hins vegar ekki að hann
hafi komist á norðurpólinn. Kveðst að-
eins hafa trúað því og trúa því enn.
Cook er nú kominn til Ameríku og var
honum þar tekið á tvennan veg. Sumir
fögnuðu honum, en aðrir æptu að hon-
um.
Peary er um þessar mundir að leggja
fram sannanir sínar, þær er þingið f
Bandaríkjunum krefst áður en það sæm-
ir hann heiðursnafnbót.
Hryllilegir landskjálftar hafa geysað
í Mið-Asíu nýlega um 1400 rasta svæði.
Margir tugir þúsunda hafa farist. Borg-
in Prshevalsk í nánd við Issikul-
vatnið hefir meðal annars sokkið með
öllum íbúunum 10.000 að tölu og er
þar nú stórt stöðuvatn eftir þar sem
borgin stóð. Ým@ir aðrir bæir hafa og
gereyðst.
Á Grikklandi varð og vart allsnarpra
jarðskjálfta í fyrra mánuöi. Manntjón
lítið, en eignatjón mikið og tilfinnanlegt.
Priðarverðlaun Nóbels hlaut alþjóða-
friðarskrifstofan í Bern 10. f. m. Önn-
ur verðlaun eru áður upp talin.
Kosningar til gríska þjóðfundar-
ins fóru fram í fyrra mánuði og lyktaði
þeim svo, að Venizelos yfirráðgjafi
hefir nú undir sér um 3/4 allra fulltrú-
anna, eða nálægt 300 atkvæði alls.
Gömlu foringjarnir Theotokis, Rhallys
og Mauromichalis buðu sig ekki
fram, og skoruöu á sína flokksmenn að
greiða ekki atkvæði. Þrátt fyrir þetta
varð kjörsókn betri nú en við nokkrar
grískar kosningar áður. Allflestir hinna
kosnu eru nýir menn á þingi.
Á Krít hafa verið æsingar miklar fyr-
ir skemstu, en þeim er nú að linna.
Venizelos vill fara varlega og hrapa eigi
að neinu, en eyjarskeggjar í annan stað
óþolinmóðir.
Slysfarir í lofti hafa orðið allmiklar
síðustu n.ánuðina. Meðal hinna nafn-
kunnustu, er hrapaö hafa til bana eru
þeir M o i s a n t, sá er flaug milli París-
ar og London og G r a c e. Hinn síðar-
nefndi var á leið yfir Ermarsund til þess
að vinna stór verðlaun fyrir flug í al-
enskri vél. Hann fór í sundið og beið
bana.
! Ur loftinu hafa annars ekki heyrzt
nein stór afrek nýlega, enda er öllu
hljóðara um íþrótt þessa vetrarmán-
uðina meðan Kári vill vera einn um
flugið.
Khöfn, 11. jan. 1911.
Látinn er í Noregi O s k a r N i s -
s e n, læknir, hinn merkasti maður.
Hann hefir stofnsett jafnaðarmannaflokk-
Oskar Nissen,
inn f Noregi og hefir verið helzti for-
ingi hans síðan. Ennfremur bindindis-
frömuður, um mörg ár ritstjóri að »Men-
neskevennen« o. s. frv.
Alberti áfrýjaði ekki dómi sakamála-
dómsins, því að það var fyrst og fremst
ólíklegt að hæstiróttur hefði fært niður
hegninguna og auk þess lítil von til
þess að þar hefði verið dreginn úr gæzlu-
varöhaldstíminn.
Albertí fór i heguingarhúsið f Hor-
sens laust fyrir jólin og fæst þar nú
við prjónamensku að því er blöðin segja.
Durandmálið á Frakklandi. A
Frakklandi hefir mál eitt vakið mikla
eftirtekt og því jafnvel lfkt við Dreyfus-
málið. Durand nokkur, verkmanna-
foringi í Le Hávre, var ákærður fyrir
að hafa átt þátt í morði á verkmanni
einum, er drepinn var af fólögum sín-
um fyrir »verkfallsbrot«, þ. e. a. s. fyr-
ir að fara í vinnu meöau á verkfalli
stóð. Durand var dæmdur af lffi í öll-
um dómum. En nú reis alda mikil frá
hálfu jafnaðarmanna að fá dómi þessum
breytt. Ýmsir menn rannsökuðu mála-
vöxtu og fundu ýmsar málsbætur fyrir
Durand, sönnuðu jafnvel, að vitnaleiðsl-
an hafi verið mjög af handahófi. Nú
var ekki annað að gera en að senda
umsókn til Fallióres forseta um náðun.
Hún var m. a. undirrituö af eitthvað
200 þingmönnum og af hinum eiðsvörnu
dómurum, er dæmt höfðu Durand. Verk-
mannasambandið hótaði allsherjarverk-
falli ef dómurinn yrði staðfestur og upp-
þot mikið var f ráði fyrir framan forseta-
höllina um nýárið.
Fallióres varð þá við beiðni þessari og
breytti hegningunni í 7 ára hegningar-
húsvinnu, en ekki í æfilanga hegningar-
húsvist eins og venja er til. Út af þessu
vona jafnaðarmenn að málið verði tekið
fyrir aftur af nýju.
------ — B —
Landar erlendis.
íslendingafundur var haldinn 3. þ.
m. í Kronprinsensgade 7. Þar söng frú
Oda Nielsen og sagði æfintýri og var
henni fagnað með mikilli aðdáun. Hún
veitti félaginu skemtun þessa alveg
ókeypis og gat þess um leið og hún
steig upp á pallinn, að ferð sín til ís-
lands hefði verið einhver ánægjulegasta
för, sem hún hefði farið. Vonaði hún
að hún sem fyrst gæti komið aftur.
Sigurði Guðmundssyni meistara var
haldið góðment skilnaðarsamsæti 5. þ.
mán.
Einari Jónssyni myndhöggvara hefir
borist bréf frá myndablaðinu »IUustrirte
Zeitung« f Leipzig, því er flutti grein-
ina um hann á dögunum, og biður blað-
ið hann um leyfi til þess að mega lána
mótin að myndunum af verkum hans og
segir jafnframt að blaðinu hafi borist
margar beiðnir um lán á mótum þessum
bæði innan lands og utan. Einar varð
auðvitað við beiðni þessari. Er þetta
nýr vottur um hið vaxandi álit Einars.
Listasali einn í Leipzig hefir og boöið
Einari að sýna þar fyrir hann öll verk
hans, en óvfst er enn hvað úr þvf verður.
Þingmálafundur
fyrir Reykjavíkurbæ
verður haldinn í f]órum deildum, sem skift er í eftir stafrófsröð
samkvæmt kjörskránni:
I. Þriðjudag 24. þ. m. í Iðnaðarmannahúsimi.
Þangað eiga sókn þeir kjósendur, er hafa bókstaflna A—F og
O—Ó að upphafi í nafni sínu.
II. Miðvikudag 25. þ. m. í Báruliúsinu.
Þangað eiga sókn þeir kjósendur, er hafa bókstafina G—H að
upphafi nafns.
III. Fimtudag 26. þ. m. í Báruhúsiuu.
Þangað eiga sókn þeir kjósendur, er hafa bókstaíina I—N að
upphafi nafns.
IV. Föstudag 27. þ. m. í Báruhúsinu.
Þangað eiga sókn þeir kjósendur, er hafa bókstafina P—ö að
að upphafi nafns.
Öll þessi fundahöld hefjast kl. e. h., en fundarhúsin verða opnuð
hálftíma áður.
AögöngumiBar verða einungis afhentir kjósendum sjálfum og fást á fund-
arstaðnum (í Iðnaðarmannahúsinu 24. þ. m. og í Bárunni 25., 26. og 27.
þ. m.) hvern fundardag frá kl. 10 f. h. til kl. 7 e. h.
Reykjavík, 21. janúar 1911.
fJón Þorfialsson. tÆagnús (Jðlönáafil.
Verzíun B. Tf. Bjarnason
fekk nú með »Ingólfi« ýmis konar vörur, þar á meðal Lampaglös, allar
gerðir, Kúpla, af öllum stærðum, Lugtir, Skermlampa,
Lampabrennara.
Fernisolíu og ýmisk. Málaravörur.
Ennfremur Vínber, Appelsínur á 5 a., Hvítkál, Kartöflur,
Lauk, Selleri, Bauðbeður o. fl.
Skipaferðir;
Ingolf kom loks hingað fimtudags-
morgun árla eftir 7x/2 sólarhrings ferð
frá Leith — hrepti aftakaveður milli
Færeyja og íslands. Farþegar auk ráð-
herra: Sveinn Björnsson yfirdómslög-
maður, jungfr. . Sigríður Björnsdóttir
(ráðherra), Sigurður Guömundsson mag.
art. frá Mjóadal, H. S. Hanson kaupm.,
Páll Stefánsson verzlunarm., Friis Möller
lyfjafræðingur o. fl. o. fl.
Ingólfur, Faxaflóagufubáturinn, fór
til Borgarness á miðvikudag og ætlaði
að koma aftur um kvöldið. En svo voru
veður ill að á Brákarpolli varð skipið að
liggja þangað til í gær ; kom hingað um
miðjan dag og flutti loks núna norðan-
og vestanpósta.
Ceres kom í morgun frá útlöndum
eftir 7 sólarhringa ferð frá Leith.
Farþegar: Björh M. Ólsen prófessor,
Vilhjálmur Finsen lofskeytafræöingur,
Kaaber kaupm., Einar Indriðason banka-
ritari, Herluf Bryde stórkaupmaður.,
Nielsen verzlunarfulltrúi o. fl.
Lag'anýmælin.
Sagt er frá innihaldi nokkurra
stjórnarfrumvarpa i þessu blaði. í
næsta blaði verður skýrt frá þeim
lagafrumvörpum, sem eftir eru.
Fortepiano tekur undirritaður
að sér að stilla. Brynjólýur Þorláksson.
Glímufélagið Ármann
heldur aöalfund sinn á Hótel Is-
land uppi (gengið inn frá Aðalstr.),
ftmtudaginn 26. þ. m.
Reykjavik 21 jan. ’n.
Stjórnin.
Herbergi með húsgögnum ósk-
ast nú þegar í vesturbænum.
Ritstj. vísar á.
Stulka óskast frá 1. febrúar.
Afgr. vísar á.
2 góð herbergi með húsgögn-
um, til leigu nú þegar á Stýrimanna-
stíg 10.
Skrifborð og bókaskápar
(úr eik), orvelstólar o. fl. húsgögn til
sölu með sanngjörnu verði.
Pdll Ó. Lárusson, trésm., Spitalast. 6.
Toilett-pappír
kominn aftur í bókverzlun ísafoldar.
Fataefni,
margar tegundir, þar á meðal nokkur ensk efui, grófgerð — mjög eftirspurð.
Ennfremur ný tegund af bláu chevioti, sérlega fallegu.
Kom nú með s/s Ingólf til
H. Andersen & Sön.
Næsta dansæfing
verður í Iðnó mánudaginn 23. þ. m.
kl. 5. síðd. Þangað eru þeir beðnir
að koma, sem hafa verið á dansæf-
ingum að undanförnu, sem og peir, er
vilja lœra dans ýramvegis.
ABaldansléikur fyrir þá, er tekið
hafa þátt í dansæfingum í vetur, verð-
ur föstudaginn 27. þ. m.
Nákvæmari upplýsingar á dansæf-
ingunni 23. þ. m.
Guðrún Indriðadóttir,
Stefanía A. Guðmundsdóttir.
Skorið neftóbak
óblandað, fæst í verzlun
c3. c7C. %2jarnasott
Jléaífunóur
hlutafélagsins Hótel ísland verður
haldinn á hótelinu (litla salnum uppi,
inngangur frá Aðalstræti), sunnudag-
inn 5. febrúar næstkomandi, kl. 4 síðd.
A fundinum verða þessi mál tekin
fyrir:
Skýrt frá hag félagsins og fram-
kvæmdum á liðnu starfsári.
Endurskoðaðir reikningar fyrir hið
liðna ár, með athugasemdum endur-
skoðenda, lagðir fram til úrskqrðar.
Tekin ákvörðun um ársarð. Kos-
in stjórn og varastjórnendur. Kosnir
þrír menn til að endurskoða reikn-
inga fyrir hið yfirstandandi ár og tveir
menn til vara.
Lagabreyting verður boriti upp á
fundinum.
Umræður og atkvæðagreiðsla um
önnur þau mál, sem upp verða borin.
Reykjavík 16. jan. 1911.
Stjórnin.
5 herbergja íbúð góð, { mið-
bænnm, óskast til leigu 14. maí. Til-
boð með utanáskrift: »íbúð«, sendist
ritstjóra.
Með ss Ceres
Epli,
Appelsínur,
Bananar,
Perur o. m. fl.
Með s/s Ingolf
miklar birgðir af
Stangasápu,
Sunlightsápu,
Krystalsápu,
Sápuduft.
Yerzlunin ,Edinborg,‘ Reykjayik.
Grímudansbúningur er til
sölu hjá Kristjönu Markúsdóttur, Lauga-
veg 11.
Vilhjálmur Þorvaldsson
á Akranesi
kaupir Rjúpur á 30 aura Stk.
og Smjör á 75 aura pundiB
gegn peningum út i hönd.
Jarðeigendur.
Eg undirritaður vil kaupa namu-
rétt í nokkrum jörðum, ef um sem-
ur, helzt sem fyrst. Heima 11—12,
Smiðjustig, Reykjavík.
Þorsteinn H. S. Kjarval.
25 am pwel Ost‘
mjög ljúffengur, i verzlun
Einars Árnasonar.
Stubba-sirz
Stórt og fallegt úrval nýkomið til
Kristínar Sigurðardóttur.
Laugaveg 20.
#