Ísafold - 05.08.1911, Síða 2

Ísafold - 05.08.1911, Síða 2
190 ISAFOLD Gísíi Sveinsson og Vigfús Einarsson yfirdómslögmenn. Skrifstofutími II1/*—I og 5—6. Þingholtsstræti 19. Talsimi 263 að þreyta kapp við gömlu þingmenn- ina, ásamt Tryggva nokkurum í Kot- hvammi. í Strandasýdu verður aftur í boði Ari Jónsson og móti honum Guðjón Guðlaugsson, að því að sagt er. í NorSur-ísaýjarðarsýslu kvað eiga að tefla Jóni Jenssyni móti Skúla Thoroddsen. A Isafirði mun ókunn- ugt um framboð. í Vestur Isaýjarðar- sýslu mun síra Kr. Dauíelsson bjóða sig fram aftur og móti honum annað- hvort Matthías eða Jóhannes Ólafs- son. í Barðastrandarsýslu býður Björn Jónsson fyrv. ráðherra sig fram aftur, og þar mun og yfirvaldið vilja reyna lukkuna enn einu sinni. í Dolunum er haft orð á ýmsum þingmannsefnum auk Bjarnafrá Vogi, m. a. sýslumannsins af Heimastj.m. hálfu. í Snceýellsnessýslu vilja bæði yfirvaldið og Ólafsvíkur læknirinn láta skjóta sér inn á þing úr Heimastj.(I)- byssunni, en af Sjálfstæðismannahálfu verður gamli þingmaðurinn væntan- lega i boði. Sjálfstæðismenn í Mýra- sýslu hafa sent Haraldi Níelssyni pró- fessor mjög eindregna áskorun um, að gefa kost á sér til þingmensku og mun hann að líkindum verða við þeirri áskorun, en Heimastj.(l)menn styðja síra Magnús á Gilsbakka. — Hver bjóða muni sig fram móti þing- ræðisbrjótnum íBorgarýjarðarsýslu mun enn óráðið. Heimaslj. hampar hon- um mjög, en hans fyrri kjósendur vilja ekki við honum líta — svo sem eðlilegt er. Það er hvorki meira né minna en hátt upp f tug sýslumanna, sem Heimastj. ætlar að fylla með alþingi hið næsta. --------------- Gistihúsið við Geysi. Háttvirti herra ritstjóri! Eg væri yður mjög þakklátur fyrir að fá birt í heiðruðu blaði yðar eftir- farandi athugasemd, þyki yður hún til þess verð. Á ferð þeirri, er eg nýverið hefi lokið að Langjökli átti eg færi á þvi — annað sinni — að komast að raun um hina meir en laklegu vistarveru í hinu svonefndu Geysis-veitingahúsi og eins hina ósviknu ókurteisi fólksins hjá veitingamanninum. Eg kom þangað kl. 12 á hádegi, en ekki sá eg neinn mann fyr en kl. 4, og þá fyrst var séð fyrir hestum mín- um, er eg krafðist þess mjög eindregið. Eg bað um mat, en gat alls ekki fengið annað en eitthvað af brauði, smjöri og mjólk, og að þessu var meðal annars kaffi og steinolíubragð. Eftir þetta fór fólkið — og eg var skil- inn eftir aleinn til næsta morguns, og sjálfur varð eg að húa um rúmið mitt. Að skór mínir væru þrifnir, því fór fjarri. Og aftur fekk eg ekki annað að borða en brauð, smjör og Geysis- mjólk. Eg fór á stað í fússi. lítið um ferðalög hér; og þær hjáróma raddir, sem dæma óvingjarnlega um ísland, munu sprotnar afástæðum þeim, er getur fyrst í greininni — því á að útrýma þeirn. Það er óhjákvæmilegt: ísland á að hafa einróma álit — það sem það á skilið, og eg unni því. Með mikilli .virðingu. Hermann Stoll. Bvlk l. ágúst 1811. Aths. Því er miður, að umkvörtun herra Stolls yfir vistarverunni við Geysi mun á rökum bygð. Annar útlendingur, hr. L. Wunder, sem einnig ann þessu landi sannmælis, hefir í erlendu tíma- riti talið hneyksli vera, hvernig tekið er móti ferðamönnum við Geysi. — Margir íslendingar kvarta yfir hinu sama. Fólk það, sem nú hefir gistihúsið undir höndum, brestur sjálfsagt ekki vilja til að hafa það í lagi, heldur mun valda algert getuleysi. En þvi þarf endilega að kippa i lag. Tvö stórmyndarleg heimili eru í nánd við Geysi, Austurhlíð og Múli. Mundu eigi búendur þar sjá sér fært, annarhvor eða báðir, að taka að sér gistihúsið og koma á það laglegum brag ? Það væri þarfaverk og í þágu landsins í heild sinni. Ritstj. Svar til „Bókmentafj elagsmans“. 1 Herra ritstjijri! Saga sú. sem einbver nafnlnns »Bókmenta- fjelagsmaður* segir nm mig i blaði iðar 22. f. m., er ósönn í veiulegum atriðum. Það er ranghermt, að jeg hafi »þvertekið firir, að kvæði Þorsteins Erlingssonar um Jón Sigurðsson fengi að birtast í »Skirni«“. Sannleikurinn er sá, að jeg benti ritstjóra »Skírnis« á, að mjer þætti kvæði þetta ekki eiga heima i timariti Bókmentafjelags- ins, þar sem það, að visu undir rós, enn þó bersinilega miðar að þvi að helga ein- um sérstökum flokki fremur enn öðrum arf Jóns Signrðssonar (sbr. landvarnarMlm- inum« i 3. er. kvæðísins), og kemur þannig i bága við þá stefnu, sem Bókmentafjelagið hefur filgt frá uppbafi, að vera blutlaust i deilumálum dagsins. Þessari hlutleisisstefnu um landsmál hef jeg viljað filgja fram öll þau ár, sem jeg hef verið forseti fjelagsins, og sama liafa allir firirrennarar mínir gert, þar á meðal ekki síst Jón Sigurðsson sjálf- ur, sem kveeði þetta er um (sbr. »Skírni« 1911, 244.—247. bls.), og þóttist jeg þvi tala i anda Jóns Sigurðssonar, er jeg benti ritstjóra »Skírnis« á þetta. Enn jafnframt tók jeg það beint fram, að jeg ljeti rit- stjórann sjálfráðan, ef hann vildi taka kvæðið. Enn fremur segir i greininni, að jeg hafi »8tundum dregið út orð og setningar úr ritgjörðnm og frjettum, sem hafa átt að birtast i »Skirni««. Eim' flugufóturinn firir þessu er sá, að jeg hef einu siuni eða tvis- var látið fella orð eða setningar úr »Skírn- is«frjettum, ef efnið hefur haft pólitiskan lit og því komið i bága við áðurgreinda hlutleisisstefnu Bókmentafjelagsins. Annars hef jeg aldrei leift mjer að breita neinu i neins mans riti öðruvísi enn með samþikki höfundar. >Lokleisu«-útúrsnúning greinarhöfundar- ins um »Sklrnis« grein Jóns Ólafssonar get jeg leitt hjá mjer. Jeg bafði enga ástæðu til að láta breita neinu í þeirri grein, þvi að hún kemur hvergi nærri pólitiskum deilumálum og er rituð án als floksfilgis. Reikjavík 29, júli 1911. Björn M. Ólsen. vægasta og merkasta starf, að verja landsróttindi og sjálfstæði íslands, gegn innlimunarásælni Dana og danskra ís- lendinga, og þoka þessu í áttina til sigurs? Á hvaða hólmi skyldi hann hafa stað- ið i þeirri baráttu ef ekki 1 a n d v a r n- arhólmi? Eg vona að Bmf.-forsetinn skilji það sem er jafnauðskilið og þetta. Ef ekki mætti nefna orðið 1 a n d- v ö r n í neinu sambandi við Jón Sig- urðsson og starf hans án aðdróttana nm það, að með því só verið að helga »ein- um sérstökum flokki fremur en öðrum arf Jóns Sigurðssonar«, þó eitt stjórn- málafólag beri það nafn, væri það alveg sama, og að ekkert sveinbarn mætti heita Jón, ef það væri Sigurðsson, af því að með því væri verið að tileinka eða helga barninu n a f n Jóns Sig- urðssonar. Allir sjá hve fráleitt annað eins er. Það er rangt að kvæðið »miði að« því að helga einum flokki fremur en öðr- um arf J. S. Það er með ö 11 u laust við deilu- mál nútímans, ogegskoraáB. M. Ó. að sanna að svo só ekki. í kvæðinu er að eins skýrt frá starfi og baráttu J. S., og hvaða afl hann átti við að etja, nfl. danska ofbeldið. Það eru »eggjarnar, sem oss hafa sár- astar skorið« en það »misti gjöldin« við starf og stríð J. S. Þetta, að þessi sannleiki var sagður í kvæðinu, mun valdið hafa að það fekk ekki húsaskjól í Skírni undir núverandi stjórn. Það mátti ekki rekja söguna rótt um Daui. Langt er nú undirlægjueðlið komið hjá sumum íslendingum. Þá er það rangt hjá B. M. Ó. að Bókmentafólagið hafi fylgt þeirri reglu undir h a n s stjórn, að vera »hlutlaust í deilumálum dagsins«. Þetta sór hver maður, sem les Skírni. í ritgjörð B. M. Ó. sjálfs í siðasta Skírni stendur: »Betur að sumir af stjórnmálamönnum vorum, sem nú láta eigin hagsmuni ráða atkvæði sínu um landsmál, vildi sjá að sór« o. s. frv. (bls. 262)1). Af því að B. M. Ó. er ákafur samábyrgðarhöfðingi og heimastjórnarmaður, þá má svo sem ganga að þvi vísu, hvert skeyti þessu er stefnt. Eða vill B. M. Ó. viðurkenna að því só beint til manna í hans fiokki ? Ef ekki, er þá þessi ritháttur, þessar dylgjut og aðdróttanir lausar við deilu- mál dagsins? Þá má eiunig benda á fróttir eftir Þorstein Gíslason í 1. hefti Skírnis 1911 sem eru mjög hlutdrægar og pólitiskt litaðar, t. d. frásögnin um bankamálið. Þar er víða sögð sagan að eins frá a n n a r i hliðinni — heimastjórnar — en hin ýmist ekki nefnd, eða þá mjög hlutdrægt. Yfirleitt er frásögnin um bankamálið skrifuð eins og hún ætti að birtast í Lögréttu eða Reykjavík — en hvergi annarsstaðar. Sem þriðja dæmi má nefna ritgerð eftir B. M. Ó. sjálfan í 3. befti Skírnis 1910, sem nefnist »ísland gagnvart öðrum ríkjum«, sem er herfilega hlut- dræg, og langt frá að vera laus við »deilur nútímans«. Þetta nægir til að benda á að hlut- leysishjal þeirra B. M. Ó. og Skírnis- ritstjórans, er ekki annað en sandur, sem á að strá í augu fólks, svo það sjái síður hlutdrægnina, sem þeir sýndu í sambandi við kvæði Þorsteins Erlings- sonar. Sannleikurinn er sá, að það gerir ekkert til þó það sem Skírnir flytur só litað pólitiskum deilum nútímans — að eins ef það er litað í vil heima- stjórnarflokknum. B. M. Ó. játar, að hann hafi »látið fella orð« og setningar úr Skírnisfrótt- um, og þetta hefir hann gert, þó engin ástæða væri til, að eins ef það ekki fóll í hans pólitiska kram. Niðurlaginu á grein B. M. Ó. þarf eg ekki að svara. Það svarar sór sjálft. Hann fann ástæðu til að leggja á móti sannsögulegu kvæði, sem tímarit- um hefði verið til sóma að flytja, en enga ástæðu til að anda á sjálfhælnis »sannsögli« Jóns Ólafssonar. Að síðustu örfá orð til Skírnisritstj. B. B. Upptuggu hans eftir B. M. Ó. um hlutleysið er svarað hór að framan. Hann viðurkennir að við e f n i kvæð- isins hafi hann ekkert haft að athuga — og þess vegna hefir hann látið prenta það — en segir svo að »almannarómur- inn« — löngu áður en kvæðið er birt! — með öðrum orðum bæjarslaður hafi komið sér til að hafna því. Sjálfur er hann búinn að biðja um kvæðið, búinn að heyra það lesið og vitanlega marg lesa það sjáifur, búinn að láta prenta það, leaa af því próförk 0. s. frv., en ‘) Letnrbr. mínar. Höf. viti menn, alt í einu heyrir hann radd- ir utan að sór um að kvæðið só ram pólitiskt og þ á fyrst sér hann að það má ekki koma. Bæjarslaður sem þeytt er af stað frá nokkrum Heimastj. vind- belgjum opnar fyrst á honum augun ! Er þessi framkoma samboðin ritstj. við tímarit Bókmentafólagsins? Bókmentafélagsmaður. „Sendiherrann“. (Sbr. Þjóðólf I. júli). Án er ilt gengi nema heiman liafi, segir máltækið. Sannast það á viðskifta- ráðunaut íslands. Því að hann fær ekki níð," nema af löndum sínum. Ef nokkr- ir menn kunna að bera brigður á þetta og vitna til danskra blaða, þá er sú mótbára einskisverð. Því að skammir um hann í dönskum blöðum stafa líka frá þessum vesalings nafnlausu nagdýr- um, sem eiga rógferil sinn í dálkum heimastjórnarblaðanna. Er sá ferill harla ófagur, og sýnir Ijóslega, að þeir kunna ekki að skammast sín, hinir dönsku íslendingar. Hið eina, sem benda mætti á að þeir kynnu það, er að fæst- ir þeirra láta getið nafns síns. En ástæðan er þó ekki sú, að þeir kunni að skammast sín. Nei hitt er ástæðan, að þeir hafa eigi hugtil þess. Mór þykir raunar vænt um slíkar kveðjur, sem þær er Þjóðólfur flytur 1. júlí. Eg só á því að skip mitt er í engri hættu, meðan »rotturnar« halda slíka trygð við mig. Þessi nafnlausi gæsalappahöfðingi, öðr- um orðum »heimastjórnar«maður er að reyna að árótta skammir Jóns Ólafsson ar um mig. En svo mikla sjálfsþekk- ing hefir hann, þótt heimskur sé, að hann treystir sór ekki í stílraun við Jón Ólafsson, og hefir hann þess vegna látið sór nægja að tyggja upp það, sem var svo ljótt í greinum Jóns, að hann mundi ekki hafa viljað jórtra það sjálf- ur, þótt alt »heimastjórnar«gullið væri í boði. En honum verður ekki ilt af því, þessum nafnlausa kappa 1 Þjóðólf- inum. Um sjálfsálit mitt skal eg ekki deila við þenna nafnlausa sleggjudómara. Eigi mun eg heldur deila við hann um þakklátsemi mína við þá, sem vel háfa til mín 'gert. Því að mig mundi ekki furða á því, þótt það kæmi fram, að sá nafnlausi ætti mór og öðrum úr mínum flokki svo mikið að þakka, að hann ætti helzt að þegja um alla þakk- látsemi. R,áða má ómerkingur því, hvort hann telur Björn Jónsson velgjörðar- mann minn eður ekki, en þvi lýgur hann að mór hafi á nokkurn hátt farið ódrengilega við Björn. Hann lýgur og því, að Björn hafi veitt mór stöðu mína gegn vilja þeirra þingmanna, er stofn- uðu hana. Þar er sannast um sagt og vottfast að hann gerði það eftir fyrir- lagi flestra þeirra. Hælbítir mínir hafa lengi verið að glamra með einhver orð Magnúsar Blöndahls, en eg heyrði hann neita því á þingmálafundi í vetur, að hann hefði svo um mælt sem þeir tönnl- ast á. En auðskilið er það, hversvegna sá marklausi reynir að hnoða þenna ósannindakökk sinti sem fastast: Hann vonast eftir að gera vini Bjarnar Jóns- sonar að óvinum mínum með þessu. Hann er furðu rógvitur, lallinn; — þær eru sífelt að brigzla mór um það »heima- stjórnar«sálirnar, að eg hafi ekki verið nógu þakklátur fyrir það, er mór var fengið verk að vinna, sem borgað var kaup fyrir. Ef nokkur hefir áður efast um, að þær sóu þess albúnar, að þakka fyrir m a t s i n n með þingatkvæði sínu, ef þær eiga eða eignast, ef nokkur hefir efast um það, segi eg, þá getur hann séð hið sanna á þessum brigzlum þeirra. Hvernig lízt kjósendum á »göf- uglyndi« þeirra? Þessi dulbúna hetja sýnir í því ljúg- dirfsku sína að rangfæra þingræðu, sern nú er prentuð og menn geta sjálfir lesið. Eg taldi það næga sök til vantiausts- yfirlýsingar, ef nokkur ráðherra reyndl að sitja eða setjast < ráðherrasæti með in i n n i h 1 u t a1. Hvort eg sjálfur vildi hafa hann eða halda honum, ef kostur væri, er þvi máli óviðkomandi og þurfti því eigi þar um að fjölyrða. En hann reynir þó að athuga þessi orð mín sá skrökvísi og ljúgdjarfi ómerkingur, sem skríður undir klæðafald ritstjórans í Þjóðólfi 1. júlí. Engra svara er það vert, sem þessi náungi segir um »sendiherra« nafniö. Þó má geta þess, að honum var óþarfi ') ísafold hefir áður vikið að ástæðam Bjarca fyrir þvl, að hann greiddi vantraasts- ályktun til B. J. atkvæði — og sýnt hver veigur var í þeim — og þykir þvi óþarfi að gera athugasemdir við þær frekara — að þessu sinni. Ritstj. að óvirða Eyjólf Magnússon baruakenn- ara, sem er honum laugtum fremri að mannviti og mannkostum. Þá vill hann bera brigður á þau orð mín, að það só Jóni Ólafssyni að þakka, er veiting til viðskiftaráðunauts féll eigi á síðasta þingi. Hví mundi eigi svo ljúgfróður maður þræta ofau í þingtíð- indin. En gæti menn í þau og munu þeir sjá, að fjárlaganefnd neðri deildar lagði til að fella liðinn burt. Sú tillaga fóll fyrir þá sök, að Jón Ólafsson greiddi eigi atkvæði. Höf. greinarinnar er því nauðugur einn kost- ur að kingja þessum umbótum sínum á sannleikamim. Þá kemur rógtilraunin út úr atkvæði sjálfs mín. Eg hugði þá svo vitra, »heimastjórnar«meun, að þeir lótu þá fit niður falla. Því að víst er um það að beztu menn þeirra, og ofgóðir < þann flokk, greiddu atkvæði nær sjálfum sér en eg. — Eg lýsti yfir því á flokks- fundum og á Alþingi að mór væri eng- in þægð í því, að veitingin væri bundin við mitt nafn, því að ráðherra Kristján Jónsson, hafði sagt mór að hann ætlaði alls eigi að skifta um mann. En flokks- menn mínir vildu eigi veita fóð, nema á mitt nafn og orðuðu tillöguna svo, að eg gat ekki felt mitt nafn, nema fella fjárveitiriguna líka, hvað feginn sem eg hefði viljað. Mér var þvf engiun ósómi í að greiða svo atkvæði, sem eg gerði^ Getur trauðla óvitlaus maður heimtað að eg felli mitt eigið áhugamál aðeins til þess að forðast þann sóma, sem mór átti að gera og gagn málefninu. Því að óneitanlega svaraði þingið róttilega rógi óhlutvandra manna með þessarri fjár- veitingu. Þá talar höf. greinarinnar út í hött um orötækið »samvizkulaus óaldarflokk- ur«. Sýnir hann þar, að hann hefir eigi lesið ritsnillinga síns eigin flokks, eða mau ekki sín eigin orð. Þá vill hann mótmæla því að »heima- stjórnar«blöðin hafi viljandi misskilið orðið »viðskifti«. Tekur hann hér það fangarað, sem honum fer bezt, að hafa danskt orð til milliliðar til þess að kom- ast að því að misskilja móðurmál sitt. Honum mun óhætt að stinga þessu danska skotti sínu milli lappanna og hlaupa brott frá þessari tilraun. Því að honum tekst ekki að Ijúga til um þýðing orðs, sem er ákveðin í opinberu skjali og þar að auki samkvæm allri málvenju. Hann þvöglar hór nokkuð um hvað eg hafi sagt á þingmálafundi í vetur. En ekki fer hann þar rótt með eitt einasta orð. Vísa eg mönnum á þing- tíðindin um það mál. Því að eg bar fram sömu tillögu á þingi og hafði sömu orð um. Þar sem hann talar um að eg muni spilla tiltrú íslendinga erlendis, þá mun eg svara honum óðar en hann sýnir þá karlmensku að láta uppi nafn sitt. Hann vill og neita því, að flokkur hans hafi reiknað mór allan ferðakostn- að til launa. En ekki er þar satt orð i. Þarf eigi um að þrátta það sem hvert mannsbarn veit. E n f 1 o k k u r- inn gerir þetta til þess að vekja öfund gegn mór. Þá er þvöglið um Sigurð Stefánsson í Vigur og orð hans um mig og stöð- una. Honum væri nær þessum Þjóð- ólfsspekingi að tala um hvernig hinir 19 alþm. hefði litið á málið. Því að Sigurður hefir ekki nema eitt atkvæÖi. Hitt er öllum auðvitað og auðskiliö, að viðskiftaráðunauturinn þarf helzt að vera þingmaður. Því að mest er undir komið, hvað ákveðið er á þingi um slfk mál sem samgöngur og viðskifti við aðrar þjóðir. Fleira nenni eg eigi að telja að sinni. En Beykvíkingar ættu að grenslast eftir, liver þessi hetja er, og hvort þeir geta ekki náð í þetta ljós sér að þingmanni. Dönsku blöðin prenta nú sem óðast slíkar greinar sem þessa upp eftir Þjóð- ólfi og Reykjavík og þykjast hafa himinn höndum tekið þegar þau ná í þjóðróg heiman af íslandi. »Deildu og drotnaðu« hugsa þeir. Fer menn þá ekki að gruna að þeir menti sóu »danskir íslendingar«, sem dönsk blöð breiða faðminn móti nú á dögum? í júli 1911. Bjarni Jónsson frá Vogi. -----9SS------- Ingólfur og ráðherrann. Ut af grein í siðnsta Isafold »Ingólfnr afneitar ráðherr- anum« skal þess getið, að þar sem sagt er, að blaðinu sé haldið út af ráðherra, þá er það eigi rétt, að þvi er oss er persénnlega kunnugt nm, og er greinin þessi i blaðið komin af þvi að ritstjórinn var fjarverandi (ekki í bænum), án 1 ans vilja og vitundar, en þeira, er ura blaðiðsá, ekki kunnugt um þær upplýsingar, er ritstjórinn hafði fengið um þetta efni. Hver og einn, sem ferðast að ráði á íslandi, verður áreiðanlega hrifinn aí hinum hjartanlegu viðtökum hjá bændum, er láta óþektum útlendingum ætíð hið bezta i té, sem þeir geta. En því miður fara 90 af hverjum 100 ferðamönnum aðeins til Geysis án þess að veita landinu frekari eftir- tekt — sjálfum þeim til mikils tjóns. Af þessum 90 eru sjálfsagt 893/4 óá- nægðir með gistinguna við Geysi og segja, er heim kemur, þeim er for- vitnir spyrja þá spjörunum úr frá ferða- æfintýrunum við Geysi o. s. frv. o. s. frv. Á þenna hátt kemst alt landið í óálit, sem það eigi á skilið, en er pví vissulega til verulegs tjóns, því að auk hinna mörgu, ferðamanna, sem um ísland rita, eru þeir ekki færri, sem ekkert rita, en segja því meira frá munnlega. ísland er — eins og Sviss — stór- fallegt land, og býður öllum náttúru- vinum upp á mikla dýrð. Hin hrika- lega náttúra landsins kemur hug og hjarta ferðamannsins í sjöunda himin og mun því jafnan draga að sér ferða- menn — en erlendis vitum vér altof Svar til B. M. Ólsen. Ritstjóri ísafoldar hefir sýnt mór þá góðvild að lofa mér að sjá ofanskráða grein Bókmentafólagsforsetans i próförk. Að því er fyrsta atriðið snertir, þá get- ur enginn vafi á því leikið að það er áhrifum B. M. O. að kenna, að kvæðið ekki fekk að koma í Skírni, því rit- stjórinn hafði ekkert við efni þess að athuga þegar skáldið las honum kvæðið, og því lót hann setja það, lesa próförk af því 0. s. frv.; en eftir það kom B. M. Ó. í spilið, og »benti« ritstjóranum á að s é r þætti það ekki eiga heima í tímariti Bókmentafólagsins«, og sjá, rit- stjórinn hlýddi bendingunni eins og auðmjúkt barn. Merkilegt er að B. M. Ó. skull hneyksl- ast á orðinu, sem hann tilfærir. Sambandið sem þetta orð er í er svona: Og skörð lózt þú eftir í eggjunum þeim, sem oss hafa sárastar skorið, og sjálfur af landvarnarhólminum heim þú hefir vort1 dýrasta borið. Yar ekki Jóns Sigurðssonar mikil- ‘) Ekki »pað dýrasta borið« eins og B. B. segir 1 Lögréttu.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.