Ísafold - 01.03.1911, Blaðsíða 3
ISAFOLD
47
Ofstopi og yfirgangur.
M i n n i hluti stjórnarflokksins
ríður ráðherrann ofan.
Ráðherrann (B. J) hafði sett sínum
mönnum, stjórnarflokknum, þau tvö
nokkurn veginn sjálfsögðu skilyrði fyr-
ir því, að hann slepti völdum,
að sú væri ósk meiri hluta þess
flokks, og
að flokkurinn kæmi sér saman áður
um, hvern benda skyldi á til að taka
við af honum.
Með öðrum orðum: 13 atkv. af 24
alls í flokknum þurftu að verða í móti
honum og ekki færri en 21 að verða
á einu máli um eftirmanninn.
Því'næst skyldi bera málið upp á
þingi, svo sem aðeins til staðfestingar.
Það taldi hann (ráðh.) óhjákvæmilegt
andspænis konungi og þjóðinni (vegna
eftirlaunabyrðarinnar). Þar stoðaði ekki
neitt utanþings-samningamakk milli
ráðherra og einhverra þingmanna, er
ekkert hefði hann annað fyrir sig að
bera til lausnar.
Yrði þessu skilyrði hvorugu full-
nægt, hlutu þeir, er losna vildu við
ráðherra, að leggja árar í bát og hætta
við það, hætta við andróðurinn gegn
honum.
Þeir létust ganga að skilyrðunum við-
stöðulaust. En hafa fráleitt nokkurn-
tíma hugsað sér annað sumir hverir,
en að virða þau vettugi, ef þau brygð-
ust þeim.
Þeir glímdu lengi við að merja fram
þann meirihluta atk væða í stjórnarflokkn-
um móti ráðherra. En gátu aldrei kom-
ist lengra en upp í 11 (af 24). Við síð-
ustu atreníiuna voru þau meira að segja
ekki nema 9, — mundu hafa orðið
10, ef ekki hefði vantað á fund einn
ákveðinn fjandmann hans. Það stend-
ur og heima: nú eru þeireinmitt 10, og
11 - þvi aðeins, að með sé talinn flokks-
leysingi einn; en ráðherrans menn 13,
og 14 að honum meðtöldum; flokk-
urinn allur 25 með honum.
Eftir almennum samningsreglum og
heiðvirðra manna háttum ella, var því
bein skylda þeirra fjandmanna ráðherr-
ans, að hætta sókninni í móti honum, er
þeir voru orðnir úrkulavonar um að
geta knúð eða tælt meiri hluta flokks-
ins til að greiða atkvæði í móti honum.
En þeir voru svo sem ekki á þeim
buxunum.
Þeir heimtuðu jafnt sem áður, að
hann íæri frá völdum. fföguðu sér
alveg eins og þeir væri 1 meiri hluta.
Öðrum eins ofstopa og yfirgangi
mundu fáir búast við ella af öðrum
en stigamönnum.
Þá voru úrræðin þessi: að gera
bandalag við stjórnarandstæðinga, upp-
kastsmennina frá 1908.
Með þeim þrælatökum lánaðist þeim
að koma sínu fram.
Um hitt skilyrðið, tilnefning eftir-
mannsins, er það að segja, að því er
enn ófullnægt.
Þeir höfðu greinilegt hugboð um,
að ekki mundi auðhlaupið að því, og
reyndu því ekkert við það fyr en búið
var að fella ráðherra. Koma dagar,
koma ráð, sögðu þeir: aðalatriðið er
að koma honum (B. J.) fyrir kattarnef;
eitthvað legst til um hitt, þegar því
er lokið.
Flestir sáu fyrir fram, hve valt var
því að treysta.
Enda hefir sú raun á orðið.
Vonin sú hefir brugðist algerlega
að svo komnu.
Og má hamingjan vita, hvort hún
rætist á þeim nær hálfs mánaðar fresti,
er konungur hefir verið svo nærgæt-
inn að veita þeim.
En njóti þeir heilir handa. Með
samningsrofi og þrælatökum hefir þeim
tekist að ríða ráðherrann ofan, og eru
svo í algerðu ráðaleysi að tilnefna
eftirmann hans.
Fyr má nú vera að rasa fyrir ráð
fram og verða sér til minkunar; meira
að segja gera landinii, þjóðinni stór-
minkun, koma á hana ómaklegu óorði
um þroskaleysi og vanmátt til að
stjórna sér sjálf.
Það er naumast, að fulltrúar hennar
árið 1911 gera henni greiða og sóma.
Þeirra verk er þetta glapræði, en hennar
ekki. Hún mundi hafa hagað sér alt
öðru vísi, ef ráða hefði mátt sjálf og
milligöngulaust.
Malverkasýning.
Ásgrímur málari efnir til málverka-
sýningar innan skamms hér í bæ.
Hann hefir málað fjölmörg sérlega
falleg málverk — úr suðausturhéruð-
um landsins — Síðunni, Landbroti
o. s. frv. Á sýningunni verður og
mynd af Jóni Sigurðssyni forseta, ný
máluð af Ásgrími. — Sagði Tryggvi
gamli Gunnarsson við oss í gær, að
það væri sú bezta og líkasta mynd
Jóni Sigurðssyni, er hann hefði séð.
Jóns Sigurðssonar minnisYarðinn.
Einari listamanni falin myndargerðin.
Einar Jónsson listamaður hefir nú
fullgert sýnishorn af minnisvarða Jóns
Sigurðssonar, sem nú er til sýnis í
búðarglugga Guðjóns Sigurðssonar.
Minnisvarðanefndin ákvað það í
fyrradag að fela Einari myndargerðina.
Voru nefndarmenn yfirleitt mjög vel
ánægðir með sýnishornið.
Einar fer nú að byrja á myndinni
i fullri stærð, þ. e. i1/2 likamsstærð.
Fær hann lánaðan sal í alþingishúsinu
til þeirra starfa. Fyrst gerir hann
leirmynd — steypir hana síðan í gips,
og sendir svo gipsmyndina út til að
láta gera úr henni eirmynd. Verður
auðvitað að hraða verkinu vel, til þess
að ljúka því fyrir 17. júní.
Og ekki síður áriðandi að hraða
samskotunum. Hver íslendingur er til
þess skyldur að leggja það að mörk-
um sem hann má.
Erlend viðskiftasambönd.
Nafn vor íslendinga er á síðustu
árum orðið allvíða kunnugt erlendis.
Halda til þess margir hlutir. Einkum
hafa viðskifti vor orðið miklu víðtæk-
ari nú á siðustu tímum. Á þetta við
um sumar stórverzlanir hér, en fyrst
og fremst um bankana. Vér höfum
átt kost á að sjá og athuga hin fjöl-
mörgu viðskiftasambönd íslandsbanka
nýverið. Þessi banki stendur í sam-
bandi við ákaflega marga banka út
um heim. Fyrst og fremst við all-
flesta danska og norska banka, en auk
þess við æði marga brezka, þýzka,
ameríska og frakkneska banka. Til
fróðleiks og ef til vill gagns fyrir
suma setjum vér hér helztu bankana
sem í viðskiftasambandi standa við
Islands banka erlendis.
A Þýzkalandi: Commerz und Dis-
contobank í Hamborg, Norddeutsche
Lloyd i Brimum, Deutsche Bank í
Hamborg, Dresdener Bank Filial i
Hamborg, Norddeutsche Bank í Ham-
borg, Direktion der Discontogesell-
schaft í Berlín, Bank fiir Handel und
Industrie o. fl.
A Stór-Bretlandi: Commercial Bank
of Scotland, National Bank of Scot-
land, Capital and Counties Bank,
Lloyds Bank Lmt. London, City and
Midland Bank, CreditLyonais (London-
arfilial), London Counties and West-
minster Bank, Samuel Montague &
Co., Swiss Bankverein o. s. frv.
I Vesturheimi: Bankers Trust-
Company i New-York, Hanover
National Bank í New-York, First
National Bank of Chicago, Inter-
national Mercantile-Marine-Company,
The Home-Bank í Kanada o. fl.
Þá hefir bankinn samband við Banque
de Paris de Pays og Comptoir Na-
tional d’Escompte, báða í París, Bank-
aktiebolaget Stockholm Öfre-Norrlanc
i Svíþjóð og — Bank of South Wales
— í Sidney í Ástralíu.
Þetta er ekki svo lítil syrpa og
ýmsir bankar þó ótaldir. Flestir gefa
bankar þessir út lista yfir viðskifta-
banka sína alla. í þeim er íslands-
banka allstsðar getið — og þess er
vert að geta — íslandi er ekki slengt
saman við Danmörku, heldur talið
sérstakt land.
Nýlega ritaði ‘helzta viðskiftablað
Breta, sem heitir Financial Times, ís-
landsbanka og beiddist skýrslu um
fyrirkomulag bankans og rekstur, hluta-
fé og þesskonar til að birta í blaðinu.
Það eitt í sjálfu sér, að talað er um
íslenzkan banka í svo alþektu og mik-
ilsmegandi viðskiftablaði, er býsna
mikill heiður.
Það er svo sem auðvitað, að mikið
veltur á þvi fyrir oss sem þjóð, er
nota þarf lánsmarkaði heimsins, að
allir þeir er viðskifti hafa við erlend-
ar peningastofnanir, reynist vel í þeim
viðskiftum. Og óhætt má fullyrða,
að þar sé íslandsbanki góður boð-
beri fyrir oss — og er það vel farið.
Skipaferðir;
C e r e s kom á mánudagsmorgun —
með nokkura farþega. Þeirra meðal:
01. Olavsen stórkaupm., Irni Gíslason
frá ísafirði, Guðjón frá Ljúfustöðum 0. fl.
Ceres fer vestur á fjörðu á morgun.
Skógræktarmálið.
Grein frá hr. Kofoed-Hansen um skóg-
ræktarmálið kemur í næsta blaði.
Tveir Gautlandasynir.
t. ——.
Ræða Steingríms frá Gautlöndum í efri
deild um daginn í bankamálinu hefir
vakið umtal og eftirtekt, svo sem vert er.
Eins og kunnugt er, s/ndi hann fram
á það, að frávikning Kristjáns frá Gaut-
löndum frá gæzlustjórastarfinu hefði ver-
ið gersamlega óróttmæt af tveim ástæð-
um :
1. Af því að hann væri sonur Jóns
frá Gautlöndum ;
2. Af því að hann gæti nú verið
orðinn dómstjóri í hæstarótti, ef hann
hefði viljað.
Eg hefi leitað að því, hvort það stæði
í stjórnarskránni eða öðrum íslenzkum
lögum, að synir Jóns frá Gautlöndum
væri friðhelgir — en hvergi fundið þá
lagaheimild. Ekki getur Stgr. frá Gaut-
löndum því hafa átt við slíkt með
áminstum orðum sínum.
Að líkiudum hefir hann þá átt við
það, að synir Jóns frá Gautlöndum
g æ t u eigi gert sig seka í nokkurri
óreglu í embættisrekstri. En hór mun
Stgr. frá Gautlöndum þá hafa talað að
miður vel athuguðu máli.
Eg var að blaða í Dómasafninu á dög-
unum. Þá rakst eg á í VI. bindinu bls.
115—116, að hæstiréttur hefir árið 1899
sektað Kristján frá Gautlöndum um 50
kr. fyrir ó r e g 1 u í dómarastörfum.
Eg fletti bindinu áfram ; rakst eg þá
það, á bls. 402—403, að sami Kristján
frá Gautlöndum hefir árið 1901 verið
sektaður aftur af hæstarótti, nú um 80
kr. fyrir ó r e g 1 u í dómarastörfum
sínum.
Þetta var nú í þessarri góðu bók
Eg átti tal um þetta við óljúgfróðan
kunningja minn daginn eftir. Sagði
hann mór þá, að árið 1907 hafi svo við
borið, að P. G. C. Jensen hæstaróttar-
málaflutningsmaður hafi í ræðu sinni,
er hann varði L. H. Bja. gegn Einari
Hjörl., bent á, að Kristján frá Gautlönd-
um hafi enn gert sig sekan um ó r e g 1 u
í dómarastörfum sínum. Þá var hann
ekki sektaður, — af sórstakri hlifð hæsta*
róttar, sagði hann, því ef slík óregla
yrði dæmd af hæstarótti í þriðja skifti,
þá varðaði það embættismissi;
en hæstiréttur þekki einnig brjóstgæði.
Hvað satt er í þessu fullyrði eg ekkert
um ; en óhætt mun að fullyrða, að rótt
só enn hermt um ó r e g 1 u Kristjáns
frá Gautlöndum einnig í þetta þriðja
skifti.
Sami maður fullyrti við mig, að hæsti-
róttur taki aldrei á dómarabekk sinn
menn, sem væri þ r í-staðnir að ó r e g 1 u
í dómarastörfum.
Hann sagði mór og frá því, að Stein-
grímur frá Gautlöndum, sem er einnig
dómari, hafi nyverið orðið að ganga að
því, að greiða talsverða sekt í landssjóð
og talsvert háar skaðabætur, til þess að
losna við s a k a - málsrannsókn útaf
ó r e g 1 u í dómarastörfum. Óregla þessi
hafi, meðal annars, komið fram í þvl, að
hann hefði haldið einkamáli hjá sór til
dómsálagningar sextíu Og níu vikur, í
stað þess að frekasti tími, sem hóraðs-
dómarar mega halda málum hjá sér til
dóms, sóu sex vikur (skuldunautur orð-
ið gjaldþrota á meðan á dómnum stóð
o. s. frv.). Ennfremur, að ýms ó r e g 1 a
önnur hafi komið í ljós hjá dómaranum
Steingrími frá Gautlöndum við embættis-
skoðun, sem landritari gerði hjá honum
i sumar sem leið.
Útaf þessu v i r ð i s t eitthvað vera
skakt í hugsunargangi Steingríms frá
Gautlöndum, þeim er áður var á vikið.
Gautlandasmali.
Askorun.
væri þarft verk góðu máli til stuðnings
og mundi mælast vel fyrir. Hinu hafa
allir góðir menn skömm á, að ómerkir
Leppalúðar, sinn í hvert skiftið, sóu að
dæma söngmenn vora og söngljóð svo
staðlausum og hlutdrægum dómum, að
þeir blygðast sín sjálfir fyrir að leggja
við dómana nafn sitt.
Sigfús Einarsson.
hefir eitt-
sig Braga,
I blaði einu nýútkomnu,
hvert ofurmenni, er kallar
hreytt úr sér skætingi í garð Stúdenta-
söngfólagsins. Vitanlega kemur engum til
hugar að svara þeim þvættingi,
fjarri öllum sanni er hann og svo ger-
samlega hættulaus þeim fólagsskap, sem
houum er ætlað að hnekkja. — En ef
framhalds er von á þessum og þvílík
um skrifum, gæti svo farið, að þeir menn
í bænum, sem við söng eru riðnir opin-
berlega, kysu heldur að ganga á bug
við blöðin en eiga á hættu, að um þá
verði rituð slfk markleysa, — svo að
eg velji sem vægast orð. Ef svo færi
tel eg það ilt fyrir ýmsra hluta sakir.
Erlendis rita sórfræðingar um alla op
inbera samsöngva. Við hvert blað er
maður, sem það hlutverk hefir á hendi
og með það er ekki farið. í neinar felur
hver sá er.
Nú vildi eg leyfa mér að beina þeirri
áskorun til ritstjóra vorra, að þeir fari
að dæmi stóttarbræðra sinna erlendra
þessu efni, og verði sór úti um menn
svo söngfróða og smekkvísa sem völ er
á, til þess að dæma um samsöngva, e
hór fara fram, og dragi enga du
á hverjir þeir menn eru. Það
Bókafregn.
Ágúst Bjarnason: Yfirlit yfir
sögu mannsandans. H e 11 a s.
Rvík 1910. (Sig. Kristj.).
Altaf stendur Ágúst Bjarnason magister
í beztu skilum við þing og þjóð með
áframhaldið af þessari alþýðlegu heim-
spekissögu. Síðasta bindið er nú að
koma út og stendur ekki að baki hin-
um fyrri. Að öllu samtöldu er það
hvað bezta og skemtilegasta bindið.
Efnið um Forngrikki, land þeirra og
þjóð, listir og mentir, trúbrögð og heim-
speki, og er nálega allur fyrri helming-
ur bókanna yfirlit yfir menningarsögu
þessarar litlu en heimsfrægu þjóðar, síðari
helmingurinn um grísku heimspekina.
Eins og geta má nærri er hór um auð-
ugan garð að grisja, þvf svo mikið hefir
þótt til grískrar menningar koma að
grfskan hefir drotnað í öllum lærðum
skólum heimsins fram til sfðustu ára og
drotnar víða enn. Sennilega verður það
ætíð talinn nauðsynlegur liður í almennri
mentun að vita nokkur deili á grísku
menningunni. Sýnishorn af grísku bók-
mentunum höfum vór íslendingar á voru
máli í kvæðum Hómers, nokkrum ágætis-
itlingum, er Stgr. Th. hefir þýtt, og
fáeinum kvæðum, þýddum af Gr. Thom-
. Þetta er mikils til of lítið. Nú
bætir Ág. Bj. nokkuð úr skák, er hann
gefur yfirlit, þó stutt só, yfir alla grísku
menninguna, sérstaklega heimspekina.
Hvað er það þá, sem er svo dýrmætt
þessum fornu fræðum ? Frá mínu sjónar
miði ekki sízt það, að hér má fylgja
mannsandanum á alls konar rannsóknar-
ferðum hans frá fyrsta barnalega tilrauna
stiginu upp f andlegan þroska djúpvitr
ustu spekinga, án þess að nokkursstað-
ar verði stærri eyður í. Það er eins og
nienning Grikkja só stutt en fagurt og
fullkomið sýnishorn allrar heimsmenn-
ingarinnar.
Eg hefi ekki rekið mig á villur eða
misskilning í bók þessari, en eg er ekki
svo kunnur efninu að eg þori að full-
yrða, að ekkert slíkt hafi slæðst inn í.
Helzt vil eg geta þess, að ekki líta all-
ir sömu augum á frummynda- (ide)
kenningu Platos og höf., en get ekki
sjálfur lagt dóm á þá deilu. Um með-
ferð höfundarins á efninu má að sjálf-
sögðu margt segja. Víða er hún góð.
Sumstaðar hæpin. Eg hygg að bókin
hefði batnað, ef sumu hefði verið slept,
t. d. upptalningu rita og ágripi af inni-
haldi þeirra og því rúmi verið varið til
að setja kenniugar og æfiatriði rithöf-
undanna skýrara fram og fyllra. Það
liggur við að kjarni kenninganna og á-
gæti þeirra verði stundum óljóst vegna
þess, að frásögnin dettur helzt til mikið
í mola og verður ekki svo ljós og lif
andi sem skyldi. Er þetta mikill galli,
en ilt að komast hjá honum í ekki lengra
riti.
Ekki kann eg við alt í málinu, t. d.
að hafa illan »bifur« á, — komast í
mikið óálit, — leituðust við að leysa alt
upp í trú, — taka það sitt með hverju
mótinu, — setja undir bosann á Lýð, —
líta óspiltum sjónum á, — kafnað á
vínberi, — spýta hjartablóði menningar
sinnar o. fl. Eg hefi ekki sóð fyr þessi
nöfn á hliðum rótthyrnds þríhyrnings:
sperrur og biti. Mór þykja þau góð og
einkennileg.
Framan við bókina er dálítið landa-
bróf á dönsku. Er dálítið betra en
ekkert. Hefði þurft að vera hálfu stærra
og á íslenzku.
G. H.
Þittgsfökur.
Tvær af mörgum, sem ísafold hafa
borist og heitir sú fyrri:
Leiðbeining.
Geti’ ei einhver greint á braut
glögt hvað númer hafi’ ’ann,
þá má segja »þarfanaut«,
þetta nafn sér gaf ’ann.
Aldrei kveið eg ósigri
oft þó seið eg magnaði,
en að greiða atkvæði
er mér neyð og skaðræði.
Bjarni frá Vogi enn.
Síðustu þingfréttir.
Rdðherra lýsti yfir því í báðum þing-
deildum í dag, að hann hefði fengið
lausn hjá konungi, en væri beðinn að
gegna embætti þangað til eftirmaður
væri fenginn. Hann gat og símskeyt-
is þess frá konungi, sem minst er á
annarsst. í bl., um frestun á ákvörð-
unum af konungs hendi þangað til
hann komi heim úr Svtþjóðar-för sinni.
Ella tíðindalaust af þinginu í dag.
Bjarni frá Vogi hefir beðið ísafold
fyrir eftirfarandi klausu:
Herra ritstj. Ólafur Björnsson, þú
hefir gert athugasemdir við greinarstúf frá
mér i síðasta hlaði, þar sem eg sagði þér
og öðrum vinum ráðherra satt frá þvi,
hvers vegna eg hefði verið flutningsmaður
að tillögu um vantraustsyfirlýsingu.
I. Þú segir að hann hefði eigi komist
i minni hluta ef sjálfstæðismenn hefði hald-
iö saman, og átt auðvitað við að þeir
hefði haldið sarnan i þvi að láta hann
sitja. Þetta er auðvitað rétt að hann hefði
haft meiri hluta ef hann hefði ekki glatað
trausti hjá svo miklnm hluta af flokki sin-
nm, en það er ekki nema samhljóða því,
sem stóð í minni grein1).
II. Eg skrifaði að á öðrum flokksfundi
meiri hlutans hefði það sýnt sig að ráð-
herra hefði mist traust hjá helmingi sins
flokks. Til svars hið eg þig að birta með-
fylgjandi yfirlýsingu:
Eftir heiðni Bjarna Jónssonar alþm.
Dalamanna vottast það, að við leynilega
atkvæðagreiðslu, er fór fram á öðrum fundi
sjálfstæðisflokksins 13. febrúar þ. á., nm
það, hvort flokksmenn ætluðu sér að styðja
núverandi ráðherra eða eigi, féllu atkvæði
svo, að 11 atkv. neituðu fylgi við ráðherra,
9 voru með honum, tveir seðlar voru auðir.
Tveir flokksmenn, Sigurður Gnnnarsson og
Jón á Haukagili, voru ekki komnir til
bæjarins.
Alþingi 27. febrúar 1911.
Sigurður Stefdnsson
form. sjálfstæðisflokksins
Benedikt Sveinsson2)
skrifari sjálfstæðisflokksins.
Þessa atkvæðagreiðslu taldi eg lýsa hinu
rétta hugarfari flokksmanna. Því þótt
eigi væri það úrslitaatkvæði, þá má nærri
geta að þmgmenn hafa ekki hrugðið þar
neinn leik og eigi mátt siður telja vist,
að þeir þyrðu að greiða atkvæði i heyr-
anda hljóði samkvæmt sinum leynilegu at-
kvæðum*).
En ef blaðinu þykir mér hafa orðið á,
er eg hélt enga ræðuna, þá mun enn mega
bæta úr því, er umræður takast um banka-
málið í neðri deild og á eldhúsdaginn*).
Yinsamlegast
Bjarni Jónsson
frá Vogi.
) Óþörf athugasemd hjá B. J. og
hártogunarkend. Það er óbifanlegt,
er vér sögðum í síðasta blaði, að
það voru nokkrir sjálfstæðismenn,
sem komu ráðherra í minnihluta með
pyí að gera samsari við fjandmenn
Sjálfstceðisflokksins.
2) Vér áttum við atkvæðagreiðslu
ejtir að ping var byrjað og allir sjálf-
stæðismenn farnir að taka þátt í fund-
um. Berum eigi brigður á vottorð
þetta — en eigi sýnir það heldur
vantraust af hálfu helmings þ. e. 12
-13 þingmanna úr flokknum. Og
það er óhrakið og óhrekjanlegt, að
meirihluti þingflokksins hefir lýst yfir
ýmist með atkvæðagreiðslu eða ann-
an veg, að hann væri mótfallinn van-
traustsyfirlýsingunni.
s) Oss finst eigi tilhlýðilegt að
byggja á neinu öðru en úrslitaatkvaða-
greiðslu í svo mikilvægu flokksmáli.
Og hún fór eigi fram fyr en sunnu-
dag 19. febr. slðdegis. En þó leyfðu
þeir góðu herrar sér að senda van-
traustsyfirlýsingu sína á skrifstofu al-
þingis sunnudag penna snemma dags —
áður en sú atkvgr. átti fram að fara
enda þótt sumir þeirra hefðu látið í
veðri vaka, að þeir fortakslaust létu
undan og kæmu með enga vantrausts-
yfirlýsing, ef feld yrði innan flokks.
Þessi aðferð er einn hlekkurinn í
hinni miður drengilegu óheilindakeðju,
sem riðin var að hálsi ráðherra.
4) Betra seint — en aldreil
Utanríkisráðherra Frakka
er fallinn fyrir nokkurum dögum,
að því er einka-símskeyti til frakkneska
konsúlsins hér, Brillouins, segir.
Leiðr. í grein Bjarna frá Vogi í síðasta
blaði hafði fallið út úr ein setning. líæst
á nndan setningunni: Eftir þvi sem á stóð
0. s. frv., átti þessi setning að koma: En
að lokum lýsti hann yfir þvi, að hann færi
ekki frá nema með vantraustsyfirlýsingu.
6 duglegir menn
geta fengið atvinnu við þil-
skipaútveg á Vesturlandi frá því
seinni hluta marzmánaðar til miðs
septembermánaðar. Upplýsingar hjá
ritstjóra.
Herbergi handa einhleypum ósk-
ast til leigu nú þegar. Afgr. ávísar.