Ísafold - 01.03.1911, Qupperneq 2
46
ISAFOLD
Gísíi Sveinsson og
Uigfús Einarsson
yfi rdómslögmenn.
Skrifstofutimi ll'/j—I og 5—6.
Þingholtsstræti 19. Talsimi 263
sem ekkert kom málinu við. — Klykti
hann út með því, að álit ráðherra-
stöðunnar hefði svo mjög rýrnað á
síðustu 2 árum, að nú væri tilnefndir
ýmsir »pólitískir labbakútar® til henn-
ar, en fyrir 2 árum eigi verið annað
tekið í mái en tilnefna í hana úrvals-
menn. 1
!. Ráöherra (B. J.) kvaðst hafa
spurt sjálfan sig, hvort þetta, sem hér
væri aðhafst, væri alvara eða gamanleik-
nr. Ræða flutningsmanns (B. Sv.) hefði
leyst úr þessari spumingu. Hún hefði
ekkert annað verið en hið aumlegasta
og skoplegasta vanmáttar-basl við að
fóðra flasfengnis-glapræði með fyrir-
litlegum yfirdrepskap, með markleysu-
hjali um hégómlega smámuni í rök-
semda stað, með skröksögu-samsetn-
ing í stað sannleiks. Eða hvort
mundi hægt að hugsa sér órækari
vott brjóstumkennanlegrar röksemda-
örbirgðar en þetta um Bláu bókina: að
útgefandi hennar, danskur maður suð-
ur í Khöfn, setur nafn mitt þar með
nokkrum æfiatriðum í heimildarleysi
— hafði því að eins leyfi fyrir því,
að breytt væri titli bókarinnar. Þaö
er nú gert að dauðasök á hendur
mírW
Eða þá annað eins og þetta um
25 aura sakamálshöfðun vestur í
Tálknafirði, þó að flutningsm. muni
vita, að hún var úrskurðuð í fjarveru
minni!
Heldur væri þó einhver veigur í
brigzlinu út af bankaþjófnaðinum á
Akureyri: Að kenna sér (ráðh.) um að
maður stelur þar úr sjálfs síns hendi
og að ekki var fengist við að yfirheyra
hann, er enginn vissi fyrst annað en
hann væri dauður, en síðar meir al-
kunnugt, að hann var strokinn til
Ameríku og horfinn þar inn í mann-
þvöguna ómælilegu. Hér var þó
stórtjón um að tefla. En vitaskuld
þyrfti Bakkabræðra-hugsunarreglu til
að láta þá sök bitna á sér. Annars
væri nú þjófurinn fundinn fyrir löngu
vestur í Canada og hefðu óðara ver-
ið gerðar ráðstafanir til að fá hann
framseldan og sendan hingað til dóms
og hegningar.
Næsta dauðasökin í munni flutn-
ingsmanns mundi hafa verið skjall
við danska blaðamenn í forsetaförinni,
— eftir rangfærðum skeytum frá þar
til útgerðum tilberum.
Nr. 5 eða 6 á sakargiftaskránni væri
tillagan um rökstudda dagskrá í sam-
bandsmálinu í þinglok 1909. Aldrei
nein tillaga, heldur þau ummæli ráð-
herra, að í hans augum skifti minstu,
hvort málinu væri lokið þann veg
eða með samþyktu frumvarpi.
Þingfrestunarleysið hefði verið næsti
töluliður: að ráðherra kaus heldur að
hverfa frá þingfrestuninni en að selja
völdin í hendur einhvers uppkasts-
mannsins frá 1908 og gerði það ein-
mitt með ráði flokkstjórnarinnar!
Þá hefði flutningsm. nefnt botn-
vörpusektirnar, með þeim drengileg-
um ummælum, að ráðh. hefði »látið
hafa sig til að taka í fjárlögin tillögu
um að láta Dani fá a/8 af þeim«, eins
og áður, pó að hann (flutnm.) viti
mjög vel, að athugasemdin sú er sett
í fjárlagafrumvarpið eftir loforði frá
1909 um að gefa þinginu færi á að
taka það mál til nýrrar íhugunar,
vegna þeirrar fullyrðingar af Dana
hálfu, að það væri samningsrof, að
fella athugasemdina burtu, en við lá
hins vegar fjárlagasynjun, eftir sögn
minnihluta höfðingjanna — einn þeirra
var að hlakka dátt yfir því hér, þótt-
ist vita það af bréfum eða skeytum
frá Khöfn, hlakka yfir því að halda
yrði aukaþing um haustið 1909 til
þess að fá samþykt ný fjárlög þá!
Viðskiftaráðunauturinn var annað
það er minnihlutinn ætlaðist til og
gerði sér örugga von um að yrði fjár-
lagafrv. 1909 að banaþúfu — hafði
símað til Khafnar óðara en komið var
upp með hann á þingi, að þarna væri
meiri hlutinn að lauma upp íslenzk-
um konsúl, þ. e. fremja lögleysu. Til
að bæla niður þann róg og forða fjár-
lögunum falli af þeirri ástæðu kvaðst
hann, ráðherra, hafa heitið utanríkis-
ráðherranum þvi, sem yfirmanni allra
danskra konsúla, að láta hann fá er-
indisbréf viðskiftaráðunautsins, til þess
að hann gæti gengið úr skugga um,
að honum væri þar bannað að fara
inn á þeirra starfssvið, að viðlagðri
heimkvaðning, auk þess sem honum
væri að sjálfsögðu bannað að fjand-
skapast við Dani í ræðu eða riti. Þetta
hefði hrifið til að forða fjárlögunum
við öllu grandi. Komið hefði í fyrra
vetur kvörtun frá utanríkisráðherra
Dana, sem var nýr maður, E. Scave-
nius, um að ráðunauturinn hefði hreytt
misjöfnu að Dönum í erindi, er hann
hefði flutt í Noregi, og borið fyrir
frásöguí einhverju útkjálkablaði norsku.
Þessu kvaðst ráðherra hafa svarað svo,
að hann rengdi, að rétt væri með far-
ið í blaðinu, en væri svo, þá ætti það
ekki að vera, og mundi verða látið
varða heimkvaðning, ef ekki yrði af
látið. Með bréfinu var sent eftirrit
af erindisbréfi viðskiftaráðunauts, með
þeim kurteisisummælum, að leitt þætti
sér/á/e/sí sorglegt!!), að það hefði gleymst
Dauðasyndin í þessu atriði er —
of mikil auðmýkt við utanríkisráðherr-
ann! Syndsamleg auðmýkt, að skrifa
honum kurteist bréf og að senda hon-
um erindisbréf ráðunautsins, ekki sem
neinum yfirmanni hans — fjarri þvl
— heldur sem yfirmanni danskra kon-
súla og til að efna loforð, sem var
gefið til að forða fjárlögunum grandi.
Enn er einn stórglæpurinn sá, að
hafa unnið að undirbúning frumvarpa
suður í Danmörku og ekki haft nema
sum þeirra til á íslenzku fám vikum
fyrir þing !
Enn er ótalið, að hafa ekki meðal
stjórnarfrumv. frv. til nýrrar stjórnar-
skrár, þrátt fyrir áskorun síðasta þings
um það — það kvaðst hann (ráðh.)
hafa skýrt fyrir flokksmönnum sínum
að væri því máli óbyrvænlegra heldur
en að búa það undir hins vegar, svo
sem hann hefði og gert og ætlast til
að það yrði eitt meðal þingmanna-
frumvarpanna —; að hafa ekki komið
með frumvarp um aðskilnað ríkis og
kirkju — sem ekki væri hægt að gera
nema með stjórnarskrárbreyting; að
hafa komið á fund í Atlanzhafseyja-
félaginu, sem þeir kalla Skrælingjafélag,
og að hafa flutt erindi fyrir dönskum
áheyrendum við 2 lýðháskóla yfir á
Jótlandi.
Svo mörg voru h. flutningsmanns
orð.
Kvaðst hafa komið í Atlanzeyjafé-
lagið þangað boðinn svo sem heiðurs-
gestur að hlýða erindi um viðskifti
Islands og Danmerkur, er flytja gerði
þar ágætur íslandsvinur, Arne Möller
háskólastjóri, af ágætu íslenzku kyni
í móðurætt (Armótskyninu). En á
Jótlandi hefði hann talað fyrst við lýð-
háskólann í Askov, sem vér Islend-
ingar hefðum alt hið bezta til að segja,
eftir tilmælum embættisbróður síns,
fak. Appels kenslumálaráðherra, erhefði
hinar mestu mætur á íslandi, hefði
komið hér í hitt eð fyrra og ætlaði
að koma hér affur að sumri og þá
með konu sína, Ingibjörgu, dóttur
stofnanda skólans, Schröders heit.,hinn
mesta kvenskörung og góðkvendi,
er nú veitti skólanum forstöðu af mestu
snild. Og efnið í fyrirlestrinum hefði
verið Dagleqt líj á Islandi, með öðr-
um orðum: gersamlega laust við alt
stjórnmálaþref. — Hitt skiftið, sem
hann talaði á Jótlandi, var kveldið eft-
ir, við háskóla fyrnefnds Arna Möll-
ers skamt frá Arósum, um sama efni.
Smávægilegri dauðasakir mundu
naumast hafa verið nokkurn tima
til fundnar nokkrum stjórnmálamanni.
Sumt mundi meira að segja virt hverj-
um manni til mesta lofs, svo sem
hvernig hann afstýrði fjárlagasynjun
1909 og losaði landið við aukaþing
þá um haustið.
Fyrir því væri frammistaða flutn-
ingsm. (B. Sv.) og þeirra félaga rétt-
nefndur gamanleikur, þótt sumir kynnu
að vilja kalla gamanið grátt.
Dómurinn fyrir fram uppkveðinn:
Frá völdum skal hann. Forsendu-
hrófatildrið saman sett eftir á, úr svo
ónýtum, ólánlega löguðum og grönn-
um fúaspýtum, sem ekki héldu ketti.
Sónnu ástæðuna hefði ekki mátt nefna:
»Hann heldur jyrir okkur sœtinu, sem
við sárþörfnumst að komast upp í,
sjálfra okkar vegna og vina okkar, sæti,
sem við erum engu síður til kjörnir.
Hann hefir engan einkarétt til þess.«
Um ræðu Jóns frá Múla kvað ráðh.
eiga helzt heima meginregluna, sem
farið væri eftir í þeim alkunnum al-
þýðukveðskap, sem nefndist Öfug-
mælavísur, er í væri þessi staka meðal
annars:
Eitur er gott í augnarann,
Ýrt með dropa feitan.
Það er holt fyrir þyrstan mann,
Að þamha kopar heitan.
Hann hefði sýnilega gætt þess vand-
lega, að standa alla tíð á öndverðum
meið við sannleikann, — ranghverfa
hverju viðviki í framkomu ráðherra,
alveg eins og vissi hann enga leið
aðra að því að rökstyðja vantrausts-
yfirlýsinguna. En það gengi raunar
oflofi næsr um hann (ráðh.).
Til dæmis að taka hefði hann talið
sér áríðandi að níða sem mest gerðir
hans (ráðh.) í gufuskipamálinu. Og
hver var þá aðferðin? Að láta sem
hann (ráðh.) hefði ekkert gert til að
fullnægja kröfum alþingis um gufu-
skipaferðir, nema að semja við Thore-
félag, bæði um strandbátaferðir og
millilandaferðir.
En millilandaferðirnar þær teldi hann
(].) flestar miklu verri en áður. Hélt því
vandlega leyndu fyrir áheyrendum sín-
um, að ráðherra samdi við 2 félög, Sam-
ein. félagið um millilandaferðir, og
náði með þeim samningi betri kjör-
um en áður, en við Thorefélag eitt
um strandferðabátana, sömuleiðis með
betri kjörum. Með þessari drengi-
legu(I) aðferð tókst honum að leyna
því, að millilandaferðir Thorefélags,
ekki færri en 20, kæmu ekkert við
kröfum alþingis, heldur eru þær ekki
annað en ojanálag á áskildar skyldu-
kvaðir við þann, sem tæki að sér strand-
bátaferðirnar. Þær væri ókeypis upp-
bót. Það væru þær, ásamt miklu meiri
kælirúmum en áskilið var, sem i hvers
manns augum, sem er ekki steinblind-
aður af flokkshatursofstæki, gerði ferð-
irnar »mun betri« en ella, eins og
segir í fjárlögunum.
Um tillöguna á síðasta þingi um
að kaupa Thorefélagsútgerðina hefði
hann (J. í M.) haft þau gífurleg stór-
yrði og óbótabrigzl í sinn (ráðh.) garð,
að slíks mundu naumast nokkur
dæmi. Orðamenska hans í þessu máli
í síns flokks nafni væri þannig vaxin,
að hann, flokkurinn, hlyti að bera
mikinn kinnroða fyrir. Það væri í fám
orðum því líkast, sem hann héldi alt
undir þvi komið, að hauga saman
nógu miklum og mörgum gífuryrð-
um og illyrðum. Annars væri það
um Thoreskipakaupin að segja, að
elztu og hygnustu fjármálamenn þings-
ins (neðri d.) hefðu verið sér (ráðh.)
sammála og kaupunum meðmæltir,
menn, sem hann (J. i M.) kæmist
aldrei með tærnar þar sem þeir hefðu
hælana.
Líku máli væri að gegna um um-
mæli þm. (J. J.) um önnur fjármála-
afskifti sín (ráðh.). Eintóm fjarmæli
og svívirðandi aðdróttanir, en að öðru
leytinu sú óleysandi flækja og fá-
kænsku-botnleysa, að óðsmanns æði
væri við að fást. Sögusögnin um, að
hann (ráðh.) hefði fengið í hendur
franskt lánstilboð snemma á þingi
1909 tómur uppspuni og þá öll brigzl
og aðdróttanir út af því bláber mark-
leysa.
Illindarausið óhemjulega um Lands-
bankamálið ekki annað en upptugga
þess, sem þeir félagar hefðu látið
sannleikstól(l) sín flytja missirum
saman.
Eitt sakarefnið hefði verið það, að
hann (ráðh.) hefði farið með mál út
af landsbankaviðureigninni í damka
dómstóla (hæstarétt). Hann kvaðst
vilja spyrja, hvort hann (J. í M.)
mundi þá hika við að fara með t. d.
20.000 króna skuldakrötu í hæstarétt,
hinn eina löglega æðsta dóm landsins,
ef sannfærður væri um að málið ynn-
ist þar, þótt tapast hefði hér, þar sem
flokksæsingurinn væri svo mikill, að
ekki væri að búast við nokkurum
óhlutdrægum dómi um mál, er nærri
kæmi kaunum harðvítugra flokks-
manna, þrátt fyrir alls órengdan bezta
vilja dómaranna.
, (Yegna timaleysis og þrengsla verðnr
Isafold að sleppa töiuverðn úr ræðunni i
etta sinn að minsta kosti, og slá hér i
otn).
Niðurlag aj umrœðunum í næsta
blaði.
----s*s----
Frá leiksviðinu í nótt.
Eg var staddur uppi á hillunni í mál-
rófshjallinum, öðru nafni áhorfendapalli
neðri deildar í alþingishúsinu í nótt er hæst
stóð hríðin milli ráðherra og andófsmanna
hans eða flutningsmanna vantraustsyfir-
lýsingarinnar á hendur honum, og heyrði
þar tvo borgara bæjarins hjalast við.
Annar var Hafsteinsliði, en hinn fylgdi sam-
særishöfðingjunum, þ. e. uppreisnarmönn-
um úr liði ráðherrans sjálfs. Hann vil
eg nefna S, en hinn (Hafsteinsliðann) H.
H. : H a n n hefir haldið hverjum
bita og sopa úr landssjóðskatlinum til
sinna manna.
S. : H a n n hefir þvert á móti ekk-
ert gert fyrir sína menn.
H. : Að heyra til þín, maður. H a n n
sem hefir ráðstafað hverri brófhirðing
og hverri símaþjónustu, hverju viðviki
* í hendur sinna manna einna.
S. : Andsk. er að heyra til þín.
H a n n sem ekki fekst til að losa nokk-
ura syslan úr klóm Hafsteinsliðsins handa
okkur ærlegum flokksmönnum sinum.
H.: Jæja, — við viljum nú steypa
honum af því, að hann lætur öll gæði
lenda hjá y k k u r .
S. : Þá getur okkur farið að koma
saman um þetta eina: að steypa honum;
eg vil það líka; en eg vil það af þeirri
ástæðu, að hann hefir svo sem ekki neitt
fyrir o k k u r gert.
H. : Ætli ekki geti þá farið að draga
saman með okkur úr þessu, karl minn.
25/2 1911. Sásemheyrði.
-----------
Hylliboð háyfirdómarans.
Hann hafði gert í fyrra dag, háyfir-
dómari Kr. J., þá ráðaleysistilraun til
að komast upp í ráðherrasætið, að bjóð-
ast til að taka engin eftirlaun, hvort
sem sæti þar lengur eða skemur.
Ekki er oss kunnugt um, hverju þeir
hafa svarað, hans nyju flokksmenn, Haf-
steinsliðar og konungkjörna sveitin, nó
uppreistarliðið gegn ráðherra B. J.
En liklegast eru þeir ekki a 11 i r svo
blindir eða grannvitrir, að þeir sjái ekki,
hvert hylliboð þetta er.
Það styðst við þá hugsun, það áform
háyfirdómarans, að halda háyfirdómara-
embættinu óveittu meðan hann er ráð-
herra, og setjast í það aftur glóðvolgt,
er ráðherratigninni er lokið. En þá fær
hann m i k 1 u h æ r r i eftirlaun, er
hann sleppir háyfirdómaraembættinu á
sínum tíma en ráðherraeftirlaunin eru !
Ekki ókænlega að farið.
Annað er hitt, að ef þetta kann að
bregðast — einhverir hálærðir lagamenn,
aðrir en bróðir hans, eitt Gautlandaofur-
mennið, kynni að vilja kalla þetta ólög-
legt, sem só að halda háyfirdómaraem-
bættinu óveittu svo og svo lengi, þá
þekkir hann illa ölmusugæði þingsins,
ef það veitir ekki í fjárlögum full og
ósmá eftirlaun »syni Jóns á Gautlöndum«,
manninum, sem »hefði getað verið orðinn
dómsforseti í hæstarótti«. Hvort það
færi svo að láta s 1 í k a n mann komast
á vonarvöl !
Reykjavikur-annáll.
Aðkomumenn : Guðm. Eggerz sýslumað-
ur, Hjálmar Sigurðsson kaupm., síra Jó-
hannes frá Kvennabrekku, Bogi Sigurðsson
kaupm.
Dánir: Simon Hansen, Smiðjnstig 3, 57
ára. Dó 26. febr.
Guðsþjónustur. Meðan verið er að mála
dómkirkjuna verða guðsþjónustur þjóðkirkju-
safnaðarins haldnar i frikirkjunni kl. 10
árdegis og kl. 4 síðdegis.
Prikirkjuprestnrinn messar kl. 1.
Hjónaefni: Ym. Guðrún Guðmundsdóttir
frá Þorfinnsstöðum og Johan Isböj kaupm.
i Rvik.
Veðrátta: Frost mikið siðustu daga. —
Norðvestangarri hér um slóðir 1 gær. Pann-
koma mikil i siðustu viku. Sleða- og skiða-
færi verið með afbrigðum gott — enda ó-
venjumikið notað.
Förin til Afríku.
Ut af au^lýsingu minni i ísafold 11. þ.
m. um að bjóða mönnum (ekki fremur sjó-
mönnum en öðrum) atvinnu i Afriku, hefir
herra héraðslæknir G.H. sett nokkurs konar
viðvörunarklausu i næsta tölubl.
Eg get nú frætt lækninn og aðra um, að
maður sá, er æskir að fá menn þessa í
þjónustu sína, er herra Hans Ellefsen, sem
mörgum er kunnur hér á landi, og öllum
að góðu einu, og er eg viss um, að bonum
mundi ekki, sjálfs sins vegna og manna
þeirra, er hann væntanlega fær með sér i
förina, ota sér eða þeim í neina glæfraför.
Um þetta 0. fl. hefði eg getað frætt G. H.,
ef hann hefði viljað hitta mig að máli áður
en hann ritaði grein sina. Þvi altaf er þó
•betra að vita rétt en hyggja rangt*.
í sambandi við þetta vil eg geta þess,
að eg minnist ekki að hafa séð viðvörun
á prenti frá lækninum eða öðrum til þeirra
mörgu vesturfara, er farið hafa héðan vest-
ur um haf, og er þó fullyrt, að loftslag
þar sé viða óholt, og máske þá heldur ekki
bættuiaust, og hiti og kuldi þar ekki siður
en annarsstaðar i heiminum, og hefði þess
þó máske ekki verið siður þörf.
Að endingu vil eg leyfa mér að geta þess,
að 3 Islendingar héðan, þar á meðal Vig-
fús Árna8on frá Tóftum (hér), stunda at-
vinnu i Afríku á sömu sióðum og herra
Ellefsen ætlar sér að setjast að, og hefir
mér verið skýrt frá. að þeir láti hið bezta
af liðan sinni.
Læt eg 8vo úttalað um þetta má).
Guðm. Ólsen.
t
lón Þórðarson
kaupmaður.
Það fellnr margur máttarviður hár
á meðan stendur fauskur elligrár,
en rök til þess ei rekja kunnum vér;
sú rún því öllum mönnum dulin er.
Eg veit, að margnr mætur yiður grær,
sem móðurjörðu vorri reynist kær, —
en rjóður bert nú þekkja hlýtur þjóð
sem þessi fallni máttarhlynur stóð.
Þar veittist mörgum veikum kvisti skjól,
það var sem legði hlýjan yl frá sól
þar nálægt, sem að náðu greinar hans, —
þær náðu langt um bygðir þessa lands.
Já, vinur minn, það finst nu viður fár,
er fleirum mátti skýla lífs um ár;
og nú mun fjöldinn finna mikið skarð,
þar fagran sem þú prýddir sæmdar garð.
Það hafa iáir gjört svo frægan garð
og garði sinum fært svo dýran arð
með hygni, ráðdeild, reglu, þreki og dáð,
svo reynist það ei viða’ um fósturláð.
Og máske ýmsir muní betnr nú,
hve milda kærleikshönd þeim réttir þú.
Þin góðverk sizt þú gjörðir fyrir hrós,
þú girntist ei að skini þar þitt ljós.
En það sem fagurt, gott og gagnlegt var,
þú gjarnan studdir bezt til hpgsældar,
og þú gazt ekki dnlið drenglund þá,
sem dáðrik framkvæmd hlaut að láta sjá.
Svo heitt þú unnir landi þinu og lýð,
að litt mun finnast margur nú á tíð,
er fastar móti fylking þeirri stóð,
er frelsisráni beitir vora þjóð.
Og þvi er böl að missa slika menn,
þvi margur steinn i götu liggur enn,
unz rndd til enda er vor frelsisbraut
og íslands þjóð býr frjáls við móðurskaut.
Þér ungu sveinar, munið þenna mann,
á manndómsvegi keppið fast við hann.
Ó, látið sjá þess merki meðal vor:
þið metist um, að feta i hans spor.
* *
*
En þú átt bágt sem eftir stendur ein,
og allra sárast þolir hjartans mein;
eg þekki glögt, að mikið mistir þú,
en minst þinn harm þó ýfa vil eg nú.
Guð huggi þig á hrygðar kaldri stund;
gnð huggi þig með von um endurfund,
þá hverfa öll þin hrygðar köldu ský,
og himins gleðisól þér ljómar hlý. —
Jón Þórðarson,
(úr Fljótshlíð).
Ýms erlend tíðindi.
---- Kh. 7. febr.’ll.
Enska þingið kom saman 6. þ. m.
og hófst með hásætisræðu eins og veuja
er til. Sú ræða þótti þó merkilegust
fyrir það, sem hún mintist e k k i á. Það
var sem só ekki nefnt einu orði útnefn-
ing n/rra lávarða, ef á þyrfti að halda
til þess að buga efri málstofuna. Kunn-
ugir segja þó, að Asquith muni hafa
tryggingu konungs fyrir ráðstöfun þess-
ari, ef ekki hefst frumvarpið fram með
góðu. Stjórnin ætlar ekki að láta setja
önnur mál á dagskrá til páska, en frum-
varpið um neituuarvald efri málstofunnar
til þess að íhaldsmönnum takist eigi
að hefta eða fresta málinu á neinn hátt.
Nýgerður tollsamningur milli Kanada
og Bandaríkjanna hefir valdið miklum
deilum á Englandi. Þykir íhaldsmönn-
um hann ekki í samræmi við verndar-
tollastefnu sina og hafa ráðist á stjórn-
ina fyrir að hafa eigi hindrað framgang
samnings, er væri jafnskaðlegur ríkinu.
Atkvæðagreiðsla í neðri málstofunni um
þetta mál fór þannig, að stjórnin hafði
102 atkvæða meiri hluta.
Látinn er á Englandi Sandor lávarð-
ur og er það sagður allmikill hnekkir
íhaldsmönnum.
Jarðarför Frödings (sænska skáldsins,
sem dó á dögunum, sbr. símskeyti) fer
fram á morgun 1 Stokkhólmi með mik-
illi viðhöfn. Eftir beiðni Uppsalastúdenta
verður líkið flutt þangað og jarðsett þar.
Látinn er í Khöfn P . V e d e 1,
hæstaréttardómari, hinn merkasti maður.
Honum er meðal annars þakkað, að
Danir lentu ekki i bandalagi við Frakka
í ófriðinum 1870—71. — Ennfremur
látinn í Khöfn B o h r , kennari í lækn-
isfræði við háskólann, merkur vísinda-
maður.
Khöfn 18. febr.
Uppreisn er um þessar mundir í Mexi-
co. Talsverður hluti hersins er á bandi
uppreistarmanna og skærur og bardagar
daglega. Það er helzt í frásögur fær-
andi út af upphlaupi þessu, að hinn
frægi rithöfuudur Jack London
hefir farið til Mexíkó og gengið í lið
með uppreÍ8narmönnum.
Aðra uppreisn allmannskæða er að
frétta af eynni Haiti, en hún mun nú
bæld niður að mestu.
Frá Bandaríkjnnum þykir það helzt
tíðindum sæta, að vegur Og vinsældir
Roosevelts fyrv. forseta fara mjög
þverrandi. Hann talar nú orðið yfir
tómum bekkjum og greinum hans og
ritum er nú enginn gaumur gefinn, en
áður var það alt prentað upp í ótal
blöðum.
Ekkert þykir nú sennilegra en að sam-
veldismenn verði ofaná við næstu for-
setakosningar. Forsetaefni þeirra verð-
ur sennilega Champ Clark, einn
af helztu foringjum flokksins. Ræða ein,
er hann flutti nýlega í fulltrúadeildar-
þinginu um nýja verzlunarsáttmálann
milli Kanada og Bandaríkjanna hefir
vakið mikla athygli. Hann sagði að
sáttmáli þessi mundi verða mikilsverður
í pólitískum skilningi og gat þess jafn-
framt að stjörnufáninn (Bandaríkjafán-
inn) mundi blakta um alla Norðurame-
ríku eftir örfá ár — alla leið upp að
norðurheimsskauti.
Taft forseti nefir mótmælt þessum
orðum harðlega og segir enga pólitík
búa undir. Annars eru menn smeikir
við, að ræða Clarks verði þinginu f Kana-
da þyrnir í augum, þegar það fer að
fjalla um sáttmálann. Fulltrúadeild
Bandaríkjanna samþykti sáttmálann með
181 atkv. gegn 92.