Ísafold - 11.02.1911, Síða 1

Ísafold - 11.02.1911, Síða 1
Kenmi út tvisvar i viku. Verö Arg. (80 arkir minst) 4 kr. erlendis 5 ki ef»a l1/* dollar; borgrist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Urpsögn (skrifleg) bnndin viö Aramót, er ógild nema komln sé til útgefanda fyrir 1. okt. eg aaapandi skuldlans. vib blabib Afgreibsla: AnstarstrsBti 8. XXXVIII. árg. I. O. O. P. 922179 Bókasafn Alþ. leatrarfél. Pósthússtr. 14 5—8. Forngripasafn opiö si. þrd. og'fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2‘/t og 51/*—7. , K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sbd. Alm. fnndir fsd. og sd. 81/* sibdegis. Landakotskirkja. Gaösþj. 9*/* og 8 á helgnm Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 */*, S1/*-^1/*. Bankastj. viö 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—3 Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhiröir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafniö á þrd. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn opinn virka daga 8 árd. — 9 siðd. helga daga 8—11 og 4—6. Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrngripasafn opiö l1/*—21/* á sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 2. og 4. fimtud. i hv. mánuöi. 2—8. Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og 3. md. 11—1 Taxafíóagufubát. Ingótfur fer til Borgarness 19. og 24. febr. Garðs 13. 2i. og 28. febr. Svarti bletturinn.1 Svo nefni eg þingmálafundina í Reykjavik 24.—27. jan. s. 1., í heild eða samanlagða. í bók sögunnar um frelsisbaráttu og sjálfstæðisþrá vora, hafa fundir þessir sett ljóta blekklessu í stað fram- sóknar og eggjunarorða. Höfuðstaður landsins hefir jafnframt atað auri ásýnd sjálfstæðismyndar ís- lendinga, þeirrar myndar, sem að öðr- um þjóðum snýr. 1. í sambandsmálinu vildi svarti bletturinn — að vísu með litlum atkvæðamun — samþykkja inn- limunarfrumvarpið alræmda. Hvað þá? Það, að segja við Dani: Við viljum gefa ykkur fé — leggja á borð konungs — svo og svo mikið til þess að þið ráðið því einir, hvað við annars ættum að segja við allar aðrar þjóðir og þyrftum að semja við önnur ríki. Við viljum láta ykkur ráða fyrir hermálunum og vefjast með ykkur i þeim — sem við erum þó lausir við og ættum að geta verið lausir við framvegis — o. s. frv. Og þessi réttindi vor viljum við nú gefa ykkur fúslega, og afsala þeim til ykkar löglega, þrátt fyrir það, þó eng- inn góður íslendingur og sannur föð- urlandsvinur hafi viljað gera þetta — á tíu öldum. 2. Fjárveitingu til viðskiftaráðunauts. vill svarti bletturinn fá úr lögum numda, með ótrúlega yfirgnæfandi meirihluta. Viðskiftaráðunautar eru hið eina, sem íslendingar geta enn þá sýnt öðrum þjóðum sem vott um sjálf- stæði þeirra og menning út á við. Þenna fyrsta vott framsóknar og sjálfstæðis vill svarti bletturinn drepa i fæðingunni. — Ekki blæs byrlega í höfuðstaðnum fyrir skilnaði —. Langt er siðan bændur óskuðu þess að fá íslenzkan verzlunarerindreka eða viðskiftaráðunaut i öðrum lönd- um, bæði til þess að greiða fyrir við- skiftastörfum landsmanna, og líka til þess að auka menning vora, veg og gengi meðal mentaþjóðanna. Fyrsti viðskiftaráðunauturinn virðist hafa skilið hlutverk sitt mjög vel. Hann hefir beitt kröftum sínum til þess fyrst og fremst að fræða aðrar þjóðir um hag vorn og háttu, leitast við að opna stærri heim en danska ríkið fyrir viðskifti vor, verzlun, sam- göngur, bókmentir, listir og vísindi. Hann vill ekki að vér vörpum allri vorri áhyggju á Dani og leggjum all- ar þarfir vorar í þeirra skaut. Af þessu mætir hann árásum frá þeirra hálfu, og af þvi vilja dýrkendur Dana hér fyrir alla muni' víkja honum úr vegi. Og ekki að eins honum (B. J.), heldur segja þeir: »Burt með alla slíka«. 1 Mjög merkur bóndi og mætur hefir beðið Ieafold fyrir þessa þörfu ádrepu: Geta bændur út um landið þolað slíka ósvífni, slíka fyrirlitning fyrir sóma þjóðarinnar og brýnustu þörf- um hennar? 3. Ráðherrann sem nú er, vill svarti bletturinn um fram alt breiða sig yfir. Af hverju ? Af því hann starfar með eldmóði og stuðlar til þess að bæta hag al- þýðu, auka atvinnu, styðja framleiðslu, greiða samgöngur og viðskifti, útrýma áfengi, lagfæra fjárhaginn, tryggja peningastofnun landsins o. s. frv. Af því hann stendur utanvið lands- meinið — höfðingjahringinn — og hefir stungið óþægilega á kýlinu. Af því hann getur látið svo lítið, að telja bændur landsins jafningja sína — metur þá meira en sauði og vilja þeirra og þarfir meira en ngolupyt«. I fæstum orðum sagt. Af því hann gerir þjóðinni gagn, og hikar ekki við að leggja sjálfan sig í hættu móti öllum höfðingjahringn- um, ef þörf almennings krefur. Hann unir ekki þvi einu, að liggja í værð og sitja í veizlum. Hann kann ekki að vera hugsunar- lítil og dáðlaus rola. Svoleiðis mun þó svarti bletturinn vilja hafa þann er í ráðherrasætinu situr. Þá gætu höfðingjarnir i Reykjavik vafið honum um fingur sér. Þá gætu þeir einir ráðið flestu á þingum og milli þinga. Til pess er leikurinn gerður. Og lægristéttar kjósendur æði marg- ir fylgja i blindni höfðingjasveitinni, gætandi ekki þess, að þeir með því hjálpa böðlunum til að hýða sig. Bændur, sem á þingi eruð, ætlið þið að þola þetta? Bændur og kjósendur, sem hér i sveitunum búið, gætið þess vel hvað þingmenn ykkar gera, og endurgjaldið þeim að maklegleikum við næstu kosningar. Bóndi. -----*■---- + Jón Þórðarson kaupmaður, einn af nýtustu borgurum þessa bæjar, fanst örendur í fjörunni út við »Battaríið« að morgni þess 1. þ. m. Eg get hugsað, að mörgum hafi farið likt og mér, að þá hafi sett hljóða þegar þeim barst þessi sorgarfregn, því Jón sál var vinmargur mjög. Það er því likast sem menn heyri þrumur dynja í heiðskíru lofti þegar mönnum berast svo óvænt og snögg- lega andlátsfregnir kunningja sinna. Menn trúa naumast sínum eigin eyr- um. Lif Jóns sál og æfiferill var fyrir margra hluta sakir svo merkilegur, að vel er þess vertrað geta hans ræki- lega; en ekki er hér hægt að fara langt út í að segja æfisögu hans, enda hafa önnur blöð drepið á helztu at- riðin nú eftir lát hans. Ennfremur geta þeir sem vilja lesið æfiágrip Jóns heit- ins í Templar 1906. Jón sál. Þórðarson var fæddur 3. janúar 1854 að Leirárbakka á Landi i Rangárþingi. Hann ólst upp hjá skyld- fólki sínu í Landmannahreppi, með því að foreldrar hans voru efnalítil og hlaðin ómegð. Vorið 1882 reisti hann bú í Ártúnum í Mosfellssveit. Árið áður hafði hann kvongast Þor- björgu Gunnlaugsdóttur, ættaðri úr Fljótshlíð, er lifir mann sinn. Þeim hjónum varð ekki barna auð- ið, en tóku til fósturs systkinabörn sín, og arfleiddu sum þeirra. Eitt þeirra er Þórður Lýðsson, sem nú veitir verzluninni forstöðu. í 6 ár bjuggu þau hjónin í Laugar- nesi við Reykjavík, en 1891 fluttust Reybjavík 11. febrúar 1911. þau til bæjarins og byrjuðu þá verzlun, sem hefir aukist og margfaldast, en tekið ýmsum breytingum eftir því, sem árin liðu. Á síðustu árum var hann orðinn með efnaðri borgurum þessa bæjar og stóð æði framarlega í öllum framfara- fyrirtækjum. Það er því næsta eftirtektarvert, að Jón. sál. kom fyrir 29 árum fótgang- andi austan af Rangárvöllum ásamt konu sinni og settist að í Ártúnum, að þá áttu þau naumast annað en föt- in sem þau stóðu í; en eftir þann tíma hefir hann sýnt mönnum hvað sterkur vilji megnar. Það sem hann vann sig áfram í lífinu á hann að þakka dugnaði sínum, ráðdeild og sér- stakri reglusemi. Hann hefir sýnt það í verkinu, að »hver er sinnar ham- ingju smiður.« Jón heitinn var frábær elju- og starfsmaður, áhugasamur um öll fram- faramál og var fremstur í flokki að reyna nýjar atvinnubrautir. Hin íslenzka verzlunarstétt hefir mist hér ötulan samverkamann. Hann var orðinn einn af öflugri kaupmönnum íslenzkum, og er það skaði mikill að hans misti svo snemma, því að ís- lenzk verzlunarstétt er eitt af fram- faraskilyrðum íslands, en hún hefir átt mjög erfitt uppdráttar og má þvi fyrir engum óhöppum verða.' Það bagaði Jón heit mjög á seinni árum hversu hann hafði farið á mis við alla mentun í uppvextinum, og hann var áreiðanlega orðinn sann- færður um það, að orðtækið: »bók- vitið verður ekki látið í askana*, er hættuleg kenning og mjög villandi. Fyrir 11 árum hætti hann við vín- verzlun, sem hann hafði rekið áður, og gjörðist Good-templar, og var upp frá þvi hinn ötulasti starfsmaður regl- unnar og styrkti hana á marga lund. Hann var einn með þeim fyrstu er gjörðist »Oddfellow« hér á landi, og var, þar með lif og sál, eins og alls staðar þar sem hann átti hlut að máli. fón heitinn var mjög góður stuðn- ingsmaður frikirkjusafnaðarins hér í Reykjavik, vann þar margt verk og sat þar í stjórn til dauðadags. í niðurjöfnunarnefnd Reykjavikur sat hann um mörg ár, og svona mætti halda áfram að telja upp mörg dæmi, sem sýna hvilíkur starfsmaður Jón sál. var, og hvilíkt traust menn al- ment báru til hans. Jón kaupmaður var sjálfstæðismað- ur hinn bezti; hann var frjálslyndur framfaramaður í skoðunum og fylginn sér þótt hægt færi. Hann var með- limur Landvarnarfélagsins á siðari ár- um, sem fór að líkum, þvi áð hann var islenzkur vel í öllum hugsunar- hætti. Hann var hæglátur og stiltur vel, en »þéttur á velli og þéttur í lund«. Gestrisinn var hann mjög, góður heim að sækja og bóngóður fremur flestum öðrum. Allir sem þektu Jón sál. finna það glögt, að skarð það sem orðið er við fráfall hans verður vandfylt. Að lokum get eg ekki stilt mig um, að geta hér orða, sem hann sagði einu sinni við mig, er eg átti tal við hann; mér finst þau lýsa betur hugar- fari hans en langar ræður. Eg spurði hann hvers vegna hann hafi gerzt kaupmaður og svaraði hann á þessa leið: »Það gjörði eg sökum þess að mig hefir altaf langað til að láta eitthvað gott af mér leiða, og skoðun mín var sú, að eg hefði betri tök á að koma einhverju þörfu til vegar í þessari stöðu*. B. B. 8. tölublað Þingmálafundir. íaBorgarnesi var þingmálafundur haldinn síðastliðinn laugardag. Rúmir 100 kjósendur sóttu fundinn, Sjálfur þingmaðurinn var eigi viðstaddur — komst eigi vegna ófærðar. í sambandsmálinu komu fram 2 til- lögur, önnur frá Sigurði Sigurðssyni í Arnarholti og fól í sór ánægjuyfirlýs- ing til síöasta alþingis fyrir meðferð sam- bandsmálsins. Hún var feld með 52 atkv, gegn 49. Önnur tillaga frá Jó- hanni í Sveinatungu — í gagnstæða átt var t a 1 i n samþykt með 53 atkv. gegn 52 — 1 — eins-atkv. mun. En góðir menn, sem á fundinum voru vefengja, að atkvæöatalan sé rétt hermd — og fullyrða að þó nokkrir menn, sem eigi voru á kjörskrá hafi atkvæði greitt í sambandsmálinu — með innlimunartillög- unni. Enda benda önnur málalok á fundinum til þess. StjórnarskrárbL'oytingar vildi fund- urinn hafa ymsar, þó því aöeins, að að- stöðu vorri í sambandsmálinu yrði hvergi spilt. Landsbankamálið. Jóhann í Sveina- tungu bar upp tillögu, um að fundur- inn teldi Kr. J. og E. Briem löglega gæzlustjóra og krefðist, að þeim yrSi full uppreisn veitt á þingi. Tillagan var feld með 43 atkv. gegn 31. Aðflutningsbannið. Samþykt áskor- un til þings um að halda fast viS bann- lögin — með miklum meirihluta. Fast þingfararkaup aðhyltist fundur- inn með öllum greiddum atkvæðum. Ferðaáætlanirmillilandaskipanna vildi fundurinn láta gera svo úr garði að skip kæmu til Rvfkur frá útlöndum 14. hvern dag. Nýjar brýr vildi fundurinnn fá á Hvítá og Urriðaá. Akranesfundinum þ. 27. jan. var sk/rt frá lauslega í ísa- fold um daginn. Bankamálstillagan, er samþykt var meS 96 samhlj. atkvæðum hljóðaði svo: Fundurinn skorar á alþingi að rannsaka ítar- lega hið svokallaSa Lands- bankamál og lagfæra það sem þörf kann að vera á í þeim e f n u m. Stjórnarskrármálið: Afnám konungkjörinna þingmanna, skilnaöur ríkis og kirkju með einföldum lögum, kosningarróttur og kjörgengi kvenna, alt samþykt með 135 samhlj. atkv. — Tillaga um að 2/8 atkv. þurfi til /msra fjármálaráðstafana og um fast þingfarar kaup samþ. með 41 atkv. gegn 26. Aðflutningsbann: Samþ. áskorun til þings um að víkja í engu frá frá bann- lögunum með 51 atkv. gegn 5. — Yfir- setukonnr vildi fundurinn hafa betur launaðar og launin greidd úr landssjóði. Varfærni í bitlingaveitingum og af- nám eftirlauna átti sór fylgi fundar- manna. Landhelgislínuna vildi fund- urin miða við y z t u a n n e s og skoraöi á alþingi að garfa í því. Viðskiftaráðu- nauturinn: Tillaga um að fella burtu fjárveitingu til hans var f e 1 d með 50 atkv. gegn 20. í Skagafirði voru haldnir 5 þingmálafundir seinustu janúarvikuna: á SauSárkrók, Hofsós, Kolkuós. Reykjum og Haganessvík. Ókleift að sk/ra nákvæmlega frá öll- um fundunum — heldur aðeins frá úr- slitum helztu mála. Sambandsmálið. Tillögur sjálfstæðis- manna, er í sór fólu þakkir til þingsins síðasta fyrir meðferð sambandsmálsins fengu alls á öllum fundunum 117 atkv. en móti voru 63, — svo að s j á 1 f - stæðissigurinn í Skagafirði má heita mjög glæsilegur; sjálfstæð- ismenn nærri helmingi liðfleiri. Bankarannsóknin: Á H o f s ó s - f u n d i n u m (50—60 kjósendur) voru með miklum meirihluta sam- þyktar tillögur er töldu rannsóknina á Landsbankanum »þ a r f t verk og réttmœttt og æsktu þess, aðbanka- málið yrði útkljáð á þessu þingi — Á Kolkuósfundinum (20 kjósendur 1 samþyktar samskonar tillögur með s a m- hljóSaatkv. — Á Haganess víkurfundinum, samþ. tillaga um aS taka bankamálið fyrlr á þessu þingi og útkljá það. Á S a u ð á r k r ó k s - f u n d i n u m samþykt tillaga um að skora á þingiS aS taka bankamálið til alvarlegrar íhug- unar. Á Reykjafundinum samþ. tillaga frá Rögnvaldi í Róttarholti sam- hljóða Lárusartillögunum reykvísku um að skipa rannsóknarnefnd til að rann- saka gerðir ráSherra í bankamálinn og nokkurum öðrum málum. Traust á ráðherra: Á H o f s ó s - fundinum og Kolkuósfund- i n u m var samþykt svofeld trausts- yfirl/sing til ráðherra: Fundurinn þakkar núverandi rdð- herra framkomu hansi ýmsum velferð- armdlum þjóðarinnar 0g lýsir yfir fullu trausti d honum. Tillagan samþ. á Hofsós meS 26 atkv. gegn 7, á Kolkuósi með 9 gegn 3. Á H a g a n e s v í k u r f u n d i n u m kom engin tillaga fram. Á Sauðár- króksfundinum og Reykjafundi var van- trausti 1/st á ráðherra á Reykjum með 17 : 7 atkv., en á Sauðárkrók meS 27 samhlj. atkv. En þau atkv. eru svo tilkomin, að allir sjálfstæðis- menn, 29 talsins, gengu af fundi, er innlimunarmenn drápu s j ál f s t æð i s t i 11 ö gu n a í sambandsmálinu. Notuðu inn- limunarmenn þá tækifærið og smeltu á vantraustsyfirl/singu, sem feld hefði veriS, ef sjálfstæðismenn, 29 talslns, hefðu á fundi verið. Stjórnarskrármálið: Á öllum fund- unum komu fram áskoranjr um stjórn- arskrárbreytingar líkar og á öðrum þing- málafundum og voru samþyktar þvínær í einu hljóði. Á sumum fundunum var sá varnagli sleginn aS veikja eigi aðstöðu íslendinga í sambandsmálinu með stjskr.- breytingu. Aðfhitningsbannið: Fastheldni við það samþykt á Hofsós með 25 : 17, á Kolkuós með samhlj. atkvæðum, í Haga- nesvík með 22 : 15, á Sauðárkrók meS 24 : 17. En f r e s t u n bannlaga tll n/rrar atkvæðagreiðslu um þau samþ. á Reykjafundi með 20 : 11 atkv. Skattamál: Tveir fundanna, SauSár- króks og Reykjafundur vildu láta land- ið taka að sór tóbaksverzlun alla til að ná upp tekjum í stað áfengistollsins. Kolkuósfundur mælti með tolli á mun- aðarvörum, einkum tóbaki og óáfengum drykkjum, og lágum tolli á kaffi og sykri. Kvenréttindi: Á öllum fundunum samþykt tillaga um að veita konum fult jafnróttivið k a r 1 m e n n. Yfirdónmrinn: Hofsósfundurinn sam- þykti með 34 atkv. gegn 2 tillögu um að afst/ra því með lögum að dómarar fáist við opinber mál utan skyldustarfa þeirra. Konungkjörnir þingmenn : Óánægju- yfirl/sing yfir setu þeirra á 4 regluleg- um þingum var samþykt á Hofsós- og Kolkuósfundinum, en yfirl/sing í gagn- stæða átt á SauSárkróks- og Reykja- fundi. Færsla þingtímans : Þingfrestun til sumars aðhyltist Kolkuósfundurinn, og stakk upp áaðsetja þing jafn- an 17. júní, afmælisdag Jóns forseta, en á Sauðárkrók voru 20 atkvæði móti færslunni, en 16 með benni. Eftirlaun, einkum eftirlaun ráöherra, vildu tveir fundirnir afnema. Hinir mintust eigi á þaS. Hlutabréf í íslandsbanka: Állir fundirnir tjáðu sig mótfallna kaupum á hlutabréfum í íslandsbanka af landsjóðs hálfu. Enn var hreyft á fundunum /msum hóraðsmálum t. d. um að rannsaka brú- arstæði á vestur-ós Hóraðsvatna. Austur-Barðstrondingar hafa átt með sór í f. mán. þingmála- fundi á 3 stöðum: í Berufirði 25. jan. úr Reykhólahreppi og Geiradals, úr Gufudalshreppi í Gufudal neðri s.d. og úr Múlahreppi undir Múla á Skálmar- nesi 20. jan. Berufjarðarfundurinn var fulltrúafund- ur — 10 fulltrúar, og st/rði Ólafur

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.