Ísafold - 01.03.1911, Síða 4
48
ISAF0L9
S k r á
yfir erindi til alþingis 1911.
1. Einar Jónsson málari i Rvik sækir um
1000 kr. styrk, til þess að geta feng-
ið meiri tilsögn i málaralist.
2. Jðhannes S. Kjarval sækir nm 2000
kr., til þess að auka mentun sina í
málaralist,
3. Magnús Gruðlaugsson á Bjarnarstöðum
óskar að þingið vildi lita i náð til
sin um sómasamlegan árlegan styrk,
svo hann geti haldið áfram lækningum.
4. Ólafur prestur Ólafsson í Hjarðarholti
sækir um 2000 kr. árlegan styrk, til
þess að halda framhaldsskóla fyrir
fermd ungmenni.
5. Ólsfur Jónsson sækir um 6000 kr. lán,
til þess að setja á stofn i Rvik mynda-
mótunarstofu og starfrækja hana.
6. Ingvar Eymundsson Isdal trésmiður
sækir um 6000 kr. lán, til þess að
endurreisa verksmiðju sína.
7. Benedikt Björnsson biður um 600 kr.
styrk, til þess að semja kenslubók í
þjóðfé!agsfræði.
8. Sigtryggur Jónsson hiður um 800 kr.
styrk hvort árið á næsta fjárhagstíma-
bili handa syni sínum, til þess að
stunda nám i Mittweida í Þýzkalandi.
9. Umsókn frá forstöðunefnd kvennaskól-
ans á Blönduósi um, að skóla þessum
verði veittnr riflegri styrkur en að
undanförnu, ásamt skýrslu um ástand
skólans.
10. Hofshreppsmenn i Öræfum, 101 að tölu,
karlar og konur, sækja um, að sira
Jóni N. Jóhannessyni sé veitt 500 kr.
árleg þóknun fyrir að hafa á hendi
og halda uppi lækningum þar í hreppi.
11. Beiðni um 600 kr. styrk frá Óla Stein-
back Stefánssyni til tannlækninga.
12. Þakkarávarp til alþingis frá Torfa
Bjarnasyni í Ólafsdal, ásamt tilmælum
um ellistyrk.
13. Stjórnarnefnd hinnar »Norðlenzku bind-
indissameiningar* biður um 600 kr.
styrk til bindindisútbreiðslu.
14. Sigurður Einarsson dýralæknir biður
um 3—400 kr. launahækknn til að
kenna einföldustu atriði dýralækninga.
15. Sláturiélag Austurlands sækir um 10.000
kr. styrk til þess að koma upp slátur-
húsi i Reyðarfirði.
16. Simon Dalaskáld mælist til þess, að
alþingi veiti sér landssjóðsstyrk i við-
urkenningarskyni fyrir ritverk sín.
17. Benedikt Þorkelsson biður um ellistyrk.
18. íþróttafélagið »Grettir« á Akureyri
biður um 500 kr. styrk á ári næsta
fjárhagstímabil til þess að efla iþróttir.
19. Hannes alþm. Þorsteinsson sækir um
2500 kr. árlegan styrk til þess að
semja æfisögur lærðra manna islenzkra
á siðari öldum.
20. Gísli Guðmundsson biður um 100 kr.
ellistyrk hvort árið á næsta fjárhags-
timabili.
21. Skýrslu um húsmæðraskólann á Akur-
eyri, skólaárið 1909—10 og 1910—11,
sendir Jónína Sigurðardóttir, forstöðu-
kona skólans, ásamt beiðni um 2000
kr. styrk á næsta fjárhagstimabili til
þess að halda áfram skólanum.
22. Matthías skáld Jochnmsson sækir um
hækkun eftirlauna.
23. Síra Jónas Jónasson, kennarlvið gagn-
fræðaskólann á Akureyri, sækir um 400
kr. persónulega launaviðbót.
24. Ungmennafélag Gagnfræðaskólans á
Akureyri biður um 400 kr. styrk til
þess að koma app leikvelli.
25. Metúsalem Stefánsson skólastjóri sækir
fyrir hönd ibúa Hróárstungulæknishér-
aðs um 3000 kr. styrk, til þess að
koma upp læknisbústað í héraðinu.
26. Málaleitun frá Davið Stefánssyni 1
Eornahvammi til þm. Mýramanna um
styrkhækkun.
27. Beiðni úr Breiðdalshreppi um 300 kr.
styrk til vegagerðar.
28. Beiðni úr Eiðahreppi um 2000 kr. styrk
til vegagerðar.
29. Erindi frá Boigfirðingum eystra um
símalagning um Ashöfn að Bakkagerði
í Borgarfirði.
30. Áskorun til alþingis frá 30 kjósendum
í Mýrasýslu, um að hinn fyrirhugaði
simi til Stykkishólms verði lagður frá
Borgarnesi.
81. Erindi frá hreppsnefndinni i Bískups-
tungnahreppi um aukafjárveitingu til
brúargerðar á Brúará.
32. Erindi til þingmanna Suður-Múlasýsln
frá hreppsnefnd Geithellnahrepps um
brúargerð á Hamarsá.
33. Erindi frá Borgfirðingum eystra um
að gera hreppinn að sérstöku læknis-
héraði.
34. Ibúar Skarðsstrandarhrepps í Dalasýslu,
44 að tölu, leita þess, að stofnað sé
nýtt læknishérað í vesturhluta Dala-
sýslu.
35. Ingibjörg Guðbrandsdóttir sækir um
sama styrk og haft hefir hún á siðustu
fjárlögum.
36. Sjötiu og þrir kjósendur i Neshreppi
innan Ennis heiðast þess, að alþingi
veiti á næsta fjárhagstimabili alt að
2000 kr. til þess að halda úti vélarbát
til aðstoðar við landhelgisvörn á fiski-
miðum Vallnara, Ólsara, Kefsara, Sand-
ara og Gufsara.
37. Hnappdælir sækja um:
að Miklaholtsprestakáll verði látið
hverfa í hið forna far.
s) að Borgarneslæknir eigi setur i
Kolbeinsstaðahreppi eða Hraunhreppi.
8) að veitt sé fé til framhalds Borg-
arnessvegarins til Stykkishólms og þá
til brúargerðar á Haffjarðará.
*) að veitt sé fé til talsimalagningar
úr Borgarnesi til Stykkishólms og úr
Miklaholtshreppi um Búðir til Ólafs-
víkur.
8) að veitt sé fé til hafnarmælingar
í Skógarnesi i Hnappadalssýslu.
38. Áskorun frá 110 Snæfellingum og
Hnappdælum um simalagning frá Borg-
arnesi til Stykkishólms og í veiðistaði
undir jökli norðan.
39. Erindi frá yfirsetukonum i Eyjafirði
um launahækkun, ásamt umsögu land-
læknis.
40. Áskorun til alþingis frá 22. yfirsetu-
konum i Stranda- Barðastrandar- Rang-
árvalla- og Borgarfjarðarsýslum um
bót á launakjörum.
41. Eimm ljósmæður í Dalasýslu skora á
þingið, að taka til rækilegrar yfirveg-
unar hækkun á launakjörum yfirsetu-
kvenna.
42. Tíu ljósmæður í Norður-Múlasýslu skora
á alþingi, að taka til rækilegrar yfir-
vegunar launakjör yfirsetukvenna og
bæta þau.
43. Tólf ljósmæður í Árnessýslu skora á
alþingi, að taka til ihugunar launakjör
yfirsetukvenna og bæta þau.
44. Erindi frá yfirsetukonum i Kjósarsýslu
um launahækkun.
45. Fjórar yfirsetukonur i Norður-ísafjarð-
ar- og Vestmanneyja-sýslum skora á
alþingi, að taka til yfirvegunar launa-
kjör yfirsetukvenna og bæta þau.
46. Guðrún J. Norðfjörð biður þm. Mýra-
manna að flytja á þingi erindi yfir-
setukvenna um launakjarabót.
47. Erindi frá Sigtryggi presti Guðlaugs-
syni nm 1200 kr. árlegan styrk til
unglingaskólans á Núpi í Dýrafirði,
ásamt skýrslu um skólann.
48. Erindi frá átta yfirsetukonum í Gull-
bringusýslu og Hafnarfjarðarkaupstað
til alþingis, um að taka kjör yfirsetu-
kvenna til rækilegrar ihugunar og bæta
þau.
49. Erindi frá Vestur-ísfirðingum um 1500
kr. styrk til að reisa Jóni Sigurðssyni
minnisvarða á Rafnseyri.
50. Guðmundur Hjaltason sækir um 500 kr.
árlegan styrk til þess að halda alþýð-
lega fyrirlestra á íslandi.
51. Einar Árnason í Miðey skorar á þing-
menn Rangvellinga, að beitast fyrir
því á þingi, að veittar verði á næsta
fjárhag8tímabili minst 1500 kr. styrkur
hvort árið til vélabátaferða milli Vest-
mannaeyja og Rangársands; ennfremur,
að ógoldnar 1000 kr. af áður veittum
styrk verði borgaðar á næsta ári.
52. Karl Sveinsson biður um 1000 kr.
styrk hvort ár næsta fjárhagstimabils,
til þess að geta haldið áfram rafmagns-
fræðisnámi í Hittweida á Saxlandi.
53. Eimm ljósmæður i Reykjavík óska
þess, að alþingi taki til ihugunar
launakjör ljósmæðra og bæti þau.
54. Fjórar yfirsetukonur í Skagafjarðar-
sýslu skora á alþingi að taka til ræki-
legrar yfirvegunar launakjör yfirsetu-
kvenna og bæta þau.
55. Ingunn Loftsdóttir, prestsekkja, sækir
um 300 kr. styrt i fjáraukalögum fyrir
1911 og sömn upphæð i fjárlögum 1912
og 1913.
56. Þorvaldur læknir Pálsson sækir um alt
að 2000 kr. styrk á ári, til þess að
stunda sérgreinar nokkurar í læknis-
fræðinni i Reykjavik.
57. Erindi frá Birni Þorsteinssyni í Bse til
þm. Borgfirðinga um brúargerð á Hvítá.
58. Magnús dýralæknir Einarsson leggur
til, að alþingi veiti nú i fjárlögum
2000 kr. sem gjöf til próf. dr. C. 0.
Jensen i heiðurs og þakklætisskyni frá
Islendingum fyrir starf hans í þágu
landsins.
59. Presturinn á Kvennabrekku í Dölum
sækir um 2000 kr. styrk úr landssjóði,
til þess að byggja upp bæjarhúsin á
prestssetrinu.
Leikfélag ReykjaYíknr
Þórólfur í Nesi
(frumsaminn íslenzkur leikur),
verður leikinn
laugardag og sunund.
4. og 5. marz
í Iðnaðarmannahúsinu kl. 8 síðd.
í síðasta sinn.
4 liáeip íbúi
nálægt miðbænum óskast til leigu
14. maí. — Afgr. vísar á.
Böggull með kramvöru í fanst
í fyrrasumar'á leiðinni frá Selfossi að
Hraungerði. VAfgreiðsla ísafoldar vís-
ar á finnanda. — Aður augl. á Selfossi.
Bókbandsveíksiola
Isafoldar,
Austurstræti 8.
AUs konar band fljótt og vel af hendi
leyst. — Verð hvergi lægra.
íverzlun G. Zoðga nýkomið
Ensk vaðmál og dömuklæði 1 mjög miklu
Alullarpeysur á yngri og eldri J úr að velja.
Oxford Flonnell
Sokkar Vetlingar
og margt fleira. — Sömu gæðavörur og verzlunin er vön að flytja.
TMnnisvarðcmefndin íjefir 'orðið ásdít um að fela Ein-
ari Jónssijni að qera minnisvarða Jðns Sigurðssonar,
— Sýnist)orn af mijnd Einars er tit stjnis í gtugganum
f)já Guðjðni Sigurðssijni úrsmið.
□ □□
□■H
□
Skilur á |klukkust.
( 90 ... 85 kr.
{ 130 . . 100 —
\ 260 . . 200 —
Hvers vegna greiða hátt verð fyrir
skilvindur, þegar vér getum boðið yður
Primus-skilvinduna
okkar fyrir ofanritað afarlága verð?
Bezta og þó ódýrasta skilvinda á heims-
markaðinum. Auðtekin sundur, auðhreins-
uð og auðvarðveitt.
Hlotið verðlaun hvarAetna á sýningum.
Biðjið um verðskrá.
bruttóverð.
Umboðsmaður óskast.
B. A. Hjorth & Go. VVV
Stockholm (Sverige).
Klaðavorksmiðjan
ÁLAFOSS
í Mosfellssveit, ásamt fylgjandi landi, getur fengist keypt eða til leigu frá i.
júlí næstkomandi. Ennfremur námuréttur í landi Alafoss og jarðarinnar
Helgafells í sömu sveit, frá sama tíma. — Lysthafendur sendi tilboð fyrir 20.
næsta mánaðar til sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu, er gefur nán-
ari upplýsingar.
27. febrúar 1911.
Skrifstofa Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Útsala í Hvítu búðinni
Jl Hafnarstræti 18 1
-cc m (5 10-301 afsláttur. co 0
0 0 Úrval af tilbúnum fötum. 0 a)
Waterproofkápum. (A
CO Svartar, léttar olíukápur á fullorðna og drengi. CO'
B Fataefnum 0. m. fl. =
Reinh. Andersson.
Póstkorta-albui
í bökverzlun Isafoldar.
Margföldunartaflan,
æfintýri handa börnum (til að læra minni margföldunartöfluna)
eftir Sigurbjörn Sveinsson, fæst hjá bóksölum, verð 15 aura.
óskar eftir stúlku nú þegar. Lyst-
hafendur snúi sér til frú Bjarnhéðins-
son, Laugaveg 10.
D jC JK lítil og lagleg, með nokkru
Q m U geymsluplássi óskast til leigu
í miðbænum eða sem næst
honum frá 1. apríl næstk. Tilboð
merkt »Búð« skilist á afgr. ísafoldar
og sé leigati tiltekin í þeim.
Hérmeð tilkynnist vinum og vanda-
mönnum, nær og fjær, að minn elsku-
legi eiginmaður, Símon Hansen, andað-
ist 26. þ. m. Jarðarför hans er ákveðin
6. þ. m., og byrjar sorgarathöfnin með
húskveðju kl. II1/,, þaðan verður líkið
flutt í fríkirkjuna.
Guðfinna Jónsdóttir.
IJarðarför Önnu sál. Breiðfjörð fer
fram laugardaginn 4. marz. Húskveð-
jan byrjar kl. II f. m.
Toileff-pappír
kominn aftur í bókverzlun ísafoldar.
Forskriv selv
Deres Klædevarer
direkte fra Fabrik. Stor Besparelse.
Enhver kan faa tilsendt portofrit
mod Efterkrav 4 Mtr. 130 Ctm.
bredt sort, blaa, brun, grön og
graa ægtefarvet finulds Klæde
til en elegant, solid Kjole elLi
Spadserdragt for kun 10 Kr.
(2.50 pr. Mtr.). Eller 3l/i Mtr.
135 Ctm. bredt sort, mörkeblaa
og graanistret moderne Stof til
en solid og smuk Herreklædning
for kun 14 Kr. og 50 Ore.
Er Varerne ikke efter Önske tages
de tilbage.
Aarhus Klædevæveri,
Aarhus, Danmark.
Frfmerkjasafnarar!
Samband óskast við einkasafnara
um skifti á gömlum og nýjum, not-
uðum ísl., frímerkjum og sænskum.
Menn eru beðnir að snúa sér til Jarl
0stman, Fleminggatan 16 A, Stock-
holm.
Hús
á góðum stöðum hér í
bænum fást til kaups;
einnig veitingahús á póst-
vega krossgötu nálægt Reykjavík.
íbúðir til leigu frá 14. maí 1911 og
góð laxveiðijörð fæst til kaups og á-
búðar frá næstu fardögum. — Upp-
lýsingar á Laugaveg 73.
stúlka, dugleg og þrifin, getur
fengið vist 1. apríl; gott kaup. Frú
Kltngenberg, Lækjargötu 6 A, gefur
upplýsingar.
Peningar fundnir. — Vitja má
á skrifstofu bæjarfógeta.
Vinnukona óskast á ágætt heim-
ili vestur í Borgarfirði. Hátt kaup.
Ritstjóri vísar á.
5—6 herberg'ja íbúð er til
leigu frá 14. maí.
Zinkhvftu-umboð.
Duglegir, álitlegir umboðssalar, kunn-
ugir málunarsölu, óskast til að selja
blýhvitu og zinkhvítu, þura og rifna
í oliu, i umboðssölu til kaupmanna
og stórnotenda á íslandi.
A/S. Christiania
Blyhvidt og Zinkhvidtfabrik.
dlucjlýsincja * muna *
uarRsmiðja
er býr til spegla, blýanta o. fl.
óskar eftir sambandi við kaupmenn.
Ágætar nýungar á boðstólum. Tilboð
merkt „I. 1759“ til
Haasenstein & Vogler A.-C.,
Nurnberg.
Ritstjóri: Ólafur Björnsson
ísafoldarprentsmi&ja.