Ísafold - 24.06.1911, Side 2

Ísafold - 24.06.1911, Side 2
162 ISAFOLD Gísít Sveinsson og Vigfús Eittarsson yfi rdómslögmenn. Skrifstofutimi ll1/^—I og 5—6. Þingholtsstræti 19. Talsími 263 Þessi sama skrá var einnig á sýn- ingunni 1883. Er sagt, að Englend- ingar einhverir hafi þá viljað kaupa hana fyrir offjár, ef Magnús gerði á henni örlitla breytingu. Magnús hafði gert það og sent bróður sinn með hana til Englands. Kendi honum hvernig opna skyldi. En þá fór svo hrapallega, að þessi maður var búinn að gleyma hvernig opna skyldi skrána þegar til Englands kom. Enginn þar- lendur smiður fekk opnað hana — og strönduðu þá kaupin — segir sagan. Eftir Magnús er einnig kyrfileg dúnhreinsunarvél. Prýðisgripir eru margir á sýning- unni, stóll úr hvalbeini eftir Steýdn hinn oddhaga Eiríksson skorinn út af hinni mestu list. Kostar gersemin 1500 kr. Enn er eftir hann lár og kanna úr filabeini. Magnús Erlendsson sýnir marga gripi. Þar á meðal sgullbeltið góða«, 6000 kr. grip. Nafni hans Benjamínsson sýnir klukku stóra, er hann hefir búið til sjálfur »frá hvirfli til iljac. Ennfremur rennibekk o. fl. Jón rokkasmiður Þórarinsson sýnir dálítinn rokk, prýðisvel gerðan. Ríkarður Jónsson sýnir spegil sinn hinn fræga og margt fleira hagleiks- smíðið. Carl Bartels sýnir úr, sem hann hefir sjálfur smíðað alt. Og svona mætti enn upp telja lengi, en hér skal staðar numið að þessu sinni. Þetta átti að eins að verða bragð eitt fyrir lesendur ísafoldar. Síðar mun sagt gerr frá hverri deild um sig. Um iðnsýninguna er ísafold ennfremur ritaö á þessa leið: Eg get ekki neitað því, að eg var einn þeirra manna, sem gerði sér litl- ar vonir um þessa sýningu og var vantrúaður og bjóst jafnvel við, að hún yrði oss fremur til hneisu en til ánægju. Eg þóttist vita það með sjálf- um mér, að iðnaðurinn hér á landi væri í raun og sannleika ekki sýning- ar verður. Hér heyra menn aldrei um annað talað en að panta og panta alt frá útlöndum. Ef menn þurfa að kaupa einhvern hlut, þá er altaf við- kvæðið: Það er hægt að panta hann, hvort heldur það er nú frá Mey & Edlich eða öðrum jafnsnjöllum. Og svo annað veifið heyrist vesaldar bar- lómssöngur um atvinnuleysi, um pen- ingavandræði — engir peningar nema staðar í landinu. Alt hverfur á burt og fólkið á eftir til Ameríku. Hér getur enginn þrifist, sem eitthvað kann verklega, segja menn, en það er því miður satt, og það er von meðan öf- ugstreymið er svo mikið bæði x hugs- unum fólksins og öllum framkvæmd- um, eins og oft á sér hér stað. Alt er ónýtt, nema það sé útlent, að öllu leyti. En þó kastar fyrst tólfunum þegar pantaðir eru frá dönskum maga- sínum — sem þekt eru að því að vera ekki framúrskarandi ódýr — munir, sem menn geta fengið gjörða hér hjá hús- gagnasmiðunum, alt eins góða og ó- dýrari — einkum þegar um dálitlar fúlgur er að tefla. Nú hefi eg verið á sýningunni og fór eg þaðan út miklu ánægðari og léttari í huga en er eg gekk þangað inn. Eg sannfærðist um það, að á meðal vor eru menn, þrátt fyrir alt, sem kunna verk sitt vel — já, sann- kallaðir völundar. Menn sjá þar Ijós dæmi þess, að ekki er nauðsynlegt að borga útlendingum öll vinnulaun fyrir ýms vel unnin verk; mennmega vel trúa landanum fyrir og unna hon- um að gera híbýli vor vistleg og klæða oss í sæmilegar spjarir. í þetta sinn ætla eg ekki að tala um hinar einstöku deildir sýningar- innar eða sérstaka muni sem þar eru og draga að sér athygli manna, því að það mun eg gjöra síðar, ef til vill, verði ekki aðrir fyrri til. Eg vildi að eins hvetja menn til þess að fara þang- að sjálfir og skoða með sínum eigin augum, því að »sjón er sögu ríkaric, og mun þess engan iðra, því af því geta margir lært. Mér virðist öllu mjög snyrtilega og haganlega fyrirkomið á sýningunni i barnaskólanum og er það vísl ekki að litlu leyti að þakka hinum hagsýna og smekkvísa nefndarmanni, Matth. Þórðarsyni þjóðmenjaverði. En eitt rak eg augun í og kunni illa. Mér virð- ist sumir iðnaðarmenn grafa pund sitt í jörðu, t. d. klæðskerar og skó- smiðir o. fl. Hvers vegna ? Eru þeir upp úr þvi vaxnir eða hafa þeir ekk- ert, sem þeir geta verið þektir fyrir að sýna? Er það altinnflutt, tilbúið, sem þeir selja oss ? Og enn fremur: Hvar er verksmiðjan hans Péturs Bjarnarsonar á ísafirði ? Vill hann ekki sýna iðnað sinn nema í Danmörku ? Ef verksmiðjan er einungis fyrir Dani, þá þyki mér kynlegt, að þingið skyldi veita henni ádrátt um lán. Að lokum: Hvers vegna lætur nefndin svo lítið bera á sýningunni fyrir utan húsið ? Þegar menn ganga um götuna sjá menn ekki annað en alt sé í sínum vanalegu skorðum — ekkert frábrugðið frá því hversdags- lega. Hvergi sést hvenær opið er. Og hvernig eiga útlendingar að vita, að sýningin sé þarna í barnaskólan- um. Mér finst alt of dauft og drunga- legt á sýningarsvæðinu, of lítið gjört til þess að hæna fólkið að. í öðrum löndum er ætíð líf og fjör, glaumur og gleði á sýningum og alls konar fagnaður og verða þær því mjög lokkandi og skemtilegir samkomustaðir fyrir gesti og gangandi. En þrátt fyrir ýmsa smágalla þá er eg viss um, að hér sannast gamla máltækið: »Mjór er mikils vísir«. Og menn ættu að nota sem flestar af tómstundum sínum til þess að skemta auganu með því að horfa á margvís- lega dvergasmíði, sem þar er saman komin. Það er engu óþarfara heldur en að gefa aura sína fyrir loddara- skap, sem enginn lærir neitt af. Ingjaldur. ------------- Gjafir og áheit til Heilsuhælisfélag.sins. 1. í ártíðaskrána kom í maí 261.35 2. Áheiti og gjafir: Guðm. Sigurðsson skipstjóri . 23.00 Gunnlaugur Illugason .... 25.00 Eyólfur Björnsson 20.00; stúlka í Hf. 2.00; N. N. 2.00 . . 24.00 Kona á Akranesi 3.00; N. N. Vatnsleysuströnd 5.00 . . . 8.00 Ásgeir Danielsson ........... 10.00 Magnús Bj. Hákonarson . . . 10.00 f. G. 5.00; H. S. Þ. 2.00; N. N. 1.00; R. Á. Rvík 5.00 13.00 Jón Sigurðsson alþingismaður 5.00 Sig. Bjarnason Hafnarf. . . . 10.00 N. N. 10.00; N. N. 5.00; sjóm. 5.00; S. P. 3.00; J. S. sjó- maður 5.00................... 28.00 Gjöf frá Brautarholti á Kjalar- nesi......................... 25.00 Eyfirðingur 10.00; N. N. 1.00; stúlka í Árnessýslu 5.00. . 16.00 Eyfellingur..................... 2.00 Kr. 462.35 Jón Rósenkranz Gjafir afhentar tíighvati Bjarnasyni bankastj. Lestrarfélag Lágafellssóknar . 25.00 Solodurch í Chewindsle . . . 1.40 Aheit frá ónefndri konu ... 3.00 Tryggvi Gunnarsson fyrver- andi bankastjóri........... 50.00 Guðm. S. Guðmunds. Ólafsvík 10.00 Kr. 89.40 -----9SS------ Normandíuhátíðin. ísafold hefir verið sent dálítið af frakkneskum blöðum, er greina frá 1000 ára hátíð Normandí og hluttöku í henni. Guðm. Finnbogason hefir haft orð fyrir íslendingum við hátíð- ina. Er íslands getið í öllum blöð- um jafnhliða öðrum Norðurlöndum. Þetta er ný bóla fyrir oss — ella fá- um vér oftast að hýrast einhversstað- ar sem halakleppur Danmerkur. Prestastefnan hófst i gær á hádegi með guðs- þjónustu í dómkirkjunni. Prédikaði síra Gísli Skúlason frá Stokkseyri og lagði út af Opinb. 21,3. Fundarstaðurinn var í þetta sinn lestrarsalur alþingis. Biskup landsins, herra Þórhallur Bjarnarson, setti fundinn og kvaddi til skrifara síra Bjarna fónsson í Reykjavík og prófast síra Jóhann Þor- steinsson. Bað því næst prófessor, síra Friðrik J. Bergmann velkominn á prestastefnuna og gat þess að hann mundi, fyrir tilmæli sin, flytja erindi síðar á fundinum. Viðstaddir voru þessir prófastar og prestar: síra Jens Pálsson prófastur í Görðum, síra Jón Sveinsson pró- fastur á Akranesi, síra Kjartan Ein- arsson prófastur i Holti undir Eyja- fjöllum, vígslubiskup Valdimar Briem á Stóra-Núpi, síra Ásgeir Ásgeirsson frá Hvammi, sira Bjarni Jónsson í Reykjavík, síra Eggert Pálsson á Breiða- bólsstað, síra Einar Friðgeirsson á Borg, síra Gisli Skúlason á Stóra- Hrauni, síra Halldór Jónsson á Reyni- völlum, dómkirkjuprestur Jóhann Þor- kelsson, síra Jóhannes L. L. Jóhann- esson, síra Kristinn Daníelsson, Út- skálum, síra Ólafur Magnússon, Arn- arbæli, síra Páll Stephensen, Holti í Önundarfirði, síra Skúli Skúlason, Odda, síra Stefán Jónsson, Staðar- hrauni, síra Guðmundur Helgason, Reykjavík, síra Jóhann Þorsteinsson, præp. hon. Reykjavík, síra Magnús Helgason, skólastjóri í Reykjavík, síra Ófeigur Vigfússon í Fellssmúla og prófessorarnir síra Jón Helgason og síra Haraldur Níelsson og docent Eiríkur Briem. Enn fremur fríkirkju- prestur síra Olafur Ólafsson, sem var boðið af biskupi að vera á presta- stefnunni, eins og að undanförnu. Eftir að biskup hafði sett fundinn, stakk hann upp á því, að sent væri skeyti til kirkjuþings landa vorra í Vesturheimi, sem einmitt hófst í gær. Var það samþykt í einu hljóði og svolátandi skeyti þegar sent: Synodus heilsat kirkjupinginu. Þá mintist biskup þriggja látinna presta: síra Hjörleifs Einarssonar, síra Odds Gíslasonar og síra Jakobs Bene- diktssonar og gat hinna helztu kirkju- legra viðkurða, er gerst hafa síðan síðasta synodus. Þá var tekin fyrir hin vanalega úthlutun synodus-f)árins og tillögur biskups um úthlutunina samþyktar í einu hljóði. Biskup skýrði frá gerðum sínum í kirkjupingsmálinu; hann hafði borið fram tillögur siðustu synodusfunda, en kvaðst hafa litlar vonir um fram- gang þess; enda sæi hann fremur eftir því nú, að hann hefði ekki tal- að á móti því máli þegar á synodus 1909 og öllum þeim bollaleggingum á Þingvallafundinum. Það hefði ein- göngu verið fyrir þá sök, að mjög áhugasamur maður hefði talað fyrir málinu (síra Sigurður P. Sivertsen) að hann hefði fylgt meginreglu mein- leysisins, að lofa synodus að sam- þykkja það án sinna mótmæla. Kl. 5. e. h. flutti sira Magnús Helgason fyrirlestur um kristindóms- fræðslu, og urðu út af því erindi heitar og fjörugar umræður. Seinna um kveldið (kl. 9) flutti sira Fr. J. Bergmann mjög svo skýr- an og vekjandi fyrirlestur í dómkirk- junni um: Endurnýjun kirkjunnar, og var fjöldi manns kominn á það að hlýða. Umræður urðu nokkrar á eftir og var öllum boðið að taka þátt í þeim, bæði leikmönnum og prestum, en enginn leikmaður sætti því boði, nema einn (frá Vesturheimi). Prestastefnan heldur áfram í dag. 11 botnvörpunga hefir Valurinn handsamað það sem af er þessu ári, og nemur sektar- féð nál. 20,000 kr. í fyrra voru handsamaðir alls 9 botnvörpungar. — Veiðin þetta árið því verið óvenju- mikil. íþróttamótið. Það heldur áfram enn. í síðasta blaði gátum vér um kappleikana þar, alt fram á þriðjudag. Miðvikudaginn 21. júní keptu menn um lyýtingar. Hlutskarp- astur þar varð ýón Asbjörnsson, lyfti 185 pundum með báðum höndum, en 116 pd. með annari. Næstur honum var Halldór Hansen, lyfti 180 pd. með báðum höndum, en 116 pd. með ann- ari. Þá var kept i íslenzkri glímu í 4 flokkum, glímumönnunum skift í flokka eftii þyngd. — Um þá glímu má geta þess, að hún mun ein með þeim lak- ari og Ijótari er fram hafa farið á op- inberu sviði hér í bænum. Ekki áttu þó allir glímumenn sök á því. Rót sina á þetta ef til vill í þvi, að verið er að jaýna mönnum saman, til að keppa um verðlaun. íslenzka glíman hefir orðið tilkomumest þegar annars vegar hefir verið afburðaafl en hins vegar frábær fimleikur. Þegar þau sundurleitu öfl áttust við, þá er það, að gliman vinnur hugi manna. Þess vegna er það að vér mælum með því að flokkaglimur verði sem sjaldn- ast um hönd hafðar. Dómarar voru Jónatan Þorsteinsson, Ólafur Valdimarsson og Matthías Ein- arsson. Fimtudaginn 22. júní fóru fram ýmsir skemtilegir kappleikar. — Fyrst kapphlaup yfir 8042/3 stikur. Þar var fljótastur Sigurjón Pétursson (2 min. 19 sek.), og næstur honum Magn- ús Tómasson (2 mín. 21 sek.). Þá tníluhlaup. Þátt-takendurnir voru 5. Fyrstur varð Guðm. Jónsson tré- smíðanemi (28 mín. 2l/s sek.), þá Einar Pétursson (28 m. 21 sek.), síðan Jónas Snæbjörnsson (29 min. 3 sek.). Þessir hlutu verðlaunin. Hinirvóru: Helgi Tómasson, 15 ára piltur, (30 mín. 25b/0 ) og Bjarni Magnússon (30 mín. 26 sek.). Að afloknu míluhlaupinu tók við spjótkast. Karl Ryden bar þar af öllum, kastaði spjóti 29,40 stikur; næstur honum varð Ólafur Sveinsson með 28,75 stikur, þá Magnús Tómas- son, 2 862 stikur. Grindahlaup heitir íþrótt, sem ekki hefir verið stunduð hér áður. Henni er þannig fyrir komið, að stikuháar grindur eru reistar með 10 stikna milli- bili, sem keppinautar stökkva yfir án þess að koma við; sá er úr leiknum, sem fellir fleiri en tvær af grindun- um. — Fyrstu verðlaun fyrir þessa íþrótt hlaut Kristinn Pétursson (2D/5 sek.), önnur Magnús Ármannsson (213/5 sek.), þriðju Sigurjón Pétursson (23a/s sck.). — Hlaupið var 100 stikur. Dómarar við íþróttirnar þetta kvöld voru þeir Ólafur Valdimarsson, Hall- grímur Benediktsson og Matthías Ein- arsson. Siðustu kappleikar íþróttamótsins verða á sunnudaginn. Þá keppa um sigurinn í griskri glímu meðal annara þeir nafnkunnu aflraunamennirnir Sig- urjón Pétursson og Haraldur Einars- son. Einnig verða þá ýmsar íþrótta- sýningar, svo sem reiptog, hástökk yfir hest, pokahlaup og fleira. — Að þessu loknu verður verðlaunum iþróttamótsins úthlutað, síðan mótinu slitið með ræðu og skrúðgöngu allra þátttakenda út af iþróttasvæðinu. Að kvöldi sunnudagsins hefir fram- kvæmdarnefnd mótsins boðið íþrótta- mönnum og dómurum til veizlu í Iðnaðarmannahúsinu. 'fl'. Krýning Bretakonungs tór fram i fyrra dag með stórmikilli »pomp og prakt*. Hér í bæ var hennar minst með einstaka veifum á stöng — en öðru eigi. Gullbrúðkaup sitt héldu 21. þ. mán. ein af heið- virðustu hjónum þessa bæjar Jón Magnússon frá Bráðræði og Halla Árnadóttir. Að þeyta upp moldviðri er það farið að heita á máli núverandi stjórnar — að halda utan um sjálf.stæði lands- ins, að firra landið Uppkasts-ósköpun- um á næsta þingi, að sporna við þvíf að hinir sann-nefndu innlimunarmenn frá 1908 verði í meiri hluta við næstu kosningar. Þ e 11 a kallar stjórnarmálgagnið að þeyta upp moldviðri. S v o er þá ráðherra vorum orðið innanbrjósts — e i n n i g / sjálfstæðis- málinu — ef marka má orð blaðsius. Þá fer að verða skiljanlegt, að hann stökk af landi burt fyrir 17. júuí. Fundarspjöllum veldur LHB víðar en á alþingi. Þar varð forseti efri deild- ar, svo sem kunnugt er, að fresta fundi vegna óláta í LHB. Hið sama var uppi á teningnum á bæjarstjórnarfundinum síðasta. Þá hag- aði LHB sér svo, að borgarstjori neydd- ist til að slíta fundi. Fyrirlestur heldur síra Haraldur Nielsson í kvöld kl. 9 í dómkirkjunni um upp- risutrúna í biblíunni (ekki upprisutrúna í kirkjunni eins og misprentast hafði síðast). Reykjavikur-annáll. Aðkomumenn: Vígslubiskup Valdi- mar Briem, próf. Kjartan frá Holti, og fjöldi presta annarra, sem synodus sækja. Dánir: Ólína Ólafsdóttir, ógift, 61 árs, sjúklingur á Holdsveikraspítalanum. Dó 13. júní. Guðrún Jónatansdóttir, 66 ára, gift kona, Njálsgötu 26. Dó 22. júní. Guðsþjónusta á morgun. I dómkirkjunni: kl. 10 árd. síra Fr. J. Bergmann; kl. 5 síðd. síra Fr. Friðriks- son. (Altarisganga). í fríkirkjunni: Á hádegi, fríkirkjupr. Hjúskapur: Ólafur Eyvindsson verzl- unarmaður, Bræðraborgarstíg 6 og ym. Elín Jónsdóttir Vesturgötu 22. Söngskemtun eiga Reykvfkingar von a um næstu helgi. Það er dönsk söng- konajungfrú Ellen Beck-Schultz magkona Jons Ófeigssonar kennara. Kunnur danskur söngkennari, P e t e r Gradmann, fer þeim orðum um hina ungu söngkonu, að hún só »einhver hin efnilegasta í hóp yngri söngmanna f Danmörku«, hún hafi þýðan, hljómmik- inn mezzo sopran, sem hún beiti af greind og góðum söngskilningi. Hún hefir suugið í vetur Marcellinu i Brúðkaupi Figaros og »var bæði söngur heunar og leikur ágætur« segir hr. Gradmann. Eltirinæli. 2. águst siðastl. andaðist að heimili sinu, Miðhusum i Gnúpverjahreppi, merkiskonan Guðrún Stefdnsdóttir, fædd i Núpstúni í Hrunamannahreppi 2. október 1872. Poreldrar hennar voru Stefán bóndi Þórð- arson frá Steinsholti og Katrín Ólafsdóttir frá Háholti. 190 > giftist hún eftirlifandi manni sinum, Ófeigi bónda Jónssyni frá Eystra-Geldingaholti, og eignaðist með hon- um 2 dæfur, sem báðar lifa nú hjá föður sínum. Guðrún sál. var lengst af heilsn- 1161, og 3 seinustu æfiárin lá hún í rúm- inu, oft við rnikil harmkvæli, þrátt fyrir ótrauðar og kostnaðarsamar lækningatil- raunir, sem maður hennar lét i engu til sparað. Þjáningar sínar har hún með sönn- um sóma og þvi betur sem lengur leið. — Hún var kona vel gefin til sálarog likama fríð sýnum og glaðlynd og góð að upplagi, mikið hneigð fyrir allan Bannan fróðleik. Maður hennar reyndist henni sannur vinur í hverri raun, svo að orð er á gert. Að síðustn gerði hann útför hennar hina veg- legustn. Hún var jarðsett að Stóra-Núpi þann 21. ágúst að viðstöddu óvenjumiklu fjölmenni hér (nál. 140 manns). Ekkillinn harmar sárt ástrika konu, börn- in góða móðnr, og allir, sem kyntust henni, geyma minningu hennar i kærleika og heiðri. Dregist hefir að birta þessi eftirmæli. Ritstj. Hinn 28. des. f. á. lézt i Stykkishólmi húsfreyjan Gróa M. Daviðsdóttir, kona Valentínus bónda Oddssonar, eftir 38 ára hjónaband, merk kona og mikilhæf. Hjá henni héldust i hendur dugnaður, ráðdeild og fyrirhyggja. Starfsþrekið óvenjulega mikið, skylduræknin eftir þvf, og hönd henn- ar var svo hög að eðlisfari, að það mátti teljast með afburðum. Til hennar sótti ár- lega fjöldi ungra kvenna, til kenslu i hann- yrðum, og komust miklu færri að en vildu. Umhyggju hennar fyrir ástvinum og mann- úð hennar yfirleitt var við brngðið. Ásamt eiginmanni hennar lifa eftir hana 4 börn, öll upp komin : Oddur skipstjóri, giftur Guðrúnu Hallgrimsdóttur; Sigvaldi skipstjóri, giftur Guðlaugu Jóhannsdóttur, Sören sjómaður, ógiftur, og Málfriður, gift Hálfdani Eiríkssyni sjómanni, og búa syst- kinin öll í Stykkishólmi. Blessuð sé minning þessarar góðu og merku konu. &

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.