Ísafold - 25.01.1911, Side 1

Ísafold - 25.01.1911, Side 1
Kernni út tvisvar l vikn. Yerft árg. (80 arkir minst) i kr. erlonclia S ki o?)a l1/* doliar; borgist fyrir miDjan júli (evlendis fyrir fram). ÍSAFOLD UrpsöKn (abrifleg) bundin vift Aramót, er ógii< ntm> komln aé til útgefanda fyrir 1. ofct. eg ae.vpandi BknldlauB vift klaftift Afgrei&Bla: AnBtnrBtrœti A XXXVIII. ársr. Reykjavík 25. janúar 1911. I. O. O. P. 921279 Faxaflóagufubát. Ingótfur fer til Borgarness 27. jan., 5. og 10. fel>r. Keflavíkur 24. jan. Nokkrir stjórnmálapistlar ráðherra (B. J.) til flokksmanna hans. Ástandið í Portúgal. Er lýðveldið í hættu? ---- Kh. u/i 1911. Frá Portúgal er um þessar mundir að heyrast hávaði út um heiminn. Ástandið er sagt allískyggilegt og lýð- veldið jafnvel talið í hættu statt, eða að minsta kosti Braga forseti og stjórn hans. Fregnir hafa borist út um aga- leysi í hernum og um samsæri til þess að koma aftur á konungsveldi í landinu. Það er sagt að konungs- sinnum fari fjölgandi, en að þeir vilji ekki kveðja Manúel til konungs aftur, heldur föðurbróður hans Alýonso her- toga af Oporto. Öllum þessum fregnum hefir verið mótmælt jafnharðan af stjórninni og er því erfitt að átta sig á, hvað hæft er í öllu þessu. Eitt má þó telja víst og það er það, að Bragastjórnin á við marga örðugleika að stríða. Hún hefir lofað ofmiklu og verið of- tillátssöm svona alt í einu gagnvart kröfum manna. Hún lofaði t. d. endurbótum og föstu fyrirkomulagi á kirkjustjórn landsins fyrir 15. nóv. síðastl., en það hefir hún ekki getað efnt og er það ókomið enn. Enn- fremur hefir hún ekki getað haldið loforð sín um að efna til þingkosn- inga upp úr nýárinu, og verður nú að þola brigzl um hræðslu við nýar kosningar og að hún fresti þeim af ásettu ráði. Enn er og það, að stjórnin hefir heimilað verkfall. Þetta hefir orðið Alfonso, hertogi af Oporto. til þess, að verkföll hafa geysað í landinu eins og farsótt i svo að segja öllum atvinnugreinum og valdið hinu mesta tjóni. Þá hefir og stjórnin orðið fyrir á- kúrum út af framkomu sinni í máli því, er höfðað var gegn Joao Franco, hinum fyrverandi yfirráðgjafa og al- ræðismanni. Hann var sýknaður í þessu máli, en þá tók stjórnin em- bættin af öllum dómurunum, sem dæmdu þetta mál og setti þá í ný embætti á Goa. Þetta hafa margir talið skerðing á sjálfstæði dómsvalds- ins. Þessu mótmælir stjórnin, en segir að dómararnir hafi dæmt eftir lagaákvæðum frá tímum kouungsdóms- ins. Dómararnir segja aftur, að laga- ákvæði þessi séu eigi úr gildi numin og því hafi þeir dæmt eftir þeim. Braga forseti hefir nýlega átt tal við fréttaritara enska blaðsins »Daily Mail« og segir, að allar þessar sögur séu flugufregnir einar og að engu haf- andi. Segir hann að her og floti sé fullkomlega tryggur. Allar þessar hviksögur muni komnar frá Jesúmunk- unum, sem bágt eigi með að gleyma, að þeir hafi verið flæmdir úr landi. Hvað rétt reynist sker tíminn úr, en líklegast er þó, að konungdómur- inn eigi seint afturkvæmt í Portúgal. Manúel fyrv. konungur er þó á ann- arri skoðun. Hann situr nú i Oxford á Englandi og er þar að menta sig og búa sig undir stjórnarstörfin aftur. Það líklega bíður þó og lætur sig, því að bæði eiga konungssinnar í Portúgal enga nýtilega foringja og athafnarmenn og auk þess er Manuel ekki vel þokkaður — enda eru kon- ungssinnar að hugsa um föðurbróður hans eins og áður er getið. * I. Háttvirti flokksbróðir! Eg reit snemma í f. mán. (nóv.) flokksstjórnarformanni vorum í Rvík (B. Kr.) allítarlega um þá hina stórbagalegu meinloku, er á hefir bólað í flokki vorum: að lög séu fyrir því, jafnvel sjálf stjórnarskráin, að klípa aftan af lögmæltu kjörtímabili hinna kgkj. þm. jafnt sem þjóðkjörinna, þ. e. 6 árun- um, nógu mikið til þess, að komið yrði að nýjum mönnum í kgkj. sætin nú fyrir næstu þingbyrjun, liklega með því að beita við þá reglulegu þingrofi með konungsúrskurði, eða þá þann veg, að konungur kveðji til þingfarar orðalaust nýja kgkj. þingmenn, og detti hinir þar með sjálfkrafa úr sögunni. Það væri harla ákjósanlegt fyrir meirhlutann, sem nú er, ef þessi leið væri fær önnurhvor. En því er nú ver og miður (má gjarna segja), að því fer harla fjarri. Slíkt væri hin greinilegasta lögleysa. Enda var það öllum ljóst í fyrra, er tekið var það ráð, að reyna að fá færðan til þingtímann það langt, að út rynni áður 6 ára kjörtímabilið. Þ a ð var löglegt. En þ e 11 a allsendis ólöglegt. Það hefir m é r legið alla tíð í augum uppi. (Þá kemur — í bréfinu — allítarleg röksemdaleiðsla fyrir því, hvers vegna þessi aðferð við hina kgkj. þingmenn sé ólögleg, og er henni slept hér, svo sem óþarfri nú orðið). Þess varð eg fljótt var, er hér kom í haust, að »vinir« vorir úr hinum herbúðunum höfðu lagt ósvikið inn fyrir mig gegn þingfærslunni til vors. Vera má, að sumir hefðu ætlast til, að eg hefði lagt stöðu mína í veð til að reyna að hafa mitt mál fram þar. En bæði virtist mér vafasamt, hvort flokk- urinn vildi vinna það til að hleypa ef til vill minnihlutanum að þann veg, og í annan stað var mér kunnugt, að svo margir flokksmenn voru nú fallnir frá flokksfundarályktuninni í þinglok 1909, að þar hefði eg ekki haft með mér meiri hluta lengur. Þess vil eg og láta getið i þessu sambandi, að svo hiklaust sem eg legg embættið í sölur, ef mikið er í húfi, svo rangt finst mér og óhyggilegt að beita því ráði í smámunum eða smámálum. — Nýmælum hefi eg hugsað fyrir til þings fram undir 20, sumum eftir áskorun síðasta þings, öðrum ótilkvaddur þaðan. Skirst hefi eg við að þýða mikið úr dönsku, annað en sameignarlög allra Norðurlanda, undirbúin á sínum tíma af samnefnd frá þeim öllum, úrvalsgörpum til þeirra hluta. Nokkuð hefi eg notað af því sem liggur eftir milliþinga skattanefnd vora. En eg er mótfallinn tillögu hennar um frestun áfengisbannlaganna. Vil heldur reyna farmgjaldsfcumvarpið frá síðasta þingi, til muna breytt og umbætt, að eg vona, eða þá aðrar leiðir. Fræðslulögin legg eg til að feld séu úr gildi, en lögleitt í þeirra stað annað fyrirkomulag miklum mun kostnaðarminna og framar við vort hæfi, með endurlífgaðri heimakenslu barna, en unglingaskóla í hverri sýslu og kaupstað. Það hygg eg kleift vera með nýrri kensluaðferð, er hollenzkur uppeldisfræð- ingur hefir upp hugsað og berst fyrir vasklega í sínu landi og öðrum, og hefi eg gert mér ferð á hans fund, suður í Haag, til að kynnast þessu sjálfur almennilega, og hefi ráðið þangað jafnvel aðra ferð áður en heim fer, ef til vill ásamt dóttur minni (frá Engl.). Fjárlaganýroæla hugsa eg ekki til margra né mikilla. Landssjóður er þess ekki megnugur að svo stöddu. Þó hefi eg samið við Marconifélagsdeild í Bríissel um loftskeytasamband milli Vestmanneyja og Reykjavíkur, og víðar, ef vill, — við alla suðurströnd landsins —, ódýrra að tiltölu en sæsímasam- band og vænlegt til stórmikils tekjuauka fyrir ritsímann, vegna væntanlegs sambands við skip á sjó i alt að 300 enskra mílna fjarlægð, — alt að áskildu samþykki alþingis. Gróðinn er sá einkum, að þann veg ná erlend skip með skeyti sín i millilandasímann til sinna heimkynna. Eg hefi farið ferð til Lundúna auk annars til að reyna að afreka eitt- hvað um Iánsfjárútvegun til handa landssjóði, með því að mér er það næsta ljóst mál, að hyggileg lántaka og arðvænleg er ráð, sem landið getur beðið af stórtjón undir höfuð að leggjast. En ekki get eg að svo stöddu hermt neitt um árangur af þeirri ferð. Félag er nú stofnað í Lundúnum, sem ætlar að leggja nær ógrynni fjár, margar, margar miljónir, í Dettifoss, ef á lizt, til áburðarframleiðslu úr loftinu með fossaflinu og járnbraut til sjávar til flutnings á áburðinum. — Eg kom fyrir * nokkuru á fund í Atlanzeyjafélaginu (16/i2) að hlýða á erindi, er íslandsvinurinn Arne Möller flutti þar um ísland og Danmörku, og eftir hans boði. Það var mjög vel samið. Þar reis upp Schack höfuðsmað- ur með flónsku-brigzl til mín og meiri hlutans um svik og undirferli, 0: lymskukent Lösrivelses-brall, og vitnaði í einhverja resolution, er Landvörn hefði átt að gera nýlega, en svo kvað hann stjórnarflokkinn heita. Eg kann- aðist ekki við það, enda mun frétt um þetta hafa verið símuð hingað meðan eg var á Englandi. Eg kvað og ranghermi, að stjórnarflokkurinn héti Land- vörn, heldur væri hún ekki annað en brot úr meiri hlutanum, enda vissi eg ekki til að meiri hlutinn hefði tekið Lösrivelse á sitt prógram að svo stöddu. Eg vissi ekki hvað verða kynni, en svo segði mér hugur um, að annað mundi uppi á baugi, er þing kæmi saman í vetur; en fyr væri ekki hægt um slíkt að segja. Eg fór hörðum orðum um ræðu Schacks í fyrra á þingi, og þá ekki siður um afskifti danskra blaða af• íslandsmálum. — Ekki var mikill rómur gerður að máli Schacks, og komst eitt blað svo að orði á eftir, að það hefði ekki leynt sér á svip fundarmanna, að þeim hefði fundist Schack fá hjá mér »en velfortjent og skrap Dukkert*. • Eftir heimboði frá Appel kenslumálaráðherra frá Askov skrapp eg þangað 20/12 að sjá þá ágætis-stofnun, og flutti þar erindi fyrir hans tilmæli um »dagligt Liv paa Island«, fyrir húsfylli. Kveldið eftir, í fyrra dag, talaði eg aftur i Veilby-háskóla við Arósa, sem Arne Möller stýrir. Það var líks efnis, og áheyrendur eins og kenslusalurinn tók. — Aldrei léttir rógi og níði um mig og meiri hlutann í dönskum blöðum, 5. tölublað alt sýnilega runnið undan tungurótum landa vorra beggja megin hafs. Þeir síma og heim óspart rangfærsluvitleysur um framkomH mína hér, eins og í fyrra (blaðaviðtölin þá). Staddur í Hobro Þorláksmessukveld 1910. Með virðingarf. alúðarkveðju Björn Jónsson. II. Háttvirti flokksbróðir! Eftirvænt tækifærisferð með Þorláksmessupistilinn (með botnvörpungi frá Englandi) brást mér, og komst hann ekki á stað frá Khöfn fyr en 6. jan. Þau urðu á endanum 24, stjórnarfrumvörpin, sem eg bar fram í ríkis- ráði, síðast 3. þ. mán., og eru þau upp talin á meðf. prentaðri skrá, en laus- legt efniságrip af þeim sömul. prentað á innl. blað og kemnr síðar út í ísa- fold — betra en ekki neitt, að eg vona. Farmgjaldsfrumvarp er þar ekki með. Eg hætti við það sem stjórnarfrumvarp, er eg sá, þegar eg hafði lokið við fjárlagafrumvarpið, að fjárhagshorfurnar voru miklu betri en eg hafði við búist, svo góðar, að óvíst var, að taka þyrfti til þess eða þvílíks neyðar- úrræðis, sem slík lög eru, — þótt betri séu en annað verra, svo sem að fresta aðflutningsbannslögunum og glata þar með ef til vill frægum sigri í mesta landsvelferðarmáli og vafalaust landsheilladrýgri en flestir gera sér nú í hugarlund. Eg kvaddi konung undir eins að afloknum ríkisráðsfundi og hélt á stað heimleiðis frá Kliöfn (4. jan.), en lagði leið mína suður um Þýzkaland (Ham- borg), Holland og Belgíu, þá til Lundúna og þaðan norður á Skotland (Leith), en þar á skipsfjöl. Eg átti sama erindi til Haag og fyrra skiftið, og hafði mælt mér þar mót við dóttur mína, frá Lundúnum. Eg v o n a, að landinu hlotnist eitthvað gott af þeim Haag-ferðum. Til Briissel átti eg erindi að tala við forstöðumann Marconifélags- deildarinnar þar, þann er eg hefi samið við um loftskeytasamband milli Vestmanneyja og Reykjavíkur. í Lundúnum njósnaði eg enn um, hvað liði sölu þeirri á bankavaxta- bréfum Landsbankans, er Mr. Rawson hefir verið falið að gera tilraunir til að selja m. m. Þar eru engin fullnaðarúrslit fengin, en ekki vonlaust, að eitthvað hafist fram. Um Rawson þann tel eg mér fullkunnugt orðið, að það sé hinn vandaðasti maður í hvívetna og athafnamaður mikill, sem á mikið undir sér, en muni hafa þann skaplöst, að færast helzti margt í fang, — hafa of mörg járn í eldinum. Meira hefi eg ekki um það mál að segja að svo stöddu. Frekari frásagnir úr utanför minni geymi eg trúnaðarsamtali hér í tómi. Reykjavík 20. jan. 1911. Með virðingarf. alúðarkveðju. Björn Jónsson. III. Háttv. flokksbróðir! Eg hefi heyrt nokkra heiðvirða stjórnmálamenn vora halda því fram, að ráð hefði verið af mér að halda fastara fram i haust þingfrestuninjii (til vors 1911) en eg muni hafa gert, jafnvel leggja við embætti mitt. Og mundi þá, segja þeir, hafa verið undan látið. En litt mun þeim hinum sömu kunnugt vera, h v e fast eða laust eg hefi haldið henni fram, og því síður mun vera á þeirra færi um það að dæma til nokkurrar hlitar, eða mér framar, hvern árangur borið hefði hið allraítrasra kapp af minni hendi til fylgis því máli, — sem sé: bein embættislausnarbeiðni að öðr- um kosti, — hvort heldur veiting þingfrestunarinnar eða þá lausnarbeiðninnar ásamt þar með fylgjandi skipun annars manns i ráðherrasessinn. Þeir æ 11 u raunar að fara nærri um það, að sé þjóð við Eyrarsund nokkurt mál áhugamál, það er til islenzkra stjórnmála kemur um þessar mundir, þá er það skammlifi meiri hlutans á alþingi, sem nú er eða var 1909, þingflokksins, sem þeir eru fulltrúa um, eftir skrifum og skeytum héðan, að búi yfir eindregnum skilnaðarlaunráðum, með minni forustu í pukri, af ótví- ræðu falsi og fláttskap mínum. Og mun þá hverjum manni liggja í augum uppi, hvort hægt er að á- byrgjast, að eftirmaður minn mundi tekinn úr áminstum meiri hluta áfram, er þar syðra vilja allir menn feigan, en ekki úr minni hlutanum, sem á þar hinu mesta ástriki að fagna fyrir frammistöðuna 1908 andspænis »uppkastinu« þá, og andstygð hans á allri »Lösrivelse«, er þeir (Danir) standast eigi reiðari en ef nefnda heyra á nafn, af lítilmögnum, er eigi engan skapaðan hlut undir sár, en ætli sér þá dul, að láta sér þrítugfalt máttugri þjóð (og betur þó) gugna fyrir. En 4 mánuðir til þings, hins reglulega þingtima, og sama sem engin tök að komast í snatri fyrir vilja meiri hlutans um eftirmann minn, svo sem samgöngum hagar hér á landi, þótt hlýða hefði þótt eftir honum að fara, ekki meiri líkur en til þess voru þó eftir þessum bókum. Og loks hins vegar engin fyrirstaða að láta minni hluta mann taka við völdum, með því að það má nú orðið gera með sjálfs hans undirskrift einni með konungi. En ekki nein ægileg hætta á of tæpu fylgi við hann, er á þing kæmi, ekki færri en reynast munu hér á landi sem annarsstaðar fylgispakir heilræðinu um að fága þá eik, sem undir skal búa, og ekki færri en trúað munu hafa sunnan hafs því, sem fullyrt var þar af minni hlutans hálfu eftir kosningasigur vorn þá (1908): að þá til orðinn meiri hluti lyddi ekki saman á öðru en fjand- skapnum við fyrirrennara minn og valdagræðgi í ráðherraefnum vors flokks, sem fara mundi allur í mola, er að því kæmi að koma sér saman um nýjan ráðherra. — Eða þá (er sú spá brást mót öllum vonum), ef hlunninda- gráðugir flokksmenn hefðu minna upp úr krafsinu hjá hinum nýja valdhafa handa sér og sínum en þeir þættust eiga skilið eða við hefðu búist, sem er kunnugra en frá þurfi að segja að vera þykir einna algengast flokkssundrung- arefni. En það e i 11 ærinn ábati á því að koma að, þótt ekki væri nema í svip að kalla má, ráðherra úr minni hlutanum, að þá var ráð fengið til að skipa aftur menn í konungkjörnu sætin úr s a m a flokki, minni hlutanum, og það til 6 ára, til andróðurs meiri hlutanum í ö n n u r full 6 ár. Og væntanlega honum til algerðs falls, áður_ lyki. Því var það, hvernig sem á er litið, sýnilegur hagur flokknum, að eg

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.